Tímarit Bændablaðsins 2021

Page 50

Þó nokkrar leiðir eru færar þeim sem hyggja á landbúnaðartengd verkefni, en möguleikarnir verða ávallt meiri ef verkefnið fellur undir hatt nýsköpunar. Mynd / ghp

Nýsköpun í landbúnaði:

Hvar er hægt að sækja fjármagn og stuðning? Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjaldan eða aldrei hefur skilningur landsmanna á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu verið meiri. Kófið alkunna minnti okkur á fallvaltleika þess munaðar sem við búum við sem auðug þjóð á alþjóðamælikvarða. Í landi nægra auðlinda og endalausra möguleika virðist lítið standa þeim hugkvæmu og framkvæmdaglöðu fyrir þrifum. En leiðin frá hugmynd, gegnum framkvæmd, til afurðar og útbreiðslu, er flókin og grundvöllur þess að vel til takist byggir oftar en ekki á stuðningi, tíma og fjármagni. Fjármagni sem oftar en ekki er af skornum skammti, sér í lagi þegar landbúnaður er annars vegar.

Þegar Framleiðnisjóður landbúnaðarins var lagður niður í lok síðasta árs og fjármagn þess flutt undir Matvælasjóð sitja eftir spurningar er varða fjármögnun á fjölmörgum verkefnum sem lúta ekki beint að matvælaframleiðslu. Rannsóknir í landbúnaði falla ekki alltaf undir skilgreiningu nýsköpunar en er ugglaust undirstaða framþróunar innan búfjár- og jarðræktar og eru um leið þýðingarmiklar bæði fyrir landbúnað og dreifbýlið í heild. Fræðslu- og þróunarverkefni í landbúnaði 50

mega sín lítils þegar sótt er í almenna samkeppnissjóði þar sem kjarnaheilbrigðismál og tækniframfarir sem skipta sköpum eru metin skör ofar en mikilvægi grunnrannsókna á plöntum, svo dæmi sé tekið. Á hinn bóginn liggur fyrir að hægt er að sækja bæði um styrki og stuðning frá ýmsum stofnunum og samtökum innanlands vegna nýrra verkefna, sér í lagi undir hatti nýsköpunar, en enn fremur ef


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.