Julie Encausse, framkvæmdastjóri Marea í Húsi sjávarklasans.
Mynd / smh
Marea vinnur að þróun á matvælaumbúðum úr þara:
Vörur í þróun fyrir garðyrkjubændur, sjávarútveginn og heimilin Sigurður Már Harðarson
Plastumbúðir eru á hröðu undanhaldi á Íslandi og víðar í þróuðum löndum. Fyrst hopaði óendurvinnanlegt plast hér og mun hverfa í nánustu framtíð. Nú er farið í vaxandi mæli að huga að því að finna lausnir á því að leysa það af hólmi og því endurvinnanlega líka. Ein af vænlegum lausnum gæti falist í þróun umbúða úr þara og sprotaverkefni hafa skotið upp kollinum sem veðja á hann. Eitt af þeim heitir Marea og tók frumkvöðullinn Julie Encausse þátt í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita í haust, í þeim tilgangi að þoka verkefninu svolítið lengra í þróunarferlinu. 54