Kolefnisbrúin Hafliði Hörður Hafliðason og Hlynur Gauti Sigurðsson
Á síðustu misserum hefur umræðan um vottaða kolefnisbindingu með skógrækt verið í loftinu. Landssamtök skógareigenda (LSE) í samvinnu við Skógræktina, Bændasamtök Íslands og fleiri aðila, hafa unnið að verkefni sem kallað hefur verið Kolefnisbrúin og er því ætlað að efla fyrst og fremst skógrækt á tímum loftslagsbreytinga og vinna fýsilega aðferð til kolefnisjöfnunar og þar með kolefnisjafna landbúnað á Íslandi.
Verkefni Kolefnisbrúarinnar er reyndar viðameira, en til að kolefnisbinding með skógrækt geti orðið að veruleika þarf að framleiða vöru sem nýst getur fjárfestum skógræktarinnar. Varan er „kolefniseining“ og er hver eining eitt tonn af kolefni en reikna má með að um 10 tonn sé hægt að búa til á einum hektara lands að meðaltali og fer það eftir vexti trjánna hversu hratt sú framleiðsla á sér stað. En auk bindingarinnar sjálfrar er aðalatriðið með hverri kolefniseiningu trygging á því að bindingin eigi sér stað. Því þarf óháðan aðila til að votta að svo sé. Þar með verður virðisaukning til og hægt er að eiga viðskipti með kolefnieiningarnar. Engar kvaðir eru á um aðra notkun á því tiltekna landi, sem notað er undir skóg, aðrar en að trén gildni og stækki eins og til er ætlast. Nota má skóginn: Það má grisja hann, beita hann eða fara um hann á skíðum, svo lengi sem trén binda kolefni úr andrúmsloftinu. Verkefnið er viðamikið og nokkuð flókið þó að í grunninn snúist þetta bara um að rækta skóg. Um mitt síðasta ár fékk LSE styrk frá Framleiðnisjóði lanbúnaðarins í verkefnið, ráðinn var verkefnisstjóri og síðan þá hafa hjólin aldeilis farið að snúast. Segja má að grunnvinnu sé að ljúka og það styttist í að allir hlekkir í virðiskeðjunni verði orðnir tengdir. Í framhaldinu verður hægt að sýsla með vottaðar kolefniseiningar með skógrækt, nýta í eigin þágu eða selja á markaði. Landssamtök skógareigenda og Bændasamtök Íslands stofnuðu nýverið hlutafélag utan um Kolefnisbrúna og er því félagi ætlað að tengja saman bændur við að framleiða vottaðar kolefniseiningar með skógi. Stefnt er að því að Kolefnisbrúin kalli eftir áhugasömum bændum um verkefni kolefnisbindingar á næstu vikum og lagt verði af stað í vegferð sem muni skila sér í vottuðum
Landssamtök skógareigenda og Bændasamtök Íslands stofnuðu nýverið hlutafélag utan um Kolefnisbrúna og er því félagi ætlað að tengja saman bændur við að framleiða vottaðar kolefniseiningar með skógi. Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
kolefniseiningum. Þetta er algerlega nýtt á Íslandi, því hingað til hefur ekki verið hægt að bjóða upp á vottaðar kolefniseiningar til sölu. Þessar vottuðu einingar
munu nýtast fyrirtækjum mjög vel sem vilja jafna kolefnisbókhald sitt og einnig skapa tekjur fyrir bændur og landeigendur. Landi og þjóð til heilla. 57