Tímarit Bændablaðsins 2021

Page 58

Horft yfir hampakur.

Mynd / Pálmi Einarsson

Hampur er til margs nytsamlegur Vilmundur Hansen

Af öllum þeim um það bil 400 þúsund plöntum sem greindar hafa verið í heiminum er engin jafn umdeild og á sama tíma jafn nytsamleg og Cannabis sativa.

Plantan telst til tveggja heima. Nytjaplanta með marga möguleika til lækninga og iðnaðar og planta sem getur leyst úr læðingi hlátur og hughrif, vanlíðan og þunglyndi.

meðal annars hráefni í klæði, segl, tjöld og kaðla sem voru undirstaða landafundanna miklu. Í seinni tíð hafa yrki af C. sativa verið kynbætt þannig að þau veiti vímu.

Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir, C. sativa og C. indica, eftir að plantan þróaðist við ræktun í mismunandi áttir frá upprunalegum heimkynnum sínum í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundin C. sativa þróaðist í norður frá fjöllunum til textílgerðar en C. indica í suður sem vímugjafi.

Talið er að hermenn Napóleons hafi flutt þann sið að reykja plöntuna með sér til Evrópu eftir stríð þeirra í Egyptalandi þar sem slíkar reykingar voru vel þekktar. Kannabis til reykinga er unnið úr þurrkuðum blómum og laufum C. Indica og í seinni tíð einnig úr kynbættri C. sativa.

Undirtegundin C. sativa, hampur, hefur um aldaraðir gegnt veigamiklu hlutverki vegna þess hversu trefjaríkir stofnar plöntunnar eru. Trefjarnar hafa í aldaraðir verið nýttar í vefnaðarvöru sem var 58

Plantan fyrst bönnuð í Bretlandi Reglur til að takmarka neyslu á kannabis voru fyrst settar í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1829 en kannabis var bannað í Bretlandi 1928 og árið 1937 í Bandaríkjunum. Lögin í Bandaríkjunum gerðu ráð fyrir að sérstakt leyfi þyrfti til að rækta


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.