BruggVarpið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar. Báðir eru þeir áhugamenn um bjór, hafa skrifað bók um bjór, drukkið bjór í meira magni en þeir kjósa að viðurkenna og hafa talað um bjór í áratug að minnsta kosti, hvor um sig. Hér er Höskuldur að lýsa einhverjum öndvegis bjórnum fyrir hlustendum. Mynd / Stefán Pálsson
Hlaðan – Hlaðvarp Bændablaðsins:
Síauknar vinsældir hlaðvarpsþátta Hlöðunnar Erla Gunnarsdóttir og Tjörvi Bjarnason
Nú hefur Hlaðan, hlaðvarp Bændablaðsins, verið starfrækt í rúmt ár og fá þættir þar góða hlustun. Sífellt bætast nýir þættir í hópinn þannig að fjölbreytni og áhugaverð málefni eru sett á oddinn.
Meðal þess sem hlustendur geta hlýtt á í Hlöðunni, en það er nafn hlaðvarpsins, eru þættir um efni og auglýsingar Bændablaðsins, nýsköpun og þróun í landbúnaði, garðrækt, landgræðslu, mat, skógrækt og lífrænan landbúnað. Fleiri þættir eru í burðarliðnum en með tíð og tíma er ætlunin að byggja upp flóru hlaðvarpsþátta um fjölbreyttar hliðar landbúnaðarins. Hlaðvörp, sem á ensku nefnast podcast, hafa notið mikilla vinsælda á síðustu
62
misserum og æ fleiri kjósa að hlusta á hlaðsvarpsþætti við leik og störf.