Tímarit Bændablaðsins 2021

Page 65

Einar E. Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda:

Erfitt ár að baki en ný tækifæri blasa við Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það eru spennandi tímar fram undan. Þrátt fyrir allt eru tækifæri í þessari stöðu, við þurfum bara að vinna rétt úr þeim,“ segir Einar E. Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Liðið ár einkenndist af heimsfaraldri og var loðdýrabændum þungt, lítil sala og verð fyrir það sem þó seldist langt undir framleiðsluverði. Stuðningur ríkisins bjargaði því sem bjargað varð, hélt þeim fáu bændum sem enn eru eftir í greininni á floti.

„Það eru miklir möguleikar í minkarækt þegar horft er til umhverfissjónarmiða og það ætlum við að nýta okkur.“ Einar segir að skinnamarkaðir hafi verið erfiðir undanfarin ár, eða frá 2016, vegna offramleiðslu á minkaskinnum með tilheyrandi verðfalli. Vísbendingar um að rofa væri til og betri tímar í vændum komu fram í lok árs 2019, m.a. að uppsafnaðar birgðir skinna væru á þrotum. Þá gerðist hið óvænta, Covid-19 kom til sögunnar og hafði strax neikvæðar afleiðingar fyrir loðdýrabændur. Uppboðum var ítrekað frestað og ekki virkaði vel að efna til uppboðs á netinu, enda staðan sú að allt var frosið um allan heim, enginn að ferðast, halda veislur eða kaupa gjafir. „Salan fór aðeins að glæðast þegar komið var fram í ágúst, september, en skilaverð var algjörlega óviðunandi,“ segir Einar. „Þetta er eitt erfiðasta ár sem minkabændur hafa upplifað.“ Umhverfisvæn búgrein með mikla möguleika Stuðningur fékkst frá ríki til niðurgreiðslu á hráefnum og létti hann undir með bændum. Einar segir stuðninginn hafa að hluta verið umhverfisverkefni tengt greininni og var í upphafi þessa árs verið að útfæra hann. Verkefnið er til tveggja ára. „Það eru fyrir hendi möguleikar á að nýta minkarækt til eyðingar á lífrænum úrgangi frá matvælavinnslunni og gera á þann hátt úr honum útflutningsverðmæti og skapa um leið atvinnu,“ segir hann.

Einar E. Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að þrátt fyrir erfiðleika á liðnu ári séu fyrir hendi ný tækifæri í greininni sem vinna þurfi rétt úr.

í ljós hvað verði síðar. Áhrif af þessum aðgerðum ættu að sögn Einars að koma íslenskum minkabændum til góða, en á það beri líka að líta að þeir hafi fengið þjónustu og leiðbeiningar í miklum mæli frá Danmörku og selt sín skinn þar í landi. Skinnamarkaðir hafi verið erfiðir undanfarin ár, eða frá 2016.

„Minkaræktin er umhverfisvæn búgrein og eðlilegur hlekkur í þeirri keðju sem búskapur og matvælaframleiðsla er.“ Einar nefnir að af öllu því óvænta sem 2020 bauð upp á hafi aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar gagnvart kórónuveirusmiti í minkum þar í landi slegið allt út. Ljóst sé að minkar og fleiri dýr geti smitast af veirunni, en þeir myndi mótefni hratt. Viðbrögðin endurspegluðu ótta manna á að á stórum búum gætu orðið til illviðráðanlegar stökkbreytingar. „Stjórnvöld hefðu getað brugðist við á annan hátt og þá með það að markmiði að bjarga lífdýrastofninum og þar með greininni sem er umfangsmikil atvinnugrein í Danmörku,“ segir hann og bætir við að einkennilegt hafi verið hversu seint var brugðist við og að ekkert hafi verið gert í að verja þau bú sem ekki voru sýkt. Við blasir að engin skinn verða framleidd í Danmörku í ár og tíminn verður að leiða

„En það mun allt breytast núna. Hvernig og með hvaða hætti við leysum úr þessum málum vitum við ekki nú en það mun skýrast á komandi mánuðum. Er það ekki þannig að þegar einar dyr lokast opnast aðrar?“ segir hann. Ný tækifæri sem þarf að spila rétt úr Íslenskir minkabændur hafa lagt áherslu á að fá ekki kórónuveirusmit inn á sín bú og það hefur gengið vel. Eftir því sem bólusetningum vindur fram í samfélaginu verður einnig minna mál þótt smit komist inn á búin. Framleiðsla íslenskra loðdýrabænda er lítil í heildarsamhenginu og langt er á milli búa, svo aðstæður sambærilegar þeim sem upp komu í Danmörku koma ekki upp hér á landi. „Það munu koma upp í hendur okkar ný tækifæri og úr þeim þurfum við að spila rétt. Umræða um aukna nýtingu á sláturmat er háværari en áður. Í stað þess að urða hann er hægt að búa til fóður úr þessum úrgangi, sem er ódýrari en t.d. rekstur gas- og jarðgerðarstöðva,“ segir Einar. 65


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.