Nýtt líf 1.tbl. 2017

Page 1

verð 2.295 kr.

1 . tbl. 37. árg. 2017

Reykjavik Fashion Festival reykjavík fashion festival - sérblað

8o'

Hönnuðirnir á RFF 2017

s stíllinn

Hár og förðun vor í lofti

Endurkoma „djammbolsins“

Kolfinna Von:

Tara Margrét: sjálfsmyndin í molum eftir verslunarferðir

Tíska er eins og ísjaki

Óskalisti Andreu Rafnar

Edda Guðmunds, stílisti Bjarkar

Trúnaður við stjörnurnar mikilvægur 5 690691 050009

1. tbl. 2017



Fossil.com Follow us @Fossil:

#Fossilstyle


Mikið úrval af nýjum og flottum vörum

Re Bí


Reykjavík Bíldshöfða 20

Akureyri Dalsbraut 1

www.husgagnahollin.is 558 1100


Húsið Guðmundur Steinsson

Leikstjórn

Benedikt Erlingsson

Frumsýnt 10. mars Tryggðu þér miða á leikhusid.is eða í síma 551 1200



FANGAÐU HÚÐINA EINS OG ÞÚ VILT AÐ HÚN VERÐI AÐ EILÍFU.

VISIONNAIRE LEIÐRÉTTANDI DAG- OG AUGNKREM

NÝTT DAGKREM NÝTT AUGNKREM

Rakagefandi og leiðréttandi dagkrem. Hrukkur - Fjaðurmagn – Ljómi

Ferskt leiðréttandi kremgel. Hrukkur - Dökkir baugar - Pokar

Byrjaðu í dag og þú munt verða þakklát í framtíðinni. Ótrúlega ferskt gelkennt augnkremið hjálpar til við að fela óæskilega bauga og línur og dregur til lengri tíma úr línum, hrukkum og baugum. Vertu í hópi þeirra 87% kvenna sem telja að húðin líti strax út fyrir að vera ferskari og úthvíldari með Visionnaire Hydra Blur tækninni. Hlakkaðu til framtíðarinnar. Kíktu á Lancome.com eða Lancomeisland eða heimsæktu næsta Lancôme útsölustað og skoðaðu alla Visionnaire línuna.



10

EFNISYFIRLIT

NÝTT LÍF X RFF FORSÍÐAN 14 Á BAK

62

VIÐ TJÖLDIN

TÍSKA 16 HEITT OG

KALT

TÍSKA

18

ENDURKOMA „DJAMMBOLSINS“

TÍSKA

20

80´S STÍLLINN

VIÐTAL 22 EDDA GUÐMUNDS ÉG ÓSKA MÉR

26

ANDREA RÖFN JÓNASDÓTTIR

RFF 28 REYKJAVIK RFF 30 LEITIN AÐ

FASHION FESTIVAL

RÉTTA FÓLKINU

RFF 32 KOLFINNA

VON ARNARDÓTTIR

RFF 34 ÁSI OG TOGGI

FINNA HINN GULLNA MEÐALVEG

TÍSKA 36 MYNDAÞÁTTUR: MEROPE RFF 46 THINGS TO

DO DURING YOUR RFF WEEKEND

RFF 48 VIÐTÖL VIÐ

HÖNNUÐI

RFF 54 FATASTÍLL

FANNEYJAR INGVARS

RFF 56 HÁR OG FÖRÐUN RFF 60 HEIÐURSVERÐLAUN MOLAR

61

DORRITAR MOUSSAIEFF

HÖNNUNARMARS

TÍSKA 62 MYNDAÞÁTTUR: VARUNA PISTILL 68 TÍSKA MATUR

70

80

OG LÍKAMSVIRÐING

TÍSKUKOKTEILAR

LÍFSSTÍLL 74 Í UPPÁHALDI

ÚTLIT 76 SNYRTIPENNINN ÚTLIT 78 KRAFTUR

18

HJÁ RIKKU MÆLIR MEÐ

HAFSINS

ÚTLIT

80

NÝTT OG SPENNANDI

STJÖRNUSPÁ

82

HVAÐ ER FRAM UNDAN HJÁ ÞÉR?

26


FUR WORKSHOP & STORE SNORRABRAUT 56 | T. 588 0488 | FELDUR.IS


RITSTJÓRN

12

SJÁLFBÆR TÍSKA

RITSTJÓRI SYLVÍA RUT SIGFÚSDÓTTIR sylvia@birtingur.is

@sylvia.rut

VEFSÍÐA www.birtingur.is/nyttlif

Þetta tölublað markar nýtt upphaf og eru spennandi tímar fram undan hjá tímaritinu Nýtt Líf. Mitt fyrsta tölublað er tileinkað Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni en hún kom til baka á þessu ári eftir eigendaskipti og árshlé. Það er gríðarlega mikilvægt að halda viðburð eins og RFF þar sem íslenskri hönnun og hönnuðum er fagnað og okkar besta fagfólk í hárgreiðslu, förðun og öllu sem við kemur viðburðarstjórnun fær að láta ljós sitt skína. Það er einstaklega ánægjulegt að fyrsta tölublað mitt kynni RFF-hátíðina og alla hæfileikaríku aðilana sem að henni koma. Hönnuðirnir sem voru valdir til að taka þátt í ár eru gríðarlega ólíkir en veittu mér allir mikinn innblástur með sköpunargleðinni og metnaðinum sem þeir leggja í þetta stóra verkefni. Það er virkilega erfitt að setja upp tískusýningu sem þessa og vona ég að hönnuðirnir fái fjármagn, athygli og tækifæri bæði hérlendis og erlendis í kjölfarið. Ég vona að sem flestir kynni sér RFF og HönnunarMars og allt það áhugaverða sem þar er að finna. Ég tók viðtal við Eddu Guðmunds stílista og segir hún að íslenskir hönnuðir þurfi að huga betur að viðskiptahliðinni og finn ég að RFF-teymið í ár ætlar að hjálpa hönnuðum að nota hátíðina sem stökkpall. Ég var svo heppin að fá að taka þátt í hugmyndavinnunni og stefnumótuninni fyrir RFF. Það var magnað að sjá heildarmarkmiðið og sýnina fæðast, enda jákvætt skref í rétta átt að hafa sjálfbærni að leiðarljósi á viðburði sem þessum. Það er nefnilega ótrúlega töff að hugsa vel um umhverfið og fallega landið okkar. Því er tíska og sjálfbærni ósigrandi tvíeyki og ég vona að það samband blómstri enn meira á næstu árum.

ÁSKRIFTARSÍMI 5155555 AUGLÝSINGAR: auglýsingar@birtingur.is LAUSASÖLUVERÐ 2.295 KR BIRTÍNGUR ÚTGÁFUFÉLAG LYNGÁSI 17, 210 GARÐABÆ, S. 515 5500

ÚTGEFANDI:

Mynd: Aldís Pálsdóttir

BJÖRN INGI HRAFNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: KARL STEINAR ÓSKARSSON FJÁRMÁLASTJÓRI: MATTHÍAS BJÖRNSSON YFIRMAÐUR HÖNNUNARDEILDAR: LINDA GUÐLAUGSDÓTTIR YFIRMAÐUR LJÓSMYNDADEILDAR: ALDÍS PÁLSDÓTTIR DREIFINGARSTJÓRI: HALLDÓR ÖRN RÚNARSSON BLAÐAMENN: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, SYLVÍA RUT SIGFÚSDÓTTIR LISTRÆNN STJÓRNANDI: SIGRÚN ÁSTA JÖRGENSEN LJÓSMYNDARAR: ALDÍS PÁLSDÓTTIR, ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR OG HEIÐDÍS GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR GESTALJÓSMYNDARAR: RUT SIGURÐARDÓTTIR, KÁRI SVERISS,, BIRTA RÁN BJÖRGVINSDÓTTIR, BRYNJA KRISTINSDÓTTIR OG SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON GESTAPENNAR: TARA MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR OG ANIKKA VIGNISDÓTTIR MYNDVINNSLA: GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR

ritstjóri

UMBROT: LINDA GUÐLAUGSDÓTTIR, CARÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR OG MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR AUGLÝSINGAR: ÞÓRDÍS UNA GUNNARSDÓTTIR OG ÁSTHILDUR SIGURGEIRSDÓTTIR

Ritstjórinn velur:

RAGNHEIÐUR LINNET

Vagabond Ellie-skór, Kaupfélagið, 22.995 kr.

LINDA GUÐLAUGSDÓTTIR YFIRMAÐUR UMRBOTSDEILDAR

ALDÍS PÁLSDÓTTIR Prentun: Oddi umhverfisvottuð YFIRMAÐUR LJÓSMYNDADEILDAR

linda@birtingur.is

aldispals@birtingur.is @paldis

prentsmiðja

ERFISME HV R M

KI

Advanced Night Repair-dropar frá Estée Lauder, Lyf & heilsa, 17.850 kr.

ÁSKRIFTARDEILD: HJÖRDÍS SVAN AÐALHEIÐARDÓTTIR

U

AndreA by AndreA Rykk Rokk kjóll, AndreA, 28.900 kr.

PRÓFÖRK: MARGRÉT ÁRNÝ HALLDÓRSDÓTTIR OG

141

776

PRENTGRIPUR

PRENTUN: ODDI UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA. ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN VARÐANDI EFNI (TEXTA OG MYNDIR). ÖLL NOTKUN EFNIS, T.D. BEINAR TILVITNANIR OG ENDURSAGNIR, ER ÓHEIMIL ÁN SKRIFLEGS LEYFIS ÚTGEFANDA. SJÁ NÁNAR UM RÉTTARVERND OG GJALDSKRÁ ÚTGEFANDA Á WWW.BIRTINGUR.IS. TILKYNNA ÞARF UPPSÖGN Á ÁSKRIFT FYRIR 15. HVERS MÁNAÐAR OG TEKUR HÚN ÞÁ GILDI Í LOK ÞESS MÁNAÐAR.

HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR

EYGLO sundbolur, Kiosk, 22.900 kr.

helgak@birtingur.is

HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR hildurf@birtingur.is @hildurfridriks

Ljósgrá kápa, Zara, 13.995 kr.

ÁSKRIFANDI VERÐUR AÐ TILKYNNA BREYTINGAR Á HEIMILISFANGI TIL BIRTÍNGS Á TÖLVUPÓSTFANGIÐ ASKRIFT@BIRTINGUR.IS. SÉ ÞAÐ EKKI GERT ÁBYRGIST BIRTÍNGUR EKKI AÐ TÍMARIT SKILI SÉR Á RÉTT HEIMILISFANG.


RICH INFUSION NÆRÐU HÁRIÐ MEÐ STYRK FRÁ NÁTTÚRUNNI Næring frá náttúrunnar hendi, í bland við hreinar formúlurnar mynda hinar undursamlegu Botanicals hárvörur. Í leit okkar í ríki náttúrunnar að innihaldsefnum fundum við safflower, sætt appelsínugult blóm. Við sóttum innblástur til Egypta sem þróuðu næringarrík krem rík af olíu sem var unnin úr safflower. Við settum saman formúlur sem næra þurrt hár, gefa því fallega áferð og heilbrigðan glans þar sem safflower leikur stærsta hlutverkið í bland við kókos og sojaolíur. Formúlurnar okkar eru lausar við paraben, sílikon og litarefni. Umbúðirnar eru úr 100% endurunnum efnum.

#BotanicalsFreshCare


NÝTT LÍF

14

FORSÍÐUMYNDIN - Á BAKVIÐ TJÖLDIN

Stílistinn: Sigrún Ásta Jörgensen verkefnastjóri RFF Fyrirsætan: Sigrún Hrefna Sveinsdóttir

Ljósmyndarinn: Kári Sverriss

Hárið: Katrín Sif

Myndaþátturinn er í heild sinni á bls. 36.

EKKI MISSA AF OKKUR FACEBOOK: NÝTT LÍF INSTAGRAM: @nytt_lif SNAPCHAT: nyttlif TWITTER: @Nyttlifmagazine

Myndir: Birta Rán Björgvinsdóttir

Förðunin: Sara Dögg Johansen


AR11018 AR11018 - AR11032 - AR11032 - EGS2313 - EGS2313- EGS2314 - EGS2314 Laugavegi 15 & Kringlunni 511 1900 - www.michelsen.is

Laugavegi 15 & Kringlunni - 511 1900 - www.michelsen.is

ea_sp17_ls_cw2_mp_sp_nytt_lif_michelsen2_220x297mm_iceland.indd 1

07.03.17 15:57


nýtt líf

16

heitt Skærir sumarlitir eru á hraðri uppleið og við gætum ekki verið glaðari. Nú er tími til kominn að geyma svörtu flíkurnar aðeins innar í fataskápnum og lífga upp á stílinn með eins og nokkrum flíkum og fylgihlutum í skærbleikum, bláum eða jafnvel grænum og gulum lit! Svokallaðir kitten-hælar eru mál málanna þegar kemur að skófatnaði þessi misserin. Litaðar varir sem líkja eftir lúkkinu sem skapast þegar við erum búnar að drekka nokkur rauðvínsglös eru í tísku. Sexí og ófullkomið – fullkomin blanda!

kalt

Getum við kvatt liquid lipsæðið sem tröllriðið hefur snyrtivörubransanum síðustu árin? Það er ekki og verður aldrei töff að sporta grábrúnum varalit sem þurrkar upp varirnar og sýnir hverja einustu hrukku. Hvaða idjóti, afsakið orðbragðið, datt í hug að kynna korselettin aftur til sögunnar? Greinilega sá sem er ekki kona og þykir ekki vænt um þær í ofanálag. Það verður aldrei heitt að klæðast flík sem erfitt er að anda í, aldrei.

25 ára og aldrei ferskari Ein frægasta snyrtivara sögunnar, gullpenninn, eða Touche Éclat frá YSL, heldur upp á 25 ára afmælið sitt í ár. Af því tilefni mun koma út sérstök afmælisútgáfa af klassísku vörunum frá þeim, eins og gullpennanum og hinum sívinsæla maskara Volume Effet Faux Cils, en umbúðirnar eru stjörnum skreyttar. Nokkrar nýjar og ferskar vörur koma líka á markað í tilefni afmælisins en þær eiga það allar sameiginlegt að undirstrika ljóma og ferskleika, enda varla annað hægt þegar maður er bara 25!

Umsjón: Helga Kristjáns

Okkur þykir leiðinlegt að segja það en hönnuðurinn Michael Kors hefur séð betri daga. Þegar hver einasta millistéttarkona á Íslandi er farin að sporta töskuhönnun hans er standardinn óneitanlega fallinn.



innblástur

18

ENDURKOMA DJAMMBOLSINS Þær okkar sem tóku djammtímabilið út í kringum aldamótin eru vel kunnugar hugtakinu „djammbolur“. Í þá daga var algengt að splæsa í eins og einn fyrir hverja helgi. Topparnir áttu það sameiginlegt að gera „átfittið“ og vera nóg einir og sér með gömlu, góðu gallabuxunum. Nú kynnum við djammbolinn á nýjan leik en best er einmitt að klæðast honum við gallabuxur og sérdeilis fínt skótau sem setur punktinn yfir i-ið. Norska tískudrottningin Hedvig Opshaug sýnir okkur hvernig á að rokka þetta lúkk.

Karen Millen, 9.990 kr. Zara, 5.995 kr.

Chloé, 59.905 kr.

Dolce & Gabbana, 47.890 kr.

Zara, 5.995 kr.

Umsjón: Helga Kristjáns

Zara, 6.995 kr.

Zara, 6.995 kr.

Zara, 8.995 kr .

Zara, 5.995 kr.


1-2 hylki á dag ax! Virkar str

Fyrr fallega brún í sólinni með AstaZan

Nýjar umbúðir

sömu gæð

i

Húðin fær fyrr fallegan brúngylltan lit sem endist lengi. AstaZan er öflugt andoxunarefni sem eykur einnig styrk og þol vöðva, gott á ferðalögum við göngur, líkamsþjálfun og allt álag. Rannsóknir* staðfesta árangur. Frumkvöðlar í lífrænni næringu í yfir 30 ár. *Karolinska Institute, 1998. University of Memphis 2001.

Góð reynsla við sólarexemi. Ver húðina gegn skaða af sólinni. Yngir húðina, eykur þéttleika og teiganleika húðarinnar, fækkar fínum línum og eykur raka húðarinnar. Gott á ferðalögum, við langar göngur, líkamsþjálfun og álag.

Lifestream fæst í Apótekum, Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Græn heilsa, Fríhöfninni og víðar | celsus.is


20

Jil Sander

Joseph

Balenciaga

Dsquared2

DKNY

Saint Laurent

Saint Laurent

Saint Laurent

innblástur

8o’s stíllinn

Jakkar með breiðum öxlum, glansefni, leggings og allt heila klabbið hefur aldrei verið jafnvinsælt, nema þá þegar trendin sáust í fyrsta sinn. Við höfum líka verið að sjá boli með pólitískum skilaboðum (We Should All Be Feministsbolirnir hjá Dior vöktu einna mesta athygli), nælur, hárskraut

og opna skó. Svokallaðar „power-dragtir“, toppar með einni ermi og ýktar pífur eru einnig að „meikaða“ á nýjan leik. Það er eitthvað yndislega nostalgískt við þessa tísku og ef ykkur vantar innblástur er um að gera að skella Working Girl í tækið eða taka Dynasty-maraþon.

Umsjón: Helga Kristjáns

Stærsta tískufrétt ársins er hversu mikið „kombakk“ níundi áratugurinn á í tískuheiminum. Öll helstu eitís-trendin sáust einmitt á vortískusýningum stærstu tískuhúsanna.


21

nýtt líf

Hver er drottning eitís stílsins ef ekki Díana prinsessa?

Power Suit-dragtir í anda þeirra sem Melanie Griffith klæddis í kvikmyndinni Working Girl koma sterkar inn. Því breiðari sem axlirnar eru, því betra. Glansefni, nælur og yfirdrifinn glamúr í anda Dynasty var eitthvað sem naut sín vel á tískusýningarpöllum Balenciaga.

Eitt stærsta eitís-trendið var „permað“, eða vafflað, hár en það á kombakk í ár og sást víða á vortískusýningunum. Sarah Jessica Parker og stelpurnar í kvikmyndinni Heathers eru fínar tískufyrirmyndir hvað þá hártísku varðar.

Mínimalismi, hvað? Nú er ofhlaðni stíllinn með endurkomu og tískufyrirmyndin er Madonna í Desperately Seeking Susan. Tískuhúsið Dsquared2 virðist einnig hafa fengið innblástur úr kvikmyndinni.


viðtal

22

Trúnaður við stjörnurnar er mikilvægur

Ruediger Glatz

Edda Guðmundsdóttir er búsett í New York en stílistastarfið hefur leitt hana í ferðalög víða um heiminn. Hún hefur unnið við mörg stórkostleg og fjölbreytt verkefni og flest þeirra eru svo mikil leyndarmál að hún hefur ekki getað rætt þau í fjölmiðlum.

Á ferilskrá hennar eru meðal annars stílistaverkefni með Björk, Lady Gaga og Taylor Swift. Edda Guðmunds, eins og hún er kölluð, flýgur heim til Íslands í tengslum við Reykjavík Fashion Festival-hátíðina sem hún segir gríðarlega mikilvægt tækifæri fyrir íslenska hönnuði. Sköpunargleði og kraftur hinnar hæfileikaríku Eddu smitar út frá sér og er hugmyndaflug hennar aðdáunarvert. Edda lýsir sínum eigin stíl sem rafmögnuðum og húmorískum. Hún er hrifnust af fjölbreytileikanum og er mjög ánægð með það hversu mörg tískutrend eru í gangi núna. „Ég nýt þess að pæla í því hvernig hægt er að blanda saman götutísku og hátísku með spennandi útkomu,“ segir Edda en hún hefur samt gaman af öllum sínum verkefnum. „Ég er með mörg járn í eldinum og ólík verkefni í gangi á sama tíma og það heldur athyglinni

gangandi og hentar mér vel. Í eðli mínu er ég spenntust fyrir verkefnum sem gefa rými fyrir ævintýralegar útfærslur og reyna á hugmyndaflugið.“ KAMELLJÓN SEM SEGIR ALDREI NEI VIÐ ÁSKORUN Stílistastarfið er fjölbreytt og Edda er þakklát fyrir að starfa við eitthvað sem hún hefur svo mikla ástríðu fyrir. Hún þarf alltaf að vera á tánum og beiðnirnar eru jafnmisjafnar og þær eru margar. „Þetta starf felur í sér að vera mikið kamelljón. Maður er að vinna með allavega fólki og oft mikið álag og stress, langir vinnudagar, lítill svefn og skipulagið þarf að vera tipp topp svo þetta gangi upp. Svo þarf að mæta með góða skapið sama á hverju gengur og vera tilbúinn með skyndilausnir ef svo ber undir. „Nei, því miður,“ og: „Ég get ekki reddað þessu,“ og: „Þetta er ekki til,“ er ekki partur


nýtt líf

Shoko Takayasu

23

Roxanne Lowit

„Þetta starf felur í sér að af mínum orðaforða. Svarið er alltaf: vera mikið kamelljón.“ „Let me figure it out,“ eða: „Ég finn út úr þessu.“ Þá breytir engu hvort það er að sjónvarpsþátta og myndbanda. Meðal annars finna flott föt á 140 kílóa rappara klukkan stíliseraði Edda fyrir Bad Blood-myndbandið fjögur að nóttu sem þarf að vera á setti frá Taylor Swift sem vakti mikla athygli og klukkan 11 næsta morgun, að láta stækka vann til verðlauna. brúðarkjól úr stærð fjögur í stærð tíu á nokkrum klukkutímum eða að láta skyrtu FÁRÁNLEGT AÐ FÁ BORGAÐ FYRIR ÞETTA springa af líkama. Ég get verið beðin að Edda datt inn í stílistastarfið fyrir hálfgerða klæða 300 aukaleikara, taka myndir og tilviljun en hún hefur aldrei snúið til baka. gera yfirlit af fötunum sem þau voru sett „Ég er heppin að búa „Ég hef búið lengi erlendis og var til margra í og allt þetta á einum klukkutíma svo í New York þar sem ára með manni sem er fatahönnuður. þau séu til fyrir tökur við sólarupprás. götulífið gefur Smám saman fór ég að skipta mér meira Þetta er bara lítið sýnishorn af því sem mér endalausan og meira af hans fatalínu og við enduðum gerist á bak við tjöldin.“ Edda segir mér að með að hanna þetta saman. Þar sem ég er það sé mikilvægt og flókið að halda utan innblástur.“ ekki lærður fatahönnuður var mitt hlutverk um fjármálahliðina til að allt sé innan meira að halda utan um heildarmyndina og fjárhagsáætlunar. „Þetta er oft mesta koma með hugmyndir um hvað mætti betur áskorunin. Það kemur oft fyrir að fólk er fara eða vantaði fyrir hverja línu og setja með stærri hugmyndir en peningarnir fötin saman og finna heildarlúkk fyrir sýningarnar. Út frá því leyfa og þá þarf ég að finna lausnir sem allir eru ánægðir með.“ fóru ljósmyndarar og vinir að benda mér á að ég ætti að leggja stílistastarfið fyrir mig. Til að byrja með fannst mér það vera MÖRG VERKEFNIN ERU LEYNDARMÁL fáránlegt að einhver myndi vilja borga mér fyrir að gera það „Mitt starf í dag er ansi fjölbreytt. Ég er með þó nokkuð af sem mér finnst skemmtilegast að gera, ég hafði aldrei hugsað fastakúnnum á meðal fyrirtækja, leikstjóra, ljósmyndara, út í þetta sem atvinnugrein. Ég ákvað að lokum að slá til og láta framleiðenda og fatahönnuða sem ég geri reglulega verkefni fyrir, reyna á þetta. Ég byrjaði á að gera prufumyndir með nokkrum meðal annars auglýsingar, tónlistarmyndbönd og bíómyndir, ljósmyndurum sem birtust í tískublöðum og fékk út frá því nokkur ásamt því að stílisera fyrir sjónvarpsþætti og stjörnur sem atvinnutilboð sem svo smám saman hafa undið upp á sig eins og þurfa aðstoð við að finna föt fyrir sig fyrir hin ýmsu tækifæri snjóbolti og er nú orðið að fullri vinnu.“ bæði í starfi og sem passa við þeirra persónulega stíl. Svo eru ávallt ný verkefni sem koma inn á borð til mín í gegnum DANSINN KEMUR SÉR VEL meðmæli og svoleiðis heldur þetta áfram að vinda upp á sig,“ „Ég vinn bæði sem stílisti og búningahönnuður sem er ekki segir Edda. Hún er þekkt fyrir að vera stílisti söngkonunnar endilega sjálfgefið í þessum bransa. Undanfarin ár hef ég líka Bjarkar Guðmundsdóttur en eins og flestir vita vekur Björk verið að gera búninga fyrir ýmis danskompaní og þá hefur komið oftast gríðarlega mikla athygli fyrir fatastíl sinn. Oftast hvílir sér vel að ég var í dansnámi þegar ég flutti fyrst erlendis. Sú mikil leynd yfir verkefnum Eddu og þarf hún að skrifa undir reynsla sem ég hef í þeim geira og að hafa unnið með fatahönnuði þagnarskyldusamninga varðandi störf sín fyrir marga kúnna. til margra ára leiddi af sér að ég lærði margt um að búa til „Trúnaður við kúnna er afskaplega mikilvægur. Kúnninn verður föt og veit því vel hvernig fötin þurfa að vera svo hægt sé að að geta treyst mér til að okkar starf gangi vel. Mörg af mínum nota ýktar hreyfingar bæði hjá dönsurum, sirkusfólki og fyrir verkefnum eru gerð mörgum mánuðum áður en þau birtast áhættuleikara. Það er ekki jafnmikið um stílista sem eru líka og eru þau leyndarmál,“ útskýrir Edda. Hún hefur síðustu ár búningahönnuðir og kunna að taka tillit til þessara þátta þannig unnið með stjörnum eins og Lady Gaga, Christinu Aguilera, að það hefur hjálpað mér að hafa þessa þekkingu þegar ég er Jennifer Lopez, Cyndi Lauper, Pamelu Anderson, Aliciu Keys að gera tilboð í verkefni því tengd.“ Edda segist frá innblástur og One Republic. Hún hefur tekið að sér verkefni fyrir Vivienne alls staðar, frá náttúrunni yfir í götulífið. „Ég er heppin að búa Westwood, Diane Von Furstenberg, Opruh Winfrey, Barböru í New York þar sem götulífið gefur mér endalausan innblástur. Steisand og fréttakonuna Diönu Sawyer. Auk þess hefur hún Ég á marga skapandi vini sem gefa mér líka mikinn innblástur. starfað við fjölda tískusýninga, tískuvikna, auglýsinga, tímarita,


viðtal

24

„Það er ekki nóg að sýna bara samansafn af tilviljanakenndum fötum sem hönnuðinum finnst flott.“

Ruediger Glatz

Chromat runway FW17

Ég eyði líka miklum tíma á Netinu að skoða hvað hönnuðir alls staðar í heiminum eru að gera og reyni líka að fylgjast vel með myndlistar-, tónlistar- og leikhúsheiminum þar sem mér finnst þetta allt tengjast og gefa mér innblástur.“ AÐSTOÐIN LYKILLINN AÐ VELGENGNINNI Töluverður tími fer í að gera rannsóknarvinnu fyrir hvert verkefni og að heimsækja sýningarherbergi hönnuða til þess að sjá hvað er í boði. Svo þarf líka að versla inn fyrir verkefnin og skila vörum sem ekki var hægt að nota. Fyrir hvert tilboð í verkefni gerir Edda svokallað „moodboard“ þar sem hugmyndum er safnað saman á einn stað. „Ég og mitt starfsfólk gerum mikið af heimildarvinnu á Netinu, tökum myndir á sýningum og í búðum og gerum einnig teikningar. Þetta setjum við saman á moodboard til að sýna kúnnum þær hugmyndir sem við höfum fyrir verkefnin. Við gerum þetta líka þegar við erum að skapa karaktera fyrir bíómyndir, leikhús og fleira. Oft þegar kúnninn er í öðru landi eða annarri borg eru moodboard send fram og til baka til að skapa heildarmynd fyrir okkur og kúnnann.“ Edda segir að aðstoðarfólkið sem vinni fyrir hana sé mjög mikilvægur þáttur í því að allt gangi upp. „Þau eru lykillinn að því hvað mér gengur vel. Ég er í raun lítið fyrirtæki með margar hendur og huga á bak við hvert verkefni.“ Hún ráðleggur þeim sem eru að byrja að starfa sem stílistar að æfa sig mikið og ná sér í reynslu en gera ekki ráð fyrir að verða ríkir af þessu starfi, allavega ekki strax. „Það er gott að vera duglegur að gera æfingamyndatökur, taka að sér lærlingastöður hjá reyndari stílistum og annars staðar, eins og til dæmis í leikhúsi, tískuverslunum, hjá listafólki og í galleríum. Svo hjálpar að læra alla vega smávegis í saumaskap og að læra sögu tískunnar. Stílistar verða að vera tilbúnir til að vinna langa daga fyrir lítil sem engin laun til að byrja með. Svo er mikilvægt að mynda tengslanet og vera ábyggilegur og skipulagður,“ segir Edda. OFT VANTAR AÐ HUGSA UM VIÐSKIPTAHLIÐINA Edda lætur sig ekki vanta á RFF-hátíðina og segir hana mikilvæga fyrir hönnuði. „Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska hönnuði að fá að sýna vörur sínar og fá að deila afrakstri mikillar vinnu með erlendri og innlendri pressu, fagfólki, vinafólki og aðdáendum

sínum. Hönnuðir læra mikið af því að setja upp sýningar og hafa ákveðnar dagsetningar sem lokamarkmið hverrar línu. Að fá erlenda kaupendur, pressu og fagfólk á heimavöll sinn er frábært tækifæri. Annars yrðu þessir hönnuðir að fara á eigin vegum að leita uppi þetta fólk og ná athygli þess sem er hægara sagt en gert á erlendri grundu þar sem „hundur borðar hund“ eins og sagt er í bransanum, enda mjög mikil samkeppni í þessu fagi. Til þess þarf mikla heppni, mikið fjármagn, öflugt tengslanet og sambönd og þykka húð.“ Edda segir að tískubransinn á Íslandi sé mjög ungur og spennandi. Það sé þó ýmislegt sem megi bæta. „Sköpunarkrafturinn er mikill en oft vantar upp á þegar kemur að viðskiptahliðinni ef maður stefnir á alþjóðlegan markað. Það er til dæmis mjög mikilvægt að fylgja árstíðabundnu tímaplani sem flestir hönnuðir erlendis fylgja og þurfa að taka mið af í sínu sköpunarferli. Mjög áríðandi er að hönnuðir sýni fullsteypta línu, hvort sem hún er stór eða smá þarf hún að standa fyrir sínu innbyrðis. Það er ekki nóg að sýna bara samansafn af tilviljanakenndum fötum sem hönnuðinum finnst flott, það þarf að hafa sterk markmið og hugmyndavinnu að baki hverri línu.“ LANGAR AÐ STARFA MEIRA Á ÍSLANDI Í augnablikinu er Edda með marga bolta á lofti í einu, bæði erlendis og á Íslandi. Þar á meðal er verkefni fyrir tónleika hjá Björk en þær hafa átt farsælt samstarf í mörg ár. Þegar ég talaði við Eddu var hún á fullu að klára vinnu sína fyrir sjónvarpsþátt og var mjög stutt í skilafrestinn en hún er þó vön slíkri pressu. „Sem stendur er ég að vinna að tveimur sjónvarpsþáttum, tónleikum með Björk, danssýningu í Munich og annarri danssýningu í Essen. Einnig bíómynd með leikstjóranum Joseph Kahn og svo er ég að gera nokkur tilboð í verkefni og undirbúa ýmislegt fyrir auglýsingavinnu, tónlistarmyndbönd og söngleik svo eitthvað sé nefnt,“ segir Edda sem er með bókuð verkefni langt fram í tímann. Edda hefur dvalið erlendis í mörg ár og þó að hún búi stundum nánast í ferðatösku vegna vinnutengdra ferðalaga þá saknar hún samt oft Íslands. „Ég sakna mest fjölskyldunnar og vinanna á Íslandi. Ég veit ekki hvort ég flytji aftur heim, allavega ekki á næstunni. Ég væri samt mikið til í að vera meira á landinu og jafnvel gera einhver verkefni þar. Kannski gerist eitthvað ef einhver er að lesa þetta,“ segir Edda að lokum. Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Myndir úr einlasafni


www.arnartr.com


nýtt líf

26

Blue Reworked Jeans frá Vetements.

Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta og verslunarstjóri dömuverslunarinnar Húrra, er mikill fagurkeri og elskar strigaskó. Hún er áberandi töff týpa í tískuheiminum hér á landi og við erum mjög hrifnar af hennar stíl. Þetta er efst á hennar óskalista í augnablikinu.

Shimmering Skin Perfector frá Becca.

Ég óska mér …

Bang & Olufsen Beoplay H8-heyrnartól, Ormsson 75.000 kr.

Santal 33 ilmvatn frá Le Labo.

Wilson-gleraugu frá Garrett Leight.

Ozweego 2 Bunny frá Raf Simons. Achilles Low-skór í litnum Blush frá Woman by Common Projects (væntanlegt í Húrra).

Dionysus GG Supreme frá Gucci.

Reason Kimono frá Libertine Libertine (væntanlegt í Húrra).

Umsjón: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Unni Rain-káp a frá Norse Proj ects, Húrra 39.990 kr . fæst í Húrra.

Helix Trapez Ring frá Maria Black. Húrra, 16.990 kr.


#MUSTJEGGINGS


rff

28

Dear guests,

Fyrir hönd RFF vil ég bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Reykjavík Fashion Festival N°7. Gífurleg vinna hefur farið í undirbúning hátíðarinnar undanfarna mánuði og nú er komið að því að uppskera og tengja íslenska tísku út í heim. Í haust sem leið hófst ferlið á kaffihúsi í miðborginni þar sem við Kolfinna byrjuðum tvær að rúlla boltanum af stað. Nú fimm mánuðum síðar hefur hátíðin öðlast nýjan blæ og er ég ótrúlega stolt af því að vera partur af þessum flotta íslenska tískuviðburði. Ég vil þakka hæfileikaríka hönnunarteyminu Serious Business fyrir frábært starf en það á heiðurinn af nýju útliti og vefsíðu RFF. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu í umhverfismálum. Ég veit að tískuiðnaðurinn getur átt það til að vera mjög skaðlegur umhverfinu og hefur það verið mér hugleikið síðustu misseri, mér finnst ótrúlega mikilvægt að hönnuðir og framleiðendur hugsi til þess í öllu vinnuferlinu. Í þessum mikilvægu málum eru íslenskir hönnuðir framarlega og hugsa um sjálfbærni og sóun, þarna á setningin meðvitund mætir sköpunargáfu mjög vel við. Að lokum vil ég hrósa hönnuðum RFF sem hafa unnið hörðum höndum að því að láta nýjar fatalínur líta dagsins ljós og þakka þeim fyrir ánægjulega samvinnu, án þeirra væri engin hátíð. Nú fáið þið að upplifa íslenska tísku og hönnun beint í æð, hún er einstök og innblásin af fallega landinu okkar og menningu, enda erum við öðruvísi. Og stolt af því.

Enjoy the shows, dear guests. Best regards, Tinna Rún Davíðsdóttir RFF Project Manager

Mynd: Brynja Kristinsdóttir

Kæru gestir.

On behalf of RFF I welcome you to the Reykjavík Fashion Festival N°7. There has been tremendous work in building the festival, now is the time to harvest and connect Icelandic fashion to the world. Last fall the process began at a coffee house in down town Reykjavik. Now, five months later, the festival has got a new breeze and I am incredibly proud to be a part of this splendid Icelandic fashion event. I want to thank the talented design team Serious Business for their excellent work that they have given the festival but they designed the new look and website for RFF. Great environmental awakening has taken it´s place in the community, I know the fashion industry can be very damaging to the environment and it has become a important issue to me lately. It is very important that the designers and the entire industry think about this in their whole work process. In these important matter Icelandic designers are leading by example and think about sustainability and waste, here consciousness meets creativity. At last I want to give my thanks to RFF designers who have worked hard to make their new clothing lines come alive and thank them for the excellent cooperation we have had, we would not be here without them. Now you get to experience unique Icelandic fashion and design, which is inspired from our beautiful country and culture, as we are different by nature. And are proud of it.

Njótið sýninganna kæru gestir. Bestu kveðjur, Tinna Rún Davíðsdóttir Verkefnastjóri RFF

/ Schedule fimmtudagur 23. mars

Thursday 23rd Opnunarathöfn / Opening ceremony

föstudagur 24. mars

Friday 24th 19.00 Myrka 20.00
cintamani 21.00 Magnea

laugardagur 25. Mars

Saturday 25th 19.00 Another Creation 20.00 inklaw 21.00 Anita Hirlekar 22.00 Press & designer party


100% náttúruleg

INTENSE hydration HÚÐLÍNA FYRIR ÞURRA HÚÐ


rff

30

Leitin að rétta fólkinu Eskimo og RFF stóðu fyrir opnum „casting-prufum“ fyrir fyrirsætur á dögunum. Þar mættu margir reynsluboltar í íslenska tískubransanum en líka var töluvert um ný andlit sem verður spennandi að fylgjast með. Það var allavega augljóst að það var mjög eftirsótt að fá að ganga á tískupöllunum fyrir flottu hönnuðina á RFF í ár. Nýtt Líf var með ljósmyndara á staðnum. Myndir: Birta Rán Björgvinsdóttir Umsjón: Sylvía Rut Sigfúsdóttir



rff

32

„Tískan fyrir mér er eins og ísjaki“

Hvað er tíska fyrir þér? Tíska er samsetning margvíslegra lista með ótal menningarlegar vísanir. Tíska er öll umgjörðin á einhverju fallegu fyrir augað. Tíska fyrir mér er eins og ísjaki – aðeins sést í toppinn á vatnsyfirborðinu en undir því er heill heimur sem blandast saman. Ef allt er rétt samhæft gæti lokaútkoman orðið að tísku. Tíska er ekki auðveld, hún er eins og hljómsveit – orkestra – sem þarf að spila rétt, ef eitt hljóðfæri fer á mis við hin verður hljómurinn falskur. Hins vegar ef allt er spilað rétt og er vel samhæft þá á tíska að heltaka áhorfandann, veita innblástur og kæta, eða græta, kveikja áhuga og draumkenndir. Þess vegna verður tíska fyrir þá sem snerta hana að ástríðu og hún hreinlega gleypir mann. Hver er þinn bakgrunnur þegar kemur að tísku og hönnun? Svona fyrir utan að vera venjuleg stelpa sem pælir í hinu fallega, eltir hina hefðbundnu tískustrauma og vörumerki, hef ég alltaf haft mikinn áhuga á listum og menningu. Ég lærði almenna hönnun eftir stúdentspróf en fann ekki hvar innan hönnunar áhugasviðið mitt var. Á þessum tíma saumaði ég mikið fyrir sjálfa mig, en ég var föst í því að gerast annaðhvort arkitekt eða vöruhönnuður. Þá var tilhugsunin um að gerast fatahönnuður of erfið, kannski einfaldlega vegna þess að maður þekkti það

Kolfinna Von ásamt Sigrúnu Ástu Jörgensen og Tinnu Hemstock verkefnastjórum RFF.

ekki og þessi bransi því miður of erfitt umhverfi til að sjá fram á góða starfsævi. Ég ferðaðist mikið og hef alltaf verið dáleidd af Ítalíu. Eftir hefðbundið háskólanám ákvað ég að sérhæfa mig og fann eitthvað sem fáir Íslendingar hafa numið. Námið kallast Fashion communication & PR og lærði ég allt það bóklega, sjónræna, tæknilega og fræðilega í kringum tísku. Ég kom heim að námi loknu og byrjaði að kortleggja íslenska fatahönnuði og þeirra markað, ég skrifaði um tíma fyrir DV pistla undir heitinu Hönnunarhornið þar sem fjallað var almennt um tísku og hönnun og tengdist þannig inn í hönnunarsamfélagið á Íslandi. Hvernig finnst þér tískuiðnaðurinn á Íslandi og hvað mætti bæta? Það er alveg ótrúlegt stökk sem Íslendingar hafa tekið í þessum efnum á síðustu árum. Við höfum bætt við námsgreinum innan menntakerfisins, þar sem tækifæri eru fyrir áhugasama til að læra listina hérlendis. Einnig hafa margir farið utan og sótt sér þekkingu sem skilar sér aftur hingað heim. Við lentum í efnahagskreppu fyrir nokkrum árum og það merkilega við slíka tíma er að gróska verður í skapandi greinum. Þetta er bara söguleg staðreynd, allir fara að leita inn á við og eitthvað magnað gerist í nýsköpun og skapandi iðnaði. Þetta gerðist hér á landi og árið 2009 varð Reykjavik Fashion Festival stofnað. Nú eftir að hátíðin hefur verið haldin nokkrum sinnum og þekking og reynsla náð að byggjast upp er RFF orðið að stærsta sjálfstæða tískuviðburði okkar Íslendinga og nýtur ásamt HönnunarMars mikillar athygli á alþjóðlegum vettvangi. Við erum stöðugt að setja okkur stærri markmið, gera meiri kröfur og ná betri árangri. Augu almennings og hegðun hins almenna neytenda er einnig að opnast fyrir nýjum hlutum, færast úr fjöldaframleiðslu í sértækari vöru og eftirspurn þar af leiðandi meiri. Hins vegar er því miður svo að það þarf að brúa ákveðið bil og vantar enn upp á að íslenskt tískusamfélag geti staðið undir sér sem eiginlegur iðnaður hér á landi. Mín persónulega ástríða og drifkraftur fyrir íslenska tísku er að brúa þetta bil og vinna kerfisbundið að því markmiði að gera tísku að eiginlegum iðnaði hér á landi sem skilar sér til þjóðarbúsins og skapar fjölda fólks störf allt árið um kring. Þetta er hluti af uppbyggingu ungrar þjóðar ef maður á að leyfa sér að vera stórhuga. Þetta er samspil hæfileikaríkra hönnuða, almannatengsla, ferðaiðnaðaðar, atvinnulífsins í heild og margra annarra þátta. En nú er rétti tíminn og tíðarandinn að vinna með okkur.

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Myndir: Birta Rán Björgvinsdóttir

Rætt við Kolfinnu Von Arnardóttur, framkvæmdarstjóra RFF


33

nýtt líf

„Að leiða saman stóran hóp hæfileikafólks og skapa umgjörð sem sæmir okkar flottu og hæfileikaríku hönnuðum. Að búa til vettvang þar sem íslensk tíska er í hávegum og getur náð sér í alþjóðlega athygli.“

Af hverju vildir þú taka að þér RFF? Þetta er gamall draumur, ég sá fullt af ónýttum tækifærum. Við erum farin af stað og stutt í að við náum sjálfbærni í tískuiðnaði. Við eigum svo mikið af hæfileikaríkum fatahönnuðum og ég trúi því að RFF muni gera frábæra hluti. Þetta er einstök hátíð sem á skilið að lifa og blómstra og ég vildi taka þátt í að láta það gerast. Hvert er þitt hlutverk sem framkvæmdarstýru? Að leiða saman stóran hóp hæfileikafólks og skapa umgjörð sem sæmir okkar flottu og hæfileikaríku hönnuðum. Að búa til vettvang þar sem íslensk tíska er í hávegum og getur náð sér í alþjóðlega athygli. Að finna ný tækifæri fyrir hátíðina til að vaxa og dafna á næstu árum, skoða möguleikana á að halda hana oftar og bjóða upp á fleiri viðburði utan hins hefðbundna hátíðartíma. Hvað taka margir þátt í undirbúningi RFF? Það koma sennilega yfir 200 manns að hátíðinni á einn eða annan hátt. Það eru ótal hendur sem þurfa til að láta svona viðburð gerast og erum við þakklát fyrir hvern einasta aðila sem kom að undirbúningi. Fæstir fá borgað en öllum kemur saman um að RFF sé gríðarlega mikilvægt og varðveita þurfi hin menningarlegu verðmæti. Þetta eru fyrirtæki og einstaklingar, fjölskyldur og vinir sem hjálpast að. Hvernig var valið í RFF-teymið? Það gerðist að sjálfu sér að þeir sem höfðu áhuga og getu byrjuðu sjálfkrafa að tengja sig og þannig byrjaði boltinn að rúlla. Í byrjun var mjög mikilvægt að fá fulltrúa kaupenda, fulltrúa fjölmiðla og fulltrúa hönnuða til að koma saman í stefnumótun. Síðan þá hefur bæst verulega í okkar lið og reynum við að skapa jákvætt starfsumhverfi þar sem hver fær að blómstra á sínu áhugasviði.

Hvernig fór hugmyndavinnan fram? Í stefnumótunarferli okkar ákváðum við að Reykjavik Fashion Festival ætti að verða uppbyggjandi á eins marga vegu og hægt er. Ísland hefur raunverulega getu til að verða leiðandi í umhverfismálum á alþjóðagrundu. Ísland er að stíga sín fyrstu skref í að byggja upp raunverulegan tískuiðnað sem því miður er ekki svo umhverfisvænn í hinum stóra heimi. Við ætlum, getum og einfaldlega verðum að setja okkur markmið um að vera ábyrg hátíð sem styður hönnuði og framleiðslu í sjálfbærni og meðvitund. Við viljum leiða hátíð sem við getum verið stolt af og hvetur til meðvitaðra ákvarðana. Við unnum rannsóknarvinnu og kortlögðum íslenska fatahönnuði og kom fljótt í ljós að ef maður vill finna eitt atriði sem nær yfir flesta þá eru það meðvitund í hönnun og framleiðslu. Það var því ekki um annað að ræða en að setja strax skýr markmið um að RFF 2017 verður fyrsta tískuhátíðin þar sem unnið er markvisst með þessa áherslu hér á landi. Að því tilefni tileinkum við hátíðinni í ár náttúruöflum, nánar tiltekið „ROK“, eitthvað sem allir Íslendingar þekkja. Að hátíðinni lokinni, hvað myndirðu vilja sjá standa upp úr? Að gestir og hönnuðir, innlendir sem erlendir aðilar hugsi með sér: „Ég ætla að koma aftur á næsta ári.“ Og að hægt verði að fara um heiminn og kynna þessa hugmyndafræði fyrir sem flestum. Við verðum að bera virðingu fyrir jörðinni okkar. Nýta og njóta.


RFF

34

FINNA HINN GULLNA MEÐALVEG ÞEIR ÁSI MÁR FRIÐRIKSSON OG ÞORGEIR F. ÓÐINSSON MUNU SJÁ UM AÐ SETJA UPP REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL Í ÁR. ÁSI MÁR SÉR UM LISTRÆNA STJÓRNUN EN ÞORGEIR UM FRAMLEIÐSLU HÁTÍÐARINNAR.

Ási og Þorgeir

menningu, list og hönnun og eru þeir því mjög spenntir að fá að koma að þessum viðburði. „Viðburðurinn er einstakur að því leyti að þetta er eitt skipti á ári sem hátísku og fatahönnun er fagnað hérlendis. Við erum með endalaust af tónleikum og leiksýningum í gangi allt árið um kring og því dýrmætt fyrir Ísland að halda í þennan viðburð.“ Ási tekur undir þetta og bætir við að RFF sé hátíð sem hann langi til að vera partur af. „Hátíðin er mjög mikilvæg fyrir íslenska hönnuði þar sem iðngreinin getur að mörgu leyti verið erfið. Hönnuðir þurfa bæði að sjá um hönnun og markaðssetningu innanlands og erlendis sem getur reynst þrautin þyngri. RFF aðstoðar hönnuði við markaðssetningu og veitir þeim möguleika á að sýna verk sín fyrir stærri markað með því að veita þeim þá umgjörð sem þeir þurfa.“ „Þess má geta að hátíðin hefur hlotið mikla athygli um allan heim og nú þegar hefur teymi frá Vogue komið til landsins og heimsótt hönnuðina sem taka þátt í ár,“ segir Þorgeir. Það er því óhætt að segja að fólk sé orðið verulega spennt fyrir sýningunni.

Texti: Annika Vignisdóttir Mynd: Aldís Pásldóttir

Ási Már er fatahönnuður að mennt og hannar undir merkinu ASI MAR en starfar einnig sem stílisti, teiknari og greinahöfundur. Ási hefur unnið að fjölmörgum verkefnum tengdum hönnun og tísku í gegnum árin. Hann hefur hannað bæði undir sínu eigin merki sem og fyrir aðra. Hann vann einnig fyrir Eskimo módelskrifstofuna um skeið og hefur stíliserað mikið í gegnum tíðina, meðal annars fyrir tímarit eins og Cover (DK), Nude Magazine og Glamour. Það má því segja að Ási sé ekki ókunnur tískubransanum. Þorgeir er menntaður sem grafískur hönnuður og hefur líkt og Ási unnið að hinum ýmsu verkefnum tengdum hönnun. Þorgeir hefur mikla reynslu af bæði framleiðslu og listrænni stjórnun og hefur komið að hinum ýmsu viðburðum, má þar nefna Eve Fanfest (CCP) og Sónar ásamt því að hafa komið að verkefnum fyrir leikshús, bíómyndir, tónlistarmyndbönd og fleira. Þess má einnig geta að hann hefur unnið sem listrænn stjórnandi tónlistarmyndbanda Bjarkar Guðmundsdóttur. Hverju geta gestir hátíðarinnar átt von á að upplifa? „Gestir hátíðarinnar munu fá að sjá vel gerðar sýningar frá íslenskum hönnuðum unnar af fagmennsku,“ segir Ási. „Við munum fá að sjá fjölbreyttan kokteil sem inniheldur þessa sex áhugaverðu hönnuði,“ bætir Þorgeir við. Hlutverk þeirra Ása og Þorgeirs á hátíðinni er mjög vítt og felst meðal annars í samþættingu milli mismunandi aðila sem koma að hátíðinni með einum eða öðrum hætti. „Við erum með tískufólk erlendis frá, starfsfólk Hörpu, hönnuði og fleiri hópa og hlutverk okkar er að samhæfa þessa aðila og finna hinn gullna meðalveg svo allt gangi smurt fyrir sig,“ segir Þorgeir. Ási nefnir einnig að á RFF séu sex ólíkir hönnuðir saman komnir sem geti haft ólíkar þarfir og væntingar og til þess að allt gangi upp þurfi að skoða möguleika hvers og eins með tiliti til þema hátíðarinnar og finna raunhæfar lausnir fyrir þá. Ási og Þorgeir eiga það sameignlegt að hafa mikið dálæti á


HVÍTARA BROS

MEÐ HÁÞRÓAÐA

HVÍTTUNARPENNANUM OG BURSTANUM OKKAR

Það er einfalt að öðlast hvítt og fallegt bros:

BURSTAÐU

Notaðu eftirlætis tannkremið þitt og hvíttunarburstann okkar sem pússar tennurnar og fjarlægir bletti.

HVÍTTAÐU

Notaðu pennann til að bera hvíttunargelið beint á tennurnar. Engin bið og engin þörf á að skola.

NÝTT

KOMIÐ

Geymdu pennann inni í tannburstanum fram að næstu notkun.

TANNBURSTI + INNBYGGÐUR HVÍTTUNARPENNI


Merope Ljósmyndari: Kári Sverriss Stílisti: Sigrún Ásta Jörgensen Fyrirsæta: Sigrún Hrefna Sveinsdóttir Förðun: Sara Dögg Johanssen Hár: Katrín Sif


Frakki – Aguastum London / Stefánsbúð Peysa – Wood Wood / Geysir


Jakki – milla snorrason Bolur – Whyred / GK Reykjavík Buxur – Wood Wood / Geysir Skór – Karen Millen


Bolur – GANNI / Geysir Ytri bolur – Skaparinn / P3 Buxur – Topshop Skór – Karen Millen Eyrnalokkur – Maria Black Jewellery


Ytri jakki – WON HUNDRED / GK Reykjavík Jakki – Wood Wood / Geysir Buxur – REY Sokkar – Stefánsbúð Skór – GANNI – Geysir



Bolur – Skaparinn / P3 Buxur – milla snorrason Sokkar – Stefánsbúð Skór – Chia Mihara / Geysir


Bolur – Karen Millen Pils – WON HUNDRED / GK Reykjavík.


Socialize ... ... og njรณttu รฆรฐislegra verรฐlaunakokteila


með Djúsí Sushi Allar sushirúllurnar okkar eru handgerðar við hverja pöntun. Komdu og smakkaðu!

Djúsí Sushi

@sushisocialreykjavik #sushisocialreykjavik

Þingholtsstræti 5 • Sími 568 6600 • sushisocial.is


RFF

46

Things to do during your RFF weekend BURRO

If you are looking for a place to eat we highly recommend Burro, a new and trendy must visit place on Veltusund 1. Burro is a restaurant with amazing South American food, great tapas and steak plates that are also perfect for sharing. Great atmosphere that will not disappoint.

PABLO DISCOBAR

On the second floor above Burro is the cocktail bar Pablo Discobar. It has South American and disco vibes. The bartenders there make great cocktails and they even made four special RFF cocktails for this week that all RFF guests can get at a special price. The RFF cocktails will be available until the end of March. Pablo Discobar has happy hour every day from 16:00 to 18:00.

STEiNUNN

STEiNUNN is a fashion brand that was established in the year 2000. The company store is in the old harbor area of Reykjavik. STEiNUNN offers a signature collection informed by the land and cultural traditions from which she first emerged. For her striking creations, Steinunn Sigurðardóttir has earned many prestigious awards such as the Nordic fashion award Ginen and the Söderberg Prize. RFF is honoring this amazing designer at the Reykjavík Fashion Festival this year. – www.steinunn.com

DESIGNMARCH

DesignMarch is Iceland’s most important annual design festival and it takes place in downtown Reykjavík. With around 100 events it transforms Reykjavík into one big venue for design for one weekend. It has so many exciting options and you can meet many of the local designers. DesignMarch showcases the best of the Icelandic design scene alongside exciting international names, It is organized by Iceland Design Centre, the promotion agency of Icelandic design and architecture. For more information and the event program, please visit www.designmarch.is.

YEOMAN

The very talented Icelandic designer Hildur Yeomen has opened a new store that we love. Yeoman is located on Skólavörðustígur 22B and is known for her spellbinding prints, playful textiles and feminin shapes. Hildur Yeoman is one of Iceland´s best know design brands. Her newly opened shop focuses on mixing luxurious fashion and lifestyle brands, both Icelandic and universal that create a magical universe in the center of Reykjavík - www.hilduryeoman.com Instagram: hilduryeoman

STEFÁNSBÚÐ

There you can find luxury vintage and second hand clothing mixed with brand new accessories and world renowned designers. Icelandic design from a collective of local designers. A cute store that is full of surprises at the moment from Stefánsbúð, P3 and Kiosk.


KYNNING

DISKÓKÚLUR OG FLAMINGÓFUGLAR Nýlega opnuðu veitingastaðurinn Burro og kokteilabarinn Pablo Discobar dyr sínar. Staðirnir standa við Ingólfstorg, nánar tiltekið við Veltusund 1, þar sem Burro er á annarri hæð og Pablo á þeirri þriðju. Á Burro er lögð áhersla á mið- og suðurameríska matseld, modern latino tapas-rétti og steikarplatta sem lagt er til að borðið panti sér saman og deili og á seðlinum er einnig ágætt úrval rétta fyrir grænkera. Mikið er lagt upp úr því að skapa rétta stemningu á staðnum og blandast þar saman fjör og fagmennska með suðuramerískum áherslum. Pablo er litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði. Hann sækir áhrif sín einnig til Suður-Ameríku en einnig til diskótímabilsins. Á Pablo færðu klikkaða kokteila og brjálað stuð og þú veist aldrei hvernig kvöldið mun enda. Þjónað er til borðs öll kvöld og hamingjustund er alla daga frá 16 til 18 þar sem bjór, vín og valdir kokteilar fást á hálfvirði. Eigendur Burro og Pablo Discobar eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson, Samúel Þór Hermannsson, Eyþór Mar Halldórsson og Róbert Óskar Sigurvaldason.

Staðurinn sló strax í gegn og keppist fólk við að hrósa matnum og drykkjunum að ógleymdum diskókúlunum og bleiku flamingófuglunum á Pablo Discobar. Það sem er svo skemmtilegt við þessa staði er hvað stemningin þar er alltaf frábær. Stór hluti af því er flott hönnun staðanna. Á bak við hönnunina eru snillingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þórður Orri Pétursson, forstöðumaður ljósadeildar Borgarleikhússins, hannaði lýsinguna sem er bæði skemmtileg og skrítin. Sigurður Oddson gerði lógóin og allt grafíska efnið sem er einstaklega vel heppnað, allt frá nafnspjöldunum til vefsíðunnar. Hálfdán Pedersen hannaði staðina en þar er fullkomin blanda af gömlu og nýju. Matreiðslumenn staðarins eru Theodór Dreki Árnason, Daníel Jóhannsson og Eyþór Mar Halldórsson en hann er eins og áður sagði einn af eigendum staðarins. Þjónustan á bæði Burro og Pablo Discobar er virkilega góð og það er alltaf skemmtileg upplifun að heimsækja staðina. Það er líka alveg tilvalið að borða á Burro og fara svo upp á Pablo Discobar í drykki á undan eða á eftir.


RFF – Viðtal við hönnuð

48

ANÍTA HIRLEKAR er skemmtilegt tækifæri til að vinna með hæfileikaríkum fagmönnum á ýmsum sviðum. Af hverju skiptir sjálfbærni þig máli? Þegar kemur að líftíma og endingu fatnaðar hjá flestum tískukeðjum í dag er skammarlegt að hugsa um það hversu mikil sóun er á framleiðslu fatnaðar. Markmiðið okkar er að framleiða í takmörkuðu upplagi en það skiptir mig máli að fatalínurnar hafi listrænt gildi og einstök gæði. Hvað vonar þú að þátttakan á RFF geri fyrir þína hönnun? Það væri frábært ef viðskiptavinir og ferðafólk erlendis frá sækist eftir komu til Íslands ekki einungis út af náttúrufegurð heldur út frá hönnunarforsendum. Hvernig finnst þér fatahönnunarbransinn á Íslandi vera og hvað finnst þér að þurfi að breytast? Fatahönnunarbransinn er enn mjög ungur en það er mikilvægt að auka skilning á vandaðri hönnun. Það á margt enn eftir að þróast, en mikilvægast er að hönnuðir haldi áfram að skapa, sýna og þróa vöru sína. Það þarf líka góða uppbyggilega gagnrýni með góðum historiskum röksemdum, það er eitthvað sem þarf að breytast til muna.

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Rut Sigurðardóttir

Af hverju valdir þú fatahönnun og hvað hefur mótað þinn stíl? Áhuginn á að skapa hefur verið síðan ég man eftir mér og að vinna með höndunum. Mig langaði að gera áhugamál mitt að atvinnu og ákvað að læra fatahönnun þegar ég fór til London og las mér til um Central Saint Martins og að hann væri langbesti skólinn til að læra fatahönnun. Ég hef mikinn áhuga á list og og fæ oft innblástur að fara á listasöfn og skoða ljósmyndasýningar og fleira. Það gefur mér yfirleitt nýja og ferska sýn yfir því sem ég er að vinna að. Mér finnst alltaf gott líka að skoða hluti sem hafa ekkert með tísku að gera. Hvað einkennir línuna sem þú sýnir á RFF í ár? Haust/vetur 2017 er frekar rómantísk en nútímaleg. Kvenleg og listræn með sterkar áherslur á áferðir, munstur og litasamsetningar. Hvaðan fékkst þú innblástur? Ég sankaði að mér ýmiss konar áþreifanlegum hlutum, styttum og efnisprufum því ég hugsa alltaf um áferð og litasamsetningar og form og að vinna út fyrir þægindarammann. Vetrarlínan er eiginlega framlenging á fyrri línum í sambandi við áferðir og liti, en ég vann í fyrsta skipti með prent, en hugmyndin er að printið og útsaumurinn séu að „mæma“ hvort annað. Hvernig er þitt hönnunarferli? Hönnunarferlið er aldrei eins en textílinn er alltaf það sem ég byrja að hugsa um, án hans gengur ekkert upp. Ég gef mer alltaf nægan tíma til að þróa hann og útfæra og finna lausnir. Það gerist ekkert fyrr en ég er búin að finna litapallettuna og svo framvegis. Af hverju tekur þú þátt í RFF? Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í RFF og í fyrsta skipti sem ég frumsýni línu á Íslandi en ég frumsýnt fyrri línur á London Fashion Week. Það er ótrúlega gaman að sitja upp tískusýningu en mikil vinna. RFF


nýtt líf

49

CINTAMANI

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Rut Sigurðardóttir

Í hönnunarteymi Cintamani eru Heiða Birgisdóttir, David Young, Guðrún Lárusdóttir og Selma Ragnarsdóttir. Þau kynna á RFF sína fyrstu línu undir vörumerki Cintamani.

Hvað einkennir línuna sem Cintamani sýnir á RFF í ár? Línan einkennist af djúpum og sterkum litum sem eru teknir úr íslenskri náttúru. Við unnum mikið með að blanda saman efnum með mismunandi áferðum sem þurfa þó að hafa sömu eiginleika. Við leggjum mikla áherslu á efnisval þar sem fatnaðurinn þarf að standast öll hugsanleg veður. Mikil vinna var lögð í sníðagerð á þessari línu þar sem flíkurnar þurfa að vera þægilegar og hafa góða hreyfivídd. Hvaðan fenguð þið innblástur? Innblásturinn kemur að mestu frá íslenskri náttúru. Fyrir þessa línu skoðuðum við hella landsins, bergið, ísinn og alla þá liti og munstur sem þar er að finna. Þemað er „Iceland from below“. Hvernig er ykkar hönnunarferli? Hönnunarferlið tekur að jafnaði eitt og hálft ár. Innblásturinn kemur þó oft miklu fyrr því í raun er maður stanslaust í þessu sköpunarferli. Á meðan maður er að klára að vinna línu koma yfirleitt hugmyndir fyrir næstu. Ferlin á milli línanna skarast alltaf. Eitt af fyrstu skrefunum er að finna efni, til þess förum við yfirleitt á Performance Days, sem er sérhæfð sýning með tæknileg efni fyrir útivistar- og sportfatnað. Þegar maður skoðar ný efni fara hugmyndir að flíkum að hrannast upp. Næst er unnið úr hugmyndum og línunni púslað saman til að fá góða heild. Þá þarf að huga að mörgu, eins og heildarútliti, verðuppbyggingu og mörgu öðru. Þegar hugmyndavinna og hönnun er búin tekur við mikil teymisvinna. Það þarf að gera snið, ákveða efni og alla aukahluti eins og rennilása, smellur, merkingar og ýmislegt fleira. Svo er að vinna úr öllum þessum upplýsingum og koma því á framleiðendur.

Af hverju takið þið þátt í RFF og hvað vonið þið að þátttakan á RFF geri fyrir hönnun Cintamani? Við erum með nýtt hönnunarog framleiðsluteymi hjá Cintamani og okkur fannst þetta gott tækifæri til að kynna nýjar áherslur hjá merkinu. Einnig erum við að vinna að meiri útflutningi á vörunum okkar. Okkur finnst þetta líka gott tækifæri til að styrkja samvinnu hönnuða og fyrirtækja í þessum bransa. Af hverju skiptir sjálfbærni ykkur máli? Við þurfum öll að taka höndum saman og passa upp á jörðina okkar. Það er á okkar ábyrgð að skila jörðinni í eins góðu ástandi og við getum til komandi kynslóða. Við teljum það skyldu hvers og eins og ekki síst fyrirtækja í framleiðslu að leggja sitt að mörkum. Í dag erum við að gera okkar besta í þessum málum og vinnum stöðugt að því að gera enn betur. Hvernig finnst ykkur fatahönnunarbransinn á Íslandi og hvað finnst ykkur að þurfi að breytast? Það er margt gott að gerast í þessum bransa. Við eigum marga flotta hönnuði og það vantar ekki upp á sköpunargleðina. Það er stórt skref frá því að hanna flíkur í að koma þeim svo í framleiðslu, markaðssetningu og sölu. Til þess þarf mannskap, fjármagn og fleira og er það oft of stór biti fyrir hönnuði. Þetta er mikill einyrkjabransi enn þá, enda ekki mörg tækifæri á vinnu við greinina hér á landi, sem er síðan að hluta til ástæðan fyrir því að flestir fara út í það að gera sitt eigið. Það er fullt af spennandi hlutum að gerast, en góðir hlutir gerast hægt og vonandi heldur þetta áfram að þróast í rétta átt og við sjáum þennan bransa vaxa í komandi framtíð.


RFF – Viðtal við hönnuð

50

MAGNEA

Af hverju valdir þú fatahönnun og hvað hefur mótað stíl þinn? Ég ákvað frekar ung að læra fatahönnun þar sem mér fannst hún sameina svo mörg áhugamál í eitt fag. Ég valdi að læra erlendis þar sem mig langaði að starfa í „alvöru“ tískuiðnaði en örlögin réðu því að ég flutti heim eftir útskrift og stofnaði eigið fyrirtæki sem hefur verið ótrúlega skemmtileg og krefjandi reynsla. Í náminu sérhæfði ég mig í prjóni og hefur það mótað stíl minn. Ég hef unnið með íslenska ull og blandað henni saman við andstæð efni og hefur það verið ákveðið DNA í merkinu og áskorun um leið. Ég hef þó ekki fest mig við íslensku ullina og hef boðið upp á fíngerðar prjónaflíkur úr ítalskri merínóull og svo vel ég alltaf nýtt efni í hverja línu sem ég blanda inn á nýjan hátt. Í hönnunarferlinu spái ég mikið í áferð, litaog efnasamsetningu sem og fíngerð smáatriði. Hvað einkennir línuna sem þú sýnir á RFF í ár? Ég vil helst ekki uppljóstra neinu um það sem ég kem til með að sýna á RFF í ár og vil að sýningin komi á óvart en línan verður í anda merkisins, áhersla á prjón, áferð og smáatriði. Hvaðan fékkst þú innblástur? Ég sæki innblástur í allt og ekkert. Ég þróa mikið af mínum efnum sjálf og það er vinna sem ég er stöðugt í og tek með mér milli lína. Annars getur upphaf og innblástur að hugmyndavinnu verið ótrúlega tilviljanakenndur. Það getur verið litasamsetning sem ég rekst á á förnum vegi, persóna eða atriði úr bíómynd eða jafnvel íslenskir stjórnmálamenn. Ég er alltaf með opin augun fyrir innblæstri og vinn svo rannsóknarvinnu út frá því sem kveikir neista. Í þetta skiptið varð áhrifarík ljósmyndasýning, The Impossible Image, eftir Richard Mosse byrjunarpunktur að rannsóknarvinnunni. Inn í hana spiluðu líka ákveðnar týpur sem voru áberandi í alþingiskosningunum í haust. Tengingin er ekki augljós en það sem var mér ofarlega í huga voru völd, framkoma og hvernig umhverfi fólks og það hvernig það klæðist litum og samsetningum getur gjörbreytt sýn okkar á það. Hvernig er hönnunarferli þitt? Eftir að hafa unnið rannsóknarvinnu byrja ég á efnunum og leyfi þeim svolítið að stýra ferlinu. Ég vel saman liti og geri prjónaprufur á prjónavél og velti fyrir mér sniðum og smáatriðum. Það má síðan segja að ég leyfi efnunum sjálfum að ákveða hvað verði úr þeim en sniðin hef ég einföld svo að efnin fái að njóta sín. Af hverju tekur þú þátt í RFF? Ég hef verið með tískusýningu á hverju ári frá því ég byrjaði með merkið árið 2012 og finnst mikilvægt að sýna nýjar línur á sýningum sem þessari. Einnig finnst mér mikilvægt að hátíð á við RFF haldi utan um tískusenuna í Reykjavík

til að sýna hana út á við sem heild en um leið hversu fjölbreytt hún er. Af hverju skiptir sjálfbærni þig máli? Sjálfbærni er eitthvað sem ætti að skipta alla máli og þá sérstaklega hönnuði sem starfa við það að fá nýjar hugmyndir og leysa vandamál. Við skuldum jörðinni okkar það að hugsa grænna og hlúa að umhverfinu. Það er flókið að vera 100% í þessum málum en ég geri mitt besta og reyni að vanda mig við það á hverju stigi ferlisins, frá rannsóknarvinnu til framleiðslu og sölu, og hafa umhverfisvitund að leiðarljósi. Hluti af þessu er að nota íslensku ullina í hönnun mína og er það partur af stefnu fyrirtækisins að bjóða í hverri línu upp á nokkrar vörur sem eru framleiddar á Íslandi úr íslensku hráefni. Hvað vonar þú að þátttakan á RFF geri fyrir hönnun þína? Reynsla mín af því að sýna á RFF hefur verið mjög jákvæð hingað til og haft jákvæð áhrif á fyrirtækið hvað varðar umfjöllun, kynningu og markaðssetningu á merkinu. Ég vona að þessi hátíð beri sama árangur. Hvernig finnst þér fatahönnunarbransinn á Íslandi og hvað finnst þér að þurfi að breytast? Það hefur verið öflug grasrót í fatahönnunarsenunni á Íslandi síðustu ár en markaðurinn er of lítill hér á landi til að hún nái flugi. Að mínu mati er mikilvægt að bransinn nái að taka næstu skref, til dæmis inn á nýja markaði, og að hér á Íslandi verði til alvörutískuiðnaður. RFF getur haft mikilvægt hlutverk í því að setja stækkunarglerið á það hversu mikil gróska er í faginu hér á landi en að auki þurfa fyrirtækin fjármagn og sérfræðikunnáttu í fleiri þáttum en hönnuninni sjálfri. Hér á Íslandi útskrifast nýir fatahönnuðir á ári hverju en fæstir fá vinnu við fagið. Við höfum því hér gríðarlegan fjölda af hæfileikaríkum hönnuðum og þó nokkur fyrirtæki sem hafa alla burði til að geta náð langt á stærri vettvangi. Í nágrannalöndum okkar er tískuiðnaðurinn arðbær grein sem tekin er alvarlega og hlúð er að og það væri gaman að sjá hann blómstra hér á landi líkt og annars staðar.

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Rut Sigurðardóttir

MAGNEA EINARSDÓTTIR


51

nýtt líf

INKLAW GUÐJÓN GEIRSSON yfirhönnuður

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Rut Sigurðardóttir

Af hverju valdir þú fatahönnun og hvað hefur mótað stíl þinn? Síðan ég man eftir mér hef ég verið mikið að fylgjast með tónlist, þá aðallega hipphoppi. Sú tónlistarstefna hefur haft mikil mótunaráhrif á stíl minn. Svo var áhuginn orðinn svo mikill að maður fór að gera sínar eigin útfærslur. Það var erfitt fyrir unga stráka á Íslandi að komast yfir þessi „look“ sem þeir voru að klæðast vegna lítils úrvals hérna heima og það hefur sömuleiðis mótað okkar stíl. Hvað einkennir línuna sem þú sýnir á RFF í ár? Við horfum á línuna sem við munum sína á RFF sem eins konar byrjun. Við erum að taka það sem hefur virkað fyrir okkur síðustu tvö ár og notum það sem undanfara og undirbúning fyrir þá línu sem við munum sýna á RFF. Hún mun því mikið byggjast á broti af því besta pælingunni í bland við nýjar hugmyndir. Hvaðan fékkst þú innblástur? Ég sæki yfirleitt innblástur í tónlist hvort sem það er í myndböndum, textum eða sviðsframkomu en það getur oft verið erfitt að benda á eitthvað sérstakt sem innblástur. Innblástur getur komið úr ólíklegustu áttum og mótast af því sem þú sérð, heyrir og upplifir. Hvernig er hönnunarferli þitt? Það fer eftir ýmsu, ég hef aldrei teiknað neitt upp fyrir fram áður en ég hanna flíkina, ég fer oftast öfugan hring. Þannig er ég með eitthvert ákveðið efni sem mig langar til að nota, ég reyni oftast að vera einn uppi í stúdíói með tónlist eins hátt og ég kemst upp með til að komast í ákveðið „zone“. Síðan byrja

Í hönnunarteymi Inklaw eru Guðjón Geir Geirsson, Anton Sigfússon, Róbert Ómar Elmarsson og Cristopher Cannon.

ég að klippa og hanna flíkina nokkurn veginn á meðan ég er að búa hana til. Í kjölfarið bý ég til snið og teikna flíkina stundum upp. Af hverju tekur þú þátt í RFF? Við lítum á RFF sem frábært tækifæri til að kynna merkið okkar betur, bæði hér heima og einnig erlendis. Af hverju skiptir sjálfbærni þig máli? Okkur þykir vænt um umhverfið og viljum stuðla að bættri umhverfisvitund. Næstum því hver einasta vara sem hefur verið seld undir okkar vörumerki hefur verið gerð eftir pöntun í hönnunarstúdíóinu okkar á Íslandi. Þar af leiðandi sitjum við nánast aldrei uppi með óþarfa lager sem aldrei selst. Þannig fær hver einasta flík að uppfylla tilgang sinn, sem er að klæða lifandi mannveru. Hvað vonar þú að þátttakan á RFF geri fyrir þína hönnun? Okkur langar að koma okkur á framfæri og vekja meiri athygli á merkinu. Hvernig finnst þér fatahönnunarbransinn á Íslandi og hvað finnst þér að þurfi að breytast? Á þessum stutta tíma sem við höfum verið í honum hefur hann breyst örlítið á þann veg að fleiri hafa þorað að byrja að útfæra sínar eigin hugmyndir en var hérna áður. Maður hefur orðið var við að fólk hefur mun meiri áhuga á þessu. Það er í rauninni ekkert eitthvað ákveðið sem þarf að breytast en það mætti vera meiri samvinna þar sem við erum lítið land en eigum alveg rosalega margt hæfileikaríkt fólk á mjög mörgum sviðum og það væri gaman að sjá fleiri samstarfsverkefni.


RFF – Viðtal við hönnuð

52

MYRKA HARPA EINARSDÓTTIR við tónlist, finna tilfinninguna og kjarnann að baki hverri línu. Svo er ég einfaldlega að stimpla mig aftur inn með nýtt vörumerki og mun gera það með stæl. Af hverju skiptir sjálfbærni þig máli? Myrka er innblásin af okkar óhefluðu náttúru og orkunni sem landið býr yfir, þar af leiðandi skiptir náttúruvernd okkur miklu máli. Við viljum byggja á því að hægt sé að lifa og starfa meðvitað og af virðingu við umhverfi okkar og munum leggja okkar af mörkum til fræðslu og landverndar. Hvað vonar þú að þátttakan á RFF geri fyrir hönnun þína? Ég vonast fyrst og fremst til að fá gott markaðsefni sem ég get nýtt til frekari kynningar á Myrka en aðalmálið er að gera góða sýningu og hafa gaman af. Ef fólk kann að meta það sem fyrir augu ber þá er þetta góð leið til að fá flotta umfjöllun og kynningu á vörunum. Hvernig finnst þér fatahönnunarbransinn á Íslandi og hvað finnst þér að þurfi að breytast? Það þarf mun meiri samstöðu og stuðning við unga hönnuði. Það er sorglegt að verið sé að bola litlum hönnunarverslunum af Laugaveginum og setja í staðinn túristaverslunarkeðjur og eyðileggja þannig þennan sjarmerandi anda sem miðbærinn á að hafa.

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Rut Sigurðardóttir

Af hverju valdir þú fatahönnun og hvað hefur mótað þinn stíl? Ég á enn tískuteikningar síðan ég var 10 ára þannig að áhuginn hefur alltaf verið fyrir hendi. Það var þó kannski tilviljun sem réð því að ég lauk BA-námi í fatahönnun þar sem ég hafði stefnt á myndlistarnám. En ég komst ekki inn og ég sótti svo um í annað sinn og þá líka í fatahönnun og komst inn þar. Hvað einkennir línuna sem þú sýnir á RFF í ár? Svartir litir, falleg prentefni, silkiflauel og leður, áhrif frá norrænum hefðbundnum fatnaði. Hvaðan fékkst þú innblástur? Frá norrænni menningu og arfleifð, áferð í fatnaði sem minnir á íslenska náttúru. Hvernig er hönnunarferli þitt? Ég byrja yfirleitt á að safna miklu af innblæstri, sem ég „editera“ svo í einfalt „mood board“ og byrja svo að teikna. Oft ráða efni sem ég finn hvernig hönnunin þróast, mér finnst skemmtilegast að skapa heima í kringum fatnaðinn. Þetta verður alltaf frekar „theatrical“ hjá mér, ég hverf inn í þá veröld sem ég skapa hverju sinni og nýt þess að leyfa sköpunarflæðinu að taka stjórnina. Af hverju tekur þú þátt í RFF? Það er einfaldlega eitt það skemmtilegasta sem ég veit um að setja upp svona sýningu. Það hjálpar mér að skilja mig og sköpun mína, setja hana í samhengi


nýtt líf

53

another creation

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Rut Sigurðardóttir

ÝR ÞRASTARDÓTTIR

Af hverju valdir þú fatahönnun og hvað hefur mótað stíl þinn? Fatahönnun fyrir mér er mjög lifandi listform. Að sjá manneskju í flík sem maður hefur sjálfur saumað í höndunum gefur mér alveg ótrúlega góða tilfinningu og það er drifkrafturinn sem heldur mér gangandi. Ég valdi fatahönnun á sínum tíma þar sem ég hafði mikinn áhuga á efnum og formum, ég vissi í rauninni ekki alveg hvað ég var að fara út í á þeim tíma en eftir að ég byrjaði í Listaháskólanum fannst mér ég vera algjörlega á réttri braut. Stíllinn minn einkennist af mjög sterkum formum, ég reyni að gera kvenleg föt sem á sama tíma eru með ákveðnu karllægu yfirbragði. Það er vegna þess að ég lít mjög upp til kvenna sem eru sjálfstæðar og hafa sterka karaktera og að mínu mati eru þær gjarnan með karllæg einkenni sem ég vil undirstrika með hönnun minni. Hvað einkennir línuna sem þú sýnir á RFF í ár? Línan sem ég mun sýna á RFF í ár er sú litríkasta sem ég hef gert. Hún er mjög innblásin af dvöl minni í Suður-Kína síðasta vetur. Þar ferðaðist ég um til upphafsstaðar silkis og heillaðist alveg af þessari einstöku aðferð við að tvinna saman efni úr lirfum fiðrilda og mynda þannig 100 prósent náttúrulegt efni með einstökum eiginleikum. Ég skoðaði yfir 10.000 mismunandi tegundir af þessu einstaka efni en fjölbreytileikinn er alveg ótrúlegur. Ofan á silkiefnið sem ég fékk í Kína er ég að vinna með kasmírull frá Ítalíu og íslenskt leður frá Sauðárkróki. Öll efni sem ég vinn með eru náttúruleg og það hefur verið stefna mín sem hönnuður að bæta ekki við meira plasti í umhverfið. Hvaðan fékkst þú innblástur? Ég fæ innblástur úr öllum áttum, umhverfið og náttúran hefur alltaf haft sterk áhrif á hönnun mína en einnig menningin. Ég reyni að fylgjast vel með því sem er að gerast í tónlist, myndlist, kvikmyndagerð og svo framvegis en þessar greinar hafa alltaf haft góð áhrif á mig og gefa mér mikinn innblástur. Hvernig er hönnunarferli þitt? Ég byrja oftast á því að gera efnarannsókn og skoða hvernig efni ég vil vinna með, hvernig litapallettu og hvernig form. Þegar ég er svo búin að velja efni og liti og fæ fyrstu efnin í hendurnar, þá fyrst byrjar hugmyndavinnan. Í þessu ferli finnst mér gott að teikna upp myndir af hönnuninni,

reyndar verð ég svo æst þegar ég fæ efnin að ég byrja oftast að gera nokkrar flíkur og svo sest ég niður og teikna upp restina af línunni. Þegar línan er komin niður á blað, hefst sníðagerð og svo saumur en í þessu ferli breytist flíkin oft þar sem maður rekur sig á ýmsar hindranir í að útfæra hugmyndina. Lokaútkoman er svo yfirleitt betri en teikningin. Af hverju tekur þú þátt í RFF? Ég tek þátt í RFF til þess að koma hönnun minni á framfæri. Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt að setja upp svona sýningu. Það er eitt að sjá föt á herðatré en þegar lifandi kona er komin í fötin þá lifnar allt við og verður þúsund sinnum fallegra fyrir vikið. Svona sýning er líka samspil hljóðs og myndar, hárgreiðslu og förðunar. Ég fæ að vera leikstjóri í einn dag og mér finnst það alveg frábært. Af hverju skiptir sjálfbærni þig máli? Sjálfbærni er kjarninn í hönnun minni. Ég er að hanna kápur og jakka og flíkurnar eru þeim eiginleikum gæddar að það er hægt að taka ermarnar og kragann af og svo er hægt að uppfæra jakkana með nýjum aukahlutum. Hugmyndafræðin á bak við hönnunina er að grunnflíkin eigi að endast í mörg ár og geti tekið á sig nýja mynd með lítilli fyrirhöfn. Hvað vonar þú að þátttakan á RFF geri fyrir hönnun þína? Ég vona að þátttakan á RFF muni hjálpa mér við að koma þessari hönnun á framfæri til almennings og að ég nái að kynna mig vel fyrir bæði íslenskum og erlendum fjölmiðlum. Hvernig finnst þér fatahönnunarbransinn á Íslandi og hvað finnst þér að þurfi að breytast? Mér finnst fatahönnun á Íslandi vera ótrúlega frjó. Það eru ekki svo mörg ár síðan fatahönnunarbrautin í Listaháskólanum varð til en frá því hún var stofnuð hefur fagið hérna heima færst á hærra stig. Það sem ég elska við íslenska fatahönnun er hversu ólíkir hönnuðirnir eru og hvað það er endalaust pláss fyrir nýja og frumlega hönnun. Ef það er eitthvað sem ég myndi vilja breyta þá er það sú staðreynd að það er mjög dýrt að framleiða föt hérna heima og margir hönnuðir leita út fyrir Ísland til þess að fá framleiðslu á lægra verði. Ég myndi helst vilja færa alla framleiðslu hingað heim, bæði til að skapa atvinnu og einnig til þess að geta verið með betri yfirsýn yfir framleiðsluna.


RFF

54

„Skórnir algjört lykilatriði“ Við fengum Fanneyju Ingvarsdóttur, úr RFF teyminu og starfsmann WOW air, til þess að segja lesendum aðeins frá fatastíl hennar og hvernig flíkum hún klæðist á viðburðum eins og RFF.

Myndir: Úr einkasafni Umsjón: Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Ég myndi lýsa stílnum mínum almennt sem kvenlegum og elegant með töffaralegu ívafi. Ég nota mikið uppháar flíkur hvort sem það eru gallabuxur, leðurbuxur, leðurstuttbuxur eða pils. Ég girði svo flottan bol, skyrtu eða topp ofan í en ég myndi segja að þetta væri mitt „go to“-dress. Það er misjafnt hvort ég klæði það upp og niður með flottum hælaskóm eða strigaskóm. Oft setja fylgihlutirnir mínir samt punktinn yfir i-ið, eins og til dæmis hattur eða derhúfa og svo eru stór hálsmen alltaf flott við látlaust dress. Samfestingar eru frábær kostur, hvort sem þeir eru fínir eða „casual“ og auðvelt er að klæða þá upp og niður með flottum skóbúnaði en skórnir eru algjört lykilatriði í flottu dressi að mínu mati. Yfirhafnir finnst mér líka ansi mikilvægar og eru þykkar ullarkápur eða pelsar ofarlega á lista. „Oversized“-leðurjakki er líka nauðsynlegur í fataskápinn og er hann hin fullkomna yfirhöfn. Töff skór í kúrekastílnum eru klassískir og eins finnst mér alltaf flott að vera í strigaskóm. Satínflíkur eru mjög áberandi núna hvort sem það eru satínbuxur og satínskyrtur, þá annaðhvort notað saman eða hvort í sínu lagi. Ég er sjálf hrifin að leðri og finnst mér nauðsynlegt að eiga flottar leðurbuxur þar sem þær er hægt að nota við öll tilefni. Ég hef verið framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar síðastliðin tvö ár og í fyrra gengu keppendur tískupallana í fatnaði frá ÝR, Another Creation. Ég hefði sjálf getað hugsað mér að eiga hverja einustu flík sem stúlkurnar klæddust. Ýr er klárlega sá íslenski fatahönnuður sem er í mestu uppáhaldi hjá mér og það er ótrúlega gaman að fylgjast með því sem hún er að gera. Ég hefði ekkert á móti því að klæðast einum af hennar fallegu samfestingum eða kjólum á RFF-hátíðinni í ár. Þar sem að ég er komin sjö og hálfan mánuð á leið verður það aðeins meira krefjandi en áður að dressa sig upp fyrir RFF en það er bara skemmtileg áskorun.


id k l o f g a f m e s r a n r voru r a d a t o n u r e ir t s y e tr n io h s a f ik v a j k y e ar festival www.labelm.is FB: label.m ĂĄ Ă?slandi IG: label.m Iceland

nytt lif mars17.indd 1

14/03/17 16:06


rff

56

Harpa, Steinunn Ósk, Baldur Rafn og Guðný Hrönn.

„Þetta gefur manni kraft“

Stundum í hlutverki sálfræðings „Ég er búinn að taka að mér endalaust af svona verkefnum og stórum sýningum og keppnum, eins og Ungfrú Ísland sem mér finnst eiginlega að ég hafi séð um í hundrað ár,“ segir Baldur og hlær. Hann segir að því miður sé það oft þannig að hárið fái ekki jafnmikla umfjöllun og fötin eða förðunin á svona stórum viðburðum. „Það er svekkjandi því hárið er svo ofboðslega stór partur af þessu. Fyrir utan að það verður líka oft hlutverk okkar í hárliðinu að halda uppi stemningunni baksviðs, við erum svo opin og mannleg og eigum því alltaf að vera tilbúin til þess að gefa af okkur.“ Baldur segir að stundum komi líka upp erfiðar aðstæður sem hárgreiðsluteymið stökkvi til og leysi. „Á keppnum og sýningum hefur komið fyrir að einhver fari að gráta út af einhverju drama og þá erum við allt í einu orðnir sálfræðingar af því að fólk er vant því að hárgreiðslufólkið kunni að hlusta,“ útskýrir Baldur. Baldur segir að allavega 15 til 20 einstaklingar verði í Label.mhárgreiðsluteyminu á RFF. Liðið sem verður til aðstoðar með okkur eru aðilar tengdir Hárakademíunni og annað fagfólk. Á svona viðburðum þarf að vera mjög kraftmikið lið sem elskar það sem það gerir. Hann segist ekki beint velja hárgreiðslufólkið í teymið heldur dragist þessir einstaklingar saman og sumir jafnvel leiti til hans að eigin frumkvæði. „Ég opnaði mína fyrstu hárgreiðslustofu árið 1999 og hef síðan þá verið að taka að mér svona verkefni og finnst þetta mjög gaman, þetta gefur manni kraft. Þeir sem eru næst mér í því sem ég er að gera eru þeir sem eru virkilega áhugasamir og lifa fyrir þetta. Þú segir kannski ekki að þetta gangi fyrir börnunum þínum en það er næstum því þannig. Þetta þarf að vera eins og eitt af börnunum þínum svo þú sért tilbúin að gera hvað sem er, hvort sem það er að vinna kvöld og helgar eða eitthvað annað. Ég hef sjálfur

alltaf tekið allt 110 prósent og hef gaman af því sem ég er að gera og þetta smitar út frá sér,“ segir Baldur en hann er orðinn þekktur fyrir dugnað, drifkraft og fagmennsku. „Ég vaknaði bara svona“ Mest selda efnið frá Label.m í dag er Texturising Volume Spray en Baldur segir að það verði væntanlega notað á öllum sýningum RFF. „Texturising Volume Spray er einstakt efni og það fór allt á hvolf í bransanum þegar það kom á markað. Það er eitt af þessum efnum sem hafa orðið til eftir London Fashion Week en það hentar ótrúlega vel fyrir það sem er í gangi í dag. Það eru allir alltaf að flýta sér og allt þarf að gerast svo snöggt.“ Baldur segir að það sé mjög ríkjandi að fólk vilji senda frá sér skilaboðin: „Ég vaknaði bara svona,“ og vilji ekki að það sjáist hversu miklum tíma var eytt í hárgreiðsluna. Hárið á að virka fyrirhafnarlaust þó að í rauninni hafi kannski tekið langan tíma að fá það til þess að líta svona út. „Label.m-vörurnar henta vel fyrir tískusýningar því þær gefa okkur svo mörg úrræði til þess að vera snögg að gera módelin klár. Á meðal heitustu Label.m-varanna á RFF verða Texturising Volume Spray, Sea Salt Spray, Blow Out Spray, Volume Mousse, Resurrection Dust, blautgel og hársprey. Svo ætla ég að nota ný efni, Highlighting Toners, sem eru algjörlega klikkuð sprey með metallic-litum,“ segir Baldur að lokum. út fyrir rammann „Fyrir verkefni sem þetta tek ég saman hugmyndir af tískupöllum erlendis frá. Allar hugmyndir eru unnar í samvinnu við sjálfa hönnuðina sem er skemmtileg æfing og reynsla, stundum verða flækjur sem þarf að leysa, til dæmis áttar hönnuðurinn sig ekki á hversu tímafrekt verkið getur verið eða við fagfólkið átt erfitt með að skilja hversu lítið hárið fær að njóta sín. Heildarmyndin er samt það sem skiptir öllu máli og mikil stemning myndast baksviðs þegar allt er að smella saman. Skemmtilegast við svona verkefni finnst mér vera að fara út fyrir rammann og rifja upp tæknina á bak við allskonar lúkk á hárgreiðslum,“ segir Harpa um verkefnið. „Þetta er með því skemmtilegra sem ég geri, ákveðin spenna og leynd sem liggur yfir öllu. Þetta er nú hálfpartinn pínulítið eins og árshátíð fyrir mér, að fá að hitta öll módelin, förðunarfræðingana og hárfólkið allt á einni helgi, það er aldrei leiðinlegt. Í ár eru nú margir hönnuðir sem ég hef unnið með áður og einnig margir nýir sem ég er mjög spennt að fá að kynnast og vinna með,“ segir Steinunn.

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Baldur Rafn Gylfason, eigandi Bpro, og Guðný Hrönn, sölustjóri Bpro, sjá um að öll umgjörð gangi upp þegar kemur að hárinu á RFF í ár. Harpa Ómarsdóttir, eigandi Hárakademíunnar og Blondie, mun ásamt Steinunni Ósk Brynjarsdóttur á Senter hanna allt hár á RFF þar sem notaðar verða vörur frá Label.m. Þess má geta að Harpa, Steinunn og Baldur hafa unnið saman að hári í fjölda ára á hinum ýmsu stórviðburðum. Baldur rak um tíma eina af stærstu hárgreiðslustofum á Íslandi en hann er í dag eigandi Bpro á Íslandi og umboðsaðili fyrir Label.m, HH Simonsen og fleiri frábær vörumerki. Label.m í Bretlandi er einnig í samstarfi við London Fashion Week svo þetta merki hentar vel fyrir tískusýningar RFF. Við ræddum við þau um þetta skemmtilega verkefni.


Húðvörur án ilmefna

sem húðlæknar mæla með NeoStrata SkinActive vinnur á öllum sýnilegum áhrifum öldrunar með einstökum háþróuðum aðferðum . neostrata.is


RFF

58

Á tískuviðburðum eins og RFF skiptir förðunin á fyrirsætunum gríðarlega miklu máli fyrir heildarútlitið. Sara Dögg Johansen og Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir hafa yfirumsjón með förðun á RFF í fyrsta skipti í ár en þær reka stærsta förðunarskóla landsins, Reykjavík Makeup School. Flestir sem hafa áhuga á tísku þekkja Söru og Sillu en þær hafa tekið að sér ótal myndaþætti, tískusýningar, fegurðarsamkeppnir og auglýsingar. Þessar ofurkonur hafa útskrifað hátt í 350 förðunarfræðinga úr Reykjavík Makeup School og þeir bestu úr þeim hópi munu farða á RFF undir þeirra stjórn. Áhuginn var gríðarlega mikill þegar Sara og Silla létu vita að þær vantaði teymi

fyrir hátíðina enda er frábær reynsla að fá að farða fyrir viðburð eins og RFF. „Það voru svo ótrúlega margir hæfileikaríkir fyrrum og núverandi nemendur sem höfðu samband að við ákváðum að halda förðunarkeppni þar sem við myndum velja úr bestu einstaklingana fyrir þetta stóra verkefni,“ segir Sara. Í keppninni var ekki bara horft á færni og tækni förðunarfræðinganna heldur líka vinnuhraðann því oft gefst lítill tími til þess að farða fyrirsætur sem taka þátt í fleiri en einni sýningu á sama degi. MIKILVÆGT TÆKIFÆRI Sara og Silla eru virkilega spenntar yfir því að NYX Professional Makeup sé nýr samstarfsaðili RFF en fyrirsæturnar í ár verða einungis farðaðar með vörum frá þessu spennandi merki. „Allir förðunarfræðingarnir sem taka þátt í að farða á RFF nota til þess glæsilegan vörupakka frá NYX Professional Makeup. Eftir hátíðina fá þær að allar að eiga sitt förðunar-kitt sem hver og ein fær og notar fyrir RFF-förðunina. Þetta finnst okkur ótrúlega gaman því þetta hefur ekki verið gert á fyrri RFF-hátíðum,“ segir Silla. Mikill tími fer í svona verkefni og undirbúninginn svo það

Texti: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Myndir: Birta Rán Björgvinsdóttir

„Draumur allra förðunarfræðinga“


59

nýtt líf

Silla og Sara

er gaman að förðunarteymið fái að taka förðunarvörurnar með sér heim að hátíðinni lokinni. „Í svona stórum verkefnum er mikilvægast að hafa rétta teymið með sér, vandvirka einstaklinga sem vinna hratt og vel undir pressu,“ segir Sara. Þær vinkonurnar segja mikilvægt að gefa fyrrverandi og núverandi nemendum tækifæri til þess að vinna að tískuverkefnum og RFF er með þeim stærstu sem bjóðast hér á landi. Vörur í uppáhaldi hjá Sillu frá NYX Professional Makeup eru Strobe of genius, Highlight & contour pro pallet, brúnn Slide on augnblýantur, Warm neutrals augnskuggapalletta, Pigmentið stunner, Ombre kinnalitur í litnum peach og Base with pearl augnskuggagrunnur. Í uppáhaldi hjá Söru eru Strobe of genius, Highlight & contour pro pallett, Lipliner í litnum natural, Angel veil primer, Lid lingerie í litnum Sweet cloud og Wonder pencil light. FÖRÐUNARFRÆÐINGAR STJARNANNA HEIMSÆKJA ÍSLAND Sara og Silla hafa fengið nokkra af frægustu förðunarfræðingum í heiminum til þess að koma til landsins og halda námskeið síðustu misseri. Fyrst og fremst gera þær þetta til þess að hjálpa útskrifuðum nemendum sínum að auka þekkingu sína í förðun. Á meðal þeirra erlendu förðunarfræðinga sem hafa komið eða eru væntanlegir má finna vinsælar samfélagsmiðlastjörnur og förðunarfræðinga fræga fólksins í Hollywood. „Það er ekkert annað svona í gangi á Íslandi og engin framhaldsnámskeið í „beauty“- og „glam“-förðun. Það er dýrt að fara erlendis á námskeið því þá þarf líka að borga flug, hótel og þess háttar og því byrjuðum við að fá þetta hæfileikaríka fólk til þess að koma hingað að kenna. Við viljum bera ábyrgð á því að okkar nemendur fái einhvers konar endurmenntun og þeir geta sýnt

þetta viðurkenningarskjal og bætt þessu á ferilskrána sína. Þetta eflir förðunarfræðingana bara enn frekar í sínu fagi,“ útskýrir Silla. „Það er svo gaman að sjá mismunandi aðferðir hjá þessum stjörnum og kynnast nýjum vörum sem margar eru ekki fáanlegar á Íslandi. Við förum líka reglulega sjálfar erlendis á námskeið og kennum svo okkar nemendum það sem við lærum þar, námsskráin er sífellt að breytast og við viljum kenna það sem er í gangi hverju sinni,“ bætir Sara við. NÁIN VINNA MEÐ HÖNNUÐUM Sara og Silla voru ótrúlega hrifnar af förðuninni á sýningu Marc Jacobs á dögunum þar sem svarti liturinn var áberandi í mörgum útfærslum. Fyrir RFF hannar Sara förðunarútlit fyrir alla hönnuðina sem þær kenna svo sínu förðunarteymi í vikunni fyrir RFF. „Við vinnum þetta mjög náið með hönnuðunum og út frá þeirra hugsjón. Auðvitað getur samt allt breyst með stuttum fyrirvara en flestir hafa nokkuð ákveðna sýn á því hvernig þeir vilja að fyrirsæturnar séu farðaðar,“ segir Silla. Til þess að förðunarteymið sé vel undirbúið fer vikan fyrir RFF í kennslu og æfingar í þeim förðunum sem þarf að gera fyrir hverja sýningu. „Við ákváðum strax að gefa teyminu góðan tíma svo allir gætu æft sig heima og mætt á sýningardegi með allt á hreinu,“ segir Sara. Sjálfar munu þær svo stýra förðunarteyminu baksviðs á hverri sýningu og auðvitað yfirfara allar fyrirsætur áður en þær stíga á sýningarpallinn. „Það er draumur allra förðunarfræðinga á Íslandi að fá RFF verkefnið og við erum svo ótrúlega glaðar að fá að taka þátt í þessu og bjóða nemendum okkar þetta tækifæri,“ segja Sara og Silla að lokum.


nýtt líf

60


61

nýtt líf


59

NÝTT LÍF

Silla og Sara

er gaman að förðunarteymið fái að taka förðunarvörurnar með sér heim að hátíðinni lokinni. „Í svona stórum verkefnum er mikilvægast að hafa rétta teymið með sér, vandvirka einstaklinga sem vinna hratt og vel undir pressu,“ segir Sara. Þær vinkonurnar segja mikilvægt að gefa fyrrverandi og núverandi nemendum tækifæri til þess að vinna að tískuverkefnum og RFF er með þeim stærstu sem bjóðast hér á landi. Vörur í uppáhaldi hjá Sillu frá NYX Professional Makeup eru Strobe of genius, Highlight & contour pro pallet, brúnn Slide on augnblýantur, Warm neutrals augnskuggapalletta, Pigmentið stunner, Ombre kinnalitur í litnum peach og Base with pearl augnskuggagrunnur. Í uppáhaldi hjá Söru eru Strobe of genius, Highlight & contour pro pallett, Lipliner í litnum natural, Angel veil primer, Lid lingerie í litnum Sweet cloud og Wonder pencil light. FÖRÐUNARFRÆÐINGAR STJARNANNA HEIMSÆKJA ÍSLAND Sara og Silla hafa fengið nokkra af frægustu förðunarfræðingum í heiminum til þess að koma til landsins og halda námskeið síðustu misseri. Fyrst og fremst gera þær þetta til þess að hjálpa útskrifuðum nemendum sínum að auka þekkingu sína í förðun. Á meðal þeirra erlendu förðunarfræðinga sem hafa komið eða eru væntanlegir má finna vinsælar samfélagsmiðlastjörnur og förðunarfræðinga fræga fólksins í Hollywood. „Það er ekkert annað svona í gangi á Íslandi og engin framhaldsnámskeið í „beauty“- og „glam“-förðun. Það er dýrt að fara erlendis á námskeið því þá þarf líka að borga flug, hótel og þess háttar og því byrjuðum við að fá þetta hæfileikaríka fólk til þess að koma hingað að kenna. Við viljum bera ábyrgð á því að okkar nemendur fái einhvers konar endurmenntun og þeir geta sýnt

þetta viðurkenningarskjal og bætt þessu á ferilskrána sína. Þetta eflir förðunarfræðingana bara enn frekar í sínu fagi,“ útskýrir Silla. „Það er svo gaman að sjá mismunandi aðferðir hjá þessum stjörnum og kynnast nýjum vörum sem margar eru ekki fáanlegar á Íslandi. Við förum líka reglulega sjálfar erlendis á námskeið og kennum svo okkar nemendum það sem við lærum þar, námsskráin er sífellt að breytast og við viljum kenna það sem er í gangi hverju sinni,“ bætir Sara við. NÁIN VINNA MEÐ HÖNNUÐUM Sara og Silla voru ótrúlega hrifnar af förðuninni á sýningu Marc Jacobs á dögunum þar sem svarti liturinn var áberandi í mörgum útfærslum. Fyrir RFF hannar Sara förðunarútlit fyrir alla hönnuðina sem þær kenna svo sínu förðunarteymi í vikunni fyrir RFF. „Við vinnum þetta mjög náið með hönnuðunum og út frá þeirra hugsjón. Auðvitað getur samt allt breyst með stuttum fyrirvara en flestir hafa nokkuð ákveðna sýn á því hvernig þeir vilja að fyrirsæturnar séu farðaðar,“ segir Silla. Til þess að förðunarteymið sé vel undirbúið fer vikan fyrir RFF í kennslu og æfingar í þeim förðunum sem þarf að gera fyrir hverja sýningu. „Við ákváðum strax að gefa teyminu góðan tíma svo allir gætu æft sig heima og mætt á sýningardegi með allt á hreinu,“ segir Sara. Sjálfar munu þær svo stýra förðunarteyminu baksviðs á hverri sýningu og auðvitað yfirfara allar fyrirsætur áður en þær stíga á sýningarpallinn. „Það er draumur allra förðunarfræðinga á Íslandi að fá RFF verkefnið og við erum svo ótrúlega glaðar að fá að taka þátt í þessu og bjóða nemendum okkar þetta tækifæri,“ segja Sara og Silla að lokum.


60

Heiðursverðlaun Dorritar Moussaieff Heiðursverðlaun RFF eru afhent í fyrsta sinn í ár á Reykjavík Fashion Festival. Þau voru nefnd „Dorrit Moussaieff RFF heiðursverðlaun“ til heiðurs fyrrum forsetafrú Íslands sem hefur lyft grettistaki við kynningu á íslenskri list, hönnun og menningu af öllu tagi á erlendum sem innlendum vettvangi með lofsamlegum árangri. Íslenskir fatahönnuðir standa í mikilli þakkarskuld við Dorrit fyrir liðsstyrk hennar í því að koma íslenskri hönnun og tísku á framfæri á undanförnum árum. Verðlaununum er ætlað að heiðra íslenska hönnuði sem hafa lagt sig fram við að móta íslenska tísku og framleiða vandaðan

ÞAKKIR Kæru lesendur, það er mér hjartans mál að þakka öllum þeim sem komu að uppsetningu hátíðarinnar. Án þeirra allra væri ekkert RFF. Það eru margir sem þarf að nefna og því miður komast ekki allir fyrir á einni blaðsíðu. Fyrst vil ég þakka hönnuðum og verkefnateymi RFF sem hafa unnið hörðum höndum undanfarna mánuði. Einnig þakka ég öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til við uppsetningu og framleiðslu viðburðarins. Svo vil ég þakka Reykjavíkurborg, Hönnunarmiðstöðinni, Fatahönnunarfélagi Íslands, Textílhönnunardeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og Ljósmyndaskólanum fyrir þeirra aðkomu. - Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri RFF.

tískufatnað. Verðlaunagripinn hannaði Jóhannes Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður NOX. Verðlaunin í ár hlýtur Steinunn Sigurðardóttir undir merkinu STEiNUNN. Steinunn hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína bæði hérlendis sem og erlendis, þar á meðal Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin. Verk Steinunnar sýna mikilvægt samspil náttúru, menningar og handverks. Steinunn hefur sýnt hönnun sína á tískusýningum um allan heim og einnig hafa verk hennar verið til sýnis á lista- og hönnunarsöfnum. Við á Nýtt Líf óskum Steinnunni hjartanlega til hamingju með verðlaunin.

RFF stendur í sérstökum þakkarskuldum við eftirfarandi samstarfsaðila:

Umsjón: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Íris Stefánsdóttir

RFF


MOLAR

61

MISBRIGÐI

Annars árs nemendur í fatahönnun við Listaháskóla Íslands voru með tískusýningu í Hörpu 16. mars. Verkefni þeirra nefnist Misbrigði og verður sýning á fötunum og ljósmyndum á HönnunarMars. Í verkefninu Misbrigði unnu nemendur með textíl sem Rauði krossinn getur ekki endurselt í verslunum sínum né endurselt í endurvinnslu til annarra. Nemendurnir unnu einungis með það sem til var og keyptu ekkert nýtt. Rannsakaðar voru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum var beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Í námi á fatahönnunarbraut í LHÍ er lögð mikil áhersla á umhverfisvitund, umhverfisvernd og hugtök eins og „slow fashion“. Sýningin Misbrigði II Erindi II: Eftirmáli opnar 24. mars kl. 17 í húsakynnum Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands.

UXATINDAR

Milla Snorrason sýnir línuna Uxatindar á HönunarMars. Við vinnslu mynstursins sem prýðir línuna sótti hönnuðurinn innblástur í ferð um Fjallabak nyrðra síðasta sumar og er þeim þjóðlegu áhrifum meðal annars blandað við röndótt ullarefni frá Skotlandi, silúettur frá 7. áratugnum og munúðarfulla liti í silkiflaueli. Sýning Millu er í Safnahúsinu á Hverfisgötu og er hún opin frá kl. 10-17 til 26.mars.

HILDUR YEOMAN X 66°NORÐUR

SWIMSLOW

Fatahönnuðurinn og stílistinn Erna Bergmann kynnir á HönnunarMars nýja íslenska sjálfbæra sundfatamerkið Swimslow. Sundbolirnir eru hannaðir hér á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Markmið Ernu er að leggja áherslu á umhverfisvæna framleiðslu. Sundbolirnir eru virkilega fallegir og sniðin flott. Það var ljósmyndarinn Saga Sig sem myndaði sundbolina. Línan verður frumsýnd 23. mars kl. 21 í Héðinshúsi og eftir það verða sundbolirnir fáanlegir á vefsíðu Swimslow.

Á HönnunarMars kynna 66°Norður og Hildur Yeoman samstarf sitt en um er að ræða línu sem er innblásin af sjónum sem umlykur Ísland. Bæði vörumerkin hafa unnið mikið með sjóinn, hvort á sinn hátt, og sameina nú krafta sína. Línan inniheldur regnjakka, ullarpeysur og fleira sem hentar vel í íslenskri veðráttu. Prentið sem Hildur vann fyrir línuna er ölduprent, það er túlkað í prjónaflíkum sem eru fyrir bæði kynin. Línunni verður fagnað 24. mars í verslun 66°Norður á Laugavegi frá kl. 17-19 og verður hún þá fáanleg eftir það í verslunum 66°Norður.


nýtt líf

62

Varuna

Bolur – Marc Jacobs / Stefánsbúð Kjóll – EYGLO / P3 Klútur – Kultur Taska – GANNI / Geysir

Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir Stílisti: Sigrún Ásta Jörgensen Fyrirsæta: Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir Förðun: Sara Dögg Johansen Hár: Sara Dögg Johansen & Ali Demir


63

Klútur – BURBERRY London / Stefánsbúð Kjóll – Top Shop Peysa – Tommy Hillfinger / Gallerý 17 Jakki – DAY BIRGER ET MIKKELSEN / Kúltur

nýtt líf


nýtt líf

64

Jakki – Imperial frá Gallerí17 Skyrta – STINA GOYA / Geysir Bolur yfir skyrtu – Karen Millen Klútur – BURBERRY London / Stefánsbúð Buxur – Philliphim / Stefánsbúð


65

Hattur – Louis Vuitton / Stefánsbúð Bolur – Geysir Kjóll – GANNI / Geysir Ytri kjóll – Carven / Geysir

nýtt líf


nýtt líf

66

Húfa – OBERMEYER / Stefánsbúð Kápa – Karen Millen Bolur – Topshop Peysa – milla snorrason


67

Samfestingur – Superated / P3 Bolur – BY MALENE BIRGER / Kultur Klútur – BURBERRY London / Stefánsbúð Sokkar – Paul Smith / Kultur Skór – TOPSHOP

nýtt líf


PISTILL

68

Þegar ég var á unglingsaldri fannst mér fátt erfiðara og meira niðurbrjótandi en að þurfa að finna föt á mig og það var sérstaklega kvíðavænlegt ef finna þurfti föt í kringum tímamót eins og fermingu og árshátíðir. Þær fáu flíkur sem pössuðu fannst mér ekki fallegar og fengust oftar en ekki í verslunum fyrir mun fullorðnari konur en mig, en ekki í skvísubúðunum sem vinkonur mínar versluðu í. Satt best að segja veit ég ekki hvort verslunarleiðangrarnir hafi verið erfiðari fyrir mig eða mömmu mína, sem þurfti að tjasla sjálfsmynd minni saman eftir hverja Kringluferð. Áhrif tísku á sjálfs- og líkamsmynd eru óumdeilanleg. Það hef ég reynt á eigin skinni í gegnum líkamsvirðingarferðalagið mitt. Eftir því sem fataverslanir hafa verið að bæta við úrval sitt af fatnaði í svokallaðri „yfirstærð“ hefur líkamsmynd mín tekið risastökk upp á við. Framboð af fötum í stærri stærðum hefur aukist gífurlega undanfarin ár og það er óhætt að kalla það nýlundu að feitar konur og karlar geti keypt sér flíkur sem minna ekki á svört, sniðlaus tjöld. Óskráðar reglur samfélagsins hafa nefnilega lengi gert þá kröfu á feitt fólk að það skuli ekki vera í aðsniðnum eða mynstruðum fatnaði vegna þess að það dregur athygli að líkama þeirra. Með öðrum orðum hefur fatnaður fyrir feitt fólk hvatt það til að fela og skammast sín fyrir líkama sinn. Þessi skömm feitra innrætist ekki einungis með okkur í gegnum fátæklegt framboð af fatnaði heldur á öllum sviðum samfélagsins alla daga. Ómögulegt er að fletta dagblaði eða renna í gegnum fréttaveituna á Facebook án þess að rekast á auglýsingar um nýjasta töfrakúrinn sem á að færa okkur hinn langþráða granna líkama eða fréttaflutning um tölfræðilega vafasamar rannsóknir sem sýna fram á hvað við erum þung byrði á samfélaginu og okkur sjálfum. Í vestrænum löndum er feitur líkami talinn táknmynd fyrir siðferðislega hnignun samfélagsins. Fitufordómar eru víðtækir, alvarlegir og finnast í öllum stéttum og á öllum sviðum samfélagsins. Í Bandaríkjunum er tíðni mismununar á grundvelli þyngdar talin sambærileg við kynþátta- og aldursmismunun og engin ástæða til að halda að ástandið sé betra hér á landi. Hvað þýðir þetta fyrir feita manneskju? Í stuttu máli þýðir þetta

að þú ert óvelkomin hvert sem þú ferð. Þú ert ekki álitinn gildur samfélagsþegn og þér er stöðugt ýtt til hliðar. Það er aldrei gert ráð fyrir þér því að þú ert óæskileg. Eftir að hafa upplifað þetta samfélagslega viðmót alla ævi er það byltingarkennd tilfinning að að ganga inn í fataverslun þar sem er gott framboð og úrval af fötum í stærðum sem passa og í mismunandi stílum sem þú getur mátað við persónuleika þinn eða skap hverju sinni, sem eru ekki talin „henta“ feitu fólki í sniðinu en þér finnst flott, sem eru með æpandi falleg mynstur og sem eru í takt við nýjustu tískubylgjur hverju sinni. Það eru einungis nokkur ár síðan feitt fólk gat byrjað að velja úr mismunandi fatastílum og fylgt eftir nýjustu tísku í staðinn fyrir að þurfa einfaldlega að sætta sig við það sem passaði á það. Ég er í fyrsta skipti á ævi minni að upplifa það að geta leikið mér með tísku í mínum feita líkama. Það þýðir þó ekki að baráttunni sé lokið. Enn eiga fleiri verslanir eftir að taka sig á hvað þetta varðar. Íslensk hönnun er til að mynda ófáanleg í stærri stærðum og enn eru íslenskar fataverslanir að auglýsa undir slagorðinu „Falleg föt á allar konur“ þrátt fyrir að bjóða einungis upp á stærðir á bilinu 34-46. Langflottustu fötin sem ég finn þarf að panta á Netinu sem þýðir að ég missi af búðarápsupplifuninni og þarf að taka áhættuna á því að flíkurnar passi án þess að hafa mátað þær. Fyrir utan aukakostnaðinn sem bætist við. Og þrátt fyrir jákvæða þróun er stór hópur feitra karla og kvenna undanskilinn frá henni því að helstu verslanir með stærri stærðir bjóða ekki upp á stærri stærð en 3XL. Betur má ef duga skal. Það hljómar kannski yfirborðskennt en ég hef aldrei verið sannfærðari um að aðgengi að fallegum fatnaði sé mikilvægur hluti af eflingu líkamsvirðingar hjá konum og körlum. Slíkt aðgengi þýðir ekki bara að við getum verið í flottum fötum og klætt okkur upp á. Það þýðir líka að gert er ráð fyrir líkömum okkar og meira en það; þeim er beinlínis fagnað! Og það er líkamsvirðing í hnotskurn.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttur Félagsráðgjafi MA og formaður Samtaka um líkamsvirðingu

Mynd: Aldís Pálsdóttir

LÍKAMSVIRÐING OG TÍSKA


ÁRNASYNIR

FRELSI

Að leigja bíl í langtímaleigu snýst ekki bara um skynsemi, þó vissulega sé það verulega skynsamlegt fjárhagslega. Það snýst líka um þægindi og sveigjanleika til að velja og haga hlutunum eins og þér hentar hverju sinni. Það er frelsi. Kynntu þér kosti langtímaleigu, þeir eru fleiri en þig grunar.

avis.is 591 4000


70

TÍSKUKOKTEILAR Í TILEFNI AF REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL VORU GERÐIR SÉRSTAKIR RFF 2017-KOKTEILAR Á PABLO DISCOBAR. RFF-HÁTÍÐIN DREGUR AÐ MARGA INNLENDA OG ERLENDA GESTI OG FANNST EIGENDUM STAÐARINS TILVALIÐ AÐ GERA GÓÐA KOKTEILA SEM RFF-GESTIR MYNDU AUÐVITAÐ FÁ Á SÉRSTÖKU VERÐI. VIÐ FENGUM AÐ VITA HVAÐ VÆRI Í ÞESSUM ÓTRÚLEGA GÓÐU RFF-KOKTEILUM EN ÞEIR VERÐA FÁANLEGIR Á STAÐNUM ÚT MARSMÁNUÐ.

Umsjón: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

DRYKKIR


71

RFF-KOKTEILLINN 2017 TIPSY FLAMINGO

30 ml Campari 20 ml límónusafi 15 ml heimagert Grenadine sódavatn

NÝTT LÍF


DRYKKIR

DON JUAN MARGARITA

45 ml Don Julio-tekíla 15 ml Ron Zacapa 20 ml sítrónusafi 30 ml greip-Cordial

72

THIN LIZZY

40 ml Ketel One-vodki 10 ml grænt Chartreuse 10 ml hindberjasíróp 20 ml sítrónusafi

HOLD THE LIME 35 ml Tanqueray-gin 20 ml límónu-Cordial


TE & K AFFI  SVAL A


74

„MJÖG SÉRVITUR ÞEGAR KEMUR AÐ TÖSKUM“ FRIÐRIKKU HJÖRDÍSI GEIRSDÓTTUR ÞEKKJA FLESTIR SEM RIKKU EN ÞESSI ÁSTSÆLA FJÖLMIÐLAKONA ER MEÐ EINSTAKLEGA GÓÐAN SMEKK AÐ OKKAR MATI. VIÐ FENGUM ÆVINTÝRAGJÖRNU OFURKONUNA TIL ÞESS AÐ DEILA MEÐ LESENDUM ÞVÍ SEM ER Í SÉRSTÖKU UPPÁHALDI HJÁ HENNI … BORG Ég elska að týnast og ráfa um í

stórborgum. París og London eru án efa mínar uppáhaldsborgir og á ég ófáar góðar minningar þaðan. Fjölbreytnin í þessum borgum er mikil og spennandi matargerð á hverju götuhorni.

HÚÐVÖRUR Ó, þær eru svo margar

en undanfarið hef ég verið að einfalda húðumhirðu mína töluvert en nota þó ólíkar vörur eftir árstíðum. Mér finnst ómissandi að eiga hin eina sanna Kanebo-rakamaska, undanfarið hef ég svo verið að nota hreinsimjólk frá Academié sem inniheldur ávaxtasýrur. Þessi blanda gerir kraftaverk. Núna er ég svo í startholunum að byrja að kynna mér La Mer-lúxuskremlínuna.

FYLGIHLUTUR Ég á fáeinar fallegar töskur

sem halda utan um það sem ég þarf hverju sinni. Ég er mjög sérvitur þegar kemur að töskum og kaupi mér þær sjaldan, þær sem ég á verða því á vissan hátt hluti af mér og þar af leiðandi í miklu uppáhaldi.

FLÍK Líklegast væri það svarti bundni

Diane Von Furstenberg-kjóllinn minn. Ég er afskaplega hrifin af fatnaði sem hægt er að klæða upp og niður.

SÍMAAPP Án efa fjölskylduskipulagsforritið Cozi, ég væri týnd og tröllum gefin án þess. Smáforritið sameinar allar stundaskrár fjölskyldunnar á einum stað auk þess sem hægt er að búa til matseðla fyrir vikuna og skipuleggja

matarinnkaup. Síðan ég byrjaði að nota þetta smáforrit hafa matarinnkaup verið markvissari og þar af leiðandi matarsóunin lítil sem engin.

LÍKAMSRÆKT Fjallganga, gönguskíði,

hlaup og öll almenn útivist og jóga. Ég hef varla stigið inn á almenna líkamsræktarstöð undanfarið ár en þeim mun meira verið úti að leika mér.

HÖNNUÐUR Bundnu kjólarnir hennar

Diane Von Furstenberg eru oft á tíðum mjög fallegir.

VERSLUN Whole Foods-matvöruverslunin sem er víða í heiminum. Ég gleymi aldrei þeim degi sem ég steig fyrst inn í eina af þessum verslunum í New York, ég hélt hreinlega að ég hefði dáið og væri komin til himna. Öllu var svo fagurlega raðað og verslunin stútfull af matvörum sem ég hafði sjaldan eða aldrei augum litið. ÍÞRÓTTAVÖRUR Ég elska íþróttavörurnar frá norsku skíðakonunni Kari Traa. Hún er með ótrúlega fallegt úrval af ullarfötum, sem ég nota mjög mikið, en líka mjög falleg og klæðileg íþróttaföt. Ég er líka háð Salomon-utanvegahlaupaskónum og nota þá óspart í utanvegahlaupum sem og léttum fjallgöngum. SNYRTIVÖRUMERKI Ég er haldin óstjórnlegri löngun í að vera sífellt að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst til að mynda mjög

áhugavert að fylgjast með suðurkóreskum snyrtivöruiðnaði sem er ólíkur öllu öðru og algjörlega á undan sinni samtíð. Af þeim snyrtivörum sem eru innan seilingar þá er ég hrifin af Helena Rubinstein-möskurum, Guerlain BB-kreminu, La Mer-meikinu, Laura Mercier-sólarpúðri og MACkinnalitum.

VEITINGASTAÐUR Happ, maður verður svo óskaplega hamingjusamur eftir að hafa snætt þar í góðra vina hópi. TÓNLIST Ég er algjör alæta á tónlist

og veltur tónlistarvalið algjörlega á stað, stund og stemningu. Undanfarið hefur Ella Fitzgerald, Lisa Ekhdahl og Bo Kaspers Orkestra verið á dagskrá. Ég hlusta líka heilmikið á hljóðbækur, sérstaklega þegar ég er að bardúsa eitthvað, þá finnst mér ég vera að nýta tímann til fulls.

SJÓNVARPSÞÁTTUR Ég er mjög hrifin

af fræðandi heimildarþáttum um heilsu eða eitthvað sagnfræðitengt. Mér finnst ég sífellt þurfa að vera að læra eitthvað nýtt, ég helst illa á þáttaröðum sem allir eru að ræða um og verð þá oftast hálfutangátta í samræðum sem tengjast slíku efni. Ég þarf aðeins að fara að vera meira með á nótunum, reyndar þá var ég sjúk í Fanga og vonast til að sjá meira í þeim dúr í sjónvarpinu.

EFTIRRÉTTUR Eitthvað með karamellu,

ég elska karamellu. Ég elska karamellu meira en súkkulaði. Var ég búin að segja karamella? Volg tarte tatin með eplum og vanilluís slær allt annað út.

STAÐUR Á ÍSLANDI Snæfellsnesið

og Vestfirðirnir finnast mér afskaplega heillandi og nærandi staðir að vera á. Mér líður óskaplega vel að vera nálægt vatni eða sjó og á eða nálægt fjalli, líklegast er það vegna þess að ég er uppalin á stað þar sem er jafnlangt niður í fjöru og að fjallsrótum.

FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Ég elska að

fara með fjölskyldunni á skíði eða stunda einhverja aðra útivist. Hreyfing í náttúrunni hefur jákvæð og uppbyggjandi áhrif á fjölskyldulífið.

FYRIRMYND Mér hefur fundist erfitt að

eiga fyrirmyndir í þekktum einstaklingum en þeim mun meira í fólkinu mínu í kringum mig. Ég á eldklárar og bráðfyndnar vinkonur sem veita mér innblástur í lífinu dag hvern, hver þeirra á mismunandi hátt.

Umsjón: Sylvía Rut Sigfúsdóttir Mynd: Úr einkasafni

UPPÁHALDS


fastus.is

Fastus býður mikið úrval af hágæða pottum og pönnum frá Mauviel.

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or

Veit á vandaða lausn


nýtt líf

76

fegurð Góður hversdags

Það er alltaf spennandi þegar þekktir förðunarfræðingar stíga fram með sína eigin vörulínu því maður treystir þeim til að gera það vel. Charlotte Tilbury setti sitt merki á markað fyrir tveimur árum og vakti það strax mikla athygli. Vinsælustu vörurnar eru án efa augnskuggapalletturnar, varablýantarnir og varalitirnir. Ég hef áður fjárfest í vinsælasta varablýantinum, Pillow Talk, sem er fallegur nude-litur með örlítið köldum tóni. Ég var ekki lengi að stökkva til þegar ég heyrði að hún hefði loksins komið með varalit í sama lit og hann er nú nýi hversdagsvaraliturinn minn.

Hinn fullkomni farði

Ég hef lengi leitað að hinum fullkomna farða og nú tel ég mig loksins hafa fundið hann. Áður en ég fór út til London hafði ég heyrt marga YouTubenotendur og bloggara tala um nýja Armani Power Fabric og ég var því spennt að kynna mér hann. Til að gera langa sögu stutta þá varð ég strax ástfangin. Hann er endingargóður, mattur og með mikla þekju án þess að vera flatur eða grímulegur. Litaúrvalið er líka mjög gott. Ég er með frekar feita húð og olían nær alltaf að brjótast í gegn eftir nokkrar klukkustundir og oftar en ekki brjóta upp farðann. Power Fabric endist hins vegar í allt að átta klukkustundir og þá þurfti ég bara rétt að bæta við hér og þar og gat svo farið út að borða um kvöldið – venjulega þyrfti ég alltaf að taka af mér farðann og setja ferskt lag á. Já, hann er kannski dýr en algjörlega þess virði

Snyrtipenninn mælir með

Hildur, einn af snyrtipennum Nýs Lífs, mælir hér með nokkrum vörum sem rötuðu í snyrtibudduna hennar eftir nýlega Lundúnaferð.

Ljómi fyrir letingja

Í fyrra kom Estée Lauder með nýja vörulínu, The Estee Edit, fyrir örlítið yngri markhóp. Útlitið er stílhreint og töff en vörurnar eru einfaldar, þægilegar og gæðin mikil. Ég er löt á morgnana og ég nenni aldrei að setja á mig farðagrunn þó að ég þurfi alveg á því að halda. Þess vegna var ég ekki lengi að fjárfesta í Radiance Activator sem er í senn serum og farðagrunnur sem maður getur notað í stað rakakrems á morgnana. Hann hefur létta áferð með örlitlum perluglans sem gefur fallegan ljóma, einmitt það sem maður þarf á morgnana, en eykur jafnframt endingu farðans sem þú setur ofan á. Það er fullkomið að nota hann undir matta farða sem hættir til að vera dálítið flatir því ljóminn kemur fallega í gegn.

Bara ein í viðbót

Ef það er eitthvað sem ég þarf alls ekki á að halda þá er það enn ein augnskuggapallettan. Ég er algjör „sökker“ fyrir góðri pallettu og á eina slíka frá flestum merkjum – L’Oréal, Lancôme, YSL og Urban Decay svo ekki sé minnst á MAC-pallettuna sem ég hef safnað í í gegnum árin. Ég stóðst samt ekki mátið að kaupa hina frægu Nude Spectrum frá Zoeva. Zoeva er þýskt snyrtivörumerki sem er á mjög hagstæðu verði og er nú loksins fáanlegt í snyrtivörudeild Selfridges í London. Mikið „hæp“ hefur verið í kringum þessa pallettu en hún stendur algjörlega undir því. Augnskuggarnir eru mjúkir, „pigmentaðir“ og blandast vel, litirnir fallegir og klæðilegir og það besta er að hún kostar aðeins um 3.800 kr. með fimmtán augnskuggum. Ég hef ekki teygt mig í neitt annað undanfarnar vikur.


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

Ríkulegur staðalbúnaður: 7 gíra PDK sjálfskipting með skiptingu í stýri, leður og Alcantara innrétting, rafdrifið ökumannssæti, 18“ álfelgur, Led dagljósabúnaður, tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, fullkomið hljómkerfi, bluetooth símkerfi, sport aðgerðarstýri, rafdrifinn afturhleri, skriðstillir (Cruise Control), akgreinavari, o.m.fl.

Magnað sport í umferð. Sportið er í genunum. Porsche framleiðir marga af mögnuðustu sportbílum heimsins. Nú er kominn í umferð sportjeppi sem sameinar bestu eiginleika Porsche. Hefurðu mátað Macan?

Macan bensín – verð frá 8.950.000 kr. Macan diesel – verð frá 9.650.000 kr.

Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 porsche@porsche.is | www.benni.is

Opnunartími Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00


snyrtivörur

78

Kraftur hafsins Undanfarin ár hafa vinsældir náttúrulegra snyrtivara aukist stöðugt og vísindamenn á vegum snyrtivörufyrirtækja eru sífellt að reyna að beisla krafta náttúrunnar. Eitt stærsta náttúruaflið er án efa hafið og því ekki furða að sífellt fleiri snyrtivörur innihaldi virk efni unnin úr djúpum þess. Dr. Bragi Biotherm

Það má segja að Blue Therapy-vörulínan frá Biotherm sé með hámarksnýtingu á krafti sjávarríkins því hún inniheldur hvorki meira né minna en þrjú efni unnin úr smáþörungum, svifi og þörungum. A.Flosaquae, L. Ochroleuca og Thermal Plankton mynda saman Marine Connectumkokteilinn sem stuðlar að húðuppbyggingu og endurnýjun auk þess að veita húðinni þéttleika, vernd og ljóma.

Annar íslenskur frumkvöðull á sviði sjávarlífs og húðar er dr. Jón Bragi Bjarnason, betur þekktur sem dr. Bragi. Hin sérstæða tækni dr. Braga við notkun sjávarensíma á engan sinn líka í heimi húðsnyrtivara. Árið 1999 fékkst einkaleyfi fyrir formúlu dr. Braga um notkun sjávarensíma í bæði snyrtivörur og lækningavörur og áfram er unnið að klínískum rannsóknum á þessu sviði víða í heiminum. Sjávarensímin eru sótt niður á mikið dýpi þar sem hitinn er aðeins um -2°C, þannig að þegar þau síðan sameinast eðlilegum líkamshita mannsins verða þau ofurvirk og mun virkari en nokkur önnur ensím. Vörulínan frá dr. Braga er mjög einföld, aðeins fjórar vörur, og er hún hönnuð til að hjálpa húðinni að endurnýja sig, betrumbæta og fá bjartara yfirbragð, eyða dökkum blettum og milda einkenni ýmissa húðkvilla. Vörurnar hafa notið athygli víða um heim og fjallað hefur verið um þær í glanstímaritum erlendis.

Hannes Dóttir

Algenist

Bandaríska snyrtivörumerkið Algenist byggir vörulínu sína á alguronic-sýru sem er það efni sem verndar frumur þörunga. Það hefur komið í ljós að alguronic-sýra hefur á svipaðan hátt verndandi áhrif á húð okkar. Vörurnar eru hannaðar til að verja húðina gegn áhrifum útfjólublárra geisla, sindurefna og annars sem einkennir nútíma lífsstíl ásamt því að örva framleiðslu elastíns í húðinni sem gerir hana stinnari og unglegri.

Þrátt fyrir nafnið þá er Hannes Dóttir ekki íslenskt merki því það er stofnað af hinni bandarísku Janis Kristjanson. Með nafninu vill hún þó heiðra íslenska forfeður sína. Fyrsta varan birtist Janis nær fullsköpuð er hún sat við kvöldhugleiðslu auk þess sem hún fann hvernig kröftug rödd ítrekaði mikilvægi þessarar uppgötvunar. Hún stökk úr rúminu og skrifaði strax niður innihaldsefnin, staðráðin í að hefjast strax handa við þróunina. Úr varð Icelandic Seamasque sem unninn er úr íslensku sjávarfangi sem er stútfullt af amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Maskinn endurnýjar húðina ásamt því að næra hana djúpt og með hverri notkun verður hún unglegri og fallegri. Við vörulínuna hefur hún síðan bætt andlitsvatni, serumi og rakakremi.


nýtt líf

79

La Mer

Með fyrstu húðvörunum sem nýttu sér kraft hafsins er La Mer. Flestir hafa heyrt á snyrtivörufyrirtækið minnst en færri hafa reynt vörurnar á eigin skinni sökum þess hve fokdýrar þær eru. En þeir sem hafa prófað þær koma alltaf aftur því áhrifin láta ekki á sér standa og virknin réttlætir verðið. Upphafið má rekja til þess þegar dr. Max Huber brenndist illa við gerð tilraunar. Hann fór þá að leita að græðandi efnum sem gætu mögulega bætt ástand húðar hans. Hann dró innblástur úr hafinu og fór að vinna að því að gerja næringarríka brúnþörunga og önnur náttúruleg efni. Tólf árum og sex þúsund tilraunum síðar stóð hann uppi með kraftaverkaseyði sem er enn þann dag í dag grunnurinn að öllum vörum La Mer.

Taramar

Flóra hafsins hér við Ísland er sérstök fyrir margar sagir og það er því tilvalið að nota hana í snyrtivörur. Það er einmitt það sem Guðrún Marteinsdóttir gerði en hún er frumkvöðull og upphafsmaður Taramar. Hún hefur um langt skeið stundað rannsóknir á lífverum hafsins en hún stýrir Marice-rannsóknarsetri á sviði sjávarrannsókna ásamt því að starfa sem prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Húðvörurnar frá Taramar byggja á sérvöldum lífvirkum efnum úr íslensku sjávarfangi og lækningajurtum. Virkni þeirra hefur verið sannprófuð með nýstárlegum aðferðum og eingöngu eru valin þau efni sem hafa góð áhrif á húðfrumurnar, ýmist með því að fanga sindurefni, draga úr oxun og bólgum, styrkja kollagenþræði, viðhalda réttu rakaog sýrustigi og efla heilbrigð efnaskipti og bruna.

Restørsea

Elemis

Varan sem kom Elemis á kortið á sínum tíma var án efa Pro-Collagen Marine Cream. Kremið náði strax gríðarlegum vinsældum og seldist upp víða um heim án þess að nokkurri auglýsingaherferð hafi verið beitt heldur aðeins með meðmælum kvenna á milli. Því hefur stundum verið lýst sem La Mer fátæku konunnar því áhrifin þykja keimlík. Elemis notar sjávarextraktinn Padina Pavonica í kremið og samkvæmt skoðanakönnunum og rannsóknum minnkar ásýnd hrukkna að meðaltali um 19% eftir aðeins tvær vikur auk þess sem raki eykst um 10% – ekki slæmt það.

Body Shop

Þeir sem vilja nýta sér krafta sjávarþangsins á hagstæðu verði ættu að skoða Seaweedvörulínuna frá Body Shop. Hún er sérstaklega sniðin fyrir blandaða húð því hún veitir raka ásamt því að draga úr olíuframleiðslu húðar og mattar hana. Þarinn sem notaður er kemur frá Roaring Bay á Írlandi og er ríkur af joði og ýmsum steinefnum.

Restørsea vakti athygli fyrir þremur árum þegar Gwyneth Paltrow gerðist talsmaður þess. Hún hafði áður notað vörurnar reglulega og séð verulegan mun á húð sinni. Gwyneth tók því samstarfinu fagnandi. Það heillaði hana einnig að vörurnar eru náttúrlegar auk þess sem stofnandi og framkvæmdarstjóri fyrirtækisins er kona. Patricia Pao uppgötvaði eiginleika Aquabeautine XL-ensímsins fyrir slysni þegar hún var á ferðalagi í Noregi. Ensímið sem um ræðir er unnið úr hrygnandi löxum og hefur þá merkilegu virkni að leysa upp dauðar húðfrumur auk þess að styrkja þær sem eru á lífi. Patricia hafði tekið eftir því að hendur starfsmanna í verksmiðju nokkurri voru ótrúlega sléttar og mjúkar og var það vegna þessa ensíms. Hún fór því að þróa hugmyndina þegar hún sneri aftur til Bandaríkjanna og úr varð Restørsea.


nýtt líf

80

Vor í lofti Skoðum hvað ber hæst í vorlínum snyrtivöruframleiðendanna og hvað er þess virði að gefa gaum. Nýr maskari frá Guerlain, La Petite Robe Noire, kom nýverið á markað og vakti verðskuldaða athygli hér á ritstjórn eins og annars staðar. Sérstakur burstinn aðskilur augnhárin vel og kúlulaga formið fremst þekur neðri augnhárin vandlega.

Pallettan sem við erum kollfallnar fyrir kemur úr vorlínu Bobbi Brown og heitir Cheek Glow Palette. Hún inniheldur tvær blautar förðunarvörur, kinnalit og highlighter. Áferðin er kremuð og glossí og gefur húðinni þann unglega og ferska blæ sem er svo eftirsóknarverður.

Glossið fær uppreisn æru á komandi mánuðum en eitt sem við erum mjög skotnar í kemur úr smiðju Chanel. Það er svokallað Top Coat-gloss með gullituðum blæ til að gefa vörunum auka líf og „djús“.

Ný kynslóð af fljótandi varalitum er komin á markað. Art Stick Liquid Lip-varalitirnir frá Bobbi Brown lita varirnar án þess að þurrka þær og liturinn helst á í dágóðan tíma.

Mon Guerlain er nýjasti ilmurinn frá samnefndu tískuhúsi sem framleitt hefur hágæða ilmvötn frá 1828. Ilmurinn er unninn í samstarfi við Angelinu Jolie sem er jafnframt andlit þess. Hún lýsir ilminum sem sínu ósýnilega tattúi og heiðrar um leið nútímakonuna: sterka, frjálsa og munúðarfulla, í anda Angelinu sjálfrar. Við erum orðnar háðar Mon Guerlain, enda ein allra besta ilmvatnslykt sem við höfum fundið. Við mælum með því að konur kynni sér hann í næstu búðarferð.

Umsjón: Helga Kristjáns

Touche Eclat Glow Shot er gullfallegur highlighter sem hægt er að nota á klassískan hátt á hápunkta andlitsins. Einnig er hægt að blanda dropa af highlighternum út í fljótandi farða til að gefa aukinn ljóma. Kemur í þremur litum sem passa flestum húðtónum. Nýja uppáhaldssnyrtivaran fyrir vorið!

Nýi farðinn frá YSL heitir Touche Éclat Le Cushion en hann þekur vel á sama tíma og hann gefur húðinni ljómann sem gullpenninn frægi er svo þekktur fyrir. Brilljant farði fyrir upptekna konu á ferðinni þar sem fljótandi farðinn kemur í handhægum umbúðum með svampi sem hægt er að nota til að laga farðann þegar líða tekur á daginn.

Ein uppáhaldssnyrtivaran okkar úr vorlínu Lancôme er blauti kinnaliturinn Cushion Blush Subtil. Liturinn Rose Limonade gefur kinnunum frísklegan blæ. Best er að nota svokallaðan stippling-bursta til að bera hann varlega á.


Sölustaðir: Heilsuhúsin Kringlunni og Laugavegi Gló Fákafeni Heilsutorg Blómavals Fræið Fjarðarkaupum

www.drhauschka.com

Fylgdu okkur á Fésbókinni, Dr. Hauschka Ísland


STJÖRNUSPÁ

82

HVAÐ ER Á DÖFINNI HJÁ ÞÉR?

BOGMAÐURINN

HRÚTURINN

LJÓNIÐ

Þó að þú hafir annað á tilfinningunni verð ég því miður að tilkynna þér að þú HEFUR EKKI ENDALAUSA ORKU! Eins og aðrar dauðlegar og andandi verur þarftu að sofa og borða og drekka vatn og hafa hægðir. Hægðu nú aðeins á þér og notaðu orkuna þar sem hennar er mest þörf. Það væri ekki vitlaust að nota næstu vikur í að hlúa að fjölskyldunni þinni. Það mun borga sig margfalt.

Þér finnst þú þurfa að nýta hverja einustu stund til að gera eitthvað af viti en þú veist líka að það er kominn tími til að slaka á. Andaðu djúpt og finndu spennuna líða úr hnakkanum. Og já, þú átt það skilið því þú ert búin að vera fáránlega dugleg (eins og vanalega) og ef þú ferð ekki að slaka á gætirðu bara fengið frunsu eða ilsig eða eitthvað annað.

STEINGEITIN

Ókei það er kominn tími til að þú klárir ýmis mál. Það dugar nefnilega ekki að vera með glæstan ljónsmakka og fá helling af frábærum hugmyndum ef þú klárar ekki það sem þú byrjar á. Farðu nú með þetta drasl í Sorpu og komdu endurvinnslukerfinu í eldhúsinu í stand. Það er líka löngu kominn tími á að skipuleggja kryddhilluna, og já para saman þessa sjöhundruð stöku sokka í stóra IKEA pokanum. Svona komdu þér úr sporunum!

Þessi mánuður er alveg geggjaður fyrir Naut. Þú hefur séð gripum hleypt út að vori – já það er svipuð stemning í þessum mánuði fyrir þig, nema þú ert þokkafyllri. Með allan þennan meðbyr ættir þú að hugsa stórt. Ekki baka eitt brauð, opnaðu frekar bakarí, ekki fara í bústað, byggðu frekar bústað, ekki deila lífi þínu á Snapchat, búðu frekar til bíómynd um það. Þetta verður stuð!

Sko, Steingeit! Þó að þú sért að reyna að vera skynsöm og hagsýn þá áttu ekki eftir að geta haldið aftur af þér. Ég er að tala um ferðalögin – láttu ekki eins og þú skiljir mig ekki! Þú ert ferðasjúk og núna er tíminn. Mig grunar að þig langi á suðrænar slóðir þar sem þú getur legið á strönd með litríkan drykk í glasi og kókosilmandi sólarkrem á kroppnum. Svona, láttu það eftir þér … VATNSBERINN

NAUTIÐ

TVÍBURARNIR

Þú ert voðalega mikið að spá í peninga þessa dagana. Tíminn er líka hárréttur. Ef þú ætlar að semja um launahækkun skaltu ekki bíða því líkurnar á að fá kröfur þínar samþykktar eru verulega góðar núna. Ígrundaðu vel allar hliðar málsins áður en þú skiptir um starf eða tekur að þér aukavinnu – ekki gleyma að þú þarft líka tíma til að slappa af og borða ruslfæði!

Stöðuhækkun, betri skrifstofa, ný kaffivél, mýkri klósettpappír – já það er eitthvað gott að fara að gerast í vinnunni hjá þér. Krafturinn úr stjörnunum beinist allur að starfsframa þínum og líðan í vinnunni akkúrat núna. Vikurnar fram undan einkennast líka af jafnvægi og friði heima við. Ef þú býrð með karlmanni er líklegt að hann byrji loksins að pissa sitjandi. Góðir tímar fram undan!

FISKARNIR

KRABBINN

Þú hefur greinilega synt inn í einhverja sjúklega skapandi hringiðu, kæri Fiskur. Sköpunarkrafturinn er ólgandi innra með þér og bráðnauðsynlegt fyrir þig að finna honum farveg. Ef þú ert listmálari nú þegar gætirðu þurft að sauma þér gallabuxur eða baka nokkur brauð. Þetta snýst ekki um að skapa meistaraverk, heldur koma kraftinum ÚT svo að þú springir ekki í loft upp eða fáir mjög slæmar bólur á ennið.

Ef þessi mánuður væri samfélagsmiðill væri hann Linkedin. Þú munt mynda mikilvæg tengsl sem skipta ekki bara þig máli, heldur þann hóp sem þú tilheyrir. Hvort sem það eru kennarar, strætisvagnabílstjórar eða radíóamatörar. Passaðu samt upp á öll smáatriði og rýndu í smáa letrið áður en þú skrifar undir eitthvað. Að kasta til hendinni gæti komið þér í koll síðar.

MEYJAN Mjúka Meyja. Fólki finnst voðalega gott að vera nálægt þér en upp á síðkastið er eins og sumir hafi ekki upplifað sig velkomna. Þú hefur ekki ýtt þeim viljandi í burtu, bara verið dálítið annars hugar. Notaðu mánuðinn til að rækta þessi sambönd og sýna fólki að það er í alvöru velkomið í þinn mjúka faðm. Taktu líka eftir draumunum þínum þennan mánuðinn – þeir eru líklegir til að færa þér ýmis óvænt skilaboð. VOGIN Þetta er rétti tíminn til að huga að heilsunni. Margar Vogir eru dálítið viðkvæmar fyrir vetrinum og krækja sér í hverja einustu kvefbakteríu sem flögrar fram hjá. Þú ættir að koma þér í stand fyrir vorið því þú hlakkar svo til þess. Kíktu til heimilislæknisins þíns og farðu svo að mæta í ræktina eða drífa þig út í gönguferð á kvöldin. Þú munt líka sofa betur. SPORÐDREKINN Loksins er eitthvað að fara að gerast í ástamálunum. Ef þú ert einhleyp ertu líklega á barmi þess að finna sálufélagann en gáðu að því að hann gæti birst þar sem þú átt síst von á. Kannski hittist þið í röðinni í Melabúðinni, eða á biðstofu einhvers staðar. Tinder er á útleið og alls ekki það eina sem virkar. Ef þú ert búin að finna sálufélagann eigið þið eftir að uppgötva eitthvað nýtt í mánuðinum og neistar munu fljúga.


Facebook-Lindex Iceland #lindexiceland

Pils.

5995,-


GUCCI_BAMBOO_LE_PRESS_220x297+5mm 1

14/03/2017 13:29


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.