Vikan 15. tbl. 2017

Page 1

15. tbl. 79. árg. 19. apríl 2017 1695 kr.

Súkkulaði-avókadótrufflur Magnaður sítrónukjúklingur

Manuela Ósk fellir grímuna

„Ég hef verið virkilega vond við sjálfa mig“

Óskalisti fyrir sumarið

Sköpun, gleði og fleira flott á RFF Skartgripalínan

Rætur

Gott að hverfa inn í fjöldann í L.A.

ljósmyndarar sem settu svip á tískuna

5 690691 200008

anna sigríður arnardóttir hljóp úr sófanum í fjöllin


SÉRHÖNNUÐ SJAMPÓ FRÁ NIVEA

F ÍNT

EGT L U J VEN

KT K Y Þ

ENDURNÝJA ÞURRT, SKEMMT HÁR ÁN ÞESS AÐ ÞYNGJA ÞAÐ. INNIHALDA NÁTTÚRULEG MJÓLKURPRÓTEIN OG EUCERIT®. NIVEA GERIR HÁRIÐ FALLEGT NIVEA.com


Leiðari

Kertalogi í vindinum

Í

páskablaði Vikunnar var grein um Díönu prinsessu og sýningu sem sett hefur verið upp á nokkrum frægustu kjólum hennar. Tilefnið er að í ágúst eru tveir áratugir frá því að hún lést í bílslysi í París. Svo undarlega brá við að á meðan á vinnslu greinarinnar stóð söng bæði í mínum huga og blaðamannsins sem skrifaði hana: „And it seems to me you lived your life Like a candle in the wind Never fading with the sunset When the rain set in“ Kannski ekkert undarlegt í ljósi þess að Elton John endurskrifaði textann og flutti þetta lag í jarðarför vinkonu sinnar. En lagið kom aftur upp í huga minn þegar ég las viðtalið við Manuelu Ósk Harðardóttur í þessu blaði. Hún lýsir því einstaklega vel hvernig hún, líkt og allir aðrir, felur iðulega vanlíðan sína bak við grímu fullkomnunar. Kröfur samfélagsins um fullkomið útlit, hæfni á öllum sviðum, árangur og yndislegt einkalíf geta lagst þungt á sálina þótt við vitum fullvel að kröfurnar eru óraunhæfar. Að því leyti erum við öll eins og kertalogi sem flöktir í vindinum. Við náum stundum að hefja okkur yfir þetta en þess á milli erum við hörðust við okkur sjálf, fullviss um að hægt sé að standast allt ef bara tækist að sigra eigin veikleika. Líklega hjálpar ekki sú glansmynd sem mörgum er lagið að birta á samfélagsmiðlum og eyða miklum tíma í fága. Sennilega býr fullkomnunaráráttan í flestum og við gefum okkur sjaldnast færi á að vera einfaldlega þau sem við erum án alls skrauts, skrums og yfirborðsmennsku. Manuela býr í L.A. borginni sem byggðist upp í kringum iðnað sem hverfist um

útlit, fegurð, glamúr og glaum. Það er þess vegna skemmtileg þversögn að í kvikmyndaborginni tókst Manuela á við fullkomnunaráráttuna og lærði að elska sjálfa sig. Hún hætti að brjóta sig niður og er farin að byggja sig upp í staðinn.

„Manuela býr í L.A. borginni sem byggðist upp í kringum iðnað sem hverfist um útlit, fegurð, glamúr og glaum. Það er þess vegna skemmtileg þversögn að í kvikmyndaborginni tókst Manuela á við fullkomnunaráráttuna og lærði að elska sjálfa sig.“ Og þá er gott að hverfa í fjöldinn í stórborginni. Hún segir að hversdagurinn í L.A. sé ekkert öðruvísi en víðast hvar annars staðar í heiminum. Þar sé afslappað andrúmsloft og tækifæri allsstaðar. Þrátt fyrir það hefur hún lært af reynslunni að margir sjálfselskupúkar búa í la la landi og á þeim þarf að vara sig. Kannski er það þess vegna sem hún fann sig í boxhringnum, kona sem fram að því hafði verið mikill antisportisti. Útrásin í hringnum hefur verið liður í sjálfsvinnunni og samfélagsmiðlarnir aðeins tæki sem ekki endilega endurspeglar raunveruleikann. Steingerður Steinarsdóttir Ritsjóri steingerdur@birtingur.is

3 / VIKAN


INNSKOT BLAÐAMANNS

Að fóðra egóið

É

RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR ragga@birtingur.is

ÍRIS HAUKSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR irish@birtingur.is

HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR hildurf@birtingur.is

HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR & STÍLISTI helgak@birtingur.is

g hef aldrei verið týpan sem hamast sveitt á hlaupahjólinu innan um ofurglaða útlitsdýrkenndur líkamsræktarstöðvanna. Blessunarlega mæta þó flestir í ræktina í þeim tilgangi að svala heilsuþorsta og bæta andlega líðan sína. Leiðir sjálfssefjunar eru vissulega mismunandi og á meðan sumir kaupa sér föt, skunda aðrir á skyndibitastaði. Svo er ákveðinn hópur sem stundar sjálfsmyndatöku og vonast eftir viðbrögðum við hinu fullkomna útliti. Allir hafa egó og allir vilja fóðra það. Það sem skilur okkur að eru leiðirnar sem við fetum í átt að viðurkenningunni og hvort við sækjumst eftir henni úr munni maka, yfirmanns, erfingja eða fólksins í kringum okkur. Margir keppast við að geðjast öllum í lífinu og ég vanda mig þar sérstaklega í uppeldinu því ég vil síst af öllu að sterku og duglegu dætur mínar alist upp við hugmyndina að þurfa að þóknast öðrum til að fá fullvissu um eigið yfirburðaágæti. Í tíð gegnsærra Facebook-montstatusa skrifaði fólk um þveginn þvott, bakað brauð, lóðalyftingar og prófaeinkunnir. Montkúnst samtímans felst í að fara leyndari leiðir, eins og auglýsingar Snaptchat-stjarnanna sem verða sífellt móðukenndari. Leynda mont nútímans lýsir sér nefnilega í öfgafullum líkömum, stíliseruðum heimilismyndum og tilgerðarlegum mataruppstillinugm sem allt á það sameiginlegt að hafa tilviljunarkennt raðast upp á hversdagslega mynd. Samfélagsmiðlar eru gjöful tól og til margra hluta nytsamlegir. Þeir hafa umbylt heimi markaðssetningar og geta komið mikilvægum boðskap á framfæri. Dökku hliðarnar eru hins vegar alltof margar og hrollvekjandi fyrir þá sem ala upp yngri kynslóðir sem þekkja ekkert annað en þessa kolröngu sýn á veruleikann. Forsíðuviðtal okkar að þessu sinni gefur greinargóða skýringu á þessu meini og veltir upp spurningunni hvort sýndarheimur samfélagsmiðla sé einhvers virði og jafnframt hvenær maður gengur of nærri sér í nafni tísku og fegurðar. Ég vona að þið njótið vel. Íris Hauksdóttir Blaðamaður

ALDÍS PÁLSDÓTTIR YFIRMAÐUR LJÓSMYNDADEILDAR aldispals@birtingur.is

B I RT Í N G U R

útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.prentsmiðja Prentun: Oddi umhverfisvottuð

ERFISME HV R M

KI

Útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson

Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Íris Dögg Einarsdóttir og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Margrét Árný Halldórsdóttir og Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Þórdís Una Gunnarsdóttir og Ásthildur Sigurgeirsdóttir, netf.: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Dreifing: Halldór Rúnarsson

U

LINDA GUÐLAUGSDÓTTIR YFIRMAÐUR UMBROTSDEILDAR linda@birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

AUGLÝSINGAR sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is / ÁSKRIFT askrift@birtingur.is www.birtingur.is 4 / VIKAN


FORSÍÐUVIÐTAL

34 „Líður oft drullufokking illa“ Manuela Ósk Harðardóttir flutti til Los Angeles í Kaliforníu í október á síðasta ári. Hún stundar þar krefjandi nám tengt samfélagsmiðlum og notkun þeirra. Það ætti því ekki að koma á óvart að hún á sér marga fylgjendur á Snapchat en Manuela segir að sú glansmynd er þar birtist eigi sér ekki endilega alltaf stoð í raunveruleikanum. Hún, líkt og aðrir, þurfi að takast á við ýmsa innri djöfla.

Efnisyfirlit 28

Forsíðumynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Förðun og stílisering: Sara Dögg Johansen

52 VIÐTÖL

6 Guðrún Helga Halldórsdóttir segir frá Tókýó.

8 Anna Sigríður Arnardóttir fór að æfa hlaup og hleypur upp um fjöll.

24 Aðalheiður Birgisdóttir hefur afslappaðan en úthugsaðan stíl.

26 Unnur Eir Björnsdóttir og Lovísa Halldórsdóttir Olesen sköpuðu skartgripalínuna Rætur.

28 Jennifer Berg notar réttu áhöldin við eldamennsku.

52 Daði Freyr Pétursson kubbar til að gleyma.

TÍSKAN

18 Óskalisti fyrir sumarið 20 Næntís – stórslys eða trend 24 Uppáhaldssnyrtivörur förðunarfræðingsins

Vikan á samfélagsmiðlum

MATUR

28 Fiskisúpa með rauðu karríi Sítrónu- og hvítlaukskjúklingur með steiktum kryddjurtahrísgrjónum Saltkaramellusósa á la Jennifer Súkkulaði-avókadótrufflur GREINAR 12 Bækur 14 Kvikmyndir 16 Á döfinni 40 Margt var að sjá á tískuhátíðinni RFF 44 Baráttukonan Eartha Kitt 46 Stílhrein og töff baðherbergi 48 Tískuljósmyndarar með sérstæðan stíl 54 Flott og gott 56 Heilsa 58 Lífsreynsla 60 Krossgáta/orðaleit/sudoku 62 Stjörnuspá

Vikan

@vikanmagazine

@vikanmagazine

vikanmagazine

VIÐ ERUM Á FACEBOOK, INSTAGRAM, TWITTER OG SNAPCHAT. FYLGIST MEÐ ÞVÍ SEM GERIST Á BAKVIÐ TJÖLDIN. 5 / VIKAN

5 / VIKAN


ferðalög Umsjón: ragnhildur aðalsteinsdóttir / ragga@birtingur.is Myndir: Úr einkasafni

Menning og litadýrð Tókýó Guðrún Helga Halldórsdóttir er MA-nemi í alþjóðasamskiptum við Waseda-háskóla í Tókýó og útstillingarstjóri hjá Søstrene Grene. Hún hefur búið í Tókýó ásamt kærasta sínum og japanska kisanum Momo í þrjú ár, í 30 fermetrum, og segir að á staðnum sé mikið öryggi, samgöngukerfi upp á tíu, góður og ódýr matur og tækifærin leynist í hverju horni.

Harajuku / Omotesando

Asakusa

Mekka tísku í Tókýó. Mæli með að ganga niður Takeshitadori, litrík gata með litlum sniðugum hönnunarbúðum og götusölum sem selja tilraunakenndar crepes og regnbogalitað kandífloss. Eftir alla litadýrðina er gott að fara og skoða Meijijingu, hof sem er staðsett í litlum skógi á bak við lestarstöðina, og finna innri ró.

Skemmtilegt hverfi fyrir þá sem vilja fá betri sýn á það hvernig Tókýó var áður fyrr. Litlar þröngar götur og handverksmenn að selja sitt besta. Hér er hægt að fá lánaðan kímonó og ganga um Asakusa-hofið, Sensō-ji. Ég mæli sérstaklega með að fá sér gott japanskt te, matcha eða sencha, og japönsk sætindi með.

Shinjuku

Kichijoji

Það er ekki að ástæðulausu að Kichijoji er það hverfi sem Tókýóbúar vilja helst búa í. Fallegar verslanir, með vörum alls staðar að, gamlar og nýjar, leiða mann að einum skemmtilegasta almenningsgarði Tókýó, Inokashirakoen. Þar má gera sér góðan dag með því að fara á svokallaða svanahjólabáta og hjóla um vatnið eða skoða lítinn vinalegan dýragarð. Garðurinn er einstaklega fallegur á vorin en þá blómstra kirsuberjatrén og garðurinn fær ævintýralegan bleikan blæ.

6 / VIKAN

Ekta Tókýóhverfi, háhýsi og neon-skilti á hverju horni. Hér eru helstu merki Japan með sín útibú, eins og til dæmis Muji og Uniqlo, og er gaman að týna sér í að skoða nýjustu vörurnar sem oftar en ekki leggja áherslu á einfaldleika og notkunargildi á góðu verði. Eftir gott búðarölt er síðan gott að njóta náttúrunnar í Shinjuku Gyoen, sem er í um 15 mínútna göngufjarlægð frá Shinjuku-lestarstöðinni eða syngja sig hásan í ekta japönsku karókí.

Roppongi Mori Art Museum

Einstaklega fallegt listasafn á 50. hæð í Roppongi-hverfinu. Safnið er oftar en ekki með framúrskarandi sýningar á því besta sem er að gerast í listasenunni hverju sinni. Eftir sýningarölt er síðan hægt að fara á þak byggingarinnar á svokallað Skydeck og njóta útsýnisins af 64. hæð yfir alla Tókýó. Útsýnið er sérstaklega fallegt á kvöldin þegar borgarljósin skína skært.

Odaiba

Tókýó hefur ýmsar hliðar en sú hlið sem oftast kemur upp í hugann er borg framtíðarinnar. Fyrir þá sem vilja upplifa framtíðarlega Tókýó mæli ég með Odaiba-hverfinu. Odaiba er manngerð eyja. Fallegt útsýni yfir hafið og hina frægu regnbogabrú, eftirlíkingu af frelsisstyttunni og risavélmenni eru meðal þess sem finna má. Ég mæli sterklega með því að fara eina ferð í hringekjunni við hafið og njóta útsýnisins – en alls ekki fyrir lofthrædda.


HVÍTARA BROS

MEÐ HÁÞRÓAÐA

HVÍTTUNARPENNANUM OG BURSTANUM OKKAR

Það er einfalt að öðlast hvítt og fallegt bros:

BURSTAÐU

Notaðu eftirlætis tannkremið þitt og hvíttunarburstann okkar sem pússar tennurnar og fjarlægir bletti.

HVÍTTAÐU

Notaðu pennann til að bera hvíttunargelið beint á tennurnar. Engin bið og engin þörf á að skola.

NÝTT

KOMIÐ

Geymdu pennann inni í tannburstanum fram að næstu notkun.

TANNBURSTI + INNBYGGÐUR HVÍTTUNARPENNI


„Hef ekki ennþá hitt leiðinlegan hlaupara“ Anna Sigríður Arnardóttir hafði aldrei hlaupið á ævinni þegar hún fór á nýliðanámskeið hjá Hlaupahópi FH en hún hafði tekið mataræðið í gegn nokkrum árum áður og var að leita að hentugri hreyfingu. Þrátt fyrir að komast vart milli ljósastaura til að byrja með féll hún fyrir hlaupunum og hefur með eljusemi og vinnu náð gríðarlegum framförum. Nýlega hljóp hún sitt fyrsta maraþon, stefnir á annað í haust og að auki hafa fjallahlaupin komið sterk inn. Við hittum þessa flottu fyrirmynd á dögunum. TEXTI: RAGNHILDUR AÐALSTEINDÓTTIR MYNDIR: HEIÐDÍS GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR

„Haustið 2011 var nýliðanámskeið í Hlaupahópi FH og vinkona mín spurði mig hvort ég kæmi ekki með henni á námskeiðið. Ég þurfti að hugsa mig mjög vel um, var spennt fyrir þessu en þorði ekki, enda hafði ég aldrei hlaupið á ævinni, ekki einu sinni þegar við áttum að hlaupa í íþróttum í grunnskólanum. Þegar námskeiðið var hálfnað fékk ég loksins kjark til að mæta á æfingu. Þann 20. nóvember 2011 mætti ég í kulda og snjó á mína fyrstu æfingu í þykkri úlpu og passaði því alls ekki inn í hópinn. Úlpan var fljót að fjúka þegar ég fór af stað en ég hafði enga þekkingu á því hvernig ætti að klæða mig á hlaupum,“ segir Anna Sigríður sem er viðskiptafræðingur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins og nemandi í Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Nokkrum árum áður hafði hún lést um þónokkur kíló eftir að hún breytti mataræði sínu. „Á þeim tíma hreyfði ég mig ekkert og borðaði bara það sem mér fannst gott og eitthvað sem einfalt var að elda. Við maðurinn minn áttum djúpsteikingarpott og við notuðum hann mjög reglulega. Við átum sælgæti í miklu óhófi og drukkum gosdrykki í öll mál. Ég var búin að reyna marga matarkúra sem féllu alltaf um sjálfa sig eftir nokkrar vikur. Í október 2005, þá 31 árs, dró frænka mín mig á kynningarfund hjá Dönsku vigtarráðgjöfunum. Ég var alveg til í að prófa en hafði ekki mikla trú á því að þetta myndi ganga frekar en allt hitt. Ég var orðin sannfærð um að ég væri bara ein af þeim sem eru alltaf of þungir og það væru bara mín örlög. Þá var ég með síþreytu og magakrampa sem höfðu verið að hrjá mig frá unglingsaldri. En á fundinum hjá Dönsku viktarráðgjöfunum, þá heillaðist ég alveg

8 / VIKAN

og „frelsaðist“ frá gamla lífsstílnum. Eins og ég fór efins á þennan fund, þá trúði ég að núna gæti ég þetta. Ég hafði ekki áður verið svona sannfærð. Ég fór 100% eftir matseðlinum frá ráðgjöfunum, ég borðaði ekkert nammi þar sem engir nammidagar voru leyfðir og drakk ekki áfengi og svindlaði aldrei. Ég vissi að ef ég myndi svindla þá væri ég fallin og allt færi í sama farið. Ég fór í vikulegar vigtanir, kílóin fóru hægt af mér en fóru samt, alltaf eitthvað smávegis í hverri viku. Á endanum fóru 30 kíló í heildina, ég var komin með endalausa orku, magakramparnir löguðust og hafa ekki komið aftur. Ég hef náð að halda mér nokkurn veginn í kjörþyngd síðan árið 2006 en ég á þó auðvelt með að þyngjast og þarf því alltaf að vera á varðbergi. Ég hef ekki borðað sælgæti síðan þá því ég kann mér ekki hóf, ég vil geta haft stjórn á lífi mínu svo að það er betra að sleppa því alveg, enda er bara svo margt annað gott til sem kemur í staðinn fyrir sælgætið. Ég var því nokkurn veginn í kjörþyngd þegar ég byrjaði að hlaupa og það hjálpaði mikið. Ég vann litla sigra með því að komast lengra og hraðar í hverri viku. Á endanum varð ég svo kjörkuð að ég fór í Áramótahlaup ÍR þann 31. desember sama ár án þess að segja nokkrum frá því. Ég bjóst við því að vera um 75-80 mín. á leiðinni en fannst ég hafa sigrað heiminn þegar ég náði að klára hlaupið á tæpum 66 mínútum. Þá var ekki aftur snúið. Hlaupin voru orðin hluti af mínum lífsstíl.“

TILFINNINGANÆM Í KEPPNUM

Fram að þeim tíma sem Anna Sigríður byrjaði í hlaupnunum var hún alltaf að leita að íþrótt sem hentaði henni, alltaf að prófa eitthvað nýtt. „Ég keypti mér

reglulega kort í líkamsræktarstöð í byrjun árs og ætlaði að vera mjög dugleg, mætti mjög vel í 3-4 vikur en hætti svo. Það sem mér finnst svo heillandi við hlaupin er útiveran og félagsskapurinn. Ég keppti næst í Reykjavíkurmaraþoninu í 10 km og það gekk bara vel. Ég varð svo upprifin af stemningunni á leiðinni að ég klökknaði. Þetta fólk á hliðarlínunni var allt komið til að hvetja okkur hlauparana og lagði allt sitt í hvatninguna með hrópum og köllum og með því að berja í potta. Það er eitthvað svo töfrandi við keppnishlaup, eitthvað sem er ómögulegt að lýsa. Þegar ég hljóp í maraþoni í þriggja landa hlaupinu þá munaði engu að ég færi að gráta þegar ég sá heila lúðrasveit spila á leiðinni, bara fyrir okkur í hlaupinu. Ég verð svo tilfinninganæm í þessum hlaupum. Ég er líka alltaf svo þakklát fyrir að geta hlaupið, vera heilbrigð og meiðslalaus. Það er ekki sjálfsagt að geta gert það,“ segir Anna Sigríður sem þó hefur ekki farið í gegnum æfingarnar þrautagöngulaust. „Þegar ég var búin að hlaupa í nokkra mánuði fór líkami minn að mótmæla, ég sem var búin að hlífa honum í öll þessi ár með hreyfingarleysi mínu. Það fór að bera á meiðslum í mjöðminni sem ágerðust eftir hvert hlaup. Ég var orðin það slæm að ég varð draghölt eftir hverja æfingu. Ég fór bæði til sjúkraþjálfara og kírópraktors sem settu mig í hlaupabann. Ég datt út í um 3-4 mánuði og náði mér góðri. Þá hef ég átt við minniháttar meiðsli sem er víst eðlilegt fyrir þá sem eru byrjendur í hlaupum. En ég hef lært að hlusta á líkamann og taka hlé frá hlaupum tímabundið ef ég fer að finna til.“ Haustið 2014 var tilkynnt í hlaupahópi Önnu Sigríðar að farið yrði í hlaupaferð til Austurríkis í hið svokallaða þriggja landa hlaup þar sem hlaupið er um Þýskaland, Austurríki og Sviss til að klára maraþon. „Ég ákvað strax að fara með en bara í hálft maraþon, enda hafði ég ekkert í heilt maraþon að gera að mínu mati. Ég vildi byrja á réttum enda, ákvað að létta mig, hafði þyngst aftur um 10 kíló, og fór að styrkja mig. Ég fór í Crossfit, hljóp aðeins með og var dugleg að hjóla í vinnuna. Þá var ég einnig í fjallgöngum, mest á Esjunni, þar sem við vorum á sama tíma að æfa fyrir göngu á Hvannadalshnjúk sem var að vísu aldrei farin vegna slæmra veðurskilyrða. Um vorið fór ég hins vegar að einbeita mér meira að hlaupunum til að undirbúa mig fyrir keppnishlaupið um haustið. Öllum að óvörum, og þá sérstaklega mér, var ég búin að bæta hlaupahraða minn um heilan helling á því að æfa svona ólíkar íþróttir. Þá höfðu þessi 10 kíló sem þá voru farin heilmikið að segja. Fljótlega fór ég að átta mig á að ég gæti kannski alveg farið í maraþon. Það eru ótrúlega flottar fyrirmyndir og hvetjandi einstaklingar í hlaupahópnum mínum sem sannfærðu mig um að ég gæti þetta eins og þeir sjálfir. Ég skráði


mig því á endanum í heilt maraþon en sagði engum frá því til að byrja með. Þetta sumar sló ég öll hlaupametin mín, ég bætti mig um 4 mínútur í 5 km hlaupi, 8 mínútur í 10 km og 24 mínútur í hálfu maraþoni.“

„Á þeim tíma hreyfði ég mig ekkert og borðaði bara það sem mér fannst gott og eitthvað sem einfalt var að elda. Við maðurinn minn áttum djúpsteikingarpott og við notuðum hann mjög reglulega.“

STÓRKOSTLEG UPPLIFUN

Anna Sigríður segir að æfingaferlið fyrir maraþonið hafi verið mjög skemmtilegt. „Við æfðum 4-5 sinnum í viku, fórum margar nýjar leiðir og hópurinn varð þéttari þar sem við kynntumst enn þá betur, enda saman á hlaupum stóran part sumarsins. Æfingatímabilið gekk vel og ég komst meiðslalaus í hlaupið enda eigum við frábæra þjálfara sem eru duglegir að segja okkur til og settu saman æfingaáætlun sem passaði vel fyrir hópinn. Haustið 2015 fórum við svo út í hlaupið og það var mikill spenningur. Ég og maðurinn minn vorum að fara að taka þátt í okkar fyrsta maraþoni. Hlaupið gekk ótrúlega vel, mér leið vel allan tímann og kynntist fullt af hlaupurum á leiðinni sem ég spjallaði við í sjálfu hlaupinu. Ég hafði því ekki tíma til að hugsa neikvæðar hugsanir sem maður gerir stundum í svona aðstæðum en slíkar hugsanir geta skemmt fyrir manni. Á leiðinni voru líka skemmtileg skilti með uppörvandi og hvetjandi texta sem fengu mann til að brosa. Ég kom því brosandi og heil í mark eftir hlaupið og yndislegu hlaupfélagarnir tóku á móti mér í marki, föðmuðu mig og tóku mynd af mér þar sem ég var umvafin íslenska fánanum. Það var svo stórkostleg upplifun að ég lifi enn þá á þessu. Aftur var ég svo þakklát fyrir að vera þarna, fá að upplifa þetta og geta hlaupið. Þá náði ég frábærum tíma, hljóp mitt fyrsta maraþon undir fjórum tímunum þó að tíminn skipti minna máli en gleðin yfir að taka þátt og geta þetta.“ Fyrst Anna Sigríður gat hlaupið maraþon og elskar náttúru Íslands var ekkert annað í stöðunni en að fara í Laugavegsmaraþonið sumarið 2016. „Það var svo gaman að ég er búin að skrá mig aftur í það núna í sumar og ég hlakka mikið til. Áhuginn á að hlaupa í náttúrinni byrjaði vorið 2014 þegar ég fór á námskeið hjá Náttúruhlaupahópnum sem byggist á að haupa á ýmsum stöðum í náttúrunni í kringum höfuðborgarsvæðið. Ég féll alveg fyrir þessum hlaupastíl, þarna upplifði ég allt í senn, hlaupin, útiveruna, félagsskapinn og síðast en ekki síst, þessa yndislegu náttúru sem við erum með í „bakgarðinum“ okkar og ég vissi ekki af. Ég bara elska að hlaupa á stígum, innan um trén, blómin, fjöllin og jafnvel fram hjá lækjum og fossum. Þetta var ég búin að fara á mis við öll þessi ár. Við förum gjarnan í utanvegahlaup í hlaupahópnum okkar og við erum kölluð drullumallararnir enda lendum við stundum í að hlaupa í drullu en það gerir þetta bara enn þá skemmtilegra og meiri

„Þegar ég hljóp í maraþoni í þriggja landa hlaupinu þá munaði engu að ég færi að gráta þegar ég sá heila lúðrasveit spila á leiðinni, bara fyrir okkur í hlaupinu. Ég verð svo tilfinninganæm í þessum hlaupum. Ég er líka alltaf svo þakklát fyrir að geta hlaupið, vera heilbrigð og meiðslalaus.“ upplifun. Ég var líka dugleg að fara á fjöll í æfingaferlinu fyrir Laugaveginn. Ég fer mest á Esjuna og stundum á Helgafellið. Það er bara eitthvað við þessi fjallahlaup sem gefa mér aukna orku og vellíðan og ég er bara orðin háð því að fara reglulega á fjöll,“ segir Anna Sigríður.

duga en hljóp frekar stopult á því og náði því litlum framförum, enda var brettið fast í halla sem við vissum ekki af fyrr en síðar og voru hlaupin því erfiðari fyrir vikið. Haustið 2013 náði ég á einhvern hátt að plata hann í keppnishaup sem heitir Hlaupasería FH og Atlantsolíu og er 5 km hlaup. Þar sem hann kunni ekki að stilla hraðanum í hóf, hafði bara hlaupið á bretti AMMA 39 ÁRA sem stýrir hraðanum fyrir hann, þá sprakk Anna Sigríður segist fljótlega hafa reynt að ná manninum sínum, Arnari Karlssyni, hann eftir aðeins 800 metra. Hann náði þó að klára hlaupið á einhvern undraverðan í hlaupahópinn. „Ég varð svo heilluð af hátt. Eftir þessa reynslu ákvað hann að þessum félagsskap að ég vildi endilega prófa að mæta á hlaupaæfingu með mér og kynna manninn minn fyrir honum líka þá varð ekki aftur snúið. Hann tók hlaupin þar sem hann var sjálfur að rembast við alla leið og núna snýst líf okkar beggja að hlaupa á hlaupabretti heima með að mestu um hlaup. Við skipuleggjum litlum árangri. En hann vildi ekki koma sumarfríin okkar meira að segja í kringum í hlaupahóp, ætlaði bara að láta brettið

9 / VIKAN


keppnishlaupin enda höfum við bæði jafngaman af þessu og erum búin að upplifa og sjá svo mikið af landinu í gegnum þetta. Tvö eldri börnin mín hafa ekki fengið hlaupabakteríuna enn þá, enda voru þau orðin það gömul þegar ég og maðurinn minn fórum að helga lífi okkar hlaupum og fjallamennsku. Þó stunduðu þau einhverjar íþróttir á tímabili en það var heldur stopult. Eldri dóttir mín æfir brennibolta í dag. Ég hef einbeitt mér að því að reyna að hvetja yngstu dóttur mína til að hreyfa sig en hún er í fótbolta og fer reglulega með mér í keppnishlaup. Henni finnst það mjög gaman þótt það sé erfitt á meðan á þeim stendur enda kunna fæst börn að halda jöfnum hraða í hlaupum og hún er engin undantekning. Við tókum þátt í Hlaupaseríu FH og Atlantsolíu í vetur, hún varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki og vann því bronsmedalíu. Hún var jafnframt yngsti þátttakandinn í hlaupinu. Það verður henni vonandi hvatning til að halda áfram. Þá vona ég að við pabbi hennar höfum þau áhrif á hana að hún muni hreyfa sig reglulega enda er hreyfing allra meina bót. Það er mér líka mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín því ég held að það sé áhrifaríkasta leiðin til að hafa áhrif á börn, þ.e. ef þú ætlast til einhvers af þeim þá þarftu helst að gera eins.“ Nýlega bættist svo í fjölskylduna þegar fyrsta barnabarnið kom í heiminn. „Einn haustdag kom eldri dóttir mín, þá 19 ára, á hlaupaæfingu til mín og bað mig um að setjast inn í bílinn sinn. Þetta var ólíkt henni og ég vissi að það var eitthvað afar mikilvægt sem hún ætlaði að segja mér, ég óttaðist mest að eitthvað alvarlegt hefði gerst. En svo tilkynnti hún mér að hún væri ólétt. Ég var smátíma að melta þetta þar sem ég bjóst ekki við að verða amma strax, ég var bara 39 ára, en sagði strax að við myndum styðja við bakið á henni, þetta væri verkefni sem við myndum tækla saman. Svo kom þessi yndislegi gullmoli í heiminn, lítil stúlka sem var skírð í höfuðið á mér. Í dag er hún að verða þriggja ára. Ég er svo heppin að þær mæðgur búa heima og ég fæ að umgangast hana alla daga, hún kemur meira að segja stundum upp í til okkar hjóna á morgnana, þá er orðið ansi þröngt þar sem stelpan okkar sem er níu ára er ennþá að koma upp í til okkar og hún er aðeins fyrirferðarmeiri. En það er samt bara svo gott að fá að að liggja hjá barnabarninu þó að hún eigi erfitt með að vera kyrr. Það að fá að verða amma gerir lífið bara betra. Ég er líka svo heppin að fá að vera svona ung amma, þá fæ ég að vera lengur með henni.“

JÁKVÆTT UMHVERFI

Margt skemmtilegt er fram undan hjá Önnu Sigríði. Í vor ætlar hún á Hvannadalshnjúk með Ferðafélagi Íslands, þá ætlar hún að keppa í

10 / VIKAN

„Stundum hef ég verið að glíma við erfiðar aðstæður í lífinu, bæði álag heima og í starfi. Þá hafa hlaupin hjálpað mér til að halda góðri andlegri heilsu, enda segi ég að hreyfing sé allra meina bót. Það eru bara ekki allir búnir að uppgötva það.“

Laugavegsmaraþoninu, Esjumaraþoni (tvær ferðir), Snæfellsjökulshlaupinu og Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég ætla að keppa í maraþoni í Montreal í september og í hálfmaraþoni í Lissabon í október. Einnig ætla ég að taka þátt í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni í sumar. Þá verð ég aftur í Náttúruhlaupahópnum í vor þar sem ég er nú aðstoðarþjálfari. Ég er líka í stjórn Hlaupahóps FH og er því virk í tveimur hlaupahópum. Langtímamarkmið mitt er að komast í utanvegahlaup erlendis, það er á þriggja ára planinu mínu. Þá er ég komin með brennandi áhuga á að ferðast um landið mitt. Er búin að uppgötva fullt af áhugaverðum stöðum sem ég þarf að skoða. Ég ætla t.d. að skoða Lakagíga og svæðið þar í kring í sumar.“ Anna Sigríður er einnig í námi í Ferðamálaskólanum í Kópavogi þar sem hún er í tveimur fögum, ferðalandafræði og ensku. „Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi og frábærir kennarar sem kunna að kveikja áhuga minn á námsefninu. Það er svo gaman að vera í skóla bara til að leika sér, markmið mitt er að efla mig á allan hátt og læra svo lengi sem ég lifi. Ég stefni á að taka leiðsögunámið líka en það bíður betri tíma. Það er víst ekki

hægt að gera allt í einu. Ég er að læra að forgangsraða hlutunum rétt en það er bara allt of margt spennandi í boði. Eldri dóttir mín er dugleg að hjálpa mér með stelpuna mína, annars gæti ég ekki gert þetta allt. Ég passa svo fyrir hana á móti svo við erum báðar að græða.“ Hlaupin og þessi lífsstílsbreyting hafa gefið Önnu Sigríði mikið og lífsmottóin hennar eru: Lifðu lífinu lifandi og lífið er núna. „Það er eitthvað ólýsanlegt við hlaupin, bæði vellíðanin eftir æfingar, endorf ínið á fullu og allt fólkið sem ég er búin að kynnast. Ég hef bara ekki enn þá hitt leiðinlegan hlaupara, það eru allir svo jákvæðir og með gott viðhorf til lífsins. Stundum hef ég verið að glíma við erfiðar aðstæður í lífinu, bæði álag heima og í starfi. Þá hafa hlaupin hjálpað mér til að halda góðri andlegri heilsu, enda segi ég að hreyfing sé allra meina bót. Það eru bara ekki allir búnir að uppgötva það. Þá er ég ekki lengur B-manneskja, ég sem svaf reglulega út um helgar. Ég sef aldrei út lengur því ég þarf ekki á því að halda. Það eru líka svo spennandi æfingar um helgar, hlaupaæfingar á laugardögum og þá reynum við að fara á Esjuna á sunnudögum,“ segir Anna Sigríður að lokum.


Beauty styler snyrtir MJÚKUR RAKSTUR OG NÁKVÆM MÓTUN FYRIR VIÐKVÆMUSTU SVÆÐI LÍKAMANS

NÝTT


bækur Texti: Steingerður Steinarsdóttir / steingerdur@birtingur.is

Vorboðar á bókamarkaði Þær tegundir bókmennta sem helst boða vor og sumar í bókbúðum eru ástarsögur eða krimmar. Talsvert er einnig um að út komi mannlegar, hlýjar skáldsögur. Svangur lestrarhestur getur hins vegar aldrei verið fyllilega fullviss um að þessar bækur falli að hans smekk. Þá er gott að velja bækur eftir höfunda sem hann þekkir fyrir og veit hverju búast má við af. Hér eru nokkrir gulltryggir vorboðar.

Glæpur og refsing

Kviksyndi eftir Malin Person Giolito er spennubók af þeirri tegund sem kölluð hefur verið réttarfarsdrama þ.e. hún fjallar um afleiðingar og eftirleik glæps. Skothríð hefst í skólastofu og þegar henni linnir liggja fimm ungmenni og kennari þeirra í valnum. Níu mánuðum síðar kemur Maja Norberg fyrir rétt og tekist er á um sekt hennar, sakleysi og málsbætur. Hér er velt upp áleitnum spurningum um réttlæti í einstaklega vel skrifaðri bók. Útg. JPV

12 / VIKAN

Hin líflega og frábæra Edda Þótt strangt til tekið sé ekki hægt að kalla Stúlkuna sem enginn saknaði eftir Jónínu Leósdóttur vorboða því hún kom út í janúar í ár fellur hún einstaklega vel undir bókmenntir til að taka með sér í fríið. Þetta er spennandi og skemmtileg saga með áhugverðum persónum sem bæði gleðja lesendur og skilja þá eftir þyrsta í meira. Þessi gulltryggir góða daga í fríinu. Útg. Mál og menning

Lífið og dauðinn

Andartak eilífiðar eftir Paul Kalanithi er sönn saga manns með krabbamein sem hann veit að á eftir að draga hann til dauða. Í þessari einstöku bók lýsir hann hugsunum manns sem stendur frammi fyrir því að kveðja lífið og allt sem honum er kært. Hann lýsir gleðinni, lífskraftinum og sorginni svörtu sem grípur manneskju í þessum aðstæðum. Formála að bókinni skrifar vinur hans Abraham Vergese og kona hans Lucy eftirmála. Þar er ekki síður að finna eftirminnilega speki og áhrifamikil orð. Þetta er mannbætandi bók. Útg. Vaka-Helgafell

Hræðilegt val

Móðurhugur eftir Kára Tulinius segir sögu móður sem stendur frammi fyrir þeirri óhugnanlegustu og verstu ákvörðun sem nokkur móðir þarf að taka. Dóttir hennar hefur reynt að fremja sjálfsmorð og liggur í dái á sjúkrahúsi. Tæki halda hjarta hennar gangandi en í raun er hún farin. Móðirin þarf að taka ákvörðun um hvort taka eigi tækin úr sambandi eður ei. Hér er á ferð umhugsunarverð saga skrifuð af lipurð. Útg. JPV


NÝTT ÞYNGDARSTJÓRNUNAREFNI GlucoSlim inniheldur glucomannantrefjar sem stuðla að þyngdartapi, sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði.

RANNSÓKNIR STAÐFESTA VIRKNINA

Matvælastofnun Evrópu samþykkir glucomannantrefjar sem þyngdarstjórnunarefni og hafa rannsóknir sýnt fram á að þessar trefjar geta stuðlað að þyngdartapi.

Trefjarnar taka pláss í maganum og framkalla þannig seddutilfinningu svo að fólk borðar minna. Þær hægja á tæmingu úr maga og stuðla því einnig að því að lengri tími líður áður en við verðum aftur svöng.

Sölustaðir: Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.


kvikmyndir Umsjón: hildur friðriksdóttir / hildurf@birtingur.is

Drama á vinnustaðnum Læknar og lögfræðingar eru stéttir sem eru oft umfjöllunarefni í sjónvarpsþáttum.

Kunnugleg andlit

Aðdáendur lögfræðingadramans The Good Wife geta tekið gleði sína á ný því „spinoff-þættirnir“ The Good Fight hófu nýlega göngu sína. Diane Lockhart ætlar að setjast í helgan stein og nota sparifé sitt til að kaupa sér vínekru í Frakklandi. Hún er ekki fyrr búin að segja starfi sínu lausu hjá lögfræðistofunni þegar kemur í ljós að allur sparnaðurinn hefur gufað upp í svikamyllu. Hún neyðist til að hefja nýjan kafla á ferli sínum á nýrri stofu. Mörgum kunnuglegum andlitum sést bregða fyrir og þættirnir eru alveg jafnbeittir og skemmtilegir og fyrirrennarinn.

Ástir og örlög á spítalanum

Grey‘s Anatomy er bandarískt læknadrama þar sem fylgst er með lífi nema, deildarlækna og lærifeðra þeirra á sjúkrahúsi í Seattle, Washington. Þrettánda þáttaröðin er sýnd í sjónvarpinu um þessar mundir og ekkert lát virðist á vinsældum þáttanna. Mikil uppstokkun hefur verið í starfsliðinu á spítalanum en þar starfa þó enn ungir og bráðefnilegir skurðlæknar. Flókið einkalíf þeirra gerir starfið stundum erfiðara en áhorfið þeim mun skemmtilegra.

Önugt séní

Þættirnir House M.D. fjalla um hóp lækna sem taka að sér erfið mál sem öðrum læknum hefur ekki tekist að leysa. Aðalpersóna þáttanna er Dr. Gregory House sem er óhefðbundið, mannfjandsamlegt læknaséní sem nær að skaprauna öllum í kringum sig, hvort sem það eru yfirmenn sjúkrahússins, aðrir meðlimir teymisins eða sjúklingarnir sjálfir. Þættirnir gengu í átta ár og hlutu fjöldann allan af tilnefningum og verðlaunum á þeim tíma auk þess sem þeir voru þeir sjónvarpsþættir sem höfðu mest áhorf í heimi árið 2008 og sýndir í yfir 50 löndum.

Ástarþríhyrningur á lögmannsstofu

Eitt vinsælasta lögfræðidrama allra tíma er án efa Ally McBeal. Þættirnir gerast í Boston og byrja þannig að hinn ungi lögfræðingur Ally McBeal er ráðin til starfa á lögmannstofuna Cage and Fish eftir að hafa hætt á fyrri vinnustað vegna kynferðislegrar áreitni. Strax á Lögfræðingur eða loddari Sjónvarpsþættirnir Suits gerast á lögmannsstofu í New York. Harvey Specter er aðalspaðinn fyrsta vinnudegi kemst hún að því að einn samstarfsmanna hennar er enginn annar en Billy Thomas, æskuástin hennar og ástæðan á stofunni og þegar hann verður meðeigandi stofunnar fær hann að ráða lögfræðing inn. Sá fyrir því að hún fór í laganám. Ally hefur aldrei almennilega komist sem honum líst best á er Mike Ross en í ljós kemur að hann útskrifaðist ekki frá Harvard eins og krafa er gerð um hjá lögmannsstofunni – hann útskrifaðist ekki einu sinni úr háskóla. yfir Billy og til þess að flækja hlutina enn frekar þá starfar eiginkona hans, Georgia, líka hjá stofunni. Þættirnir einkennast af kómísku Mike er hins vegar algjört séní og límheili þannig að Harvey ákveður að gefa honum séns. drama og nutu mikilla vinsælda í kringum aldamótin. Þannig upphefst mikið og flókið leynimakk því enginn má komast að sannleikanum.

14 VIKAN


Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Fæst án lyfseðils í apótekum Nurofen Junior Appelsín 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Innihaldsefni: Íbúprófen. Ábendingar: Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum. Til skammtímameðferðar gegn hita. Til inntöku. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 7 kg. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.


á döfinni Umsjón: Steingerður steinarsdóttir / steingerdur@birtingur.is

Göngum svo létt í lundu

Þótt mildur vetur sé að baki er það engu að síður svo að með vorinu kemur aukin orka og framkvæmdagleði hjá flestum. Þá er líka dásamlegt að fara út, anda að sér svölu lofti og taka hressilega á. Gönguferðir eru vinsæl útivist og sífellt stærri hópur fólks undirbýr sig allan veturinn fyrir göngur sumarsins. Aðrir kjósa að byrja á vorin og það er um margt að velja. Í Öskjuhlíð æfir Kraftganga og er ávallt farið í nokkrar lengri ferðir yfir sumarið. Útivist býður upp á lengri og styttri göngur með leiðsögn og Ferðafélag Íslands er einnig þekkt fyrir fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir svo nú ættu gönguglaðir að skoða úrvalið, velja sína leið og byrja að undirbúa sumarið.

Fyrirlestur um eitthvað fallegt Það er í lagi að hlæja að kvíðanum. Fyrirlestur um eitthvað fallegt er nýtt frumsamið gamanleikrit um kvíða. Fimm leikarar túlka ýmsar birtingarmyndir kvíða en þær geta verið æði margar. Um 12% Íslendinga þjást af óeðlilegum kvíða. Verkinu er ætlað að gefa innsýn í upplifun þeirra sem þjást af kvíða og hvetja til umræðu. Baldur stígur á svið og

er að hefja fyrirlestur um nýjasta listaverk sitt. Hann finnur að eitthvað er ekki eins og það á að vera ... hann frýs. Hann er að fá sitt fyrsta kvíðakast. Hann kíkir inn í heila sinn og sér þá hvar stjórnstöðin er að bila. Við kynnumst Baldri – ótta hans, þrálátum hugsunum og leit hans að lausn. Við kynnumst líka öllum hinum „Böldrunum“ því kvíði býr í okkur öllum. Í verkinu verður kvíðinn skoðaður frá ýmsum sjónarhornum og kafað í tilfinningar, hugsanir, magaverki, tölvuleiki, geðlyf, svefntruflanir, sjálfsþekkingu, sigra, bata, hugarangur og sálarfrið. Og ofurhetjukvíðamaðurinn kemur við sögu, að sjálfsögðu. Næstu sýningar eru 22. apríl og 29. apríl.

Kabarett-stemning

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er fram undan í Tjarnabíói í apríl. Meðal annars má nefna Þórberg en sú sýning hefur slegið í gegn og er boðið upp á aukasýningar vegna fjölda áskoranna. Ævisaga einhvers hefur sömuleiðis hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda og gengur enn fyrir fullu húsi. Hið sama má segja um hina áhrifamiklu sögu Sóleyjar Rósar ræstitæknis. Þessi margrómaða sýning um magnaða norðlenska hvunndagshetju er ein af þeim sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þetta er sýning sem hreyfir við fólki.

Íslenska kabarettfjölskyldan með Miss Mokki, Ungfrú Hringaná (sem fer á sirkusferðalag um Bretland í maí), Maísól, Nadiu, Lárusi Blöndal og Margréti Arnar mun láta ljós sitt skína þann 26., 27. og 28. apríl næstkomandi í Græna herberginu, ásamt einvalaliði erlendra gesta. Frá New York koma þau James og Camille Habacker, sem stjórna burlesque-höllinni Slipper Room. Sabrina Chap („... a knee slapping, bawdy good time.“ - The Killing Floor) mun einnig heiðra okkur með nærveru sinni sem og hinn seiðandi Wilfredo. Frá London kemur hin stórhættulega Sophia Disgrace. Síðustu sýningar hjá Reykjavík Kabarett hafa allar verið uppseldar og virðast Íslendingar taka þessu nýja skemmtanaformi fagnandi. Sýningin blandar saman alls kyns skemmtiatriðum þar sem fullorðinshúmor er í fyrirrúmi. Sýningarnar eru bannaðar innan 20 ára vegna vínveitingaleyfis. Myndir og myndbrot sem gefa góða mynd af stemningunni á sýningunum má finna hér: https://www.reykjavikkabarett.com 16 / VIKAN


fastus.is

RILL G A L KO IÐ Á Ú B L I T

STÓRSNIÐUGT GRILL

3TUM

MÍNÚ

SEM SLEGIÐ HEFUR Í GEGN!

• • • • • • • • • •

Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum Afkastamikið og öflugt Mjög góð hitastýring á kolum Ytra byrði hitnar ekki Færanlegt á meðan það er í notkun Auðvelt að þrífa Má fara í uppþvottavél Taska fylgir Úrval aukahluta

TILVALIÐ Í ÚTILEGUNA

Lotusgrill m/ tösku verð frá 24.500,- m.vsk.

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or á Íslandi

Veit á vandaða lausn


tíska Umsjón: helga kristjáns / helgak@birtingur.is

Óskalisti Slaufur, reimar og pífur koma sterkar inn í fatnaði og fylgihlutum í vor og sumar. Blómamynstur og rendur eru óneitanlega alger klassík líka. Hér er óskalistinn okkar og honum fylgir von um betri tíð.

Calvin Klein, 8.820 kr.

Geysir, 18.900 kr.

Vero Moda, 10.990 kr.

Stella McCartney, 29.910 kr.

Self Portrait, 35.700 kr.

18 / VIKAN

Lindex, 4.999 kr.

Zara, 8.995 kr.


Baksviðs hjá Dior.

Zara, 4.495 kr.

Zara, 5.995 kr.

Self Portrait, 79.385 kr.

Agent Provocateur, 15.120 kr.

Zara, 4.495 kr.

Agent Provocateur, 11.600 kr.

Nýi ilmurinn frá Elisabeth Arden, White Tea, er ekta vor og sumailmur. Frískandi og kemur skemmtilega á óvart. Topshop,

19 / VIKAN


Tíska Umsjón: helga kristjáns / helgak@birtingur.is

NÆNTÍS

Víðar „skeiterabuxur“ voru aðalæðið á tíunda áratugnum og margar okkar voru hamingjusamar að sjá þetta trend í buxnasniði deyja út. Nú eru þær aftur orðnar hámóðins.

Stórslys eða stórtrend? Viss tískuslys vildum við að geymdust grafin og gleymd og aldrei á þau minnst aftur þegar tími þeirra er liðinn. Í dag má sjá mörg þessara furðulegu trenda frá tíunda áratug síðustu aldar, sem margar okkar langaði ekkert að sjá aftur en erum við líklegar til að falla fyrir þessari tísku í annað skiptið?

Dvergvaxnar hönnunartöskur voru gríðarlega vinsælar á tíunda áratugnum en þær snúa aftur og eru aðalæðið um þessar mundir.

Uppreimaðar buxur og reimar yfir höfuð hafa slegið í gegn að undanförnu en trendið var einnig mjög vinsælt á næntís-tímabilinu.

20 / VIKAN

Djammtoppurinn svokallaði á glæsilega endurkomu í heim tískunnar. Á tíunda áratuginum var einstaklega vinsælt að splæsa í eins og einn nýjan fyrir hverja helgi og sporta honum við gallabuxur. Hér sjáum við kynþokkafullu tískufyrirmyndina Kim Kardashian í einum bombulegum.


Þægilegu Uggstígvélin voru talin hinn mesti tískuvarningur á tíunda áratug síðustu aldar. Upp úr aldamótum fór að halla undan fæti hjá þeim og á tímabili voru stígvélin sett í svipaðan klassa og Crocs-skórnir umdeildu. Nú sannast það enn eina ferðina að tískan fer alltaf í hringi og þegar vinsælustu stjörnur heims, á borð við Kendall Jenner, sjást á götum úti í pari þurfa allir að eignast eins og ein slík. Búið ykkur undir Ugg-æði enn á ný.

Við héldum kannski á tímabili að brúnir varalitir yrði aldrei aftur smart. Næntísaðdáandinn og fyrirsætan fagra Gigi Hadid er hrifin af brúnum tónum í varalitum og ber þá vel. Sprenging hefur orðið á brúntóna varalitum síðustu misserin en þeir hafa ekki notið jafnmikilla vinsælda síðan á tíunda áratugnum.

Konur áttu í miklu ástar/ hatursambandi við Juicy Couturejogginggallana hér á árum áður. Franska tískuhúsið Vetements vill koma þeim aftur í umferð.

Þær voru nokkrar stjörnurnar sem skýldu sér á bak við Von Dutchderhúfur. Ef marka má yngstu Kardashian-systurina eru þær komnar aftur á kortið. Við vitum ekki alveg með þetta trend.

Efnislitlir partíkjólar í anda þess sem Paris Hilton rokkaði í kringum aldamótin hafa risið í vinsældum síðan Kendall Jenner sást í einum slíkum á afmælisdegi sínum. 21 / VIKAN


PUNT OG PJATT UMSJÓN: HELGA KRISTJÁNS / helgak@birtingur.is

Í uppáhaldi Förðunarfræðingur Vikunnar segir frá uppáhaldssnyrtivörum sínum þessa stundina. Nokkrar eru nýjar og spennandi á markaði en aðrar eldri klassík sem standa alltaf fyrir sínu.

Það er langt síðan ég hef heillast eins mikið af ilmvatni og ég gerði þegar ég fann ilminn Mon Guerlain í fyrsta sinn. Ég mæli heilshugar með prufusprautun næst þegar þið farið í Hagkaup.

Ég hef prófað marga maskara í gegnum tíðina, allt frá ódýrari týpum yfir í þá allra f ínustu og dýrustu. Það er enginn sem stendur jafnmikið upp úr og Lash Sensational frá Maybelline. Silíkonburstanum er þrýst vel upp við augnhárarótina og hann þykkir og ýfir hárin upp á einstakan hátt.

Cuir Cannageaugnskuggapallettan frá Dior er guðdómlega falleg og er ein af þeim sem hægt er að ferðast með og óþarfi að taka meira með sér. Fjólutónarnir undirstrika blá augu ótrúlega fallega en ýkja ekki síður brún og græn augu.

22 / VIKAN

Teint Idole Ultra Wear hefur lengi verið einn allra mest seldi farði í heiminum. Nýlega kom gamli, góði farðinn á markað í nýjum umbúðum og ég prófaði hann á eigin skinni. Hann er nánast fullþekjandi en nær samt að vera með náttúrulega áferð. Svo helst hann á lengi og vel yfir daginn. Ég mæli hiklaust með honum. Fyrir konuna sem er alltaf á hraðferð er einnig hægt að fá farðann í Cushionformi sem auðvelt er að hafa með sér í töskunni til að bera á yfir daginn (eða í bílnum á leiðinni í vinnuna!).

Nuit et Jourvaraliturinn númer 202 úr nýrri línu Lancôme er uppáhalds nudevaraliturinn minn.


Mynd frá Chanel.

Chill Makeup Setting-spreyið frá Urban Decay er eitthvað sem ég nota þessa dagana þegar ég er búin að farða mig. Það frískar mann við á nóinu og förðunin endist vel allan daginn.

Ég er ótrúlega skotin í náttúrulegu gerviaugnhárunum úr Cheryl Cole-línu Eyelure. Sexy Señorita er uppáhaldstýpan mín þessa dagana.

Nýlega kom á markað líkamskrem byggt á vinsældum varasalvans fræga Baume de Rose frá By Terry. Ef þú ert að leita að kremi, til að dekra við þig eftir baðið, sem er nærandi og ilmar yndislega er þetta kremið fyrir þig. Kremið er líka hin fullkomna tækifærisgjöf fyrir mömmu, tengdó eða bestu vinkonuna. By Terryvörurnar fást hjá Madison-ilmhúsi.

Skinfinish Natural-púðrið frá M.A.C. er hið fullkomna púður, enda áferðin á því einstaklega náttúruleg.

Besti varablýanturinn sem ég hef prófað kemur úr smiðju Guerlain og liturinn heitir Bois De Santall 44. Liturinn er fullkomin blanda af bleiku og nude og nær að stækka varirnar á fallegan og náttúrulegan hátt og skrúfblýanturinn er ekki of mjúkur né harður.

Ef þú ert að leita að kinnalit til að fríska þig við án þess að fara yfir strikið þá er Rose Initial sú förðunarvara sem þú ættir að kynna þér. Chanel-kinnalitirnir eru þeir bestu í bransanum.

23 / VIKAN


minn stíll Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir / ragga@birtingur.is Myndir: Birta Rán Björgvinsdóttir

„Gráu peysuna keypti ég í Other Stories í Þýskalandi fyrir stuttu. Ég á aðra eins sem er svört, hún er undir leðurjakkanum hér á annarri mynd. Ég elska þessar peysur af því að þær passa við svo margt og eru líka þægilegar. Jakkann sem ég er í keypti ég í Þýskalandi á svipuðum tíma, hann er frá Carhartt og er reyndar seldur sem skyrtukjóll en ég nota hann yfirleitt sem jakka.“

„Dressa flíkur upp og niður“ Aðalheiður Birgisdóttir fatahönnuður hefur síðastliðið eitt og hálft ár verið yfirhönnuður Cintamani og fyrsta línan sem hún vann að fyrir fyrirtækið var kynnt á RFF í lok mars. Nú er hún að leggja drög að haust- og vetrarlínunni 18/19. „Ég er alin upp í Hafnarfirði og gekk þar í grunnskóla. Fór í Versló í tvö ár sem átti engan veginn við mig og fattaði þá að ég gat lært myndlist í Fjölbraut í Breiðholti þar sem ég kláraði stúdentinn. Út frá myndlistinni fékk ég mikinn áhuga á hönnun sem ég hef svo starfað við síðan 1998. Árið 2000 stofnaði ég ásamt öðrum fyrirtækið Nikita Clothing og vann við það alveg til ársins 2015 en við höfðum selt fyrirtækið þremur árum fyrr. Ég hef alltaf mikið stundað íþróttir og frá árinu 1995 hefur snjóbrettasportið verið stór partur af lífinu,“ segir Aðalheiður. Hennar persónulegi stíll er frekar afslappaður en samt úthugsaður. „Mér finnst mjög gaman að leika mér með flíkurnar á mismunandi hátt, dressa flíkur

24 / VIKAN

upp og niður, vera til dæmis í hettupeysu undir pels og kannski með derhúfu eða húfu við. Ég klæði mig oft í mörg lög. Ég elska stórar peysur, síðar skyrtur, síða jakka, leðurjakka, anorakka, bomber-jakka og húfur. Ég hef alltaf verið mikið fyrir skó, safnaði strigaskóm á sínum tíma en síðustu ár hef ég verið eitthvað svo vandlát á skó að ég er eiginlega alltaf í sömu skónum. Ég versla ekki oft hér heima en mér finnst Húrra Reykjavík alveg frábær og hef verslað nokkrar flíkur þar. Ég hef keypt nokkra hluti síðustu árin í Aftur sem ég hef notað lengi og vel en það er svona aðeins meiri fjárfesting. Svo fer ég stundum í Zöru. Uppáhaldsbúðirnar mínar erlendis eru Other Stories og COS. Svo er auðvitað Cintamani orðið áberandi í fataskápnum.

„Þessi anorakkur er úr nýju línunni okkar í Cintamani. Ég nota hann við mörg tækifæri, til dæmis undir þunna jakka, einan og sér og jafnvel á snjóbretti.“


Fullt nafn: Aðalheiður Birgisdóttir. Aldur: 47 ára. Starfsheiti: Fatahönnuður. Maki: Hjalti Steinn Sigurðarson. Börn: Frosti Rúnarsson, 11 ára, fæddur 2005. Stjörnumerki: Vog. Hvaða þekkta kona veitir þér innblástur? Ragnhildur Gísladóttir. Hvað þurfa allar konur að eiga í fataskápnum? Svartan leðurjakka. Áhugamál: Snjóbretti, fjallahjól og ýmis önnur hreyfing og útivist, eins og sund, jóga, hjólabretti og brimbretti. Ég nýt þess mjög að hlusta á tónlist og spila sjálf á ukulele. Á döfinni: Vinna að nýrri línu og myndataka fyrir línuna sem við vorum að sýna. Ég er að plana frí með gaurunum mínum og óskastaðurinn hjá syninum er Chicago því þar vill hann heimsækja Jordan-búðina, það er aldrei að vita nema við skellum okkur þangað. Seinna í sumar ætla ég í jóga- og brimbrettaferð til Portúgal með hópi af frábærum konum.

„Leðurjakkinn minn sem ég keypti fyrir nokkrum árum í Dótturfélaginu er í miklu uppáhaldi. Ég skilaði honum stuttu síðar því fóðrið var svo lélegt og fékk annan í staðinn sem fór á sömu leið. Ég fílaði bara jakkann svo vel að ég ákvað að eiga hann. Fóðrið er allt tætt en jakkinn er bara svo fínn.

„Loðjakkann keypti ég í HM fyrir nokkrum árum og hef notað hann rosalega mikið við allskonar tækifæri.“

„Röndótt er í miklu uppáhaldi og þennan röndótta kjól sem ég keypti í Other Stories hef ég notað mikið, oft undir síða peysu.“ „Nýjustu kaupin er derhúfa frá Obey keypt í Smash. Ég var að versla peysu á Frosta, son minn, og rakst þá á þessa húfu.“

„Derhúfa frá Coal sem ég keypti í Portland er uppáhaldsfylgihluturinn minn. Ég er mjög vandlát á sniðið á derhúfum og bara höfuðföt yfirleitt, en þessi er einhvern veginn fullkomin. Skartgripirnir mínir frá OrraFinn eru líka í miklu uppáhaldi.“

25 / VIKAN


Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Unnur Eir Björnsdóttir og Lovísa Halldórsdóttir Olesen

Fullt nafn: Lovísa Halldórsdóttir Olesen Maki: Þorsteinn Eyfjörð Jónsson Börn: Guðný Helga og Ingibjörg Agnes Gæludýr: Hundurinn Myrra Menntun: Gullsmiðameistari Uppáhaldshönnuður: Skandinavisk hönnun án þess að nefna einn slíkan, einnig Tom Dixon og klassískur Lagerfield. Kaffi eða te: Kaffi

Fullt nafn: Unnur Eir Björnsdóttir Maki: Kristinn Pálmason Börn: Ólafía Þurý og Guðmundur Pálmi Gæludýr: Gullfiskur sem fær nýtt nafn í hverri viku Menntun: Gullsmiðameistari Uppáhaldshönnuður: Heillast mikið af íslenskri hönnun og þá eru AGUSTAV og Daníel Magnússon í uppáhaldi um þessar mundir. En Alexander Mcqueen og Vivienne Westwood hef ég dáðst af lengi. Kaffi eða te: Án efa kaffi

Sköpuðu ævintýraheim

í kjallara Kaffibrennslunnar Þegar þær Unnur Eir Björnsdóttir og Lovísa Halldórsdóttir Olesen komu saman og hönnuðu bleiku slaufuna í fyrra fundu þær fljótt hversu gott þeim þótti að vinna saman. Þær ákváðu því að halda áfram og gera fleira. Afraksturinn af því er skartgripalína sem heitir Rætur. Til að kynna hana komu þær saman á hönnunarMars í kjallara Kaffibrennslunnar og voru með skemmtilega innsetningu.

Þ

ær bjuggu til lítinn ævintýraheim í takt við línuna og buðu gestum og gangandi að upplifa anda hennar með því að stíga undir yfirborð jarðar og upplifa veröld þar sem rætur breiða úr sér. Skartgripalínan heitir Rætur, hvers vegna völduð þið það nafn? „Þemað í nýju skartgripalínunni okkar eru rætur,“ segir Unnur Eir. „Rætur geta verið svo

26 / VIKAN

margslungnar en við vinnum einmitt út frá náttúrulega forminu og því huglæga – okkur finnst það skipta líka máli. En ástæða þess að við völdum nafnið Rætur er sú að okkur finnst útlit þeirra heillandi og ótútreiknanlegt en einnig finnst okkur skemmitleg hugleiðing um rætur okkar allra og hvert þær liggja.“ Þessi ævintýraheimur sem þið sköpuðuð og var innblásinn af gripunum.

Hvaðan komu hugmyndirnar af honum og hverslags andrúmsloft voruð þið að reyna að fanga? „Já, við ákváðum að fara alla leið á HönnunarMars,“ segir Lovísa. „Við bjuggum til lítinn skóg í kjallara Kaffibrennslunnar, við vildum búa til þema um skartgripalínuna okkar. við náðum að fanga dularfullt og um leið skemmtilegt andrúmsloft með ilm af ferskum við og fulgasöng.“


Samstarf ykkar hófst er þið hönnuðuð bleiku slaufuna í fyrra. Þekktust þið fyrir eða var þetta upphafið að ykkar kynnum? „Við kynntumst í Iðnskólanum í Reykjavík 2004 og vorum samferða allan tímann í náminu og mynduðum góð vinatengsl sem hafa haldist síðan,“ segir Unnur. Nú er komin ein lína fallegra gripa. Megum við eiga von á að þær verði fleiri? „Við hlökkum mikið til að frumsýna þessa

línu í haust og sjá hvernig viðtökur hún fær,“ segir Lovísa. „Það er aldrei að vita og jú, það má eflaust búast við einhverju fleiru frá okkur, þar sem okkur finnst þetta svo skemmtilegt. Við vinnum vel saman, erum ólíkar þannig að útkoman verður skemmtilega ólík því sem við gerum dagsdaglega. En við hönnum einnig undir okkar eigin merkjum; by lovisa jewellry og EIR, Unnur Eir.“

Það verður spennandi að fylgjast með verkum þeirra beggja í framtíðinni, bæði því sem þær koma til með að skapa saman og hvor í sínu lagi. Eðalmálmarnir silfur og gull njóta sín einkar vel í umhverfi eins og því sem þær sköpuðu í kjallara Kaffibrennslunnar og sterkar rætur er nokkuð sem allir hafa þörf fyrir.

27 / VIKAN


matgæðingur Umsjón: Hildur Friðriksdóttir Myndir: Jennifer Berg

Fullt nafn: Jennifer Berg. Starf: Matarbloggari og fyrirsæta. Maki: Skúli Jón Friðgeirsson. Börn: Hundurinn Knútur. Ertu A- eða B-manneskja? A-manneskja. Hvað færðu þér á pizzu? Pizzusósu, ost, mozzarella, sveppi, prosciutto, pestó og klettasalat. Uppáhaldsmatreiðsluþættir? Ég horfi mest á matreiðsluþætti á Netinu og þá helst Munchies frá Vice. Annars horfi ég líka á sænska MasterChef og sænskan matreiðsluþátt sem heitir Vad blir det för mat? með Per Morberg sem er einn af mínum uppáhaldskokkum. Bloggsíða: jensdeliciouslife.com og trendnet.is/ jenniferberg/.

28 / VIKAN


Réttu áhöldin

gera allt einfaldara og skemmtilegra Jennifer Berg er matarbloggari og fyrirsæta. Hún hefur upp á síðkastið bloggað á Trendnet og skrifar einnig reglulega fyrir matarvefsíðu í Svíþjóð sem heitir Vinochmatguiden. Eins og það sé ekki nóg þá hefur hún einnig tekið að sér að skrifa reglubundið um mat fyrir tímaritið Glamour og hlakkar hún mikið til þess. Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda?Taílensk ommeletta með hrísgrjónum sem er eitthvað sem ég geri enn þá reglulega heima. Ertu jafnvíg á bakstur og matseld? Nei, ég get ekki sagt það, ég er meira fyrir að elda en að baka en ég er að vinna í því að verða betri í að baka. Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? Ég reyni að hafa sem mesta fjölbreytni í matargerð minni, allt frá asískri matargerð til skandinavískrar. Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? Ég hef lengi átt í erfiðleikum með að gera fullkomna rauðvínssósu og hef þurft að æfa mig ansi oft. En í fyrsta skiptið sem ég reyndi þá setti ég 2 dl af kjötkrafti en það átti að vera 2 dl af soði. Eins og gefur að skilja smakkaðist sósan ekkert sérstaklega vel. Hefur þú uppgötvað einhverja snilld í matseld nýlega? Ég er nýbúin að skipta út hnífum og pönnum í eldhúsinu og það er ótrúlegt hvað það breytir miklu, allt er svo miklu einfaldara og skemmtilegra. Hefur þú ræktað krydd- og/eða matjurtir? Já, ég elska að vera með ferskar kryddjurtir í matnum sem ég elda. Núna er ég reyndar bara með tímían og karsa í ræktun en planið er að vera með meira með tímanum. Hver er stærsta áskorun sem þú hefur mætt í eldamennsku? Það er alltaf áskorun að prófa eitthvað nýtt og gera tilraunir með nýtt hráefni og ég reyni að vera dugleg að gera nýja hluti í eldhúsinu.

Fiskisúpa með rauðu karríi 500 g fiskur, ég notaði lax og ýsu 100 g rækjur 1 laukur, fínhakkaður 2 hvítlauksgeirar, fínhakkaðir 10 cm púrrulaukur 1-2 ferskar fennikur, hreinsaðar og skornar í sneiðar 2 msk. tómatmauk 2 tsk. rautt karrí 4 msk. fljótandi humarkraftur 6-7 dl vatn 2 dl rjómi 1 ½ dl saxað ferskt dill salt og pipar ólífuolía

Skerið fiskinn í stóra bita, takið roðið af. Forhitið pott með ólífuolíu og steikið laukinn, hvítlaukinn, púrrulaukinn og fennikurnar saman í nokkrar mínútur. Bætið við tómatmauki og rauðu karríi og hrærið saman. Bætið síðan við humarkraftinum og vatninu og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið við fiskinum (bíðið með rækjurnar) og látið malla í u.þ.b. 5-10 mínútur þar til fiskurinn fer að verða klár. Hellið rjómanum saman við, bætið við dillinu og látið malla í 3 mínútur. Að lokum bætið þið rækjunum í sem þurfa nánast enga stund þar sem þær þurfa einungis að hitna. Smakkið til með salti og pipar ef þörf er á. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

29 / VIKAN


matgæðingur

Sítrónu- og hvítlaukskjúklingur með steiktum kryddjurtahrísgrjónum Kjúklingur og marinering 5 kjúklingalæri 1 sítróna, börkur + 4 matskeiðar sítrónusafi 1 msk. óreganó 4 hvítlauksgeirar, pressaðir ½ tsk. salt 2 matskeiðar ólífuolía Hrísgrjón 3 dl hrísgrjón 1 ½ msk. fljótandi kjúklingakraftur 1 msk. óreganó 1 ½ msk. ólífuolía 1 lítill laukur, fínhakkaður 1 dl fínhökkuð steinselja salt og pipar Köld sósa 2 dl grísk jógúrt 1 hvítlauksgeiri, pressaður 1-2 msk. sítrónusafi salt og pipar Setjið kjúklinginn í plastpoka og setjið ofan í hann sítrónubörk, sítrónusafa, óreganó, hvítlauk, salt og ólífuolíu. Blandið saman og látið standa í 30 mínútur eða lengur ef tími er til. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum en bætið kjúklingakrafti og óreganó út í vatnið sem hrísgrjónin eiga að sjóða í. Leggið til hliðar þegar hrísgrjónin eru tilbúin. Hitið ólífuolíu í djúpri pönnu á meðalháum hita. Leggið kjúklinginn á pönnuna með skinnið niður og steikið þangað til að hann verður gullinbrúnn, snúið honum þá við og steikið hann eins á hinni hliðinni. Færið kjúklinginn yfir í eldfast mót og inn í 180°C heitan ofn. Strjúkið af pönnunni með eldhúspappír. Hitið ólífuolíu á sömu pönnu á meðalháum hita. Bætið lauknum við og látið hann malla þangað til hann er orðinn gegnsær. Hellið hrísgrjónunum á pönnuna, steikið og blandið saman í nokkrar mínútur. Að lokum bætið þið steinseljunni við og blandið öllu saman. Bragðbætið með salti og pipar að smekk. Takið kjúklinginn út úr ofninum og setjið hann ofan á hrísgrjónin, leggið lok ofan á pönnuna og setjið hana aftur inn í ofninn í u.þ.b. 10 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er tilbúinn. Á meðan getið þið útbúið sósuna. Takið kjúklinginn út úr ofninum og látið hann hvíla í 5-10 mínútur áður en þið berið hann fram, toppið með steinselju og ferskum sítrónuberki.

30 / VIKAN


Saltkaramellusósa á la Jennifer 2 ½ dl strásykur 1 dl vatn 2 ½ dl rjómi 1 tsk. vanillu-extract 1 tsk. sjávarsalt 1 msk. smjör Blandið sykrinum og vatninu saman í stórum potti á meðalháum hita og látið sjóða. Leyfið þessu að malla saman án þess að hræra í u.þ.b. átta mínútur eða þangað til að blandan hefur náð ljósbrúnum lit. Takið í höldurnar á pottinum og veltið honum til svo að blandan nái jöfnum lit.Takið pottinn af hellunni og bætið rjómanum rólega saman við á meðan þið hrærið. Hrærið vanilluna og saltið saman við og að lokum bætið þið smjörinu saman við. Hellið karamellunni í hitaþolið ílát og látið kólna áður en hún er borin fram. Karamellusósan mun þykkna þegar hún kólnar og hún getur staðið í ískáp í allt að tvær vikur.

Súkkulaði- og avókadótrufflur 1 avókadó 100 g dökkt súkkulaði 1 msk. kókosolía 1 tsk. agave-síróp eða hunang ögn af salti kakó Setjið avókadó og ögn af salti í matvinnsluvél og blandið saman. Hellið nú súkkulaðinu ásamt kókosolíunni og hunanginu í matvinnsluvélina og blandið öllu saman þangað til blandan er orðin slétt. Setjið blönduna inn í ísskáp í u.þ.b. 20 mínútur. Þegar blandan er orðin aðeins stífari í sér fjarlægið hana úr ísskápnum og búið til truflurnar með því að rúlla þeim upp í matskeið, einni í einu. Þið ættuð að fá u.þ.b. 12 trufflur. Fyllið litla skál með kakó og rúllið truflunum upp úr kakóinu. Leggið þær síðan á bökunarpappír. Í stað þess að nota kakó getið þið einnig prófað að strá yfir þær sjávarsalti. Látið standa í ísskáp áður en þær eru bornar fram.

31 / VIKAN


THE BEGINNING Your journey to beautiful hair starts with Moroccanoil Treatment: the foundation for all hair care and styling.

Discover more at Moroccanoil.com


ONE BR AND: A WORLD OF OIL-INFUSED BE AUT Y


Mikið af tækifærissinnuðum sjálfselskupúkum í la la landi Í hugum margra hefur Manuela Ósk Harðardóttir allt það sem flestir myndu óska sér. Hún stundar áhugavert nám í L.A. og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. En glansmyndin segir ekki alla söguna. Í einlægu viðtali við Vikuna fellir Manuela í fyrsta sinn grímuna. Texti: Íris Hauksdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Hár og förðun: Sara Dögg Johansen Fatnaður: Inclaw, Adidas og einkaeign

„Ég hef engan þægindaramma,“ segir Manuela þegar til stendur að velja föt fyrir myndatökuna, örfáum klukkustundum eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli. Átta tímar skilja heimsálfurnar tvær að og því er enn nótt í L.A., hinu heimili Manuelu. Hún er hér í stuttu stoppi vegna þátttökuprufu fyrir Miss Universe-keppnina sem haldin verður í haust. Þetta er annað árið sem keppnin fer fram hér á landi en Manuela gerðist framkvæmdarstýra hennar á síðasta ári. Eftir að hafa útskrifast sem fatahönnuður síðasta vor söðlaði hún um og flutti ásamt börnum sínum tveimur til Ameríku þar sem hún leggur stund á nám í samfélagsmiðlun. „Það að læra fatahönnun lá alltaf fyrir mér. Þetta hafði verið áhugamál í svo langan tíma og um leið og ég hætti að hugsa út frá praktík og peningum kom ekkert annað til greina. Áður en ég sótti um tók ég samt meðvitaða ákvörðun um að námið yrði ekki endilega það sem ég myndi síðar starfa við. Ég sótti eingöngu um það nám sem mig langaði til að læra. Ég komst inn í skólann mér til mikillar gleði og átti þrjú stórskemmtileg ár í Listaháskólanum.“ Stuttu áður hafði Manuela þó fagnað útskrift úr öðrum skóla sem hún segir hafi verið algjörlega úr takt við sinn karakter. „Margir reka upp stór augu þegar ég segist vera með próf úr Húsmæðraskólanum þar sem ég er latasti kokkur í heimi og heimlið mitt oftast í rúst. Ég er ómöguleg húsmóðir en námið var snilld. Ég sótti um það á viðkvæmum tíma þar sem ég var nýflutt heim frá Bretlandi og ekki tilbúin í háskólanám en vildi samt gera eitthvað. Ég hafði nýlega gengið í gegnum erfiðan skilnað og var ekki á góðum stað en slysaðist á einhvern ótrúlegan hátt inn í þennan skóla. Námið reyndist eitt

34 / VIKAN

af því besta sem ég hef gert og ég mæli með honum fyrir alla, ekki bara stelpur. Stemningin er góð og kennararnir æðislegir. Þetta var frábær leið fyrir mig að mæta á einhvern stað á hverjum degi og það að klára þessa helvítis lopapeysu sem ég átti að prjóna reyndist ákveðin þerapía fyrir mig.“

þau hefði ég snúið aftur heim á stundinni. En ég lít svo á að ég sé að gefa þeim tækifæri og víkka þeirra sjóndeildarhring. Hér fá þau að læra meira, upplifa, sjá og kynnast mismunandi fólki. Það er að mínu mati ekkert nema þroskandi fyrir þau. Dóttir mín er tvítyngd sex ára gömul og sonur minn þylur upp líffræði á ensku eins og að drekka vatn. Þau eru strax orðin svo vinamörg enda í frábærum skóla í Afslappað andrúmsloft Beverly Hills þar sem þeim var mjög vel og tækifæri allstaðar Eftir útskrift úr Listaháskólanum lá leiðin tekið. Sonur minn fékkst ekki einu sinni til að koma heim með mér til Íslands því beint í framhaldsnám og það í landi hann er svo upptekinn í félagslífinu úti tækifæranna. Manuela segir Ameríku alltaf hafa heillað sig og þrátt fyrir að hafa með vinastrolluna á eftir sér. Ég er þess alist upp með annan fótinn á Flórída með fullviss að tíminn hér úti muni ekki gera þeim neitt nema gott og gefi þeim jafnvel ömmu og afa hafi aldrei neitt annað en forskot á önnur börn, bæði í þroska og Kalifornía komið til greina þegar kom að námi. Það er hreint út sagt dásamlegt að því að velja áfangastað. „Það er skrítið að hoppa í stuttbuxur og sandala og rölta í segja frá því en rétt áður en við fluttum út fann mamma bréf sem ég hafði skrifað skólann með hundinn í bandi, innan um pálmatré og fuglasöng en ekki í snjógalla henni, þá tólf ára gömul döpur stúlka og vaðstígvélum að vaða slydduskafla í dramakasti og alveg ómöguleg yfir í myrkrinu. Það er alltaf gott að fá lífinu. Ég skrifaði henni í löngu máli og tilbreytingu í tilveruna. sagði frá áformum mínum um að flytja Fólkið hér er hins vegar glatað og til Kaliforníu og hvað allt yrði miklu maður þarf að passa sig að vera ekki betra þar þrátt fyrir að hafa aldrei komið einfeldningslegur Íslendingur. Ég hef alveg þangað. Ég hef alltaf verið hugfangin af lært það „the hard way“ að fólk getur borginni Los Angeles en flestir héldu að verið alveg snar og maður þarf að passa það myndi eldast af mér. Ég kom hingað sig. Það er mikið af tækifærissinnuðum fyrst árið 2005 og fyrstu kynnin af voru frábær. Síðan þá hef ég komið þar margoft sjálfselskupúkum í la la landi. Maður og þekki bæði fólkið og borgina mjög vel. finnur strax fyrir því hvernig hjól skemmtanaiðnaðarins fá fólk til að stíga á Ég hefði aldrei flutt með börnin mín til annarrar stórborgar. Vissulega hafði námið allar tær til að koma sér áfram.“ sitt að segja um staðarvalið en á einhvern hátt hefur Kalifornía alltaf togað mig til Stundirnar í boxhringnum sín. Okkur líður ofboðslega vel hér og mér bjarga stundum lífinu finnst í alvöru að þar eigi ég heima. Þrátt Fljótlega eftir komuna út fann Manuela að fyrir að vera stórborg er andrúmsloftið hana skorti áhugamál og ástæðu til þess hér svo afslappað og tækifærin allstaðar. að rífa sig út úr húsi, hitta fólk og víkka Börnin mín eru líka alsæl. Ef þeim liði ekki tengslanetið. Hún fann sig á undarlegan vel eða flutningarnir hefðu ekki farið vel í hátt í miðjum boxhring umkringda


„Margir reka upp stór augu þegar ég segist vera með próf úr Húsmæðraskólanum þar sem ég er latasti kokkur í heimi og heimlið mitt oftast í rúst. Ég er ómöguleg húsmóðir en námið var snilld.“

35 / VIKAN


„Ég elskaði ekki Manuelu og átti á köflum erfitt með að horfast í augu við hana, taka hana í sátt og vera góð við hana. Ég hef í mörg ár stundað massíft niðurbrot sem spratt upp úr gígantískri fullkomnunaráráttu.“

Það er útilokað að blómstra þegar maður getur ekki sætt sig við eigin galla. Ég hef alltaf gert frekar óraunhæfar kröfur á sjálfa mig og það hefur gert mér erfitt fyrir. Það er ekki hægt að vera hamingjusamur eða ánægður með það sem maður er að gera ef maður rífur sig stöðugt niður. Af því mér finnst aldrei neitt nógu gott sem ég geri. Stundum hef ég hreinlega sleppt því að framkvæma frekar en að gera eitthvað af ótta við að það verði ekki fullkomið.“

Hrollvekja að vera án símans í sólarhring

Manuela segir langa leið fyrir höndum og hver dagur komi með sínum áskorunum. Hún sé meðvitað að vanda sig með jákvæðum hugsunum í eigin garð. „Ég spyr mig stundum hvað það versta sé sem geti gerst og oftast er svarið „ekkert svo hræðilegt“. Þeir sem þekkja mig ekki halda að ég sé með allt á hreinu og sjálfsöryggið uppmálað en það er ekki þannig. Á bak við grímuna líður mér oft bara drullufokking illa og oftar en ekki er ég ein taugahrúga þó að ég líti vel út á samfélagsmiðlum. Oft er ég nýbúin að gráta úr mér augun út af álagi eða einhverju öðru en segi svo eitthvað fyndið á Snap Chat. Þessi miðill endurspeglar byssur heima hjá sér, þótt ég myndi aldrei ekki raunveruleikann, síður en svo. Og kraftakörlum en segir sportið það allra ganga svo langt. En menningarmunurinn þegar mér líður illa hætti ég að sofa og fyrsta til að fagna huga sinn enda alltaf er mikill þegar kemur að þessu.“ á erfitt með að borða. Þess vegna er svo verið mikill antisportisti. „Ég hef alltaf Og Manuela finnur líka mun þegar erfitt þegar fólk tekur sér skotveiðileyfi hatað íþróttir og aldrei fundið mig í kemur að stefnumótamenningu á milli með því að kommenta á hvað sem því neinu þegar kemur að hreyfingu. Besti landanna tveggja. Hún segist þrátt fyrir dettur til hugar því sýndarveruleikinn vinur minn er hins vegar einkaþjálfari að hafa verið einhleyp í talsverðan tíma gerir raunheiminn svo móðukenndan. og þegar ég hef farið til hans finnst nær útilokað að hún finni mannsefnið í Fólk verður ónæmt fyrir því að á bak við mér skemmtilegast að fá að kýla hann Ameríku. „Mig langar ótrúlega mikið í grímuna býr raunveruleg manneskja sem með boxhönskum. Ég kynntist síðan kærasta, en ég held ég muni ekki finna er að díla við sína eigin djöfla. Ég er oft á öðrum boxkennara í L.A. sem kom manninn minn í L.A. Ég fann fljótt fyrir tíðum bara mjög veik í mínu sjálfstrausti mér í samband við frábæran þjálfara því hversu ólík stefnumótamenningin og efast um allt sem ég geri. Þá getur verið en hann er fyrrverandi USA meistari ytra er samanborið við Ísland. Ég fæ oft erfitt að finna kjarkinn og standa með í muay thai boxi. Mér leist strax vel á boð um stefnumót úti, ólíkt því sem tíðast sjálfri sér. En það er þessi lína sem ég er gymmið hans en það skiptir líka miklu heima. Mér var grátlega sjaldan boðið út,“ meðvitað að reyna feta, að læra elska sjálfa máli að hafa skemmtilegan þjálfara. Ég mig eins og ég er því annars eyðir maður leiddist þannig út í muay thai box á frekar segir Manuela og flissar. „Ég kann samt tilviljunakenndan hátt og ég trúi því varla betur við fyrirkomulagið úti. Allt ofsalega tíma í að keppast við einhverja óraunhæfa formlegt og planað, það er skömminni fullkomnun. Það eru þessar grímur sem sjálf að þannig hafi farið. Í fyrsta skipti á skárra en íslenska leiðin, svo mikið er ég tel að verði að falla, því það eru allir ævinni finnst mér ég hafa einhvern styrk og ég hlakka til að mæta á æfingu. Þessar víst. Það tók mig þó ekki nema örfá skipti svo uppteknir að sviðsetja sína fullkomnu heima, en á bak við myndavélina eru allir stundir í boxhringnum bjarga stundum lífi að átta mig á að strákar í L.A tala ekki um neitt nema sjálfa sig á stefnumótum. að drepast. Og af hverju gerum við þetta? mínu.“ Í beinu framhaldi er vert að spyrja hvort Maður kemst ekkert að. En það er kannski Af hverju er ekki nóg að einhver einn segi bara í takt við stemninguna hér, fólk er segir þér að þú sért sæt, af hverju þarftu Manuela finnist sér aldrei ógnað í hinum almennt ofboðslega upptekið af sjálfu sér. læk frá 300 öðrum jólasveinum? Það er stóra heimi í Ameríku, jafnvel seint um Ég lærði nýverið þá klisjukenndu lexíu að einhver ástæða fyrir því að til séu öpp kvöld sem smágerð stelpa úr vernduðum heimi. „Eftir að hafa þurft að bjarga mér úr maður verði að elska sjálfan sig fyrst. Það þarna úti sem gera manni kleift að kaupa aðstæðum sem maður getur ekki ímyndað hefur alltaf verið mitt vandamál. Ég elskaði sér læk. Þetta er stórskrítinn heimur sem ekki Manuelu og átti á köflum erfitt með verður bara ruglingslegri því á sama tíma sér þar sem ég þurft að stóla á ekkert er þetta ávanabindandi f íkn. Við fundum nema mig finnst mér ég geta allt. Ég bjarga að horfast í augu við hana, taka hana í sátt og vera góð við hana. Ég hef í mörg það sterkt í bekknum fyrr á árinu þegar mér alltaf en ég finn auðvitað mun á því ár stundað massíft niðurbrot sem spratt við áttum að taka 24 tíma án þess að kíkja að vera úti og hér heima, þó að á Íslandi upp úr gígantískri fullkomnunaráráttu. í símann. Skemmst er frá því að segja að geti auðvitað verið hættulegt líka, en úti Ég gat nefnilega ekki sætt mig við að sá dagur var algjör hrollvekja. En þetta ganga allir um með piparúða í töskunni, vera ekki 100% alltaf, í öllu. Sem ég var er eins og með reykingafólk, það er ekki annað er bara asnaskapur. Það tekur auðvitað aldrei, frekar en nokkur önnur endilega sígarettan sem það sækist í heldur tíma að komast í þann gír, sérstaklega ávaninn að hafa eitthvað í höndunum. komandi úr umhverfi þar sem fæstir læsa lifandi mannvera á þessari jörð. Ég hef satt best að segja verið virkilega vond við Rétt eins og Pepsi Max-dósin, ég er ekki útidyrahurðinni hjá sér, yfir í umhverfi sjálfa mig sem hefur gert mér erfitt fyrir. alltaf með hana af því mér finnst þetta svo þar sem það er ekki óalgengt að fólk hafi

36 / VIKAN


rosalega góður drykkur heldur af því hún færir mér eitthvert öryggi.“ Þörfin eftir viðurkenningu hefur oft verið beintengd við brotna sjálfsmynd en Manuela segist ekki sammála því. „Það hafa allir egó og þeir sem fóðra egóið sitt með lækum eru bara ein tegund f íkla. Ég á í það minnsta erfitt með að trúa því að ein stærsta samfélagsmiðladrottning okkar tíma, Kim Kardashian, sé með brotna sjálfsmynd. Vissulega getur verið erfitt að vera frægur en ég trúi því seint að hún sé að ströggla í lífinu.“ Og þrátt fyrir tilgerðarlegt yfirborð segir Manuela útlitskröfur til kvenna síður en svo meiri í L.A. en hér heima. „Kannski upplifi ég það öðruvísi því úti þekkja mig svo fáir. Þess vegna er ekki hægt að bera pressuna

„Í fyrsta skipti á ævinni finnst mér ég hafa einhvern styrk og ég hlakka til að mæta á æfingu. Þessar stundir í boxhringnum eru stundum að bjarga lífi mínu.“

saman. Ég fæst að vísu ekki við skemmtanabransann og þekki þá hlið lítið. Það getur því vel verið að krafan um fullkomið útlit þar sé óbærileg, en ég finn ekki fyrir henni. Mér finnst reyndar heilbrigðara útlit vera meira í tísku nú en nokkru sinni fyrr og konum markvist hampað fyrir að vera hraustlegar og heilbrigðar í útliti. Fólk í L.A. er reyndar rosalega heilsusamlegt hvað varðar hreyfingu og hollustu. Hér eru nánast allir vegan að hamast á spinninghjólinu við hvert tækifæri.“

Ókunnugir leyfa sér ótrúlegustu hluti

Manuela segir mikið frelsi fólgið í lífinu ytra og það hafi á vissan hátt verið hennar flóttaleið frá lífinu heima á litla Íslandi þar sem allir þekkja alla. Hún haldi þó sambandi við fólkið sitt en fátt annað togi hana aftur heim. „Það er virkilega gott að hverfa inn í fjöldan í L.A. Það er ekki fyrr en ég lendi hér heima að ég finn fyrir því mikla fylgi sem ég hef á samfélagsmiðlum. Þegar ég er heima á náttbuxunum að snappa hugsa ég sjaldnast um fjöldann sem er að horfa enda er ég ömurleg að tala fyrir framan hóp af fólki. Ég skil satt best að segja ekki þessa fylgni því ég legg ekki mikið á mig á samfélagsmiðlum og er sjaldnast að vinna með einhverjar miklar pælingar eins og svo margir þarna úti. Það er

37 / VIKAN


samt vafalaust eitthvað alter egó dæmi í gangi því þetta er ekki ég sem er að tala, og það vita allir sem þekkja mig. Ég set mig í einhvern gír og það hefur alltaf verið mitt alveg frá því ég byrjaði af alvöru í þessu. Ég vissi að þetta væri eitthvað sem myndi taka yfir og mig langaði að vera með í því, kunna á þetta og nýta mér

mér og fær jákvæða athygli í skólanum sem er f ínt. Ég hef sjálf aftengt mig svo frá þessum heimi því þetta er svo mikill tilbúningur og fjarri því að dæmigerður fyrir mig, hann veit það vel. Það er helst að ljót skilaboð leggist illa í hann því hann les allt slíkt sama hversu mikið ég reyni að koma í veg fyrir það og finnst

„Börnin mín eru líka alsæl. Ef þeim liði ekki vel eða flutningarnir hefðu ekki farið vel í þau hefði ég snúið aftur heim á stundinni. En ég lít svo á að ég sé að gefa þeim tækifæri og víkka þeirra sjóndeildarhring.“ það skiljanlega leiðinlegt. En ég vona að mér hafi tekist að halda öllu smekklegu hans vegna. Svo er það hin hliðin því hann er sjálfur á samfélagsmiðlum og ég vakta hvað hann er að gera en svo er alltaf spurning hvar mörkin liggja. Ég vil ekki vera mamman með nefið ofan í öllum hans málum en mér finnst þetta erfitt. Krakkar eru alltaf að verða yngri á þessum miðlum sem er ömurleg þróun og eins og með allt þá eru miklir kostir en gallarnir eru samt örugglega fleiri. Það er svo mikilvægt að börn geri sér grein fyrir því að það er ekkert eins og það sýnist á samfélagsmiðlum, það verður að vera á kristaltæru því við erum kynslóðin sem sá þetta breytast og þekkjum muninn en svo koma krakkar í dag sem þekkja ekkert annað og vita jafnvel ekki að þessi heimur endurspeglar ekki raunveruleikann. Margir halda líka að ég sé persónuleg á snappinu en ég er það alls ekki, svo langt í frá. Ég fæ oft beiðnir um að sýna húsið mitt eða börnin mín meira en sumt verður bara að fá að vera einka. Ég er heldur ekki týpan sem legg mikla vinnu í Snapstory, ég klæði mig ekki upp á eða mála mig sérstaklega til þess að koma þar inn. Ég tek myndir af því sem ég geri og stundum eru þær frábærar eða ekkert spes. Ég hef þó fyrir venju að pósta einni mynd á dag nema ég sé að gera eitthvað sjúklega spennandi þá koma fleiri. Ég nota enga filtera en dúllast stundum með stillingar á Instagram eða stilli á FaceTune ef ég er með bláa bauga eða bólu. Og ég er ekkert feimin að segja frá því. Ég vona bara að sem flestir átti sig á að manneskjur með ákveðið stóran fylgjendahóp vinna Samfélagsmiðlar jafndásamlegir og þeir eru slæmir myndirnar sínar í Aðspurð hvernig Instagram-síða Manuelu drasl. Það birtist engin mynd beint komi syni hennar fyrir sjónir segir hún af rúllunni, samband þeirra mæðgina alltaf hafa ekki frekar en verið gegnsætt og gott. „Hann er á leið í í tískutímariti. 8. bekk sem mér finnst stundum skrýtið. Svo talandi um Ég hugsa alveg um það hvernig ég líti óraunhæfar kröfur út á samfélagsmiðlum út frá honum en þá er þetta bara það samband okkar er ofsalega gott og við sem er að taka við af ræðum allt. Hann er ákaflega stoltur af fyrir það sem ég vil gera í framtíðinni – sem er ýmislegt. En í upphafi hafði ég enga þörf fyrir að tengjast fylgjendum mínum, það var ekki fyrr en ég lærði í skólanum mikilvægi þess að brúa bilið milli neytenda og vörumerkisins. Nándin við vörumerkið er svo mikilvæg þess vegna opnaði ég fyrir kommentakerfið sem eykur auðvitað samskiptin til muna sem hefur bæði sína kosti og galla því núna rignir yfir mig uppeldisráðum svo dæmi sé tekið. Ókunnugir leyfa sér ótrúlegustu hluti sem mér finnst bæði óskiljanlegt og fáránlegt. Ég verð svo hissa og stundum pínulítið reið. Ég skil hreinlega ekki hvað fer í gegnum hausinn á manneskju sem ákveður að blanda sér í mál annarrar manneskju og af hverju er það óskrifuð regla að þú hafir eignarhald á einhverjum sem deilir sínum málum á samfélagsmiðlum? Það er reyndar fyndið að segja frá því en flestir sem fylgjast með mér á snappinu vita ekkert hver ég er eða að ég hafi verið ungfrú Ísland fyrir hundrað árum. Það er komin ný kynslóð, sem er líka skrítið að einhverjir sextán ára krakkar séu að fylgjast með mér, og það er annað sem ég á erfitt með, þessi fyrirmyndarstimpill. Ég vil ekki þurfa lifa þannig að ég beri ábyrgð á annarra manna börnum. Annars skal ég glöð vera fyrirmynd á meðan ég þarf ekki að lifa ritskoðuðu lífi. Það er ekki mitt mál ef 13 ára stelpa fylgir mér á Netinu, það er í höndum foreldra hennar. Ég ég tel mig engu að síður vera góða fyrirmynd á mörgum sviðum. Ég hef aldrei smakkað áfengi, reykt eða neytt nokkurra vímuefna, en vissulega drekk ég mikið Pepsi Max og borða óhóflegt magn af sælgæti.“

38 / VIKAN

umræðunni um óheilbrigðar fyrirmyndir í tískublöðunum, þær hafa færst inn á Instagram. Eftir að ég flutti út og byrjaði í náminu hafa áherslur og skoðanir mínar á samfélagsmiðlum breyst. Ætli skólinn sé ekki að varpa enn betra ljósi á hversu óraunverulegt allt er á þeim. En að því sögðu þá elska ég þessa nútímatækni sem við fáum að upplifa og sjá þróast. Ætli þetta sé ekki svolítið love/hate-samband. Samfélagsmiðlar eru eins dásamlegir og þeir eru slæmir. Séu þeir notaðir rétt eru þeir kraftmikið tól til að eiga samskipti við allt og alla og algjört undur í markaðsmálum, maður verður bara að vanda sig og reyna að nota þá rétt.“



ÍSLENSK TÍSKA

& náttúruöflin Í lok mars var hátíðin Reykjavík Fashion Festival haldin í áttunda sinn. RFF var stofnað árið 2009 og er frábær vettvangur fyrir hæfileikaríka íslenska fatahönnuði til að kynna og sýna hönnun sína. Nýlega ákvað Reykjavik Fashion Festival að setja sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og mun hátíðin hvetja til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. RFF 2017 verður fyrsta tískuhátíðin sem unnið er markvisst með þessa áherslu hér á landi. Að því tilefni var hátíðin í ár tileinkuð náttúruöflum, nánar tiltekið ROK-i, nokkuð sem allir Íslendingar þekkja. Blaðamaður Vikunnar var á staðnum og fékk að berja dýrðina augum. Það er ekki hægt að segja annað en að hátíðin hafi verið gríðarlega vel heppnuð og greinilega búin að festa sig vel í sessi. Hér eru þeir hönnuðir sem sýndu á hátíðinni í ár.

ANOTHER CREATION

Ýr Þrastardóttir hannar undir fatamerkinu Another Creation og leggur áherslu á margbreytileika í flíkum sem gerðar eru úr hágæða efnum. Fatamerkið endurspeglar sterka hugsjón um hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif á tískuiðnaðinn í gegnum hönnun. Hvetur merkið til vitundarvakningar með efni sem fara til spillis og hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Another Creation bíður upp á margskonar hugmyndir til að breyta flíkum án þess að þurfa að kaupa sér heila nýja flík. Flíkurnar eru klassískar, kvenlegar í sniði, tímalausar og með mikið notagildi. Ýr hefur áður sýnt á RFF og er því mikill reynslubolti. Mikið var um loðfeldi, leður, flauel og silki þannig að línan var mjög glæsileg og hafi lúxusblæ en var jafnframt afar töff. Kápurnar í línunni vöktu sérstaklega athygli okkar, dásamlegar. UMSJÓN: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR MYNDIR: HÖRÐUR SVEINSSON, HALLUR KARLS OG M. FLÓVENT 40 / VIKAN

MYRKA

Harpa Einarsdóttir er aðalhönnuður fatamerkisins Myrka. Það er hátískumerki sem sækir sér innblástur til íslenskrar arfleifðar, hráa náttúru sem og í hið dulræna. Vörumerkið sækir í dýptir landans og endurspeglar þannig menninguna í sinni hönnun. Listrænt prent, skörp snið og kvenlegar flíkur einkenna fötin. Myrka er ætlað að mæta þörfum hins meðvitaða og kröfuharða neytenda sem sækist ekki í dæmigerð trend. Myrka haustlína 17/18 minnir mann gjarnan á íslenska jökla, hraunakra og svartar strendur. Megininnblástur línunnar var Völvan úr norrænni goðafræði og til að undirstrika það hófst sýningin á því að norsk þjóðlagasöngkona kom og kyrjaði sem gaf mjög mystískan tón. Þæfð ull var nokkuð áberandi á sýningunni og var skemmtileg tengin við íslenska sögu en einnig komu blúnda, flauel og silki sterkt inn.


ANITA HIRLEKAR

Aníta Hirlekar er afar spennandi og skapandi hönnuður. Hún hefur nú þegar vakið gríðarlega athygli í alþjóðlega tískuheiminum og hafa meðal annars tímarit á borð við Elle og Vogue tilnefnt hana sem upprennandi hönnuð. Hönnun Anítu Hirlekar endurspeglar auðlegð og sérstöðu þess handgerða og á sér engan líkan. Hönnunin hennar Anítu leggur einstaka og

sterka áherslu á áferð og liti efna sem notuð eru á stílhrein snið. Línan sem hún sýndi á RFF var afar glæsileg en jafnframt mjög klæðileg. Í bland við handgerðar flíkur með mjög afgerandi munstri voru settlegir silkikjólar með fallegu blómamunstri. Anita Hirlekar er merki sem við munum heyra um oft og reglulega næstu ár, Anita er rísandi stjarna í íslenskum tískubransa.

INKLAW CLOTHING

Inklaw er eitt allra ferskasta fatamerkið í íslensku tískusenunni. Það kemur frá sjálflærða hönnuðinum Guðjóni Geir Geirssyni en auk hans koma Anton Sigfússon, Róbert Ómar Elmarsson og Christopher Cannon að merkinu. Þeir vinna alla daga á saumastofu sinni í miðbæ Reykjavíkur og sauma flíkur eftir pöntunum. Inklaw hefur vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi í gegnum samskiptamiðla og hafa margar stórstjörnur, til að mynda Justin Bieber, látið sjá sig í flíkum frá merkinu. Þótt innblásturinn komi mikið úr hipphoppi þá er erfitt að einskorða hönnunina bara við þann stíl. Henni er ef til vill best lýst sem mínimalískum, fúnksjónal götufatnaði. Inklaw eru nýjungargjarnir og vinna ekki eftir gömlum hefðum heldur leitast þeir eftir að finna nýjar og jafnvel betrumbættar leiðir. Það mátti glöggt sjá á sýningu þeirra á RFF þar sem þeir settu allt á annan endann. Allar fyrirsæturnar voru í beinni á samfélagsmiðlum á meðan á sýningunni stóð, rafsígarettur spiluðu stórt hlutverk og í stað þess að ganga bara inn og út söfnuðust fyrirsæturnar í hóp á miðjum tískupallinum. Eftir að sýningunni lauk fóru svo allar flíkurnar beint í sölu í vefverslun merkisins.

41 / VIKAN


MAGNEA

MAGNEA er fatamerki undir stjórn Magneu Einarsdóttur fatahönnuðar. Hönnunin hennar einkennist af nýjungagjarnri nálgun í prjóni. Hún leikur sér gjarnan með andstæð efni og hugar einstaklega vel að hverju smáatriði í flíkunum. Magnea beitir hefðbundnum aðferðum en útkoman verður ávallt skemmtilega óútreiknanleg og nýjungargjörn. Magnea hefur meðal annars verið

tilnefnd til hönnunarverðlauna hérlendis en einnig hlotið tilnefningu til International Woolmark Prize. Tónninn var strax settur þegar tónlistin fór í gang og stefið úr laginu Bossy með Kelis hljómaði. Það sem vakti mesta athygli okkar var litavalið hjá Magneu en hún blandaði björtum lillabláum, túrkis, fúsíubleikum og límónugrænum saman við dempaða rústrauðan, khaki og gráan. Ótrúlega fersk og skemmtileg nálgun. Bleiki liturinn var sérstaklega mikið æði.

CINTAMANI

Cintamani er eitt af okkar þekktustu útivistarmerkjum. Hjá Cintamani er áhersla lögð á að framleiða gæða útivistarfatnað. Vetrarlínan 17/18 ber heitið Iceland From Below og er fyrsta línan frá nýju hönnunarteymi Cintamani, sem samanstendur af þeim Heiðu Birgisdóttur, David Young, Guðrúnu Lárusdóttur og Selmu Ragnarsdóttur. Hönnunarteymið tók liti, snið, efnisval og notagildi til mikillar íhugunar þegar flíkurnar voru hannaðar og framleiddar. Mikið var um fallegan retrógulan lit sem og klassískan khaki-grænan á sýningunni og það sem valdi mesta gleði hjá okkur var endurkoma anoraksins í ýmsum útfærslum. Skemmtileg uppákoma var í lok sýningarinnar þegar öll ljós voru slökkt og fyrirsæturnar komu aftur fram með höfuðljós eins og þau væru stödd neðanjarðar.

42 / VIKAN


BÆ TTU SMÁ SÓL Í UP P ÁH AL D SKREM I Ð ÞITT! HENTAR BÆÐI FYRIR ANDLIT OG LÍKAMA Fæst á eftirtöldum sölustöðum: Hagkaup, Lyfju, Lyf og heilsu, Árbæjarapoteki, Helenu Fögru, Snyrtimiðstöðinni, Snyrtist. Paradís, Wanitu, Riverside Spa, Mánagull, Fiðrildinu, Snyrtist. Snotru, Dekurhorninu, Snyrtihúsi Bergdísar, Abaco, Snyrtistofu Jennýjar Lind, Snyrtist. Grafarvogs, Snyrtist. Öldu, Snyrtistofunni Eftirlæti, Snyrtist. Hönnu, Snyrtist. Ílit, Snyrtist. Mízú, Snyrtistofu Bergdísar, Snyrtistofu Valgerðar, Snyrtihofinu, Snyrtistofunni Rós og Snyrtistofunni Cöru.


Hæfileikarík

baráttukona Eartha May Keith sem seinna tók sér nafnið Kitt fæddist og ólst upp í sárri fátækt á bómullarplantekru í Suður-Karólínufylki í Bandaríkjunum. Hún hafði stórkostlega og ákaflega sérstæða rödd og sló í gegn sem skemmtikraftur aðeins sextán ára gömul. Vegna uppruna síns hafði hún ævinlega samúð með blökkumönnum í fátæktarhverfum bandarískra borga og tók upp hanskann fyrir þá á fundi með Lady Bird Johnson. Það móðgaði forsetfrúnna og í tíu ár var Earthu ekki vært í Bandaríkjunum. Eartha lék kattarkonuna í sjónvarpi.

Þ

essi hugrakka og hreinskipta stúlka fæddist 17. janúar árið 1927. Móðir hennar Anne Mae var afkomandi afrískra þræla og cherokee-indíána. Sú saga komst á kreik að Eartha hefði komið undir þegar hvítur maður nauðgaði móður hennar. Sú saga hefur ekki verið staðfest og enginn veit nákvæmlega hver hann var. Sumir segja að hann hafi verið sonur eiganda búgarðsins, aðrir segja að um lækni byggðarlagsins hafi verið

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

vinnu hjá Kathrine Dunham Company og skemmti með þeim fram til ársins 1948. Á því tímabil gaf hún út á plötu lögin, Let’s Do It, Champagne Taste og C’est si bon. Röddin vakti hvarvetna athygli og unga glæsilega konan sem söng ekki síður.

Mest heillandi kona í heimi

Orson Welles hreifst af henni og kallaði hana mest heillandi konu í heimi. Hann bauð henni hlutverk Helenar af Tróju í uppsetninu sinni á „Lady Bird Johnson varð svo mikið um Dr. Faustus. Nokkrum árum síðar fékk hún að hún fór að gráta og það var meira en hlutverk í revíunni New maður hennar þoldi. Hann fékk CIA í lið Faces of 1952. Nú virtist leiðin á toppinn greið með sér og starfsferill Earthu Kitt var og Eartha hélt áfram að einfaldlega lagður í rúst.“ hljóðrita plötur, leika á sviði og í kvikmyndum. Hún hafði frá fyrstu tíð mikla samúð með börnum og unglingum að ræða en í minningargreinum um í fátækrahverfum stórborganna. Hún hana var sagt að hann hafi verið fátækur skildi að tækifærin voru fá og ofbeldi farandverkamaður. Hún ólst upp hjá umhverfisins gat af sér reiði og illsku sem móður sinni til átta ára aldurs en þá tók braust út í andfélagslegri hegðun. Líklega Anne Mae saman við svartan mann sem vildi ekki Earthu inn á heimilið því honum hefur hún getað tengt við líðan þeirra, enda alin upp við svipaðar aðstæður sjálf. fannst hún of ljós á hörund. Þegar mannréttindabarátta svartra byrjaði Litlu stúlkunni var þá komið fyrir hjá annarri fjölskyldu þar til móðir hennar lést varð hún strax fremst í flokki. Þegar John F. Kennedy var myrtur árið en þá var hún send til móðursystur sinnar 1963 tók varaforsetinn Lyndon B. Johnson Mamie Keith í New York. Þar fékk hún skólavist í Metropolitan Vocational High við stjórnartaumunum. Ári síðar var hann endurkjörinn og jók mjög þátttöku School og að prófi loknu fékk hún strax

44 / VIKAN

og íhlutun Bandaríkjamanna í stríðinu í Víetnam. Árið 1968 hafði andstaða við stríðið aukist mikið um öll Bandaríkin. Mannfall var gífurlegt og ungir menn komu heim skaddaðir bæði andlega og líkamlega. Að auki bárust fréttamyndir í gegnum sjónvarpið inn á hvert heimili þar sem andstyggð stríðsins varð lifandi og augljós. Um þetta leyti voru einnig flestir farnir að gera sér ljóst algjört tilgangsleysi þessa stríðs og krafan um að Bandaríkin drægju sig út úr því orðin hávær. Eartha með dóttur sína, Kitt.


Lady Bird Johnson boðaði hádegisberðar í Hvíta húsinu. Eingöngu konum var boðið. Tilgangurinn var að velta upp hugmyndum um hvernig þær gætu örvað metnað og hvatt unglinga til að gera betur í lífinu. Þarna var samankominn hópur hvítra miðstéttarkvenna sem fæstar höfðu nokkru sinni komið inn í hverfi svartra. Lady Bird var rík suðurríkjastúlka, alin upp við alls konar forréttindi og hafði aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn. Þegar maður hennar tók við forsetaembættinu setti hún á oddinn baráttu fyrir að hreinsa og fegra höfuðborgina með því að planta blómum og útfærði það átak síðan að þjóðvegum landsins þar sem hún plantaði þúsunum villiblóma.

ljótum sögum um hana. Meðal annars að hún væri sadisti og kynóð. Eartha var spurð í viðtali nokkru síðar hvort hún sæi eftir orðum sínum og hún svaraði: „Nei, ég iðrast einskis. Hvers vegna ætti ég að gera það? Ef henni fannst þetta svona óþægilegt er það hennar vandamál.“

Útlæg frá Ameríku

Þessi ósvífni hennar varð síst til að bæta skap hinna móðguðu ráðamanna en Eartha gafst ekki upp. Hún hélt til Evrópu og Asíu og næstu tíu árin tókst henni að hafa lifibrauð af tónleikhaldi og sjónvarpsvinnu. Hún fékk vinnu við sjónvarpsþáttinn The Good Old Days á áttunda áratugnum. Hann var framleiddur af BBC og eftir það bauðst henni að taka við hlutverki Dolores Gray í Stephen Dýrkeypt móðgun Sondheim Follies á West End í London. Kvennafundurinn gekk eins og við mátti búast þar sem hver konan af annarri steig Nokkru síðar setti hún upp einnar konu sýningu í Shaftesbury-leikhúsinu og í í pontu og lýsti því hvernig bandarískar báðum tilfellum söng hún sinn stærsta konur gætu sýnt stuðning á ýmsum smell I’m Still Here. sviðum allt þar til Kitt stóð upp og sagði: Eartha sneri aftur til New York þegar „Börn í Bandaríkjunum gera uppsteyt farið var í leikferð þangað með hinn af ástæðu. Þau gerast ekki hippar út af engu. Ástandið á Sunset Boulevard er ekki geysivinsæla söngleik Timbuktu. Þetta var árið 1978 og tilnefning til Tony-verðlauna fylgdi í „Eartha var spurð í viðtali nokkru síðar kjölfarið. Árið 1984 átti hún óvænt „comeback“ hvort hún sæi eftir orðum sínum og með diskósmellinn hún svaraði: „Nei, ég iðrast einskis. Where is My Man. Hún Hvers vegna ætti ég að gera það? Ef sló óvænt í gegn meðal samkynhneigðra manna henni fannst þetta svona óþægilegt er og þá vaknaði einnig það hennar vandamál.“ baráttuandinn af dvala og hún hóf að berjast fyrir réttindum HIV-smitaðra og kom oft fram á góðgerðarskemmtunum eins og það er af ástæðulausu. Þau eru í þar sem verið var að safna fé til rannsókna uppreisn gegn einhverju. Það eru margir á sjúkdómnum. Seint á níunda áratugnum svo margir hlutir sem brenna á fólkinu í kom hún svo fram á Broadway að þessu landi sérstaklega á mæðrum. Þeim nýju í Wizard of Oz í hlutverki vondu finnst að þær eigi að ala upp syni – og ég nornarinnar úr vestri og síðar í The Wild veit hvernig það er, og þú átt sjálf börn Party. Eftir aldamótin lék hún dísina góðu Mrs. Johnson – við ölum upp börn og í Öskubusku. Vegna þess hve sérstæð sendum þau síðan í stríð.“ rödd hennar var fékk hún einnig oft vinnu En Eartha hafði ekki lokið sér af. Hún við talsetningar. Hún lék í myndinni And hélt áfram. „Þú sendir úrval ungmenna Then Came Love á móti Vanessu Williams þessa lands utan til að láta skjóta þau og og við tóku fleiri kvikmyndahlutverk. limlesta. Þau gera uppreisn á strætum Eartha Kitt var ekki neitt úti. Þau munu reykja hass og komast sérstaklega farsæl í einkalífi sínu. í vímu. Þau munu ekki vilja ganga í Hún átti í ástarsambandi við skóla því þeirra bíður ekki annað en að snyrtivöruframleiðandann Charles vera rifin af mæðrum sínum og send til Revson en eftir skilnað þeirra tók hún Víetnam.“ Hún lauk ávarpi sínum með saman John Barry Ryan III erfingja mikilla því að segja: „Víetnam er helsta ástæða þess að við eigum í vandræðum með ungt bankaauðæfa. Það samband entist heldur fólk í Ameríku. Það er stríð sem er háð án ekki en árið 1960 giftist hún John William McDonald. Þau eignuðustu dótturina Kitt tilgangs og skýringa.“ ári síðar, en þau skildu árið 1965. Eftir Lady Bird Johnson varð svo mikið um það átti hún ekki í langtímasamböndum. að hún fór að gráta og það var meira en Lengst af bjó hún á stórum búgarði í maður hennar þoldi. Hann fékk CIA í Connectecut en flutti sig um set árið lið með sér og starfsferill Earthu Kitt var 2002 til Fairfield í sama fylki til að einfaldlega lagður í rúst. Séð var til þess að enginn næturklúbbur fékkst til að ráða komast nær dóttur sinni. Eartha lést úr hana í vinnu, kvikmyndaborgin var henni ristilkrabbameini á jóladag árið 2008. Dóttir hennar Kitt var hjá henni þegar hún lokuð og enginn leikhúsmaður þorði að dó en þær mæðgur voru mjög nánar. ráða hana. Að auki var dreift alls konar

45 / VIKAN


HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ

STÍLHREIN

og töff baðherbergi

Línan, 48.700 kr.

UMSJÓN: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR / hildurf@birtingur.is

Það er engin ástæða til þess að skilja baðherbergið út undan þegar heimilið er gert upp.

Ikea, 14.950 kr.

Hrím, 12.990 kr.

Snúran, frá 2.990 kr.

Snúran, 650 kr.

46 / VIKAN

Esja Dekor, 5.990 kr.

Ikea, 5.950 kr.


Fakó, 2.900 kr.

Snúran, 39.900 kr.

Fakó, 1.195 kr.

Snúran, 2.990 kr.

Snúran, 5.990 kr.

Vinsældir gólf- og veggflísa hafa aukist til muna undanfarin ár, hvort sem það eru stílhrein form eða skrautleg munstur.

Esja Dekor, 9.990 kr.

Fakó, 2.995 kr.

Snúran, 15.500

kr.

Línan, 3.900 kr.

47 / VIKAN


Annie Leibovitz

Þau

SETTU SVIP Á TÍSKUNA

Starf tískuljósmyndarans er oft vanmetið. Hann stendur jú fyrir aftan myndavélina en módelið fyrir framan. Stílistinn sér um fatnaðinn og uppstillinguna og hvað er þá eftir? Gagnstætt því sem margir halda sjá margir tískuljósmyndarar um alla hugmyndavinnu, finna stað fyrir myndatökuna og sjá um að birtan geri sitt til að vekja töfrana. Nokkrir frumkvöðlar í tískuljósmyndun hafa sett svo rækilega svip sinn á fagið að þeir bera höfuð og herðar yfir aðra.

TEXTI: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR

VILDI SÝNA TILFINNINGAR

Flestir þekkja nafn Richard Avedons en ekki allir vita fyrir hvað hann var frægur. Hann byrjaði að taka tískuljósmyndir eftir að hann losnaði úr hernum árið 1944. Fram að því hafði hann einkum tekið portrett af samstarfsmönnum sínum um borð í flutningaskipum bandaríska flotans. Þessar myndir voru ætlaðar til þess að hægt væri að þekkja mennina ef eitthvað kæmi fyrir á siglingum þeirra yfir hafið á stríðstíma. Richard var tvö ár í hernum en tókst að komast að í læri hjá hinum þekkta Alexey Brodovitch, sem þá var listrænn stjórnandi hjá Harper’s Bazaar, í The New School for Social Research í New York. Alexey var fljótur að sjá hvað í honum bjó og réð hann í vinnu. Richard tók allt aðra stefnu en tískuljósmyndarar höfðu gert fram að því og leitaðist við að sýna mannlegar hliðar fyrirsætnanna. Það þýddi að hann reyndi að draga fram svipbrigði þeirra og viðkvæmnislegar hliðar. Hann var ekki mikið fyrir skraut og einfaldaði mjög alla umgjörð myndanna. Richard Avedon vann fyrir Harper’s Bazaar í tuttugu ár en flutti sig yfir til

48 / VIKAN

Vogue árið 1965. Þar var hann fastráðinn til ársins 1988 en hélt áfram að vinna að myndatökum í lausamennsku fyrir margvísleg tímarit fram í andlátið árið 2004. Andlitsmyndir hans má sjá víða í listasöfnum en einnig hefur hann haft gríðarleg áhrif á þá ljósmyndara sem á eftir komu.

LÍNUDANSARINN GUY BOURDIN

til staðar. Í sumum er eins og hætta liggi í loftinu og ekki alltaf skýrt hvort fyrirsætan sé slösuð eða jafnvel látin. Þetta gerir þær svo forvitnilegar að áhorfandinn getur ekki stillt sig um að rýna í þær, leita að táknum og túlka. Samfélagsleg tabú eru honum hugleikin og margar mynda hans eru auk þess mjög súrrealískar. Hugsanlega má að einhverju leyti rekja þetta til þess að sambönd Guy við konur voru ævinlega stormasöm. Gagnrýnendur hans hafa sagt hann hlutgera konur en hvort sem það er rétt eður ei breytti Guy Bourdin mjög aðferðum tískuljósmyndara og hvernig konur bæði sýndu sig og voru sýndar í auglýsingum, tónlistarmyndböndum og tískuþáttum tímaritanna.. Hann neitaði ævinlega að halda sýningar og gaf aldrei út ljósmyndabók. Þrátt fyrir það hafa myndir hans lifað og haft umstalsverð áhrif á þá ljósmyndara sem á eftir komu. Guy Bourdin lést árið 1991 sextíu og þriggja ára að aldri.

Guy Bourdin hefur verið kallaður gluggagægir ljósmyndaheimsins, enda er stíll hans þannig að það er engu líkara en að fyrirsætan sé að gera eitthvað þar sem hún heldur að enginn sjái til. Hann gekk á tánum á þeirri f ínu línu sem stundum aðskilur tískuljósmyndir og klám en tókst einhvern veginn alltaf að halda sig réttu megin við strikið. Myndir hans eru listrænar og einstakar og ávallt eftirminnilegar. Hann fæddist í París og líkt og Richard Avedon fékk hann fyrst þjálfun í ljósmyndun í hernum. Margir hafa viljað rekja það ofbeldi sem oft má sjá í myndum hans til þeirrar reynslu. ALVEG NÝ SÝN Myndir hans eru ávallt mjög uppstilltar Óhætt er að fullyrða að fáir komist og undirtónn dulúðar og kynlífs er iðulega með tærnar þar sem Annie Leibovitz


Richard Avedon

hefur hælana. Hún er án efa áhrifamesti ljósmyndari okkar tíma. Annie hefur tekist að skapa myndir sem eru svo áhrifamiklar og kröftugar að þær eru löngu orðnar klassískar. Myndir hennar má sjá alls staðar. Hún á reglulega forsíður blaða eins og Vogue og Vanity Fair og flestir þekktir tískuhönnuðir hafa valið hana til að taka myndir fyrir auglýsingaherferðir sínar. Hún hefur einnig myndað fyrir fyrirtæki á borð American Express og hið þekkta tónlistartímarit Rolling Stone. Annie er ekki síður fræg fyrir listrænar myndir sínar af sjálfri sér, frægu fólki og fjölskyldu sinni en hún eignaðist þrjár dætur, þá elstu þegar hún var 51 árs en tvíbura árið 2005 með hjálp staðgöngumóður. Hún átti einnig í ástarsambandi við Susan Sontag í fimmtán ár og þær ferðuðust víða um heim saman og Annie myndaði það sem fyrir augu bar. Susan lést árið 2004. Meðal þekktra mynda eftir Annie er síðasta ljósmynd sem tekin var að John Lennon áður en hann var myrtur 8. desember árið 1980 en áður hafði hún myndað þau Yogo saman uppi í rúmi, hana fullklædda en John nakinn að hjúfra sig upp að konu sinni. Annie Leibovitz býr í Waterbury í Connecticut og er enn að taka myndir.

VILDI SNERTA HJÖRTUN

Aðspurður um hvað góð ljósmynd væri svaraði Irving Penn: „Góð ljósmynd tjáir staðreyndir, snertir hjartað og skilur áhorfandann eftir breyttan og betri mann eftir að hafa séð hana. Í einu orði sagt er hún áhrifamikil.“ Þessi frumkvöðull breytti veröld tískuljósmynda og mannamynda þegar hann steig fram

árið 1940 og vann auglýsingar fyrir Saks á Fimmta breiðstræti í New York. Hann lærði teikningu og hönnun og hafði unnið sem slíkur í lausamennsku áður en hann sneri sér að ljósmyndun. Hann lærði einnig hjá hinum mikla tískumógúl Alexey Brodovitch. Myndir hans þóttu mínimalískar og minna um margt á teikningar. Hann kaus ævinlega einfaldan bakgrunn og skaut víð skot þar sem engu að síður sást ekkert sem dregið gat athyglina frá viðfangsefninu. Hann hafði mjög sérstæðan stíl og tjáningu og gagnrýnendur töluðu um að hann hefði skapað sitt eigið sjónræna tungumál. Hann vann áratugum saman fyrir Vogue og var einstaklega lagið að taka fallegar mannamyndir sem endurspegluðu persónuleika fólksins. Hann er einnig þekktur fyrir kyrralífsmyndir frá framandi menningarheimum og af sérstæðu fólki sem hafa skilað myndum hans inn á ótal listasöfn víða um heim. Irving Penn lést árið 2009 níutíu og tveggja ára gamall.

Irving Penn

FRUMKVÖÐULL Í TÆKNIVINNU

Bretinn Nick Knight byrjaði ljósmyndaferilinn með myndaröð úr menningarkima bresku skallabullanna eða skinheads. Hann var sannfærður um að ljósmyndun væri gott tæki til að grandskoða félagslegan veruleika og vera

49 / VIKAN


Mario Testino

Guy Bourdin

kveikjan að þróun. Í starfi sínu var hann trúr þessari skoðun og fleytti nýstárlegum hugmyndum inn í tískutímaritin. Hann er einn þeirra sem tekið hefur stafrænu tækninni opnum örmum og hefur sagt að hún sé rökræn þróun listrænnar tjáningar í ljósmyndun og mikilvægt sé að ljósmyndarar taki framtíðinni opnum örmum og nýti sér þessa tækni til að skerpa sína sýn og hugmyndir. Hann hefur nýtt sér bæði Netið og vídeómyndir í starfi sínu og stofnaði SHOWstudio.comvefsíðuna til að geta sent út upptökur af ljósmyndatökum sínum og allri listrænni vinnu á bak við hverja mynd. Hann leikstýrði vídeóinu við lag Lady Gaga, Born This Way.

HEILLAÐI MADONNU

Mario Testino er maðurinn á bak við óteljandi forsíður tímarita á borð við Vogue og Vanity Fair. Portrettmyndir hans af Margaret Thatcher, Önnu Wintour, Gwyneth Paltrow, Lady Gaga, Kate Middleton, Vilhjálmi prinsi og fleiri þekktum einstaklingum hafa farið víða.

50 / VIKAN

Þær þykja teknar af næmni og skilningi og gera viðfangsefnin einstaklega aðgengileg í stað þess að stilla þeim á þann stall sem frægu fólki er gjarnan tyllt á. Hann fæddist í Perú en flutti til London árið 1976. Hann náði að setja saman möppu þrátt fyrir lítil efni og barðist lengi við að vekja athygli ritstjóra blaðanna á hæfni sinni. Lítið gekk fyrstu árin og það var ekki fyrr en árið 1995 að Madonna sá myndir eftir hann í litlu tískutímariti og heillaðist að ísinn brotnaði loks. Hún krafðist þess að hann tæki myndirnar í auglýsingaherferð Gianni Versace sem hún hafði samþykkt að taka þátt í. Eftir það var leiðin greið og síðan þá hefur Mario Testino myndað ótal tískuþætti, verið maðurinn á bak við myndavélina í ótal auglýsingum fyrir Burberry, Michael Kors, Dolce & Gabbana, Valentino, Estée Lauder, Miu Miu, Hugo Boss og fleiri. Listinn er í raun endalaus. Að auki hefur hann gefið út níu bækur og er einnig þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem fyrst uppgötvuðu Kate Moss.

Nick Knight


Lífrænt rauðrófuduft í hylkjum Kristbjörg Jónsdóttir, zumbakennari og hlaupari:

„Beetroot hefur gefið mér aukna orku í íþróttum og losað mig bæði við hand - og fótkuldann.“

Jóhannes S. Ólafsson, útgerðarmaður og skipstjóri :

„Í kjölfar hjartaáfalls rauk kólesterólið upp úr öllu valdi. Rauðrófuhylkin hjálpuðu mér að ná því niður í eðlilegt horf á örfáum mánuðum. Auk þess hef ég minnkað lyfin við sykursýki II um helming eftir að ég byrjaði að taka þau inn.“ Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana


staðurinn minn Umsjón: Íris Hauksdóttir / irish@birtingur.is Mynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir

Kubba til að

gleyma

4.

1.

2.

1 Fullt nafn: Daði Freyr Pétursson Aldur: 24 ára Starf: Nemi Maki: Árný Fjóla Ásmundsdóttir Börn: Ekki enn Morgunhani eða nátthrafn: Nátthrafn, pottþétt. Hver væri titill ævisögu þinnar? Rétt að byrja! Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? Prince, hann var kúl.

3. 2

5.  5

Daði Freyr Pétursson vann hug og hjörtu þjóðarinnar með lagi sínu Is it love? í Söngvakeppni 4 ásamt Sjónvarpsins nú nýverið. Daði sem búsettur er í Berlín fékk kærustu sína til að mynda sig eftirlætis eigum hans í íbúð þeirra við Reinickendorf en stúdíóið hans tekur yfir nær helming stofunnar.

1. Fuglarnir ofan á hátalaranum hægra megin eru smíðaðir af afa mínum. Hann er mjög fær smiður og hönnuður. Ég á líka jólatré sem hann smíðaði og kertastjaka sem mér þykir mjög vænt um. Þessa fugla gerði hann og gaf barnabörnunum í jólagjöf á síðasta ári.

2. Launchpadinn sem er vinstra megin við lyklaborðið hef ég átt lengi. Þegar RetRoBot vann músíktilraunir 2012 var ég líka valinn rafheili Músíktilrauna og fékk þá að launum gjafabréf í Tónastöðinni sem ég notaði til þess að kaupa hann. Svo spreyjaði ég hann regnbogalitaðann. 52 / VIKAN

3. Keytarinn undir borði keypti ég á

eBay fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur verið hluti af mörgu glensi og var meðal annars stór hluti af atriðinu fyrir Söngvakeppnina. Mér finnst líka mjög gott að eina demóið sem er í honum er Last Christmas.

4. Legókubbarnir ofan á vinstri

hátalaranum eru nokkuð nýir. Ég lék mér nánast eingöngu með legókubba þegar ég var lítill og það hefur mótað mig mikið held ég. Gömlu kubbana geyma mamma og pabbi fyrir komandi barnabörn, en ég keypti mér nýja sem ég kubba með

þegar ég vil aðeins slökkva á restinni af heiminum.

5. Plötusafnið fyrir aftan mig byrjaði

ég að safna með Árnýju þegar við vorum að byrja að búa saman fyrir rúmlega fjórum árum. Það vantar reyndar alveg fullt í safnið, við erum dugleg að kaupa tónlist og einu sinni keyptum við safn af Ungmennafélagi Skeiðamanna sem geymdi margar perlur. Meirihlutinn af því er enn þá á Íslandi.


ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!

t t ý N

Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐI

HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐI

APPELSÍNU BRAGÐ SYKURLAU

APPELSÍNUBRAGÐ SYKURLAUST

Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Strefen-A4.indd 1

31/01/17 14:12


flott og gott

Sumarið nálgast Green Arden Mimosa er nýtt og ferskt dömuilmvatn frá Elizabeth Arden.

Sjampó og hárnæring frá Nivea fyrir þykkt, þurrt og slitið hár.

Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Mynd: Aldís Pálsdóttir

Geggjaðir burstar úr Bold Metals Collection-línunni frá Real Techniques, Flat Contour 301 og Tapered Blush 300.

54 / VIKAN

Life Plankton Essence er djúpvirkur, róandi og kælandi rakagjafi sem dregur úr roða og óþægindum, mýkir, nærir og þéttir húðina ásamt því að gefa henni aukinn ljóma.

Green Tea Mimosa Honey Drops hafa sömu virkni og vinsæla Green Tea-kremið sem margir hafa notað árum saman en er með öðrum ilmi.


Nokkrar einfaldar jógaæfingar í boði YOGI TEA®

Viska náttúrutaktsins Indversk goðafræði birtir gyðjur með þúsund arma. Að hafa jafnvægi milli karlægrar og kvenlægrar orku hjálpar okkur að gera þúsund hluti í einu, sem og að koma jafnvægi á náttúrulegan takt lífsins. Þetta ljúffenga létta te er blanda af blóðbergi, lakkrís, lofnarblómi og rifsberjalaufum – sem saman gera þetta verk dálítið auðveldara.

Öndun sem stuðlar að jafnvægi andlegrar orku hugans Sittu með krosslagða fætur og mænunu beina. Handleggi beina og hliðar handanna hvíla á hnjánum. Fingurbroddar vísifingra og þumla eiga að snertast til að mynda hring og hafðu hina fingurna beina. Augun opin og horfa beint áfram. Andaðu inn um nefið í 5 sekúndur. Bíddu í 10 sekúndur og andaðu svo út um nefið í 5 sekúndur. Haltu áfram í 3-11 mínútur. Einbeittu þér að inn- og útflæði andardráttarins.

Sæt endurnýjun

Náttúran er svo einstaklega hrein og fersk eftir rigningu. Á sama hátt hefur okkar eigin náttúra hæfni til að endurnýja sig í reglulegri hringrás. Jurtir geta hjálpað okkur við þetta. YOGI TEA Detox er hæfileg blanda af sætum lakkrís og krydduðu engifer, blandað saman með okkur viðjurtunum þetta. Túnfífil og Kröklöppu. Kardimomma, klassísku kóriander, salvia og fennika fullkomna þetta bragðgóða og vinsæla te.

Auðvelt jóga til hreinsunar

Sittu á hælunum með hnén langt í sundur. Settu ennið í gólfið og slakaðu á í þessarri stöðu með handleggina teygða fram og lófa saman. Andaðu í löngum og djúpum andardráttum um nefið í 1-3 mínútur. Sestu síðan hægt upp í upprétta stöðu, dragðu andann djúpt nokkrum sinnum og slakaðu á. Reyndu þessa einföldu öndunartækni í sameiningu við þessa jóga stöðu til að njóta hreinsandi áhrifana.

Gott jafnvægi allan daginn

YOGI TEA Green Tea Matcha sameinar grasafræði Ayurveda og handbragð búddista við gerð græns tes. Grænir Tenchatoppar, sem eru í skjóli frá sólarljósi síðustu vikur fyrir uppskeru til að ná fram fínlegu, fersku og mildu bragði, blandast hágæða Matcha sem Búddamunkar neyttu við langar hugleiðslustundir. Safaríkt sítrónugras og bragðmikil límóna umlykja þessa dásamlegu teblöndu og veita mjög sérstaka bragðupplifun.

Jógaæfing sem hjálpar þér að finna jafnvægið þitt Teygðu fótleggina fram og styddu þig handleggjunum fyrir aftan bak á gólfinu svo líkaminn sé stöðugur. Lyftu vinsti fótlegg og handlegg samtímis. Endurtaktu svo með hinu Haltu áfram í þrjár mínútur.

með að hægri parinu.

Bjartsýni við nýtt upphaf Ljúffengt bragðið af engifer hitar upp líkamann að innan og lyftir andanum. Sítrónubragðið hreinsar hugann og lyftir upp sálinni. Vottur af sítrónugrasi, lakkrís og svörtum pipar koma með létt, kryddað og sætt bragð. Þetta te er alltaf ljúffengt, það hressir á sumrin og færir yl í kroppinn á veturna.

Sjálfstraust Stundum erum við háð lofi og samþykki annarra. Til er einföld staðfesting sem færir þér þinn eigin styrk aftur: Þrýstu þumlinum að holdinu undir litlafingri og krepptu hnefann. Segðu við sjálfa/n þig áður en þú hittir annað fólk: "Ég er heilbrigð/ur, ég er hamingjusöm/samur, ég er frábær".


Bætt

heilsa, lægri

blóðsykur

M

örg okkar eru með of háan blóðsykur vegna óhóflegrar neyslu sykurs og auðmeltra kolvetna. Það leiðir ekki aðeins til fitusöfnunar heldur eykur mjög hættu á sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og vitglöpum. Dr. Michael Mosley er læknir og þáttagerðarmaður en þekktastur sem höfundur metsölubókarinnar um 5:2-mataræðið. Nú hefur hann beint sjónum sínum að háum blóðsykri og sett saman aðferð sem allir geta nýtt til að grípa í taumana og bæta eigin heilsu. Blóðsykurskúrinn er róttækur kúr sem snýst um að borða 800 hitaeiningar á dag í allt að átta vikur til að ryðja brautina fyrir grennri og heilbrigðari framtíð. Kúrinn er nefnilega ekki bara skammtímalausn heldur lífsstílsáætlun byggð á þremur grundvallaratriðum sem þú heldur áfram að hafa að leiðarljósi eftir að átta vikunum lýkur. Skoðum þessi þrjú grundvallaratriði frekar.

1. Miðjarðarhafsmataræðið

Í viðamiklum rannsóknum hafa vísindamenn komist að því að fólk fær mikla heilsubót af svokölluðu Miðjarðarhafsfæði og því gengur vel að halda sig við það af því að því finnst það aðgengilegt og ánægjulegt. Um er að ræða heilnæma og bragðgóða fæðu. Lítið er um sterkjurík og auðmelt kolvetni en mikið af vítamínum og flavoníðum sem vinna gegn sjúkómum. Mataræðið er auðugt af ólífuolíu, hnetum, ávöxtum og grænmeti en inniheldur líka mikið af dásamlegum fæðutegundum, sem okkur hefur verið sagt lengi að borða ekki, svo sem ófituskertri jógúrt og eggjum. Þó svo að mataræðið sé kennt við Miðjarðarhafslöndin er hægt að laga það að ýmiss konar matagerð, eins og kínverskri, indverskri, mexíkóskri eða skandinavískri. Í bókinni er að finna handhæga matseðla fyrir fjórar vikur sem auðvelt er að fylgja.

2. Hreyfing

Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa sig, samt gengur okkur illa að finna tíma eða áhuga til þess að fara

56 / VIKAN

reglulega út að hlaupa eða í ræktina. Meiri hreyfing er ein besta leiðin til að umsnúa insúlínviðnámi sem liggur til grundvallar flestum blóðsykurstruflunum. Í bókinni er bæði að finna auðvelda aðferð til að meta núverandi form og fylgjast með hvernig það breytist yfir þessar átta vikur auk þrekþjálfunarprógramms sem getur á fáeinum vikum bætt þol og styrk bæði lungna og hjarta. Það besta er að þetta útheimtir bara nokkrar mínútur á viku.

3. Hugarfar

Síðasta grundvallaratriðið er að koma höfðinu í lag og læra að losa sig við streitu og draga úr hugsunarlausu áti. Við þekkjum öllu hve auðvelt er að að teygja sig í sætindi þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þar er streituhormónið kortisól að verki en auk þess að ýta undir huggunarát eykur korisól insúlínviðnám líkamans og það veldur svengd. Allt eru þetta góðar ástæður til að draga úr streitu. Að mati Mosley er núvitund besta leiðin til að minnka streitu og byggja upp staðfestu. Núvitund er afbrigði af hugleiðslu og vinsældir hennar hafa aukist til muna á undanförnum árum. Nokkrar stuttar núvitundarstundir á viku ættu að vera nóg til að draga úr streitu og kvíða.


ALLTAF VELKOMIN

RÉTTU DEKKIN! Réttu dekkin draga fram bestu eiginleika bílsins og veita hámarks öryggi við misjöfn akstursskilyrði. Fáðu ráðleggingar fagmanna okkar við val á réttum dekkjum fyrir þig.

Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045

Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110

Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210

Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600

Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333

nesdekk.is

561 4200


LÍFSREYNSLA

Vinkona mín STAL KÆRASTA MÍNUM Jói var stóra ástin í lífi mínu. Það sé ég sífellt betur eftir því sem lengri tími líður frá því að við hættum saman. Við kynntumst á djamminu, bæði í háskólanámi þegar það var og urðum yfir okkur ástfangin á örfáum vikum. Við bjuggum saman í þrjú ár en þá ákvað vinkona mín að koma upp á milli okkar og tókst það.

Mín fyrsta hugsun þegar ég sá Jóa standa við barinn var: Mikið er þetta fallegur maður. Ég brosti til hans og seinna sagði hann mér að þetta bros mitt hefði verið hvatningin sem hann þurfti til að ganga yfir til mín og byrja að spjalla. Við nutum þess svo mikið að tala að við fórum út af kránni og gengum niður að Tjörn, sátum þar á bekk í hátt í tvo tíma áður en hann fylgdi mér heim. Við kvöddumst með kossi þetta fyrsta kvöld og hann fékk símanúmerið mitt. Strax daginn eftir hringdi hann og fljótlega kom í ljós að við Jói höfðum ótrúlega lík viðhorf til lífsins. Við vorum bæði áhugasöm um þau fög sem við vorum að læra og í hans tilfelli var stóri draumurinn að rætast. Hann var sex ára þegar hann fyrst lýsti því yfir að þetta vildi hann læra og hann hvikaði aldrei frá því. Ég hafði aftur á móti farið nokkrar krókaleiðir að mínu en eftir að hafa byrjað í tveimur öðrum fögum og gefist upp vissi ég að ég var á réttri leið.

BÆÐI KRISTIN

Okkar langði báðum að búa utanlands um tíma, eignast börn, vera sparsöm og safna fyrir húsnæði og við höfðum mjög líkan smekk á draumaeigninni. Það vissum við því eitt af því sem okkur þótti gaman að gera saman var að skoða fasteignaauglýsingar og tímarit um híbýlaprýði. Jói var alinn upp á trúuðu heimili og þótt hann væri ekkert sérstaklega trúrækinn var hann ekki feiminn við að lýsa því yfir að hann væri kristinn og ég fann mikinn samhljóm með þessum viðhorfum.

58 / VIKAN

Eftir að hafa verið nánast óaðskiljanleg í hálft ár ákváðum við að leigja saman íbúð og byrja að búa saman. Minningin um mánuðina þegar við vorum að setja saman heimili okkar eru þær bestu sem ég á. Oft og iðulega rifja ég þessa tíma upp í huganum þegar mér líður illa og þá birtir alltaf yfir mér. Jói var einstaklega laghentur og við fengum gefins gömul húsgögn sem honum tókst að gera ótrúlega falleg. Hann hafði líka gott auga fyrir möguleikum á að breyta og bæta á ódýran hátt. Að hluta hafði hann alist upp hjá afa sínum og ömmu

„EFTIR SAMBANDSSLITIN KOM JÓI AFTUR TIL MÍN OG VILDI REYNA AÐ LAGA HLUTINA. HANN SAGÐI AÐ HILDUR HEFÐI BÓKSTAFLEGA SETIÐ UM SIG OG ÆTLAÐ SÉR HANN FRÁ UPPHAFI. ÉG TRÚÐI ÞVÍ ALVEG EN GAT EKKI Á ÞVÍ AUGNABLIKI HUGSAÐ MÉR AÐ TAKA SAMAN VIÐ HANN AFTUR.“ en þau voru mjög sparsöm og útsjónarsöm og Jói hafði margt af þeim lært. Fljótlega var litla íbúðin okkar orðin óskaplega notaleg og vinir okkar söfnuðust oft saman hjá okkur á kvöldin. Þá var margt rætt, mikið hlegið en þess á milli legið yfir sjónvarpsþáttaröðum eða unnið

að skólaverkefnum. Við vorum mjög félagslynd að eðlisfari svo þetta var einmitt eins og við vildum hafa það.

HRÓSAÐI MANNI SÍNUM

Jói útskrifaðist ári á undan mér og fékk fljótt góða vinnu. Ég var að vinna að meistaraverkefninu mínu þegar Hildur vinkona flutti aftur til landsins eftir nokkurra ára búsetu úti. Við höfðum verið saman í grunnskóla og menntaskóla og verið mjög nánar vinkonur á þeim árum. Hún var hluti af stelpuklíku sem ég tilheyrði. Þegar Hildur flutti heim var hún nýskilin og mjög svekkt og bitur út í manninn sinn fyrrverandi og leitaði mikið til mín. Mér fannst sjálfsagt að hjálpa henni og hlustaði á hana rekja aftur og aftur grimmd eiginmannsins frammi í eldhúsi meðan félagar okkar Jóa spjölluðu í stofunni. Mjög margir komu til mín og vöruðu mig við þessu sambandi við Hildi. Þeir bentu mér á að ég væri meðvirk með henni, leyfði henni að hafa of mikil áhrif á líf mitt og að allir aðrir væru búnir að fá nóg af henni. Enginn af gömlu vinkonunum nennti orðið að hafa samskipti við hana. Ég hlustaði ekki á þetta. Í mínum huga var þetta vinkona að ganga í gegnum erfiða hluti og ég væri enginn vinur ef ég hjálpaði ekki. Hún sagði mér margar ljótar sögur af fyrrum manni sínum og eigingirni hans. Ég var þá vön að segja henni á móti frá því hversu dásamlegur Jói væri, hlýr, indæll, hjálpsamur og skemmtilegur. Þetta átti heldur betur eftir að koma mér í koll. Ég hafði mikið að gera eftir áramót þennan vetur. Meistaraverkefnið reyndist meira krefjandi en ég hafði gert ráð fyrir


„ MÍN FYRSTA HUGSUN ÞEGAR ÉG SÁ JÓA STANDA VIÐ BARINN VAR: MIKIÐ ER ÞETTA FALLEGUR MAÐUR.“ og oft þurfti ég að sitja fram eftur kvöldum og vinna til að geta haldið áætlun. Þegar ég kom loks heim var Hildur oft þar á tali við Jóa. Til að byrja með hélt ég bara að hún hefði komið að hitta mig og ekki áttað sig á að ég væri ekki komin heim. Þegar þetta gerðist aftur og aftur fór ég að velta fyrir mér hvað gengi eiginlega á. Ég ákvað að ganga hreint til verks og spyrja Hildi beint út.

Í FAÐMLÖGUM Á SÓFANUM

Hildur lést verða óskaplega sár þegar ég spurði hana hvers vegna hún kæmi og heimsækti kærastann minn þegar ég væri ekki heima. Hún sagðist auðvitað vera að koma til mín en hún væri einmana og þætti því gott að sitja að spjalli við Jóa svolitla stund áður en hún færi heim. Ég trúði henni ekki. Það var eitthvað við það hvernig hún talaði sem hringdi ótal viðvörunarbjöllum hjá mér. Ég spurði Jóa hvað honum fyndist um þetta og af sínu venjulega jafnaðargeði sagði hann að sér væri alveg sama. Ég get ekki sagt að ég hafi verið áhyggjufull. Ég treysti Jóa fullkomlega og var alveg viss um að hann myndi aldrei svíkja mig en mér fannst þetta smekklaust af Hildi og gera aðstæður mjög vandræðalegar. Ég talaði um þetta við mína bestu vinkonu og við vorum sammála um að ég þyrfti að taka fyrir þetta á mjög

ákveðinn hátt. Það yrði þá bara að hafa það sambandsslitin kom Jói aftur til mín og ef Hildur yrði svo móðguð að hún fengist vildi reyna að laga hlutina. Hann sagði að ekki til að tala við mig meira. Næsta kvöld Hildur hefði bókstaflega setið um sig og ætlaði ég að taka stóra skrefið og reka Hildi ætlað sér hann frá upphafi. Ég trúði því alveg en gat ekki á því augnabliki hugsað út úr lífi okkar í eitt skipti fyrir öll. Ég flýtti mér því að ljúka öllu sem ég mér að taka saman við hann aftur. Nú er þurfti að gera fyrir daginn og var komin það orðið of seint og ég sé mjög mikið eftir heim mun fyrr en venjulega. Ég opnaði að hafa ekki athugað hvort við gætum lagað hurðina á íbúðinni og gekk rakleitt inn í þetta en enn meira sé ég eftir að hafa tekið stofu. Þar sátu Jói og Hildur í faðmlögum á móti Hildi inn á heimilið. á sófanum. Ég tók andann á lofti, snerist á hæl og gekk beint út aftur. Ég fór heim til pabba og mömmu og brotnaði gersamlega niður. Næstu daga lá ég fyrir og grét heilu og hálfu dagana. Ég vonaði í fyrstu að Jói myndi hafa samband en hann Verð frá 3.900 kr. gerði það aldrei. Það endaði með að ég tók mig saman í andlitinu og fór til hans til að gera upp okkar mál. Hann tók á móti mér vandræðalegur og leiður, sagðist vera ástfanginn af Hildi. Þetta hefði ekki átt að gerast en svona væri málum komið. Við gengum frá okkar búskiptum, sem voru mjög einföld, á nokkrum dögum. Hildur og Jói fór fljótlega að búa saman en samband þeirra entist bara nokkra mánuði. Eftir Hamrahlíð 17

VÖNDUÐ LESGLERAUGU

Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002

59 / VIKAN


krossgáta

Sendið lausnarorðið fyrir 26. apríl 2017, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar, á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 15. tbl. 2017 Lyngási 17 210 Garðabæ

60 / VIKAN

Krossgátuverðlaun

8 vikna blóðsykurkúrinn

Einn heppinn þátttakandi fær bókina 8 vikna blóðsykurkúrinn eftir dr. Michael Mosley. Mörg okkar eru með of háan blóðsykur vegna óhóflegrar neyslu sykurs og auðmeltra kolvetna sem leitt getur til ýmissa lífsstílstengdra sjúkdóma. Í bókinni útskýrir Mosley hvernig losna má við kviðfitu og lækka blóðsykursgildin. Bókin er fyrir alla sem hafa átt í vandræðum með aukakílóin og vilja bæta heilsu sína og draga úr sjúkdómahættu, án lyfja. Karl Emil Gunnarsson þýddi. Útgefandi: Vaka Helgafell.

Vinningshafi í 13. tbl. 2017

Sigríður Kristjánsdóttir Lyngbrekku 13, 3. hæð 200 Kópavogi Lausnarorð: KASTAR Sigríður fær senda bókina Norma eftir Sofi Oksanen í þýðingu Sigurðar Karlssonar sem Mál og menning gefur út.


STEINAR

L A R A R S U M E M S M H M H R F A F

U F E F E M M I R E A I E I F A L R L

Finndu 15 orð af 16 þau eru lárétt og lóðrétt, á ská eða afturábak.

R E F E S I S L T R D R A N A X U E U

P R E R A R A R A E R G S K R H R X R

E D R S X F R E S S J E R S E A B A B

N S S E A E E S E A E S E R X R I T E

G T A G N S S E R S G A A A A E E E N

A X I J A Í A G A F Í R G V R S N N F

R A Y R R H R J D J H P T K E A F H R

E R X N Í T T A E E R A S R S H R I A

T E A A Ó P A L M F H S Y A G R A G S

B M E S S A S A A A G E T S J O S M E

A P R E Y E R S N R V V E Ó A L E L R

R A F L Ú O R Í T J R K M R R H R U A

E R A A R G H B U J H S A A E N B D G

N T S T E T E N R A G A R S F I F R N

G E E R F A N A E Ð J F E A H P S T A

O N R E E N G R R I A Í S R J R Í H X

T G N X R G A G E T D R H A R U K H A

R I T M T A R E S J E R L R P L R K R

A N A O R R E R A G F H R J J Ó Ú Ú S

S H R M A E S A G U A S I R G Í T S T

E U E F S S A A R E T E R G A B V E S

R X S E H H B S E R E T H G A R A X A

AKVAMARÍN AMETYST BAGGALÚTUR DEMANTUR FLÚORÍT GARNET JAÐI JASPÍS ÓNYX ÓPAL PÍRIT RÓSARKVARS SAFÍR TÍGRISAUGA TÓPAS TÚRKÍS ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI AÐ FINNA. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?

sudoku þrautir

61 / VIKAN


STJÖRNUSPÁ Hrúturinn

21. mars – 19. apríl Hrúturinn gæti verið að ganga í gegnum eitthvað sem honum finnst erfitt og sækist þess vegna eftir athygli og hlýju frá öðrum. Umhverfið og aðstæður eru Hrútum hliðhollar og þeir finna fyrir löngun til að eiga meiri samskipti við nágranna og frændfólk. Það verður léttleiki í öllum umræðum og Hrútar munu finna sérstaklega vel hvað það er í raun og veru mikil ást og kærleikur í kringum þá. Happadagur: 25. apríl Happatala: 9

Krabbinn

21. júní – 22. júlí Ef þú hefur tök á því, Krabbi góður, ættir þú að taka þér frí. Nú snúa stjörnurnar að þér og öllu er stendur hjarta þínu næst. Þú blómstrar og heilsan er betri en hún hefur lengi verið. Góður matur og nautnir munu heilla Krabbann en hann kann að gæta hófs. Haltu vel utan um pyngjuna og eyddu ekki um of. Ef þú hins vegar ætlar að ganga frá samningi eða festa kaup á einhverju er þetta góður tími til þess. Happadagur: 24. apríl Happatala: 5

Vogin

23. september – 22. október Keppnisskap Vogarinnar er mikið og henni líður mjög vel í samkeppnisaðstæðum. Þrátt fyrir kraft og eldmóð gæti þessi mánuður reynst fólki í Vogarmerki erfiður. Einhverjar hindranir gætu verið á veginum og andstreymi meira en venjulega. Á vinnustað leynast óvinir sem beita leiðinlegum brögðum. Voginni finnst stöðu sinni ógnað en orka hennar er mikil og hún mun hafa sigur að lokum. Happadagur: 24. apríl Happatala: 3

Steingeitin

22. desember – 19. janúar Steingeit vill ævinlega frekar einblína á áræðni og dugnað en andlega líðan. Hún nýtur þess þó að hugleiða og vera ein og á að leyfa sér það. Það er ástæða fyrir því að hún leitar næðis. Steingeitur eru sérlega nákvæmar og eftirtektarsamar en skortir stundum yfirsýn. Nú munu þær njóta þess að horfa á hlutina í stóru samhengi og það færir þær inn á svið rómantíkur og jákvæðra tilfinninga. Happadagur: 20. apríl Happatala: 2

62 / VIKAN

Nautið

20. apríl – 20. maí Naut eru svolítið á ská og skjön við aðra núna. Þau fá útrás fyrir ljúfar tilfinningar á heimilinu og í samskiptum við maka og fjölskyldu en kunna að virðast nokkuð mislynd gagnvart öðrum. Gríðarleg orka og togstreita er í plánetum þeirra og það gæti gert Naut aðeins of hvatvís. Ef þau ná að virkja þessa tvíræðu orku í vinnu munu þau koma miklu í verk og gera það vel Happadagur: 21. apríl Happatala: 5

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst Þetta er mikill en bjartur umbreytingatími í lífi Ljóna. Líklega gefast stór tækifæri á vinnustað og nýrra viðhorfa verður vart varðandi hvernig Ljón haga vinnu sinni og verkefnum. Þetta er góður tími til að sökkva sér niður í viðskipti eða skipulagningu fjármála. Ljón njóta sín út á við í þjóðfélaginu og einnig léttir yfir samböndum þeirra við maka og samstarfsfólk. Happadagur: 26. apríl Happatala: 5

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember Heilsan er í fyrirrúmi hjá Sporðdrekum núna. Það er alltaf fjör í vinnunni og þeir þurfa að hella sér í verkefnin sem eru ærin. Samskipti á vinnustað verða frábær og Sporðdrekar munu laða að sér skemmtilegt fólk og lenda í áhugaverðum aðstæðum. Þeir ættu að gæta sín á að láta ekki ögra sér eða koma úr jafnvægi heima fyrir en þar virðist vera töluverð togstreita í gangi. Vertu sá sem vitið hefur og vægðu. Happadagur: 23. apríl Happatala: 7

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar Nú er sko gaman að vera til. Vatnsberum finnst lífið afar fyndið og sjá lúmskan húmor í öllu sem kemur upp á. Þeir eru alltaf næmir en gætu nú fundið sterkt fyrir skapandi orku og blómstra í allri vinnu sem krefst frumlegra vinnubragða. Mikill hlátur mun ríkja og gamansemi Vatnsberans er smitandi. Stjörnurnar eru Vatnsberum hagstæðar og þeir ættu að nýta sér þann mikla meðbyr sem nú gefst. Happadagur: 24. apríl Happatala: 9

Tvíburarnir

21. maí – 20. júní Loksins fá Tvíburar hvíld og ró. Viðkvæmni þeirra er töluvert mikil og þeir eiga erfitt með að taka gagnrýni, sérstaklega ef hún er ekki sanngjörn. Heppnin verður með fólki í þessu merki í vikunni og rómantíkin er svo rík í því að það veit ekki almennilega hvað það á af sér að gera. Tvíburinn vill bara hafa það gott núna og ætti að nota tækifærið til að rækta sjálfan sig og gera markvisst eitthvað skemmtilegt. Það verður samt nóg að gera í vinnu og ekki eingöngu hægt að slaka á. Happadagur: 20. apríl Happatala: 4

Meyjan

23. ágúst – 22. september Miklar umræður verða í kringum Meyjur í þessari viku. Það er verið að tala um breytingar og nýjar leiðir. Meyjur sjá allt skýrar en nokkru sinni fyrr og vita hvað þær vilja og hver markmið þeirra eru. Takið af skarið því nú er greið leið að því að láta draumana rætast. Meyjan er opin fyrir þekkingu og þær sem eru í skóla finna hve auðvelt þær eiga með að tileinka sér allt sem flæðir til þeirra. Happadagur: 23. apríl Happatala: 9

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember Þetta er tími leikja, ástar, samskipta og friðar hjá Bogmönnum. Ef þeir hafa átt í ágreiningi við einhvern í lífi sínu er nú tímabært að byggja brú og byrja eitthvað nýtt og gleðilegt. Stjörnurnar styðja við bakið á þeim. Þeir gætu þó sveiflast á milli þess að vera sérstaklega hamingjusamir og félagslyndir og þess að vera reiðir og vonsviknir. Það er í lagi ef Bogmenn eru meðvitaðir um að eftir hvert sólsetur kemur sólarupprás. Happadagur: 25. apríl Happatala: 1

Fiskarnir

19. febrúar – 20. mars Fiskar upplifa innblástur, vinnugleði og mikla sköpunargleði núna. Vissulega eru þeir alltaf duglegir og áreiðanlegir en nú er eldur í æðum þeirra. Þeir eru framtakssamir og krafturinn svo mikill að helst ættu þeir að reyna að taka eitthvað að sér þar sem þeir gætu notið sín í listrænni tjáningu. Þeir upplifa hreinleika og óvenjulega skýra hugsun. Fiskar eru færir um að tjá sig fallega á margvíslegan máta. Happadagur: 26. apríl Happatala: 6


Hefur þú þörf fyrir

þrif Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu

Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.is | thrif@centrum.is


JÚKLIN TA K GU L R HO

100% kjúklingur Allur Holta kjúklingur er 100% náttúrulegur. Þú getur verið viss um að þegar þú kaupir Holta kjúkling ertu að fá vöru sem nýtur virðingar hjá meistarakokkum, hvar sem þá er að finna.

Grunnur að góðri máltíð www.holta.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.