Vikan 13.tbl.2017

Page 1

Brúðkaupsblað 13. tbl. 79. árg. 30. mars 2017 1695 kr.

Rómantískar greiðslur Öðruvísi brúðkaupsdress

Skipulagða Snapchat-stjarnan Sólrún Diego gefur góð ráð fyrir brúðkaupið

Hin fullkomna brúðarterta

Fersk förðun

Ómissandi í ferðalagið

Pink Iceland

sér um brúðkaup

Elísabeth Inga gifti sig í fyrra

„Missti giftingarhringinn í Miðjarðarhafið“ 5 690691 200008


Leiðari

Stóri dagurinn B

rúðkaupsdagurinn er einn af þessum stóru dögum í lífinu. Flest gerum við miklar væntingar til hans og ætlumst til að gleðin ríki fölskvalaus frá morgni til kvölds. Líklega er það líka þannig langoftast. Að skipuleggja bæði athöfn og veislu er flókið og þarf góðan undirbúning. Víða erlendis eru fagmenn í slíku sem taka af herðum brúðhjónanna allar áhyggjur. Sum brúðhjón vilja gera allt sjálf. Búa jafnvel til boðskortin, sjá um skreytingarnar, matinn og allt annað er tilheyrir. Sólrún Diego er ein af þeim sem vill gera nánast allt sjálf og hún gefur góð ráð fyrir þá sem vilja hafa þann háttinn á. Elísabeth Inga Ingimarsdóttir gifti sig í fyrra og lýsir fyrir okkur hvernig til tókst í máli og myndum. Í blaðinu er auk þess að finna hugmyndir að brúðkaupsklæðnaði, fallegri förðun og hárgreiðslum, brúðargjöfum og ótal mörgu fleiru. En þótt það sé mikilvægt að eiga ánægjulegan dag með fjölskyldu og vinum er undir niðri alvara lífsins. Brúðkaupsdagurinn hverfist auðvitað um þá ákvörðun tveggja einstaklinga að verja lífinu saman. Þeir sverja þess heit að vera hvor öðrum styrkur og stoð, sýna tryggð og leggja sig fram um að láta sambandið ganga upp. Þótt allir gefi þetta heit af heilum hug í trausti þess að það verði lítið mál að efna loforðið hefur lífið lag á að gera mönnum erfitt fyrir. Þegar hversdagslífið tekur við með óvæntum erfiðleikum og álagi getur verið strembið að muna hvers vegna maður lofaði þessu yfirleitt og finna ástæður fyrir því að halda heitið. Þegar maki þinn reynist leiðinlegasta manneskja sem gengið hefur á þessari jörð er vandséð hvers vegna þú ættir að styrkja hann og styðja. Menn eru líka breyskir, gera mistök sem særa og þá þarf maður alltaf að velja hvort kostir persónunnar séu nægir til að það sé þess virði að fyrirgefa.

Vikan á samfélagsmiðlum

Vikan

@vikanmagazine

Í Bandaríkjunum er boðið upp á „premarital consulting“. Þar er farið yfir þau mál sem rannsóknir hafa sýnt að verða helstu ásteytingarsteinar í hjónaböndum, eins og viðhorf til lífsins, fjármála, barneigna og fjölskyldulífs. Parið þarf að leggja niður fyrir sig hvort það sækist eftir sömu verðmætum og vilji fara eins með tíma sinn, hvort börn eigi að vera inni í myndinni og hvert þau vilji stefna. Þetta hlýtur að vera einstaklega góður undirbúningur og ætti að hjálpa fólki að gera sér grein fyrir bæði eigin væntingum, kröfum og löngunum en ekki síður hvort makinn hafi svipaða sýn. En þótt þetta hljómi vel getur slík ráðgjöf ekki tryggt farsælt hjónaband. Mannskepnan er nefnilega með þeim ósköpum gerð að langanir hennar og væntingar geta breyst ansi hratt. Börn hafa einnig lag á að stokka vel upp í sambandi foreldra sinna. Þá er bara

„En þótt það sé mikilvægt að eiga ánægjulegan dag með fjölskyldu og vinum er undir niðri alvara lífsins. Brúðkaupsdagurinn hverfist auðvitað um þá ákvörðun tveggja einstaklinga að verja lífinu saman.“ að byrja upp á nýtt og reyna að stilla saman strengina aftur. Það er nefnilega útbreiddasta ranghugmynd manna um hjónabandið að það sé endapunktur og örugg höfn ástarinnar. Hjónabandið er hins vegar líkara vísindatilraun, oft mistekst allt og iðulega þarf að byrja aftur og aftur á byrjunarreit. Ef makinn er þess virði ertu í þeim hópi sem mun eiga í löngu og farsælu hjónabandi. Steingerður Steinarsdóttir Ritsjóri

steingerdur@birtingur.is

@vikanmagazine

vikanmagazine

Við erum á facebook, Instagram, Twitter og snapchat. fylgist með því sem gerist á bakvið tjöldin. 2 / VIKAN


innskot blaðamanns

Alls konar brúðkaup

R Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Blaðamaður ragga@birtingur.is

hildur friðriksdóttir Blaðamaður hildurf@birtingur.is

étt fyrir áramótin var ég þess heiðurs aðnjótandi að vera veislustjóri í brúðkaupi vinkonu minnar. Hún var að giftast frönskum unnusta sínum og fljótlega í skipulagningunni kom í ljós að það var ýmislegt ólíkt með frönskum og íslenskum brúðkaupshefðum. Það eru til að mynda hvergi jafnmargar ræður og í íslensku brúðkaupi á meðan Frakkarnir vilja heldur hafa leiki og uppákomur. Einhvern veginn tókst okkur veislustjórunum þó að blanda þessu saman með tilheyrandi tungumálaörðugleikum svo brúðhjón og gestir voru alsæl með útkomuna.

Íris hauksdóttir Blaðamaður irish@birtingur.is

Helga Kristjánsdóttir Blaðamaður & stílisti helgak@birtingur.is

Brúðkaup eru sem betur fer ekki öll eins. Hér á Íslandi hef ég farið í sveitabrúðkaup, kirkjubrúðkaup og ásatrúarbrúðkaup, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef einnig verið svo heppin að fara í fjölmörg brúðkaup erlendis en ég bjó lengi í Bretlandi og á þar af leiðandi marga vini þar. Rétt eins og með íslensku brúðkaupin er ekki hægt að segja að margt hafi verið líkt með þessum brúðkaupum – eitt var franskt sveitabrúðkaup, annað skoskt brúðkaup með tölvuleikjaívafi og þriðja var fjölmenningarlegt brúðkaup í London þar sem afródanssveit var meðal skemmtiatriða. Fólk er oft mjög hissa á þessum ferðalögum hjá mér en ég lít svo á að fyrst vinir mínir vilja fá mig þá verð ég að reyna eftir bestu getu að mæta. Fólk er yfirleitt ekki að bjóða óþarfa fólki í brúðkaupið sitt, nógu erfitt reynist mörgum að skera niður og takmarka fjölda gesta. Mér þykir því yndislegt að geta verið viðstödd þennan mikilvæga dag í lífi vina minna og deilt hamingjunni með þeim. Það er kannski helst það sem öll brúðkaupin eiga sameiginlegt: gleðina og ástina. Hildur Frðriksdóttir Blaðamaður

Aldís pálsdóttir yfirmaður ljósmyndadeildar aldispals@birtingur.is

B I RT Í N G U R

útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.prentsmiðja Prentun: Oddi umhverfisvottuð

ERFISME HV R M

KI

Útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson

Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Íris Dögg Einarsdóttir og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Guðríður Haraldsdóttir, Margrét Árný Halldórsdóttir og Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Þórdís Una Gunnarsdóttir og Ásthildur Sigurgeirsdóttir, netf.: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Dreifing: Halldór Rúnarsson

U

Linda Guðlaugsdóttir yfirmaður umbrotsdeildar linda@birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is / Áskrift askrift@birtingur.is www.birtingur.is 3 / VIKAN


Fa

Við stór F vinu Vi í. Hv st gjaf vin heim í. H gj Skrá Öllheb Sk vers Öl Það ve Þa

Allt fyrir brúðhjónin Allt fyrir brúðhjónin Allt fyrir brúðhjónin

R B


Fallegar gjafir fyrir lifandi heimili Fallegar gjafir fyrir lifandi heimili Við Við hjá Húsgagnahöllinni bjóðum uppupp á mikið úrval gjafavöru fyrirfyrir hjá Húsgagnahöllinni bjóðum á mikið úrval gjafavöru stundirnar í lífinu. Okkar vinsælu brúðagjafalistar stóru Fallegar gjafir fyrir lifandi heimili auðvelda stóru stundirnar í lífinu. Okkar vinsælu brúðagjafalistar auðvelda

vinum ogHúsgagnahöllinni fjölskyldu að finna gjöfina semásem ykkur langar semsem mest Við hjá upp mikið úrval gjafavöru fyrir vinum og fjölskyldu að bjóðum finna gjöfina ykkur langar mest í. Hvort sem um er að ræða vandaða borðbúnaðinn okkar, fallegu stundirnar í lífinu. stóru í. Hvort sem um er aðOkkar ræða vinsælu vandaðabrúðagjafalistar borðbúnaðinnauðvelda okkar, fallegu gjafavöruna eða eða stærri sem ykkur langar að safna fyrir ykkar vinum og fjölskyldu aðgjafir finna gjöfina sem ykkur langar mest gjafavöruna stærri gjafir sem ykkur langar að sem safna fyrir ykkar heimili. í. Hvort sem um er að ræða vandaða borðbúnaðinn okkar, fallegu heimili. gjafavöruna gjafir ykkur langar að safna fyrir ykkar Skráið ykkur áeða gjafalista á husgagnahollin.is Skráið ykkur ástærri gjafalista á sem husgagnahollin.is Öllheimili. brúðhjón semsem skráskrá sig fá að andvirði 10%10% þessþess semsem Öll brúðhjón siggjafabréf fá gjafabréf að andvirði Skráið ykkur á gjafalista á husgagnahollin.is verslað er aferlistanum. verslað af listanum. Öller brúðhjón sem skrá gjafabréf aðvalið. andvirði 10% þess sem Það okkur ánægja aðsig auðvelda ykkur Það er okkur ánægja aðfáauðvelda ykkur valið. verslað er af listanum. Það er okkur ánægja að auðvelda ykkur valið.

Reykjavík Reykjavík Reykjavík Bíldshöfða 20 20 20 Bíldshöfða Bíldshöfða

Akureyri Akureyri Akureyri Dalsbraut 11 Dalsbraut Dalsbraut 1

www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is 558 558 1100 1100 558 1100


Efnisyfirlit FORSÍÐUVIÐTAL

34 Missti hringinn í Miðjarðarhafið Snemma síðasta sumar giftu Elísabeth Inga Ingimarsdóttir og Helgi Pétur Magnússon sig í návist vina og ættingja. Bónorðið hafði verið borið upp fjórum árum áður á Helgafelli og parið gaf sér eitt og hálft ár í skipulagningu brúðkaupsins sem gerði það að verkum að dagurinn var eins laus við stress og hugsast gat. Elísabethu Ingu og Helga Pétri langaði í sumarbrúðkaup því þau vildu nýta það sem eftir var af sumrinu til að ferðast og njóta hveitibrauðsdaganna saman.

42 40

VIÐTÖL

8 Eva María Þórarinsdóttir Lange

sér um hinsegin brúðkaup

26 Sigrún Úlfarsdóttir hannar skart með töframátt.

28 Arna Helgadóttir bakaði glæsilega brúðartertu.

40 Sólrún Lilja Diego er að skipuleggja brúðkaupið sitt.

42 Anna María Hálfdánardóttir er mikil kaffikona.

46 Hrefna Daníelsdóttir bloggari á Trendnet kynnir sinn stíl.

TÍSKAN

18 Brúðartíska 22 Brúðarförðun 24 Brúðarhárgreiðsla

Vikan á samfélagsmiðlum

MATUR

28 Hin fullkomna brúðarterta

Forsíðumynd: Aldís Pálsdóttir Förðun og stílisering: Helga Kristjáns Hár: Karín Rós Símonardóttir Fatnaður: Karen Millen og Kultur Eftirtaldar vörur voru notaðar við forsíðumyndatöku: B6 Vitamin Infused Prep Spray-farðagrunnur frá Urban Decay,Teint Idole Ultra Wear-farði frá Lancôme, La palette la Roseaugnskuggapallettan, Cushion Blush Subtil-kinnalitur í litnum Rose Lemonade frá Lancôme, Grandiôsemaskari frá Lancôme, Grandiôse eyeliner frá Lancôme, Nuit et Jour-varalitur í lit 202 frá Lancôme, Cheryl Cole-gerviaugnhár í stílnum Sexy Señorita frá Eyelure, All Nighter-farðasprey frá Urban Decay

GREINAR

12 Bækur 14 Kvikmyndir 16 Á döfinni 32 Hitt og þetta um hjónabandið 44 Konunglegir brúðarkjólar 50 Leikhúsumfjöllun um Húsið 52 Tilvalið í brúðkaupsferðina 54 Brúðarkjóll á betra verði 56 Fimm ráð til að bæta heilsuna 58 Hugmyndir að flottum brúðargjöfum 60 Lífsreynsla 62 Krossgáta/orðaleit/sudoku 64 Flott og gott 66 Stjörnuspá

Vikan

@vikanmagazine

@vikanmagazine

vikanmagazine

VIÐ ERUM Á FACEBOOK, INSTAGRAM, TWITTER OG SNAPCHAT. FYLGIST MEÐ ÞVÍ SEM GERIST Á BAKVIÐ TJÖLDIN. 6 / VIKAN


2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÏÌ^ Í ^


á döfinni

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Kristina Petrosiute og Kristín María

Umsjón: Íris Hauksdóttir / irish@birtingur.is

Eigendurnir Eva María og Birna Hrönn en Hannes Páll var vant viðlátinn.

8 / VIKAN


Leggja hjarta og sál

í starfsemina

Pink Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í skipulagningu ferða-, viðburða- og brúðkaupa fyrir hinsegin gesti en tekið er vel á móti öllum svo lengi sem þeir eru ekki fordómafullir. Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði fyrir allnokkrum árum hjá Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange sem er eigandi þess ásamt Birnu Hrönn Björnsdóttur og Hannesi Páli Pálssyni. „Ég hafði lengi átt þann draum að koma á laggirnar þjónustu fyrir hinsegin ferðamenn. Ástæðan var aðallega sú að hinsegin ferðamenn verða oft fyrir hindrunum á ferðalögum sínum, óþægindum, fordómum og jafnvel ofbeldi. Með Pink Iceland er markmiðið að bjóða upp á þjónustuviðmót þar sem hinsegin gestum landins líður vel og geta ferðast frjálsir. Ég stofnaði fyrirtækið árið 2011 þegar ég stundaði nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og tók þátt í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Ég fann strax að mig langaði ekki vera ein á þessu ferðalagi sem var að stofna nýtt fyrirtæki svo að unnusta mín Birna Hrönn hoppaði um borð í lestina. Skömmu síðar bættist vinur okkar Hannes Páll við í eigendahópinn og við fundum strax að við höfðum öll þrjú sömu ástríðu fyrir málefninu og vildum byggja upp fallegt fyrirtæki saman,“ segir Eva María sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Pink Iceland er að sögn Evu Maríu 21. aldar ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í skipulagningu ferða-, viðburða- og brúðkaupa fyrir hinsegin gesti. Eva er eigandi, ferða- og brúðkaupsskipuleggjandi, ásamt þeim Birnu Hrönn og Hannesi Páli. Birna er að auki markaðsstjóri stafrænnar markaðssetningar og Hannes er einnig hönnuður og markaðsstjóri. „Þó að áherslur og markaðssetning beinist aðallega að þjónustu fyrir hinsegin gesti tökum við vel á móti öllum góðum gestum, svo lengi sem þeir eru ekki fordómafullir. Það er mikill munur á okkar fyrirtæki og ferðaskrifstofuforminu sem fólk þekkir frá því áður en Internetið og bókunarsíður urðu helstu tæki og tól ferðalanga til að skipuleggja fríin sín. Þessi munur liggur kannski einna helst í því að við þurfum að keppa í verðum við risavaxnar alþjóðlegar bókunarvélar en veita á sama tíma persónulega þjónustu og hanna hágæðaupplifun fyrir gestina okkar. Við segjum stundum að það megi líkja okkur við kaupmanninn á horninu, það er kannski aðeins dýrara en alltaf jafnnotalegt þegar manni er heilsað eins og gömlum og

vini og er þjónustaður í samræmi við það. Gestir okkar eru nær allir erlendir enda er þjónusta okkar miðuð að þeirra þörfum.“

Náttúran aðdráttarafl

Brúðkaupsþjónusta Pink Iceland er fjölþætt og starfsfólkið aðstoðar tilvonandi hjón með allt sem viðkemur því að giftast og upplifa Ísland. „Verkefnin eru ótalmörg og mismunandi og það verða til fjölmörg dagsverk við skipulagningu hinna einföldustu brúðkaupa. Við vinnum náið með til dæmis ljósmyndurum, stílistum, athafnastjórum, leiðsögufólki, prestum, landeigendum, veitingafólki, tónlistarfólki og opinberum stofnunum. Þegar brúðkaupsgestir koma til landins þá vilja þeir líka ferðast og því tvinnast brúðkaups- og ferðaskipulagningin gjarnan saman. Mikill meirihluti okkar gesta er frá Bandaríkjunum. Náttúra landsins er aðal aðdráttaraflið fyrir ferðalögum fólks til Íslands og það sama á við um brúðkaup. Ísland verður því oft fyrir valinu þegar pör eru að leita að fallegum náttúrulegum stöðum til þess að láta gefa sig saman enda fara 90% okkar athafna fram utandyra. Okkar þjónusta er einstök því hún er sérsniðin að ákveðnum hópi ferðamanna, þ.e. hinsegin ferðamönnum. Við tilheyrum sjálf þessum hópi og þekkjum hann vel. Við höfum svo tileinkað okkur ákveðna stefnu sem er það að vera hreinskilin við okkar gesti, erum með svokallaða „honesty policy“ þar sem við segjum hvernig viðskiptamódelið okkar virkar og það kann fólk að meta. Við höfum stundum talað um að við séum með ágætis „síu“ því að það kemur mjög skýrt fram hvað við stöndum fyrir og þá fáum við oftast ekki til okkar gesti sem eru með fordóma. Gestir okkar ganga iðulega í takt við þá lífssýn sem við, sem störfum hjá fyrirtækinu, höfum.“

Mikilvægt að lesa í aðstæður

Eva segir starfið mjög gefandi og þakklætið sé þar efst á blaði. „Það er ómetanlegt að finna þakklætið hjá fólki þegar allt er

9 / VIKAN


yfirstaðið. Sem brúðkaupsskipuleggjandi myndar maður náin tengsl við brúðhjón, vini þeirra og ættingja sem gerir allt ferlið svo gefandi. Í dag eigum við vini út um allan heim. Það er ótrúlega dýrmætt. Skemmtilegast er að upplifa stóra daginn með fólki. Sjá allt smella saman, upplifa gleðina og allar tilfinningarnar hjá gestum. Það er líka gaman að fá að vinna með fólki sem kann að meta þegar maður gefur sig allan í það að búa til einn mikilvægasta dag í lífi þess. Veðrið getur oft verið mikil áskorun en við reynum þó að líta á það meira sem ævintýri sem kryddar daginn. Það getur verið erfitt að þurfa að breyta dagskrá dagsins vegna veðurs eftir að hafa skipulagt daginn í heilt ár eða lengur. Sem betur fer gerir fólk sér nú yfirleitt grein fyrir því að það er allra veðra von á Íslandi og kippir sér ekki upp við óvæntan snjóstorm eða smávegis rigningu. Það eru einna helst Íslendingarnir sem signa sig þegar þykkir upp og verða meðvirkir með íslenskri veðráttu. Ættingjar brúðhjóna geta líka verið erfiðir á köflum og þá þarf brúðkaupsskipuleggjandi að takast á við þá til þess að létta undir með brúðhjónunum. Það er mikilvægt að lesa vel í aðstæður og vinna úr þeim áskorunum sem koma upp án þess að brúðhjónin finni fyrir nokkru. Við leggjum mikla áherslu á að fólkið njóti þessa ferðalags sem felst í því að skipuleggja brúðkaup í ókunnugu landi. Þá er gagnkvæmt traust mikilvægt, þ.e. að tilvonandi par treysti okkur fyrir að hjálpa sér að taka réttar ákvarðanir. Fólk á það til að týnast í smáatriðum og þá er það okkar hlutverk að fá það til þess að forgangsraða og einblína á stóru myndina – það sem virkilega skiptir máli. Við hvetjum fólk alltaf til að fylgja hjartanu og henda hefðum út um gluggann. Það þarf ekki að bjóða fulla frændanum eða óviðeigandi frænkunni sem eyðileggja allar veislur. Það má alveg bjóða upp á „burger og bjór“ í veislu. Það má alveg gifta sig á táslunum og strákar mega vera með blómvönd.“ Hún segir að kostnaður sé eins mismunandi og brúðkaupin eru mörg. „Bara blómin í stóru brúðkaupi geta kostað jafnmikið og öll þjónustan á bak við lítið brúðkaup. Eins og áður sagði er hreinskilni og gagnsæi okkur mikilvæg og við reynum bara að vinna með það sem tilvonandi brúðhjón hafa úr að spila. Ef við sjáum fram á að brúðhjón hafi ekki efni á okkar þjónustu þá reynum við samt alltaf að gefa þeim góð ráð og beina þeim í réttar áttir. Ef við berum þetta saman við það sem pörin væru að eyða í sínu heimalandi þá er oftast ódýrara fyrir þau að gifta sig á Íslandi þar sem veisla er oft minni í sniðum og færri gestum boðið. Það er þá verið að fjárfesta í öðrum hlutum, minna eytt í til dæmis skreytingar og meira í hluti sem bæta upplifun gesta og

10 / VIKAN

pars, til dæmis ævintýralegar ferðir, góðan Gott orðspor dýrmætt mat, skemmtileg tónlistaratriði og svo Eva María er stolt af því orðspori sem framvegis.“ þau hafa skapað sér. „Við erum til dæmis komin með tæplega 300 fimm stjörnu umsagnir á Tripadvisor og þeir sem ferðast Allir hágrétu með okkur koma iðulega til okkar vegna Starfsemin hefur skilið eftir sig margar þess að einhver mælti með okkar ferðum. góðar minningar og Eva segir að alltaf standi eitthvað upp úr í hverju brúðkaupi. Það er búið að fjalla fallega um okkur um allan heim og við trúum því að ef maður „Eftirminnilegustu sögurnar tengjast leggur hjarta og sál í það sem maður gerir gjarnan tilfinningarríkum uppákomum. og passar að njóta þess á hverjum degi Okkur er minnistætt brúðkaup sem komi það margfalt til baka. Við höfum við skipulögðum fyrir nokkru þar sem vaxið hratt á síðustu árum en þó ekkert í foreldrar annars brúðgumans höfðu líkingu við mikið af fyrirtækjum í kringum afneitað syni sínum eftir að hann kom út okkur og það er einfaldlega vegna þess að úr skápnum. Systur þessa manns náðu við viljum halda rétt á spöðunum, fara ekki þó að smygla sér úr landi til að vera fram úr okkur og passa að þjónustan sem við brúðkaup bróður síns, án vitneskju foreldranna eftir því sem við best vissum. við bjóðum upp á sé einstök. Við erum alltaf að bralla eitthvað. Það fékk því mikið á alla þegar ein systirin Þessa dagana tökum við til dæmis þátt í kvað sér hljóðs og bað um að fá að lesa bréf frá móður mannsins, en þau höfðu á HönnunarMars þar sem við bjóðum upp þessum tímapunkti ekki talast við í mörg á DesignWalk-gönguferð um miðborgina. ár. Við vissum ekki hverju við ættum von Við erum líka að skipuleggja heimsóknir kórahópa til landsins. Svo erum við á og settum okkur í stellingar og vorum alltaf að leita nýrra leiða til að tengja tilbúin að slökkva á hljóðnemanum. Þess saman skapandi greinar, menningu og gerðist þó ekki þörf því bréfið var fullt af ást og viðurkenningu móður á syni sínum. ferðaþjónustu enda finnst okkur þetta vera náskyldar greinar.“ Það kom fram að pabbinn vissi hvorki af brúðkaupinu né bréfinu sem var lesið og móðirin, sem var orðin okkuð öldruð, vildi fullvissa strákinn sinn um að hann væri elskaður, þó ekki væri nema af öðru foreldrinu. Allir sem urðu vitni að þessu hágrétu hvort sem það voru gestir, gumar, þjónar eða brúðkaupsskipuleggendur.“

Hafþór Óskarsson, brúðkaupsog ferðaskipuleggjandi, og Sigríður Pálsdóttir brúðkaupsskipuleggjandi.


HVÍTARA BROS

MEÐ HÁÞRÓAÐA

HVÍTTUNARPENNANUM OG BURSTANUM OKKAR

Það er einfalt að öðlast hvítt og fallegt bros:

BURSTAÐU

Notaðu eftirlætis tannkremið þitt og hvíttunarburstann okkar sem pússar tennurnar og fjarlægir bletti.

HVÍTTAÐU

Notaðu pennann til að bera hvíttunargelið beint á tennurnar. Engin bið og engin þörf á að skola.

NÝTT

KOMIÐ

Geymdu pennann inni í tannburstanum fram að næstu notkun.

TANNBURSTI + INNBYGGÐUR HVÍTTUNARPENNI


BÆKUR TEXTI: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR / steingerdur@birtingur.is

Sagan hefst við altarið Allir vita að ævintýrin enda á því að prinsinn fær prinsessuna og hálft konungsríkið. Iðulega er okkur sagt að þau lifi hamingjusöm upp frá því og þótt þetta séu einstaklega notaleg sögulok í slíkum bókum eiga þau sér enga stoð í veruleikanum. Allir vita nefnilega að saga hjónabandsins endar ekki á kirkjutröppunum heldur hefst við altarið. Margir fyrirtaksrithöfundar vita þetta og hafa gert sitt besta til að gera skil samlífi hjóna. Flestir hafa hins vegar einbeitt sér að óhamingju í hjónaböndum fremur en hinum sem endast og eru bara nokkuð góð þrátt fyrir ýmsar hæðir og lægðir.

DANSAÐ VIÐ REGITZE

Á fögru sumarkvöldi í dönskum garði rifjar Karl Aage upp líf sitt með Regitze. Þessi lífsglaða, skapmikla kona hefur ekki alltaf gert hæglátum, hófsemdarmanni auðvelt fyrir en hjónin bindur sterk taug sem heldur þrátt fyrir allt. Regitze kann umfram allt að njóta og hrífa aðra með sér. Þessi fallega bók er eftir Mörthu Christensen og Sverrir Hólmarsson þýddi. Hún kom út hjá Máli og menningu árið 1990. Kvikmynd var gerð eftir þessari frábæru sögu árið 1989 en Ghita Nørby lék Regitze og Frits Helmuth Karl Aage.

KONA TÍMAFERÐALANGSINS

The Time Travellers Wife eftir Audrey Niffenegger lýsir hamingjusömum hjónum, full ástar hvort til annars og fjölskyldu sinnar en hann ferðast milli tíma, án þess að hafa fulla stjórn á því hvert hann fer eða hvenær og það verður að lokum til að eyðileggja tilveru þeirra. En líkt og í öðrum sögum um hjónaband eftir konur þá er ástin þess virði. Þótt vissan um yfirvofandi ill örlög búi í undirmeðvitundinni er betra að hafa elskað og misst en að hafa aldrei elskað. Hér má einnig sjá gamalkunn þemu en allt frá Jane Austen, Charlotte Brontë og George Eliot snýst hamingja hjóna ávallt um að finna einhvern nægilega greindan til að skilja og meta persónu þína til fulls. Þekkja hvert annað, ná saman og tengjast á einhvern djúpan og merkingarfullan hátt.

12 / VIKAN

ÓHAMINGJUSAMAR FJÖLSKYLDUR

Bókin Anna Karenina eftir Leo Tolstoj fjallar vissulega aðallega um Önnu Kareninu og misheppnað hjónaband hennar og ástarsamband við Vronsky greifa. Í bókinni er þó að finna dæmi um hamingjusöm hjón. Þau Kitty og Levin bæta hvort annað upp, hann er hugsuðurinn sem brýtur allt niður í staðreyndir og lausnir meðan hún treystir á innsæið og samlíðanina. Auðvitað var Tolstoj á ferðinni langt á undan sjálfstæðisbaráttu kvenna en hann virðist þarna taka undir með flestum kvenrithöfundum þessa tíma að gagnkvæm virðing sé undirstaða hamingju í hjónabandi. Aðeins vegna þess að bæði meta kosti hvort annars, hlusta og vilja leggja sig eftir sjónarhorni hins ganga hlutirnir upp.

MINNISBÓKIN RÓMANTÍSKA

The Notebook hlaut nafnið Minnisbókin þegar hún kom út á íslensku árið 1997. Höfundurinn Nicholas Sparks er þekktur og vinsæll ástarsagnahöfundur í Bandaríkjunum en þótt Minnisbókin sé fullvæmin fyrir smekk margra er hún engu að síður áhugaverð saga af pari sem nær saman aftur eftir fjórtán ára aðskilnað og ást þeirra er nægilega sterk til að yfirvinna verstu hindranir. Meira að segja hinn grimmi sjúkdómur Alzheimer þokar undan af og til fyrir afli hennar. Vaka-Helgafell gaf út bókina en ákaflega ljúf mynd var gerð eftir sögunni árið 1996. Gena Rowlands og James Garner léku parið á efri árum en Ryan Gosling og Rachel McAdams sama fólk þegar það var ungt.


Kynning

Ég mæli með

Bio Kult Candéa

fyrir skjólstæðinga mína ,,Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og einbeitningu í lífi og starfi. Eitt af því sem ég tel skipta miklu máli í því samhengi er jafnvægi í líkamanum og góð magaflóra. Í gegnum tíðina hef ég því lagt áherslu

Yes lífrænt sleipiefni, vatnsbasi

á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvæginu og orkunni og hef prófað þá allra bestu hér á markaðnum hverju sinni. Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef prófað hingað til og mæli með Bio Kult fyrir skjólstæðinga mína sem glíma gjarnan

Yes lífrænt sleipiefni, olíubasi

YES sleipiefnin er nú komin í nýjar umbúðir. YES hefur verið á markaði á Íslandi um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. YES sleipiefnin eru unnin úr lífrænum innihaldsefnum og hafa hlotið lífræna

við ójafnvægi í lífi sínu og hefur varan reynst þeim vel.“ Þú færð Bio Kult Candéa í öllum apótekum. Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og f íkniráðgjafi

Yes lífræn sápa fyrir viðkvæmt kynfærasvæði

vottun. Þau innihalda engin aukaefni eða efni sem geta verið ertandi fyrir slímhúðina. Þú færð YES í apótekum, heilsubúðum og í netverslun IceCare.

Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar, www.icecare.is


KVIKMYNDIR UMSJÓN: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR / hildurf@birtingur.is

BLAIR OG CHUCK

Brúðkaup

sem beðið var eftir

Í Gossip Girl er fjallað um líf ríka fólksins á Manhattan. Á meðal þeirra voru hjónavígslur og -skilnaðir nær daglegt brauð og því ófá brúðkaup í þáttunum. Það var samt ekkert þeirra jafnseðjandi fyrir aðdáendur og brúðkaup þeirra Chuck Bass og Blair Waldorf sem fór fram í allra síðasta þættinum. Þau áttu í vægast sagt stormasömu sambandi allt frá sjöunda þætti og athöfnin var í þeim stíl líka. Chuck var á flótta undan lögreglunni svo allt þurfti að gerast í leyni og með hraði. Blair klæddist guðdómlegum bláum kjól frá Elie Saab og brúðguminn var í hvítu eins og alvöru séntilmenni. Þau rétt náðu að innsigla hjónabandið með kossi áður en lögreglan mætti á svæðið.

Oft eiga aðdáendur sjónvarpsþátta sér uppáhaldspör sem þeir fylgjast með ganga í gegnum súrt og sætt. Það er fátt jafnmikið gleðiefni og þegar þessi pör ganga loksins í hjónaband. Þáttastjórnendurnir vita þetta og reyna að draga það í lengstu lög að skrifa brúðkaupsþáttinn. Hér eru nokkur fræg pör úr sjónvarpsþáttum sem fengu að gifta sig eftir langan aðdraganda.

MONICA OG CHANDLER

Á tíu ára göngu Friends-þáttanna giftu allir vinirnir sig að minnsta kosti einu sinni ... nema auðvitað Joey. Brúðkaupin voru uppfull af alls kyns kómískum hrakförum en áttu sér flest farsælan endi. Þó að erfitt sé að velja bara eitt brúðkaup þá stendur brúðkaup Chandlers og Monicu óneitanlega upp úr því þar voru tveir úr vinahópnum að giftast hvort öðru. Ástarsamband þeirra hafði komið svo skemmtilega á óvart í þáttunum og þau voru parið sem allir gátu haldið með og fagnað þegar þau loksins gengu í það heilaga í sjöundu seríu.

MARY OG MATTHEW

Samband fjarskyldu frændsystkinanna Mary og Matthews Crawley í Downton Abbey byrjaði heldur brösuglega. Hann var kynntur fyrir fjölskyldunni sem réttmætur erfingi ættaróðalsins því lávarðurinn átti eingöngu stúlkur. Matthew þótti óþægilegt að það væri ætlast til þess að hann giftist einhverri af Crawley-systrunum. Mary ætlaði svo sannarlega ekki heldur að láta neyða sig út í hjónaband. Smám saman falla þau hvort fyrir öðru og Matthew biður Mary árið 1914 en þau enda á að slíta þeirri trúlofun. Næstu ár á eftir reyna þau að gleyma hvort öðru og trúlofast jafnvel öðrum en lengi lifir í gömlum glæðum. Þau taka upp ástarsambandið á ný og giftast loksins árið 1920, fjölskyldunni og aðdáendum þáttanna til mikillar gleði. 14 VIKAN

JOHN OG MARY

Ekki er hægt að segja að það sé mikið um rómantík í Sherlock-þáttunum og aðalsambandið í þeim er sérstök vinátta þeirra Sherlocks og Johns Watson. Þegar John kynntist Mary var þó greinilegt að þarna væri kona á ferðinni sem gæti keppt við Sherlock um athygli og mögulega komið að góðu gagni við rannsóknarstörf. Í öðrum þætti í þriðju seríu fáum við að fylgjast með brúðkaupi þeirra og þar sem Sherlock er svaramaður leysast hlutirnir að sjálfsögðu upp í vitleysu. Hann stenst ekki mátið og fer að ræða um þau mál sem þeim hefur ekki tekist að leysa hingað til en gerir sér svo fljótt grein fyrir því að þau tengjast öll brúðkaupinu á einn eða annan hátt.


Frábært í fermingarpakkann!

Dr. Organic húð- og hárvörur Coconut Oil:

Skin Lotion - Day Cream - Body Wash

Aloa Vera:

Body Wash - Body Butter - Cream

Tee Tree:

Face Wash - Blemish Stick - Cream

Moroccan Argan Oil:

Body Wash - Hair Treatment Serum

Organic Snail Gel

Fæst í apótekum og heilsubúðum.


Á DÖFINNI UMSJÓN: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR / steingerdur@birtingur.is

STILLUR ÚR KVIKMYND

Aðstæður er yfirskrift sýningar Auðar Ómarsdóttur í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Skotið er í húsi Borgarbókasafnsins í Grófinni í Reykjavík. Auður tekur ljósmyndir sínar af eðlislægum áhuga á mannlegu atferli. Hún lýsir eigin verkum sem persónulegum en einnig hlutlægum athugunum á aðstæðum. Í stöðugri skimun sér hún heiminn fyrir sér sem uppfullan af vísbendingum um uppákomur sem þegar hafa átt sér stað eða eiga eftir að gerast. Vísbendingarnar virka sem samhengislaus brot af ósýnilegri heild, eins og stilla úr kvikmynd eða setning úr handriti. Sýningin stendur til 30. maí 2017.

NÝSTÁRLEG HÖNNUN

Nú stendur yfir sýningin Dæmisögur: Vöruhönnun á 21. öld, á Kjarvalsstöðum. Í hönnunarfaginu er uppi stöðug krafa um nýjungar og hraða. Verkefnin á sýningunni eru þó ekki af þeim toga heldur eru þau dæmisögur um þróun sem hefur átt sér stað yfir langt tímabil. Að baki þeim liggur raunveruleg og djúpstæð þekking á viðfangsefninu. Á sýningunni eru samankomin nokkur framúrskarandi verkefni eftir vöruhönnuðina Unni Valdísi Kristjándsóttur, Tinnu Gunnarsdóttur, Siggu Heimis, Brynjar Sigurðarson, Brynhildi Pálsdóttur, sem sýnir verkefni

unnið í samstarfi við keramíkerinn Ólöfu Erlu Bjarnadóttur og jarðfræðinginn Snæbjörn Guðmundsson. Auk þess er sýnd hönnun frá stoðtæknifyrirtækinu Össuri. Hönnuðirnir vinna hver út frá sinni áherslu; upplifun, handverki, staðbundinni framleiðslu, efnisrannsóknum, hreyfanleika og fjöldaframleiðslu. Útkoman er afar fjölbreytt og hægt er að læra margt um viðfangsefni vöruhönnuða á sýningunni. Þarna eru bæði hlutir sem almenningur notar dagsdaglega og einnig hlutir sem er meira framandi. Sýningin stendur til 23. apríl næstkomandi.

LIST Í MARSHALL-HÚSINU

Kling & Bang hefur flutt sig af moldargólfinu á marmarann. Nú stendur yfir á 3. hæð í Marshall-húsinu sýningin Slæmur félagsskapur. Um er að ræða samsýningu átta listamanna sem eru að hasla sér völl á myndlistarsviðinu. Þetta unga fólk hefur allt komið úr listnámi á síðustu þremur árum, en flest þeirra útskrifuðust í fyrra. Einhvers konar úrval úr hinni kraftmiklu ungu Reykjavíkursenu. Listamennirnir vinna í ólíka miðla og gefst því sýningargestum kostur á að sjá gjörninga, málverk, skúlptúra og vídeó. Sýningin er opin á reglulegum opnunartímum Kling & Bang eða frá kl. 12-18, en opið verður lengur á fimmtudagskvöldum, eða til 21. Sýningin stendur til 15. apríl.

SÖNGVAR Á SUÐURNESJUM

Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesjum gefur fólki kost á að endurnýja kynnin við frábæra íslenska lagahöfunda. Tónleikarnir eru haldnir í Bergi í Hljómhöll og nú er búið að bæta við aukatónleikum sem munu fara fram sunnudaginn 9. apríl kl. 20:00. Á þeim verður kynnt sagan á bak við tónlistina í heimilislegri stemningu. Kynnir og handritshöfundur er Dagný Gísladóttir, söngvari er Elmar Þór Hauksson og útsetningar og píanóleikur er í höndum Arnórs B. Vilbergssonar sem nýverið hlaut Menningarverðlaun Reykjanesbæjar. 16 / VIKAN


Það er óÞarfi að eldast um aldur fram Æskuþróttur og unglegra útlit Guðmunda Magnúsdóttir, flugfreyja, hafði í byrjun ekki mikla trú á að Life

Extension myndi gera mikið fyrir mig, þar sem ég var búin að reyna svo mörg bætiefni fyrir konur á miðjum aldri. Var sagt að Life Extension væri frábært fyrir konur sem upplifa að þær séu ekki að blómstra og hafa ekki þrek til að fara út á meðal fólks á kvöldin, hættar að nenna eða langa til stunda áhugamál og uppákomur. Andlega þreyttar og þola illa álag. Þetta var algerlega lýsingin á mér svo ég ákvað að prófa. Virknin var langtum meiri en ég þorði að vona. Varð fljótt glaðari, hætti að vera sófakartafla sem nennti ekki að hafa gaman. Upplifði mig yngri og lífsglaðari og varð virkari að fara út á við, dreif mig á fundi og ýmsa viðburði og fór meira að segja að stunda sjósund, æskuþrótturinn var komin aftur. Þegar ég prófaði að hætta inntöku, fannst mér ég aftur verða daufari og hafa minni lífsgleði. Get ekki og vil alls ekki vera án þess að hafa LifeExtension.

Það er óþarfi að eldast um aldur fram Meiri geta, löngun, þrek og úthald Vær svefn og léttari lund

Vinsælt í 20 ár!

úthald, Hefur jákvæð áhrif á að auka Líkamlegt teygjanleika ogþrek, stinnleika líkamans Stinnir og þéttir húðina

vær svefn og léttari lund.

Fyrir konur og karlmenn

· Árangur í samræmi við gæði. · Formúla og vinnsla sem þú getur treyst. M Wild Yam, næring fyrir DNA og RNA starfsemi frumanna

Acerola C vítamín 500 mg Noniber, Goji, Acaiber, Maquiber, Resveratrol og fleira Fríhöfnin

Fæst í öllum apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Heilsuver og Grænni heilsu

www.celsus.is

www.celsus.is

2 mánaða skammtur


Á DÖFINNI UMSJÓN: ÍRIS HAUKSDÓTTIR / irish@birtingur.is

Kjóll: TOPSHOP Skór: GS SKÓR

Dass af rjómaköku

Síðustu árin hafa íslenskar konur verið óhræddar við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að brúðkaupsklæðnaði. Við fílum töffaraskap með dass af rjómaköku og fögnum fjölbreytileikanum á þessum stóra degi sem og aðra daga.

UMSJÓN, FÖRÐUN OG STÍLISERING: HELGA KRISTJÁNS MYNDIR: ALDÍS PÁLSDÓTTIR AÐSTOÐ VIÐ MYNDATÖKU: RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR HÁR: KARÍN RÓS SÍMONARDÓTTIR MEÐ KEVIN MURPHY FYRIRSÆTUR: JENNIFER BERG OG SIGRÚN EVA ÁRMANNSDÓTTIR/ DÓTTIR MANAGEMENT

18 / VIKAN


Toppur, pils og belti: BEGGA DESIGN (BEGGADESIGN.COM)

19 / VIKAN


Á DÖFINNI UMSJÓN: ÍRIS HAUKSDÓTTIR / irish@birtingur.is

Dragt: MALENE BIRGER, EVA Skór: GS SKÓR

20 / VIKAN


Samfestingur: TOPSHOP Pils: BEGGA DESIGN Veski: KAREN MILLEN Skรณr: GS SKร R

21 / VIKAN


Á DÖFINNI

Brúðarförðun

Förðunin á stóra daginn gegnir viðamiklu hlutverki og á að gefa brúðinni aukinn ljóma og sjálfsöryggi. Förðunarfræðingur Vikunnar notaði förðunarvörur frá Guerlain, Chanel og Lancôme til að draga fram einstaka fegurð fyrirsætnanna.

22 / VIKAN

Terracotta-sólarpúður frá Guerlain

Augnskuggapallettan Palette 5 Couleurs í litnum Tonka Impériale frá Guerlain Kinnalitur frá Chanel í Augnsblýantur frá Chanel í lit 66 litnum Rose Initiale

Le Volume De Chanel-maskari frá Chanel

Kiss Kissvaralitur frá Guerlain í litnum 560 Rosy Silk

Rouge Coco Lipgloss Topper frá Chanel

Météorites-farðagrunnur frá Guerlain Lingerie De Peau-farði frá Guerlain

BOLUR OG FJAÐRIR, BEGGA DESIGN

Chanelnaglalakk í litnum Tulle


Cheryl Cole-gerviaugnhár í stílnum Sexy Señorita frá Eyelure Nuit et Jourvaralitur í lit 202 frá Lancôme

All Nighter-farðasprey frá Urban Decay

La palette la Roseaugnskuggapallettan,

Grandiôse eyeliner frá Lancôme

Cushion Blush Subtilkinnalitur í litnum Rose Lemonade frá Lancôme

Grandiôse-maskari frá Lancôme

Teint Idole Ultra Wear-farði frá Lancôme

b6 Vitamin Infused Prep Sprayfarðagrunnur frá Urban Decay

Kjóll: EVA Skart: ORRIFINN, MÝRIN

23 / VIKAN


Á DÖFINNI UMSJÓN: ÍRIS HAUKSDÓTTIR / irish@birtingur.is

HÁRBAND ÚR VERSLUNINNI MAIA

Hárgreiðslan

Við fengum Karín Rós Símonardóttur hjá Sprey hárstofu til að sýna okkur tvær rómantískar brúðargreiðslur á fyrirsætunum okkar með Kevin Murphy-hárvörum.

24 / VIKAN


BOLUR OG FJAÐRIR, BEGGA DESIGN

25 / VIKAN


Á DÖFINNI UMSJÓN: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR / steingerdur@birtingur.is MYND: ALDÍS PÁLSDÓTTIR

SIGRÚN ÚLFARSDÓTTIR SKARTGRIPAHÖNNUÐUR

Íslenskir galdrastafir innblásturinn Ákveðin dulúð, kraftar ástarinnar og glitrandi tærleiki kristalla og lita hafa alla tíð heillað Sigrúnu Úlfarsdóttur hönnuð. Undanfarin ár hefur hún starfað sjálfstætt að fylgihlutahönnun en í mörg ár vann hún við stærstu tískuhús Parísarborgar. Hún er enn með annan fótinn í París en hinn á Íslandi og Rússland á sérstakan stað í huga hennar.

26 / VIKAN


S

igrún er upphaflega menntaður myndlistarmaður. „Já, ég lærði í Myndlista- og handíðaskólanum eins og hann hét þá,“ segir hún. „En svo er ég líka menntaður hönnuður. Ég fór til Parísar að læra fatahönnun í skóla sem heitir Esmod og var, allavega þá, einn sá virtasti á sínu sviði. Ég lærði einnig sníðagerð til að geta bæði teiknað upp fötin og útfært þau.“ Þú ílengdist síðan í París. Hvernig kom það til? „Jú, ég fór að vinna eftir námið. Fyrst fór ég hins vegar til Rússlands. Ég hafði farið þangað í rússneskunám eftir stúdentspróf og búið þar í tvö ár og kynnst manninum mínum. Ég var mjög hrifin af Rússlandi gagnstætt mörgum. Ég fór að vinna fyrir leikhús í Moskvu. Það var komin Perestroika og ég var gift Rússa og þurfti því ekki atvinnuleyfi. Að auki tíðkaðist ekki að útlendingar kæmu til Rússlands að vinna þannig að engum datt í hug að gefa þyrfti út slík leyfi. Ég vann þar meira og minna í þrjú ár í aðalleikhúsum Moskvu en flutti þaðan til Parísar og fór að vinna í tískuhúsum. Ég byrjaði á að vinna fyrir Karl Lagerfeld, þaðan fór ég til Swarovski og bjó til fylgihluti úr kristal og síðan réð ég mig í vinnu hjá fatahönnuði sem heitir Hervé Léger. Hann var þá að gera mjög þekkta módelkjóla sem voru búnir til úr böndum og saumaðir utan um konur. Þeir voru gerðir eins og korselett, bandið var þrengst í miðjunni og þannig var hægt að ná fram ákveðinni „silhouette“. Þetta var mjög flott og margar stjörnur flykktust að til að kaupa þá því þeir gerðu vöxtinn svo fallegan. Kjóllinn í raun bjó til línurnar. Við gerðum til dæmis brúðarkjólinn á Iman þegar hún giftist David Bowie. Bandakjóllinn var þá gerður í hvítu og var mjög flottur. Þetta var mikið ævintýri. Á þeim tíma voru þessir bandakjólar gerðir í höndunum en svo var fyrirtækið keypt og framleiðslan einfölduð og böndin gerð í vélum, búið til bandaefni. Það kom ekki eins vel út því bandaefnið varð að rúllu og

„ÉG BYRJAÐI Á AÐ VINNA FYRIR KARL LAGERFELD, ÞAÐAN FÓR ÉG TIL SWAROVSKI OG BJÓ TIL FYLGIHLUTI ÚR KRISTAL OG SÍÐAN RÉÐ ÉG MIG Í VINNU HJÁ FATAHÖNNUÐI SEM HEITIR HERVÉ LÉGER. HANN VAR ÞÁ AÐ GERA MJÖG ÞEKKTA MÓDELKJÓLA SEM VORU BÚNIR TIL ÚR BÖNDUM OG SAUMAÐIR UTAN UM KONUR.“ saumað úr því og þá hættu kjólarnir að skapa þessa „silhouettu“. Ég vann þá aftur fyrir fyrirtækið á árunum 2006-2008 en það var athyglisvert að vinna við bæði og sjá hvernig þetta breyttist.“

BÝR Í PARÍS OG Á ÍSLANDI

Sigrún býr í París en er mikið á Íslandi. „Ég bý eiginlega á báðum stöðum,“ segir hún. „Sonur minn er í skóla í Frakklandi og viðveran er sex vikur og síðan tvær vikur í frí. Við getum því verið hér mjög oft. Ég bý í íbúð í húsi foreldra minna þegar ég er hér.“ Nýjasta lína Sigrúnar eru skartgripir byggðir á íslensku galdrastöfunum en þeir eru úr gæðasilfri, skreyttir Swarovskikristöllum og emeleraðir. Ýmis rússnesk áhrif má greina í hönnun Sigrúnar og emeleringin á galdrastöfunum minnir að sumu leyti á hin þekktu Fabergé-egg sem rússneska keisarafjölskyldan safnaði á árum áður. Þar er sami tærleikinn. „Upp úr aldamótum fór ég að vinna fyrir Sjávarleður á Sauðárkróki í samvinnu við Karl Lagerfeld, Swarovski og fleiri. Þá bjó ég til skartgripalínu úr fiskihreistri en svo þróaðist þetta út í fleiri skartgripi. Á þessum tíma bjó ég einnig til mikið af töskum. Ég hyggst taka það upp aftur og búa til línu af snyrtiveskjum og kannski einnig stærri hluti. En í augnablikinu einbeiti ég mér að galdrastöfunum. Línan er öll þróuð út frá hring í miðjunni en þetta er keltneskt mótíf. Galdrastafurinn sem ég geng út frá, þ.e. silfrið í miðjunni er stafur sem á að tryggja að fólk fái óskir sínar uppfylltar. Hann er því mjög kröftugur í alla staði. Næst tek ég kannski Ægishjálm sem veitir vörn gegn öllu illu og geri svona tilbrigði

við hann. Gripirnir eru emeleraðir af fólki sem ég var að vinna með þegar ég var hjá Karli Lagerfeld. Sá framleiðandi vinnur einnig fyrir Dior og Louis Vuitton. Hann gerir mikið af emeleruðum skartgripum fyrir Dior.“

DULÚÐ OG BIRTA

Emeleringin er úr gleri en hægt er að fá plastemeleringu sem er mun ódýrari en Sigrún segir að hún verði aldrei jafntær og gegnsæ. Fyrirtæki hennar heitir Divine Love og gerði meðal annars festar úr perlum og svörtu flaueli og kristalsperlufestar sem urðu mjög vinsælar meðal fræga fólksins. „Ég er að vinna að markaðssetningu galdrastafanna í Frakklandi. Hreistrið seldist vel þar en þeir skartgripir þarfnast öðruvísi markaðssetningar. Þeir eru algjörlega íslenskt fyrirbæri og ég þarf að útskýra vel hvað í ósköpunum þetta er og um hvað þeir snúast. En ég á von á að þeir fari í búðir í Frakklandi í ár. Þetta eru svolítið mystískir skartgripir en stíllinn er mjög tær. Litirnir eru ljósir, pastellitir og formin hrein. Þetta er því ekki gotneskt heldur mun bjartara en það, þótt dulúðin sé til staðar.“ Kristallar heilluðu Sigrúnu alveg eftir að hún fór að vinna fyrir Swarovski, meðal annars vegna litanna og ljósbrigðanna. Hún segir að þeir tjái orku mannsins. Hún hefur kynnt sér hina fornu indversku speki Ayurveda. Henni fannst hún skynja að litirnir og hreinleiki þeirra fangaði vel kraft orkustöðvanna. Sama hugsun liggur að baki galdrastöfunum sem hún notar til að ákalla jákvæða krafta tilverunnar eigendum þeirra til gæfu og gleði.

27 / VIKAN


MATGÆÐINGUR UMSJÓN: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR / hildurf@birtingur.is MYNDIR: ALDÍS PÁLSDÓTTIR

Fullt nafn: Arna Guðlaug Einarsdóttir. Starf: Sérhæfð í kökuskreytingum. Maki: Ólafur Aðalsteinsson. Börn: Anna Guðlaug og Margrét Lára og tvær stjúpdætur, Olga Helena og Kristín Helga. Ertu A- eða B-manneskja? B-manneskja. Uppáhaldsbíómyndin? Franskar gamanmyndir, Frakkar hafa bara svo frábæran og kaldhæðinn húmor t.d. Qu’est-ce qu’on a fait au Bon Dieu? og Un homme à la hauteur. Uppáhaldsmatreiðsluþættir? Cake Wars. Bloggsíða: www.facebook.com/arna.cake. decorator.

28 / VIKAN


Leiddist óvænt út í kökuskreytingar Arna Guðlaug Einarsdóttir byrjaði að fást við kökuskreytingar þegar hún bjó úti í Brussel fyrir nokkrum árum. Í dag hefur hún lokið þremur námskeiðum í kökuskreytingum frá Wilton-skólanum í Chicago og heldur úti Facebook-síðunni Kökukræsingar Örnu. Hún tekur að sér að baka alls kyns kökur fyrir ýmis tilefni, þar á meðal brúðkaup.

Hvernig kom það til að þú stofnaðir Kökukræsingar Örnu? Þegar við fluttum til Brussel í Belgíu árið 2007 varð ég allt í einu heimavinnandi húsmóðir en ég var ófrísk og með eins árs stúlku þegar við fluttum út. Árið 2010 þegar dætur mínar byrjuðu í leikskóla fór ég að læra frönsku. Þá kom ég oft og iðulega með alls kyns bakkelsi í frönskutímana þar sem mér hefur alltaf fundist gaman að baka og skreyta kökur og bara almennt að halda matar- og kaffiboð. Frönskukennarinn minn hvatti mig til að gera eitthvað úr þessum hæfileikum og hún fór strax að panta hjá mér kökur. Í framhaldi af því bjó ég til Facebook-síðuna ArnaCakeDecorator sem í dag heitir Kökukræsingar Örnu. Boltinn fór að rúlla ansi hratt í Brussel og ég var farin að baka og skreyta kökur nánast daglega síðustu fjögur árin okkar en við fluttum heim fyrir um það bil ári.

Hvað þarf helst að hafa í huga við val á brúðartertu? Að hafa ekki of margar bragðtegundir í einni köku. Í Brussel var ég stundum beðin um að gera þriggja hæða brúðartertur þar sem hver hæð væri með mismunandi bragði. Brúðhjónin héldu að allir fengju eitthvað við sitt hæfi en þau gerðu sér ekki grein fyrir að það er algjörlega tilviljunarkennt hvaða bragðtegund fólk fær og einnig að oft er síðasta hæðin eftir (ef kakan er mjög rífleg) og þar af leiðandi fær enginn þá bragðtegund. Einnig ræð ég fólki frá því að hafa of mikið af óætum skreytingum á kökunni, það er ekki gaman að þurfa að strípa kökuna af borðum, blómum og fiðrildum áður en hún er skorin.

Er erfiðara að gera brúðartertur en aðrar kökur? Já, það er pínulítið meira stressandi að gera brúðartertur, maður veit að þetta er einn mikilvægasti dagurinn í lífi brúðhjónanna og að sjálfsögðu verður Hvernig kökur þykir þér skemmtilegast allt að vera fullkomið á þeim degi. Ég að baka? Mér finnst skemmtilegt að baka man eftir einu sérstaklega heitu sumri í Brussel og ég var að gera brúðartertu og kökur sem ég hef aldrei gert áður. Það koma alltaf einhver æði í barnakökum og sykurmassinn bráðnaði og rifnaði í hitanum þegar ég var að fletja hann út og breiða þá gerir maður mjög mikið af til dæmis Frozen-kökum, Minion-kökum, Svampur hann yfir kökuna. Ég hafði þá að orði við eiginmann minn að þessi kaka yrði ansi sölt Sveinsson-kökum og svo framvegis. þar sem mörg tár runnu af „frustration“ Þannig að það er gaman að spreyta sig á ofan í sykurmassann. En ég þurfti þrisvar einhverju nýju. að taka sykurmassann af og setja nýjan. Hvaða kökur finnst þér bestar á bragðið? En að sjálfsögðu voru engin tár í kökunni Mér finnst súkkulaðikakan alltaf best með og brúðhjónin pöntuðu nokkrum sinnum kökur frá mér eftir þetta. glasi af kaldri mjólk.

Eru einhverjar ákveðnar kökugerðir vinsælli um þessar mundir? Það eru alltaf einhverjir tískustraumar í brúðartertum, í fyrrasumar gerði ég til dæmis töluvert margar naktar kökur fyrir brúðkaup, naked cakes á ensku, þær voru og eru líklega enn vinsælar. En það er samt svo gaman að í dag er fólk viljugra að breyta út af vananum og margir vilja hafa þemakökur, þá eru þær oft í mörgum litum og með óvenjulegum styttum. Í Belgíu eru reyndar afar fáar brúðartertur með styttu á toppnum. Þar var ég iðulega beðin um að setja svona stjörnuljósagosbrunn á toppinn. Og kakan var svo borin inn í salinn eftir að búið var að dimma ljósin með mikilli ljósasýningu. Hvernig köku hafðir þú þegar þú giftir þig? Ég bakaði ekki mína eigin köku, var enn þá bara áhugabakari og treysti mér ekki í verkið. En hún var mjög falleg en á þeim tíma voru allar skreytingar óætar og áður en við skárum kökuna varð að fjarlægja borðann og fiðrildin. En kakan var góð. Einhver góð ráð fyrir verðandi brúðhjón? Ef veislugestir eru 100 takið þá köku fyrir 80 manns. Ég verð iðulega vitni að því að að minnsta kosti þriðjungur kökunnar verður eftir og í mínu brúðkaupi var helmingurinn eftir. Þannig að þetta er smásparnaðarráð og kemur einnig í veg fyrir sóun á matvælum sem er allt of algeng.

29 / VIKAN


MATGÆÐINGUR

Klassísk súkkulaðikaka 2 bollar hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. sódaduft 1 tsk. salt 1 ½ bolli sykur 6 msk. sykur 2/3 bollar smjör 1 bolli mjólk 2 stór egg

30 / VIKAN

Einföld uppskrift. Hitið ofninn í 180°C (blástur). Blandið öllum þurrefnum saman og bætið síðan við mjólk, smjöri og eggjum. Skiptið deiginu í tvö form og bakið við 180°C í u.þ.b. 25-30 mínútur. Ef á að gera þriggja hæða köku er nauðsynlegt að eiga form í þremur mismunandi stærðum og aðlaga baksturstíma eftir stærð forms. Smjörkrem 250 g smjör við stofuhita 500 g flórsykur 4 tsk. vanilludropar 2-4 msk. mjólk

Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið létt og mjúkt. Bætið flórsykrinum smám saman við og hrærið vel á milli. Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni. Bætið við örlítið meiri mjólk ef kremið er of þykkt eða örlítið meiri flórsykri ef það er of þunnt. Smyrjið nóg af smjörkremi á milli kökubotnanna og þekið kökuna svo með smjörkremi eða sykurmassa. Fallegt er að nota ætt skraut svo sem perlur, sykurblóm eða glimmer til að skreyta kökuna með.


Skemmtilegt og vinsælt er að hafa eina stóra skreytta köku sem brúðhjónin geta skorið og svo fallegar bollakökur úr sama deigi og skreyttar í sama stíl fyrir gesti.

31 / VIKAN


Ástfanginn eða frelsaður? Það er hins vegar með öllu óraunhæft að setja eigin ánægju í hendur annarrar. Það að afsala sér ábyrgð á eigin hamingju getur eitrað jafnvel farsælustu sambönd. Orðið samband er nefnilega nokkuð gegnsætt fyrirbæri enda felur það í sér orðasamsetninguna, sam og band. Þegar Ástin er engu að síður drifkraftur lífsins og tveir einstaklingar taka þá ákvörðun að deila taðreyndir sýna að stór hluti allra lífi sínu saman verður að ríkja jöfn ábyrgð og ástæða þess að mannkynið heldur áfram langtímasambanda enda í skilnaði samvinna til þess að sambandið gangi. að fjölga sér. Amen fyrir því, með eða án eða þriðja hvert hjónaband hér á Hvort sem birtingarmynd ástarinnar landi. Þetta þykir ævintýragjörnum giftingarhrings. kemur fram í langtíma sambandi, Það má hins vegar spyrja sig hvort ástarblómum eflaust leitt að lesa en hjónabandi eða stuttum kynnum er víst orðin sem við notum í kringum þetta tölfræðin talar sínu máli. Það fylgir þó sjaldnast sögunni hversu lengi viðkomandi sammannlega ástand standist tímans tönn. að ástin hættir aldrei að koma á óvart. Ekkert ástand hefur orðið fleirum eins Orð eins og eiginkona eða eiginmaður, elskendur þekktust fyrir hjónaband eða yrkisvænt og hugrenningar um ástina hvernig högum þeirra var almennt háttað þar sem maki er gerður að eign annarrar hætta aldrei að verða áhugaverðar. Fletir manneskju. Nú eða sögnin að verða því vissulega þekkjum við flest, hversu ástarinnar eru óteljandi en margir sýna ástfanginn, sem óhjákvæmilega gefur harðbrjósta og raunsæ, eða viðkvæm ást með veraldlegum gjöfum og gjörðum til kynna einhvers konar innilokun eða og hrifnæm sem við kunnum að vera, meðan aðrir kjósa að tjá ást sína í orðum frelsissviptingu. Vissulega má líkja þeirri þá eru sambönd auðvitað jafnólík og og samverustundum. Stundum er talað um mögnuðu tilfinningu sem yfirtekur flesta þau eru mörg. Eflaust finna margir fimm tungumál ástarinnar og eins ólíka í upphafi sambanda við einhvers konar hamingjuna ævilangt eftir að hafa þrætt þætti hennar. Ástina í garð fjölskyldu, vina hring á fingur og þrammað því næst niður brjálæði eða andlegan sjúkdóm með og ekki síst milli elskenda. Ástin fylgir tilheyrandi lystar- og svefnleysi. Eða eins kirkjutröppurnar. vonandi flestum á sinni lífsins vegferð og Ást milli tveggja aðila er vonandi öllum og ritstjóri þessa ágæta tímarits orðaði ferðast í margvíslegar áttir með hverri svo snilldarlega: „Stundum gerum við kunn. Ástin getur varað heilt æviskeið reynslu og æviskeiðum. heimskulega og hættulega hluti í nafni eða tekið skamman enda, allt eftir aldri, ástar, en erum líka iðulega djörf, örlát og stöðu og reynslu viðkomandi. Ástin spyr dugleg í skjóli hennar.“ ekki um aldur og oft ekki stöðu eða kyn.

Er hjónabandið ógild stofnun eða enn í fullu gildi? Getum við raunverulega eignast aðra manneskju ævilangt eða er hugmyndin um hjónaband byggð á skammtímaævintýri, hagsmunatengslum eða eintómri eftirsókn eftir eilífri rómantík?

TEXTI: ÍRIS HAUKSDÓTTIR

S

32 / VIKAN


ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!

t t ý N

Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐI

HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐI

APPELSÍNU BRAGÐ SYKURLAU

APPELSÍNUBRAGÐ SYKURLAUST

Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Strefen-A4.indd 1

31/01/17 14:12


Missti

giftingarhringinn í Miðjarðarhafið Snemma síðasta sumar giftu Elísabeth Inga Ingimarsdóttir og Helgi Pétur Magnússon sig í návist vina og ættingja. Bónorðið hafði verið borið upp fjórum árum áður á Helgafelli og parið gaf sér eitt og hálft ár í skipulagningu brúðkaupsins sem gerði það að verkum að dagurinn var eins laus við stress og hugsast gat. Við ræddum við Elísabethu Ingu um skipulagninguna og daginn sjálfan. TEXTI: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR MYNDIR: LINDA ÖSP GUNNARSDÓTTIR

E

lísabeth Inga og Helgi Pétur giftu sig laugardaginn 25. júní 2016 – sama dag og Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti, án þess að það hafi nokkuð með tímasetninguna að gera. „Ástæðan fyrir dagsetningunni var sú að okkur langaði í sumarbrúðkaup, helst snemma sumars þannig að við gætum nýtt sumarið til að ferðast og njóta hveitibrauðsdaganna, bæði í íslensku sumri og svo seinna í brúðkaupsferðinni okkar til Katalóníu.“ Bónorðið var borið upp í febrúar fjórum árum áður á toppi Helgafells. „Maðurinn minn er afar rómantískur og kemur mér reglulega á óvart með alls konar uppákomum og hefur gert frá því við kynntumst árið 2007. Við höfðum tekið laugardaginn 25. febrúar 2012 frá þar sem maðurinn minn hafði ákveðið að bjóða mér í óvissuferð. Ég tengdi ferðina ekki við mögulegt bónorð, enda hafði hann nokkrum mánuðum fyrr boðið mér í óvissuferð til Grikklands og grísku eyjanna. Ekkert bónorð var borið upp í þeirri ferð þrátt fyrir að öll umgjörð hafi verið kjörin til þess að bera upp stóru bónina, ég gerði því ekki ráð fyrir að annað væri uppi á teningnum í þetta skiptið.“ Það eina sem Elísabeth Inga fékk að vita var hvaða klæðnaði hún ætti að vera í og taka með í ferðina. „Útivistarfatnaðurinn sem ég átti að klæðast kom að góðum notum því fyrsti áfangastaðurinn var Helgafell í Hafnarfirði. Á leið okkar á fjallið sagði maðurinn minn mér frá því að menn teldu að hinn heilagi kaleikur væri falinn í fjallinu, menn tengdu það við það að fellin í kring og aðstæður sköpuðu náttúrulegan kross í landslaginu og á þessum mótum væri kaleikurinn falinn. Jafnvel þessi undarlega saga kom mér ekkert á óvart,

34 / VIKAN

enda orðin vön ýmsum sögum af landinu okkar frá manninum mínum. Á leið niður fjallið þóttist hann hafa fundið samskeytin þar sem kaleikurinn væri grafinn og benti mér á að fellin í kring mynduðu kross í landslaginu án þess að mér þætti mikið til koma. Þegar ég leit við var hann hins vegar kominn niður á hnén og bar upp bónorðið með demantshring í höndunum. Ég hafði svo sannarlega ekki búist við þessu en svaraði spurningunni eftir smávegis geðshræringu játandi.“ Óvissuferðinni var svo haldið áfram í Bláa lónið og þaðan fór parið á veitingastað þar sem það lét stjana við sig. „Frábær dagur í alla staði. Maðurinn minn sagði mér síðar að hann hefði ekki viljað

gátum við dreift kostnaðinum jafnt og þétt yfir langt tímabil og gátum því leyft okkur meira en ef kostnaðurinn hefði allur komið til á örfáum mánuðum. Ég var búin að ákveða að ég vildi eyða síðasta mánuðinum fyrir brúðkaupið í sem mestri slökun og vildi hugsa með tilhlökkun til brúðkaupsins – ekki hafa áhyggjur af öllu því sem ætti eftir að ákveða og gera. Okkur tókst að skipuleggja allt vel fyrir fram, og ekkert óvænt kom upp á. Við gátum til að mynda farið á EM í Frakklandi tæpum tveimur vikum fyrir brúðkaupsdaginn og það var algjörlega frábært að geta notið daganna fyrir brúðkaupið án þess að hafa áhyggjur af því sem ætti eftir að gera.“ Elísabeth Inga var lengi að finna rétta

„Ég pantaði mér litla myndaramma erlendis frá og setti myndir af fólkinu sem okkur er svo kært en er ekki lengur meðal okkar í rammana og hengdi á vöndinn.“ bera upp bónina á grísku eyjunum vegna þess að milljónir manna hefðu líklega gert það sama og að honum hefði ekki fundist sá staður vera réttur fyrir þessa bón, hann vildi gera það á stað sem kallaði ekki svona mikið á bónorð. Mér fannst staðurinn og stundin sem hann valdi í það minnsta yndisleg og hefði ekki getað kosið mér betri dag.“

brúðarkjólinn. „Ég fór á leigu í Reykjavík en fann ekkert sem mér líkaði nógu vel til að kaupa en gat fundið sniðið sem ég vildi, sem var þegar upp var staðið snið sem ég hélt að ég vildi ekki. Þannig að ég mæli með að konur fari með opinn huga í brúðarkjólamátun því það getur komið á óvart hvað snið sem maður hélt að hentaði ekki fer manni svo í raun vel. Eftir að hafa loks fundið rétta kjólinn erlendis þá fór ég með hann til þeirra í Eðalklæðum og LENGI AÐ FINNA KJÓLINN þær breyttu honum aðeins og gerðu hann Brúðkaupsundirbúningurinn hófst um það bil einu og hálfu ári fyrir stóra daginn. algjörlega fullkominn. „Skipulagningin gekk mjög vel og með Jakkafötin fékk maðurinn minn í Suit Up því að hefja undirbúning svona snemma og eins og hefðin er með kjól brúðarinnar


35 / VIKAN


Elísabeth Inga og Helgi Pétur létu sérsmíða giftingarhringana og grafa skilaboð hvort til annars inn í þá. „Þar af leiðandi var mikil spenna fólgin í því að kíkja inn í hringana að athöfn lokinni til að sjá hvaða skilaboð hann hafði skrifað til mín og öfugt.“

þá fékk ég ekki að sjá föt brúðgumans fyrr en ég sá hann í kirkjunni. Það var mikil spenna fólgin í því að hvorugt okkar vissi hvernig hitt liti út á brúðkaupsdeginum. Jakkafötin hans voru rosalega flott og fyrir þá sem ekki vita, þá láta þeir í Suit Up sérsníða fötin frá A-Ö eftir máli og óskum viðskiptavinanna.“ Elísabeth Inga fékk hárgreiðslukonu sína til margra ára, Laufeyju á Solid, til að sjá um hárið á sér og Sigga Gróa á snyrtistofunni Face á Akranesi sá um förðunina. „Ég vildi vera náttúruleg og leggja áherslu á fallega augnlínu og augnhárin. Við gátum verið út af fyrir okkur í undirbúningnum á Solid hár á Laugavegi og því fannst mér kjörið að hafa mömmu, bróðurdætur mínar tvær og svo tvær systur mannsins míns með í hári og förðun. Það var alveg frábært að eyða tímanum saman áður en brúðkaupið hófst, ég mæli með því að gera aðeins meira úr förðun og greiðslu, meðal annars með því að fara nokkrar saman ef tök eru á, það er svo skemmtilegt og myndar góða stemningu. Með þessu fóru allir sælir og sætir inn í daginn.“ Það er alltaf gaman þegar brúðhjón bregða

36 / VIKAN

út af vananum og gera eitthvað öðruvísi. Til dæmis létu Elísabeth Inga og Helgi Pétur sérsmíða giftingarhringana en í stað þess að láta grafa nöfn þeirra inn í hringana ákváðu þau að koma hvort öðru á óvart og skrifa skilaboð hvort til annars inn í hringana. „Þar af leiðandi var mikil spenna fólgin í því að kíkja inn í hringana að athöfn lokinni til að sjá hvaða skilaboð hann hafði skrifað til mín og öfugt,“ segir Elísabeth Inga.

LAUS VIÐ ALLT STRESS

Brúðkaupið fór fram í Háteigskirkju en sú kirkja varð fyrir valinu því brúðhjónunum finnst hún svo falleg að innan og utan. „Svo fannst okkur stór kostur að það er mjög gott aðgengi að bílastæðum beint fyrir utan,“ segir Elísabeth. Faðir brúðarinnar, Ingimar, leiddi hana inn kirkjugólfið og faðir Helga Péturs, Magnús, var svaramaður hans. „Presturinn sem sá um athöfnina var sr.

„Dóttir okkar var svo hringaberi og afhenti hringana í athöfninni og sofnaði svo stuttu seinna í fangi ömmu sinnar.“ Hún fann líka frumlega leið til að heiðra minningu þeirra sem fallið höfðu frá og voru því ekki með þeim á deginum. „Ég pantaði mér litla myndaramma erlendis frá og setti myndir af fólkinu sem okkur er svo kært en er ekki lengur meðal okkar í rammana og hengdi á vöndinn.“

Eðvarð Ingólfsson sem er pabbi æskuvinkonu minnar. Hann þekkir okkur bæði mjög vel en þó sérstaklega mig þar sem ég var inni á heimili þeirra daglega í mörg ár. Það gerði athöfnina enn persónulegri að presturinn þekkti okkur brúðhjónin svona vel.“ Dóttir brúðhjónanna, Hólmfríður Lilja


sem var alveg að verða þriggja ára, gekk inn kirkjugólfið á eftir móður sinni og henni til halds og traust voru bróðurdætur Elísabethar Ingu, Íris Edda og Maren Lind. „Þær þrjár voru brúðarmeyjar. Dóttir okkar var svo hringaberi og afhenti hringana í athöfninni og sofnaði svo stuttu seinna í fangi ömmu sinnar.“ Brúðhjónin höfðu það að markmiði að dagurinn væri laus við allt stress. „Við höfðum undirbúið okkur svo vel. Guðrún Árný söng og lék á píanó undir fiðluleik Matta Stef. Ég vildi sérstaklega fá fiðluleikara til að vera með í inngöngulaginu, það var Canon í D-dúr eftir Johan Pachelbel. Allt gekk vel fyrir sig í athöfninni og eftir að búið var að pússa okkur saman gengum við alsæl út við lagið Can‘t Stop the Feeling með Justin Timberlake, dansandi hress.“ Strax eftir athöfnina lá leið þeirra í myndatöku í Grasagarðinum í Laugardal þar sem áhugaljósmyndarinn Linda Ösp Gunnarsdóttir sá um að mynda þau í bak og fyrir. „Við fengum hana Lindu Ösp Gunnarsdóttur til að mynda okkur. Hún er áhugaljósmyndari í ljósmyndanámi. Við vorum búin að frétta af henni og leist vel á

myndirnar hennar. Við vorum mjög ánægð með útkomuna, hún lagði svo hart að sér og það skilaði sér svo sannarlega. Henni tókst vel að taka fallegar myndir og fanga stemninguna,“ segir Elísabeth Inga.

BOÐIÐ UPP Á LAMB OG HEIÐAGÆS ÚR SVEIT BRÚÐGUMANS

Að því búnu var haldið í veisluna þar sem Elísabeth Inga og Helgi Pétur skemmtu sér æðislega í hópi sinna nánustu. Veislan var haldin í Þróttaraheimilinu í Laugardalnum. „Staðsetning veislunnar varð fyrir valinu vegna þess að við höfðum farið í þónokkur boð þarna og þar er gott rými, frábært útisvæði og frábær aðstaða til að dansa langt fram eftir nóttu. Einnig vildum við koma með okkar eigin veitingar og eigið áfengi. Kokkurinn sem sá um veitingarnar heitir Örn Erlendsson og við vorum himinlifandi með valið á honum, sem og gestirnir. Veitingarnar sá maðurinn minn um að skipuleggja en hann vildi hafa matinn sem mest tengdan við okkur og uppruna okkar. Þess vegna var boðið upp á lamb og heiðagæs úr sveitinni hans, til viðbótar var

ákveðið að hafa mat sem hentaði þörfum veislugesta, kalkún og svo vegan-hlaðborð fyrir þá sem aðhyllast slíkt mataræði. Öllum réttum var lýst á hverju veisluborði, þannig að þeir sem hefðu ofnæmi eða vildu kanna hvort rétturinn væri vegan gætu lesið sér til um það við veisluborðið. Miðnætursnarlið var svo humarborgarar en ástæðan fyrir því að við vildum fá þá var til að setja punktinn yfir i-ið í veitingunum.“ Rúmlega hundrað og fjörutíu gestum var boðið og tæplega hundrað og tuttugu mættu. „Við ákváðum fljótt að hafa þetta brúðkaup fyrir 18 ára og eldri því við vildum hafa skemmtiatriði og stemningu sem hentaði þeim hópi fólks. Við valið á gestalista völdum við þau í fjölskyldum okkar sem stóðu okkur næst, vini völdum við þannig að það ætti að vera jafnvægi í fjölda á milli okkar brúðhjóna. Því miður gáum við ekki boðið öllum sem okkur þykir vænt um en þannig verður það líklega alltaf. Það er gott að ræða þessa hluti vel og setja ákveðnar viðmiðanir áður en gestalistinn er settur upp – svo er nauðsynlegt að fara eftir viðmiðunum sem maður setur sér.“ Þessi yndislegi og vel heppnaði dagur

37 / VIKAN


„Allt gekk vel fyrir sig í athöfninni og eftir að búið var að pússa okkur saman gengum við alsæl út við lagið Can‘t Stop the Feeling með Justin Timberlake, dansandi hress.“

rann inn í sumarnóttina með tilheyrandi söng og dansi. Brúðhjónin vörðu brúðkaupsnóttinni í brúðarsvítu á Grand Hótel. Tæpum mánuði síðar fóru þau síðan í hina eiginlegu brúðkaupsferð. „Við fjölskyldan fórum í þriggja vikna ferð um Katalóníuhérað á Spáni. Algjörlega frábær ferð. En hún gekk nú ekki áfallalaust fyrir sig því ég missti giftingarhringinn í Miðjarðarhafið. En þar sem ég er svo agalega vel gift, ég á ekki bara rómantískan mann heldur er hann líka einstaklega fundvís og þolinmóður, þá tókst honum að finna hringinn þar sem hann hafði grafist ofan í sandinn í hafinu – ótrúlegt en satt.“

Ef þú mættir gefa eitt ráð til tilvonandi brúðhjóna, einn gullmola, hvert væri það? „Byrjið undirbúning snemma og reynið eftir fremsta megni að klára allt sem hægt er einhverjum vikum fyrir brúðkaupsdaginn, það er nauðsynlegt að ná að hvíla sig vel dagana fyrir og ef undirbúningurinn er vel skipulagður þá verður stóri dagurinn algjörlega streitulaus og þið náið að njóta hans til fullnustu. Vegna þess að engin streita var til staðar þá leið dagurinn ekki hjá í hálfgerðri móðu eins og maður hefur svo oft heyrt brúðhjón tala um, heldur náðum við að njóta hvers augnabliks.“ 38 / VIKAN


i s y e l u k r o , a t y e Þr og streita? Spirulina BLUE Performance er heilbrigð lausn full af lífrænum næringar efnum sem gefur góða orku og einbeitingu allan daginn

“Þegar ég vann að doktorsritgerðinni minni þurfti ég oft að einbeita mér 12 -14 tíma, en með Spirulina BLUE hvarf einbeitinga­ skortur síðdegis og þar með jukust afköstin og úthaldið. Þrátt fyrir aukna orku kom það ekki niður á svefni og hvíld, þvert á móti minni streita, betri hvíld. Síðan þá nota ég

“Hafði glímt við kvíða og vanlíðan, leitaði aðstoðar og byrjaði jafnframt á Spirulina Blue, með því öðlaðist ég eins og annað líf,

Lifestream Spirulina Blue daglega.” Snjólaug Ólafsdóttir, doktor í umhverfisverkfræði.

varð glaðari og miklu orkumeiri. Fór að geta skipulagt mig og áhugamálið mitt sem er ljósmyndun. Finn ekki streitu eða kvíðann plaga mig.” Hreinn Gottskálksson, verktaki.

Nýjar umbúðir sömu gæði

Spirulina BLUE Performance Lífrænn fjölvítamíngjafi náttúrunnar

Rannsóknir sýna að phycocyanin í Spírulína Blue styður getu tauga til að takast á við streituálag og eflir einbeitingu. Styrkir ónæmiskerfið gegn flensum og kvefi, gefur góða jafna orku allan daginn.

26 vítamín og steinefni, 18 amminósýrur, GLA, omega, phycocayanin, zeaxanthin,vanilla.

Næringarprófanir eru gerðar við uppskeru og einnig í neytendaumbúðum.

Lifestream fæst í apótekum, Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Græn heilsa og víðar | celsus.is


Mikilvægara að skemmta sér vel – heldur en það hvernig salurinn lítur út

TEXTI: ÍRIS HAUKSDÓTTIR MYNDIR: ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR

Sólrún Lilja Diego hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hún miðlar ráðum til áhorfenda sinna í gegnum Snapchat-forritið. Hvort sem um er að ræða skipulagslausnir, þrifráð eða hagkvæm matarinnkaup er óhætt að titla Sólrúnu eina skipulögðust konu landsins. Sólrún stefnir á brúðkaup með sínum heittelskaða sumarið 2018 en þrátt fyrir ungan aldur hefur Sólrún skipulagt fjölda brúðkaupa.

„Við Frans erum búin að vera trúflofuð í rúmt ár en hann bað mín daginn fyrir gamlársdags 2015. Hann vissi að mér þætti vænna um að hafa bónorðið á persónulegu nótunum og alls ekki á almannafæri svo þetta var alveg yndisleg stund. Hann kom með Maísól, dóttur okkar, í fanginu til mín inn á baðherbergi þar sem kom í ljós að hún hélt á hringnum í litla lófanum sínum. Mér fannst það sérstaklega fallega hugsað af honum að hafa haft hana part af þessu dásamlega augnabliki.“ Fjögur ár eru nú liðin frá því Sólrún og unnusti hennar, Frans Veigar Garðarsson, felldu hugi saman. Sólrún segir hann fyrsta strákinn sem tók upp símtólið og hringdi í stað þess að nota Facebook eða smáskilaboð, eins og algengara er í dag, en hún hafi þó stigið fyrsta skrefið. „Ég sá hann á Þjóðhátíð og féll alveg fyrir honum. Ég færði mig því nær honum og spurði að lokum hvort ég mætti ekki gefa honum símanúmerið mitt. Hann hringdi þó aldrei en stuttu síðar hittumst við fyrir algjörlega tilviljun á skemmtistað í miðbænum þar sem hann kom til mín og sagðist hafa glatað símanúmerinu mínu. Stuttu síðar hringdi hann og bauð mér á stefnumót sem mér fannst mjög heillandi því flestir taka auðveldu leiðina og senda skilaboð. Við smullum samt ekki alveg strax saman þar sem hann bjó erlendis um tíma. Eftir að hann flutti aftur heim bauð hann mér á annað deit og við höfum verið óaðskiljanleg síðan.“

ALLTAF DREYMT UM STÓRT BRÚÐKAUP

Maísól litla boðaði fljótlega komu sína og segir Sólrún þungunina hafa verið vandlega skipulagða. „Ég varð ófrísk mjög fljótt en það var algjörlega eftir okkar plönum. Við höfðum þá þegar rætt trúlofun og áttum stóra drauma um

40 / VIKAN

framtíð okkar saman. Frá því ég var mjög ung hef ég alltaf hlakkað til þess að gifta mig og upplifa svona stóran dag með þeim sem ég elska. Ég var því mjög ánægð þegar við Frans fórum að tala um framtíðina saman og brúðkaup. Við erum á mjög svipuðum stað og alveg jafnspennt fyrir því að ganga í það heilaga. Mig hefur alltaf langað að hafa stórt og mikið brúðkaup og eyða þessum degi með okkar nánasta fólki.“ Síðustu ár hefur Sólrún svo aflað sér töluverðrar reynslu í að skipuleggja brúðkaup fyrir vinkonur sínar og segir hún þá upplifun gera sig enn spenntari fyrir sínu eigin brúðkaupi. „Ég var svo heppin að fá að hjálpa vinkonu minni

„Stuttu síðar hringdi hann og bauð mér á stefnumót sem mér fannst mjög heillandi því flestir taka auðveldu leiðina og senda skilaboð.“

fyrir brúðkaupið sitt nú í febrúar og það er óhætt að segja að þar hafi skipulagshæfileikar mínir komið að góðum notum. Ég hef stuðst við lista í nokkur ár sem ég er dugleg að betrumbæta þegar ég fæ hugmyndir eða vil muna eitthvað fyrir mitt eigið brúðkaup. Listanum hef ég svo deilt með nokkrum brúðhjónum fyrir þeirra dag og hefur hann alltaf komið að góðum notum.“ Aðspurð hvað það sé sem megi alls ekki klikka á stóra deginum segir Sólrún það vera að njóta augnabliksins. „Að mínu mati er mikilvægt að salurinn, skreytingarnar og annað valdi brúðhjónum hvorki stressi né óþægindum.

Númer eitt tvö og þrjú er að njóta dagsins með fólkinu sem maður elskar mest og skapa góðar minningar með þeim. Það er að mínu mati mun mikilvægara að fólk skemmti sér vel en það hvernig salurinn lítur út. Eins finnst mér mikilvægt að brúðhjón velji sér góðan ljósmyndara. Myndirnar eru eitthvað sem maður á eftir stóra daginn, annað en hægt er að segja um matinn eða skreytingarnar. Ég hef oft orðið vitni að því að brúðhjón vilji spara á þessu sviði og sé marga auglýsa eftir ódýrum ljósmyndurum á allskonar síðum Internetsins. En ég mæli hiklaust með því að spara ekki þegar kemur að þessu heldur velja alltaf einhvern sem hefur góða reynslu í að taka faglegar brúðkaupsmyndir. Að öðru leyti snýst þessi dagur bara um að brúðhjónin fái að upplifa hann eins og þeim hefur dreymt um en vera vakandi fyrir því að láta ekki stressið ná yfirhöndinni og þar kemur skipulagið svo sterkt inn. Langbest er að gefa sér tíma svo ekkert fari úrskeiðis á síðustu stundu.“

LYKILATRIÐI AÐ HAFA GÓÐAN LJÓSMYNDARA

Vonir og væntingar verðandi brúðhjóna eru vissulega eins fjölbreyttar og brúðkaupin eru mörg. Hefðir sem fylgja þessum merkilega degi geta verið mismunandi en Sólrún segist hlakka mest til þess að fá ekki að sjá verðandi eiginmann sinn fyrr en hún gengur inn kirkjugólfið. „Hápunkturinn í öllum brúðkaupum finnst mér vera þegar brúðurin gengur inn kirkjugólfið og ég hef hugsað hvað mest um þá stund. Við Frans eru algjörlega sammála um að leggja aðaláhersluna á að allir skemmti sér vel í brúðkaupinu okkar, sem verður ekki haldið fyrr en sumarið 2018 svo við höfum nægan tíma fyrir okkur. Veislan má alls


„Hápunktuirnn í öllum brúðkaupum finnst mér vera þegar brúðurin gengur inn kirkjugólfið og ég hef hugsað hvað mest um þá stund.“

ekki vera of stíf og svo skiptir auðvitað öllu máli að fá góðan ljósmyndara til að fanga öll augnablikin fyrir okkur á filmu. Eins vil ég leggja mikla áherslu á að Maísól fái að taka sem mestan þátt í öllu ferlinu, hvort sem það er undirbúningurinn eða athöfnin sjálf. Hún á að fá að taka þátt í að velja sér kjól og skó, láta dúlla við sig fyrir daginn og taka þátt í athöfninni með okkur. Hún mun síðan fara í næturpössun síðar um kvöldið meðan veislan stendur sem hæst enda ætlum við algjörlega að fá að njóta stundarinnar með okkar fólki barnlaus þar sem kvöldið mun vonandi leysast upp í þrusugott partí. “ Þegar talið berst að brúðkaupsgjöfum segir Sólrún það þægilegast að leita í brúðkaupsgjafalista þeirra verslana sem brúðhjónin velja sjálf. Sjálfri finnst henni skemmtilegast að gefa upplifun í pakkann. „Sem gestur er auðvitað auðveldast að mæta í tiltekna verslun og tékka eitthvað af listanum en ég veit að mörgum þykja það ekkert endilega skemmtilegustu gjafirnar því oft er kannski ein ausa og ostahnífur eftir á listanum sem situr eftir sem ekki beint spennandi gjöf. Mér finnst því alltaf sniðugt að gefa brúðhjónum gjöf sem verður síðar að minningu, hótelgistingu, dekur eða útivistarferð.“ Flest verðandi brúðhjón hafa jafnframt gert sér einhverja hugmynd um brúðkaupsnóttina en að mati Sólrúnar er ekkert skilyrði að hún fari fram á hóteli. „Nú hef ég auðvitað aldrei upplifað brúðkaupsnótt en ég held það skipti öllu máli að velja stað sem fólki líður vel á. Persónulega langar mig að fara á hótel því ef ég þekki mig rétt færi ég annars að ganga frá eða setja í vél þegar ég kæmi heim. Einnig kæmi vel til greina að stinga af morguninn eftir brúðkaupið á einhvern fallegan stað og njóta saman en auðvitað er ekkert plan komið varðandi það enn þá.“

41 / VIKAN


STAÐURINN MINN

Fullt nafn: Arna María Hálfdánardóttir. Aldur: 29 ára. Starf: Framkvæmdarstjóri Innovation House Cafe og með annan fótinn í markaðsmálunum hjá Mjólkurvinnslunni Örnu. Maki: Enginn. Börn: Trausti, 5 ára, og Atli Freyr, 2 ára. Morgunhani eða nátthrafn: Morgunhani, þarf þó alltaf einn kaffibolla til að koma mér í gang fyrir daginn. Hver væri titill ævisögu þinnar? Ísfirðingur í hjarta. Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? J.K. Rowling, ég er mikill Harry Potter-aðdáandi.

UMSJÓN: ÍRIS HAUKSDÓTTIR / irish@birtingur.is MYND: ALDÍS PÁLSDÓTTIR

1.

2. 5.

4.

Kaffið bragðast betur í MORRAbollanum

3.

Arna María Hálfdánardóttir finnst fátt betra en góðar stundir með vinum og fjölskyldu ásamt því að hlaupa úti í náttúrunni. Arna lauk námi frá Háskóla Íslands síðastliðið vor en annast nú rekstur nýs kaffihúss og ísbúðar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi sem hefur þá skemmtilegu sérstöðu að allt er laktósafrítt.

1. Kortið mitt af Kópavogi, það var útskriftargjöf frá strákunum mínum og við þá nýflutt í Kópavoginn sem er núna okkar nýja „heima“. Mig langar að eignast sambærilegt kort af Ísafirði, en Ísafjörður er og verður alltaf mitt „heima“, sama hvar ég er búsett. 2. Dolce

Gusto-kaffivélin mín, vinkonuhópurinn minn gaf mér hana en þeim fannst þreytta húsmóðirin þurfa að geta fengið sterkan espressó í

morgunsárið. Við erum gott dúó á morgnana og hún hjálpar mér af stað inn í daginn. 3. Hlaupaskórnir mínir, þeir hafa komið mér ansi

langt síðastliðið ár og eiga stóran þátt í að ég hef náð þremur stórum markmiðum sem ég hafði sett mér.

4. Morrinn, múmínbollinn minn, ég á þó nokkuð marga múmínbolla og held mikið upp á þá alla, en Morra-bollinn er í sérstöku uppáhaldi en eldri strákurinn minn valdi hann sérstaklega handa mér. Kaffið bragðast einstaklega vel úr honum. 5. Silfurúrið var jólagjöf frá

fjölskyldu minni í Lúxemborg, ég eignaðist þá fjölskyldu þegar ég var au pair hjá þeim í eitt ár og hef alltaf haldið góðu sambandi við hana. Þetta var fyrsta alvöruúrið mitt og tengir mig alltaf við þau og það þykir mér svo vænt um, enda á ég alltaf dálítið í þeim öllum.

42 / VIKAN


KRÓNAN STYRKIST – ÞÚ HAGNAST !

OPEL

Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara

LÆKKAÐ M U L L Ö Á Ð VER ! M U L Í B M NÝJU

styrkingu krónunnar. pá að neytendur hagnist á up r ssa pa og na kti sva ag rðl um og varahlutum. Bílabúð Benna stendur ve á öllum nýjum bílum, dekkj rð ve ð kka læ við fum hö Nú an fyrir nokkrum mánuðum síð Við lækkuðum verð á bílum leikinn ka rta du isþróun okkur kleift að en og nú gerir hagstæð geng – það er kjarabót í lagi.

KOMDU OG KYNNTU ÞÉR FRÁBÆR VERÐ Á GLÆSILEGUM GÆÐABÍLUM FRÁ OPEL OG SSANGYONG OPEL

OPEL

Nýtt verð: 1.990.000 kr.

Nýtt verð: 4.490.000 kr.

SsangYong

SsangYong

Nýtt verð: 3.250.000 kr.

Nýtt verð: 4.790.000 kr.

Corsa

Insignia

TIVOLI

benni.is

PORSCHE SALUR Reykjavík Vagnhöfða 23 590 2000

Rexton

OPEL OG SSANGYONG SALIR Reykjavík Reykjanesbæ Tangarhöfða 8 Njarðarbraut 9 590 2000 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur


Díana prinsessa og Karl Bretaprins giftu sig í júlí 1981 og hún klæddist kjól frá hjónunum David og Elizabeth Emanuel.

kjolar

Konunglegir

Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge, eða Will og Kate eins og þau eru oft kölluð í fjölmiðlum, giftu sig í Westminister Abbey árið 2011. Alexander McQueenkjóllinn sem Kate klæddist kom af stað tískubylgju og næstu ár á eftir voru ófáar brúðir í blúndu.

UMSJÓN: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR

Það reynist mörgum brúðum mikill höfuðverkur að finna kjólinn og sniðugt er að reyna að safna hugmyndum hvaðanæva að. Konungleg brúðkaup eru þau íburðamestu sem um getur og kjólarnir ekki af verri endanum.

Rania drottning var í þessum skrautlega Elie Saab-kjól þegar hún giftist Abdullah prins árið 1993.

44 / VIKAN

Viktoría Svíaprinsessa var heldur betur glæsileg í Par Engsheden-kjól á brúðkaupsdegi hennar og Daníels prins árið 2010.

Mary Donaldson giftist Frederik Danaprins árið 2004 og klæddist kjól frá danska hönnuðinum Uffe Frank. Það var þó aldargamla kórónan á höfði hennar sem stal sviðsljósinu.


Mohamed Reza Pahlevi Íranskeisari og Sorya drottning voru heldur betur glæsileg á brúðkaupsdeginum árið 1951, en hún var í sérhönnuðum Christian Dior-kjól.

Charlene prinsessa og Albert II prins af Mónakó giftu sig árið 2011. Armanikjóllinn sem brúðurinn klæddist var einstaklega elegant.

Norski prinsinn Hákon og Mette-Marit prinsessa giftu sig í ágúst 2001. Prinsessan sjálf hannaði þennan stílhreina kjól í samstarfi við hönnuðinn Ove Harder Finseth. Hollywood-stjarnan Grace Kelly giftist Rainier fursta af Mónakó árið 1956. Búningahönnuðurinn Helen Rose, sem hafði klætt Grace í kvikmyndunum High Society and The Swan, hannaði brúðarkjólinn sem er í dag orðinn heimsfrægur.

45 / VIKAN


MINN STÍLL UMSJÓN: RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR / ragga@birtingur.is MYNDIR: ALDÍS PÁLSDÓTTIR

Dásamleg flík með sál og sögu

46 / VIKAN

Fullt nafn: Hrefna Daníelsdóttir. Aldur: 34, verð 35 á páskadag. Starfsheiti: Ritari á fasteignasölunni Hákot og bloggari á Trendnet. Maki: Páll Gísli Jónsson. Börn: Viktoría, Sara og Tinna. Stjörnumerki: Hrútur. Áhugamál: Hönnun, heimili, fjölskylda og vinir, drekka gott rauðvín og borða með því gott súkkulaði – jú, það er áhugamál. Á döfinni: Ég var að klára að flytja og láta ferma elstu dóttur mína, á döfinni er afslöppun.


„Sólgleraugu eru í miklu uppáhaldi. Ég á ótrúlega mikið magn af sólgleraugum og nota þau sama hvernig viðrar. Ég fæ innilokunarkennd með skartgripi en sólgleraugu gleðja hjarta mitt.“ „Nýjustu kaupin eru blómlegur Maxi-kjóll frá Asos sem ég keypti fyrir fermingu dóttir minnar.

„Pelsinn frá mömmu er í miklu uppáhaldi.“

Hrefna Daníelsdóttir ritari á fasteignasölunni Hákoti nýtur þess að ala upp stelpurnar sínar þrjár og eiga gæðastundir með þeim og eiginmanninum Páli. Hún bloggar á trendnet.is og hún hefur gaman af því að taka myndir sem hún deilir gjarnan á Instagram undir nafninu @hrefnadan. „Minn persónulegi stíll er algjörlega bundinn við það hvernig skapi ég er í hverju sinni, allavega þegar kemur að klæðnaði. Inni á heimilinu er stíllinn hlýlegur, blómlegur og skandinavískur,“ segir Hrefna sem er búsett á Akranesi og verslar mikið í nytjamarkaðnum Búkollu á Akranesi. „Þar hef ég gert mörg af mínum allra bestu kaupum, einnig elska ég að kíkja á antíkmarkaðnum sem einnig er staðsettur hérna á Akranesi, ég mæli klárlega með ferð þangað. Efst á óskalistanum eru góðar gallabuxur en ég hef ekki enn þá fundið hinar fullkomnu gallabuxur þrátt fyrir mikla leit. Öll tips

„Mér þykir ofurvænt um svarta pallíettukjólinn sem ég erfði frá ömmu minni og nöfnu Hrefnu Dan. Hvað er betra en eiga og nota flík með sál og sögu frá dásamlegri ömmu.“

um bestu gallabuxurnar vel þegin.“ Hvaða þekkta kona veitir þér innblástur? „Ég fæ ekki innblástur frá þekktum einstaklingum – ég fæ innblástur frá fólkinu í kringum mig, umhverfinu, á síðum tímarita og á Instagram.“ Hvað þurfa allar konur að eiga í fataskápnum að þínu mati? Það er engin ein flík sem kemur upp í hugann, konur þurfa bara að muna að brosa framan í heiminn og vera ávallt besta útgáfan af sjálfum sér. Þú getur klæðst hverju sem er ef þér líður vel í eigin skinni og berð höfuðið hátt.“

47 / VIKAN


FERÐALÖG UMSJÓN: RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR / ragga@birtingur.is

Náttúrufegurð, dýralíf og spennandi borgir

Bragi Þór Valsson, kórstjóri og tónlistarkennari, hefur búið í Suður-Afríku í sex ár ásamt eiginkonu sinni, Christinu van Deventer rithöfundi, tveimur hundum og skjaldböku. Bækur Christinu fást á Amazon.

„Hér er fjölbreytt mannlíf enda íbúar í kringum 55 milljónir talsins. Sú staðreynd að hér eru ellefu opinber tungumál segir ekki einu sinni hálfa söguna því hér búa margir mismunandi þjóðfélagshópar með uppruna um allan heim og alls kyns trúarbrögð,“ segir Bragi. „Ódýrt er að lifa hér og til dæmis ekki óalgengt að fín einbýlishús með garði og jafnvel sundlaug kosti um tíu milljónir króna, eða jafnvel minna, þó auðvitað sé hægt að finna miklu dýrara húsnæði. Matur er allavega helmingi ódýrari hér en á Íslandi og veitingastaðir oft að minnsta kosti fjórfalt ódýrari, bensín er á 115 krónur lítrinn og svo mætti lengi telja. Fyrir þá sem hafa áhuga á slíku eru hágæða vín seld á slikk um allt landið. Og engin verðtrygging.“ Í landinu er gott veður allan ársins hring. „Í sumum landshlutum verður reyndar óþægilega heitt, jafnvel yfir 50 gráður, en á flestum stöðum fer hitinn sjaldan langt yfir 40 gráður. Það er mikilvægt fyrir ferðamenn að muna að hér eru árstíðirnar öfugar miðað við norðurhvelið – ef þið komið hingað í desember er hásumar. Gaman er að ferðast innanlands og komast í mismunandi umhverfi. Þjónustustig er almennt hátt og gistiheimili mjög víða og yfirleitt í mjög háum gæðaflokki og á góðu verði.

48 / VIKAN

Vinnumarkaðurinn er stór hér og fyrir einhvern eins og mig sem er með frekar óvenjulega og sérhæfða menntun er ákveðinn lúxus að vera kominn á vinnumarkað þar sem eru miklu fleiri tækifæri en nokkurn tímann væri möguleiki á Íslandi.“

HÖFÐABORG OG SVÆÐIÐ Í KRING

Mér finnst alltaf gaman að koma til Höfðaborgar (Cape Town) en ég ver yfirleitt ekki miklum tíma í borginni sjálfri þó að þar sé margt spennandi að sjá og upplifa. Það verður helst að skella sér upp á Borðfjall, Table Mountain, sem ég hef látið hafa mig í tvisvar eða þrisvar þótt ég sé lofthræddur. Það er góð dagsferð að keyra í áttina að Góðrarvonarhöfða og stoppa í litlum sjarmerandi bæjum á borð við Muizenberg og Kalk Bay og enda svo í

mörgæsanýlendunni í Simon’s Town. Svo er um að gera að keyra líka í hina áttina og upplifa öll vínræktarlöndin norður af Höfðaborg. Aðalvínræktarhéraðið er um 20.000 ferkílómetrar að stærð, undurfallegt og að sjálfsögðu er hægt að stoppa og smakka vín á næstum því hverju horni.

DREKAFJÖLL EÐA DRAKENSBERG

Hér, í miðju Zululandi, bjuggum við í eitt ár þegar ég vann sem stjórnandi Drakensberg Boys Choir. Þetta er eitt alvinsælasta ferðamannasvæði landsins, ekki síst hjá heimafólki. Mjög falleg náttúra, mikið úrval af góðum hótelum og gistiheimilum, tignarleg fjöll hvert sem litið er og drengjakórstónleikar næstum hvern einasta miðvikudagseftirmiðdag. Langt frá ysi og þysi borgarinnar – 140 km frá næstu sæmilega stóru borg.


ÞJÓÐGARÐAR OG DÝRALÍF

Þjóðgarðarnir þar sem hægt er að komast í námunda við afríska dýralífið eru áhugaverðir. Stærsti og frægasti garðurinn heitir Kruger. Hann er um 19.500 km² að stærð og að mér skilst frábært að verja þar nokkrum dögum. Ég mæli þó alltaf með Pilanesberg-garðinum sem er hér í námunda við heimili mitt. Hann er ekki nema 572 km² að stærð og því hægt að verja þar löngum degi og ná að sjá fjölbreytt dýralíf. Við förum þangað nokkrum sinnum á ári og sjáum nær alltaf f íla, gíraffa, sebrahesta, flóðhesta, nashyrninga, allskyns antílópur, villisvín og einstaka sinnum ljón.

JÓHANNESARBORG OG PRETORÍA

Þó að um sé að ræða tvær aðskildar borgir og að mörgu leyti ólíkar vil ég

halda því fram að þær séu ekki aðskildari en til dæmis Reykjavík og Kópavogur. Justin Timberlake myndi sem sagt ekki sjá neinn mun á þessum tveimur borgum. Fyrir utan allt það sérstaka afríska sem hægt er að upplifa þar bjóða þær upp á flest annað sem alþjóðlegar stórborgir bjóða upp á, þar með talið endalausar umferðarteppur sem er ástæðan fyrir því að ég myndi ekki vilja búa þar en það er mjög gaman að skreppa í heimsókn til stórborgarinnar og kíkja í leikhús eða á tónleika, fara í stórar verslunarmiðstöðvar, versla í stórum Kínahverfum eða bara upplifa mannlífið.

RUSTENBURG-SVÆÐIÐ

Borgin er mikil námuborg og framleiðir meðal annars 70% af allri platínu í heiminum. Fólksfjöldinn í Rustenburg og nágrenni er líklega nálægt einni milljón en mér finnst stærðin ekkert

ósvipuð Reykjavík. Hún er ekki alþjóðleg stórborg þar er aðgangur að flestallri þjónustu og ef eitthvað vantar er ekki langt til stórborgarinnar. Rustenburg er í innan við 90 mínútna akstursfjarlægð frá Pretoríu og Jóhannesarborg, nálægt Chameleon Village sem er stærsti afríski markaðurinn í Suður-Afríku. Skammt frá er Pilanesberg-þjóðgarðinum og Sun City-svæðið þar sem eru hótel, spilavíti, vatnsgarður, golfvellir og margt fleira. Borgin er í nágrenni við lændamæri Botswana, rétt við hliðina á tveimur konungsríkjum, Bafokeng og Bakgatla-ba-Kgafela. Stutt er í alls kyns dýraupplifanir en hér eru nokkrir ljónagarðar, f ílagriðland, apagriðland, krókódílarækt, Kgaswanefjallgöngusvæðið og töluvert af villidýrabúgörðum í einkaeigu þar sem yfirleitt er hægt að kaupa sér gistingu og dýraskoðun.

VIKAN 49


LEIKHÚS UMSJÓN: ÍRIS HAUKSDÓTTIR / irish@birtingur.is

Tilbúin hamingja í gerviheimi Húsið eftir Guðmund Steinsson var frumsýnt fyrir stuttu í Þjóðleikhúsinu. Verkið segir frá hjónunum Páli og Ingu sem klífa metorðastigann hratt og örugglega í takt við óhamingjuna sem stigmagnast með hverjum fermetranum.

Ó

hætt er að segja þau Pál og Ingu skorti ekki neitt. Lífið leikur við þau og fyrirmyndarsynina en þegar verkið byrjar eru þau í þann mund að flytja í nýtt og reisulegt húsnæði. Ádeila sögunnar fer ekki fram hjá neinum og þrátt fyrir að vera skrifað fyrir rúmum fjörutíu árum á umfjöllunarefnið aldrei eins vel við og í dag. Tilbúin hamingja í gerviheimi þar sem allt snýst um að sýna sig og sanna fyrir náunganum.

Ádeila sögunnar fer ekki fram hjá neinum og þrátt fyrir að vera skrifað fyrir rúmum fjörutíu árum á umfjöllunarefnið aldrei eins vel við og í dag. Þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson bera sýninguna uppi sem hin fullkomnu hjón. Gamanleikarinn síkáti Guðjón Davíð verður skuggalega ógnandi sem hinn óþægilegi Páll sem þó virðist allt fyrir fjölskyldu sína gera. Forsendur hans eru nefnilega, rétt eins og leikritið allt, byggðar á grunnhyggni og gerviþörfum.

50 / VIKAN

Hin ískalda og óhamingjusama eiginkona í meðförum Vigdísar Hrefnu lifnaði jafnframt lofsamlega við á sviðinu. Eitt af eftirminnilegustu atriðum sýningarinnar er jafnframt í eina skiptið sem fjölskyldan fær félagsskap eða þegar innflutningspartíið stendur sem hæst og húsið er afhjúpað í allri sinni dýrð. Vinahjónin í f ínu fötunum sínum túlka á magnaðan hátt svo mikið og margt í fáum orðum þar sem óhamingjuna er víða að finna þó að allt sé vandlega bleikmálað og pakkað inn í tannhvíttað plast. Þau Stefán Hallur, Aldís Amah, Birgitta Birgisdóttir, Snorri Engilberts, Lára Jóhanna og Baldur Trausti skila litlum hlutverkum með sóma sem kómískir fulltrúar neysluhyggjunnar. Filippía Elísdóttir sér um búningana og fylgir tíðarandanum. Þegar Páll frumsýnir svo demantsskreytta innflutningsgjöf eiginkonunnar hefur sýndarveruleikinn sig upp á æðra stig, enda skipti meira máli að sýna vinkonunum skartið en eigandanum sjálfum. Ef sýningin hefði verið staðfærð til okkar samtíma hefði hann vafalaust sett færslu um gripinn á Facebook áður en honum væri vandlega pakkað inn í samfélagslega viðurkenndar gjafaumbúðir. Snorri Freyr Hilmarsson á frábært leikár þar sem hver listilega hannaða leikmyndin á fætur annarri er sett upp, en Halldór Örn Óskarsson lýsir mínimalíska glæsihöllina upp.

Elsti sonur hjónanna er leikinn af Arnmundi Ernst Backman sem heldur áfram að sjarmera frá leiksviðinu. Persóna hans er jafnframt sú sem brýtur framvindu verksins upp í öreindir. Kristbjörg Keld, sjálfkjörin guðmóðir sýningarinnar túlkar föðurömmu drengjanna á fallegan og eftirminniegan hátt. Hún er fulltrúi hins mannlega í verkinu og sýnir hér og sannar að oft þarf ekki mikinn texta til að auka áhrif hins leikræna þáttar. Með öðrum orðum heldur leikstjórinn, Benedikt Erlingsson, þéttingsfast um taumana og stýrir listafólkinu öllu saman af einstakri fimi. Verkið er í raun rammpólítískt þar sem táknmynd samfélagsins er heimfærð á fólk. Allt sem er og er ekki eins og danski prinsinn velti fyrir sér um árið. Hvað er heimili ef það skortir hjarta? Sýningin veltir upp ótal spurningum og lokaatriðið stingur sannarlega á óþægilegt kýli um hverfulleika forréttindahópa og þá sem fljóta um hafið í von um ný heimkynni. Þrátt fyrir að hnignun fjölskyldunnar, eða hússins öllu heldur, sé átakanlegt umfjöllunarefni er sýningin keyrð áfram með húmorinn að leiðarljósi sem gerir kvöldstundina stórskemmtilega þó að boðskapurinn sitji eftir í huga áhorfandans löngu eftir að tjaldið fellur.


Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Fæst án lyfseðils í apótekum Nurofen Junior Appelsín 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Innihaldsefni: Íbúprófen. Ábendingar: Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum. Til skammtímameðferðar gegn hita. Til inntöku. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 7 kg. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.


Ég fer í fríið Þessar nýju snyrtivörur myndu fullkomna brúðkaupsferðina.

TEINT IDOLE ULTRA CUSHION er fullkominn farði til að

ferðast með. Klassíski farðinn sem hefur verið einn sá allra mest seldi í heiminum kemur nú í svampkenndum umbúðum með púða sem auðveldar ásetningu. Þannig færðu fulla þekju með náttúrulegri áferð sem endist, fullkomin blanda að okkar mati!

TERRACOTTA SUNLESS er

TOTAL RENEW OIL frá BIOTHERM er hreinsiolía sem

brúnkusprey frá Guerlain sem er ótrúlega auðvelt í notkun. Liturinn er gullinbrúnn og eðlilegur og auðvelt er að byggja hann upp. Nú vitum við allar um skaðsemi sólargeislanna og því sniðugast að nota gervibrúnku og sólarvörn þegar maður ferðast um á sólríkum stöðum. Spreyið er ein allra besta brúnka sem við höfum prófað.

umbreytist í froðu og hreinsar húðina á tvöfaldan máta. Olían bráðnar á húðinni og nærir hana og hreinsar í leiðinni öll óhreinindi og mengun eftir daginn. Olían hentar bæði á augun og á andlitið og er þinn besti vinur eftir langan dag á fjarlægum slóðum.

UMSJÓN: HELGA KRISTJÁNS

TERRACOTTA ULTRA SHINE er nýjasta sólarpúðrið í

Nú er auðvelt að ferðast með uppáhaldsilminn sinn. Ómótstæðilegi ilmurinn COCO MADEMOISELLE frá CHANEL er kynþokkafullur ilmur sem innblásinn er af hinni kraftmiklu Gabrielle Chanel sjálfri.

52 / VIKAN

Terracotta-línu Guerlain sem hefur lengi verið leiðandi í sólarpúðri. Berið á kinnbeinin og viðbeinin til að framkalla ómótstæðilega sólkysstar kinnar og heilbrigt útlit. Fullkomin vara til að taka með sér í brúðkaupsferðina sína.

OPI-naglalökkin standa fyrir sínu

en nýja línan frá þeim inniheldur styrkingarefni sem gera neglurnar glansandi harðar. Liturinn Bubble Bath er ekta brúðarlitur sem við höldum mikið upp á.


BÆTTU SMÁ SÓL Í U P P Á HA L D S K RE M IÐ ÞITT! HENTAR BÆÐI FYRIR ANDLIT OG LÍKAMA Fæst á eftirtöldum sölustöðum: Hagkaup, Lyfju, Lyf og heilsu, Árbæjarapoteki, Helenu Fögru, Snyrtimiðstöðinni, Snyrtist. Paradís, Wanitu, Riverside Spa, Mánagull, Fiðrildinu, Snyrtist. Snotru, Dekurhorninu, Snyrtihúsi Bergdísar, Abaco, Snyrtistofu Jennýjar Lind, Snyrtist. Grafarvogs, Snyrtist. Öldu, Snyrtistofunni Eftirlæti, Snyrtist. Hönnu, Snyrtist. Ílit, Snyrtist. Mízú, Snyrtistofu Bergdísar, Snyrtistofu Valgerðar, Snyrtihofinu, Snyrtistofunni Rós og Snyrtistofunni Cöru.


TÍSKA UMSJÓN: HELGA KRISTJÁNS / helgak@birtingur.is

Brúðarkjóll á betra verði Brúðarkjóllinn þarf ekki að kosta hvíturnar úr augunum en á hinu stóra Interneti má finna aragrúa af fallegum kjólum á viðráðanlegu verði. Við fundum til nokkra af okkar uppáhaldskjólum frá tólf þúsund krónum og upp úr.

Whistles (Whistles.com), 81.980 kr.

Phaseeight.com, 81.430 kr.

Beggadesign.com, 90.394 kr. (Mátunarrými er að Laugavegi 168).

Needle and Thread, Netaporter. com, 75.273 kr. John Lewis (Johnlewis.com), 30.795 kr.

Self Portrait, Self-portraitstudio.com, 102.645 kr.

Alice + Olivia, Netaporter.com, 35.310 kr.

54 / VIKAN

Philosophy Di Lorenzo Serafini, Netaporter.com, 75.960 kr.

Monsoon (Monsoon.com), 12.315 kr.


Síðustu TT námskeið vetrarins frá 1. apríl - 20. maí

fundur fyrir alla TT hópa 1. apríl kl. 13:30 TT-1 námskeiðin okkar fyrir konur fela

í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsrækt, sjálfsstyrkingu, fundi, vigtun og mælingar. Þessi sívinsælu námskeið hafa margsannað ágæti sitt og reynst konum afburðavel til að ná markmiðum sínum. Við bjóðum hvorki skyndilausnir né sveltikúra, heldur raunhæfar leiðir til að lifa góðu lífi.

TT-3 námskeiðin okkar eru fyrir 16-25 ára

stelpur. Þetta eru sérsniðin lífsstílsnámskeið fyrir þær sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott form. Við byggjum námskeiðin á áralangri reynslu af því að kenna ungmennum líkamsburð og listdans ásamt þekkingunni sem við höfum byggt upp af því að veita konum sambærilega þjónustu í gegnum tíðina.

Innritun stendur yfir í síma 581 3730. Nánari upplýsingar á jsb.is

JSB fyrir þig í 50 ár! EFLIR almannaten gsl / HNOTSKÓGUR grafís k h önnun

Frábær afmælistilboð í ræktina [ Sjá n

ánar á

jsb.is

]

Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is


HEILSA UMSJÓN: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR / steingerdur@birtingur.is

5

LÉTTAR LEIÐIR

til að bæta heilsuna Góð heilsa er gulli betri segir máltækið og það er vissulega rétt. Á undanförnum árum hafa menn hins vegar uppgötvað að þeir geta haft mikil áhrif á hversu lengi þeir halda heilsu og hve vel þeim líður bæði andlega og líkamlega. Hreyfing er einn mikilvægasti lykillinn að góðu lífi en ýmsar venjur sem allir geta tileinkað sér eru einnig áhrifamiklar.

1

NOKKRAR HRAÐAR MÍNÚTUR

Öll hreyfing skiptir máli en rannsóknir hafa sýnt að ef fólk stendur upp af og til yfir daginn og tekur einnar til tveggja mínútu hraða æfingu eykst þolið hratt og brennsla líkamans til muna. Meðal æfinga sem gott er að gera eru sprellikarlahopp, hlaup upp stiga, hlaupið á staðnum eða sippa. Svokölluð froskahopp, burpees og fleiri góðar æfingar geta einnig nýst vilji menn prófa þessa leið.

56 / VIKAN

2

PASSAÐU UPP Á TREFJARNAR

Mjög margir borða ekki nógu miklar trefjar yfir daginn. Tvær matskeiðar af rúsínum, sveskjum eða múslí á morgnana geta hjálpað mjög mikið. Sömuleiðis er gott að taka með sér í vinnuna trefjaríka þurrkaða ávexti og borða korn eða fræ yfir daginn. Það má bæta þeim í salatið, borða þau eintóm, setja út á skyr eða saman við hafragraut. Allt auðveldar og góðar leiðir til að bæta við trefjainntökuna og njóta ávinningsins sem fæst með betri meltingu.

3

BORÐAÐU PRÓTÍN

Prótín er helsta byggingarefni vöðva og næringarfræðingar segja að flestir nútímamenn borði of lítið prótín. Fylli sig með kolvetnum en skeri niður prótíngjafana í máltíðinni. Fullorðin manneskja þarf 170-200 g af prótíni þrisvar sinnum yfir daginn. Gott viðmið er að ein kjúklingabringa, 200 g fiskbiti eða hálfur bolli af baunum gefa þann skammt sem þú þarft í hverri máltíð. Skoðaðu hvernig þú setur saman diskinn þinn og vittu hvort þú þurfir að bæta við prótínið. Eitt egg á morgnana getur einnig gert kraftaverk.

4

TEYGÐU ÚR ÞÉR

Teygjur viðhalda liðleika vöðva og koma í veg fyrir að þeir styttist. Að teygja eftir líkamsrækt og æfingar dregur úr líkum á að menn fái harðsperrur en það ætti og er auðvelt að teygja mun oftar. Þeir sem eiga gæludýr hafa væntanlega tekið eftir að dýrin byrja ævinlega á að teygja sig í hvert sinn sem þau standa upp og eftir hvern blund yfir daginn. Byrjaðu daginn á að teygja vel á þér. Teygðu hendurnar upp í loft og stattu á tánum. Lyftu handleggjunum yfir höfuð og hallaðu þér vel til beggja hliða til að teygja á mittinu og síðuvöðvunum. Settu annan fótinn upp í rúmið og hallaðu þér fram og teygðu á lærvöðvunum. Taktu einnig tíma til að teygja á framanverðum lærunum og kálfunum. Snúðu þér svo að morgunverkunum.

5

ÞVOÐU HENDURNAR

Flestar bakteríur sem við fáum í okkur berast inn í líkamann með höndunum. Það er því mjög mikilvægt að þvo hendurnar vel oft á dag. Allir ættu skilyrðislaust að þvo sér um hendurnar eftir að þeir fara á klósettið en það er líka sjálfsagt að þvo þær áður en sest er niður til að borða hádegisverð eða aðra máltíð. Ef þú þarft að taka á einhverju óhreinu yfir daginn þvoðu þér þá um hendurnar áður en þú snertir nokkuð annað.


Hefur þú þörf fyrir

þrif Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu

Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.is | thrif@centrum.is


hugmyndir fyrir heimilið Umsjón: Hildur Friðriksdóttir / hildurf@birtingur.is

Gjöfum hlaðin hjón Það getur verið vandasamt að velja brúðargjöf því auðvitað viltu gefa eitthvað fallegt og eigulegt sem mun nýtast brúðhjónunum. Blessunarlega eru tilvonandi brúðhjón oft með gjafalista í verslunum en þá getur vafist fyrir þeim hvað þau eigi að setja á listann. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir.

Epal, 49.250 kr.

Epal, 19.650 kr.

Esja Dekor, 8.990 kr.

Snúran, 5.290 kr.

Líf og list, 109.900 kr.

Snúran, 20.990 kr.

Líf og list, 18.650 kr.

Epal, 67.500 kr.

Snúran, 11.500 kr. 58 / VIKAN


Snúran, 2.990 kr.

Línan, 22.500 kr.

Epal, 5.000 kr.

Líf og list, 9.240 kr.

Líf og list, 17.980 kr.

Snúran, 6.890 kr.

Hjarn, frá 17.900 kr.

Líf og list, 9.760 kr.

Snúran, 5.290 kr.

Línan, 65.600 kr.

Línan, 15.700 kr.

59 / VIKAN


LÍFSREYNSLA

Ég hitti mann vinkonu minnar Á TINDER Við Bára kynntumst fyrst í barnaskóla. Þótt hún væri ári yngri urðum við engu að síður mjög góðar vinkonur. Í menntaskóla vorum við alltaf saman en þegar ég fór utan í nám minnkaði sambandið og við hittumst ekkert í mörg ár. Við tókum upp samband aftur þá báðar komnar á miðjan aldur. Ég lenti hins vegar í erfiðri stöðu þegar ég hitti mann Báru á Tinder.

V

ið Bára ólumst upp í bæ í nágrenni borgarinnar. Gamli bekkurinn minn úr barnaskóla hafði hist nokkrum sinnum í gegnum tíðina en þar sem Bára var ári yngri hafði ég ekki hitt hana þar. Eitt sinn var hins vegar haldið skólamót og allir sem vettlingi gátu valdið úr gamla skólanum ákváðu að koma á staðinn og færa skólanum veglega bókagjöf. Þar hittumst við nokkrar æskuvinkonur sem höfðum varið öllum stundum saman í æsku og það var eins og við hefðum skilið í gær. Bára er einstaklega fyndin og skemmtileg og það rifjaðist fljótt upp fyrir mér hversu mikið líf og fjör var alltaf í kringum hana. Bára var fráskilin þegar þetta var en ég stóð í skilnaði þegar leiðir okkar lágu saman að nýju. Hún hafði farið mjög illa út úr sínu hjónabandi. Maðurinn var svikull og hélt fram hjá henni og eignaðist barn með annarri skömmu áður en þau skildu. Hann hafði einnig verið mjög óheiðarlegur í öllum samskiptum og Bára átti því mjög erfitt með að treysta karlmönnum. Ég og Helgi, fyrrverandi maðurinn minn, höfðum hins vegar verið saman allt frá því í menntaskóla og einfaldlega vaxið hvort frá öðru. Þótt hjónabandið væri búið vorum við áfram góðir vinir og mér þótti vænt um allar minningarnar um dásamlegar stundir.

og lét sig svo hverfa. Bára sagði okkur um kvöldið að hún og þessi maður hefðu þekkst í hátt í tíu ár en væru tiltölulega nýfarin að búa saman. Hún vildi vera viss, ekki fara aftur í samband með einhverjum sem sviki hana. Þessi var skemmtilegur og góður kærasti fyrir utan guðdómlegt útlit. Hann var að auki vel menntaður og bráðgreindur. Hann var nógu ástfanginn af Báru til að láta sig hafa þennan langa biðtíma.

„ÉG TALAÐI EKKI AFTUR VIÐ SAMBÝLISMANN HENNAR Á TINDER, EYDDI HONUM ÚT. MIG LANGAR EKKI AÐ GERA ALLT VITLAUST HJÁ ÞEIM, KANNSKI ER SAMBAND ÞEIRRA OPIÐ, ÞÓTT ÉG EFIST HÉLT ÞAU VÆRU SKILIN Það var mér mikið áfall að sjá að þau væru STÓRLEGA UM ÞAÐ, OG skilin því ég hafði alltaf óskað Báru alls KANNSKI VAR HANN BARA EITTHVAÐ AÐ LEIKA SÉR OG hins besta, einkum vegna þess að hún stundum á fundum okkar sagt okkur ENGIN LEIÐ AÐ SEGJA HVORT hafði undan og ofan af því sem hún upplifði ÞETTA HEFÐI ENDAÐ MEÐ í hjónabandinu. Fyrrverandi maðurinn FRAMHJÁHALDI.“ hennar hafði haldið fram hjá nánast frá

Ég sá manninn bara rétt í svip en hinar voru komnar á undan mér og höfðu Skömmu eftir skólamótið bauð Bára okkur töluvert spjallað við hann. Þær spurðu Báru mikið og áttu ekki orð yfir hversu frábær bestu vinkonum sínum úr æsku heim í hann væri og dásamlegur. Þegar í ljós kom mat. Þegar við komum á staðinn var í að maturinn var æðislegur bættist það á eldhúsinu bráðmyndarlegur maður sem lista yfir kosti mannsins. Þetta var upphafið aðstoðaði við undirbúning máltíðarinnar

SKEMMTILEGT MATARBOÐ

60 / VIKAN

að því að við „stelpurnar“ hittumst af og til í mat ýmist heima hjá hver annarri eða á veitingahúsi. Þótt þessir fundir væru um það bil fjórir til fimm á ári hittist samt þannig á að þegar við komum til Báru var sambýlismaðurinn aldrei heima. Tveimur árum seinna var ég enn einhleyp og ákvað að prófa Tinder fyrir áeggjan vinnufélaga. Þar hitti ég og spjallaði við einstaklega viðkunnanlegan mann. Ég spurði hann hvort hann væri nýskilinn, fannst hann eitthvað þesslegur og hann sagði bara já, en lét engar frekari útskýringar fylgja. Þegar ég kíkti á fésbókarsíðuna hans sá ég að við áttum nokkra sameiginlega vini, þar á meðal Báru sem hann var reyndar skráður í sambúð með. Þetta var góði, tryggi, trausti og frábæri maðurinn hennar.

fyrstu tíð og einnig logið til um stöðu fjármála þeirra, ekki sagt satt um ýmis viðkvæm mál er tengdust fjölskyldu hans og allt sem hann lofaði við skilnað þeirra sveik hann. Meðal annars skuldaði hann opinber gjöld sem Bára var ábyrg fyrir eftir skilnaðinn. Hann lofaði að ganga frá því en gerði ekki. Bára mátti því engar eignir


eiga í nokkur ár eftir skilnaðinn. Ef hún hefði keypt sér íbúð eða bíl átti hún á hættu að hið opinbera léti gera fjárnám hjá henni. Að lokum varð úr að fyrrverandi tengdafaðir hennar greiddi skuld sonar síns en sá var á kafi í viðskiptum sem stundum gengu vel en þess á milli mjög illa. Í einni uppsveiflunni náði Bára að fá hann til að frelsa sig úr höftunum. Það var reyndar einstaklega heppilegt því nokkru síðar varð tengdapabbinn gjaldþrota. En svo hafði hún kynnst þessum fullkomna manni og hamingjan ávallt skinið af henni þegar við hittumst. Reyndar töluðum við lítið um hann eða aðra karlmenn. Við vorum of uppteknar við að tala um áhugamálin, börnin okkar og rifja upp gamlar minningar. Ég vissi að menn ljúga stundum til um stöðu sambanda sinna svo ég ákvað til öryggis að tala við sameiginlega vinkonu úr hópnum. Ég vildi vera viss um að ég væri ekki að eyðileggja neitt áður en ég talaði meira við hann. Mér fannst hins vegar óþægilegt að ganga hreint til verks svo í stað þess að spyrja hvort Bára væri skilin spurði ég hvort væri ekki allt gott að frétta af henni.

Á LEIÐ Í HELGARFERÐ MEÐ MANNINUM

„Jú,“ vinkonan hélt það nú, „allt mjög gott. Hún væri á leið í í helgarferð til London með sambýlismanninum fljótlega. Hann hefði boðið henni upp úr þurru og Bára hlakkaði gífurlega mikið til. Hún hefði aldrei haft ráð á að ferðast mikið og þetta væri aðeins í annað skiptið sem

hún kæmi til London. Þau væru búin að panta rómantískan kvöldverð á frábærum veitingastað og hótelið væri rétt við fallegan blómagarð sem Bára hlakkaði mikið til að skoða. Þessi gamla vinkona okkar átti varla orð yfir hversu gott samband þeirra væri og hve heppin hún Bára hefði verið að hitta þennan dásamlega mann. Ég átti í mikilli innri baráttu eftir þetta. Átti ég að segja frá eða átti ég að þegja. Ég velti þessu lengi fyrir mér en ákvað að lokum að þegja. Ég talaði ekki aftur við sambýlismann hennar á Tinder, eyddi honum út. Mig langar ekki

„ÞAR HITTI ÉG OG SPJALLAÐI VIÐ EINSTAKLEGA VIÐKUNNANLEGAN MANN. ÉG SPURÐI HANN HVORT HANN VÆRI NÝSKILINN, FANNST HANN EITTHVAÐ ÞESSLEGUR OG HANN SAGÐI BARA JÁ, EN LÉT ENGAR FREKARI ÚTSKÝRINGAR FYLGJA.“

að gera allt vitlaust hjá þeim, kannski er samband þeirra opið, þótt ég efist stórlega um það, og kannski var hann bara eitthvað að leika sér og engin leið að segja hvort þetta hefði endað með framhjáhaldi. Að mínu mati er þetta hins vegar klárlega trúnaðarbrestur. Ísland er allt of lítið land til að taka áhættuna af svona hegðun. Á Tinder eru reyndar margir en engu síður eru talsverðar líkur á að hitta þar fyrir æskuvinkonu sambýliskonu sinnar.

VÖNDUÐ LESGLERAUGU Verð frá 3.900 kr.

Hamrahlíð 17

Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002

61 / VIKAN


KROSSGÁTA

Sendið lausnarorðið fyrir 5. apríl 2017, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 13. tbl. 2017 Lyngási 17 210 Garðabæ

62 / VIKAN

KROSSGÁTUVERÐLAUN

Norma

Einn heppinn þátttakandi fær bókina Norma eftir Sofi Oksanen. Norma Ross stendur skyndilega ein uppi þegar móðir hennar lætur lífið á vofveiflegan hátt. Missir hennar er mikill því þær voru ekki bara mæðgur heldur áttu þær saman vel falið leyndarmál. Þetta er myrk og dularfull fantasía um kvenlega fegurð, flókin fjölskyldusambönd, óprúttin viðskipti og skipulagða glæpastarfsemi sem teygir anga sína víða. Þýðandi: Sigurður Karlsson. Útgefandi: JPV útgáfa.

Vinningshafi í 11. tbl. 2017

Marie Bøgeskov Gullsmára 9 201 Kópavogi Lausnarorð: DÁLÆTI Marie fær senda bókina Stúlkan sem enginn saknaði eftir Jónínu Leósdóttur sem Mál og menning gefur út.


SUDOKU ÞRAUTIR

63 / VIKAN


FLOTT OG GOTT UMSJÓN: RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR / ragga@birtingur.is MYND: ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR

ABEILLE ROYALE er frískandi

augngelkrem frá Guerlain sem mýkir og þéttir húðina í kringum augun og dregur úr hrukkum og fínum línum. Lýsir augnumgjörðina og gefur fallegan ljóma.

LA PETITE ROBE NOIRE BLACK LASHDRESS-maskarinn

LA NUIT TRÉSOR með

fjólubláu rósinni er ástríðufullt ilmvatn frá Lancôme með ferskri angan af blómum og ávöxtum.

frá Guerlain krullar, lengir og þykkir augnhárin og aðskilur þau vel. Burstinn hefur sérstaka lögun sem gefur nákvæma útkomu. Extra svartur litur sem endist í allt að níu tíma.

Tignarleg brúður TEINT IDOLE ULTRA WEAR

frá Lancôme er einn mest seldi farði í heiminum. Hann er endingargóður, veitir matta og flauelsmjúka áferð, er smitfrír, þekur vel og fæst í litum fyrir alla húðtóna.

Varaliturinn

TRÉSOR CREAM frá Lancôme í litnum 241.

MIRACLE DIAMONDNýjasta viðbótin í AQUA ALLEGORIA-línuna frá Guerlain er Bergamot Calabria sem angar meðal annars af bergamót, sítrustrjám, engifer, moskus og vanillu. Ferskur og líflegur ilmur.

ORCHIDÉE IMPÉRIALE 4G frá Guerlain er með endurbættri

formúlu en nú nær kremið að virkja súrefnisupptöku húðarinnar við allar aðstæður. Það gefur húðinni kraftmikla næringu, raka og heilbrigðan ljóma ásamt því að jafna húðlit, bæta áferð og þéttleika.

64 / VIKAN

BOLD METALS-

förðunarburstarnir frá Real Techniques eru algjör draumur.

svampurinn er hluti af Bold Metalslínunni frá Real Techniques. Hann hefur 13 hliðar og er meðal annars notaður til að blanda farða, skyggja andlitið, bera á ljóma og kinnalit, setja farða á húðina, hylja lýti og fleira.


Svíf þú inn í svefninn Svíf þú inn...íírúmi svefninn frá okkur! ...í rúmi frá okkur!

RÚM RÚM

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar, rúmteppi & gjafavara! Rúm, springdýnur, sængurver, …við erum með þetta allt og meira til! púðar, rúmteppi & gjafavara! …við erum með þetta allt og meira til!

Við vorum að taka upp nýja sendingu af ilmstrám og Við vorum að upp nýja ilmkertum frátaka Mysenso. sendingu af ilmstrám og ilmkertum frá Mysenso.


STJÖRNUSPÁ Hrúturinn

21. mars – 19. apríl Mikil hreyfing er í kringum Hrúta í þessari viku. Það kann að vera að ferðalag sé fram undan en þetta getur líka verið uppgangur eða breyting á aðstæðum sem lengi hafa verið staðnaðar. Þetta mun bæði gleðja og auðvelda Hrútum lífið. Þeim finnst þeir frjálsari en þeir hafa lengi verið. Happadagur: 31. mars Happatala: 2

Krabbinn

21. júní – 22. júlí Krabbinn ætti að hafa augun vel opin og athyglina vakandi þessa viku. Eitthvað er í gangi undir yfirborðinu á heimilinu sem getur skapað togstreitu í fjölskyldunni ef ekki er vel með farið. Best er að taka á þessu af sanngirni og festu og leitast við að draga fram sjónarhorn allra og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Þá ætti lífið fljótlega að ganga aftur sinn vanagang. Happadagur: 5. apríl Happatala: 3

Vogin

23. september – 22. október Vogin hefur lengi beðið eftir viðurkenningu og merki um að hún sé metin að verðleikum. Nú er loks komið að því að hún fái það sem hún hefur þráð svo lengi. Einn helsti kostur Vogar er hæfni hennar til að sjá hlutina frá mörgum sjónarhornum. Í kjölfarið geta þær vegið og metið kosti og galla allra lausna. Þær munu hafa þörf fyrir að nota þessa hæfileika sína í þessari viku. Happadagur: 31. mars Happatala: 5

Steingeitin

22. desember – 19. janúar Deilur og spenna er á vinnustað Steingeitarinnar. Hún reynir að halda sig utan við þetta en verður að öllum líkindum dregin inn í málið. Allar líkur eru á að hún geti beitt skarpri rökleiðsluhæfni sinni til að leysa úr ósamkomulaginu og það mun skila henni bæði virðingu og þakklæti samstarfsmanna sinna. Í einkalífinu ríkir hins vegar friður og eindrægni og þar fær Steingeitin mikinn stuðning. Happadagur: 31. mars Happatala: 7

66 / VIKAN

Nautið

20. apríl – 20. maí Umræður og samskipti eru lykilorð þessarar viku. Naut munu leiða samræðurnar og ná að hrinda mörgum af hugmyndum sínum í framkvæmd. Einhver óvænt gjöf eða peningalegur ávinningur mun berast fljótlega. Það er bjart yfir flestum hlutum í lífi Nauta og þau njóta nú ávaxta erfiðis síns. Óvæntar uppákomur geta komið rólegum Nautum að óvörum en þær eru skemmtilegar. Happadagur: 3. apríl Happatala: 9

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst Miklar annir eru fram undan hjá Ljónum. Eitthvað sem þau tóku að sér reynist mun meiri fyrirhöfn en reiknað var með í upphafi og tekur nær allan tíma þeirra. Ljón kunna ágætlega við að vinna en þau vilja geta hvílt sig vel á milli tarna en allar líkur eru á að það tímabil sem þau eru að sigla inn í núna verði bæði lengra og erfiðara en þau hefðu helst óskað. Öll él birtir þó upp um síðir. Happadagur: 30. mars Happatala: 3

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember Sporðdrekinn hefur verið að ýta á undan sér verkum sem hann langar ekki að takast á við. Nú er engrar undankomu auðið hann verður að taka til hendinni og klára þetta í eitt skipti fyrir öll. Ljúf og góð orka er í húsi ástarinnar hjá Sporðdrekum um þessar mundir og líklega mun fjölskyldan eiga margar góðar stundir saman. Einhleypir munu mjög líklega dýpka mjög samband sitt við einhvern aðila. Happadagur: 3. apríl Happatala: 8

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar Vatnsberinn hefur mjög góða samskiptahæfni en í þessari viku verður hann í miklu stuði. Hann er orðheppinn og skemmtilegur og vekur aðdáun hvar sem hann kemur. Hann verður mjög líklega fenginn til að tala opinberlega eða kynna nýjar hugmyndir á vinnustað sínum. Eitthvert daður er í gangi milli hans og annars einstaklings sem eflir hann og veitir honum innblástur. Happadagur: 2. apríl Happatala: 5

Tvíburarnir

21. maí – 20. júní Flestir þurfa mikið að hafa fyrir lífinu og fólk í Tvíburamerkinu er engin undantekning frá því. Um þessar mundir er þó eitthvert flæði í gangi sem gerir þeim kleift að slaka á og njóta fremur en að baksa við að halda öllu á floti. Ýmsar óskir verða uppfylltar og hamingja í einkalífinu veitir styrk til að takast á við erfið verkefni í starfi og íþróttum. Happadagur: 1. apríl Happatala: 6

Meyjan

23. ágúst – 22. september Meyjum er óhætt að fara að búa sig undir skemmtilegt sumar. Þær eru þegar farnar að huga að fríinu og margar búnar að skipuleggja það í þaula. Líkt og ávallt eru hinar nákvæmu og sterku Meyjur búnar undir allar óvæntar uppákomur. Að þessu sinni er þó engin ástæða til að leggja of hart að sér því allt mun ganga eins og í sögu og Meyjan eiga besta frí sem hugsast getur. Happadagur: 4. apríl Happatala: 2

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember Einhver slappleiki hefur herjað á Bogmenn. Þeir finna fyrir orkuleysi og þreytu. Krafturinn endurnýjast hins vegar hægt og rólega í þessari viku og líklegt að meiri vorhugur fari að grípa um sig. Þetta er góður tími til útvistar og hreyfingar og Bogmenn ættu að anda að sér fersku lofti og slaka á í góðum göngutúrum utandyra. Það mun auka orkuna og lyfta þeim upp. Happadagur: 5. apríl Happatala: 6

Fiskarnir

19. febrúar – 20. mars Grænn litur leikur stórt hlutverk í lífi Fiska í þessari viku. Hann er farinn að þrá sumar og sól. Til að fá útrás fyrir þessa löngun ætti hann að sá plöntum eða færa afskorin blóm inn í húsið. Fiskar eru hagsýnir í fjármálum og hafa yfirleitt alltaf góða yfirsýn yfir þau mál. Núna kemur upp eitthvert atvik sem gerir Fiskum nauðsynlegt að spara og skoða nýja möguleika til tekjuöflunar. Happadagur: 3. apríl Happatala: 4


• 10 fyrirfram fylltir gómar, tilbúnir til notkunar • Án vetnisperoxíðs, öruggt í notkun • Aðeins selt í apótekum

AC TAVIS 411071

Hvítari tennur, fljótt og örugglega iWhite Instant gerir tennurnar fljótt hvítari með nýrri, einstakri tækni. Hvítir kalsíumkristallar geta gert tennurnar allt að 8 tónum hvítari. iWhite Instant fjarlægir einnig bletti af völdum matar og drykkjar. Varan er mild á bæði tennur og góma og inniheldur ekki vetnisperoxíð. iWhite Instant er auðvelt að nota og aðferðin er örugg og skilvirk. Aðeins þarf að nota iWhite Instant í 20 mínútur á dag og við mælum með að þú notir iWhite Instant í 5 daga í röð fyrir hámarks árangur. Áhrifin vara í nokkrar vikur. iWhite Instant er eingöngu selt í apótekum.

Lestu nánar um iWhite og hvernig það virkar á www.iwhiteinstant.com


FÆST ÁN LYFSEÐILS

Rosazol – Lyf við rósroða

Actavis 711052

Rósroði er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að tíunda hvern einstakling, bæði konur og karla. Sjúkdómurinn er krónískur en því fyrr sem meðferð hefst, því líklegra er að hægt sé að hægja á framvindu einkenna. Rosazol er fyrsta og eina lyfið sem fæst án lyfseðils við einkennum rósroða eins og roða og bólum. Virka innihaldsefnið í Rosazol, metrónídazól, tilheyrir flokki sýklalyfja og er ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rosazol, sem er án rotvarnar, er borið á einkennin tvisvar á dag en ávallt ætti að ráðfæra sig við lækni áður en byrjað er að nota lyfið. Ef greiningin er rósroði – spurðu þá eftir Rosazol í apótekinu.

Rosazol 10 mg/g krem inniheldur virka efnið metrónídazól. Lyfið tilheyrir flokki sýklalyfja, virkt gegn nauðbundnum (obligate), loftfælnum bakteríum og frumdýrum og ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rósroði kemur einkum fram sem roði eða rauðir bólguhnúðar á enni, nefi, kinnum og höku. Rósroði er algengastur hjá konum milli 30 og 50 ára. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna. Bera skal þunnt lag af Rosazol á svæðið sem á að meðhöndla, tvisvar á dag, að morgni og að kvöldi. Beri meðhöndlun ekki markverðan árangur ætti að hætta henni og hafa samband við lækni. Börn ættu ekki að nota lyfið þar sem ekki liggja fyrir gögn um öryggi/virkni/skammta fyrir börn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.