Vikan 14. tbl. 2017

Page 1

14. tbl. 79. árg. 6. apríl 2017 1695 kr.

Hulda Vigdísardóttir tekur áhugaverðar ljósmyndir

Páskaskraut

Raus

Reykjavík

Elfa Þorsteinsdóttir hefur góða reynslu af hráfæði Innlit í fermingu glæsileg gullkaka

kransakökur, smáréttir og nammibar

Pastellitir í tísku Kristborg Bóel fór í andlega einkaþjálfun

„Fór þetta á hnefanum allt of lengi“

Hvorki hægt að hoppa yfir sambandsslit né hraðspóla

5 690691 200008

Páskalegir sítrónuréttir


Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Fæst án lyfseðils í apótekum Nurofen Junior Appelsín 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Innihaldsefni: Íbúprófen. Ábendingar: Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum. Til skammtímameðferðar gegn hita. Til inntöku. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 7 kg. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.


Leiðari

Hæfileikaröskun, hvað er það?

N

ýlega rakst ég á viðtal við unga konu sem þjáðist af því sem kallað er hæfileikaröskun. Sú röskun lýsir sér í því að viðkomandi efast alltaf um hæfni sína og er haldinn lamandi ótta við að aðrir komist að því hversu lítilfjörlegur einstaklingur hann í raun og veru er. Þegar ég las þetta hugsaði ég með sjálfri mér: Vá, þetta er nánast hver einasta kona sem ég þekki. Sjálfri fannst mér ég lengi eins og hamstur í hjóli á stöðugum hlaupum til að enginn uppgötvaði nú að ég væri ekki eins klár og ég þóttist vera. Seinna komst ég að því að sjálfsefinn er fylgifiskur flestra kvenna. Öll mistök sem þær gera skrifast á að þær eru ekki nógu skynsamar, ekki nógu klárar, misheppnuð sambönd á að þær eru ekki nógu góðar, umhyggjusamar eða kynæsandi, vandamál barnanna á hversu ömurlegir uppalendur þær eru. Dagurinn þegar það rennur upp fyrir okkur að við erum hvorki betri né verri en konan í næsta húsi er dásamlegur. Þá er loks hægt að leggja frá sér bakpokann, hlæja að eigin rugli og mistökum og halda áfram léttstígari en nokkru sinni fyrr. Kristborg Bóel Steindórsdóttir er því eins og ferskur andblær í hreinskiptni sinni, öryggi og lífskrafti. Hún er fullorðið barn alkóhólista og mörkuð af uppeldinu. Lengi barðist hún við að fara á hörkunni gegnum lífið, hlaupa í hamstrahjólinu hring eftir hring í þeirri von að enginn sæi hversu hrædd og óörugg hún í raun og veru var. Hún vantreysti öllum og mest sjálfri sér. Eftir að hafa farið í fóstureyðingu og skilið á einum og sama sólarhringnum brotnaði hún saman og upplifði algjöra örvæntingu. Bæði sjúkrahúsið á Neskaupstað og geðdeildin á Akureyri vísuðu henni frá en það varð henni til happs. Hún rakst á konu á Netinu sem auglýsti andlega einkaþjálfun. Það var upphafið að batanum. Kristborg Bóel fór út

Vikan á samfélagsmiðlum

Vikan

@vikanmagazine

til Balí, lærði að elska sjálfa sig og horfist í augu við lífið af hugrekki og með reisn. Já, með reisn því sennilega standa fáir jafnuppréttir og sá sem horfist í augu við eigin bresti og ákveður að takast á við þá. Það er öllum hollt að skynja og skilja að margt af því sem hendir okkur í lífinu má rekja beint til þess hvernig við sjálf spilum úr spilunum. Vissulega er vitlaust gefið og ekki leggja allir upp með sömu háspilin á

„Hún er fullorðið barn alkóhólista og mörkuð af uppeldinu. Lengi barðist hún við að fara á hörkunni gegnum lífið, hlaupa í hamstrahjólinu hring eftir hring í þeirri von að enginn sæi hversu hrædd og óörugg hún í raun og veru var.“ hendi. Allt of margir fá eintóma hunda en í þeim tilfellum er reynandi að spila nóló. Það væri vissulega óskandi að við þetta litla samfélag bærum gæfu til að læra meira umburðarlyndi og fyndum leið til að sýna árangursríkan stuðning í verki þegar eitthvað bjátar á hjá samborgurunum. Að því sögðu leysir það engan undan þeirri ábyrgð að vinna þá vinnu sem þarf til að ná heill í höfn. Kristborg Bóel er fyrirmynd og leiðarljós hvað það varðar og mikið var gaman að kynnast henni í gegnum frásagnir hennar í viðtalinu. Steingerður Steinarsdóttir Ritsjóri

steingerdur@birtingur.is

@vikanmagazine

vikanmagazine

VIÐ ERUM Á FACEBOOK, INSTAGRAM, TWITTER OG SNAPCHAT. FYLGIST MEÐ ÞVÍ SEM GERIST Á BAKVIÐ TJÖLDIN. 3 / VIKAN


innskot blaðamanns

Gleðilega páska

P

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Blaðamaður ragga@birtingur.is

Íris hauksdóttir Blaðamaður irish@birtingur.is

hildur friðriksdóttir Blaðamaður hildurf@birtingur.is

Helga Kristjánsdóttir Blaðamaður & stílisti helgak@birtingur.is

áskarnir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi enda gott frí þá, svipað og jólafrí, en algerlega án skuldbindinga, skipulags og tilheyrandi stressi eins og á jólum. Það eina sem þarf að hugsa út í er að velja sér gott páskaegg og muna að eiga eitthvað að borða á föstudeginum langa þegar verslanir eru lokaðar. Í gegnum tíðina, ekki síst síðan samfélagsmiðlar hófu innreið sína, hefur mér þó fundist ég verða að sýna samfélaginu og fólkinu í kringum mig að ég sé að gera eitthvað magnað og flott með fjölskyldunni á þessum tíma. Hve oft hef ég til dæmis ekki séð dásamlegar fjölskyldumyndir af samborgurum mínum úr skíðabrekkunum. Allir sem fara á skíði með fjölskylduna eru eitthvað svo ofurtöff, eitthvað svo með‘etta. Lengi vel hélt ég að allt væri einfaldlega fullkomið hjá skíðafjölskyldum, allir glaðir alltaf, ekkert tuð og engar grenjur. Það kom mér því algerlega í opna skjöldu þegar vinkona mín viðurkenndi að það væri alls ekki allaf þannig. Hún á þrjú börn og sagði að daglegt líf þurrkist sannarlega ekki út í skíðabrekkunum. Þar er ýmisst kvartað yfir kulda og svengd, rifrildi á milli systkina og farið í fýlu. Myndin sem við sýnum almenningi segir nefnilega ekki alla söguna. Undanfarin ár hef ég orðið sáttari í eigin skinni með það sem ég vel að gera með fjölskyldunni í fríum. Stundum geri ég alveg eitthvað „awesome“ eins ganga á fjall, fara á snjósleða eða kíkja í sauðburð og trúið mér – ég pósta því. En ef okkur langar bara að hanga heima með snakk og gos og horfa á sjónvarpið þá er það líka frábært enda hvíld og hangs algerlega vanmetið fyrirbæri. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Blaðamaður

Aldís pálsdóttir yfirmaður ljósmyndadeildar aldispals@birtingur.is

B I RT Í N G U R

útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.prentsmiðja Prentun: Oddi umhverfisvottuð

ERFISME HV R M

KI

Útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Framkvæmdarstjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson

Blaðamenn: Helga Kristjánsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Íris Hauksdóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Íris Dögg Einarsdóttir og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Próförk: Margrét Árný Halldórsdóttir og Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Auglýsingar: Þórdís Una Gunnarsdóttir og Ásthildur Sigurgeirsdóttir, netf.: auglysingar@birtingur.is Skrifstofa: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Dreifing: Halldór Rúnarsson

U

Linda Guðlaugsdóttir yfirmaður umbrotsdeildar linda@birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

Auglýsingar sími 515 5500 auglýsingar@birtingur.is / Áskrift askrift@birtingur.is www.birtingur.is 4 / VIKAN


PIPAR \ TBWA • SÍA • 165455

Fáðu þér nýjan og girnilegan Happís frá Emmessís, ekta íslenskan rjómaís.


forsíðuviðtal

34 „Þetta er bara djöflinum og andskotanum erfiðara“ Kristborg Bóel Steindórsdóttir er einn af umsjónarmönnum mannlífsþáttarins Að austan á sjónvarpsstöðinni N4. Þessi skelegga, hreinskiptna stúlka er eins og ferskur andblær því ákveðinn kraftur og gleði fylgir henni. Hún fæddist síður en svo með silfurskeið í munni, hefur allt frá unga aldri þurft að berjast fyrir sínu og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Hún á fjögur börn og eftir að hún skildi í annað sinn tók hún líf sitt til gagngerrar endurskoðunar og fór nýjar leiðir í að vinna í sjálfri sér.

Efnisyfirlit 28 26

Viðtöl

8 Elfa Þorsteinsdóttir hefur góða reynslu af

hráfæði.

20 Svava Berglind Karlsdóttir er einn hönnuðanna að baki Raus Reykjavík.

26 Anna Sóley Viðarsdóttir klæðir sig eftir skapi og umhverfi.

28 Íris Ann Sigurðardóttir nýtur þess að safna listaverkum.

30 Theodóra Jóna Sigurðardóttir Blöndal segir að úr góðu hráefni sé hægt að skapa nánast hvað sem er. 44 Litið inn í fermingarveislu hjá Berglindi

Hreiðarsdóttur. 62 Hulda Vigdísardóttir er áhugaljósmyndari og fyrirsæta.

68 Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir þekkir útvistarparadísina Stokkhólm.

Tískan

18 Pasteldraumar í tískunni

Matur

10 Hráfæðispáskatriffli 28 Sítrónudrykkur

Kjúklingabringur með sítrónusósu

Vikan á samfélagsmiðlum

Forsíðumynd: Aldís Pálsdóttir Förðun og stílisering: Helga Kristjáns

28

Grænkálssalat með sítrónum, möndlum og parmesanosti Sítrónu-pannacotta Sítrónukaka með ögn af hvítu súkkulaði Vanillubollur með sítrónukremi 44 Fermingarterta með gulláferð Rice Krispies-kransakaka Kransakaka Kransakökubitar 60 Páskaterta Alberts Eiríkssonar Greinar 12 Bækur 14 Kvikmyndir 16 Á döfinni 42 Skreytingar á páskaborðið 56 Í ár eru tuttugu ár síðan Díana prinsessa lést 62 Mildir litir á heimilinu 64 Heimilisofbeldi meðal hinna ríku og frægu 70 Flott og gott 72 Paula Wolfert notar mat til að hægja á Alzheimersjúkdómnum 76 Lífsreynsla 78 Krossgáta 80 Orðaleit/sudoku 82 Stjörnuspá

Vikan

@vikanmagazine

@vikanmagazine

vikanmagazine

Við erum á facebook, Instagram, Twitter og snapchat. fylgist með því sem gerist á bakvið tjöldin. 6 / VIKAN


Kynning

Reynslusaga

Jónu Hjálmarsdóttur af Active Liver

Aukin orka með Active Liver Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er úr náttúrulegum efnum og ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni hjálpi lifrinnni að hreinsa sig. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa. Eftir að hafa notað Active Liver í um það bil 4 mánuði fann ég fljótlega mun á mér , fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd.

Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni, ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver geri mér gott. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri. Takk fyrir Jóna Hjálmarsdóttir

Ég mæli með

Þynnkubaninn

fyrir skjólstæðinga mína

After Party frá New Nordic er búið til úr náttúrulegum kaktus og rósepla extract ásamt nauðsynlegum næringarefnum. Þessi blanda á að hjálpa til við að fyrirbyggja þynnkuáhrif með því að vinna á móti vökvatapinu sem verður við áfengisneyslu og draga úr þreytu og óþægindum. Taka á 2 töflur af After Party fyrir fyrsta drykk og svo tvær aftur áður en farið er að sofa.

Bio Kult Candéa

,,Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og einbeitningu í lífi og starfi. Eitt af því sem ég tel skipta miklu máli í því samhengi er jafnvægi í líkamanum og góð flóra. Í gegnum tíðina hef ég því lagt áherslu á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvæginu og orkunni og hef prófað þá allra bestu hér á markaðnum hverju sinni.

Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef prófað hingað til og mæli með Bio Kult fyrir skjólstæðinga mína sem glíma gjarnan við ójafnvægi í lífi sínu og hefur varan reynst þeim vel.“ Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og f íkniráðgjafi

Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðunni okkar, www.icecare.is


Fjölskyldan öll heilsuhraustari á hráfæði Elfa Þorsteinsdóttir heilsufrömuður opnaði nýlega heimasíðuna rawmother.com þar sem hún deilir hráfæðisuppskriftum og ýmsum heilsufarslegum fróðleik. Heilsuáhugi hennar kviknaði fyrir nokkrum árum þegar breytt mataræði gjörbreytti líðan langveiks sonar hennar. Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: Alexandra Kristjánsdóttir

„Heimasíðan hefur verið lengi í fæðingu. Ég eignaðist dreng árið 2005 sem var langveikur. Eftir lífsnauðsynlegar aðgerðir sat hann enn þá eftir með ýmis heilsufarsleg vandamál sem hefðbundar lækningar gátu ekki hjálpað honum með. Þarna hófst fyrir alvöru heilsuáhuginn minn,“ segir Elfa sem búið hefur ásamt fjölskyldu sinni á suðurströnd Englands í fimm ár. Eftir aðgerðirnar og ýmsa fylgikvilla átti sonur hennar, Anthony, meðal annars erfitt með alla næringarinntöku. „Ég var mamma með veikan strák með það eina markmið að finna lausn sem virkaði fyrir hann. Eftir mikinn lestur ákvað ég að prófa að fara með honum á hráfæði í eitt ár og athuga hvort það myndi hjálpa honum. Það er skemmst frá því að segja að á sjö mánuðum komst líkami hans í fullkomið lag og allt fór að virka rétt í fyrsta skipti á ævi hans. Daginn sem ég fékk niðurstöðurnar úr prufunum hans lofaði ég honum að ég myndi vera með honum á hráfæði þar til hann flytti að heiman og fljótlega var öll fjölskyldan komin á sama fæði. Maðurinn minn losnaði í kjölfarið við ýmis heilsufarsleg vandamál á nokkrum mánuðum auk þess að missa 30 kíló og dóttir okkar losnaði við áreynsluasma. Ég hef lært svo margt á þessum tíma í sambandi við heilsu og hvernig við getum notað réttan mat til að hjálpa líkama okkar

8 / VIKAN

að lækna sig sjálfur. Mér fannst ekki hægt að vera komin með alla þessa þekkingu, eftir að vera búin að lifa þessum lífsstíl í svona mörg ár, og halda henni bara fyrir sjálfa mig og fjölskyldu mína. Það er líka búin að vera gríðarlega mikil eftirspurn eftir námskeiðum hjá mér og ráðum í sambandi við bætt mataræði. Svo það lá eiginlega beinast við að koma þekkingunni fyrir á einum stað. Ég var svo heppin að fá hana Ingibjörgu Rósu, vinkonu mína, með mér í þetta verkefni. Hún er mín hægri hönd í öllu sem kemur að tæknimálum, textum fyrir heimasíðuna og uppsetningu, enda með enskukunnáttu upp á rúmlega tíu. Heimasíðan var svo opnuð á ellefu ára afmælisdegi hans Anthonys í fyrra.“

Sérstakar barnauppskriftir

Síðan er í stöðugri þróun og vinnslu þar sem Elfa bætir inn uppskriftum reglulega, setur inn bloggpósta og fræðslu. „Sérstaðan felst kannski helst í því að þarna er manneskja sem lifir þessum lífsstíl og er með alla fjölskyldu sína á hráfæði. Ég legg mikið upp úr því að maturinn bragðist vel og geti því höfðað til sem flestra. Fólk hefur svo val um að koma í áskrift hjá mér þar sem það fær nýjar uppskriftir reglulega með vídeói um hvernig hver réttur er búinn til. Þetta er eins og að vera í áskrift að hráfæðinámskeiði þar sem ég býð öllum heim í eldhús til mín. Anthony er líka með sitt svæði á síðunni,

Elfa ásamt syni sínum, Anthony, sem hefur verið á hráfæði frá fjögurra ára aldri og er með sérstakar hráfæðisbarnauppskriftir á heimasíðunni.

Anthony’s Kitchen, þar sem við búum saman til uppáhaldsréttina hans. Þeir eiga það sameiginlegt að vera allir mjög einfaldir og bragðgóðir. Við upptökur á efni fyrir Anthony’s Kitchen verða stundum mistök. Það er stundum ansi spaugilegt það sem miður fer og svo á Anthony til að vera mjög orðheppinn í tökum, sem er ekki hægt að nota í aðalmyndböndin, svo Anthony kom með þá hugmynd að gera myndbönd úr skotunum sem misheppnast og við erum nýbúin að setja þau inn á síðuna líka.“ Elfa tekur að sér að leiða hópa í föstur og safahreinsanir. „Ég hef farið reglulega í hreinsanir síðan ég var 18 ára. Þær eru einfaldlega hluti af mínum lífsstíl. Á síðustu árum hefur verið sótt mjög mikið í að komast í þessar hreinsanir með mér og það hefur undið upp á sig. Ég býð


„Ég hef lært svo margt á þessum tíma í sambandi við heilsu og hvernig við getum notað réttan mat til að hjálpa líkama okkar að lækna sig sjálfur.“

Facebook-vinum mínum og fylgjendum að koma með mér í hreinsanir þrisvar sinnum á ári. Þar fá allir frítt prógramm sem ég hef sett saman og stuðning í gegnum alla hreinsunina. Nýárshreinsunin er sú lengsta, 10-14 dagar, svo eru styttri hreinsanir í maí og september, 4-5 dagar. Þetta hefur verið ótrúlega gaman og gefandi þrátt fyrir mikla vinnu við hverja hreinsun. Þessar hreinsanir hafa verið upphafið hjá mörgum að taka næstu skref að bættum lífsstíl sem mér þykir sérstaklega vænt um að fá að vera þátttakandi í.“

Í þekktum heilsuþætti

Elfu bregður fyrir í myndinni Fat, Sick & Nearly Dead 2 eftir ástralska kvikmyndagerðarmanninn og heilsufrömuðinn Joe Cross en hann hefur

ekki hugmynd um hvernig ég gæti stutt allan hópinn og hafði því samband við Joe Cross sem þá hafði nýlega gefið út myndina sína Fat Sick and Nearly Dead og bað um hjálp hans. Honum fannst mjög sérstakt það sem ég var að gera og gerði þá undantekningu að hjálpa mér við að styðja og hvetja fólkið í hópnum. Hann kom inn, kommenteraði og fylgdist með okkur – sem var brjálað „búst“ fyrir alla. Við Joe höfum hist nokkrum sinnum eftir þetta þegar hann hefur komið til London. Hann er svo einstaklega vandaður maður, „Ég hef farið reglulega í hreinsanir er alveg eins í persónu og þú sérð hann síðan ég var 18 ára. Þær eru einfaldlega á skjánum. Honum fannst svo flott að þekkja manneskju frá kalda Íslandi sem hluti af mínum lífsstíl. Á síðustu árum hefur verið sótt mjög mikið í að væri að djúsa þannig að ég fékk að vera ein af þeim sem heilsa áhorfendum í komast í þessar hreinsanir með mér og upphafsatriði myndarinnar Fat, Sick and það hefur undið upp á sig.“ Nearly Dead 2.“

persónulega reynslu af djúsföstu. „Fyrir nokkrum árum var ég að hjálpa einni vinkonu minni sem þurfti að fara í langa og mikla safahreisnun og ákvað að prófa að bjóða Facebook-vinum mínum að vera með. Ég átti von á að fá kannski 4-5 með okkur en á rúmum sólarhring voru komnir yfir 100 manns í hreinsihópinn, alls staðar að úr heiminum. Ég hafði

9 / VIKAN


Fram undan er áframhaldandi uppbygging uppskriftabankans á heimasíðunni, viðbætur á fróðleik og fleira. „Svo eru hreinsanirnar mínar reglulega á dagskrá, sú næsta í lok apríl og svo önnur í september. Ég er einmitt að vinna prógrammið núna fyrir vorhreinsunina sem verður 28. apríl - 1. maí. Ég set upp link á Facebook-síðunni facebook.com/theRawMother strax eftir páska. Þar getur fólk skráð sig í hópinn og fengið aðgang að prógramminu og stuðningshópnum frítt. Svo er líka hægt að fylgjast með mér á Instagram og Twitter þar sem allar upplýsingar eru einnig settar inn. Svo langar mig mjög mikið til að koma til Íslands og halda þar námskeið aftur sem fyrst. Við Anthony erum með langan lista af hugmyndum og réttum sem við eigum eftir að taka upp fyrir Anthony’s Kitchen. Regluleg „live-vídeó“ eru á Facebooksíðunni minni og margt fleira skemmtilegt fram undan. Það er um að gera að fylgjast með fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta við hollum grænmetisréttum fyrir fjölskylduna og fá heilsutengda fróðleiksmola.“

Hráfæðispáskatriffli

Triffli er gamall og hefðbundinn enskur eftirréttur sem er borinn fram í glerskál og samanstendur vanalega af svampbotni eða makkarónukökum, ávöxtum og eggjakremi. Að auki er oft áfengi í honum svo hann er langt í frá hollur í sinni upprunalegu mynd. Hér er hins vegar útgáfa af honum sem er svo holl að óhætt er að fá sér tvo og jafnvel þrjá skammta. Þá er þetta triffli fallega gult og sómir sér vel á páskaborðinu. Súkkulaðilag 1 bolli möndlur 1 bolli mjúkar döðlur 1 bolli kakóduft 3 msk. sæta í fljótandi formi, t.d. kókosnektar, hunang, agave o.fl. 3 msk. kókosolía salt Setjið möndlur, döðlur og kakóduft í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til möndlurnar og döðlurnar eru komnar í fína bita. Bætið þá sætunni, kókosolíunni og smávegis salti, eftir smekki hvers og eins, út í og látið matvinnsluvélina ganga áfram í nokkrar sekúndur, eða þar til kurlið loðir saman þegar það er kramið á milli tveggja fingra.

Hver er sérstaða hráfæðis?

„Fyrst og fremst er það orkan, heilbrigðið, fallegri húð og meiri vellíðan sem maður upplifir þegar maður er á þessu fæði. Svo er það auðvitað bragðið og ferskleikinn í öllum matnum sem er svo einstakt. Hráfæði inniheldur hámark næringarefna, vítamína, steinefna og ensíma sem annars vilja tapast mikið við eldun.“

10 / VIKAN

Berjalag 300 g hindber eða jarðarber, eftir smekk. Hvort tveggja eru himnesk ber til að nota í þessa uppskrift. Settu berin í skál og stappaðu þau með gaffli til að búa til gróft mauk. Ágætt er að skilja nokkur ber eftir til að nota til að skreyta með. Búðingur 1 bolli nýkreistur appelsínusafi, úr u.þ.b. 3 appelsínum safi úr 1 appelsínugulri papriku, u.þ.b. 1 dl 1 mangó safi úr ½ sítrónu 1 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 klst. 1 bolli kókosolía, fljótandi, hún bráðnar við 25°C

½ bolli hreint xylitol 1 tsk. stevíudropar með vanillubragði salt eftir smekk Paprikan er sett í gegnum djúsvél, eða bara í blandara og svo má sía safann frá með fínni grisju eða hnetumjólkurpoka. Afhýðið mangóið og takið steininn frá. Allt er sett í blandarakönnu og blandað vel eða þar til kasjúhneturnar eru vel maukaðar og komin er búðingsblanda með silkimjúkri áferð. Samsetning Sett í lögum í fallega glerskál. Byrjið á að setja helminginn af súkkulaðikurlinu í botninn á skálinni. Þrýstið aðeins niður með sleif svo botninn verði vel þéttur. Hellið helmingnum af búðingnum yfir. Þar ofan á fer allt berjamaukið og svo restin af súkkulaðikurlinu áður en afgangurinn af búðingnum fer ofan á sem efsta lag. Fallegt að skreyta með sömu berjum og notuð eru í berjalagið. Látið standa í vel köldum ískáp í um það bil 8-10 klst. eða inni í frysti í 2 klst. til að búðingurinn þéttist áður en trifflið er borið fram. Njótið hvers munnbita af þessum heilsusamlega og himneska eftirrétti.


Settu ljúffengan endapunkt við máltíðina með skál af ómótstæðilegum Mjúkís, þar sem girnilegt smákökudeig fær sér snúning með hágæða súkkulaðinu. Nú fæst hann í nýjum hálfs lítra umbúðum.


BÆKUR TEXTI: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR / steingerdur@birtingur.is

Fyrstu vorboðar Í BÓKABÚÐUM

Allir bókaormar vita hversu mikilvægt er að velja vel þær bækur sem fljóta með í fríið. Það er ekkert verra en að hafa nógan tíma en ekkert skemmtilegt að lesa. Hér á eftir er að finna góðar bækur sem sjálfsagt er að grípa þegar valið er lesefni í ferðatöskuna. Nokkrir vorboðar í bókabúðum sem sannarlega munu ekki valda vonbrigðum. DÁSAMLEGT LISTAVERK

Undur Mývatns eftir Unni Jökulsdóttur er ein fallegasta bók sem út hefur komið hér á landi. Texti Unnar er aðgengilegur og skemmtilegur. Hún kemur inn á ótal vísindagreinar en verður aldrei þurr eða stíf í orðavali. Hún hefur einstakt lag á að opna lesendum sínum nýja heima og gæða smæstu atriði lífi. Fugla- og blómamyndirnar í bókinni eru einstakar og það er því hægt að njóta hennar á svo ótalmarga vegu. Útg. Mál og menning.

SPENNANDI FLÉTTA

Konan sem hvarf er einstaklega spennandi sakamálasaga eftir Önnu Ekberg. Hún segir frá Louise, kaffihúseiganda, sem lifir rólegu lífi á eyjunni Christiansø. Dag einn kemur maður og segir henni að hún sé eiginkona hans, Helene, sem hafi horfið fyrir þremur árum. Í sjálfu sér ætti þetta að vera ánægjulegt en Louise býr með Joachim og man alls ekki neinum eftir öðrum manni. Þessi undarlega uppákoma verður hins vegar til þess að bæði hún og Joachim fara að leita svara við því hvað leynist í fortíð Louise. Útg. Veröld.

SPENNAN Í HÁMARKI

Petsamo eftir Arnald Indriðason, Drungi, Ragnars Jónassonar og Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur eru er allar komnar út í kilju. Þau þrjú standa án efa fremst meðal jafningja í hópi íslenskra spennusagnahöfunda og þessar bækur þeirra, sem komu út fyrir jólin, spennandi, skemmtilegar og áhugaverðar hver á sinn hátt. Arnaldur er snillingur í að skapa andrúmsloft og draga upp skýra mynd af persónum. Ragnar er meistari fléttunnar og kann þá list að koma lesandanum á óvart. Hjá Yrsu er undirtónn dulúðar og hryllings sem gerir það að verkum að fáir þora að lesa bækur hennar einir heima seint að kvöldi.

12 / VIKAN

UPPÁHALDSBÓK ERLENDAR

Allir aðdáendur bóka Arnaldar Indriðasonar vita hver uppáhaldsbók Erlendar lögreglufulltrúa er. Hér er hún komin í aðgengilegu kiljubroti og frábært að nýir lesendur geti endurnýjað kynnin við þessar mögnuðu frásagnir. Hrakningar á heiðarvegum eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson segir spennandi sögur, átakanlegar og áhrifamiklar. En hún er einnig vitnisburður um aðstæður fólks hér á landi á árum áður og magnaður hluti sögu okkar. Útg. Veröld.


Nærandi millimál … er létt mál NÝTT ENGINN

HVÍTUR SYKUR chiafræ

döðlur graskersfræ trönuber möndlur

sólblómafræ

Gríptu með þér gríska jógúrt eða kotasælu Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum grunni og bragðgóðu og hollu meðlæti. Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum eða kotasæla með berjum og möndlum.

möndlur

bláber


KVIKMYNDIR UMSJÓN: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR / hildurf@birtingur.is

ÍSLAND í ýmsum gervum

Undanfarin ár hefur þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem hafa verið teknir upp hér á landi fjölgað til muna. Ísland hefur auðvitað mjög einstakt og fjölbreytt landslag sem hefur reynst mikilfenglegur bakgrunnur í myndum. Hér eru nokkrar frægar frá síðustu árum. HASAR Á SKAGANUM

Nýjasta myndin sem var tekin upp hér er áttunda myndin í Fast and Furious-seríunni. The Fate and the Furious er á margan hátt frábrugðin fyrri myndum. Í upphafi virðist allt leika í lyndi, Dominic og Letty eru gift, Brian og Mia hafa dregið sig í hlé en restin af fjölskyldunni er á víð og dreif um heiminn. Eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist glæpadrottningin Cipher og fær Dominic til að svíkja bæði félaga sína og eiginkonu og ganga til liðs við hana. Enginn veit hvað Dominic gengur til með þessu og hverjar ástæður hans eru. Myndin var að einhverjum hluta tekin upp á Akranesi og síðasta vor var alls kyns viðbúnaður á svæðinu en fjölmargir bílar auk tækja og annars búnaðar var flutt til landsins. Aðeins einn leikari kom þó hingað, Tyrese Gibson sem leikur Roman Pearce, og áhættubílstjórar keyrðu restina af bílunum.

DRAUMUR EÐA VERULEIKI

Kvikmyndin Secret Life of Walter Mitty segir frá hinum kurteisa en feimna Walter sem er fremur utangátta í lífinu og litinn hornauga af ýmsum sem umgangast hann dagsdaglega. Walter vinnur á ljósmyndadeild tímaritsins Life en á það til að flýja hinn hversdagslega raunveruleika inn í ævintýralega dagdrauma. Þegar tilkynnt er að leggja eigi tímaritið niður og segja öllu starfsfólkinu upp ákveður Walter að gera eitthvað nýtt og heldur í ferðalag út í heim. Það ferðalag á eftir að verða skrítnara og viðburðaríkara en nokkrir af dagdraumum hans. Ben Stiller bæði leikstýrði, framleiddi og lék í myndinni. Stór hluti myndarinnar gerist á Íslandi en atriði sem áttu að gerast á Grænlandi og í Afghanistan voru einnig tekin upp hér á landi. Meðal tökustaða voru Stykkishólmur, Grundarfjörður, Hveradalir og Breiðamerkursandur.

14 VIKAN

HRÁTT LANDSLAG Í GEIMNUM

Kvikmyndin Prometheus er nokkurs konar fyrirrennari Alienmyndanna. Á jörðu ríkir hörð barátta um þær náttúruauðlindir sem eru af skornum skammti. Á meðan siglir geimskipið Prometheus áleiðis í rannsóknarleiðangur til plánetunnar Erix. Vísindamennirnir um borð ætla að freista þess að komast að uppruna lífsins. Margt fer öðruvísi en ætlað er og í ljós kemur að frumstæðu lífverurnar sem vísindamennirnir héldu að þeir myndu finna reynast mun háþróaðri lífsform. Þeir lenda því í baráttu fyrir sínu eigin lífi auk framtíðar mannkynsins. Þar sem myndin ger­ist mest­megnis á plánetu í geimnum var tilvalið að taka öll atriði sem gerðust utandyra á Íslandi. Tveir stað­ir voru valdir fyrir tök­urnar, sem fóru fram sum­arið 2011, ann­ars vegar Detti­foss í Jök­ulsá á Fjöll­um og hins vegar Dóma­dalur við rætur Heklu.

FLÓÐ Á HÁLENDINU

Flestir hafa heyrt biblíusöguna um Örkina hans Nóa, en Nói fær vitrun frá Guði og sér fyrir að hellirigning muni valda alheimsumróti. Hann ákveður að sitja ekki og bíða heldur undirbúa sig fyrir flóðið sem hann telur vera í vændum til að vernda fjölskyldu sína. Þessi saga hefur ósjaldan verið kvikmynduð en nýjasta útgáfan Noah var að mestu tekin upp hér. Leikarar og tökulið voru í fjórar vikur í tökum hér á landi. Tökustaðirnir voru fjölmargir víðs vegar um landið. Um 150 íslenskir statistar og aukaleikarar komu að myndinni og álíka margir voru í starfsmannahópum í kringum myndina.


Beauty styler snyrtir MJÚKUR RAKSTUR OG NÁKVÆM MÓTUN FYRIR VIÐKVÆMUSTU SVÆÐI LÍKAMANS

NÝTT


á döfinni Umsjón: Steingerður steinarsdóttir / steingerdur@birtingur.is

Nýtt heimskort

Barnakvikmyndahátíð

Söguhringur kvenna hefur nú í undirbúningi listsköpunarferli fyrir áhugasamar konur. Listsköpunarferlið hefst í haust en fyrsti kynningarfundurinn fór fram þann 2. apríl síðastliðinn. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N. á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi og vera hluti af skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti bókasafnsins. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar. Hægt er að kynna sér dagskrána nánar á Facebookhóp Söguhrings kvenna eða á heimasíðu Borgarbókasafnsins.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík stendur yfir í Bíó Paradís. Á hátíðinni verða sýndar þrjátíu og tvær áhugaverðar og vandaðar barna- og unglingakvikmyndir víðs vegar að úr heiminum og boðið upp á áhugaverða viðburði, eins og bíósýningu í samstarfi við Geðhjálp, leiklistarnámskeið fyrir börn og fjallað um hvernig tölvugerða teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn, varð til. Nánar hér fyrir neðan. Á hátíðinni verða sýndar alþjóðlegar, vandaðar, öðruvísi og áhugaverðar kvikmyndir og teiknimyndir. Þar verða íslenskar og norrænar barnaog unglingamyndir, eþíópíska kvikmyndin Lamb og fjöldi vandaðra teiknimynda, eins og My Life as a Courgette, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna, bíómyndin Klaufabárðarnir, sem var gerð í tilefni af 40 ára afmæli þessara tékknesku félaga, hin magnaða japanska teiknimynd Sword Art Online (Wakanim) og íslensku teiknimyndirnar Litla lirfan ljóta og Anna og skapsveiflurnar. Einnig sýnum við klassískar myndir, eins og ET, Never Ending Story og Galdrakarlinn í Oz.

Tólf rendur

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur, sýnir um þessar mundir í Hannesarholti. Á sýningunni eru olíumálverk og blekverk unnin eftir ákveðnu kerfi og er hvert um sig byggt upp af tólf röndum.Í olíuverkunum er þunn málningin látin leka á kerfisbundinn hátt eftir að liturinn hefur verið lagður. Að hluta til ræður regla byggð á aukastöfum útreikninga á ummáli hrings, Pí, uppbyggingu verkanna. Þetta er fyrsta einkasýning Hlyns í fjórtán ár. Hann er myndlistarmaður og listfræðingur, fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA-gráðu í myndlist frá Goldsmith’s College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss og á Möltu árið 2011. Hlynur hefur haldið fjölda einkasýninga á ferli sínum og tekið þátt í sýningum víða um heim: í Englandi, Danmörku, Þýskalandi, Tékklandi og Argentínu. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga verk eftir Hlyn í safneign sinni.

Ástin er tímaþjófur

Skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur Tímaþjófurinn naut mikilla vinsælda þegar hún kom út. Nú hefur verið gerð leikgerð eftir þessari mögnuðu sögu sem Una Þorleifsdóttir leikstýrir. Þetta er áhrifamikil sýning sem sannarlega vekur fólk til umhugsunar um eðli ástarinnar. Hin vel ættaða, sjálfsörugga og glæsilega Alda Ívarsen, tungumálakennari við Menntaskólann í Reykjavík, sem ætíð hefur boðið heiminum byrginn, reynist varnarlaus þegar ástin loks grípur hana fyrir alvöru, óvænt og miskunnarlaust. Í uppsetningu Unu Þorleifsdóttur öðlast skáldsaga Steinunnar nýtt líf á leiksviðinu á einstakan og hrífandi hátt. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju.

Fínleg og falleg myndverk

Halldór Rúnarsson sýnir um þessar mundir myndverk á Mokka á Skólavörðustígur 3a í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina Naumhyggja // Minimalism en naumhyggja er hugtak notað til að lýsa málverkum og skúlptúrum sem þrífast á einfaldleika bæði í efni og formi. Halldór Rúnarsson er búsettur í Hafnarfirði, hann fæddist í Reykjavík árið 1982 og stundar nú nám í litafræði við Myndlistaskólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 28. apríl og kaffihúsið er opið daglega frá 9.00 til 18.30.

16 / VIKAN


Nýtt meik Er á kynningarverði.

Ný kynslóð af farða frá Lavera. Léttur og fljótandi farði sem þekur vel en gefur jafnframt náttúrulegt útlit og ljóma. Er Natrue lífrænt vottað og Vegan. Kemur í 4 litum og hentar öllum húðgerðum.

Sölustaðir: Heilsuverslanir - Hagkaup Skeifunni - Heimkaup.is

Líkaðu okkur á FB


tíska Umsjón: helga kristjáns / helgak@birtingur.is

Geysir, 44.800 kr.

Lindex, 1.095 kr. Zara, 8.995 kr.

Svokallaðir mules, eða baklausir skór í anda þessa pars frá Zöru eru hámóðins þessa tíðina. Vila, 5.690 kr. See by Chloé, 35.800 kr. (Mytheresa.com)

Palette La Rose er ný augnskuggapalletta úr vorlínu Lancôme og smellpassar inn í pastelþemað.

18 / VIKAN

Húrra Reykjavík, 29.990 kr.

. Zara, 6.995 kr

Ferskleiki í kinnalitaformi. Nýr Cushion Blush-kinnalitur frá Lancôme gefur húðinni dásamlegan ljóma og náttúrulegan roða.


PASTELDRAUMUR Við viðurkennum fúslega að við erum algerir sökkerar fyrir pastellitum og ef vorið er ekki tími til að njóta þessara rómantísku litatóna, hvenær þá?

Zara, 22.995 kr.

Selected, 35.990 kr.

Zara, 6.995 kr.

Klassíski rykfrakkinn kemur í ferskum útfærslum og pastellitatónum fyrir vorið.

Topshop, 6.6690kr.

Zara, 6.995 kr. Topshop, 4.990kr. Zara, 32.995 kr.

Nú er orðið femínisti sannkallað tískuyrði, vonum bara að það haldi áfram að vera í tísku!

Vila, 7.690 kr.

Gs skór, 11.995 kr.

19 / VIKAN


Köfum í innsta kjarna fegurðarinnar

gríðarlega erfitt að komast á samning.“ Aðspurð um hvaðan nafnið á vörumerkinu hafi sprottið segir Svana Berglind það í raun skammstöfun þeirra stallsystra. „Upphaflega vorum við, Rut og Auður þrjár í samstarfinu en Harpa bættist í hópinn síðar á ferlinu. Raus varð því til úr upphafstöfum okkar þriggja. Við höfum þá þegar opnað heimasíðuna verða þegar ég yrði stór. Ég hafði starfað okkar raus.is og fannst óþarfi að breyta því sem skrifstofustjóri hjá bílaumboði þrátt fyrir að stafinn hennar Hörpu vanti. og sungið samhliða þegar ég hóf gullsmíðanámið. Það er ekki hlaupið að því Það hljómaði einhvern veginn ekki eins vel að komast inn í þetta nám og því tók ég eitt að skammstafa hraus enda eigum við það til að rausa mikið við skartgripasmíðarnar,“ segir Svana Berglind og skellir upp úr. Svana Berglind segir innblástur Einn/One línunnar hafa kviknað í kjölfar samstarfsins við Bláa lónið. „Línan er í raun innblásin af virku efnum Bláa lónsins og unnin út frá smásjármyndum af kísli úr lóninu sem er svo eftirsóttur í fegrunarvörur. Mannkynið hefur „HÉR KÖFUM VIÐ INN Í INNSTA KJARNA frá örófi alda skreytt FEGURÐAR. SETJUM HANN Í EÐALMÁLM OG sig með hlutum, BERUM UTAN Á OKKUR SEM ÁMINNINGU UM blómum, steinum og litum. Borið á AÐ FEGURÐIN KOMI AÐ INNAN.“ sig hin ýmsu efni til fegrunar, en hér köfum við inn í innsta kjarna fegurðar. Setjum ár í hönnun til þess að styrkja bakgrunn hann í eðalmálm og berum utan á okkur sem minn. Átta nemar komast inn í námið áminningu um að fegurðin komi að innan. á ári hverju og eftir útskrift er jafnframt

TEXTI: ÍRIS HAUKSDÓTTIR MYNDIR: GASSI

Raus Reykjavík er nýtt íslenskt gullsmíðaverkstæði sem var stofnað af 4 konum á haustmánuðum 2016. Eftir nokkra mánaða vinnuferli eru þær nú komnar úr felum og sýndu afrakstur vinnu sinnar á HönnunarMars í samstarfi við Bláa lónið. „Það var ákaflega skemmtilegt að taka þátt í HönnunarMars en þar frumsýndum við fyrstu skartgripalínu okkar sem er gerð í samstarfi við Bláa lónið. Línuna nefndum við Einn/One og verður eingöngu til sölu í Bláa lóninu,“ segir Svana Berglind Karlsdóttir, gullsmiður og hönnuður. Auk hennar standa þær Harpa Kristjánsdóttir, gull– og silfursmíðameistari og hönnuður, Auður Hinriksdóttir, skartgripahönnuður og gullsmíðanemi, og Rut Ragnarsdóttir, skartgripahönnuður og gullsmíðanemi, að vörumerkinu Raus Reykjavík. „Við erum á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn svo að hver og ein sækir innblástur í sinn reynsluheim. Sem dæmi má nefna að Rut starfar líka sem myndlistarkona og er með sín verk í Art Gallerí 101. Okkur finnst hún stundum ,,mála” í málminn. Ég er sjálf uppgjafa söngkona svo að ég á það til að detta í glamúr gírinn á það til að fylgja mér. Þannig er mjög gaman að sjá breiddina í hönnuninni því sköpun einnar er stundum gróf og kraftmikil á meðan hönnun annarrar er kvenleg og f íngerð.“

INNBLÁSIN AF VIRKU EFNUM LÓNSINS

Svana Berglind segir skartgripaáhugann alltaf hafa fylgt sér en eftir að hafa ratað, fyrir hálfgerða tilviljun á námskeið í gullsmíði hafi ekki verið aftur snúið. „Þá loksins rann upp fyrir mér hvað ég vildi

20 / VIKAN


1-2 hylki á dag ax! Virkar str

Fyrr fallega brún í sólinni með AstaZan

Nýjar umbúðir

sömu gæð

i

Húðin fær fyrr fallegan brúngylltan lit sem endist lengi. AstaZan er öflugt andoxunarefni sem eykur einnig styrk og þol vöðva, gott á ferðalögum við göngur, líkamsþjálfun og allt álag. Rannsóknir* staðfesta árangur. Frumkvöðlar í lífrænni næringu í yfir 30 ár. *Karolinska Institute, 1998. University of Memphis 2001.

Góð reynsla við sólarexemi. Ver húðina gegn skaða af sólinni. Yngir húðina, eykur þéttleika og teiganleika húðarinnar, fækkar fínum línum og eykur raka húðarinnar. Gott á ferðalögum, við langar göngur, líkamsþjálfun og álag.

Lifestream fæst í Apótekum, Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Græn heilsa, Fríhöfninni og víðar | celsus.is


Ritstjórarnir sem mótuðu tískuna Á öllum tímum koma fram einstaklingar sem virðast hafa ótrúlega tilfinningu fyrir stíl. Þeir vita, áður en nokkur hefur svo mikð sem rennt í grun að eitthvað liggi í loftinu, hvað mun slá í gegn næst og hvernig hægt sé að taka jafnvel hversdagslegustu föt og bera þau þannig að þau veki athygli allra. Nokkrir blaðmenn og ritstjórar tískutímarita eru þekktir fyrir næstum yfirnáttúrlegt innsæi sitt og skilning í þessum efnum.

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Góðlyndi á háum hælum

Liz Tilberis hefur á ferli sínum verið ritstjóri tveggja áhrifamestu tískutímarita heimsins. Það munaði þó minnstu í byrjun að hún sneri að eilífu baki við tískuheiminum. Í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar sótti hún um skólavist í the Jacob Kramer Art College á Englandi. Kennari leit yfir möppuna hennar og fannst lítið til koma en eftir að hún flutti mjög ástríðufulla ræðu um ást sína á tísku fyrir hann snerist honum hugur og Liz komst inn. Seinna giftist hún þessum kennara, Andrew Tilberis. Í tvo áratugi ritstýrði hún breska Vogue en hélt síðan til New York og tók við Haper’s Bazaar. Sagt er að Liz hafi gert hátískuna aðgengilegri öllum og notfært sér innblástur frá haut couturefatalínum og blandað saman við gamla lagera af herfatnaði og þjónabúninga. Með þessu móti opnaði hún augu fólks fyrir að þær línur sem sjá mátti á sýningarpöllunum voru ekki heilagar og óhætt að nota þær til þess eins að skapa eigin stíl. Liz Tilberis fæddist 7. september 1947 en lést árið 1999 eftir langvinna baráttu við krabbamein í eggjastokkum. Hún, ólíkt mörgum starfsystrum sínum, var þekkt fyrir góðmennsku sína og hjálpsemi við nýliða í greininni. Hún hafði einnig einstaka kímnigáfu og hún fékk oft að njóta sín í því efni sem hún valdi í blaðið.

22 / VIKAN

Fyrirsætur bundnar

Í janúarblaði Vogue Paris árið 2007 voru þrettán myndir af fyrirsætu bundinni með gardínubandi. Þær vöktu heimsathygli og hneykslun margra. Ritstjórinn sem bar ábyrgðina á myndbirtingunni var Carine Roitfeld. Hún yppti bara öxlum þegar hneykslunarraddirnar urðu hvað háværastar. En hún hefur þó viðurkennt að að talsvert meira frelsi ríki í Evrópu en í Ameríku. „Við getum reykt á forsíðunni og við getum sýnt brjóst,“ sagði hún í viðtali aðspurð um muninn á því að ritstýra Vogue í Ameríku og Vogue í París. Hún tók við ritstjórninni árið 2001 og er sögð hafa dregið blaðið upp úr lægð og komið því í umræðuna aftur. Hún er þekkt fyrir djarfar myndir þar sem fagurfræði og erótík kallast á. Sagt er að blaðið hafi aldrei selst jafnvel og eftir að hún tók við. Hún hefur verið sögð sú sem líklegust væri til að taka við af Önnu Wintour eða allt þar til hún sagði óvænt upp árið 2010. Alls konar sögur voru á kreiki um að hún hefði ráðið sig til helstu tískuhúsa sem ráðgjafa en engin reyndist á rökum reist. Þegar hún gekk út af ritstjórnarskrifstofunni sagði hún við blaðamenn: „Ég hef ekki gert nein plön.“ Hún vann í lausmennsku næstu tvö ár en réði sig síðan á Harper’s Bazaar. Árið 2013 stofnaði hún eigið tímarit CR.


Kona stóru blaðanna

Hafi Carine Roitfeld náð að hneyksla var það ekkert í samanburði við fjaðrafokið sem fór af stað þegar Alexandra Shulman sendi frá sér tískuþáttinn, „heróín-chic“ með Kate Moss í aðalhlutverki. Alexandra lét af störfum hjá breska Vogue í fyrra eftir tuttugu ára starf. Hún sendi frá sér veglegt blað á aldarafmæli tímaritsins og hætti svo. Hún á að baki langan og farsælan feril í blaðamennsku en hún hóf störf á The Tatler árið 1982, fór þaðan á Sunday Telegraph, síðan á Vogue og GQ. Henni bauðst ritstjórastaðan árið 1992 og hefur ávallt þótt hiklaus og djörf í efnisvali en nokkur risastór tölublöð náðu metsölu í hennar tíð. Þeirra á meðal eru minningarblað um Diönu prinsessu árið 1997 og aldarhvarfablaðið árið 1999 en forsíðan var eins og spegill þannig að hver lesandi gat séð sjálfan sig á forsíðu. Alexandra fæddist árið 1957 og er mannfræðingur að mennt.

Djöfull á Prada-skóm

Allir vita að Anna Wintour er fyrirmyndin að persónu Meryl Streep í The Devil Wears Prada. Blaðamennskan er í blóðinu hjá henni því pabbi hennar ritstýrði Lundúnaútgáfu Evening Standard um árabil. Hún byrjaði hjá House & Gardens í New York en fékk síðan vinnu hjá breska Vogue. Þá var henni boðið starf aðalritstjóra ameríska Vogue og því hefur hún stjórnað nú í bráðum þrjátíu ár. Það er ótrúleg ending í jafnstreitumiklu starfi. Henni hefur verið lýst sem áhrifamesta tískuritstjóra allra tíma og sagt að hún hafi sett svo rækilega mark sitt á þennan iðnað að það verði aldrei afmáð. Anna Wintour hefur haft áhrif á allt frá sköpunarvinnu tískuhúsanna að því hvað er valið til að skipa línu helstu hönnuða og veita framgang nýjum hönnuðum Hún hefur einnig gríðarleg áhrif á hvað ratar í búðir og hvað verður helst vinsælt af því sem hver og einn hönnuður sendir frá sér. Kaupendur fyrir helstu stórverslanir eru sagðir halda að sér höndum þar til vitað er hvað fellur Önnu í geð. Hún hefur einnig skapað og lagt í rúst starfsferil bæði ljósmyndara og blaðamanna. Það var að undirlagi hennar að tímarit á borð við Teen Vogue og Men’s Vogue sáu dagsins ljós. Undir hennar stjórn hefur Vogue vaxið og er nú fjárhagslega stöndugasta tímarit á markaðnum. Hún er sagður einkar kröfuharður og frekur yfirmaður en vinnuhörku hennar sjálfrar er líka viðbrugðið enda hefur hún viðurnefnið Kjarnorku-Wintour. Menn telja þó að hennar verði einna helst minnst fyrir stuðning sinn við nýja hönnuði sem eru á uppleið, dugnað hennar við fjáröflun fyrir bæði pólitísk samtök og góðgerðarfélög.

23 / VIKAN


Baráttukonan

Franca Sozzani ristýrði ítalska Vogue í tuttugu ár og breytti blaðinu úr nokkurs konar innanhússfréttablaði fyrir hönnuði í vinsælt tímarit sem hefur áhrif um allan heim. Hún er þekkt fyrir notkun sína á ögrandi myndum og nefna má tískuþátt þar sem fyrirsætan var að kafna í olíu. Sá kom í kjölfar slyss hjá BP-olíufélaginu þegar Deepwater Horizon olíuborpallurinn sprakk í Mexíkóflóa og ótrúlegt magn olíu lak út í sjó. Sozzani var fremst í flokki á tíunda áratug síðustu aldar þegar komst í tísku að setja nöfn ofurfyrirsæta á forsíður tískutímaritanna um leið og myndir af þeim. Hún gerði heldur aldrei mannamun heldur valdi ævinlega þá sem henni fannst vera að gera góða hluti þótt það væri fólk sem aðrir í bransanum hefðu af einhverjum ástæðum ákveðið að hunsa. Hún var fyrst hjá Vogue-tímariti til að setja þeldökka fyrirsætu á forsíðu en það var júlíblaðið árið 2008 en það blað seldist upp, hún reið einnig á vaðið með tuttugu síðna tískuþátt eingöngu með fyrirsætum í yfirstærðum að fara úr brjóstahöldurunum sínum árið 2011. Hún hafði þá þegar búið til sérstakar síður fyrir bæði þeldökkar konur og konur í yfirstærðum á vefsíðu blaðsins. Franca lést 22. desember 2016. Hún var aðeins sextíu og sex ára.

Hin fínlega dramatík

Hin stórmerkilega Diana Vreeland hafði einstaklega næma tilfinningu fyrir dramatík og kom með leikrænan og flottan stíl inn í tískuheiminn. Hún fæddist í París en var alin upp í New York. Segja má að stafsferill hennar hafi skipst í þrjá þætti. Árið1936 handvaldi ritstjóri Harper’s Bazaar verk hennar í blaðið. Hann réði hana sem pistlahöfund og tískuritstjóra. Hún var frumkvöðull þess að setja sinn persónulega svip á vinnuna og í stað þess að tískusíðurnar væru eintóna myndir og upptalning á því sem var hæst móðins fór þar að bera á mati og vali ritstjórans. Haft er eftir henni, „Vertu aldrei hrædd við að vera gróf, óttastu frekar að vera leiðinleg.“ Hún var áberandi og skapaði sér nafn fyrir að vera fljót að skynja hvað næði vinsældum næst. Þegar henni varð ljóst að ekki var frekari frama að vænta á Harper’s Bazaar hætti hún en var strax boðið starf hjá Vogue þar hófst næsti þáttur. Þar byrjaði hún árið 1963 og vann sem aðalritstjóri næstu árin. Hún gerði þar mikið af að skapa trend með mögnuðum tískuþáttum þar sem klæðnaði var parað á skemmtilegan hátt. Myndatökur hennar voru hins vegar svo dýrar að stjórn blaðsins rak hana árið 1971. Þá hófst lokaþátturinn þegar hún gerðist ráðgjafi við Búningastofnun Metropolitan of Modern Art-safnsins. Hún vann fyrir safnið allt þar til heilsan bilaði og hún varð að draga sig í hlé. Diane Vreeland lést árið 1989 þá áttatíu og sex ára gömul. 24 / VIKAN


Aukin þægindi allan daginn Veitir stuðning og minnkar álag á fæturna


minn stíll Umsjón: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir / ragga@birtingur.is Myndir: Íris Dögg Einarsdóttir

„Klæði mig eftir skapi og umhverfi“ Anna Sóley Viðarsdóttir skrifar fyrir alls konar miðla og heldur fyrirlestra og námskeið ásamt Evu Dögg Rúnarsdóttur um umhverfisvænar og náttúrulegar snyrti- og heimilisvörur. Inn á milli starfar hún í uppáhaldsverslun sinni, Aftur.

Fullt nafn: Anna Sóley Viðarsdóttir. Aldur: 30 ára. Starfsheiti: DIY-ari, pistlahöfundur, stílisti, kynjafræðingur og verslunarkona. Stjörnumerki: Sporðdreki og rísandi sporðdreki og svo enn þá meiri sporðdreki. Áhugamál: Þetta hljómar kannski undarlega en lífið er mitt helsta áhugamál. Ég hef ótæmandi áhuga á að vita allt um allt, kynnast nýjum hlutum og fólki, ögra mér og stundum öðrum. Reyna að skilja mig og aðra betur og betur. Þetta áhugamál hefur svo að sjálfsögðu leitt mig á ýmsa staði, bæði innra með mér og úti í hinum stóra heimi. En annars: lesa, skrifa, jóga, ferðast, læra ný tungumál, tala við fólk, týna mér og finna mig svo aftur þá orðin betri útgáfa af sjálfri mér. Á döfinni: Í augnablikinu vinn ég að því að skrifa DIY-bók með Evu, sálusystur minni. Við baukum og bröllum ýmislegt. Annars stefni ég á að fara til útlanda til að stunda meira jóga.

26 / VIKAN


„Nýjustu kaupin mín eru Raquel Allegra Trenchcoat og Vicskór úr 38 þrepum. Sumar, gleði, fallegt og gaman, ég bara stóðst ekki mátið.“

„Uppáhaldsflíkin mín er Afturhettupeysan mín, ég nota hana svo mikið að stundum held ég að ég gæti komist af bara með hana í fataskápnum mínum.“

„Uppáhaldsfylgihluturinn er Yves Saint Laurent-varaliturinn sem Eva gaf mér í afmælisgjöf í fyrra. Nafnið mitt er grafið í hann, ég bilast.“

„Minn persónulegi stíll er frekar dagaskiptur, fer samt alls ekki eftir veðri, það virðist ég aldrei ætla að læra. Ég klæði mig eftir skapi og stundum umhverfi. Þessa dagana er ég mikið í því sem mér finnst þægilegt, ekkert þröngt eða krefjandi, miklu minna í hælum en áður og almennt bara í svona frekar afslöppuðum gír,“ segir Anna Sóley. „Á Íslandi versla ég nánast eingöngu í Aftur en stundum dettur eitthvað úr Spúútnik eða Húrra inn. Mér finnst 38 þrep líka alltaf stútfull af fallegu. Allar konur ættu að eiga fallega og vandaða skó en þeir geta bjargað þegar þú veist ekkert í hverju þú átt að vera. Svo er gott að eiga eitthvað sem virkar bæði fyrir jóga og kokteilboð, eins og til dæmis Raquel Allegra-draktirnar mínar, þær eru fullkomnar í það.“ Hvaða þekkta kona veitir þér innblástur? „Vá, þær eru svo margar en allar þær konur sem standa með sér og þora að vera þær sjálfar, hvernig sem þær eru.“

„Þessa pallíettudýrð fékk ég að gjöf. Hann er svo ótrúlega fagur. Hann hefur svo verið notaður við eftirminnileg tækifæri eins og við opnun verslunar okkar Evu í Kaupmannahöfn, skírnarveislu guðdóttur minnar og hefur svo verið lánaður fyrir eftirminnileg kvöld vinkvenna minna. Hann hefur því upplifað alls konar gleði.“

27 / VIKAN


staðurinn minn Umsjón: Íris Hauksdóttir / irish@birtingur.is Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Kaupóð

Fullt nafn: Íris Ann Sigurðardóttir Aldur: 32 ára Starf: Ljósmyndari, eigandi The Coocoo‘s Nest ásamt Lucasi, eignimanni mínum og rek einnig listamannarými úti á Granda ásamt góðu fólki. Maki: Lucas Keller, kokkur og listamaður. Börn: Sky, 4 ára, og Indigo 1 1/2 árs. Morgunhani eða nátthrafn: Nátthrafn! Hver væri titill ævisögu þinnar? Guiding Light Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? Martin Luther King

þegar kemur að plöntum Íris Ann Sigurðardóttir lærði ljósmyndun og sjónlist á Ítalíu, í Flórens og Mílanó en rekur í dag veitingarstaðinn The Coocoo´s Nest ásamt eiginmanni sínum. Þar að auki tekur hún að sér ljósmyndaverkefni og vinnur að persónulegum listaverkum í listamannarými sínu sem hún rekur á Granda.

3 1

2

5

4

1.

Ég elska að hafa vel grænt í kringum mig, plöntur gleðja mig meira en margt, ég er svolítið kaupóð þegar kemur að því en ég er einmitt að huga að því skapa rekstur í kringum þetta áhugamál mitt. Ég versla mikið við Garðheima þau eru með fallegustu plönturnar þar og mesta fróðleikinn sem maður fær í kaupæti.

28 / VIKAN

2.

Ég elska að safna listaverkum, bæði eftir nýja og betur þekkta listamenn sem og random verkum sem ég finn á nytjamörkuðum.

3.

Ég nota ekki mikið skart en ég á til að safna skartgripum og jafnvel skreyta heimili mitt með þeim.

4.

Maðurinn minn safnar matreiðslubókum og ég hef lúmskt gaman af þeim.

5.

Ég safna mörgu og eitt af því eru steinar bæði sem ég finn sjálf í náttúrunni og kristallar sem ég nota til að kukla með.


MEÐ HANDBRAGÐI FAGMANNSINS Íslenska sveitin bregst aldrei. Þar er ferskleiki á hverjum hól og þar fær SS besta hráefni sem völ er á. Handbragð sterkra fagmanna SS gerir góða vöru enn betri og góð vara er lykillinn að góðum stundum. Veldu SS steikina með handbragði fagmannsins. Íslenska sveitin og SS – fyrir þig.


matgæðingur Umsjón: Hildur Friðriksdóttir / hildurf@birtingur.is Myndir: Heiðdís Guðbjörg Guðmundsdóttir

Með góðu hráefni

er hægt að skapa nánast hvað sem er Theodóra Jóna Sigurðardóttir Blöndal er heimilisfræðikennari í Melaskóla og kennir nemendum frá 4.-7. bekk matreiðslu og bakstur og ýmislegt annað sem við kemur heimilishaldi. Hún segir það vera afskaplega skemmtilegt og gefandi starf. Hún er líka með tvær matreiðslubækur í bígerð, önnur þeirra er kökubók, og hefur Theodóra unnið að henni í nokkurn tíma, en hin er svo framhald af fyrri bók hennar, Matargatinu, og er heitið á henni eins og er Meira af Matargatinu. Inn á milli skrifar hún svo um mat og bakstur fyrir Gott í matinn.

Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? Spagetti Bolognese Ertu jafnvíg/ur á bakstur og matseld? Já það er ég. Ég hef gaman af allri matseld og öllum tegundum af bakstri. Bakstur er hins vegar mín hugleiðsla og eftir fjörugan dag í kennslu er ekkert betra en að koma heim og gleyma sér í bakstri. Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? Ég hef gaman af öllum matreiðsluhefðum. Ef ég ætti að velja einhverja eina matreiðsluhefð verð ég að segja franska. Ég var um ellefu ára þegar ég var á eyjunni Corsicu og þar borðaði ég kálfanýru á veitingastað ef svo mætti kalla sem staðsettur var í hesthúsi. Ég gleymi aldrei þeirri upplifun. Borðið var skakkt, með rauðköflóttum dúk og

30 / VIKAN

við hliðina voru hestar að fá sér heyið sitt. Maturinn var ógleymanlegur. Síðan hef ég upplifað einstaka matargerð á ferðalögum í Frakklandi, m.a. í Bordeaux. Þar fékk ég til dæmis himneskt Riz de veau eða bris úr kálfi, á ensku stundum kallað sweetbreads. Frönsk matargerð er klassísk, elegant og byggist á stöðluðum, oft mjög flóknum aðferðum. Hún er mjög tæknileg, nokkrar grunnsósur og grunnaðferðir sem síðan eru útfærðar. Hráefni gerist ekki betra. Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? Ég er enn með tíu fingur sem betur fer – en mistök eiga sér stað oft og títt í eldhúsinu og lít ég þannig á að mistök séu framfarir þar sem við lærum (oftast) af þeim – það getur verið mikil áskorun að lagfæra mistök í matreiðslu, stundum er það einfaldlega ekki hægt – eins og

t.d. þegar ég brenndi hafragraut fyrir 120 börn einn morguninn. Það er frekar erfitt að fjarlægja brunabragð úr mat og mjög hvimleitt að þrífa brenndan pott! Hefur þú uppgötvað einhverja snilld í matseld nýlega? Snilld í matseld er gott hráefni. Með því er hægt að skapa nánast hvað sem er. Ég er um þessar mundir svakalega spennt fyrir lime-laufum og sítrónugrasi. Þegar þessu er bætt út í mat gerast undraverk. Hefur þú ræktað krydd- og/eða matjurtir? Já það hef ég, ég hef prufað að ræktað mjög margt með misjöfnum árangri. Held það sé óhætt að segja að ég er ekki með grænar fingur.


Sítrónudrykkur 4 dl sykur 2 l vatn 3 ½ dl sítrónusafi pressaður Mælið sykur og 2 dl af vatninu og setjið í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið þar til þykkur klístraður sykurlögur hefur myndast. Slökkvið á hitanum og kælið blönduna. Kreistið sítrónusafann og blandið saman við sykurlöginn ásamt afganginum af vatninu. Hellið í fallega könnu og setjið nokkra klaka saman við og e.t.v. nokkrar sítrónusneiðar. Fullt nafn: Theodóra Jóna Sigurðardóttir Blöndal Starf: Heimilisfræðikennari Maki: Já Börn: Já Ertu A- eða B-manneskja? Mér er sagt að ég sé A. Hvað færðu þér á pizzu? Það eru bananar, gráðostur, pepperoni, rjómaostur, grænan pipar og ólífur. Uppáhaldsmatreiðsluþættir? Það mundi vera Bröderne Price og Camilla Plumþættir. Ég held líka mikið upp á þætti með Tínu Nordström frá Svíþjóð. Bloggsíða: Ég skrifa um matreiðslu og bakstur á www.gottimatinn.is.

Hver er stærsta áskorun sem þú hefur mætt í eldamennsku? Ég er mikið fyrir góðar áskoranir og segi aldrei nei við þeim. Ein af þeim sem ég hef hent mér út í af miklum eldmóði var að gefa börnum í leikskóla að borða. Börn eru mjög ákveðin þegar kemur að mat og bragði eins og allir vita, en þetta var afskaplega gefandi og ánægjulegt starf – og mikil áskorun í eldamennsku á hverjum einasta degi frá mjög kröfuhörðum einstaklingum. Eitthvað sem þú vilt segja um uppskriftirnar? Uppskriftirnar sem ég er að deila með ykkur eiga það sameiginlegt að innihalda sítrónur. Ég held mikið upp á sítrónur – hýðið og safinn úr þeim er einstaklega nothæfur í bakstri og matseld og dregur fram margs konar nýtt og spennandi bragð í réttunum.

Kjúklingabringur með sítrónusósu 4 kjúklingabringur smjör eða olía til steikingar hveiti til að dýfa bringum í fyrir steikingu salt og svartur pipar paprikukrydd chili-flögur kjúklingakrydd 1 box sveppir, sneiddir sellerí eftir smekk, skorið smátt svartar ólífur, eftir smekk kjúklingakraftur, 1 teningur skvetta af worchestershire-sósu 2-3 dl rjómi eða eftir smekk

1 sítróna, safinn kreistur og börkur rifinn gróft Veltið bringurnar upp úr blöndu af hveiti, salti, pipar og papriku. Hitið smjör eða olíu á pönnu og steikið bringurnar í alveg í gegn. Kryddið með chili-flögum og kjúklingakryddi. Setjið bringurnar til hliðar og steikið sveppi og sellerí upp úr smjöri eða olíu. Setjið bringurnar aftur á pönnuna og hellið rjómanum yfir þær og bætið kjúklingakraftinum saman við ásamt ólífunum. Kreistið sítrónusafann úr sítrónunni og hellið saman við. Smakkið og bragðbætið ef vill. Rétt áður en rétturinn er borin fram er rifinn sítrónubörkur dreifður yfir réttinn. Það er ljómandi gott að bera fram soðið bygg eða hýðishrísgrjón sem meðlæti ásamt fallegu salati með þessum rétti.

31 / VIKAN


matgæðingur

Sítrónu-pannacotta

2 dl sítrónukrem (lemon curd) – keypt eða búið til sjálf (uppskrift fylgir og er hér fyrir neðan) 2 sítrónur, þvegnar í heitu vatni og sítrónubörkur 4 gelatínblöð 5 dl rjómi 1 dl sykur

Sítrónukrem 3 sítrónur 1 ½ dl sykur 50 g smjör 1 msk. maizena-mjöl 2 egg 2 eggjarauður

1 egg ¾ dl sykur 3 ½ dl hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 g smjör, mjúkt, við stofuhita 1 dl rjómi

Skolið sítrónurnar í volgu vatni. Þerrið. Rífið börkinn og kreistið safann af sítrónunum og setjið til hliðar. Setjið börkinn í pott ásamt ¾ hluta af sítrónuvökvanum. Bætið smjörinu saman við og hitið varlega þar til smjörið hefur bráðnað. Sigtið vökvann og hellið honum aftur í pottinn. Blandið maizena-mjölið við afganginn af sítrónuvökvanum. Hellið því í pottinn og hrærið varlega með stillt á lágan hita. Setjið eggin saman við eitt í einu og hrærið vel í á milli. Látið sítrónukremið sjóða við vægan hita þar til það hefur náð mátulegri þykkt. Mátuleg þykkt er þegar kremið liggur kremkennt, fast og þungt, í skeiðinni. Setjið kremið í krukku og notið að vild. Hægt er að nota sítrónukrem í t.d. rúllutertur, ofan á ristað brauð eða eins og hér – í pannacotta. Kremið geymist í ísskáp í rúmlega viku.

Fylling 2 dl þeyttur rjómi ½ sítróna – börkur rifinn sítrónukrem, sjá uppskrift eða keypt tilbúið

fyrir 6

Búið til sítrónukremið fyrst ef þið ætlið að nota heimagert. Setjið sítrónukrem jafnt í botninn í fallegum glösum eða desertskálum sem ætlað er að nota. Skolið vel af sítrónunum og rífið börkinn af þeim og setjið til hliðar. Hellið rjómanum í pott ásamt sykri og bætið rifnum sítrónuberkinum saman við. Látið suðuna koma upp og sjóðið í u.þ.b. 2 mínútur. Setjið til hliðar. Sigtið. Bleytið gelatínplöturnar í ísköldu vatni og leysið þær síðan upp í vatnsbaði í örlitlu af sítrónusafanum. Hellið gelatíni saman við rjómann á meðan hrært er stöðugt í á meðan. Takið af hellunni og kælið eitthvað áður en blöndunni er hellt í glösin. Það er gott að hræra í á meðan blandan er að kólna. Hellið rjómablöndunina í glösin, yfir sítrónukremið og setjið í kæli. Kælið í allavega 2-4 tíma, það er upplagt að búa þennan desert til deginum áður en hann er borinn fram. Skreytið með hindberjum, kíví, bláberjum, blæjuberum, rifnum sítrónuberki og ferskri myntu.

32 / VIKAN

Vanillubollur með sítrónukremi 14 stykki

Hitið ofn í 200°C. Þeytið egg og sykur létt og ljóst. Blandið hveiti, lyftidufti og vanillusykri í skál. Hrærið það saman við eggjablönduna. Bætið smjöri og rjóma út í og blandið öllu varlega saman þar til hefur blandast vel í gott deig. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og raðið múffuformum á plötuna. Setjið skeið af deigi í hvert form. Sléttið yfirborð hverrar bollu með örlitlu af vatni. Bakið bollurnar í u.þ.b. 15-17 mínútur eða þar til þær eru gylltar á litinn. Látið kólna áður en fyllingin er sett í. Þegar bollurnar hafa kólnað er lok skorið af hverri bollu. Þeytið rjómann og blandið örlitlu af rifnum sítrónuberki saman við. Gerið litla holu innan í botninn á bollunni og fyllið holuna með sítrónukremi. Tyllið lokinu aftur á og stráið flórsykri yfir

bollurnar áður en þær eru bornar fram.


Sítrónukaka með ögn af hvítu súkkulaði

Hægt er að hafa þessa köku glúteinlausa með því að nota möndluhveiti 200 g brætt smjör og 100 g hvítt súkkulaði 3 egg 3 ½ dl sykur 2 tsk. vanillusykur eða dropar 3 dl hveiti/möndluhveiti 1½ sítróna, börkur og safi Stillið ofninn á 175°C. Takið til form, smyrjið það eða tyllið í það bökunarpappír. Setjið smjörið í pott og látið það bráðna. Bætið súkkulaði í smjörið og látið það bráðna með smjörinu. Færið pottinn til hliðar. Þvoið sítrónuna, rífið börkinn gróft og kreistið safann. Þeytið egg og sykur létt og ljóst. Blandið næst vanillu og hveiti saman við og svo sítrónuberkinum og safanum. Hrærið allt varlega saman með sleikju. Síðast er smjörsúkkulaðinu hellt í deigið og því blandað varlega saman. Deiginu er hellt í form og bakað í miðju ofnsins í 20-30 mínútur, eða þar til kakan er orðin gyllt og fallega ljósbrún á litinn. Látið kökuna kólna áður en flórsykri er sigtað yfir og hún skreytt með t.d. rifnu sítrónuhýði og bláberjum.

33 / VIKAN


„Þetta er bara DJÖFLINUM OG ANDSKOTANUM ERFIÐARA“

Fjölmiðlakonan Kristborg Bóel Steindórsdóttir er mörgum kunn sem einn af umsjónarmönnum mannlífsþáttarins Að austan á sjónvarpsstöðinni N4 en þátturinn nýtur mikilla vinsælda um land allt. Kristborg Bóel fæddist síður en svo með silfurskeið í munni, hefur allt frá unga aldri þurft að berjast fyrir sínu og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Hún á fjögur börn og eftir að hún skildi í annað sinn tók hún líf sitt til gagngerrar endurskoðunar og fór nýjar leiðir með að vinna í sjálfri sér. TEXTI: RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR MYNDIR: ALDÍS PÁLSDÓTTIR FÖRÐUN OG STÍLISERING: HELGA KRISTJÁNS FATNAÐUR: EINKAEIGN OG ZARA

K

ristborg Bóel hefur búið á Reyðarfirði í tíu ár og er ritstjóri og dagskrárgerðarmaður í þættinum Að austan á N4 og blaðakona á Austurglugganum og Austurfrétt. Hún vinnur heima hjá sér og finnst það mikill kostur. Hún er fædd í byrjun árs 1976 og uppalin á Stöðvarfirði, langyngst þriggja systkina en bræður hennar eru ellefu og þrettán árum eldri en hún. „Í minningunni fannst mér mamma alltaf svo rosalega gömul en hún var bara 31 árs þegar hún átti mig, var 18 og 20 ára þegar hún átti strákana. Ég var tvítug þegar ég átti elsta barnið mitt og 38 þegar ég eignaðist það yngsta,“ segir Kristborg Bóel hlæjandi en hún á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum og eitt barn með fyrrverandi sambýlismanni. Kristborg Bóel bjó hjá foreldrum sínum á Stöðvarfirði þangað til hún fór í 10. bekk en þá tíðkaðist að börn færu í heimavist í Alþýðuskólann á Eiðum þetta síðasta ár grunnskóla. Eftir það kom hún lítið heim nema til að vinna yfir blásumarið. „Þannig að í raun var ég flutt að heiman 15 ára gömul. Ég man lítið úr æskunni sennilega vegna þess að hugurinn er svo snjall að loka á óþægilegar minningar. Mamma hefur sagt mér að ýmislegt hafi gengið á sem ég annað hvort man ekki eða vissi ekki af. Pabbi var virkur alkóhólisti og heimilislífið litaðist af sjúkdómnum alla

34 / VIKAN

tíð og fór versnandi eftir því sem árin liðu. Sem barn hélt ég að hlutirnir væru eins og þeir ættu að vera en smám saman fann ég að svo var ekki. Það var lítil samheldni eða ástúð milli foreldra minna en að sama skapi sá ég þau aldrei rífast. Við gerðum sárasjaldan eitthvað saman, hvorki um helgar eða í fríum og ekki tíðkaðist að spila eða spjalla saman sem fjölskylda. Pabbi mætti alltaf í sína vinnu, var harðduglegur en tók drykkjutúra inn á milli og skipti sér í raun lítið af mér þó svo að ég hefði alltaf fundið að honum þætti vænt um mig. Mamma vann mikið, bæði af því að þau þurftu þess þar sem við vorum lágtekjufólk en örugglega líka bara til að vera að heiman. Minning mín frá þessum árum er að mamma kom heim milli sex og sjö, eldaði eitthvað og fór svo að leggja sig. Ég kíkti síðan inn í herbergið til hennar og lét vita þegar ég var búin að borða. Hún kom kannski fram um klukkan níu, rétt áður en ég fór að sofa. Það var aldrei þessi fjölskyldustemning. Ég var svolítið eyland þegar ég var lítil, var hljóðlátur krakki og það fór ekki mikið fyrir mér. Blessunarlega átti ég móðurömmu á staðnum og stjúpafa sem er eini afinn sem ég þekki og þar átti ég mitt athvarf. Amma var alltaf heima og ég kom og fór þangað þegar mér sýndist. Þar fékk ég hlýju og öryggi en í ömmuhúsi var svona þykkur friður, Gufan á og við amma gerðum svo

margt saman. Ég fékk óskipta athygli með því að fá að vera þátttakandi í hlutum eins og bakstri, morgunleikfiminni á Rás 1 og öllu sem amma var að gera. En guð minn góður, foreldrum mínum þótti ótrúlega vænt um mig en það var bara enginn í standi. Amma var og hefur alltaf verið mín fyrirmynd, hún var alger töffari sem stóð alltaf á eigin fótum. Var þriggja barna einstæð móðir og fyrsta barnið hennar var stríðsárabarn. Ég var alltaf mjög tengd henni og hún var mitt haldreipi í lífinu. Hún lést árið 2005.“

SKAPAÐI SINN EIGIN HEIM

Á unglingsárunum fór Kristborg Bóel að finna sterklega fyrir því að heimilishaldið var ekki eins og hún vildi hafa það, enda farin að bera sig saman við skólasystkini sín. „Ég er Steingeit og rosalega stjórnsöm sem ég hef verið að vinna með og hef lagast mikið,“ segir hún hlæjandi. „En þarna byrjaði ég að stjórnast í öllu á heimilinu með harðri hendi og fór að reyna að skapa mér þann heim sem mér fannst boðlegur fyrir mig og vini mína. Foreldrar mínir reyktu bæði og ég hataði það, ég var mikill antismókisti og rak þau út til að reykja. Ég þoldi ekki að finna reykingalykt af mér. Svo var ég alltaf að þrífa og tók húsið í gegn vikulega. Mamma hrósaði mér fyrir dugnaðinn en ég var ekki að gera þetta fyrir hana,


35 / VIKAN


heldur fyrir sjálfa mig. Ég tók að mér þetta hetjuhlutverk alkóhólistabarns til að kontrólera minn heim. Gamli skólastjórinn minn á Stöðvarfirði sagði einhvern tímann að ég hefði strax orðið mikill foringi og ég held að það hafi ekki verið annað í boði fyrir mig – annað hvort það eða að verða undir í lífinu. Ég setti upp þennan töffarafront og reyndi bara að vera algjör nagli. Mér fannst lítið mál að fara 15 ára í heimavist á Eiðum, alveg meira en tilbúin til að fara að heiman. Ég byrjaði með fystu ástinni minni og upplifði fyrstu ástarsorgina, svindlaði mér í gegnum ritvinnslu og fannst bara frekar töff að vera úti í kraftgalla á sopafylleríi og sía landa. Á Eiðum voru hljómsveitir, alls konar klúbbar og félagslíf og bara allt eitthvað svo kúl og gaman.“ Árið eftir hóf Kristborg Bóel svo nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hún segir að eftir á að hyggja sé ótrúlegt að hún hafi gengið menntaveginn. „Það er enginn langskólagenginn í minni fjölskyldu og í rauninni ekkert endilega það sem lá fyrir mér. Það var enginn sem sagði mér að ég yrði að fara í nám, ég bara ákvað það sjálf. Að auki liggur almennt nám ekkert sérstaklega fyrir mér og ég þurfti að hafa heilmikið fyrir því. Svo þurfti skemmtanalífið líka að fá sitt. Meðan ég var á heimavistinni í ME var ég til dæmis rekin tvisvar sinnum af vistinni fyrir að drekka, við vorum bara alltaf full uppi á vist.“ Í ME kynntist Kristborg Bóel fyrrverandi eiginmanni sínum en hann var á fjórða ári en hún á fyrsta. „Hann er frá Reyðarfirði og eftir að hann útskrifaðist vann hann þar í eitt ár og ég tók annað ár í ME. Svo fór hann í háskóla og við ákváðum að freista gæfunnar og flytja suður. Mér fannst ég svo fullorðin á þessum tíma að ég var alveg til í að fara að búa. Við leigðum litla íbúð, hann fór í háskólann og ég í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Mér fannst ég líka mjög tilbúin í barneignir og eignaðist elsta son minn um það leyti sem ég kláraði stúdentinn,“ segir hún en Almar Blær kom í heiminn árið 1996.

Kom að föður sínum stórslösuðum

Á þessum árum var farið að bera meira á drykkjuvandamáli föður Kristborgar Bóelar sem gerði sitt hvað til að hjálpa þrátt fyrir að búa hinum megin á landinu. „Það var alltaf eitthvert vesen í gangi, hann var sífellt fullur, fór fullur á bílnum til þess að verða sér úti um meira áfengi en til þess þurfti hann á næstu firði. Alltaf þegar síminn hringdi þá hugsaði ég með mér að nú hefði eitthvað gerst. Svo var ég farin að standa mig að því að hugsa að það væri kannski bara ágætt ef eitthvað gerðist, með tilheyrandi samviskubiti. Meðfram neyslunni var farið að bera á þunglyndi og vandamál komu upp í vinnu, alltaf eitthvert havarí. Hann sökk lengra

36 / VIKAN

og lengra niður og var á endanum sendur suður á geðdeild á Borgarspítalann. Ég var eini aðstandandinn í bænum og vildi að sjálfsögðu standa mig og heimsótti hann nánast daglega í marga mánuði. Ég vissi aldrei á hverju ég átti von þegar ég kom – hvort hann myndi yfirhöfuð tala við mig þann daginn eða bara gráta. Á sama stað voru einnig mjög veikir einstaklingar sem ég var skíthrædd við. En ég bætti þessu bara í bakpokann af því að mér fannst ég verða að gera þetta. Árið 1998 fór hann svo í meðferð og ég verð að játa að ég var ekki bjartsýn enda hafði hann farið áður án árangurs. En í þetta skiptið gerðist eitthvað, hann fór í langa meðferð og bjó svo á áfangaheimili í Reykjavík. Þegar hann kom út áttaði maður sig á því hvað við aðstandendur vorum veik, hann var sennilega orðinn mest í lagi af okkur öllum. Pabbi var stór og stæðilegur maður með bjarnarhramma en mikill handverksmaður og gerði meðal annars f íngerða skartgripi úr fuglsgoggum, fiskibeinum og hreindýrshornum. Ég skildi aldrei hvernig svona nettir skartgripir gátu komið úr þessum höndum. Sumarið 2000 kom ég í frí austur á Stöðvarfjörð með Almar Blæ, fjögurra ára. Ég man þennan dag eins og hann hafi gerst í gær. Pabbi hafði farið niður í bæ með dótið sitt á handverksmarkað og mamma skroppið með Almar Blæ í búðina að kaupa kjúkling í matinn. Ég var ein heima þegar ég heyri umgang niðri í kjallara, í þessu tveggja hæða steinhúsi sem ég var alin upp í og var að auki æskuheimili pabba míns. Ég kalla hæ og heyri að pabbi kallar: „Hæ,“ á móti og hugsa með mér að hann hafi sennilega gleymt einhverju sem hann er að sækja. Svo heyri ég bara þennan rosalega dynk, dynk af einhverri annarri stærðargráðu. Í því koma Almar Blær og mamma upp tröppurnar að heimilinu, ég kíki niður og sé pabba liggja á gólfinu. Hann hlýtur að hafa verið að labba upp tröppurnar og dottið afturfyrir sig því fæturnir liggja upp stigann og hausinn niðri á steingólfinu fyrir neðan. Umferðastýring og stjórnstöð Kristborgar hófst strax handa og ég byrja á að segja mömmu að fara með Almar Blæ. Sjálf hleyp ég niður stigann og sé að þetta er alvarlegt þar sem blæðir út úr öllum hans vitum, svolítið eins og í CSI-þætti. Ég hringi í bróður minn og segi honum að hann verði að koma strax því ég haldi að pabbi sé dáinn. Svo fer bara allt í gang og stuttu síðar er kominn sjúkrabíll, lögga og fleiri. Hann var fluttur til Reykjavíkur en komst aldrei til meðvitundar og lést þremur vikum síðar. Ég og bræður mínir sáum þetta ólíkt, eins og margt annað. Þeir voru svo reiðir yfir því að pabbi skyldi deyja eftir að hann hafði loks sigrað sjálfan sig og komið sér á beinu brautina. Ég var hins vegar svo fegin að hann hafði sigraði sjálfan sig

áður en hann dó – í staðinn fyrir að hafa drepið sig á einhverju fylleríi, hann hefði líka verið sáttari við það. Það var frábært að hann skyldi ná þessum góða árangri en ég vissi að hlutirnir yrðu aldrei samir. Áralangur virkur sjúkdómurinn var búinn að eyðileggja svo mikið.“

Innri barátta og flutningar

Kristborg Bóel hafði hafið nám í Kennaraháskólanum þegar pabbi hennar dó. Hún ætlaði hins vegar aldrei að verða kennari. „Ég fór í kennaranám því ég treysti mér ekki í háskóla, mig langaði að verða sálfræðingur en sannfærði sjálfa mig um að ég kæmist aldrei í gegnum háskólann, sem er algert bull. Þegar ég útskrifaðist þaðan var ég ófrísk að Bríeti og í framhaldinu tók ég diplóma í námsog starfsráðgjöf því ég var einhvern veginn að reyna að bjarga mér fyrir horn frá því að verða kennari. Og þegar ég útskrifaðist þaðan var ég ófrísk að Þór. Þá ákvað ég að fara ekki í meira nám því hverju fagi fylgdi greinilega barn,“ segir hún og hlær. Ég sé hins vegar ekki eftir þessu enda öll menntun gagnleg fyrir mann á einhvern hátt. Þetta nám leiddi mig svo í fræðsluteymið hjá Alcoa, sem leiddi mig í innri samskipti fyrirtækisins og þaðan í fjölmiðla sem ég er í í dag.“ Kristborg Bóel og fyrrverandi eiginmaður hennar, Sigurjón, voru búin að koma sér vel fyrir í Reykjavík og hún sá ekki fyrir sér að þau myndu flytja aftur austur þegar Sigurjóni bauðst spennandi staða innan heilsuteymis Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, hans heimabæ. Þau ákváðu að slá til þrátt fyrir að þessi ákvörðum væri afar erfið fyrir Kristborgu Bóel. „Í janúardimmunni árið 2007 kom flutningsteymi á vegum Alcoa heim til okkar í Ártúnsholtið, pakkaði saman allri okkar búslóð og flutti hana til Reyðarfjarðar. En ég bara grét. Mig langaði ekkert austur því fyrir mér var engin dásamleg æskuljómaminning um Austurlandið, mér leið vel í Reykjavík og búin að byggja mitt net þar. Á hinn bóginn gat ég ekki staðið í vegi fyrir þessu tækifæri sem Sigurjón fékk.“ Kristborg Bóel er greind með OCD, áráttu- og þráhyggjuröskun, sem rekja má til aðstæðna hennar í æsku. Hún birtist þannig að henni hefur í gegnum tíðina gengið illa að treysta fólki, sérstaklega mökum sínum. „Ég fann strax fyrir því í sambandi okkar og það var vandamál alla okkar tíð. Ég leitaði til margra sálfræðinga og geðlækna þar sem ég réð engan veginn við þessar tilfinningar, sama hvað ég reyndi – að fara á hnefanum eða nýta mér ráð sem mér var bent á. Allir sögðu það sama, þessi röskun væri „ávöxtur“ æsku minnar og ég held að ekkert barn komi alveg heilt út úr slíkum aðstæðum. Brestir voru því farnir að koma í hjónabandið. Þrátt fyrir að Sigurjón hafi aldrei gefið mér tilefni eða ástæðu til að vantreysta


„Þarna byrjaði ég að stjórnast í öllu á heimilinu með harðri hendi og fór að reyna að skapa mér þann heim sem mér fannst boðlegur fyrir mig og vini mína.“

Fóstureyðing, skilnaður og taugaáfall

Kristborg Bóel hélt áfram að búa á Reyðarfirði og lífið gekk sinn vanagang næstu árin eða til ársins 2012 þegar hún kynntist öðrum manni sem er 12 árum yngri en hún. „Ég hef stundum hugsað til ömmu og finnst ég svolítið vera að fara þráhyggju og vantraust út í maka var það sömu leið og hún, átti börn með fleiri en honum, og ég vissi það, var ég með einum manni og giftist loks manni sem stöðuga þráhyggju. Alltaf að reyna að finna ég sem var ótrú. Ég varð skotin í öðrum tilefni og möguleika á að hann hefði brotið manni. Ég hef margoft sagt, bæði mínum var 16 árum yngri en hún. Þetta varð strax tilefni til kjaftagangs, hvað svona ungur gegn trausti mínu. Að auki erum við mjög fyrrverandi og öðrum, að ég hefði viljað fara öðruvísi út úr hjónabandinu en maður væri að taka að sér „eina gamla“ ólík, ég er fiðrildi meðan hann er algjör kannski var þetta bara mín leið. Það varð með þrjú börn. Enn í dag, árið 2017, klettur og mér fannst sambandið þurfa á hins vegar ekkert úr því sambandi en virðist það tiltökumál ef konan er eldri upplyftingu að halda – fannst stundum það varð til þess að við skildum. Haustið aðili sambandsins en algerlega sjálfsagt ef eins og við værum orðin 100 ára.“ 2008 þegar forsætisráðherra kvað upp það er öfugt. raust sína og bað guð að blessa Ísland var En þetta gerðist frekar hratt og fljótlega Trúnaðarbrot ég nýlega orðin einstæð móðir með þrjú var hann fluttur inn til okkar. Árið 2014 Þremur mánuðum eftir flutninga var Kristborg Bóel einnig komin í vinnu fyrir börn. Ég setti bara upp mína hefðbundnu fæddist síðan Emil þrátt fyrir að alls ekki töffaragrímu og fokkmerki. Ef fólk vildi hafi verið á dagskrá að eiga fleiri börn. Alcoa, var ráðin inn í fræðsludeild til að ræða mín mál sín á milli þá gat það gert Sambandið var hins vegar stormasamt taka á móti nýju starfsfólki. Fljótlega fór það fyrir mér en ég var harðákveðin í að og ég glímdi enn við vantraust. Árið 2015 hún einnig í ráðningar. standa mig. Hann tók yfir húsið sem við voru komnir þannig brestir í sambandið „Mér fannst gott að komast í vinnu vorum byrjuð að byggja, ég flutti í íbúð og að við voru farin að tala um að slíta strax og mér leið aldrei eins og ég væri á krakkarnir voru til skiptis hjá okkur í viku því. Ég var hins vegar ekki eins tilbúin litlum stað enda í mörg hundruð manna og viku en fóru svo auðvitað á milli eins og til þess og hann. Þrátt fyrir allskonar fyrirtæki. Allt svo stórt og mikið. Smám viðvörunarbjöllur og ég fyndi orðið fyrir saman færðist ég í innri samskipti þar sem þeim hentaði. Eðlilega skildum við í ósætti, það fór allt aldursmuninum, þá langaði mig ekki að við gáfum út stórt fréttablað, kynntum í háaloft. Þó að samband okkar sé gott í dag skilja aftur. Ég bara hreinlega nennti því fyrirtækið inn á við og starfsfólkið hvert þá var sú ekki raunin fyrstu þrjú árin. Hann ekki og hlustaði ekki á mitt eigið innsæi. fyrir öðru.“ kynntist fljótlega stelpu sem hann er með í Síðsumars árið 2015 byrjaði ég ekki Rúmu ári eftir flutningana til dag. Hún er æðisleg en mér fannst það alls á blæðingum. Sem var ótrúlegt þar Reyðarfjarðar skildu leiðir Kristborgar ekki þá,“ segir hún og skellir upp úr. sem ég var, að ég hélt, á pottþéttum Bóelar og hennar fyrrverandi. „Það getnaðarvörnum. Þetta átti ekki að geta er frekar kómískt, en eftir alla mína

37 / VIKAN


á dagdeildina. Ég var bara spurð hvort ég væri með alvarlegar sjálfsvígshugsanir og fyrst svo var ekki fékk ég ekki aðstoð. Það eina sem var í raun gert var að heimilislæknir á Reyðarfirði gaf mér róandi þarna allra fyrst. Þarna var ég alein, hormónuð, í tvöföldu áfalli og hélt hreinlega að ég myndi deyja úr vanlíðan.“

Í nóvember bókaði ég því ferð og fór út í febrúar. Þetta var hins vegar hrikalega erfiður tími en Ósk gaf mér von og alveg nýja sýn á lífið. Ég sá allt í öðru ljósi, sérstaklega æskuna. Ég náði til dæmis að fyrirgefa mömmu en þó að pabbi hafi verið „sökudólgurinn“ þá beindist reiði mín alltaf gegn mömmu þar sem mér fannst hún á einhvern hátt svíkja mig með því að vera ekki til staðar. En eftir að Ósk fór með mér í gegnum hvernig heimurinn virkar þá var mamma að gera sitt besta og ég bara fædd í þetta hlutverk. Það púslaðist mikið fyrir mér með æskuna og ég sleppti tökunum á svo ótalmörgu í kjölfarið – það bara gerðist eitthvað.“

Fann hjálp á Facebook

„Fyrirgefðu“

„Alltaf þegar síminn hringdi þá hugsaði ég með mér að nú hefði eitthvað gerst. Svo var ég farin að standa mig að því að hugsa að það væri kannski bara ágætt ef eitthvað gerðist, með tilheyrandi samviskubiti.“

gerst. Ég tók þungunarpróf heima hjá vinkonu minni og það sprakk í andlitið á mér. Ég grét stanslaust í tvo daga í kjölfarið. Ég hef alltaf verið á móti fóstureyðingum, fyrir sjálfa mig, og stóð því frammi fyrir stórri siðferðislegri ákvörðun. Sambandið var á krossgötum, ætluðum við að vinna í okkar málum og tækla þetta eða ekki? En hann var ekki tilbúinn til þess. Ég íhugaði þá að gera þetta bara sjálf en sá fljótlega að ég gat hvorki boðið sjálfri mér né hinum börnunum upp á það. Ég fór því í skoðun og kom út með sónarmynd og beiðni um fóstureyðingu viku seinna. Ég var mjög reið, var ekki tilbúin í sambandsslitin og kannski kenndi ég honum að einhverju leyti um fóstureyðinguna þar sem hann var afdráttarlaus í afstöðu sinni um framhaldið. Ég neitaði honum um að koma með mér í aðgerðina og stakk af ein niður á Neskaupsstað þar sem keyra þarf yfir fjallveg. Ég fór í aðgerðina og heim aftur og grét látlaust allan tímann. Eftir á skil ég ekki alveg hvernig starfsfólkið gat leyft mér að fara aftur frá þeim í þessu ástandi. Hvar var áfallateymið? Ég heyrði reyndar í starfsfólkinu síðar og það viðurkenndi að þarna hefði kerfið klikkað, ég hefði lent á milli skips og bryggju. Þegar ég kom heim ákvað ég að þetta yrði síðasta kvöldið okkar saman og bað hann um að flytja út næsta dag. Fyrst sambandsslitin voru ákveðin þá gat ég ekki hugsað mér að hafa hann þarna lengur. Ég pakkaði niður dótinu hans meðan hann var í vinnunni og seinnipartinn sótti hann töskurnar sínar. Ég fór því í fóstureyðingu og skildi á sama sólarhringnum, alger bilun. Eins og alltaf ætlaði ég að tækla þessa hluti á hnefanum. Krakkarnir komu til mín þrem dögum síðar og ég endaði í taugaáfalli. Ég brann yfir og lá í fósturstellingunni á stofugólfinu úti í horni og grét stanslaust. Það þurfti að hringja út alla pabba og taka öll börn. Í fjóra til fimm daga lá ég bara í rúminu og gat ekki hreyft mig, hvorki farið á fætur, breitt yfir mig, klætt mig né borðað. Komst varla á klósettið að pissa. Það kom bara dagur og svo nótt og svo dagur aftur. Ég hringdi á sjúkrahúsið á Neskaupsstað og spurði hvor ég mætti koma í innlögn af því að ég væri ófær um að hugsa um mig sjálf en það var ekki hægt. Ég hringdi þá á geðdeildina á Akureyri og spurði hvort ég mætti koma þangað en það var ekki heldur hægt og mér sagt að hringja daginn eftir

38 / VIKAN

Í mókinu var Kristborg Bóel á Facebook og fyrir rælni sá hún tillögu að síðu þar sem boðið var upp á andlega einkaþjálfun. Hún smellti á hlekkinn og las setningar eins og lærðu að elska sjálfan þig, grímuna fyrst á þig svo á barnið og eitthvað fleira. Undir þessu stóð svo nafnið Hrafnhildur og án þess að muna það sendi Kristborg Bóel henni póst. „Þar sagði ég henni að ég hefði farið í fóstureyðingu, skilið og fengið taugaáfall, allt í síðustu viku, hvort hún gæti hjálpað mér? Ég væri búin að hafa samband við geðdeild og sjúkrahús en þau vildu mig ekki, ég væri ráðalaus. Til að gera langa sögu stutta þá hringdi Hrafnhildur í mig en hún hafði verið að læra þerapíuna Lærðu að elska þig hjá Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur úti á Balí. Ósk hefur búið á Balí í áraraðir og lært mikið í andlegum fræðum. Hún sauð saman það besta sem henni fannst úr þessu öllu saman í eina þerapíu sem heitir Lærðu að elska þig. Þetta hafði Hrafnhildur farið að læra á Balí og þarna var hún að safna kúnnatímum á einhverju nematímabili. Hún sagði einfaldlega við mig: „Ég geri þetta aldrei en ég ætla að gefa þér fjóra tíma og við byrjum núna.“ Hún sagðist vera skíthrædd um mig. Í þessari þerapíu er yfirleitt byrjað að vinna út frá æskunni og svo framvegis en þarna byrjaði hún bara með einhverja akútplástra. Hún lét mig gera fimm atriða lista yfir það sem mér liði vel með, eins og að horfa á skemmtilega bíómynd, hita mér kaffi eða fara í sturtu, bara til að hækka orku mína fimm sinnum á dag, til að ég myndi ekki deyja, jafnvel. Hún kom þannig að mér. Hún sagði mér að horfa á allskonar myndbönd tengd þessum fræðum og þrátt fyrir að hafa hitt marga sálfræðinga og geðlækna í gegnum tíðina þá var þarna loksins eitthvað sem ég fann samhljóm með. Ég fór í þessa fjóra tíma hjá henni og ákvað strax að halda áfram. Á fimmtu eða sjöttu viku ákvað ég svo að þetta vildi ég líka læra. Úti á Balí. Ég hafði samband við Ósk og hún hvatti mig til að athuga með styrki hjá stéttarfélaginu og í ljós kom að ég átti rétt á bæði náms- og ferðastyrk þar.

Kristborg Bóel hefur talað fyrir fallegum stjúpsamskiptum og hún á í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn og konuna hans en það tók nokkur ár að koma jafnvægi á umgengnina. „Þremur árum eftir skilnaðinn var allt farið að ganga snurðulaust fyrir sig varðandi krakkana og okkar samskipti og oft stóð ég mig að því að senda frekar Rebekku, konunni hans Sigurjóns, póst sem tengdust börnunum. Það er þó orðið gott á milli okkar, bara eins og við séum frændsystkin. Okkur Rebekku þykir orðið mjög vænt hvorri um aðra og daginn eftir að ég skildi í seinna skiptið var það hún sem kom og „bíaði“ mig. Rebekka mín verður ekki metin til fjár og ég þakka fyrir á hverjum degi að hafa hana inni í lífi barna minna, enda ein af þremur mikilvægustu manneskjunum í tilveru þeirra, þau eiga tvær mömmur og eru alveg ótrúlega heppin. Við Sigurjón höfðum alltaf haft það þannig að við skiptumst á að hafa börnin önnur hver jól. Fyrstu jólin eftir að ég skildi var ég enn algerlega á hliðinni og börnin áttu öll að vera hjá feðrum sínum. Einhvern tímann í desember segi ég við Rebekku að ég haldi að ég treysti mér ekki til að vera ein um jólin, hvort ég megi vera hjá þeim. Ég ákvað bara að spyrja. Þá sagði hún mér að hana væri búið að langa svo að bjóða mér en vissi ekki hvort mér fyndist það asnalegt. Þannig að úr varð að Emil fór til pabba síns og við hin vorum öll saman hjá Sigurjóni og Rebekku. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2008 sem stóru krakkarnir voru með okkur báðum. Þetta hjálpaði mér mikið á þessum tíma. Einnig notaði ég tækifærið, því ég var búin að hafa svo mikið samviskubit yfir því hvað ég kom illa fram við Sigurjón þegar við skildum, til að biðja hann fyrirgefningar. Ég var oft búin að leiða hugann að því en aldrei komið mér í það. Hvað átti ég að segja? Fyrirgefðu? Það var eitthvað svo merkingalaust, sérstaklega þarna fyrst þegar allir voru reiðir og samskiptin eftir því. Tækifærið kom svo í einhverjum tölvupóstsamskiptum fyrir


SÉRHÖNNUÐ SJAMPÓ FRÁ NIVEA

F ÍNT

EGT L U J VEN

KT K Y Þ

ENDURNÝJA ÞURRT, SKEMMT HÁR ÁN ÞESS AÐ ÞYNGJA ÞAÐ. INNIHALDA NÁTTÚRULEG MJÓLKURPRÓTEIN OG EUCERIT®. NIVEA GERIR HÁRIÐ FALLEGT NIVEA.com


„ÉG HEF MARGOFT SAGT, BÆÐI MÍNUM FYRRVERANDI OG ÖÐRUM, AÐ ÉG HEFÐI VILJAÐ FARA ÖÐRUVÍSI ÚT ÚR HJÓNABANDINU EN KANNSKI VAR ÞETTA BARA MÍN LEIÐ.“

40 / VIKAN


„Ég íhugaði þá að gera þetta bara sjálf en sá fljótlega að ég gat hvorki boðið sjálfri mér né hinum börnunum upp á það. Ég fór því í skoðun og kom út með sónarmynd og beiðni um fóstureyðingu viku seinna.“

þessi jól. Ég spurði hvort ég ætti að koma með eitthvað, hvort ég ætti að reyna að redda rjúpu en Sigurjón svaraði bara: „Nei, nei, komdu bara með sjálfa þig.“ Þegar ég sendi honum svar til að þakka fyrir ákvað ég að grípa tækifærið og bað hann fyrirgefningar. Hann svaraði þá að hann væri fyrir löngu búinn að fyrirgefa mér, hann hefði líka fengið svo margt dásamlegt í staðinn. Þetta var eitthvað svo fallegt að ég fór inn í þessi jól með miklum létti og þakklæti.“

Sama ferlið en engin samúð

Kristborg Bóel er hins vegar ekki á sama stað gagnvart seinni barnsföður sínum en hún er viss um að komast þangað með tímanum. „Ég skrifaði einhvern tíma grein um stjúptengsl og mikilvægi góðra samskipta og ég veit að barnsföður mínum og hans fólki finnst ég líklega ganga þvert á þau skrif. Hann hefur margoft beðið mig að fara að „haga mér“ í samskiptum en eins og er get ég ekki betur. Ég er hætt að reyna að greina þetta og veit að þetta mun líða hjá, ég verð bara að leyfa því að gerast á mínum hraða. Ég er ekki komin nálægt þeim friði sem ég hef öðlast eftir hinn skilnaðinn, enda níu ár síðan. Ég held að maður geti ekki þröngvað sér í það heldur. Skilnaður er ákaflega erfitt fyrirbæri og nauðsynlegt að leyfa sér að fara í gegnum sorgarferlið sem honum fylgir. Þetta er alveg sama ferlið og að missa maka, maður fer í gegnum nákvæmlega sömu stigin, áfallið, reiðina, missinn, hjartasárið – allt eins, nema maður fær enga samúð eða skilning. Eftir smástund eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart þessu og segja manni að fara nú í öllum bænum að hrista þetta af sér, það komi með því að fara bara út að skokka eða borða eina matskeið af kanil. Ég sökkti mér í þessi fræði og er að leyfa mér að upplifa öll stigin. Ég held að ef maður geri það ekki fái maður þetta bara í rassgatið seinna. Það er hvorki hægt að hoppa yfir sambandsslit eða hraðspóla. Því miður. Einhvern tímann í fyrra skilnaðarferlinu fór ég í viðtal til prests og ég man bara eftir einni setningu: „Það tekur alveg tvö ár að lenda á löppunum eftir skilnað.“ Mér fannst hræðilegt að heyra þetta og hugsaði með mér að þetta tæki vonandi skemmri tíma hjá mér. En þetta er alveg satt, þetta er langt og erfitt ferli og þó að maður funkeri kannski alveg í samfélaginu fyrr þá er þetta ekki búið fyrr en maður finnur frið í hjartanu.“

Í dag segist Kristborg Bóel njóta þess að vera ein. „Það er alveg nauðsynlegt að læra að vera einn og já, maður þarf að gefa sér tíma til að læra það. Það er voðalega freistandi að kasta sér beint í annað samband til þess að „blörra“ vanlíðanina, fá glimmer og viðurkenningu frá öðrum einstaklingi og upplifa þannig að maður sé einhvers virði. Það er ekki málið, heldur er nauðsynlegt að byrja á núllpunkti og læra að elska og virða sjálfan sig, vera sáttur með sjálfum sér, læra að meta sig og viðurkenna. Þegar það er í höfn þá hittir maður líklega þann eina rétta.“

Hætt að drekka

Kristborg Bóel er farin að hugsa á andlegum nótunum og hlusta á innsæið eftir dvöl sína á Balí og hefur tekið mataræðið í gegn. „Mig langar að ná betri tökum á hugleiðslu sem hefur hjálpað mér mikið. Allt sem við göngum í gegnum er reynsla og bestu kennararnir eru þeir erfiðustu. Þó að maður hafi ekki húmor fyrir kennslunni meðan hún á sér stað þá þakkar maður fyrir hana seinna. Ég hef einnig mikinn áhuga á að bæta mataræðið og hef verið að færa mig yfir í hreint mataræði. Einnig ákvað ég að hætta að drekka enda verið lengi meðvituð um alkóhólismann í fjölskyldunni, bæði hjá pabba og svo hafa bræður mínir báðir farið í meðferð. Ég hef lítið sem ekkert drukkið síðustu tvö árin en átti það til að drekka illa á mínum yngri árum og muna ekkert. Ég hef því alltaf haft varann á mér. Síðasta hálfa árið hef ég alveg sleppt því, ekki síst vegna þráhyggjunnar sem ég er að vinna með og undirliggjandi kvíða. Ég fann að áfengi fór illa í taugakerfið á mér, hvort sem ég drakk eitt glas eða datt í það. Mér fannst það bara ekki þess virði og ákvað því að hætta alveg meðan ég er ekki sterkari á andlega sviðinu. Mér líður rosalega vel með þessa ákvörðun, ég sakna einskis og henni fylgir mikið frelsi.“ Árið 2012 var Kristborgu Bóel sagt upp hjá Alcoa vegna skipulagsbreytinga og upplifði að eigin sögn algera höfnun. Fljótlega bauðst henni þó annað starf þegar hún var beðin um að taka við Austurglugganum, héraðsfréttablaði á Austurlandi, með engum fyrirvara þar sem ritstjórinn þurfti að hætta snögglega. „Þetta var mikil áskorun en ég sagði bara „já“ og stökk í djúpu laugina. Að ritstýra og skrifa ein vikulegt blað sem nær til heils landsfjórðungs og reyna að gæta jafnvægis var mikill skóli. Þarna vann ég þar til ég fór í fæðingarorlof en þá tók netmiðillinn

Austurfrétt við blaðinu og í framhaldinu sameinuðust þessir miðlar sem ég fór svo að vinna hjá eftir fæðingarorlof. Í febrúar í fyrra bættum við svo við okkur þættinum Að austan á N4 en þátturinn Glettur sem hafði verið á sjónvarpsstöðinni árin á undan var að hætta. Þarna var komin önnur djúp laug og í fyrstu vissi ég ekkert hvað ég var að gera en við vorum svo heppin að tæknifólkið sem var ráðið er vant í sínu fagi og leiddi okkur áfram.“

Tvær bækur í smíðum

Margt spennandi er fram undan hjá Kristborgu Bóel og hún er meðal annars að skrifa tvær bækur. „Önnur er barnabók um Emil og Gogga en litli srákurinn minn á í svo undraverðu sambandi við bangsann sinn Gogga. Ég hef greint frá ævintýrum þeirra í nokkurn tíma á Facebook og þeir eiga bara skilið bók. Mig dreymir um að fá Unni Sveinsdóttur, listakonu frá Stöðvarfirði, til gera teikningarnar í bókina. Ég sé fyrir mér að þetta geti orðið svona bókaflokkur með nokkrum litlum bókum og vonandi mun sú fyrsta koma út fyrir jólin.“ Kristborg Bóel hefur sagt að stundum hafi hún verið við það að gefast upp. „Já, í alvöru, ég hef oft verið við það að bugast, sérstaklega eftir seinni skilnaðinn. Það er bara djöflinum og andskotanum erfiðara að standa einn án stoðnets og halda öllu batteríinu gangandi á einum launum, standa sig í vinnu, framkvæma öll verkefnin á heimilinu og gefa alla sína umframorku til barnanna. Oft langar mig hreinlega að fá mér au pair og hver veit nema ég geri það einn daginn. Ég finn að ég geng alltof nærri mér í álagi og hver á að standa partívaktina ef ég dett niður einn daginn? Annars er það að mörgu leyti þessi karakter sem ég skapaði mér þegar ég var lítil sem heldur mér gangandi. Það var bara að duga eða drepast og ég greinilega valdi strax að duga. Svo eru það börnin mín, þau eru mér allt, gersamlega allt, og það er mér sérstaklega mikilvægt að skapa þeim það sem ég hafði ekki sjálf. Þess vegna hef ég alltaf verið mikil heimiliskona. Ég vil að heimilið sé okkar griðastaður og við tölum mikið saman og ég reyni að „hanga með þeim“ þegar þau hafa tíma. Að sama skapi sakna ég þeirra alveg óskaplega þegar þau eru ekki hjá mér og langar stundum að ná í þau og troða þeim inn í mig aftur. Ég reyni að vera þeirra stoð og stytta og hvet þau í öllu því sem þau vilja taka sér fyrir hendur. Meðan þau sjá að ég stend með sjálfri mér og læt drauma mína rætast sjá þau að þau geta það líka. Ég hvet þau einnig til að stíga inn í ótta sinn og er sérstaklega umhugað um að þau átti sig á því að við getum allt sem við ætlum okkur, burt séð frá kyni. Það er ómetanlegt að heyra þau segja að ég sé þeirra fyrirmynd,“ segir hún að lokum.

41 / VIKAN


Páskaborðið

SKREYTT

Það er alltaf gaman að skreyta fyrir páskana því allir þessir fallegu litir lífga svo upp á heimilið og hversdagsleikann. Martha Stewart er mörgum kunn og er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Á meðal þess sem er að finna á vefsíðu hennar eru skemmtilegar tillögur um hvernig megi skreyta páskaborðið.

Þetta krúttlega servíettubrot er mjög auðvelt í framkvæmd og setur skemmtilegan svip á páskaborðið. Brjótið servíettuna fyrst í þrennt og síðan neðri hornin að miðju þannig að það myndist þríhyrningur. Snúið servíettunni við þannig að brotið liggi niður og brjótið loks ytri hliðar aftur inn að miðju. Takið snæri eða borða og bindið servíettuna saman um það bil þremur sentímetrum frá oddi þannig að þið getið komið harðsoðnu eggi fyrir.

Það er klassískt að kaupa páskagrein og skreyta með eggjum eða ungum. Gaman er að vera með fallega hýasintu-skreytingu á borðinu. Hér eru nokkrar plöntur settar í stálkörfu sem er síðan gerð enn páskalegri með fallegum eggjum. 42 / VIKAN

Eggjabakka má einnig nota sem vasa en þá er sniðugt að setja þá dálítið af oasis og stinga litlum blómum í hann.

Á mörgum heimilum tíðkast að mála egg fyrir páskana. Stundum vilja þau brotna aðeins og þá er sniðugt að setja þau í eggjabakka og nota sem lítinn vasa fyrir smáblóm.


I SÍRÍUS

med súkkuladiperlum

JAFNVEL BETRA EN lasagna!

© Paws. All Rights Reserved.

facebook.com/noisirius


Myndi helst vilja halda veislu

í hverri viku

Berglind Hreiðarsdóttir hefur bakað frá því hún man eftir sér. Þegar kom að fermingardegi frumburðarins Hörpu Karinar nú fyrir stuttu stóð ekki á kræsingunum. Vikan fékk að vera fluga á vegg í fermingunni og mynda veitingarnar sem óhætt er að segja að séu með þeim allra glæsilegustu.

mikla pressu frá fólkinu í kringum mig svo að endingu urðu kökunámskeiðin mín að veruleika.“ Það kemur fæstum á óvart sem fylgst hafa með Berglindi á vefsíðu hennar, gotteri.is að henni þykir gaman að halda veislur. „Ég myndi helst vilja hafa veislu í hverri viku með tilheyrandi skrauti, það Umsjón: Íris Hauksdóttir er svo skemmtilegt. Við Harpa Karin Myndir: Óli Magg byrjuðum að velta uppi hugmyndum og spá í skreytingar líklega ári fyrir þessi mikli bakstursskreytingaráhugi sé að fermingarveisluna hennar. Okkur finnst „Bakstur hefur alltaf verið áhugamál báðum gaman að skipuleggja afmæli og mestu sjálfsprottinn þrátt fyrir ákveðnar mitt og ég hef eytt ómældum tíma í veislur og oftar en ekki finnum við óþarfa fastar venjur í æsku.“ Og þó að Berglind eldhúsinu. Þegar ég þarf að slaka á eða dreifa huganum er ég alltaf komin þangað muni eftir sér bakandi frá unga aldri segir tilefni til að skella í skemmtilegan viðburð. En það er auðvitað ekki á hverjum degi hún kökuskreytingaráhugann hafa færst áður en ég veit af. Mamma gerði alltaf þriggja hæða afmælisköku, fiðrildaköku og upp á annað stig eftir búsetu sína í Seattle sem frumburðurinn fermist og þrátt fyrir að ég leggi mikið í hverja veislu fleira fallegt fyrir barnaafmæli en í seinni á árunum 2011-2013 þegar hún sótti skreytingarnámskeið þar í borg. „Ég lærði vildi ég hafa þessa alveg sérstaka. Það er tíð hefur pabbi meira séð um bakstur svolítið skrítin tilfinning að sjá litla barnið heilmikið á námskeiðunum og sá hvað á því heimili. Á jólunum var alltaf gert piparkökuhús og laufabrauð en ég held að mætti gera betur. Eftir heimkomu fann ég sitt fermast og ég var strax staðráðin

44 / VIKAN


Harpa Karin bauð upp á fjölbreytt og glæsilegt smáréttahlaðborð, allt sitt úr hverri áttinni. Gestirnir voru yfir sig hrifnir og við greinilega valið rétt þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.

45 / VIKAN


Veitinga-smáréttahlaðborð Við pöntuðum kokteilsnittur frá Smurbrauðsstofu Sylvíu og mikið sem þær voru fallegar og góðar. Mínihamborgara pöntuðum við hjá American Style og verð ég að segja þetta eru bestu smáborgarar sem ég hef smakkað. Við pöntuðum síðan mínipítur frá Pítunni og slógu þær í gegn hjá gestunum. Kjúklingaspjót, litlar kjötbollur, butterfly-rækjur, vanillubollur og makkarónur var allt saman keypt í Stórkaup og þvílík snilld sem þeir réttir voru, allir tilbúnir beint á borðið eða til hitunar svo undirbúningur gekk hratt fyrir sig. Vinir og vandamenn aðstoðuðu síðan við gerð annarra smárétta sem voru: rækjukokteill í litlum skálum, ostapinnar, beikonvafðar döðlur, ávaxtaspjót og skinkuhorn.

í að gera daginn hennar fullkominn í alla staði. Ég held ég geti því sagt að fermingarundirbúningurinn hafi legið á milli afmælis- og brúðkaupsundirbúnings.“ Harpa Karin fékk frjálsar hendur þegar kom að litaþema veislunnar en hún vildi hafa bleikt, hvítt og gyllt þema. Mikið af veisluskrautinu pöntuðu mæðgurnar á erlendum netsíðum kvöld eitt í jólafríinu. Næsta skref var að stilla upp veitingalista og fljótlega lá sú niðurstaða fyrir að hafa frekar opið hús heima í stað þess að leigja sal. „Dóttir okkar hafði sterkar skoðanir á því hvaða kökur skyldi boðið upp á og ég varð auðvitað við þeim óskum. Nammibar vildi daman líka og svo alls konar smárétti. Þar sem mér finnst skemmtilegast að dúllast í kökum og skreytingum ákvað ég að það yrði það sem ég myndi leggja áherslu á og aðrar veitingar yrðu pantaðar eða vinir og vandamenn fengnir til að aðstoða, enda óraunhæft að ætla sér að gera allt sjálfur. Ég hef aldrei áður haft svona smáréttahlaðborð en það var gaman að raða veitingunum saman og mér fannst

46 / VIKAN

ákveðinn glæsileiki yfir því að gera þetta svona. Við vorum því búnar að teikna þetta allt upp í huganum til að allt gengi sem best fyrir sig og allt var mjög vel skipulagt. Fermingarmyndatakan fór fram mánuði fyrr enda vissum við að í nægu yrði að snúast dagana fyrir ferminguna sjálfa. Bent, vinur okkar hjá Benzo ljósmyndun, tók bæði myndir í Hörpu og Öskjuhlíð sem komu frábærlega vel út. Við mæðgur settum saman myndabók fyrir veisluna ásamt því að hengja upp útprentaðar myndir í stofunni. Það sem var hins vegar ekki alveg með í skipulaginu var að ég var komin rúmar 35 vikur þegar að veislunni sjálfri kom svo afköst voru mögulega ekki alveg eins og ég hefði kosið en með frábærri aðstoð frá vinum og ættingjum hafðist þetta allt saman og dagurinn var í alla staði dásamlegur. Harpa Karin var í skýjunum með þetta allt og hér voru gestir langt fram á kvöld og þær vinkonurnar voru allar saman þegar hún opnaði gjafirnar og höfðu það kósí saman.“


47 / VIKAN


Nammibar Okkur fannst hugmyndin um nammibar vera frábær og vorum snemma ákveðnar í að hafa einn slíkan. Pöntuðum lítil nammibox, nammipoka og borða á AliExpress, fengum krúsir í IKEA ásamt því að fá lánaðar nokkrar frá vinum og vandamönnum og fylltum herlegheitin af góðgæti. Boðið var upp á Maxi popp, kúlusúkk, snjóbolta, gyllta kossa með sérprentuðum límmiðum á botninum pantaða erlendis frá, jarðarberjakaramellur, Maltesers, mínisykurpúða og bleikt Smarties.

Fermingarterta með gulláferð Hér þarf að notast við smelluform og kökuplast, fæst í Allt í köku en er einnig oft hægt að fá að kaupa í bakaríum. Þessi uppskrift passar í 3 form 6´´, 8´´ og 12´´. Eftir að kökubotnar hafa verið bakaðir þarf að klæða smelluformið að innan með kökuplasti og raða lögunum saman inn í það. Mikilvægt er að vera einnig með pappaspjöld fyrir tvo minni botnana og „burðarsúlur“. Brownie-botn

450 g smjör 285 g sykur 210 g púðursykur 6 egg 600 g suðusúkkulaði 1 tsk. salt 5 msk. bökunarkakó 225 g hveiti 7 msk. volgt vatn 4 tsk. vanilludropar Þeytið saman sykur, púðursykur og smjör þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið á milli. Bræðið súkkulaðið og hrærið í blönduna. Setjið þurrefnin út í og loks vatnið og vanilludropana. Klæðið smelluformin með bökunarpappír í botninn og spreyið PAM á hliðarnar. Skiptið deiginu á milli formanna svo allir

48 / VIKAN

botnarnir verði svipaðir á þykkt. Bakið í 175°C heitum ofni í hálftíma eða þar til prjónn kemur út með örlítilli kökumylsnu á endanum. Kælið og geymið þar til allt annað er tilbúið. Svampbotnar

6 egg 570 g sykur 375 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 300 ml vatn 150 g smjör Þeytið saman sykur og egg þar til létt og ljóst. Hitið saman vatn og smjör og leggið til hliðar. Blandið hveiti og lyftidufti saman við eggjablönduna og loks vatni og smjöri þegar bráðið. Skiptið niður í formin. Bakið við 200°C í um 15 mínútur eða þar til botnarnir verða gullinbrúnir. Kælið og skiptið síðan hverjum botni í tvennt með kökuskera, geymið þar til síðar.

við berjablönduna, hafið hana á vægum hita og hrærið vel á milli hvers blaðs. Hitið þar til vel blandað, í um 5 mínútur, og færið þá yfir í skál og leyfið að ná stofuhita. Því næst má kæla blönduna í um klukkustund en hræra vel í henni á milli. Um leið og blandan fer að verða hlaupkennd má blanda henni saman við þeytta rjómann með sleif og smyrja ofan á brownie-botnana. Kælið og leyfið músinni að taka sig áður en haldið er áfram, í minnst klukkustund. Þeyttur rjómi og samsetning

1 l þeyttur rjómi á milli svampbotnanna

Stífþeytið rjómann og haldið því næst áfram með samsetninguna. Fyrri svampbotinn settur ofan á jarðarberjamúsina, því næst þeyttur rjóminn og loks seinni svampbotninn. Nú þarf að plasta kökurnar og kæla í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt. Smelluforminu er þá smeygt af og plastið fjarlægt. Kakan ætti að vera stíf Jarðarberjamús og fín. Hér þarf að hjúpa hverja köku 15 gelatínblöð með þunnu lagi af hvítu smjörkremi, 230 g sykur 1 kg jarðarber, maukuð í blandara stafla henni með stoðum og skreyta að vild. Að þessu sinni notaði ég orkídeur, 5 msk. sítrónusafi rósir, brúðarslör og litlar makrónur 1 l rjómi, þeyttur sem ég litaði með gulldufti. Til að setja Leggið gelatínblöðin í bleyti í um 1 lítra af punktinn yfir i-ið stakk ég gullskrauti með nafni fermingarbarnsins frá Hlutprent köldu vatni. Hitið saman maukuð berin, efst á kökuna og vakti það mikla lukku. sítrónusafann og sykurinn þar til heitt, alls ekki sjóða. Bætið gelatíni saman



Kökuhlaðborð Á kökuhlaðborðinu var boðið upp á fermingartertu á þremur hæðum, Rice Krispies-kransaköku, hefðbundna kransaköku og kransakökubita, vanillukökupinna og súkkulaðibollakökur með smjörkremi.

Rice Krispies-kransakaka 1000 g hjúpsúkkulaði/Candy melts 2 litlar dósir síróp, Lyle’s golden syrup 2x 454 g 300 g smjör 540 g Rice Kripies Setjið allt nema Rice Krispies í stóran pott. Ef þið eigið ekki nægilega stóran, skiptið þá uppskriftinni til helminga og útbúið í tvennu lagi og hitið við miðlungshita. Hrærið vel í blöndunni allan tímann og hækkið örlítið hitann í lokin og leyfið að malla í nokkrar sekúndur. Slökkvið þá á hellunni og leyfið hitanum að rjúka aðeins út. Bætið Rice Krispies út í í nokkrum skömmtum og blandið vel. Það gæti verið að það þurfi aðeins meira af Rice Krispies en varist þó að setja of mikið. Leggið plast yfir kransakökuformin og byrjið á því að setja í innsta og ysta hring í öllum formunum þar sem ekki er hægt að setja í öll 3 hólfin í einu því þá myndu þau klessast saman. Gott er að setja þau jafnóðum í frystinn á meðan þið útbúið næsta og þannig er hægt að losa þau þegar kemur að miðjuhringnum í hverju formi. Best er að vera í einnota gúmmíhönskum og nota matarolíusprey á fingurna til að geta meðhöndlað volga blönduna betur. Þjappið saman og mótið með fingrunum í hvern hring. Mótið hringina örlítið hærri en þið ætlið að hafa þá því gott er að leggja bretti/bók á hvern hring eftir mótun á meðan það er enn í forminu til að ná sléttara yfirborði, þannig verður auðveldara að raða þeim án þess að kakan halli. Leggið alla hringina á bretti/ flatan flöt og geymið í kæli fram að samsetningu, í plasti. Hægt að raða hringjunum saman allt að 2-3 dögum áður en veislan fer fram svo lengi sem léttur poki umlykur kökuna og hún er geymd í kæli, líka hægt að

50 / VIKAN

láta hana standa við stofuhita. Setjið 2-3 góðar „doppur“ af súkkulaðihjúp á milli laga til að hringirnir séu betur fastir þó svo þeir límist nokkuð vel saman án þess að nokkuð súkkulaði sé notað. Skreytið að vild með því að dýfa skrauti í súkkulaðihjúp og halda svo við kökuna þar til storknar. Einnig er hægt að stinga lifandi blómum í kökuna hér og þar.

Kransakaka 15-18 hringir

1,5 kg ODENSE Marcipan, þetta bleika 750 g sykur 3 eggjahvítur Brytjið marsípanið og setjið í hrærivélarskál með sykrinum, blandið vel saman með K-inu. Hrærið eggjahvíturnar og setjið í nokkrum skömmtum saman við marsípanblönduna. Ef hvíturnar eru stórar þarf mögulega ekki að nota þær allar, setjið því minna í einu og passið að blandan verið ekki of blaut. Gott að taka síðan blönduna og hnoða aðeins í höndunum, plasta vel og kæla í a.m.k. 4 klst. eða yfir nótt. Rúllið út jafnar lengjur um 1,5 cm í þvermál, sláið með þykkhöndinni á ská ofan á hverja lengju til að mynda örlítið þríhyrndara lag og mælið síðan hringina út með reglustiku. Fyrst 10 cm og síðan bætið 3 cm við hvern hring (10,13,16 o.s.frv.). Það fer eftir þykktinni hversu mörgum hringjum þið náið. Raðið á bökunarpappír og bakið við 200°C í um 13 mínútur, hér þarf að fylgjast vel með og taka hringina út þegar þeir eru aðeins farnir að dökkna. Kælið hringina vel, sprautið glassúr yfir og raðið saman. Einnig er hægt að frysta hringina og raða þeim saman síðar en þá verður kakan seigari en ella.

GLASSÚR FYRIR KRANSAKÖKU

1 eggjahvíta ½ tsk. sítrónusafi flórsykur, fer eftir stærð eggjahvítu hversu mikill Þeytið allt saman og bætið flórsykri jafnt og þétt saman við eggjahvítublönduna þar til blandan fer að þykkna og verða teygjanleg. Sprautið þá undir neðsta hringinn og festið hann á disk. Því næst má sprauta boga á hvern hring og leggja næsta ofan á áður en glassúrinn harðnar, þannig festist kakan saman.

Kransakökubitar 50 stykki

600 g ODENSE Marcipan, þetta bleika 300 g sykur 4 eggjahvítur Brytjið marsípanið og setjið í hrærivélarskál með sykrinum, blandið vel saman með K-inu. Hrærið eggjahvíturnar og setjið í nokkrum skömmtum saman við marsípanblönduna. Blandan þarf að vera það blaut að hægt sé að sprauta henni með stút svo hún er töluvert blautari en þegar kransakaka er útbúin. Sprautið toppa með stút 1M frá Wilton og bakið við 210°C í um 9 mínútur eða þar til topparnir verða örlítið brúnir á köntunum. Kælið og dýfið síðan ½ topp í brætt súkkulaði og skreytið með kökuskrauti.


Svíf þú inn í svefninn Svíf þú inn...íírúmi svefninn frá okkur! ...í rúmi frá okkur!

RÚM RÚM

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar, rúmteppi & gjafavara! Rúm, springdýnur, sængurver, …við erum með þetta allt og meira til! púðar, rúmteppi & gjafavara! …við erum með þetta allt og meira til!

Við vorum að taka upp nýja sendingu af ilmstrám og Við vorum að upp nýja ilmkertum frátaka Mysenso. sendingu af ilmstrám og ilmkertum frá Mysenso.


viðtal Umsjón: Hildur Friðriksdóttir / hildurf@birtingur.is Myndir: Hulda Vigdísardóttir

Fékk fyrstu myndavélina

fimm ára Hulda Vigdísardóttir er áhugaljósmyndari og fyrirsæta. Hún hefur mestmegnis kennt sér sjálf á myndavélina en segir einnig að tíminn fyrir framan hana í fyrirsætustörfum hafi hjálpað henni. Hún fer yfirleitt með ákveðnar hugmyndir inn í myndatöku en skemmtilegast er þegar hugmyndin þróast og útkoman verður allt önnur.

H

ulda er tuttugu og þriggja ára og að eigin sögn algjör miðbæjarrotta. „Ég gekk í Austurbæjarskóla áður en ég hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík og síðar Háskóla Íslands, þaðan sem ég lauk meistaraprófi í íslenskri málfræði.“ Það má næstum því segja að Hulda hafi meðfæddan áhuga á ljósmyndun. „Ég hef í raun tekið myndir frá því að ég man eftir mér og get því ekki sagt að áhugi minn á ljósmyndun hafi kviknað á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Amma gaf mér fyrstu myndavélina mína á fimm ára afmælisdaginn, gula Crayola Sport filmuvél sem ég á enn þá í dag. Ég dröslaðist um með hana hvert sem ég fór og tók myndir af öllu – bókstaflega öllu. Ég veit ekki almennilega af hverju en kannski tengdist það líka því hve margar myndir og mörg myndbönd mamma tók af mér í æsku. Ég mátti varla hreyfa mig án þess að það væri fest á filmu og á þann hátt hafa myndir alltaf verið stór hluti af lífi mínu og myndataka svo til sjálfsögð. Þetta var löngu fyrir tilkomu snjallsíma og stafrænna myndavéla svo myndabækurnar og spólurnar eru býsna margar.“ Í október 2012 tók hún þátt í Elite Model Look-keppninni á Íslandi og hefur starfað sem fyrirsæta í ýmsum verkefnum síðan, bæði hér heima og erlendis. „Tvær bestu vinkonur mínar höfðu verið á skrá hjá fyrirsætuskrifstofu í einhvern tíma en ég hafði einhvern veginn aldrei

52 / VIKAN

leitt hugann að því að gera það sjálf. Sú ákvörðun breytti samt mörgu á jákvæðan hátt en reynslan fyrir framan myndavélina hefur nýst mér gríðarlega vel þegar ég tek sjálf myndir.“ Hulda hefur þó enga formlega menntun í ljósmyndun heldur aðeins fikrað sig áfram af eigin rammleik. „Ég lærði samt sitthvað af þátttöku minni í Ljósmyndakeppni Íslands á SkjáEinum á sínum tíma. Síðan ég kynntist fyrirsætuog tískuheiminum betur, hef ég líka kynnst fullt af frábæru fólki sem hefur kennt mér ýmislegt og gefið mér góð ráð. Þegar ég var sautján ára ferðaðist ég nokkra mánuði um Suðaustur-Asíu en á því ferðalagi lagði ég varla frá mér myndavélina. Allt var fest á filmu, eða réttara sagt á minniskort. Ætli það hafi ekki kennt mér einna mest.“ Mjög misjafnt er hvað veitir henni innblástur. „Stundum veitir einhver flík, hlutur eða staður mér innblástur en þegar ég tek tískuþætti skiptir fyrirsætan líka miklu máli. Ég reyni oft að skapa mína eigin veröld og segja sögu með myndunum mínum. Oftar en ekki sé ég hluti fyrir mér á einhvern ákveðinn hátt en í ferlinu getur hugmyndin svo þróast og útkoman verður allt önnur. Fáránlegustu hugmyndirnar koma líka oft best út. Ég man til dæmis eftir töku sem við frænka mín gerðum þegar ég var fimmtán ára. Þemað var voða einfalt, hún var klædd í gulan sumarkjól og með förðun í stíl en í bakgrunn hafði ég hugsað mér að nota slitinn gulan

bárujárnsvegg – sem sagt allt gult. Á leiðinni út úr húsi komum við svo auga á gula ryksugu á ganginum sem við kipptum með í gamni og úr varð myndaþáttur úti í skógi með gula ryksugu. Mun eftirminnilegra en bárujárnsveggurinn,“ segir Hulda brosandi. Henni þykir langskemmtilegast að mynda fólk því þá skiptir hver sekúnda máli. „Það er ótrúlegt hvað svipbrigði geta breyst á skömmum tíma. Mér finnst líka yfirleitt áhugaverðara að taka lifandi myndir, það er, sem eru ekki of uppstilltar og leyfa fyrirsætunni/fyrirsætunum að hreyfa sig að vild. Annars hef ég líka gaman af því að mynda fallegar og óvenjulegar byggingar, dýr og náttúru. Ég elska að taka myndir á ferðalögum og nýti sömuleiðis hvert tækifæri til að kynnast áhugaverðu fólki og mynda það með leyfi þess.“ Það skiptir máli að vera með rétt tæki og tól en það skiptir Huldu ekki höfuðmáli hvernig vél hún er með. Hún er þó mjög hrifin af því að nota filmuvélar. „Ég hef alltaf verið skotin í filmu og á nokkrar gamlar filmuvélar. Með filmu verður einhvern veginn allt meira töfrandi og um leið áþreifanlegra og það er alltaf jafnspennandi að sjá hver útkoman verður.“


Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en hún var tekin fyrir Skólablaðið Skinfaxa árið 2013. Fyrirsætan er Liv Elísabet hjá Dóttur Management en hún er í gömlum silkináttkjól sem amma mín átti. Þetta var mjög skemmtileg taka. Við byrjuðum hjá Köllunarkletti og skelltum okkur svo í sund í Sundlaug Kópavogs þar sem þessi mynd er tekin. Ég lá á botninum og þrjóskaðist við að halda niðri í mér andanum þar til ég náði þessari mynd.

53 / VIKAN


VIÐTAL Þessi mynd var tekin hjá Hallgrímskirkju fyrir myndaþátt sem kallast Kaldaskin. Fyrirsætan er Brynja Guðmundsdóttir en Arna Engilbertsdóttir hannaði kjólinn. Björk Magnúsdóttir sá um förðunina.

Þessi er úr myndaþætti sem ég gerði í Oddsson – það er svo ótrúlega töff staður. Fyrirsætan heiti Valgerður Birna og er hjá Dóttur Management en ég sá einnig um stíliseringuna og hár. Besta vinkona mín, Svava Dögg, farðaði Völu og kom með á tökustaðinn. Ég hefði ekki getað þetta án hennar.

Við Aníta, tólf ára frænka mín, skelltum okkur í myndaleiðangur fyrir nokkrum vikum. Þessi mynd var tekin á Kex Hosteli á Skúlagötu. Hún var nú reyndar ekkert ýkja hrifin þegar ég bað hana að klæðast öllu bleiku en lét sig þó hafa það með því skilyrði að hún fengi að skipta áður en við færum og fengjum okkur ís.

Myndin var tekin í Kambódíu í janúar 2012. Ég var á leið frá Phnom Penh til Battambangs með rútu sem stoppaði í stutta stund í litlu þorpi svo fólk gæti farið á snyrtinguna og/eða fengið sér hressingu. Ég held reyndar að fáir rútufélaga minna hafi freistast til að smakka djúpsteiktu köngulærnar og grilluðu engispretturnar en þó voru það einhverjir. Skammt frá var hópur barna og ég gekk til þeirra. Þau voru misfeimin, einn guttinn var mjög hress og sýndi mér strax alls kyns listir. Ég gaf þeim einhverja límmiða sem ég var með og tók nokkrar myndir. Drengurinn á myndinni heillaði mig strax. Hann var mjög rólegur og yfirvegaður en hafði svo ótrúlega mikla útgeislun.

Þessa mynd tók ég í Grjótaþorpinu árið 2012. Kamilla, frænka mín, var bara sex ára þarna en uppáhaldstökurnar mínar eru einmitt með þeim Anítu, systur hennar. Kamilla er í gömlum kjól og skóm sem ég átti þegar ég var barn og dúkkuvagninn fékk ég frá ömmu minni í afmælisgjöf þegar ég var fimm ára. Myndin var tekin á ísköldum desemberdegi en á milli þess sem við skutum, hlupum við inn í bíl og hlýjuðum okkur með heitu kakói og teppi.

54 / VIKAN


Frábært í fermingarpakkann!

Dr. Organic húð- og hárvörur Coconut Oil:

Skin Lotion - Day Cream - Body Wash

Aloa Vera:

Body Wash - Body Butter - Cream

Tee Tree:

Face Wash - Blemish Stick - Cream

Moroccan Argan Oil:

Body Wash - Hair Treatment Serum

Organic Snail Gel

Fæst í apótekum og heilsubúðum.


Kjólar

Díönu

Í ágúst munu verða liðin tuttugu ár síðan Díana prinsessa af Wales lést á vofeiflegan hátt í París þegar hún var aðeins 36 ára að aldri. Til að heiðra minningu hennar hefur verið sett á laggirnar sýning í Kensingtonhöll þar sem gestir geta séð suma af helstu kjólum hennar.

TEXTI: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR

D

íana var fædd 1. júlí 1961, fjórða barn og þriðja dóttir hjónanna Edward John Spencers, 8. jarls af Spencer, og fyrri eiginkonu hans, Frances Roche, greifynju af Althrop. Þegar faðir hennar erfði jarlstitilinn 1975, öðlaðist Díana nafnbótina lafði. Í febrúar 1981 tilkynntu Díana og Charles Bretaprins trúlofun sína, þegar hún var tæplega tvítug en hann þrjátíu og tveggja. Þau höfðu kynnst fjórum árum áður þegar Karl var að hitta eldri systur Díönu, Söruh. Sambandið virtist byggt á mjög veikum grunni og það kom glöggt fram í sjónvarpsviðtali þar sem þau voru meðal annars spurð hvor þau væru ástfangin. Díana svaraði: „Að sjálfsögðu,“ en Charles hins vegar sagði: „Hvað sem svo ást þýðir.“ Þau giftust engu að síður þann 29. júlí það sama ár og var athöfninni í St. Paul´s dómkirkjunni sjónvarpað um allan heim

56 / VIKAN

og er áætlað að yfir 750 milljónir manna hafi horft á útsendinguna. Díana hefur seinna viðurkennt að hún hafi verið mjög stressuð í aðdraganda brúðkaupsins, ekki bara vegna þess hve gríðarmikið umfang þess var heldur einnig vegna þess að hana grunaði að Charles væri ekki enn kominn yfir fyrrverandi kærustu sína, Camillu Parker Bowles.

ORÐRÓMUR UM ÓTRYGGÐ

Fyrstu árin virtist allt leika í lyndi og Díana og Charles eignuðust tvo syni, William árið 1982 og Harry 1984, og urðu þeir annar og þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni á eftir föður sínum. Fljótlega fóru þó að koma fram brestir í hjónabandinu og orðrómar um framhjáhöld. Þau fóru í síðustu opinberu heimsókn saman haustið 1991 en í árslok 1992 komst konungsfjölskyldan ekki lengur hjá því að

viðurkenna að hjónabandinu væri lokið. Þáverandi forsætirsráðherra, John Major, las stutta tilkynningu í þingsal frá höllinni sem sagði að parið hefði ákveðið að skilja að borði og sæng á friðsamlegan máta. Friðurinn entist þó ekki lengi því sögum af framhjáhöldum, á báða bóga, fjölgaði og upptökum af persónulegum samtölum milli Charles og Camillu. Til að reyna að rétta orðspor sitt ákvað Charles að fara í viðtal hjá Johnathan Dimbleby í júní 1994. Þar viðurkenndi hann blákalt að Camilla væri hjákona hans. Samband þeirra hófst víst 1986 en að hans sögn var það þegar ljóst var að hjónaband hans og Díönu væri gjörsamlega búið þrátt fyrir tilraunir þeirra beggja til að bjarga því.

HEFNDARKJÓLLINN

Díana var vægast sagt ósátt við þetta viðtal. Á meðan viðtalið var sýnt í sjónvarpinu kom hún fram opinberlega á góðgerðarsamkomu Vanity Fair-tímaritsins í kjól sem hefur síðan verið kallaður hefndarkjóllinn því hann var svartur, stuttur og kynþokkafullur. Hún ætlaði ekki að láta mála sig sem eitthvert grey, hún hafði engan áhuga á því að vera fórnarlamb. Ári seinna fékk hún að segja sína hlið á


Annar kjóll sem má sjá á sýningunni er sá sem Díana klæddist við kvöldverð í Hvíta húsinu og dansaði við John Travolta.

málinu í sjónvarpsviðtali og þá sagði hún hina frægu setningu: „Við vorum alltaf þrjú í þessu hjónabandi – ég, Charles og Camilla.“ Díana og Karl skildu loks 28. ágúst 1996. Díana fékk að halda eftir tiltlinum, prinsessan af Wales, en missti viðbótina hennar hátign. Hún reyndi lengi að halda í þessa viðbót en allt kom fyrir ekki. William prins á þó að hafa sagt henni að hafa ekki áhyggjur af þessu því hann myndi aftur gera hana að hátign þegar hann yrði konungur. Hún bjó áfram í íbúð sinni í Kensington-höll og sást iðulega njóta garða hallarinnar eða spóka sig á Kensington High Street.

í París, ásamt bílstjóra þeirra. Lífvörður þeirra lifði slysið af. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn keyrði á steinsúlu í undirgöngunum. Ljósmyndarar höfðu elt bílinn frá hóteli í París og var talið að þeir hefðu valdið slysinu. Rannsókn leiddi síðar í ljós að ökumaðurinn bílsins hafði verið ölvaður og keyrt langt yfir hámarkshraða. Andlát Díönu var reiðarslag fyrir aðdáendur hennar um allan heim og mikil sorg ríkti í Bretlandi eftir slysið. Útför hennar fór fram í Westminster Abbey og mikill mannfjöldi fylgdi henni til grafar. Útförinni var einnig sjónvarpað um allan heim og horfðu um 2 billjónir á útsendinguna.

Bílslysið í París

Prinsessa fólksins

Fjölmiðlar héldu áfram að fylgjast grannt með Díönu eftir skilnaðinn og brotthvarf hennar frá bresku konungsfjölskyldunni. Sambönd hennar við aðra karlmenn voru sérstakt umfjöllunarefni fjölmiðla. Díana var meðal annars í sambandi við Dodi Fayed en hann var sonur epypska milljarðamæringsins Mohamed Al-Fayed. Þann 31. ágúst 1997 létust Díana og Dodi í hörmulegi bílslysi í undirgöngum

Díana var alltaf kölluð prinsessa fólksins því hún var alþýðleg, alúðleg og góð við alla sem hún hitti, bæði persónulega og við opinberar athafnir, studdi við fjölda góðgerðarmála og mátti ekkert aumt sjá. Frægt er til að mynda þegar hún tók af sér hanskana til að taka í höndina á einstaklingi með alnæmi. Eftir skilnaðinn hellti Díana sér enn frekar út í að sinna góðgerðarmálum. Í stað þess að vera í

Hjónin vörðu hveitibrauðsdögunum meðal annars í Balmoral þar sem hún klæddist þessari skemmtilega sveitó dragt.

Liz Tilberis, fyrrum ritstjóri Harpers Bazaar, var góð vinkona Díönu. Díana prýddi forsíðu blaðsins þrisvar, árið 1995, 1997 og nú í sérstakri útgáfu árið 2017.

Gestir á sýningunni geta einnig barið þennan Versace-kjól augum en hann er dæmi um nýja, kynþokkafulla klæðastíl Díönu eftir skilnaðinn. 57 / VIKAN


Catherine Walker var uppáhaldshönnuður Díönu og sú sem hannaði langflesta kjólana sem prinsessan klæddist á konunglegum ferðum sínum. Oft og tíðum voru kjólarnir hannaðir með siði og einkenni landanna sem heimsótt voru í huga – til dæmis þessi fallegi síðkjóll með fljúgandi fálkum á, en Díana klæddist honum í Saudi-Arabíu og fálkinn er þjóðarfugl landsins.

Hefndarkjóllinn frægi.

Fáar flíkur sem Díana klæddist hlutu jafnmikla gagnrýni og þessi kápa.

forsvari fyrir fjölmörg málefni einbeitti hún sér að nokkrum vel völdum sem hún brann fyrir en meðal helstu baráttumála hennar var að banna notkun jarðspregna. Líkt og fleira í lífi hennar breyttist fatastíll Díönu töluvert eftir skilnaðinn. Kjólarnir urðu kynþokkafyllri en jafnframt íburðarminni. Hún fór að klæðast tískuhönnuðum á borð við Versace og Jacques Azagury. Hún klippti einnig hárið styttra, málaði sig minna og að margra mati geislaði af nokkurs konar frelsi. Hún átti þó enn alla kjólana sem hún hafði klæðst þegar hún var meðlimur konungsfjölskyldunnar en hún þoldi þá ekki, leit á þá sem leifar af sínu fyrra lífi, svo þeir héngu inni í skáp í fatapokum. William, sonur hennar, kom með þá hugmynd að hún seldi

58 / VIKAN

þá og gæfi ágóðann til góðgerðarmála. Díana greip þá hugmynd á lofti og sumarið 1997 var haldið uppboð í New York. Þetta átti að marka formlegt upphaf hennar nýja lífs en því miður fékk hún ekki að lifa því lífi því aðeins nokkrum mánuðum síðar var hún látin. Margir af þessum kjólum hafa nú snúið aftur til Kensington-hallar. Í febrúar opnaði sýningin Diana: Her Fashion Story með nokkrum af þekktustu kjólum hennar og klæðum. Það er við hæfi að sýningin sé haldin þar því Díana hélt mikið upp á höllina og syrgjendur hennar söfnuðust þar saman eftir andlát hennar og skildu eftir blóm og fleira. Sýningin verður opin út árið og þeir sem ferðast til London eru hvattir til að kíkja á sýninguna en sniðugt er að kaupa miða á undan því þeir eru oft uppseldir.

Kensingtonhöll dagana eftir andlát Díönu. Fólk kom hvaðanæva að til að skilja eftir blóm.


B ÆT T U S M Á SÓ L Í UPPÁHALDSKREMIÐ ÞITT! HENTAR BÆÐI FYRIR ANDLIT OG LÍKAMA Fæst á eftirtöldum sölustöðum: Hagkaup, Lyfju, Lyf og heilsu, Árbæjarapoteki, Helenu Fögru, Snyrtimiðstöðinni, Snyrtist. Paradís, Wanitu, Riverside Spa, Mánagull, Fiðrildinu, Snyrtist. Snotru, Dekurhorninu, Snyrtihúsi Bergdísar, Abaco, Snyrtistofu Jennýjar Lind, Snyrtist. Grafarvogs, Snyrtist. Öldu, Snyrtistofunni Eftirlæti, Snyrtist. Hönnu, Snyrtist. Ílit, Snyrtist. Mízú, Snyrtistofu Bergdísar, Snyrtistofu Valgerðar, Snyrtihofinu, Snyrtistofunni Rós og Snyrtistofunni Cöru.


Stríðsterta með óteljandi hitaeiningum Albert Eiríksson hefur í vetur farið víða og haldið fyrirlestra um mat, kurteisi og borðsiði. Hann er skemmtilegur fyrirlesari og auðheyrður eldheitur áhugi hans á efninu. Hann er einnig upptekinn við að undirbúa matar- og sælkeraferð til Brussel í september en allt þetta og margt fleira má finna á bloggsíðu hans: www.alberteldar.com sem er ein vinsælasta bloggsíða landsins. UMSJÓN: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR TEXTI OG MYNDIR: ALBERT EIRÍKSSON

„Það er hefð hér á bæ að baka alltaf einhverja nýja páskatertu – oftar en ekki stríðstertu með óteljandi hitaeiningum,“ segir Albert. „Kakan hentar vel fyrir þá sem eru í tímahraki því æskilegt að er útbúa hana deginum áður. Ætli megi ekki segja að ég fari mikinn á blogginu þessar vikurnar. Hef skrifað um veitingastaði og er með leik sem felst í að fá 52

60 / VIKAN

aðila til að vera gestabloggarar allt þetta ár.“ Svo vindur hann sér að því að kynna hina gómsætu stríðstertu. „Nammitertur eru nammitertur, það er nú bara þannig,“ segir hann. „Ef þið eruð í megrun eða eitthvað slíkt þá getið þið bara sleppt því að lesa þessa uppskrift. Þegar mikið stendur til, eins og páskar, ferming eða annað

slíkt, má alveg skella í eina kalóríusprengju og njóta. Þessa tertu þarf ekki að baka en gott er að kæla hana vel áður en hún er borin fram, stórfínt er að útbúa hana deginum áður. Einnig má skreyta hana með berjum eða öðrum ávöxtum og gott að hafa matarolíu með smjörinu í botninum til að hann verði ekki of harður.“


Toblerone- og Daim-terta – dúndurgóð páskaterta 1 pk. Haust-kex, eða annað hafrakex 75 g smjör 2 msk. olía 1 pk. Daim-súkkulaði Bræðið smjör í potti og bætið olíunni saman við. Myljið Daim í matvinnsluvél og bætið kexinu saman við og malið áfram. Blandið bræddu smjörinu saman við súkkulaði- og kexblönduna Setjið deigið í bökuform, kælið. FYLLING 200 g Toblerone 3 msk. síróp 50 g smjör 1⁄3 tsk. salt 1 egg aðskilið 1 dós mascarpone-ostur 1 dl púðursykur Hitið Toblerone, síróp og smjör í potti. Bætið við mascarpone og eggjarauðu og hrærið vel saman. Þeytið vel saman eggjahvítu og púðursykur og blandið saman við. Hellið yfir botninn og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Skreytið með söxuðu Daim og stráið flórsykri yfir.

61 / VIKAN


hugmyndir fyrir heimilið Umsjón: Hildur Friðriksdóttir / hildurf@birtingur.is

Pastelpáskar Pastellitir hafa alltaf verið ríkjandi á páskum en nú sem aldrei fyrr því þetta eru miklir tískulitir.

IKEA, 995 kr.

Esja Dekor, 9.990 kr.

Hjarn, 16.990 kr.

Epal, 12.400 kr.

Snúran, 51.900 kr. IKEA, 6.950 kr. 62 / VIKAN


Esja Dekor, 3.990 kr.

Epal, 12.400 kr.

Snúran, 179.900 kr.

Líf og list, 8.950 kr.

Til að gefa pastellitum módern blæ er gott að para þá saman við gráa tóna.

Líf og list, 19.450 kr.

Línan, 15.900 kr.

Hrím, 8.990 kr.

Snúran, 11.990 kr.

IKEA, 6.990 kr.

ILVA, 139.900 kr. 63 / VIKAN


Það vakti bæði umtal og deilur þegar Casey Affleck hlaut Óskarsverðlaun í ár, enda hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn samstarfskonum sínum.

Mega hæfileikamenn

TEXTI: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR

BEITA OFBELDI? Heimilisofbeldi er böl sem illa gengur að uppræta. Ein ástæða þess er að ákveðinn tvískinnungur ríkir í viðhorfum manna. Iðulega er hegðun ofbeldismannsins afsökuð og skýrð með afbrýðisemi. Þetta er aldrei verra en þegar hæfileikamenn brjóta af sér. Í þeim tilfellum er eins og horft sé algerlega fram hjá hegðun þeirra og þeir komast því jafnvel upp með morð.

64 / VIKAN

N

ýlegar fluttu allir fjölmiðlar fréttir af því að brasilíski morðinginn Bruno Fernandes de Souza væri búinn að skrifa undir samning við 2. deildarliðið Boa Esporte þar í landi. Þessi þrjátíu og tveggja ára gamli maður varð uppvís að því fyrir sjö árum að hafa myrt kærustu sína og látið hunda éta lík hennar. Reyndar vakti ákvörðun stjórnenda Boa Esporte mikla reiði í Brasilíu. Heimilisofbeldi er þar erfitt og ríkjandi vandamál og þrír styrktaraðilar drógu stuðning sinn til baka eftir að þetta fréttist. Á móti hafa einnig stigið fram stuðningsmenn liðsins og lýst ánægju sinni. Þær raddir hafa einnig heyrst að óþarft sé að refsa mönnum of lengi fyrir eina misgjörð. Þá virðist engu skipta að sú snýst um að hafa svipt unga konu, barnsmóður sína, lífinu. Sömu viðhorf voru viðruð og rædd eftir að ruðningshetjan og leikarinn O.J. Simpson var kærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni og kærasta hennar. Ekki tókst að sanna svo óyggjandi væri að O.J. hefði framið morðin og margir

töldu að hann hefði átt að eiga afturkvæmt í Hollywood eftir sýknudóminn. Talsmenn þess ræddu aldrei að fullsannað var að O.J. hafði beitt Nicole Brown Simpson grófu ofbeldi meðan þau voru í hjónabandi og ofsótt hana á margvíslegan hátt eftir að hún skildi við hann.

ÓKVÆÐISORÐ OG ANDLEGT OFBELDI

Í fyrra bárust fréttir af því að Amber Heard hefði sótt um skilnað frá Johnny Depp. Fljótlega lak út að ástæðan væri ofbeldi leikarans gegn henni. Talsmenn hans neituðu þessu þar til upptaka af honum öskrandi niðurlægjandi ummæli um hana og fleygjandi hlutum í áttina að henni lak á Netið. Þegar Amber mætti í dómsalinn til að ganga frá skilnaðnum var hún með áberandi mar í andliti og bar að leikarinn hefði veitt henni áverkann. Michael Lohan, pabbi Lindsey Lohan, fór í felur rétt fyrir jólin árið 2015 eftir að upp komst að hann hafði gengið í skrokk á konu sinni Kate Major. Hann þverneitaði í fyrstu en varð á endanum að játa að ásakanirnar væru sannar. Hið


Mál O.J. Simpson er líklegasta eitt þekktasta heimilisofbeldismál sem um getur. Þótt ekki hafi verið sannað að hann hafi verið að verki þegar fyrrverandi eiginkona hans og kærasti hennar voru myrt var fullvíst að hann hafði beitt hana grófu ofbeldi meðan á hjónabandi þeirra stóð.

Fótboltamaðurinn og morðinginn Bruno Fernando de Souza.

Einhver þráður virðist alltaf á milli Rihönnu og Chris Brown þótt hann hafi gengið í skrokk á henni meðan á sambandi þeirra stóð.

„ER HÆGT AÐ SKILJA MANNINN FRÁ LISTINNI? VISSULEGA ER ÞAÐ SVO AÐ MARGIR STÓRKOSTLEGIR LISTAMENN HAFA EKKI VERIÐ NEITT SÉRSTAKLEGA AÐLAÐANDI PERSÓNUR. ER ENGU AÐ SÍÐUR HÆGT AÐ NJÓTA VERKA ÞEIRRA OG FYLLAST AÐDÁUN ÞEGAR ÞAU ERU SKOÐUÐ? VIÐ SLÍKUM SPURNINGUM ER EKKERT EINHLÍTT SVAR OG HVER OG EINN VERÐUR AÐ SVARA ÞEIM FYRIR SIG.“

sama var uppi á teningnum í tilfelli bæði Charlie Sheen og Mel Gibson. Charlie réðst á Brooke Mueller en orðrómur hefur lengi gengið um að hann hafi beitt fleiri konur í lífi sínu ofbeldi. Mel á hinn bóginn féll eftir langvarandi áfengisbindindi og yfirgaf konu sína til rúmlega þrjátíu ára, Robyn Moore, og tók saman við Oksönu Grigorievu. Lögregla var kölluð að heimili þeirra árið 2010 eftir að nágrannar heyrðu þaðan torkennileg læti. Á þessu tímabili lét hann einnig út úr sér margvíslegar hatursfullar athugasemdir einkum í garð gyðinga. Í dag virðist Mel vera búinn að ná tökum á lífi sínu aftur og er farinn vinna við kvikmyndir að nýju. Heimilisofbeldi er auðvitað náskylt annars konar kynbundnu ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, og þess vegna er áhugavert að víða í bandarískum fjölmiðlum var mótmælt harðlega eftir að leikarinn Casey Affleck hlaut Óskarsverðlaun í ár. Hann hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni við tvær samstarfskonur á tökustað. Kaldhæðnislegt er, að á sama tíma og

menn lýsa hneykslun sinni á því að kynferðisbrotamaður hafi hlotið þessi virtu verðlaun situr í Hvíta húsinu maður sem stundar sambærilegt ofbeldi og stærði sig af því í viðtali við fjölmiðlamann. Sú staðreynd virtist ekki draga á nokkurn hátt úr kjósendum hans þegar þeir gengu í kjörklefann. Í fyrra sprakk einnig út umræða um þá Bernardo Bertolucci og Marlon Brando eftir að rifjað var upp hvernig þeir félagar ákváðu daginn fyrir tökur á ljótri nauðgunarsenu að láta hina nítján ára gömlu Mariu Schneider ekkert vita hvernig stæði til að fara með hana. Bertolucci skýrði þetta þannig að hann hefði viljað fá raunverulegan skelfingarsvip og talið að myndin yrði betri fyrir vikið. Tveir miðaldra karlmenn sátu því og lögðu á ráðin um andstyggilegt ofbeldi gagnvart ungri reynslulítilli leikkonu í nafni listarinnar. Maria jafnaði sig aldrei til fulls á þessu og barðist allt sitt líf við eiturlyfjaf íkn og þunglyndi. Karlarnir tveir eru hafnir til skýjanna enn í dag og álitnir einstakir listamenn.

RIHANNA OG CHRIS BROWN

Líklega muna margir eftir uppþotinu er varð árið 2009 þegar tónlistarmaðurinn Chris Brown varð uppvís af því að berja Rhönnu, þáverandi kærustu sína, rétt áður en þau mættu á Grammy-verðlaunin. Aðdáendur stjarnanna skiptust í tvo hópa. Þeir sem töldu að hún ætti að fyrirgefa honum og hinir sem voru hneykslaðir á að hún skyldi yfirleitt íhuga það. Rihanna yfirgaf Chris en þau virðast aldrei alveg hafa náð að sleppa takinu hvort á öðru. Þannig bárust fréttir af því í ár að hann sendi henni blóm á Valentínusardaginn. Hann hefur þó ekki látið af ofbeldi gegn konum og verið kærður nokkrum sinnum síðan af konum sem hann hefur átt í ástarsamböndum við. Það minnir óneitanlega á Ike Turner og boxarann Mike Tyson. Margar konur urðu fyrir barðinu á þeim en líkt og allir vita slapp Tina frá Ike og sigraði heiminn upp á eigin spýtur. Hún kom hins vegar ekki fram með sögu sína fyrr en árið 1986. Bókin I, Tina vakti mikla athygli og líflegar umræður urðu um ofbeldi í nánum samböndum.

65 / VIKAN


„LÍKLEGA MUNA MARGIR EFTIR UPPÞOTINU ER VARÐ ÁRIÐ 2009 ÞEGAR TÓNLISTARMAÐURINN CHRIS BROWN VARÐ UPPVÍS AF ÞVÍ AÐ BERJA RHÖNNU, ÞÁVERANDI KÆRUSTU SÍNA, RÉTT ÁÐUR EN ÞAU MÆTTU Á GRAMMY-VERÐLAUNIN.“

Þess vegna er undarlegt hversu hart Robin Givens, fyrrum eiginkona Mike Tysons var dæmd árið 1989. Hún flúði ofbeldi hans en þar sem hann var þá á hátindi ferils síns tók batteríið í kringum hann höndum saman um að gera hana tortryggilega. Það tókst svo vel að þeir lögðu starfsferil hennar sem leikkonu og fyrirsætu nánast í rúst. Þeir fullyrtu að hún hefði eingöngu haft áhuga á peningum boxarans og fengið rúmar 10 milljónir dala í sinn hlut við skilnaðinn. Árið 2007 kom út bókin Grace Will Lead Me Home en þar lýsir Robin hjónabandi sínu og meðal annars því hvernig ofbeldi boxarans leiddi til þess að hún missti fóstur. Í dag vita allir hvern mann Mike Tyson hefur að geyma og hann hefur margoft orðið uppvís að ofbeldi gegn konum. Undanfarin ár hefur Robin gengið mun betur en hún hefur beitt sér mjög gegn heimilisofbeldi og talað opinskátt um eigin reynslu. Tíminn hefur unnið með báðum þessum konum, Robin og Tinu. Hefði Tina komið fram árið 1976 og reynt þá að tala um ofbeldið hefði hún líklega eingöngu uppskorið tortryggni og ásakanir frá samfélaginu rétt eins og Robin. Þegar bók Tinu kom út hafði skilningur á heimilisofbeldi vaxið og þegar saga hennar varð að kvikmynd sjö árum síðar reis alda samúðar og aðdáunar um heimsbyggðina. Svipað hugarfar vaknaði eftir að Robin steig fram. Þótt vissulega sé það framför má einnig velta fyrir sér hvort ofbeldismenn eigi að njóta almennrar virðingar, hefjast til æðstu metorða og njóta aðdáunar? Er hægt að skilja manninn frá listinni? Vissulega er það svo að margir stórkostlegir listamenn hafa ekki verið neitt sérstaklega aðlaðandi persónur og margir fleiri þekktir menn en þeir sem hér hafa verið taldir upp hafa beitt konur margvísleu ofbeldi. Er engu að síður hægt að njóta verka þeirra og fyllast aðdáun þegar þau eru skoðuð? Við slíkum spurningum er ekkert einhlítt svar og hver og einn verður að svara þeim fyrir sig. Hins vegar er alveg víst að þjófar, skemmdarvargar og eiturlyfjasalar væru ekki líklegir til að hampa Óskarsverðlaunastyttu eða hljóta kosningu til æðstu embætta.

66 / VIKAN

Michael Lohan með Kate Major konu sinni.

Robin Givens hefur barist gegn heimilisofbeldi allt frá því hún flúði ofbeldi Mike Tysons.

Johnny Depp og Amber Heard meðan allt lék í lyndi.


Hefur þú þörf fyrir

þrif Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu

Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.is | thrif@centrum.is


ferðalög Umsjón: ragnhildur aðalsteinsdóttir / ragga@birtingur.is Myndir: Úr einkasafni

„Andri og Filip að fíflast við ströndina í Solviksbadet.“

„Filip og Elías að kasta steinum við sumarhúsið í Bildö sem er á einni af fjölmörgu fallegu eyjunum í skerjagarðinum.“ Vorkvöld við smábátahöfnina við Ålsten í Bromma.“

„Yndislegur skíðastaður er í Romme, 250 km norðvestur af Stokkhólmi.“

Útivistarparadísin Stokkhólmur

Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, verkefnastjóri innan mannauðsstjórnunar hjá Spotify, er búsett í Bromma í Stokkhólmi ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir að Stokkhólmur sé ein útivistarparadís með fjölmörgum útivistarsvæðum bæði mitt inni í borginni sem og rétt fyrir utan. „Stokkhólmur liggur við Mälaren og svo er yndislegi skerjagarðurinn hér rétt fyrir utan. Mikið skóglendi er allt í kringum borgina en einnig má finna myndarlega skóga inni í miðri borg og í um það bil tveggja tíma akstursfjarlægð má finna gæsilegar skíðabrekkur. Það er auðvelt er að finna afþreyingu fyrir breiðan aldurshóp á útvistarsvæðum hérna,“ segir Ingibjörg en saman eiga hún og Johnny sambýlismaðurinn hennar fimm börn á aldrinum 3-21. „Íbúar Stokkhólms eru mikið útivistarfólk, nota fallegu útivistaperlurnar sínar óspart og það er

68 / VIKAN

erfitt að verða ekki fyrir áhrifum þeirra menningar. Á veturna eru skíðin vinsælust, bæði göngu- og svigskíði. Skautahlaup er líka vinsælt því hér frjósa flestöll vötn á veturna. Á sumrin er mikil bátamenning og finna má óteljandi smábátahafnir um alla borg. Skógarnir eru einnig gríðarlega vinsælir, bæði fyrir léttar gönguferðir en eining til að hjóla um á utanvegahjólum. Þjóðgarðurinn í Tyresö er til dæmis yndisleg náttúruparadís rétt utan við Stokkhólm. Svíar baða sig líka mikið í vötnunum á sumrin og það má finna baðstaði um alla borg.“

„Norðan við Stokkhólm liggur Erken sem er fallegt vatn með miklu skóglendi. Þar er yndislegt að ganga um og tína ber á haustin.“



FLOTT OG GOTT

Ilmum dásamlega

Prada Luna Rossa Carbon er fersk viðbót við hina stöðugt vaxandi Luna Rossafjölskyldu. Þessi dásamlegi herrailmur er blanda af grænum sítrusávöxtum bergamótplöntunnar, viðar- og pipartónum og amber. Karlmannlegur, ferskur og kynþokkafullur ilmur.

UMSJÓN: RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR MYND:ALDÍS PÁLSDÓTTIR

Black Opium Floral Shock er nýjasta ilmvatnið í Black Opiumlínu Yves Saint Laurent. Það er blómlegra en hin ilmvötnin með hjarta úr blómum hinnar gullnu gardeníu, appelsínu- og sólblóm ásamt ferskleika sítrónu, bergamót og peru. Ilmurinn lokast svo með ísuðu kaffi, hvítum moskusilmi og amber.

70 / VIKAN

Paco Rabanne Invictus er kröftugur, lifandi og freistandi herrailmur sem angar meðal annars af líflegum viðartónum, appelsínublómum og amber.

Terracotta Jolies Jambes frá Guerlain er litað létt húðkrem með ferskum ilmi sem gefur húðinni sólkyssta áferð og jafnar út minniháttar ójöfnur. Veitir fótleggjunum fallega áferð þú verður öruggari með þig. Helst allan daginn og fæst í tveimur litatónum.

Paco Rabanne Olympéa er ferskur og nútímalegur dömuilmur með keim af vanillu, appelsínublómum og hvítum pipar.



Hin áður stálminnuga Paula Wolfert reynir halda aftur af Alzheimer með mat.

Konan sem kynnti heiminum

tagínuna

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Þegar Paula Wolfert var upp á sitt besta vakti hún undrun og aðdáun meistarakokka um allan heim fyrir óbrigðult minni og ótrúlegt bragðskyn. Í dag þjáist Paula af Alzheimer en hún og eiginmaður hennar gerðu sér grein fyrir að eitthvað mikið var að þegar hún mundi ekki lengur hvernig gera átti ommelettu. Fyrir fjórum árum kom út bók um þessa merku og konu og frábæra matreiðslubókahöfund.

og melónum af móður sem var alltaf í megrun og hafði engan áhuga á mat,“ sagði hún síðar í viðtali. „Ég naut hverrar mínútu af námskeiðinu og hafði mun meira gaman af því en skólanáminu.“

Í hippanýlendu í Tangier

Dione Lucas var þekktur matreiðslumaður á sinni tíð og einkum fræg fyrir einstaklega góðar ommelettur. Í kjölfarið gerðist Bandaríkjamanna og þá ekki síður hvernig Paula aðstoðarmaður Dione og réð sig ókin heitir Unforgettable: Bold þeir líta á mat. Þær hittust fyrst fyrir síðan í nokkur matreiðsluverkefni sem Flavours From a Renegade rúmum fjörutíu árum þegar Emily var James Beard útvegaði henni. Henni fannst Life eða Ógleymanleg: Djarft send til Marokkó til að taka viðtal við hún algerlega misheppnaður kokkur og bragð úr lífi uppreisnarseggs. Paulu. þess vegna samþykkti hún að flytja til Höfundurinn heitir Emily Kaiser Thelin Paula Wolfert fæddist í Brooklyn árið Marokkó með fyrri manni sínum Michael og er blaðamaður. Hún vildi með bókinni 1938. Hún stundaði nám í ensku við Wolfert. Þau settust að í Tangier í lítilli vekja athygli á þessum merka höfundi Columbia-háskóla. Móðir hennar gaf hippanýlendu bandarískra rithöfunda og sem hún telur að hafi aldrei notið sömu henni matreiðslunámskeið hjá Dione tónlistarmanna. Hún var hluti af hinni viðurkenningar og Julia Child og Jaques svokölluðu „beat-kynslóð“. Jack Kerouac Pépin. Samt sem áður telur Emily að Paula Lucas að gjöf og Paula gersamlega heillaðist. „Ég var alin upp á kotasælu var vinur hennar og Allen Ginsburg sagði hafi átt stóran þátt í að breyta mataræði

B

72 / VIKAN


Bókin um marókkóskan mat sem sló í gegn um allan heim.

„Þau settust að í Tangier í lítilli hippanýlendu bandarískra rithöfunda og tónlistarmann. Hún var hluti af hinni svokölluðu „beatkynslóð“. Jack Kerouac var vinur hennar og Allen Ginsburg sagði henni að hún hefði fallega leggi.“

Paula Wolfert kynnti heiminn fyrir tagínunni.

henni að hún hefði fallega leggi. Flestir þar gerðu tilraunir með margvísleg eiturlyf og yfirleitt var einhvers konar drama í gangi. Paula fann hins vegar hugarró á mörkuðunum þar sem litríkt krydd, ótal gerðir grænmetis og korntegunda þöktu söluborðin. Þar komst hún einnig í kynni við ríkulega matreiðsluhefð landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og aftur kviknaði ástríðufullur áhugi. Hennar fyrsta bók hét Couscous and Other Good Foods from Morocco. Fyrir þremur árum greindist Paula með Alzheimer en læknar telja að líklega hafi hún verið farin að sýna merki um sjúkdóminn fyrr. Hún hefur leitast við að takast á við þennan erfiða sjúkdóm á sama hátt og allt annað í lífi sínu, með því að afla eins mikilla upplýsinga um hann og hún getur og finna mataræði sem getur unnið gegn framgangi hans.

Sjálf segir Paula að sig hafi verið farið að gruna fyrir mörgum árum að eitthvað væri ekki í lagi. Stundum hafi hún verið að lesa og ekki skilið orðin sem blöstu við henni á síðunni, flóknar setningar hefðu orðið merkingarlausar og tekið langan tíma að vinna úr. Hún hafði einnig ávallt notið þess að taka þátt í fjörugum umræðum en smátt og smátt fann hún að æ erfiðara var fyrir hana að halda þræði á slíkum stundum og það kom fyrir að hún þagnaði og gat ekki haldið áfram.

Gat ekki eldað ommelettu

Í gegnum tíðina hafði hún einnig verið svolítið ímyndunarveik þannig að enginn tók þessa tilfinningu hennar alvarlega, enda einkennin svo smávægileg að fáir töldu að þau bentu til alvarlegs heilsubrests. Dag nokkurn þegar hún ætlaði að búa til ommelettu handa seinni

manni sínum, glæpasagnahöfundinum William Bayer, varð hún að spyrja hann hvernig hún ætti að fara að. Þessi kona sem eitt sinn hafði gengið til hins þekkta franska meistarkokks Jean Louis Palladin og sagt honum að hann hefði ekki saltað réttinn sinn nóg á núna erfitt með að finna mun á bragði pekanhneta og valhneta. Hún getur heldur ekki fundið lykt af brennandi mat. Þegar hún steikir sveppi þarf hún að treysta á sjónina til að vita hvort þeir eru tilbúnir því lyktarskynið hefur alveg brugðist henni. Hún talaði eitt sinn átta tungumál en nú getur hún eingöngu tjáð sig á ensku og orðaforðinn þar minnkað um að minnsta kosti 40%. „Ég ætla sannarlega ekki að gráta það,“ sagði hún í nýlegu viðtali. „Fyrri maður minn skildi mig eftir eina í Marokkó með tvö lítil börn og 2000 dollara. Ég grét þá í tuttugu mínútur en hugsaði svo: Þetta á ekki eftir að hjálpa neitt.“

73 / VIKAN


Paula í eldhúsinu þar sem hún kann best við sig.

Ævisaga Paulu með uppskriftum og umfjöllun um mat kom nýlega út. Þar er finna allt um það mataræði sem hún notar til að hægja á minnisglöpunum.

„Hún getur heldur ekki fundið lykt af brennandi mat. Þegar hún steikir sveppi þarf hún að treysta á sjónina til að vita hvort þeir eru tilbúnir því lyktarskynið hefur alveg brugðist henni.“

Og að þeirri hugsun slepptri bretti hún upp ermar og hóf að vinna að því að finna lausnir. Þetta var árið 1969 og fyrsta bókin að fæðast. Það var svo þremur árum seinna að hún skrifaði undir útgáfusamning og eftir það var framtíðin ákveðin. Næstu ár fóru í kanna matreiðsluhefðir og mat í öllum heimshornum. Alla sína starfsævi lagði hún upp í könnunarleiðangra full áhuga og djúprar löngunar til að skilja. Hún var í stöðugri leit að nýjum landsvæðum og uppskriftum sem þar væri að finna. Í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og byrjun þess áttunda dvaldi hún í suðvestur Frakklandi og starfaði með André Daguin að því að skrásetja uppskriftir og aðferðir við að nýta þau hráefni sem einkenndu þetta landssvæði. Bók þeirra,

74 / VIKAN

The Cooking of Southwest France, kynnti fyrir Bandríkjamönnum rétti eins og confit og cassoulet. Næst hélt hún upp í fjöllin í Mið-Asíu og niður á slétturnar til að kynna sér einnig hvernig sveitakonur í Suður-Evrópu og Tyrklandi elduðu.

berjum og grænmeti. Matinn kryddar hún með túrmeriki, kanil og notar eggaldin sem meðlæti með flestu. Notaði þekkinguna á mat Matseðilinn setti hún saman eftir Þegar Alzheimer-sjúkdómurinn bankaði mikla heimildavinnu þar sem hún leitaði upp á hafði hún því alla þá þekkingu upplýsinga víða í bókum og á Netinu. sem til þurfti til að setja saman matseðil Að auki talaði hún lengi við lækna sína ætlaðan til að hægja á framgangi og aðra sérfræðinga. Þótt það hafi ekki minnisglapanna. Á morgnana drekkur endilega verið ætlunin hefur Paula grennst hún kaffi blandað smjöri úr kúm sem aðeins hafa nærst á grasi. Eftir hádegisverð heilmikið eftir að hún breytti mataræðinu og finnst hún líta óvenjulega vel út. borðar hún nokkra bita af dökku Ævisaga hennar fjallar enda líka mikið um súkkulaði sem hún er fullviss um að þessa nýju matreiðsluhefðir og er full af auki heilastarfsemina. Þess utan borðar góðum uppskriftum. hún lítið af kolvetnum en mikið af laxi,


ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!

t t ý N

Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐI

HUNANGS OG SÍTRÓNUBRAGÐI

APPELSÍNU BRAGÐ SYKURLAU

APPELSÍNUBRAGÐ SYKURLAUST

Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Strefen-A4.indd 1

31/01/17 14:12


lífsreynsla

Við bræðurnir skuldum vegna foreldra okkar Ég er elstur þriggja bræðra. Pabbi hafði mikinn áhuga á öllum vélum og smitaði okkur af dellunni. Allt frá því ég var fjögurra ára gamall hef ég gert við hjól, bíla, vélsleða og fleiri græjur. Um fermingu hét ég því að kaupa mér bíl strax og ég fengi bílpróf. Þegar að því kom fékk ég leyfi foreldra minna til þess og mamma skrifaði upp á lán fyrir mig. Það var upphafið af ógæfu minni og bræðra minna.

B

ílskúrinn heima var alltaf fullur af alls konar dóti. Pabbi gerði upp ótal mótorhjól fyrir vini og kunningja og hann var alltaf með einhverja bíla í viðgerð. Pabbi var algerlega sjálflærður en hafði alltaf langað að læra bifvélavirkjun eða eitthvað þvíumlíkt. Hann hvatti okkur þess vegna til þess að læra. Þegar ég fermdist tók ég alla fermingarpeningana mína og lagði þá inn á bók. Ég sagði pabba og mömmu að ég væri að safna mér fyrir bíl. Allir voru óskaplega hrifnir af þessu framtaki mínu og ég fékk mikið hrós. Það varð til þess að ég lagði inn alla þá peninga sem mér áskotnuðust til að sýna að mér væri full alvara. Loks kom að því að ég náði aldri til að læra á bíl. Mamma og pabbi styrktu mig til að taka bílprófið og svo kom að því að taka út sjóðinn og kaupa bíl. Pabbi þræddi með mér bílasölurnar en ég hafði engan áhuga á litlu Toyotunum sem hann benti á. Það eina sem ég sá voru stórir jeppar og loks varð draumabíllinn á vegi mínum. Þetta var eldgamall jeppi, upphækkaður og breyttur með stórum kösturum að framan. Þennan bíl vildi ég og ekkert annað.

„Næsta ár barðist fjölskyldan við að halda haus og við reyndum öll að leggja okkar af mörkum til að halda öllu gangandi. Dómar féllu og bróðir minn fékk einhverja leiðréttingu en lánið var enn mjög hátt og hann, eins og ég, hætti námi og fór að vinna til að standa í skilum.“

Pabbi og mamma leyfðu það en ég varð alveg brjálaður. Benti þeim á hvernig hefði farið fyrir mér og ég væri með lán á bakinu þótt ég hefði ekki verið orðinn fjárráða þegar það var tekið. Ég sagði þeim að skynsamlegra væri að hvetja bróður minn til að halda áfram í námi og kaupa sér bíl þegar því væri lokið. Pabbi og mamma sögðu mér að þetta kæmi mér ekki við. Og strangt til tekið var það rétt. Bróðir minn þræddi bílasölurnar með pabba og að þessu sinni var keyptur þokkalegur fólksbíll. Enn minni sjóður en minn var til í bankanum að þessu sinni svo aftur skrifaði mamma upp á bílalán fyrir strákinn sinn. Að þessu sinni lán í erlendri mynt. Þau voru svo hagstæð. Nokkrum mánuðum seinna hrundu bankarnir á Íslandi og bílalán bróður míns margfaldaðist. Þetta var hræðilegur tími. Þótt allar eigur foreldra minna hefðu verið teknar fjárnámi hefði það ekki dugað til. Bróðir minn hafði heldur enga möguleika á að greiða þetta jafnvel þótt hann færi að vinna eins og ég. Næsta ár barðist fjölskyldan við að halda haus og við reyndum öll að leggja okkar af mörkum til að halda öllu gangandi. Dómar féllu og bróðir minn fékk einhverja leiðréttingu en lánið var enn mjög hátt og hann, eins og ég, hætti námi og fór að vinna til að standa í skilum. Á sama tíma og við bræðurnir komumst fyrir vind með skuldir okkar varð sá yngsti sautján ára og hvað haldið þið. Enn og aftur vildi bílprófsdrengurinn kaupa sér bíl og enn og aftur sögðust foreldrarnir ekki geta staðið á móti óskum hans.

vinirnir að fara í torfæruakstur uppi á fjöll rétt fyrir utan bæinn. Við keyrðum upp malarhóla og út á slóðir sem voru vægast sagt holóttar og erfiðar. Allt í einu heyrðist hár smellur og eftir það þungt högg. Bíllinn hrundi niður að framan og upp gaus þung og skrýtinn lykt. Við fórum út og sáum að annað framdekkið hafði brotnað undan bílnum og hann hvíldi á öxlinum. Hann hafði drepið á sér og ég prófaði að koma honum aftur í gang en hann startaði ekki. Við hringdum í pabba og hann kom og sótti okkur. Daginn eftir keypti ég dráttarbíl Draumabíllinn reyndist martröð til að sækja bílinn. Hann var dreginn heim Pabbi reyndi eitthvað að malda í móinn til okkar og pabbi fór að skoða. Í ljós kom að en ég sá að honum fannst bíllinn flottur líka. Hann benti mér þó á að þessi bíll væri upphækkunin á bílnum var algjört fúsk og líklega þess vegna sem hjólabúnaðurinn að ekki eins góður í endursölu og fólksbíll framan gaf sig. Vélin var einnig úrbrædd og og hann væri gamall og því líklegur til pabbi mat hana ónýta. Ég sat því uppi með að bila. Ég sagði honum að ég yrði nú ekki í vandræðum með að gera við ef það stórt lán en ekkert veð lengur. Næstu daga tókum við pabbi bílinn í sundur og seldum gerðist. Pabbi vildi taka bílinn heim og fara yfir hann en bílasalinn sagði okkur að þá varahluti úr honum sem heillegir voru. þegar væri búið að gera tilboð í hann sem Það gerði mér kleift að borga aðeins inn á lánið sem mamma hafði tekið í mínu nafni. eigandinn ætlaði að taka þannig að ef ég hefði áhuga yrði ég að láta vaða strax. Og Hún gerði mér hins vegar grein fyrir að hún „Lærið af reynslunni“ gæti ekki greitt þetta og ég varð því að hætta Nú vorum við tveir sem lögðumst á það gerði ég. Tilboðið var mun hærra en sú upphæð sem ég átti í bankanum svo ég í menntaskóla til að vinna fyrir láninu. árarnar. Við reyndum allt til að telja fór til mömmu og bað hana að taka lán svo foreldrum okkar hughvarf. Spurðum ég gæti keypt bílinn. Hún gerði það. hvort þau ætluðu virkilega ekki að læra af Sami hringurinn Og svo var ég kominn með bílinn í Tveimur árum síðar varð yngri bróðir reynslunni. Ófjárráða börn ættu ekki að fá hendurnar. Ég fór strax út að keyra fyrsta minn sautján ára. Hann heimtaði þá að að taka lán til bílakaupa. Það lægi ekki á að kvöldið og daginn eftir ákváðum við fá að kaupa sér bíl eins og ég hafði gert. eignast bíl og nám ætti að ganga fyrir öllu

76 / VIKAN


„ Ég veit hins vegar að ég mun aldrei leyfa ófjárráða börnum mínum að taka lán sama í hvað þau ætla peningana.“

öðru. Við létum báðir í ljós óánægju okkar með að þau hefðu ekki reynt að hafa vit fyrir okkur. Ég gekk svo langt að segja við þau að þau hefðu einfaldlega átt að banna okkur þessa vitleysu. Ég var þarna orðinn rúmlega tvítugur og hafði enn ekki lokið neinu námi. Ég hafði að vísu náð að borga upp lánið nokkrum vikum fyrr en enn vantaði töluvert upp á að ég hefði efni á að flytja að heiman, hvað þá að hefja nám. Ég var samt ákveðinn í að ég skyldi læra eitthvað. Miðbróðirinn var enn á kafi í sinni skuld og sá ekki fram úr afborgunum. Við reyndum að benda yngsta bróður okkar á þetta en honum fannst við ósanngjarnir að ætlast til að hann þyrfti að bíða þegar við hefðum fengið að kaupa bíla strax. Úr varð að yngsti bróðir minn keypti sér gamlan sportbíl. Lánið sem hvílir á honum verður ekki uppborgað fyrr en bróðir minn er tuttugu og fjögurra ára ef ekkert óvænt hendir. Ég vona sannarlega að meiri gæfa fylgi hans bílaviðskiptum en okkar hinna og enn hefur ekkert leiðinlegt gerst. Yngsti bróðir minn vinnur með skólanum, býr heima og borgar þannig afborganirnar. Ég veit hins vegar að ég mun aldrei leyfa ófjárráða börnum mínum að taka lán sama í hvað þau ætla peningana. Börn eiga að einbeita sér að námi og framtíð sinni ekki að vera bundin afborgunum af lánum.

Enn mýkra skyr en áður Kolvetnaskert og bragðgott

Tvær nýjar bragðtegundir hafa litið dagsins ljós í Skyr.is vöruflokknum en um er að ræða Skyr.is með jarðarberjaböku og Skyr.is með crème brûlée. Báðar tegundirnar eru kolvetnaskertar og prótínríkar en það sem gerir þær eilítið frábrugðnar hinum í flokknum er að þær innihalda 2% fitu sem gerir skyrið enn mýkra en hefðbundið fitulaust skyr – en jafnhollt. Á undanförnum árum hafa vinsældir skyrs á Íslandi aukist til muna og íslenskir neytendur verið duglegir að kalla eftir nýjum og spennandi bragðtegundum. Mikið starf hefur verið lagt í vöruþróun hjá Mjólkursamsölunni sem hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur síðustu misseri sett á markað nokkrar nýjar bragðtegundir í Skyr.is línunni. Hver dós af kolvetnaskertu Skyr.is inniheldur innan við 5 g af kolvetnum í hverjum 100 g og því óhætt að segja að Skyr.is flokkurinn sé frábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna og hentar fullkomlega sem morgunmatur eða millimál. Það er auðvelt að þekkja kolvetnaskerta skyrið frá öðrum tegundum en þú þekkir það á rauðu röndinni sem liggur niður eftir dósinni og glæru lokinu. Skyr.is með jarðarberjaböku og Skyr.is með crème brûlée eru spennandi nýjungar og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana sem hægt er að njóta með góðri samvisku. 77 / VIKAN


krossgáta

Krossgáta Vikunnar Sendið lausnarorðið fyrir 19. apríl 2017, ásamt nafni ykkar og heimilisfangi, til Vikunnar, á vikan@birtingur.is eða í bréfi merktu: Vikan 14. tbl. 2017 Lyngási 17 210 Garðabæ 78 / VIKAN

Krossgátuverðlaun

Vögguvísa

Einn heppinn þátttakandi fær bókina Vögguvísa eftir Carin Gerhardsen. Kona og tvö ung börn eru myrt á heimili sínu í Stokkhólmi. Engar vísbendingar finnast og spurningarnar hrannast upp. Hvers vegna hefur faðir barnanna engin samskipti við fjölskyldu sína? Hvernig hafði filippseysk kona efni á rándýrri íbúð? Er svörin að finna í löngu liðnum atburðum í sænskum smábæ. Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir. Útgefandi: JPV útgáfa.

Vinningshafi í 12. tbl. 2017

Valgerður Karlsdóttir Bakkastöðum 167 112 Reykjavík Lausnarorð: ÝLFRAR Valgerður fær senda bókina Sykurpúðar í morgunverð eftir Dorothy Koomson í þýðingu Höllu Sverrisdóttur sem JPV útgáfa gefur út.


79 / VIKAN


orðaleit HREYFING / ÍÞRÓTTIR

F L U B B E R V A R A D E R S A F S S

E L U R G A S H E R T I N D P S N A E

R D V E R G E N T S A G E H U E U T R

D D A L P O I U R E T R E S A T G R T

E R E T E R F A R D E A H K L R G E S

R L O B U F R Ö K K Ö T S Á H A H H F

Finndu 15 orð af 16 þau eru lárétt og lóðrétt, á ská eða afturábak.

T A R F H R A K I E L A F E N H Ö G L

sudoku þrautir

80 / VIKAN

H S E R I H E T E F J K F R E R G T O

G E T E T I R N R E S G E H F E U R I

I R E T L F U F O J E Y E H A J R E P

O T R A O G D A Ó T G E K R L R Ð J E

L T F S B Y L S J T N J T U E T U I O

P S A A U T A Y H A B I H R I E R R U

A A R G F E D D F S G O M Y K G J E Y

T K H E R R Y E E T J N L D A J E D T

R T R H Ö E S R F A I J A T A T A F R

E Ó H R K S N D A R H N G G I B R T G

G J D H A J E J S E E I G D L A H R H

A P H V H R H G A F F J G A S L T E J

S S K O K K Ö T S A Ð Í K S R A A S R

T S S A R A G E H R J R J O F K R J H

G U S E R E T U T R F G O K S I L H F

S N T S F I T F E R A T F A R E S I M

H D A R E D H H E K I T D F A S E R T

BADMINTON BLAK FJALLGANGA FÓTBOLTI HÁSTÖKK HLAUP HNEFALEIKAR KEILA KÖRFUBOLTI LYFTINGAR SKÍÐASTÖKK SKOKK SKVASS SPJÓTKAST SUND TENNIS ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI AÐ FINNA. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?


ALLTAF VELKOMIN

RÉTTU DEKKIN! Réttu dekkin draga fram bestu eiginleika bílsins og veita hámarks öryggi við misjöfn akstursskilyrði. Fáðu ráðleggingar fagmanna okkar við val á réttum dekkjum fyrir þig.

Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045

Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110

Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210

Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600

Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333

nesdekk.is

561 4200


STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN

21. mars – 19. apríl Hrúturinn finnur fyrir aukinni orku og krafti nú á vormánuðum. Hann byrjar á einhverju nýju sem mun færa honum mikla ánægju. Hugsanlega er þetta nýtt áhugamál en einnig gæti verið að Hrútar væru að endurnýja ástríðu sína fyrir einhverju sem veitti þeim mikla ánægju áður. Fjölskyldan nýtur samveru og gleði og félagslífið verður fjörugra en það hefur verið lengi. Happadagur: 9. apríl Happatala: 1

KRABBINN

21. júní – 22. júlí Vinnan er í forgrunni hjá Krabbanum núna. Hann hefur tekið á sig aukna ábyrgð og finnur fyrir álaginu. Hann er samt sem áður mjög sáttur við þá stefnu sem líf hans hefur tekið. Krabbinn er metnaðarfullur og vill ávallt gefa allt í það sem hann tekur sér fyrir hendur. Boð í veislu berst og það verður mjög skemmtileg upplifun og líklegt er að ýmsir draumar muni rætast á næstu vikum. Happadagur: 12. apríl Happatala: 7

VOGIN

23. september – 22. október Ekkert fæst án fyrirhafnar og Vogin á eftir að finna fyrir því núna að hún þarf virkilega að vinna fyrir öllu. Þær ættu að nýta sér hæfileika sína til að fá aðra í lið með sér og virkja vini og ættingja sér til hjálpar. Venus er á leið inn í hús Hrútsins í stjörnukorti þínu og það mun draga úr álagi sem verið hefur á ástarsamböndum og opna hjörtun fyrir mildari og betri tilfinningum. Happadagur: 14. apríl Happatala: 6

STEINGEITIN

22. desember – 19. janúar Steingeitin kýs að blása í glæður eldanna heima fyrir um þessar mundir. Hún mun leggja mikla rækt við sína nánustu og reyna að skapa gleði og samhug í fjölskyldunni. Það fer þó ekki hjá því að hún finni fyrir að dagana er tekið að lengja og hún mun opna hug sinn fyrir nýjum hugmyndum og mögulegum breytingum á ýmsum sviðum. Henni finnst eins og loks hafi verið dregið frá öllum gluggum og birtunni hleypt inn. Happadagur: 11. apríl Happatala: 6

82 / VIKAN

NAUTIÐ

20. apríl – 20. maí Ákveðin ró er yfir Nautum núna. Þau kjósa að slaka á og njóta fremur en að vera skipuleggjendur og gerendur. Þetta er nýtt hlutverk hjá þeim því yfirleitt eru Nautin þær manneskjur er standa fremstar í flokki og tryggja að allir aðrir skemmti sér og hafi það gott. Þessi nýja kyrrð er tilkomin vegna þess að fólkið í kringum Nautin hefur loksins áttað sig á að það þurfi líka að taka ábyrgð og vinna. Happadagur: 11. apríl Happatala: 5

LJÓNIÐ

23. júlí – 22. ágúst Ljón hafa fundið jafnvægi að nýju eftir tíma mikilla breytinga. Þau hafa þurft að endurskoða margt en líkt og ávallt gerist við slíkt, komist að því að mörgu var ofaukið í lífi þeirra og hægt að einfalda marga hluti. Ferðalöngun grípur hið annars rólega Ljón og það fer í bæði langar og stuttar ferðir. Gamlir vinir banka upp á og endurnýja kynnin. Það veitir Ljónum mikla gleði. Happadagur: 11. apríl Happatala: 8

SPORÐDREKINN

23. október – 21. nóvember Vorhreingerning stendur fyrir dyrum hjá Sporðdrekum. Þeir vilja setja sér ný markmið og taka upp nýja siði. Nú verður því ekki bara tekið til í skápum, geymslum og kirnum heldur verður lífsstíllinn endurskoðaður. Með þessu vilja þeir auka vellíðan sína og einbeita sér að hinum raunverulegu verðmætum lífsins fremur en að eltast við það sem mölur og ryð getur grandað. Happadagur: 13. apríl Happatala: 2

VATNSBERINN

20. janúar – 18. febrúar Forvitni og samskipti eru þau orð sem best lýsa lífi Vatnsbera núna. Þeir munu án efa skrá sig á spennandi námskeið eða finna aðrar leiðir til að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Þeir eiga einnig mjög auðvelt með að fá aðra til að hlusta á hugmyndir sínar og hjálpa til við að hrinda þeim í framkvæmd. Þetta mun einnig koma sér afskaplega vel í einkalífinu og skapa meiri eindrægni í nánum samböndum. Happadagur: 16. apríl Happatala: 9

TVÍBURARNIR

21. maí – 20. júní Samvinna er lykilorð í lífi Tvíbura um þessar mundir. Þeir munu þurfa að taka höndum saman við aðra á mörgum sviðum til að ná að ljúka verkefnum sem bíða. Í eðli sínu eru þeir hvetjandi og félagslyndir og eiga því auðvelt með að fá aðra með sér. Margar hendur vinna létt verk og fyrr en varir sér fyrir endann á þessum verkum, samhugurinn sem ríkir meðal samstarfsmanna á eftir að gefa af sér áfram. Happadagur: 14. apríl Happatala: 9

MEYJAN

23. ágúst – 22. september Meyjur hafa mikla þörf fyrir að draga sig í hlé og ígrunda stöðu sína þessa dagana. Þær vinna best einar og sjálfstæði þeirra er mikið svo hér er ekki eingöngu um afslöppun að ræða heldur einnig drög að markmiðssetningu fyrir næstu skref. Sambönd dýpka við þetta og einhleypar Meyjur geta átt von á að samband sem þær voru jafnvel búnar að gefa upp á bátinn gangi í endurnýjun lífdaga. Happadagur: 17. apríl Happatala: 3

BOGMAÐURINN

22. nóvember – 21. desember Bogmaðurinn þarf að hafa sig allan við á næstu vikum. Hann lendir í einhvers konar samkeppni á vinnustað og verður að taka á honum stóra sínum. Bogmenn eru frumkvöðlar í eðli sínu og þeir sem oftast benda á nýjar og hagkvæmari leiðir til að gera hlutina. Þeim finnst þeir ekki mæta skilningi þegar þeir viðra hugmyndir sínar núna en það mun breytast fljótt. Happadagur: 18. apríl Happatala: 4

FISKARNIR

19. febrúar – 20. mars Skipulag og regla eru þau orð sem lýsa best lífi Fiska um þessar mundir. Það eru einkum fjármálin sem þeir þrá að koma skikki á. Fólk í þessu merki hefur þörf fyrir öryggi og er orðið leitt á þeirri orku og tíma sem fer í að hafa áhyggjur af efnahag sínum. Þess vegna ákveður það að taka öll slík mál til endurskoðunar, gera áætlun um sparnað og finna leiðir til að auka tekjurnar. Happadagur: 10. apríl Happatala: 3


Heilbrigð þarmaflóra – grunnurinn að góðri heilsu

Nýtt og sterkara PRÓGASTRÓ

- Inniheldur 15 milljarða góðgerla - Ráðlagður dagskammtur: 1 hylki á dag - 2ja mánaða skammtur í glasinu

Prógastró GULL Gall- og sýruþolnir mjólkursýrugerlar með asídófílus sem margfaldar sig í þörmunum.


Er maginn í steik? H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 7 1 1 0 2 1

Omeprazol Actavis

– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Omeprazol Actavis, 20 mg magasýruþolin hörð hylki, innihalda virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Lyfið er ætlað til inntöku og er mælt með því að hylkin séu tekin að morgni, fyrir máltíð (svo sem morgunverð) eða á fastandi maga. Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni. Hylkin má hvorki tyggja né mylja. Þetta er vegna þess að hylkin innihalda húðuð korn sem hindra niðurbrot lyfsins í magasýrunni. Mikilvægt er að skemma ekki kornin. Ráðlagður skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækni ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2-3 daga samfellt áður en einkennin réna. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.