Heilsan 1.tbl 2013

Page 1

Heilsan Hugo Þórisson:

„Því miður virðist uppeldi í dag oft vanta stofninn“

líkami

FEBRÚAR þitt eintak 1. tbl. 2013

frítt

Vala Rún, sextán ára, skautadrottning sem segir þetta allt snúast um að skipuleggja sig fram í tímann

Sigvaldi Kaldalóns:

„Þegar maður áttar sig á hvað maður hefur breytt miklu á síðustu árum þá er þetta bara einn stór sigur“

Matthías Sigurðarson:

Skellum okkur á skíði! HVAR og

hvenær SEM ER!

„Það verður allt betra ef maður er með bros á vör“

Er ástin geðveiki?

HREYFING • HAMINGJA • TÓMSTUNDIR • UMHYGGJA • UPPELDI



efnisyfirlit

10 6 MOLAR 8 HEIMATILBÚIN FEGURÐARRÁÐ 10 VALA RÚN SVÍFUR UM SVELLIÐ 14 FEGURÐ OG DEKUR 18 PARKOUR SLÆR Í GEGN 20 HREYFING OG HAMINGJA 22 TÓMSTUNDIR BARNA 26 MATTHÍAS TANNLÆKNIR 28 HOLLRÁÐ FYRIR TENNURNAR 34 NJÓTTU LÍFSINS 36 ÍÞRÓTTAFÖT OG FYLGIHLUTIR

Hjá Völu Rún skautadrottningu geta dagarnir verið ansi langir og eins og svo margir sem hafa mörgum verkum að sinna segir hún lífið snúast um að skipuleggja sig fram í tímann.

38 SKIPULAGIÐ 40 SÓLVEIG VERÐUR SÖDD ÁN SAMVISKUBITS 44 SKÍÐASVÆÐI ÍSLANDS 46 SVALI PLANAR LÍFIÐ MEÐ SKIPULÖGÐU KAOSI 52 HUGO SÁLFRÆÐINGUR OG AÐALATRIÐIN Í UPPELDI 54 HVAR OG HVENÆR SEM ER ... 58 ER ÁSTIN GEÐVEIKI?

40SólveigGuðmundsdóttir ,,Útihlaup er númer eitt fyrir mig til að ná fókus og því fylgir vellíðan.”

60 AÐ HÆTTI GESTGJAFANS 62 HEILSUHORNIÐ 64 ÞAÐ SKILUR MIG ENGINN! TÖKUMST Á VIÐ UNGLINGSÁRIN SAMAN 66 HEILSAN Í GEGNUM TÍÐINA

46SvaliKaldalóns ,,Þegar maður áttar sig á hvað maður hefur breytt miklu á síðustu árum þá er þetta bara einn stór sigur í rauninni.” Heilsan 3


ritstjóraspjall

Sól,sól skín á mig Mikil gleði sem það er þegar sólin fer að skína örlítið lengur á okkur hér á Fróni, þegar maður er farinn að fá smávegis birtu og þarf ekki að skila af sér og sækja börn í skóla og leikskóla um hánótt, eða þannig er upplifun mín að minnsta kosti oft yfir hávetrartímann. Aðeins örfáir dagar eru eftir af þessum dimma janúarmánuði en þó verður að viðurkennast að við höfuðborgarbúar höfum verið mjög heppnir með veðurfar. Þannig fagna ég því að hafa ekki verið oft vot í fætur eftir slabb eða þurft að blása lífi í fingurna eftir að hafa gleymt vettlingum heimafyrir og þurft að eyða góðu korteri í að skafa af bílnum. Nú er það febrúarmánuður sem tekur við og margir telja hann erfiðasta og lengsta mánuð ársins. Kannski er það vegna þess að maður býst alltaf við að hann sé svo fljótur að líða en því miður eru þessir 28 til 29 dagar alltaf jafnlengi að líða. En hvað er þá til ráða? Jú, hvernig væri að leggja sig fram um að lífga upp á skammdegið? Jafnvel örsmáar breytingar, eins og að prófa að bursta tennurnar með hinni hendinni, geta örvað heilann og brotið upp rútínuna svo ég tali nú ekki um lestur góðrar bókar í stað þess að horfa á eitthvað í sjónvarpinu. Svo er það þetta með frestunaráráttuna sem hrjáir svo marga, í staðinn fyrir að fresta hlutum sem þú nennir ekki að gera –drífðu þá af, illu er nefnilega best aflokið.

Fyrir þetta tölublað Heilsunnar hittum við meðal annars tannlækni, skautastelpu, framkvæmdastjóra veitingastaðar og sálfræðing. Öllum virðist bera saman um það að skipulag er mál málanna og það er eitthvað sem ég þarf að taka mig á með. Þegar mörgum hlutum þarf að sinna og allt virðist bera upp á sama tíma þá er dagbókin nauðsynleg. Það rifjaðist einmitt upp fyrir mér í gær þegar ég klóraði mér í höfðinu og velti fyrir mér næstu vikum að það var þannig sem ég komst heil á geði í gegnum síðasta ár! Sólskinskveðja, Halldóra Anna Hagalín ritstjóri

Kristjana Sveinbjörnsdóttir, kiddy@birtingur.is. Sími: 515 5689 og 695 3169

Heilsan

þitt eintak

ERFISME HV R M

KI

U

Ritstjóri Halldóra Anna Hagalín Auglýsingastjóri Kristjana Sveinbjörnsdóttir, kiddy@birtingur.is. Sími: 515 5689 og 695 3169 Magna Sveinsdóttir, magna@birtingur.is. Sími: 515 5663 og 821 5563 Prentun Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja. Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

141

776

PRENTGRIPUR

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

4 Heilsan

Magna Sveinsdóttir, magna@birtingur.is. Sími: 515 5663 og 821 5563

BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Sölu - og markaðsstjóri: Árni Þór Árnason Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Rakel Ósk Sigurðardóttir Dreifingarstjóri: Jóhannes Kr. Kristinsson Blaðamenn: Benedikt Bóas Hinriksson, Erna Hreinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Kristín Ýr Gunnarsdóttir, Marta Goðadóttir,

Ólöf Jakobína Ernudóttir, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Sigríður Bragadóttir, Tómas Rizzo, Ljósmyndarar: Björn Blöndal, Ernir Eyjólfsson, Kristinn Magnússon Umbrot: Carína Guðmundsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir, Magnús Geir Gíslason Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir. Próförk: Guðrún Nellý Sigurðardóttir, Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet Áskriftardeild: Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir, Ólafur Valur Ólafsson Skrifstofa: Auður Guðjónsdóttir, Guðrún Helgadóttir Dreifing: Halldór Örn Rúnarsson


SPORTÍS MÖRKIN 6

108 REYKJAVÍK

S:520-1000

SPORTIS.IS


Hollt morgunkorn af íslenskum akri

Byggflögur Móður Jarðar eru nýr íslenskur valkostur í grauta, bakstur (brauð, lummur, vöfflur, kökur og kex), slátur, múslí, orkudrykki („boost“) og aðra matargerð. Hér er á ferð hollt morgunkorn af íslenskum akri. Gott er að rista flögurnar á þurri pönnu en það eykur bragðið í múslí og fleiri réttum. Byggflögurnar eru unnar úr bygginu eins og það kemur fyrir. Þær eru kaldvalsaðar og innihalda því trefjaefni, sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, úr hýðinu auk vítamína og steinefna. Þær hafa mjög lágan sykurstuðul og veita orku fyrir daginn úr flóknum kolvetnum. Bygg er allra korntegunda auðugast af trefjaefnum, bæði óleysanlegum trefjaefnum, sem eru mikilvæg fyrir meltinguna, og vatnsleysanlegum. Meðal vatnsleysanlegu trefjaefnanna eru beta-glúkanar en þeir geta lækkað kólesteról í blóði og dregið úr blóðsykursveiflum. Bygg er ríkt af andoxunarefnum, kalíum og magnesíum og inniheldur auk þess m.a. járn, B1-vítamín, B6-vítamín, kopar, sink og E-vítamín.

Hreinar og kraftmiklar snyrtivörur

Að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir leikkona en hún á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna. Þessar frábæru vörur sameina vönduð vinnubrögð, sérfræðiþekkingu og innblástur úr íslenskri náttúru. Sóley er hreykin af því að hafa náð að fanga magnaðan kraft vandlega valinna og villtra íslenskra, handtíndra jurta í einstakar blöndur sem varðveita gæði íslenskrar náttúru í bland við bestu fáanlegu hráefni. Í náttúrunni býr áhrifamáttur lækningarinnar og það sem við setjum á húð okkar er fæða fyrir húðina og næring. Á Íslandi eigum við því láni að fagna að eiga nóg af hreinu lofti og vatni en aðstæður hér eru einnig sérstæðar því talið er að efni í íslenskum lækningajurtum séu virkari en í jurtum sem vaxa á suðlægari slóðum. Þetta stafar af því að íslensk sumur standa stutt yfir og því þurfa jurtirnar að öðlast allan sinn kraft á örskömmum tíma til þess að lifa af veturinn. Allar vörur frá Sóley húðsnyrtivörum eru byggðar á kraftmikilli blöndu af t.d. íslensku birki, vallhumli og víði. Sóley húðsnyrtivörurnar eru lausar við tilbúin rotvarnar-, ilm- og litarefni, jarðolíur, parabenefni, paraffín, phthalates, propylene glycol, PABA, petrolatum, sem og önnur kemísk efni sem skaðað gætu manninn og náttúruna. Eingöngu lífrænt vottaðar jurtaolíur, eins og kókoshnetuolía, kvöldvorrósarolía og möndluolía, eru notaðar í framleiðsluna en þær eru án allra óæskilegra aukefna. Þess er einnig gætt að nota ekki efni sem prófuð hafa verið á dýrum og leitast við að nota aðeins lífrænt vottuð efni sé þess nokkur kostur. Sóley vörurnar eru framleiddar í Pharmarctica á Grenivík. Frekari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.soleyorganics.com.


molar

Ljósmyndasýningin Borderlines opnaði 26. janúar í Norræna húsinu og stendur yfir til 17. febrúar.

Sjónrænar sögur frá jaðri Evrópu

Í heilt ár unnu 12 ungir ljósmyndarar frá fjórum mismunandi löndum á landamærum Evrópu að ólíkum verkum í kringum þemað landamæri. Þetta þver-evrópska verkefni hlaut titilinn European Borderlines en löndin voru Ísland, Lettland, Portúgal og Tyrkland. Fulltrúar Íslands eru 3 ungar konur: Hallgerður Hallgrímsdóttir sem sótti Tyrkland heim og verk hennar eru sambland af myndum þaðan og frá Íslandi. Heiða Helgadóttir rannsakaði hamingjuna og leit fólks að henni, bæði á Íslandi og í Portúgal. Valdís Thor klippti saman myndir af sér og lettneskum karlmönnum sem bera sama nafn og hún, Valdis. Tilgangur Borderlines er meðal annars að skapa umræðu um samtímaljósmyndun og menntun í ljósmyndun í löndunum sem um ræðir. Einnig vekur verkefnið athygli á ungum og upprennandi ljósmyndurum og virkar sem stökkpallur fyrir áframhaldandi starf þeirra. Hér stígur fram ný kynslóð ljósmyndara sem sýna vel breidd miðilsins; hvernig ólíkar aðferðir, menningarheimar og hugmyndir hafa áhrif á notkun hans og hve frábrugðin fullunnin ljósmyndaverk geta verið. Sýningin í Norræna húsinu er sérstaklega styrkt af Canon, Nýherja og Reykjavíkurborg. Sýningin er á neðstu hæð hússins en útgáfa sýningarinnar í bókarformi verður til sölu í verslun Norræna hússins. Heimasíða verkefnisins: www.europeanborderlines.net.

Skíðanámskeið í Hlíðarfjalli 15.-17. febrúar 2013 Námskeiðið er byggt upp fyrir tvo markhópa: 1. Einstaklinga með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi. 2. Leiðbeinendur, skíðakennara og aðra sem áhuga hafa á skíðaiðkun fatlaðra. Dagskrá: Föstudagur 15. febrúar, klukkan 18-21:30. Fyrirlestur um helstu atriði sem þarf að hafa í huga þegar fólki með þroskahamlanir og fólki á einhverfurófi er kennt á skíði. Laugardagur 16. febrúar, 9:30-16:00. Sunnudagur 17. febrúar, 9:30-16:00. Þátttakendur á leiðbeinendanámskeiði aðstoða við kennslu fatlaðra þátttakenda Allir sem áhuga hafa geta komist á skíði og er fatlað fólk ekki undanskilið. Ef réttur búnaður og aðstoð er til staðar geta allir verið með. Skíðaiðkun er afþreying, styrkir sál og líkama og hentar allri fjölskyldunni. Það er því með stolti sem Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við Hlíðarfjall og NSCD, Winter Park Colorado, bjóða upp á skíðanámskeið fyrir einstaklinga með þroskahamlanir

og/eða röskun á einhverfurófi. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Sérstök áhersla er einnig á kennslu fyrir leiðbeinendur og aðra sem vilja læra að aðstoða fatlað skíðafólk. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins, Beth Fox, hefur kennt fötluðu fólki á skíði síðastliðin 25 ár. Hún er framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled (NSCD) sem sérhæfir sig í útivist fatlaðs fólks. Vanir íslenskir leiðbeinendur verða henni til aðstoðar. Þátttökugjald: 15.000 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er skíðakort fyrir helgina ásamt súpu í hádeginu á laugardag og sunnudag. Þátttakendur á leiðbeinendanámskeiði greiða ekki þátttökugjald en leggja fram aðstoð og taka þátt í að leiðbeina fötluðum þátttakendum. Staðfesta skal skráningar á netfangið: annak@isisport.is fyrir 8. febrúar. Takmarkaður fjöldi. Skrá þarf helstu upplýsingar um fatlaða þátttakendur og gefa upp símanúmer og netfang. Námskeið fyrir leiðbeinendur er fyrir þá sem vilja kynna sér þjálfun og skíðakennslu fatlaðra. Annað skíðanámskeið fyrir fatlaða einstaklinga verður 8.-10. mars. Nánar auglýst síðar.

Heilsan 7


útlit

Heimatilbúin fegrunarráð Oft og tíðum má sleppa við að kaupa dýrar snyrtivörur til að líta vel út því stundum má einfaldlega mixa kremin úr einföldu hráefni heima hjá sér.Á Netinu má gúggla ráð við nánast hverju sem er og hér má sjá nokkur bráðsniðug heimatilbúin fegrunarráð. Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Myndir: NordicPhotos úr vikunni

Heimagerð handsnyrting

Ilmvatnið helst lengur með vasilíni

Blandaðu saman einum bolla af heitu vatni og safa úr hálfri sítrónu. Láttu hendurnar liggja í blöndunni í fimm mínútur. Skolaðu hendurnar og þurrkaðu og ýttu naglaböndunum upp. Nuddaðu sítrónuberki fram og til baka eftir nöglunum og bónaðu svo með mjúkum klút.

Ilmvatn helst lengur á feitri húð heldur en á húð sem er þurr. Til að ilmvatnið haldist sem lengst þá er hægt að nudda mjög þunnu lagi af vasilíni á húðina áður en ilmvatninu er spreiað á hana. Þannig muntu ilma dásamlega tímunum saman.

Burt með bauga

Til að létta á bólgu og baugum í kringum augu er gott að setja poka með frostnum baunum undir augun. Agúrkusneiðar og blautir tepokar gera einnig sama gagn.

Naglalökkin í ísskápnum

Naglalökkin haldast mjúk og eru auðveld til notkunar ef þau eru geymd í ísskápnum og mött naglalökk skilja sig ekki. Ef naglalakk harðnar eða verður gúmmíkennt þá má mýkja það upp með því að setja flöskuna á pönnu með sjóðandi vatni. Naglalakkið verður eins og nýtt!

Heimatilbúinn maski gegn bólum

Hrærðu eggjahvítu með gaffli þar til hún verður froðukennd og berðu hana svo á andlitið. Láttu bíða í 15 mínútur og hreinsaðu hana svo af með volgu vatni. Ef þú ert með nokkrar bólur, skaltu gera þetta tvisvar sama daginn. Fyrir alvarlegri tilfelli ætti að gera þetta tvisvar á dag í heila viku. Kunnugir segja að árangurinn sé ótrúlegur.

Lýsa augnsvæðið og dökka bletti

Gott gegn appelsínuhúð Skrúbbaðu húðina með hárbursta eða naglabursta. Notaðu hægar hreyfingar og nuddaðu í átt að hjartanu. Einnig er hægt að búa til góðan skrúbb gegn appelsínuhúð heima. Blandaðu saman einum bolla af kornolíu, hálfum bolla af greipaldinsafa og tveimur teskeiðum af þurrkuðu tímíani. Nuddaðu þessu á mjaðmir, læri og rass og vefðu svo plastfilmu yfir til að halda hita að líkamanum. Til að ná enn betri árangri þá má setja hitaboka yfir svæðið í fimm mínútur. Að auki má nota kaffikorg gegn appelsínuhúð en honum er þá nuddað á svæðin þar sem vandamálin eru til staðar en koffín er einmitt mjög oft í kremum sem notuð eru við appelsínuhúð.

Drykkja vatns og hollra svaladrykkja er mikilvæg fyrir hraustlegt og gott útlit.

Búðu til þitt eigið gloss

Þú einfaldlega blandar saman lit úr einhverjum af varalitunum sem þú átt og örlítilli klípu af vasilíni.

Þegar búið er að hella upp á kaffi má nýta korginn sem kornamaska á hendur og líkama en það hefur komið sér vel í baráttunni gegn appelsínuhúð.

8 Heilsan

Ferskari andardráttur

Steinselja er rík af blaðgrænu sem gegnir lykilhlutverki í markaðsvörum sem fríska upp andardráttinn. Þú þarft því ekki að kaupa dýrt andremmusprei, tyggjó eða töflur fyrir ferskari andardrátt, þú getur einfaldlega fengið þér steinselju.

Hráar kartöflur geta gert góða hluti fyrir útlitið en þær innihalda kalíum og geta hjálpað til við að lýsa upp augnsvæðið. Sneiddu hráa kartöflu í þunnar sneiðar og leggðu undir augun. Til að lýsa upp dökka bletti og húð sem hefur orðið fyrir sólarskemmdum er hægt að blanda saman safa úr einni sítrónu og einni límónu, tveimur teskeiðum af hunangi og 60 g af hreinni jógúrt. Berið varlega á blettina og notið alla vega einu sinni í viku.

Grámyglan burt á örskotsstundu

Ef gráminn í andlitinu er að fara með þig og þig vantar ljóma í andlitið og heilbrigðara útlit á skammri stundu þá skaltu standa með beina fætur, teygja hendur niður að tánum og telja upp í þrjátíu. Þannig færðu líf í andlitið á svipstundu.


100 %

lausn fyrir* þurra húð

Dugar í yfir 200 skipti.

Norwegian Formula® Hand Cream veitir jafnvel þurrustu höndum skjótvirkan og endingargóðan raka. Smáklípa af þessari glýserín-bættu norsku blöndu veitir jafnvel sprungnum og þurrum höndum samstundis raka. Hendurnar verða áþreifanlega mýkri og húðin jafnari, jafnvel við erfiðustu veðurskilyrði. - Oftast mælt með af bandarískum húðsjúkdómalæknum - Vinsælasta húðvörulína í Bandaríkjunum

DEVELOPED WITH DERMATOLOGISTS


Sannkölluð skautadrottning Vala Rún er sextán ára Reykjavíkurmær. Hún er einstaklega öguð ung dama, stundar nám í Verzlunarskóla Íslands og var valin skautakona ársins 2012. Hún stenst ekki súkkulaði en reynir að borða hollan og fjölbreyttan mat, enda ekki annað hægt til að hafa orku til að æfa tvisvar á dag. Texti: Halldóra Anna Hagalín Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir

10 Heilsan


viðtal

„Það snýst bara um það að skipuleggja sig fram í tímann“

Dagurinn byrjar snemma hjá Völu Rún og þegar blaðamaður spyr þessa öguðu stúlku hvernig hinn týpíski dagur sé segir hún: „Ég vakna klukkan 5:50, fer á morgunæfingu og svo beint í skólann og er þar til þrjú á daginn. Síðan fer ég á æfingu og er búin þar oftast um kvöldmatarleytið og fer svo heim í kvöldmat. Svo klára ég heimavinnuna og fer oftast snemma að sofa. Það snýst bara um það að skipuleggja sig fram í tímann. Ég reyni að klára að læra allt um helgar og ef það bætist eitthvað við í vikunni þá reyni ég að klára það í skólanum.“ Hamingjusömust segist Vala Rún vera í faðmi fjölskyldu og vina. Þá hefur hún áhuga á skautum, vinunum, tónlist, tísku og allskonar hreyfingu. „Ég byrjaði að æfa skauta árið 2000 og ástæðan fyrir því var að pabbi var að taka myndir á jólaskautasýningu SR og ég fékk að koma með honum. Þegar ég sá sýninguna þá vissi ég að ég vildi vera alveg eins og þessar flottu stelpur og síðan þá hefur ekki verið aftur snúið.” Aðspurð segir Vala Rún stærstu sigra sína á síðasta ári hafa verið að komast á Junior Grand Prix 2012, Norðurlandamót 2013 og að vera valin skautakona ársins 2012. Þá hafi það að komast inn í Verzlunarskóla Íslands einnig verið stórsigur.

Heilsan 11


Guli kjóllinn er sérsaumaður af rússneskri saumakonu sem Vala Rún hittir í Finnlandi þegar hún fer þangað til að æfa.

Hreyfing og hollur matur „Ég borða hollan mat þótt maður leyfi sér stöku sinnum …. Fer snemma að sofa, er alltaf með vatnsbrúsa í skólanum og hreyfi mig mjög mikið. Ég borða mjög mikið af kjúklingi og speltpasta vikuna fyrir mót og þá reyni ég líka að taka út allan sykur. Annars reyni ég að borða ekki sætindi en súkkulaði finnst mér erfitt að standast.

Hreysti Aðalatriðið fyrir heilsuna er að stunda hreyfingu allavega þrisvar sinnum í viku, það skiptir engu máli hvernig hreyfingu ef þú stundar hana bara nægilega mikið til að þú fáir púlsinn til að slá aðeins hraðar. Maður þarf líka að huga að mataræðinu.” Á döfinni er Norðurlandamót sem verður haldið 30. janúar til 4. febrúar hérna á Íslandi. Síðan er Vetrarmótið og Reykjavíkurmótið sem ég mun taka þátt í. Vorprófin byrja svo í lok apríl eða byrjun maí.

Gott ráð Eftir erfiða æfingu er gott að teygja vel og setja fætur upp við vegg og liggja á bakinu í 10 mínútur. Þá ná vöðvarnir að slaka alveg á.

12 Heilsan



Fegurð og dekur

Ilmandi hreinsi- og rakagefandi húðvörur fyrir dömur La Rose-húðvörur frá Lancôme eru með sætum rósailmi. Verndar varnarkerfi húðarinnar, gefur raka og mýkir. Einnig er fánalegt roll on sem vinnur gegn svitamyndun og veitir 48 klst. vörn.

Silkimjúkar húðvörur frá Biotherm Océane-sturtugel inniheldur ferska sjávartóna og blómailm. Hlaðið negatívum jónum og sjávarvatni. Dekur fyrir líkama og sál.

Texti: Magna Sveinsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

Lait Corporel AntiDrying Body Milk er létt og einstaklega frískandi húðmjólk með ilmi af appelsínum og greipaldinum. Fyllir húðina raka og gerir hana silkimjúka og slétta.

14 Heilsan

Baume Corps Oil Therapy er einstök apríkósuolía sem nærir húðina og veitir silkimjúka áferð. Notist daglega.

Deo Pure Natural Protect er verndandi og frískandi svitalyktareyðir með 24 stunda virkni sem leyfir húðinni að anda.

Huile Elixir Oil Therapy er frábær líkamsolía sem nærir húðina samstundis. Endurnýjar og þéttir mjög þurra húð, gefur einstakan ljóma. Huile de Douche Oil Therapy er nærandi sturtusápa með náttúrulegum olíum sem næra húðina og gefa henni silkiáferð.

Eau dÉnergiesvitalyktareyðir með léttum ilmi af appelsínum og sítrónum.


Ferskir og hressandi dömuilmir -

Orkugefandi bað og sturtusápa úr Green Tealínunni frá Elisabeth Arden, sem hreinsar án þess að þurrka, inniheldur náttúrulegar olíur.

orkugefandi fyrir líkama og sál Cacharel Catch Me er gáskafullur og tælandi ilmur sem er ríkur af ávaxtablöndu og blómum.

Eau d’Energie- og Eau Oceane- ilmvötnin frá Biotherm eru hressandi og orkugefandi fyrir líkama og sál. Bæði hafa hátt hlutfall af hreinum efnum úr ávöxtum, E-vítamíni og rakagefandi efnum sem gefa húðinni mýkt og þægileikatilfinningu.

Silkimjúkt og hressandi body lotion fullt af nærandi ilmolíum sem endurlífga húðina.

L.I.L.Y frá Stella McCartney er ljúfur og heillandi ilmur sem unninn er úr náttúrulegum kjarna jarðsveppa, liljum, bleikum pipar, moskus og eikarmosa.

Green Tea-ilmurinn frá Elisabeth Arden er samsettur úr frískum og endurnærandi ilmi sem er upplyftandi fyrir hug, líkama og sál. Ilmurinn er ríkur af rabarbara, sítrónum, appelsínuberki, kryddjurtum og trjákvoðu.

NIP + FAB Body Butter nærir og bætir ástand þurrar húðar ásamt því að draga fram mýkt og ljóma. Kremið veitir húðinni 24 klst. raka og fyrirbyggir rakatap. Cherry Tarte og Coconut Latte.

Puma Yellow er slakandi og endurnærandi ilmvatn en um leið styrkjandi og upplífgandi ilmur sem léttir lundina.

Christina Aguilera Red Sin er þokkafullur og töfrandi dömuilmur með blöndu af hlýju og kryddi. Samanstendur af ferskri angan úr rauðum eplum, kanil, alpafjólum, moskus og engifer.

Naomi Campell At Night er leyndardómsfullur og einstaklega lokkandi ilmur sem fangaður er af ríkulegum, hlýjum undirtónum viðar og ambers.

Heilsan 15


Fegurð og dekur

Nærandi og orkugefandi hreinlætisvörur fyrir herra Hreinlætisvörurnar frá Playboy eru einstaklega þokkafullar með skörpum viðar- og ávaxtaríkum ilmi. Sturtugel og sjampó. Playboy VIP. Sexy Hollywood.

Biotherm svitalyktareyðir er án alkóhóls, dregur úr svitamyndun og mýkir húðina.

Swingin London.

David Beckham Instinct Sport roll on er alkóhóllaus svitalyktareyðir með sítrus- og ferskum ávaxtailmi.

Biotherm Aquafitness sturtugel er fyrir líkama og hár. Hressandi og frísklegur ilmur.

Svitalyktareyðir og body spray frá Playboy eru með 24 stunda virkni.

Texti: Magna Sveinsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

London Deo Stick.

No Sleep New York. London.

16 Heilsan

Hollywood.

New York.


Hreinlætisvörurnar frá Adidas eru sportlegar og orkugefandi. Þær eru með ferskum og þægilegum ilmi og eru þróaðar fyrir íþróttafólk.

Flottir og sportlegir ilmir fyrir herrana Tilvalið fyrir þá sem ætla skella sér í betri fötin eftir ræktina.

Puma Green er slakandi og endurnærandi en um leið styrkjandi og upplífgandi ilmur sem léttir lundina.

Adidas Special Edition Extreme Power-sturtugel er með sportlegan ilm.

Calvin Klein Encounter er nýr herrailmur sem er í senn seiðandi og karlmannlegur.

Adidas Pure Game-sturtugel með ferskum sítrusávaxtailmi.

Áhrifaríkur og þægilegur svitalyktareyðir frá Adidas með 24 stunda virkni, kemur í stiftformi og roll on.

Adidas Special Edition Extreme Power og Adidas Pure Game eru ferskir sportilmir og varir ilmurinn allt að 24 stundum.

Armani Sport Woody Aromatic Citrus er lífleg og tælandi ilmbomba með köldum og frísklegum sítrustónum.

Special Edition Extreme Power.

Armani Sport Code Athlete er ferskur og hressandi með sítrusilm og vott af sjávar- og jarðtónum.

Pure Game Deo.

David Beckham Instinct Sport – ilmurinn er sambland af sítrus, ferskri ávaxtaangan og ýmsum kryddjurtum.

Force Biotherm Homme er mildur en á sama tíma kraftmikill og nautnafullur. Hentar karlmönnum sem eru 25 ára og eldri.

17 Heilsan


Á Íslandi má finna íþróttina parkour sem fer um eins og eldur í sinu, slíkar eru vinsældirnar. En hvaðan kemur þessi nýja íþrótt og hvernig í ósköpunum fara iðkendur að því að hoppa og klifra um borg og bæi eins og frumskógardýr? Texti: Anna Brynja Baldursdóttir Myndir: Eggert Jóhannesson úr vikunni

Parkour –

nýjasta æðið!

S

indri Viborg er parkour-þjálfari hjá Gerplu en hann hefur þjálfað hópa víðs vegar um landið og mætti kalla hann parkour-sérfræðing Íslands. „Eftir minni bestu vitund kom ég með íþróttina hingað til lands, var fyrstur að kenna þetta og iðka formlega í samvinnu við íþróttahreyfinguna hérlendis. Hitt er annað mál að krakkar og fullorðnir hafa stundað þessa iðkun í aldanna rás. Forfeður notfærðu sér parkour til að veiða sér til matar en þúfuhlaup, klifur, þrautakóngur og þar eftir götunum er allt partur af íþróttinni.“ Á örfáum árum hefur tala iðkenda hækkað ört og telur Sindri að iðkendur íþróttarinnar á vegum íþróttafélaga hér á landi séu um 700 talsins. „Reyndar er talan mun hærri þar sem mjög langir biðlistar eru eftir plássi. Síðan stunda margir íþróttina sjálfir utandyra og á sínum forsendum. Ætli raunveruleg tala sé ekki nær 1.500 yfir landið allt,“ segir Sindri.

18 Heilsan

Sindri Viborg.

En hvað er eiginlega parkour og hvernig varð þetta að íþrótt? „Upp úr 1980 voru níu ungir menn í hóp þar sem þeir stunduðu „l´art du déplacement“ eða „listin að hreyfa sig“ og var undanfari parkour sem íþróttar. Árið 1997 klofnaði hópurinn og David Belle og Sebastien Foucan stofnuðu Yamakasi-hópinn. Orðið yamakasi er tekið úr lingala-tungumáli Kongó og getur þýtt „sterkur líkami“, „sterkur andi“ og „sterkur einstaklingur“. Heimspekin á bak við parkour er að byggja upp sterkan einstakling á líkamlegan, andlegan og siðferðilegan hátt.


líkami „Með tilkomu Yamakazi-myndarinnar sem Luc Besson leikstýrði breiddist parkour út en fyrst til Bretlands. Eftir það fór íþróttin eins og eldur í sinu út um allan heim,“ segir Sindri. Hugmyndafræðin á bak við parkour er í einföldu máli sagt að finna fljótustu leið frá punkti A að punkti B. „Það eru engin heljarstökk þar eða neinar skrautleiðir sem farnar eru, einungis „fúnksjónismi“ er til staðar. Freerunning er afsprengi parkour, þar sem fólk

„Hugmyndafræðin á bak við parkour er í einföldu máli sagt að finna fljótustu leið frá punkti A að punkti B.“

Gerpluiðkendur sýna listir sínar.

er með upphafspunkt A en restin er þín til að leika þér með. Heljarstökk eru mikið notuð í freerunning og menn kappkosta við að sýna færni sína í hinum og þessum stökkum. Annað afsprengi er tricking en það er þegar menn taka sig til og blanda saman mismunandi fimleikastökkum við freerun-stökk sem og spörk úr bardagalistum og búa til fléttur úr þessu á gólfi. Það er margt líkt með breakbeat-dansi og -keppnum og þessari stefnu. Parkour er semsagt samheiti yfir þetta allt. Sumir leika sér og reka nefið inn um allar þessar dyr og gera eitthvað af öllu, aðrir finna sig í ákveðnum sérsviðum þarna inni,“ segir Sindri.

Kynlaus íþrótt án aldurstakmarks Sindri segir að maður þurfi ekki að vera í formi til að byrja í íþróttinni því parkour sjái um sína. „Góð heilsa hjálpar hiklaust, en margir verða hraustir við að stunda íþróttina. Bara sá leikur að stíga ekki á línur er partur af þeirri iðkun sem við stundum, og það ættu allir að geta gert sem eru færir til gangs á annað borð. Við höfum allt frá einhverfum einstaklingum yfir í hreyfihamlaða í íþróttinni og fögnum öllum sem vilja stunda þetta. Parkour er svo sannarlega fyrir alla, og á öllum aldri í rauninni. Mikið er lagt í að læra að detta og taka falli, þannig að fullorðið fólk getur nýtt sér þekkinguna til að minnka þann skaða sem fall getur valdið í hálku og myrkri,“ segir Sindri.

Parkour virðist vera karllæg íþrótt eins og staðan er í dag en af hverju ætli strákar laðist frekar að íþróttinni? „Það má að mörgu leyti segja að parkour sé spegilmynd fimleika. Þar eru stelpur í miklum meirihluta en strákar í minnihluta. Það er öfugt í parkour, þar eru strákar í miklum meirihluta en stelpur eru fáar. Ætli fjöldi stelpna í íþróttinni, eða skortur öllu heldur, sé tengdur því að þær falli betur inn í fimleikaheiminn sökum þess að þar er nú þegar orðin rótgróin hefð fyrir því að stelpur séu þar. Íþróttin er samt engan veginn ætluð sem „strákaíþrótt“ hún er alveg kynlaus og fólk fer með hana þangað sem það vill.“

Ísland farið að hafa áhrif á íþróttina Sindri segir að best sé að byrja að æfa í „vernduðu“ umhverfi, fimleikasalir séu mjög vel hentugir til þess, sem og margir íþróttasalir. Þjálfari hjálpar mikið við að kenna hugmyndafræðina og forvarnirnar sem fylgja íþróttinni sem svo undirbýr iðkandann fyrir að stunda þetta utandyra. En hvað heillaði Sindra við þessa einstöku íþrótt upphaflega? „Ég held að það sem festi mig í íþróttinni upprunalega var það frelsi sem ég fékk. Það var enginn sem sagði mér hvað ég átti að gera eða hvernig, engin sérstök áhersla sem neyddi mig til að gera eitt frekar en annað. Ég var frjáls til þess að fara með íþróttina þangað sem mig langaði til og það gerði það að verkum að hún varð mér mjög persónuleg. Sem þjálfari þá fyllir það mig alveg gífurlegri gleði að sjá nemendur finna nýjar leiðir í gegnum hindranir sem ég var ekki búinn að uppgötva sjálfur. Einnig er íþróttin það ung að enn er verið að uppgötva ný stökk og aðferðafræði til að takast á við þær hindranir sem við stöndum andspænis. Sem dæmi hafa tvö stökk verið fundin upp á Íslandi. Fyrir okkur er enn allt opið og að fá að taka þátt í þeirri rússíbanaferð er æðislegt,“ segir Sindri að lokum. Heilsan 19


Það er staðfest að við getum aukið hamingju okkar og lífsgleði með hverskonar reglubundinni hreyfingu. Flestum þykir eftirsóknarvert að fá að njóta lífsins og finna hamingjuna. Margir þættir hafa áhrif á framvindu lífs okkar og líðan en það er ljóst að við sjálf höfum mest áhrif á líf okkar.Allir vita að heilbrigðir lífshættir, eins og nægur svefn, jákvætt hugarfar, hollar neysluvenjur og reglubundin hreyfing, stuðla að betra lífi og aukinni vellíðan. Heimild: landlaeknir. is og fleiri Myndir: Úr safni

Hreyfing og hamingja

20 Heilsan

Börn og unglingar

Vernd gegn beinþynningu

Dagleg hreyfing er börnum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Hún er sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og efla sjálfstraust. Miklvægt er að kyrrseta barna og unglinga sé takmörkuð og þau hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Meginráðleggingin er að börn og unglingar hreyfi sig rösklega í minnst 60 mínútur daglega. Þá ætti unga fólkið að hafa tækifæri til að stunda fjölbreytta hreyfingu sem því finnst skemmtileg og er í samræmi við færni þess og getu. Sumir eru rólegri í tíðinni en aðrir og þurfa meiri hvatningu til að hreyfa sig. Skertur hreyfiþroski og önnur þroskafrávik gera börnum erfiðara fyrir að taka þátt í hópleikjum og geta almennt dregið úr löngun þeirra til að hreyfa sig. Því fyrr sem gripið er inn í og tekið á slíkum frávikum því meiri líkur eru á að barnið bæti færni sína, kynnist hreyfingu á jákvæðan hátt og tileinki sér lífsvenjur sem fela í sér daglega hreyfingu til framtíðar.

Beinin eru lifandi vefur sem er í stöðugri endurnýjun alla ævi. Þau styrkjast jafnt og þétt á æsku- og unglingsárum, en vaxtatímabilið fyrir og um kynþroskaaldur er þó mikilvægast. Hámarksbeinmassi næst á milli 20-25 ára aldurs og ákvarðast af samspili erfða, hreyfingar og næringar, m. a. kalks og D-vítamíns. Eftir að hámarks beinþéttni er náð er hún í jafnvægi, en síðan verður beintap talsvert hjá konum á breytingaskeiði og jafnt og þétt hjá báðum kynjum fram í háa elli. Við getum spornað við beintapi með því að neyta kalks og D-vítamíns ásamt því að hreyfa okkur við hæfi alla ævi. Líkamsþjálfun styrkir beinin og er ráðlagt að hreyfa sig daglega, minnst 30 mínútur fyrir fullorðna og 60 mínútur fyrir börn og unglinga. Tog vöðva á bein er nauðsynlegt til þess að þau styrkist eða viðhaldi styrk sínum. Stæltir vöðvar og sterk bein fara því oftast saman. Áreynsla þar sem líkamsþunginn er borinn uppi er talin æskilegust fyrir beinin, s.s. göngur, hlaup og leikfimi. Gott er að blanda saman þolþjálfun og göngum upp í móti, t.d. í stiga.


Nupo næringarfæðið hjálpar þér að léttast!

Nupo næringarfæðið er meðal áhrifamestu og öruggustu aðferða sem þekkjast í því skyni að léttast. Nupo er vottað af læknum og lyfjafræðingum en Nupo tryggir að líkaminn fái öll þau vítamín, steinefni og næringarefni sem hann þarfnast, það eina sem skorið er við nögl eru hitaeiningarnar.


Tómstundir

barna Rannsóknir sýna að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi, undir stjórn ábyrgs leiðbeinanda, hefur forvarnargildi og veitir þeim líkamlega og andlega vellíðan. Síðustu árin hefur fjölbreytnin í tómstundarstarfi barna stóraukist. Til að mynda geta sjö ára börn lært forritun hjá Skema, lært listdans, jazz-dans, jóga eða samkvæmisdans á hinum ýmsu stöðum, spilað með í íþróttum, farið í listasmiðju eða jafnvel leiklist í Borgarleikhúsinu. Við hvetjum foreldra til að skoða þetta vel og jafnvel leyfa börnunum að prófa sem flest sem þau sýna áhuga en flest námskeið bjóða upp á einn til tvo prufutíma án kostnaðar. Við fögnum fjölbreytninni og skoðum hér nokkrar forvitnilegar tómstundir.

Tónlist Fjölmargir tónlistarskólar eru á Íslandi og aðferðirnar við að kenna tónlist ansi margar. Þegar á að velja hljóðfæri fyrir barnið þarf að taka mið af áhuga barnsins fyrst og fremst, en svo er líka gott að athuga hvort tónlistarskóli leynist ekki í nágrenni heimilisins þar sem stuttar vegalengdir eru alltaf kostur. Fyrir utan hinu hefðbundnu tónlistarskóla hefur Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík fengið verðskuldaða athygli. Í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík er kennd tónlist samkvæmt móðurmálsaðferð japanska fiðluleikarans Shinichi Suzuki. Meginforsenda móðurmálsaðferðar Shinichi Suzuki er sú að ef börnum er búið rétt hvetjandi umhverfi frá upphafi séu möguleikar þeirra til árangurs og þroska á tónlistarsviðinu, og í raun í öllu námi, verulega meiri. Þessu til samanburðar er dregin upp mynd af því hvernig börn læra móðurmál sitt. Það að læra sitt eigið móðurmál er talið manneskjunni svo eðlilegt í uppvextinum að oft er þetta erfiða nám tekið sem sjálfsagður hlutur. Ástæða er þó til að staldra aðeins við og athuga hvernig börn læra sitt eigið móðurmál og hvernig það umhverfi er sem búið er börnum sem eru að læra móðurmálið og þar af leiðandi hverjir helstu þættir í námsferlinu í rauninni eru.

22 Heilsan


N ÁT T Ú R U L E G A GÓÐUR!

- nú í nýjum umbúðum

Trópí hefur í áratugi boðið Íslendingum upp á ávaxtasafa úr bestu fáanlegu hráefnunum sem heimurinn hefur uppá að bjóða. Nú hefur Trópí fengið nýtt útlit utanum sama góða hráefnið. – þú þekkir gæðin!

GunHil

©2012 The Coca Cola Company - all rights reserved

GÆÐIN SEM ÞÚ ÞEKKIR


Dans Hægt er að finna margskonar og fjölbreytt dansnámskeið, til að mynda býður Kramhúsið upp á break-dans þar sem Natasha frá New York kennir krökkunum eftir aldri og reynslu. Dans og skapandi hreyfing er í boði fyrir yngri krakkana en þar læra nemendur grunnhreyfingar dansins, s.s. að ganga, hlaupa, sitja, standa, hoppa, stökkva, ganga á tábergi. Þeir læra sporhopp, rennispor, snúninga, sveiflur, teygjur og að hoppa frá öðrum fæti til annars, frá báðum til annars og svo framvegis. Nemendur þjálfast í jafnvægisæfingum, t.d. standa á öðrum fæti eða hafa einn líkamshluta á gólfinu meðan þeir hreyfa sig. Dansþjálfun barna á þessum aldri er í gegnum leik, tjáningu og spuna. Á námskeiðinu læra nemendur einfalda hring- og þjóðdansa sem og frumsamda dansa frá kennara. Í lok hverrar kennslu gera nemendur einfaldar teygjur og slökun en það er jafnmikilvægt og hreyfingar líkamans. Hjá DansKompaníinu læra nemendur ýmsa dansstíla sem er frábært fyrir þá sem vilja fjölbreytni og má þar helst nefna: jazzdans, street jazz, modern jazz, RnB, hip hop og break og svo koma ýmsir gestakennarar sem taka á ákveðnum dansstílum. Hjá DansKompaníi er dansgleði og metnaður í fyrirrúmi. Ýmsir danshópar eru í boði og fyrir þau yngstu, eða 4-5 ára, er lögð áhersla á grunntækniatriði og dansgleði. Nemendur læra skemmtilega dansa á sama tíma og þeir læra vönduð og öguð vinnubrögð. Í næsta aldurshópi, eða 6-9 ára, vinna krakkarnir með grunntækniatriði ásamt því að læra ýmsar útgáfur af hringjum, stökkum og flóknari dansæfingum. Hópurinn lærir fyrst og fremst jazz-dansa við fjölbreytta tónlist. Svo eru ýmsir valtímar í boði fyrir eldri hópa.

Klifur Klifurnámskeið eru í Klifurhúsinu fyrir 6-18 ára krakka. Æfingarnar eru byggðar upp á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt þar sem krakkarnir fá að klifra eftir sinni getu og áhuga. Farið er í leiki, stöðvaþjálfun, þrek, tækni og teygjur, ásamt fullt af klifri. Einnig læra börnin að umgangast klifursal og kynnast fleiri hliðum íþróttarinnar, eins og hnútum og búnaði. Þá geta börnin einnig mætt með foreldrum um helgar sem geta fengið að klifra með gegn vægu gjaldi.

Myndlist Að kunna að teikna er alltaf skemmtilegur hæfileiki og hefur Myndlistaskólinn í Reykjavík kennt börnum og unglingum að tjá sig í gegnum teikningar og ýmisskonar sjónlist, tjáningu sem fylgir þeim út lífið. Barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík starfar á grundvelli markmiða sem sett eru fram með hliðsjón af aðalnámskrá grunnskólans og í samræmi við stefnu menntasviðs Reykjavíkurborgar um sveigjanlegt skólastarf og einstaklingsmiðað nám. Markmið skólans er að efla grunnmenntun á sviði sjónlista og að miðla sem best þekkingu í verklegum og fræðilegum þáttum til nemenda. Með kennslu barna, unglinga og framhaldsskólanemenda undirbýr skólinn nemendur sína fyrir störf jafnt á sviði myndlistar sem innan annarra greina sjónlista.

24 Heilsan


Skák Skák er grein sem oft vill gleymast í umræðunni um tómstundir barna. Hér á landi hafa ekki farið fram rannsóknir á ávinningi skipulagðrar skákiðkunar. Þess í stað verðum við að líta til þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu sviði annars staðar í heiminum sem segja okkur að skákiðkun hefur, sem og flestar tómstundir, afar góð áhrif. Rannsóknir í fjölmörgum löndum hafa sýnt að skipulögð og reglubundin skákiðkun bætir almenna námskunnáttu nemenda sem og að þeir standa skrefi framar en jafnaldrar þeirra í vitsmunaþroska og félagsþroska. Erlendar rannsóknir sýna okkur að skipulögð skákiðkun: Þroskar einbeitingu: Í hverri skák er aðeins eitt sem þú ert að leggja áherslu á og aðeins eitt meginmarkmið - að máta og verða sigurvegari. Bætir minni: Margar skákkenningar eru flóknar og til þess að skara fram úr þarf að leggja á minnið mismunandi afbrigði. Þá læra iðkendur að þekkja ýmis munstur og muna langar leikjaraðir. Styrkir sjálfsaga: Það þarf að ljúka skákinni. Ekki þýðir að rjúka burt í miðjum leik því þá ertu búin að tapa og það er ekki skemmtilegt. Bætir rökhugsun: Skák krefst skilnings á ákveðinni tækni. Til dæmis veit skákmaðurinn að það verður að tefla fram taflmönnunum og passa kónginn öllum stundum. Passa upp á afleiki svo að maður missi ekki mikilvægan mann. Mistök eru óhjákvæmileg í skák. Í skák er aldrei endir, heldur er ástundunin nám eða ferli sem stöðugt má byggja ofan á. Eflir lestrargetu: Rannsóknir sýna að börn sem tefla reglulega eru fyrri til að ná góðum lestrarhraða. Sú einbeiting sem þau læra við skákiðkunina kemur þeim að góðum notum við lestur. Þjálfar stærðfræði: Skák felur í sér óendanlega marga útreikninga. Allt frá því að telja fjölda manna hjá andstæðingnum og reikna í huganum út flókna leiki. Þroskar rýmisgreind: Rýmisgreind er þjálfuð til dæmis með því að sjá fyrir sér aðra stöðu en er á borðinu. Hvað gerist ef ég færi biskupinn á þennan ákveðna reit? Hvað gerir andstæðingur minn þá? Hefur jákvæð áhrif á sjálfstraust: Þegar maður vinnur skák eykst sjálfstraustið og sjálfsmyndin styrkist.

Eykur sjálfsstjórn: Skák er próf á þolinmæði þar sem reynir á taugar, mátt og styrk. Eflir samskipti: Í skákinni þurfa skákmenn að koma vel fram hver við annan, takast í hendur fyrir skák og að lokum þurfa þeir að þakka fyrir skákina. Laðar fram ímyndunarafl og sköpunargáfu: Skákiðkun hvetur þig til að vera frumlegur. Það eru óútreiknanlega margar samsetningar sem eiga enn eftir að verða uppgötvaðar í skák. Ýtir undir sjálfstæði: Þú neyðist til að taka mikilvægar ákvarðanir í skákinni og það hefur áhrif á dómgreindina. Þjálfar listir: Skákin þvingar þig til að mála fullkomnar stöður í huganum. Sem skákmeistari verður þú að ákveða stíl og persónuleika hvers leiks. Þróar vísindalega hugsun: Þegar þú ert að tefla er ekki óalgengt að þú sjáir fyrir þér næstu leiki í huganum. Þú gerir tilraunir í skákinni sem stundum verða til þess að þú hefur sterkari stöðu í lokin. Heimasíðan krakkaskak.is er sniðug skáksíða fyrir börn og foreldra. Vefsíðan er ætluð börnum sem vilja læra skák og þjálfa sig í íþróttinni. Markmiðið er að veita öllum börnum góða og skemmtilega kennslu í skák. Upplýsingar um ýmislegt tengt skák má meðal annars finna á skakakademia.is og skaksamband.is.

Tölvur og Netið Netið er ný vídd og börn alast nú upp í tæknivæddu umhverfi sem er allt öðruvísi en foreldrar þeirra ólust upp við. Netið er óendanlega fjölbreytt og hefur bæði góðar og slæmar hliðar. Tölvu- og netnotkun hér á landi er mikil og hröð þróun er eðlilegur hlutur í huga barna. Þau eru fljót að kynna sér nýja möguleika og tileinka sér nýja tækni. Nauðsynlegt er fyrir foreldra að fylgja börnum sínum eftir, njóta með þeim þess skemmtilega og góða sem Netið býður upp á en kenna þeim um leið að forðast hættur. Heilsan 25


Forfallinn seinni heimsstyrjaldarnörd Matthías Sigurðarson er 41 árs tannlæknir frá Reykjavík. Hann er giftur og saman eiga þau hjónin tvær stúlkur, eins og átta ára, og einn fimm ára gamlan strák. Matthías stundar BootCamp af hörku, hefur áhuga á fjalla- og ferðamennsku og borðar harðfisk sem snarl á milli mála. Heilsan tók hann tali og forvitnaðist meðal annars um hvað það hafi verið við tannlækningar sem heillaði og fékk góð ráð í sambandi við tannhirðu. Texti: Halldóra Anna Hagalín Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir og úr safni

Harðfiskur í hádeginu Þegar ég fer ekki með börnin á morgnana hefst dagurinn með hörku BootCamp-æfingu klukkan hálfsjö. Vinn frá átta til fjögur en ekkert hádegishlé er tekið í tannlæknabransanum. Ég fæ mér harðfisk, rúsínur, möndlur og ávexti sem snarl og ef heppnin er með mér á ég afgang af kvöldmat gærdagsins sem ég borða einhvern tímann á milli ellefu og tvö. Ég sæki svo börnin eftir vinnu þessa daga. Þá tekur við almennt heimilisstúss og ég reyni að taka í spil með krökkunum eða gera að minnsta kosti eitthvað skemmtilegt með þeim. Suma daga þarf að koma einhverjum á æfingar og svoleiðis. Eftir matinn gefst stundum tími til að horfa á fréttirnar og svo tekur við tannburstun og háttatími krakkanna. Það er oft góður tími til að spjalla um daginn og veginn með börnunum áður en þau fara að sofa.

26 Heilsan

Við hjónin náum oft að slaka á upp úr níu og förum í bólið í síðasta lagi um hálfellefuleytið. Ég væri alveg til í að fara fyrr í rúmið til að geta lesið lengur á kvöldin, endist vanalega ekki lengur en 4-5 blaðsíður.

Áhugamálin Ég hef mikinn áhuga á fjalla- og ferðamennsku og svo les ég mikið um samtímastjórnmál (e. current affairs). Þá hef ég verið forfallinn seinni heimsstyrjaldarnörd. Þessu fyrstnefnda hefur ekki verið mikið sinnt undanfarin ár en ég fór þó í fjallaskíðaferð í Alpana í fyrra. Vonandi kemst ég meira á fjöll á næstu árum.

„Vil borða MAT, ekki matarlíki“


viðtal Tannlækningar heilluðu Ég fór í tannlæknanám beint eftir stúdentinn árið 1991 og útskrifaðist árið 1997. Mig langaði í krefjandi nám og starf, fannst heillandi að vinna samt líka með höndunum og búa eitthvað til.

Vaknar eldsnemma Vinnuna mína tek ég ekki svo auðveldlega heim sem hefur bæði kosti og galla. Ég þjappa vinnudeginum saman og hef engar skipulagðar pásur. Best finnst mér að fara í líkamsrækt á morgnana og það tekur minnstan tíma frá fjölskyldunni. Það tók mig 6 vikur að læra að vakna eldsnemma og rífa mig á fætur en svo var það ekkert mál. Eftir vinnu sinnum við krökkunum þar til þau fara að sofa. Okkur finnst ótrúlega gott að vera með vikumatseðil og þá verður minna stress á virkum dögum. Kaupum líka miklu minna af óhollustu fyrir vikið! Svo reynum við að sameina áhugamál og fjölskyldu. Síðustu ár höfum við t.d. kennt krökkunum á skíði og nú fara eldri börnin í allar brekkur!

Heilsan Maður er það sem maður borðar. Ég sannfærist alltaf betur og betur um að þetta er hárrétt! Vil borða MAT, ekki matarlíki. Við veljum góð hráefni og eldum sjálf. Lífrænt er betra en ég er ekki að tapa mér í fanatík. Forðast allt hvítt duft og unnin mat. Borða engan skyndibita nema stundum sushi. Reyni að stunda

reglulega hreyfingu að minnsta kosti þrisvar í viku. Hef stundað BootCamp sl. sex ár og lít ekki við öðru síðan ég byrjaði. Frábær líkamsrækt, mjög krefjandi og um leið svo óendanlega fjölbreytt, engir tveir dagar eins. Dökkt súkkulaði stenst ég ekki en til að halda óhollustunni í lágmarki vil ég frekar 70%+ (það er enn betra ef maður fær sér rauðvínsglas með!). Svo finnst mér allur matur góður og nýr matur sérstaklega spennandi.

„Það verður allt betra ef maður er með bros á vör“ Helst þyrfti ég að borða minna! Finnst matur góður og gaman að lesa um, elda og borða mat! Svo má alltaf bæta við sig hreyfingu. „Stóra planið“ í hreyfingu verður þó að bíða meðan krakkarnir eru svona litlir.

Svefn og sykurleysi Aðalatriði er að passa mataræðið, mér finnst mér alltaf líða best ef ég sleppi sykri alveg og ég er alltaf að þekkja betur í hverju sykur leynist (og það er víða) og forðast hann meir og meir, og umfram allt að stunda líkamsrækt sem manni finnst skemmtileg. Svo er nauðsynlegt að líkamsræktin sé inni í plani vikunnar annars líður vikan og ekkert gerist. Ekki má gleyma góðum svefni. Á mínu heimili er enginn friður til að sofa frameftir um helgar svo betra er að fara að sofa snemma og vera ekki í svefnskuld eftir vikuna. Svo þarf að passa sig á stressinu og gera hluti sem auka manni gleði í lífinu. Það verður allt betra ef maður er með bros á vör!

„Maður er það sem maður borðar“

Náttúrubarn Hamingjusamastur er ég á fjöllum með fjölskyldunni, helst sem lengst frá byggð. Anda að mér kyrrðinni og víðáttunni. Þá setur maður hlutina í rétt samhengi og finnur hvað skiptir máli. Ómetanlegt! Maður nær aldrei að sinna öllu svo ég forgangsraða: Fjölskyldan og vinnan fá sitt, konan pínulítið og áhugamálin rest!

Á döfinni Ég ætla að reyna að sinna vinafólki og hitta það yfir góðum mat í skammdeginu. Svo förum við til Akureyrar á skíði í febrúar. Þegar fer að birta ætla ég að hlaupa frábærar hlaupaleiðir við Elliðavatn þar sem ég bý, algjör paradís. „Burstið tvisvar á dag og þið verðið að gefa ykkur tíma til að gera það almennilega!“

Heilsan 27


Almenn tannhirða Þetta er engin stjarneðlisfræði Tvennt skiptir máli: 1) Hvað borðar þú? 2) Hve miklum tíma eyðir þú í að hreinsa tennurnar? Sykur er aðalskaðvaldurinn. Tíminn sem tennur eru í snertingu við sykur skiptir mestu máli. Þess vegna er miklu betra að borða mikið nammi á laugardagskvöldi heldur en smávegis sælgæti á hverjum degi. Athugið vel að sykur er í mörgu öðru en sælgæti. Orku- og gosdrykkir eru mjög sykurríkir. Þetta á líka oft við um prótínstangir og millibita sem eru auglýstir grimmt.

28 Heilsan

Að halda tönnum hreinum og fallegum snýst um vinnu. Burstið tvisvar á dag og þið verðið að gefa ykkur tíma til að gera það almennilega! Athugið að góð burstun hreinsar 60% tanna en tannþráður tekur hin 40% svo ekki sleppa honum. Athugið þó að bursta ekki strax eftir að hafa drukkið gosdrykki eða ávaxtasafa því glerungurinn mýkist örlítið við það og hætta er á að hann sé burstaður burt fyrst á eftir.


Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


Tannhirða barna Það skiptir máli að byrja að bursta um leið og fyrsta tönn kemur við 6-8 mánaða aldur. Nota þá bara örlítið af tannkremi.

30 Heilsan


Oft er góð leið að leyfa ungum krökkum að hafa aukatannbursta sem þau bursta með og halda á á meðan foreldrið burstar. Þetta er oft vanþakklátt starf fyrstu þrjú ár barnsins! Það skiptir máli að halda tönnum hreinum og svo fá þær flúor úr tannkreminu. Sérstaklega mikilvægt þegar nýjar tennur koma, bæði barna og fullorðins.

Notið fullorðinstannkrem um leið og barnið þolir sterkara bragð sem er af þeim. Í þeim er meira flúor.

Best er að nota tannþráðahaldara til að komast að tannbilum í litlum munnum.

Mjög mikilvæg forvörn er að skorufylla fullorðinsjaxla frá því að þeir fyrstu koma upp hjá fimm til sex ára börnum

FERSKUR ANDVARI MEÐ KOMPLETT Dregur úr tannstein og tannsýklum Styrkir glerunginn Dregur úr tannkuli Gerir tennurnar náttúrulega hvítar Gefur frískan andardrátt Styrkir tannholdið

rá Nýtt f e t Colga

Hugsaðu vel um tennurnar með Colgate Komplett

Heilsan 31


Umfjöllun

Zendium-tannkrem Zendium-tannkrem hefur verið á íslenskum markaði í áraraðir. Zendium er milt tannkrem sem hjálpar til við náttúrulega hreinsun munnhols og tanna. Nátttúrulegar varnir gegn tannskemmdum og sýkingum í munnholi velta á réttum eiginleikum og samsetningu munnvatnsins. Í munnvatni eru náttúruleg hreinsiefni en freyðandi og bragðsterkt tannkrem getur dregið úr virkni þeirra. Í Zendium er ekki freyðiefnið SLS (sodium laureth sulfate) sem algengt er í öðru tannkremi og er einnig mikið notað í sápur. SLS er ekki gott fyrir munnholið, það er sterkt og getur haft ertandi áhrif. Í Zendium er notað freyðiefnið Steareth-30 sem freyðir lítið en virkar vel. Í Zendium-tannkremi eru ensím, prótín og sink sem hjálpar til við að styrkja heilbrigða munnvatnsflóru. Ensímtannkrem vinna gegn bakteríum í munnholi, rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eiga það til að fá munnangur fá lækningu við notkun ensímtannkrema. Zendium vinnur ágætlega með munnskoli sem sótthreinsar og hjálpar slímhúð í munni að gróa. Í vöruúrvali Zendium eru tannkrem með mismunandi flúorinnihaldi. Flúorinnihald í Zendium-tannkremum er á bilinu 1000ppm til 1450ppm; 1450ppm er það hámarksmagn flúors sem mælt er með að tannkrem skuli innihalda. Tannkremið Zendium Classic er merkt Svaninum, hinu norræna umhverfismerki. Svanurinn er viðurkennt merki fyrir vandaða vöru, gæðastimpill sem vottar eftirsóknarverða vörueiginleika og sýnir að Zendium er: - gott fyrir heilsuna - gæðavara - jafngott eða betra en annað tannkrem - með vistvænni kostum á tannkremsmarkaðnum

32 Heilsan

Zendium Syreforsvar er tannkrem sem virkar vel gegn glerungseyðingu, sem átt getur sér stað við ofneyslu gosdrykkja. Tannkremið hefur flúorinnihald 1450ppm, það inniheldur prótín sem vernda glerung og draga úr hættu að sýklum fjölgi um of. Zendium Sensitive hefur milt myntubragð, inniheldur kalíumnítrat og xylitol. Það er gott gegn tannkuli og blettum á tönnum. Flúorinnihald er 1450ppm. Zendium Fresh White og Zendium Cool Mint innihalda bæði sink sem virkar vel gegn andremmu. Auk þess innihalda tannkremin xylitol sem er bakteríudrepandi efni. Zendium-barnatannkrem: Fyrsta tönn (Pósturinn Páll) er ætlað börnum frá 0-6 ára, með flúorinnihald 1000ppm, er milt og fer vel með tannholdið. Junior (Scooby Doo) er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára. Hentar vel fyrir barna- og fullorðinstennur, inniheldur xylitol og hefur flúormagn 1000ppm. Barnatannkremin eru blönduð og sett saman skv. ráðleggingum frá evrópskum tannlæknum og tannlæknastofum. Sápuefni, s.s. SLS, í tannkremi geta haft ertandi áhrif á viðkvæma slímhúð í munnholi. Fagmenn mæla því iðulega með sápulausu tannkremi í slíkum tilfellum. Í Danmörku mæla fjórir af hverjum fimm tannlæknum með Zendium. Félag íslenskra tannfræðinga mælir einnig með Zendiumtannkremi. Það kemur ekki á óvart að fagmenn í umhirðu tanna og munnhols, tannlæknar, tannfræðingar og samtök þeirra, skuli mæla með Zendium-tannkremi. Zendium-tannkrem fæst í öllum helstu apótekum og matvöruverslunum landsins.


Nýjung frá zendium Ultra Reach tannburstinn er hannaður til að ná lengra Hannaður eftir áhöldum tannlækna Gerður úr málmi sem gerir burstann þyngri og auðveldari í notkun Með langan og mjóan háls sem nær vel til öftustu jaxlanna Á auðvelt með að komast á milli tannanna Þéttari burstahaus

Tannkremið zendium classic er merkt Svaninum, hinu norræna umhverfismerki, sem tryggir að varan er með vistvænni og betri kostum á markaðnum.

Góði tannhirðirinn


Febrúarmánuður á það til að virðast svo endalaust langur. Kannski vegna þess að maður veit að hann er styttri en aðrir mánuðir og bíður alltaf eftir að hann klárist, kannski vegna þess að maður er farinn að bíða vorsins með óþreyju en alltaf eru 28 dagar jafnlengi að líða. Hér eru nokkur atriði sem hægt er að nota til að brjótast aðeins út úr norminu og til að gera lífið örlítið skemmtilegra, þó að það sé febrúar.

Njóttu lífsins Lærðu að meta fegurð: Á hverjum degi komumst við í snertingu við fegurð af ýmsum toga. Það er virkilega mikil synd hve margir eru orðnir svo vanir þessari fegurð að hún gleymist. Við mælum með því að þú horfir á fólk, plöntur, græjur, byggingar og fleira sem er í kringum þig og takir þér smátíma til að skoða það sem gerir viðkomandi svo sérstakt og minnir þig svo reglulega á að hraða þér ekki um of heldur njóta fegurðarinnar sem leynist allt í kringum þig. Tengdu við náttúruna: Náttúran er ótrúlegur heilari og dregur úr því álagi og stressi sem einkennir nútímalífið. Ef vel viðrar borðaðu þá hádegismatinn í garðinum, sáðu snemma fyrir matjurtum, farðu í göngutúra í kyrrlátu umhverfi eða taktu þér smástund þegar sólin er að setjast og horfðu. Reyndu að njóta náttúrunnar að einhverju leyti á hverjum einasta degi. Hlæðu: E.E. Cummings sagði eitt sinn að mesta sóun á degi væri sá sem væri án hláturs. Það er nefnilega málið, aldrei vera of upptekin/n til að hlægja eða of alvarleg/ur til að brosa. Umkringdu þig með skemmtilegu fólki og ekki festast í alvarleikanum. Njóttu litlu hlutanna í lífinu: Góður kaffibolli þegar maður vaknar,

34 Heilsan

góð máltíð að kvöldi, feluleikur með börnunum. Þetta virðist kannski ekkert rosalega spennandi en þetta eru nokkur dæmi um það sem getur gefið manni einfalda gleði, kennt manni að njóta þessara einföldu stunda. Ef þú hægir á þér í stutta stund og tekur smátíma til að meta þessa venjulegu viðburði verður lífið strax skemmtilegra. Eigðu samskipti við fólk: Á marga vegu veita sambönd okkar við fólk okkur hamingju í lífinu. Í vinnu skiptir miklu mál að eiga í góðum samskiptum við vinnufélagana, heima fyrir eru það vinirnir og fjölskyldan og hvert sem við förum þá eigum við í samskiptum við fólk. Íhugaðu hvernig þín samskipti eru og reyndu að bæta einhverju við, til dæmis getur gert gæfumuninn að brosa framan í afgreiðslufólk og vinnufélaga. Lærðu: Það eru sterk tengsl á milli náms og hamingju. Í því ljósi er engin afsökun að örva ekki heilann og læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Það þurfa ekki að vera stórir hlutir. Langar þig að læra nýtt tungumál? Lærðu eitt orð eða eina setningu á nýju tungumáli á hverjum degi. Notaðu hugmyndaflugið og svo er um að gera að nota Netið til að forvitnast um eitthvað eitt á hverjum degi.


PurePharma

Það sem afreksfólk velur PurePharma er alþjóðlegt fyrirtæki upprunalega frá

Danmörku - sem framleiðir einungis fáar vísindalega sannaðar vörur sem hafa áhrif á bætta heilsu. Markmið Að veita bestu og öflugustu fáanlegu fæðubótarefnin á markaðnum. Fyrirtækið PurePharma var stofnað í þeim eina tilgangi að framleiða bestu mögulegu fæðubótarefnin sem hafa áhrif á bætta heilsu. Allar vörurnar eru byggðar á: einfaldleika, gegnsæi og árangri. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að feiri og fleiri af bestu íþróttarmönnum heims hafa snúið sér að vörum PurePharma. Finnið út hverjir það eru á heimasíðunni!

Vörurnar 3 og verðlaun: IFOS - 5 Star Certification IFFO RS Compliance - Sustainable Fishing GMP Certified Production - Overseen by NSF ISO14001 Certified Production - Environmental safety management USP - Complying with U.S. Pharmacopeia standards EP - Complying with EU Pharmacopeia standards Endurhugsaðu morgun- og kvöldrútínuna: Fara morgnarnir í þeyting um íbúðina í því skyni að reyna að komast út um dyrnar? Slekkur þú á sjónvarpinu og stekkur beint upp í rúm? Reyndu að koma betra skipulagi á morgnana til dæmis með því að undirbúa nesti barnanna á kvöldin og taka til öll föt fyrir daginn eftir. Þú getur líka reynt að vakna klukkutíma fyrr á morgnana og eytt þeim klukkutíma í sjálfan þig í rólegheitum, hvort sem það er í íhugun eða lestur, skriftir eða æfingar. Á kvöldin er gott að eyða smátíma frammi, með sjónvarpið slökkt, í að fara yfir daginn, hvað var gott og hvað hefði betur mátt fara. Fagnaðu árangri þínum: Á venjulegum degi er nokkuð víst að einhverjum árangri var náð. Kannski brástu vel við erfiðum viðskiptavini, náðir góðri sölu, fékkst hrós fyrir vinnu þína eða eitthvað í þá áttina. Þetta þurfa ekki að vera stórir atburðir en hvers vegna ekki að taka augnablik til að fagna því sem þú náðir að gera. Deildu reynslunni með einhverjum, klappaðu sjálfri/sjálfum þér á bakið eða verðlaunaðu þig með einhverju skemmtilegu.

Vörur PurePharma O3 - Ultra Pure Fish Oil PurePharma D3 - Customized Vitamin D3 Dose PurePharma M3 - Three Minerals, 2 types of Magnesium & 1 type of Zinc

Fæst í Sportlíf og Hagkaup 35 Heilsan


Fatnaðurinn Fötin skipta máli í ræktina, það er að nota íþróttaföt sem styðja vel við og eru þægileg.

Casallæfingarbolur Útilíf, 9.490 kr.

Casall-hettupeysa Sportver, Útilíf, Efnalaug Suðurlands og fleiri, 16.990 kr.

Casall-æfingarbolur Efnið er hraðþornandi og afar mjúkt; heldur líkamanum þurrum og góðum. Útilíf, 9.490 kr.

Casallæfingarbolur Sportver Akureyri, Útilíf og Sportís, 7.990 kr.

Casall-þröngar æfingarbuxur Sportís og Útilíf, 13.990 kr. Casallæfingarbolur Útilíf, Sportbær, Sportver og fleiri, 10.990 kr.

36 Heilsan


Hvar og hvenær sem er ...

Ekki láta hálkuna stoppa þig!

Æfingarbönd (Multi Balance Trainer) Hægt að nota hvar sem er og hvenær sem er, inni sem úti. Sportís, 13.990 kr.

Það þarf ekki að stoppa þig þó að þú komist ekki í ræktina, æfðu þig heima í stofu eða skrepptu út að hlaupa, skokka eða í góða göngu.

Göngubroddar Eirberg, 2.970 kr.

Hlaupabroddar Haldast sérlega vel á skónum Eirberg, 4.970 kr.

Core Trainer-æfingateygja Til að styrkja bak og kviðvöðva. Eirberg, 4.585 kr.

Æfingabolti með þyngd 500 g og 1 kg. 2 stk. í kassa. Eirberg, 4.890 kr.

Blóðþrýstingsmælir Einfaldur í notkun og áreiðanleikaprófaður. Eirberg, 9.980 kr.

Hlaupasokkar Betra blóðflæði og minni verkir í kálfum, góðir við beinhimnubólgu. Eirberg, 6.450 kr.

Magarúlla (Ab roller) Upplagt fyrir slaka magavöðva. Sportís, 3.990 kr. Skrefamælir Sýnir vegalengd, orkunotkun og tíma. Eirberg, 6.950 kr. Jógadýna Frábær fyrir æfingar heima í stofu og í jógatímann. Sportís, 6.990 kr.

Nuddrúlla með ga ddaboltum Mýkir vöðva og örv ar blóðflæði. Eirberg, 3.590 kr.

Heilsan 37


SKIPULEGGÐU ÞIG!

Með góðu skipulagi má minnka hversdagsálag, stress og finna aukatíma sem ekki fannst en virtist vera til hérna áður fyrr.

Gott er að byrja á því að skrá niður markmið mánaðarins, því næst markmið vikunnar og loks hvers dags fyrir sig. Markmiðin þurfa ekki að vera stór en þau þurfa að skipta þig máli, til dæmis gætir þú viljað hreyfa þig 16 sinnum í mánuðinum markvisst, upplifa eitthvað nýtt, hitta vini, fjölskyldu, eyða meiri tíma með börnunum. Kannski þarftu jafnvel að hætta að reykja eða venja þig af einhverjum öðrum ósiðum, skila stóru verkefni í vinnu/skóla eða þig langar að lifa heilbrigðara lífi. Er stressið í vinnunni að sliga þig? Nærðu ekki að klára það sem þú þarft að klára? Finnur þú ekki neinn tíma fyrir sjálfa/n þig og áttu ekki smástund aflögu fyrir þig?

Lykillinn er skipulagning og staðfesta.

Dagbók

Fáðu þér dagbók þar sem nóg pláss er til að skrifa við hvern dag. Árið Taktu eina opnu aftast í dagbókinni sem þú skiptir niður í mánuði. Settu niður gróf plön fyrir hvern mánuð, svo bætirðu í þau plön þegar líður á árið.

Mánuðurinn Skráðu niður nokkur markmið fyrir mánuðinn á síðasta degi hans. Hugsaðu hvernig þú ætlar að ná þeim og hve langan tíma þú ætlar að taka í hvert markmið.

Vikan Flokkaðu eftir vikum og skráðu niður á dagsetningar hvenær þú vilt að verkefnum sé lokið eða markmiðum sé náð.

38 Heilsan


Dagurinn Hverju þarftu að ná á hverjum degi? a. Þarftu að skipuleggja vinnuna? Skráðu niður tímann sem að þú ætlar að eyða í að skoða tölvupóstinn(oft gott að byrja daginn á því), hvenær þú klárar af og hringir þau símtöl sem þú þarft að klára. Flokkaðu daginn niður í þau verkefni sem þú þarft að sinna. b. Ætlarðu að stunda einhverja hreyfingu t.d. þrisvar í viku. Taktu frá ákveðinn tíma til þess og stattu við það. c. Festu niður einn dag í viku þar sem þú ferð í búðarferð fyrir vikuna, það bæði sparar tíma og peninga að kaupa sjaldnar inn því að þá ratar sjaldnar óþarfi í körfuna. Gott sparnaðarráð er líka að vera alltaf með innkaupamiða. d. Gott er að hafa matartíma á sama tíma á hverju kvöldi. Festu niður tíma og reyndu að vera búin/nn að ákveða hvað á að vera í matinn öll kvöld vikunnar, það gerir líka innkaup vikunnar einfaldari. Með lítil börn er sérstaklega gott að hafa matartímann frekar snemma eða um sexleytið ef hægt er. e. Fátt er hollara fyrir sjálfið en að eyða smástund á hverju kvöldi með sjálfum sér fyrir sig sjálfan. Taktu frá hálftíma á hverju kvöldi þegar heimilisverkunum ætti að vera lokið og börnin sofnuð eða komin í ró og eigðu stund með þér. Lestu þér til um íhugun og prófaðu! f. Reyndu að hafa listann eins nákvæman og hægt er.

Best er að reyna að hnika sem minnst frá skipulaginu en með góðu skipulagi er hægt að finna tíma fyrir „ótrúlegustu” hluti, eins og að hreyfa sig reglulega, sinna lestri barnanna, klára vinnu fyrr en áætlað var og finna sér smátíma fyrir sjálfið til þess að dafna. Ekki vera ósveigjanleg/ur. Þó svo að það sé ekki skráð niður í dagbókina þá geta óvæntir hlutir komið upp á með litlum sem engum fyrirvara en þá er bara að færa aðra minna mikilvæga hluti til. Það er ótrúlega hollt fyrir bæði heilann og andlega heilsu að upplifa nýja hluti, reyndu að hugsa um einhverja ákveðna hluti sem að þig hefur til dæmis alltaf langað að gera. Hvort sem það var tími, þor eða peningaleysi sem stoppuðu þig í að upplifa reyndu þá að finna lausn á því hvernig þú getur látið verða af því núna. Kannski þarftu að leggja smápening til hliðar í hverjum mánuði eða fá pössun fyrir börnin, hvað sem það er þá er tíminn núna til að setja það á dagskrá því lífið er núna. Mundu að gefast ekki upp þó svo að þú hafir ekki mætt í ræktina þessa vikuna eða jafnvel mánuðinn, haltu áfram að gera ráð fyrir ræktinni og bættu þig í næstu viku. Það má alltaf gera ráð fyrir því að plön breytist lítillega hjá þér eða öðrum sem þú ert búin/nn að ákveða að hitta, ekki vera óhagganleg/ur. Þó svo að eitthvað breytist þá þýðir það ekki að þú getir ekki verið með dagbók né að það borgi sig ekki að hafa dagbók, það þýðir einfaldlega það að lífið er breytanlegt og það gerir það bara skemmtilegra.

Lifðu lífinu lifandi með bros á vör og dagbókina undir hendi. Heilsan 39


Södd án

samviskubits

Myndir: í einkaeign Texti: Halldóra Anna Hagalín

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna veitingastað?

40 Heilsan

Ég var að læra iðnhönnun í USA þegar ég heillaðist af þessari matargerð. Hef alltaf reynt að finna heilsusamlegan mat sem er jafnframt góður á bragðið. Ég gæti aldrei pínt eitthvað í mig dag eftir dag, bara af því það er hollt. Féll algjörlega fyrir Fresh Mexstöðunum úti og ákvað því að opna minn eigin heima á Íslandi. Þegar við byrjuðum vorum við bara með burritos, tacos og salöt. En svo erum við búin að bæta fullt af réttum á matseðilinn eftir það, quesadillas, tostada, hot plate, enchilada og fleira. Þannig að staðurinn hefur þróast mikið með árunum sem er skemmtilegt því ég veit ekki um neinn sambærilegan stað með jafnmikla breidd á matseðli.

Hver er hugmyndin á bak við Culiacan? Að bjóða upp á ferskan mat á mexíkóska vísu úr hágæðahráefni

á sanngjörnu verði og með hraðri þjónustu. Þannig á fólk að geta fengið sér hollan og góðan mat þótt það hafi bara 30 mín. í hádegispásu.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vakna klukkan sjö, kem Möndu af stað í skólann og Máneyju til dagmömmu. Æfing milli klukkan átta og níu, með kærastanum (þegar hann er í landi), heim að vinna í markaðsmálum og bókhaldi, svo á Culiacan í hádeginu, þar sem ég hjálpa til í törninni. Þar er ég svo fram eftir degi. Þá tekur við þessi venjulegi pakki að sinna börnum og búi.

Hver eru helstu áhugamál þín? Mér finnst voðalega gaman að ferðast og sakna verunnar USA þar sem maður gat keyrt út um allt. Ég hef mikinn áhuga á öllu tengdu innanhússhönnun. Svo finnst mér skemmtilegt að


Sólveig með HOT PLATE-rétti, sem komu á matseðilinn hjá Culiacan síðastliðið sumar.

Í hnotskurn: Hver er konan: Sólveig Guðmundsdóttir. elda góðan mat þegar ég hef nægan tíma til þess. Ég fjárfesti í overlock-saumavél fyrir nokkru en gef mér alltof lítinn tíma í að dunda mér í saumaskap. Svo þetta týpíska, ræktin, út að borða, göngur á sumrin, og ég elska að hlaupa úti, sérstaklega á sumrin.

Hvernig ferðu að því að skipuleggja vinnuna ásamt því að sinna börnum og áhugamálum? Með því að æfa á morgnana og geta unnið heima, gengur þetta allt upp fyrir rest. Oft er þetta samt rétt að sleppa og þegar kærastinn er á sjónum þarf ég iðulega að vinna heima í tölvunni þegar stelpurnar eru sofnaðar á kvöldin.

Hvernig hugsar þú um heilsuna? Með því að hreyfa mig reglulega og borða skynsamlega. Ég gæti þó gert betur og stefni alltaf að því að bæta mig.

Aldur: 38 ára. Hvaðan kemurðu: Seljahverfi í Reykjavík. Hjúskaparstaða: Í sambandi. Börn: Tvær stelpur, Manda Konný, 9 ára, og Máney Rán, 18 mánaða. Atvinna: Framkvæmdastjóri Culiacan. Heilsan 41


Sólveig og Ingrid Romero, fitnessdrottning, en hún var hér á landinu í nóvember og borðaði oft á Culiacan.

Eru einhverjar freistingar sem þú getur alls ekki staðist? Mér finnst snakk og ídýfa rosalega gott. Ég leyfi mér það stundum á laugardagskvöldum. Svo er ég agalega veik fyrir Pepsi Max og ef ég ekki passa mig þá drekk ég allt of mikið af því. Þannig að nú kaupi ég það bara um helgar og það virkar ágætlega.

Hvernig er mataræðið þitt? Frekar gott, hugsa ég. Ég borða nánast daglega á Culiacan og þar verð ég alltaf södd án samviskubits.

Hvert finnst þér vera aðalatriðið í að hugsa um heilsuna? Hlusta á líkamann þannig að ef þér líður vel eftir matinn þá veistu að þú varst að gera rétt. Það líður engum vel eftir að hafa hámað í sig djúpsteiktan mat, með djúpsteiktum frönskum, kokteilsósu og kóki. Þó að flestir geri það stundum. Svo er bara algjört lykilatriði að vera í einhverri hreyfingu reglubundið. Hvort sem það er ræktin, jóga eða eitthvað annað. Mér líður til dæmis aldrei betur en eftir gott útihlaup. Þá kemst einhvern veginn regla á allt sem ég hef verið að hugsa um og ég sé hlutina í miklu skýrara ljósi. Held að það hljóti að hafa eitthvað með súrefnisflæði til heilans að gera.

42 Heilsan

Hvað þyrftir þú helst að bæta á þessu sviði? Ég ætti að vera duglegri að teygja og sinna svoleiðis hlutum. Og svo gæti maður alltaf bætt sig í æfingum líka, verið duglegri.

Hvar og hvenær ertu hamingjusamastur? Þegar fjölskyldumeðlimir eru sáttir og sælir og Culiacan gengur vel. Það hefur mikil áhrif á geðheilsuna.

Finnst þér þú ná að sinna öllu sem sinna þarf: börnum, vinnu, manni og öllu hinu? Nei.

Hvað er á döfinni hjá þér? Er að undirbúa næstu skref í markaðsmálum Culiacan. Stefnan er sett á að auka söluna enn frekar, en okkur hefur gengið vel upp á síðkastið að vera sýnilegri og það skilar sér í sölunni.

Lumar þú á góðum ráðum varðandi gott útlit og vellíðan? Útihlaup er númer eitt fyrir mig til að ná fókus og því fylgir vellíðan. Varðandi útlit þá erum við það sem við borðum, það þarf ekkert að flækja það frekar.


Uppskriftir:

Quesadillas Innihald: tortilla rifinn ostur smátt saxaður kjúklingur (eða annað kjöt) salsasósa sveppir, paprika og laukur eða annað grænmeti (svissað á pönnu) sýrður rjómi Svissaðu grænmetið á pönnu með salti og pipar. Ef kjúklingurinn er kaldur má skella honum út á til að hita aðeins.

Settu salsa á helminginn af tortillunni, svo kjötið og grænmetið. Stráðu osti yfir og lokaðu tortillunni (eins og hálfmána). Hitaðu ofn eða teflonpönnu og bakaðu þar til osturinn er bráðnaður. Ef þú notar pönnu skaltu passa að snúa quesadillunni oft svo hún brenni ekki. Skerið í fernt og berið fram með sýrðum rjúma. Einnig er mjög gott að hafa guacamole með (uppskrift má sjá á Fésbókarsíðu Culiacan). Það er hægt að gera quesadilla með hvernig fyllingu sem manni hugnast. Leggðu áherslu á að nota gott hráefni og leggja smávinnu í að krydda og vinna fyllinguna áður en hún fer á tortilluna. Svo er auðvitað ferskt salsa eða pico de gallo (uppskrift má sjá á Fésbókarsíðu Culiacan) alveg svakalega gott með quesadillas.

Heimalagaðar heilhveiti-tortillur Innihald: 200 g heilhveiti smávegis salt ½ tsk. lyftiduft 125 g volgt vatn 1 tsk. ólífuolía Aðferð: Blandaðu saman þurrefnunum fyrst. Bættu við vatni og blandaðu vel saman. Láttu deigið bíða í 20 mínútur. Bættu olíunni við smám saman og hnoðaðu saman við deigið. Hnoðaðu þar til deigið er mjúkt. Skiptu deiginu í 6 hluta og gerðu bolta úr öllum. Láttu bíða í 10 mínútur. Dreifðu hveiti eða heilhveiti á borðið. Hver kúla er svo flött út þar til þunn, kringlótt tortilla myndast. Hitaðu pönnu (t.d. teflon) og þurrsteiktu hverja tortillu þar til þær eru ekki lengur hráar. Best að sjá hvernig liturinn breytist. Passaðu að láta þær ekki ofþorna.

Heilsan 43


Skrepptu á skíði Á

Íslandi leynast mörg skemmtileg skíðasvæði og tilvalið er fyrir alla fjölskylduna að skella sér saman á skíði. Ef farið er í styttri skíðaferðir, eins og í Bláfjöll (ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu), þá mælum við með því að skellt sé í næringarríkt og fjölbreytt nesti áður en lagt er af stað. Ekki gleyma kakóbrúsanum. Fyrir þá sem eru ekki vanir skíðum bjóða flest skíðasvæði upp á regluleg námskeið, fyrir vana skíðafólkið gæti líka verið skemmtilegt að prófa snjóbretti, sem hafa síðustu ár verið mjög vinsæl. Skíðaganga er einnig nokkuð vinsæl hér á landi og frá höfuðborgarsvæðinu er tilvalið að skreppa upp í Bláfjöll í göngu. Þar er bílastæði fyrir gönguskíðafólk vestur af skíðaskála Ármanns. Á svæðinu hafa nokkrar skíðagönguleiðir verið merktar sem liggja

44 Heilsan

allar frá gönguplani, allt frá þremur kílómetrum upp í tíu. Hægt er að prenta út kort af gönguleiðum áður en lagt er af stað til að hafa með sér í vasanum. Á heimasíðunni skidasvaedi.is er hægt að nálgast allskyns upplýsingar varðandi skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu sem og annars staðar á landinu. Undir valkostunum Bláfjöll og Skálafell eru einnig mjög góð yfirlitskort yfir svæðin þar sem meðal annars tekið er fram hvaða leið er best fyrir byrjendur og svo hina vönu. Þar eru gestir hvattir til að kynna sér efni heimasíðunnar til að sjá alla þá möguleika sem í boði eru og nýta sér alla valkosti innan svæðanna. Á ski.is, sem er heimasíða Skíðasambands Íslands, má einnig finna haldgóðar upplýsingar varðandi skíðasvæðin á Íslandi.


Helstu skíðasvæði landsins eru: Bláfjöll, skidasvaedi.is Skálafell, skidasvaedi.is Hlíðarfjall við Akureyri, hlidarfjall.is Böggvisstaðafjall við Dalvík, ski.is Skálamelur og Stallar við Húsavík, ski.is Dalirnir tveir í Skutulsfirði við Ísafjörð, isafjordur.is/ski/ Oddsskarð Skíðamiðstöð Austurlands, oddsskard.is Tindaöxl við Ólafsfjörð, ski.is Tindastóll við Sauðárkrók, tindastoll.is Skarðsdalur við Siglufjörð, skard.fjallabygg.is Stafdalur við Fjarðarheiði, skis.123.is Innan borgarmarka Reykjavíkur eru þrjár skíðalyftur sem ætlaðar eru börnum og byrjendum. Lyfturnar eru opnar þegar aðstæður leyfa. Lyfta er í Ártúnsbrekku við bæinn Ártún hjá gömlu Rafstöðinni og er ekið að henni frá Rafstöðvarvegi. Önnur lyfta er við Jafnasel í Breiðholti á milli Seljahverfis og Fellahverfis. Þriðja lyftan er í Grafarvogi og er staðsett með fram göngustíg sem liggur upp að Húsahverfi. Erfitt er að finna bílastæði við hana. En aðgangur að þessum lyftum er án endurgjalds. Upplýsingar um opnun er í símasvara 878 5798.

Skilgreining á skíðafæri: Púðursnjór: Laus þurr snjór, snjóað hefur í logni. Troðinn púðursnjór: Laus þurr snjór sem hefur verið troðinn. Troðinn þurr snjór: Nýr snjór eða þurr foksnjór. Harðpakkaður snjór: Nokkurra daga gamall þurr snjór sem hefur verið troðinn nokkrum sinnum. Troðinn blautur snjór: Snjóboltasnjór. Harðfenni: Snjórinn hefur blotnað og fryst aftur, ekki búið að snjóa lengi. Unnið harðfenni: Mulinn snjór, búið er vinna upp brekkurnar með troðara. Vorfæri: Grófkorna snjór, oft á tíðum hart yfirborð að morgni en sólbráð er líður á daginn. Framleiddur snjór: Oftast nefndur gervisnjór en það er villandi þar sem um snjó er að ræða sem framleiddur er með því að sprauta fínum vatnsúða upp í loftið með sérstökum snjóbyssum.

BB C R E A M

YOUR FACE – YOUR CHOICE

ALL in ONE FOUNDATION PRIMER MOISTURIZER •

Adapts to the skin tone

Blurs imperfections and fine lines

With SPF 15

Comes in 5 shades

NEW

/gosh cosmetics

Heilsan 45


VIÐTaL

Í hnotskurn: Hver er maðurinn: Sigvaldi Kaldalóns. Aldur: 38 ára. Hvaðan kemurðu: 107 Reykjavík. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Börn: 4 börn. Atvinna: Dagskrárstjóri/ þáttagerðarmaður/ CrossFit-þjálfari.

46 Heilsan


VIÐTAL

Einn stór sigur Sigvalda Kaldalóns þekkja líklega flestir betur undir nafninu Svali. Hann er sjóaður útvarpsmaður og þykir þar í flestan sjóinn fær. Svali starfar í dag sem dagskrárstjóri og þáttagerðarmaður hjá útvarpsstöðinni K100,5 og sem CrossFit-þjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Myndir: Jónatan grétarsson Texti: Halldóra Anna Hagalín

Breyttur lífsstíll Ætli stærsti sigurinn sé ekki breyttur lífsstíll og almennt hreysti bara. Þegar maður áttar sig á hvað maður hefur breytt miklu á síðustu árum þá er þetta bara einn stór sigur í rauninni.

Langir dagar Ég vakna alla daga klukkan hálfsex og er mættur í vinnu klukkan sex. Þá hittumst við Svavar og klárum að „preppa“ okkur fyrir þáttinn sem hefst klukkan sjö á K100,5. Eftir þáttinn, eða um klukkan tíu, förum við aðeins yfir hvað okkur langar að gera næsta dag. Um ellefu hendist ég á æfingu og er þar yfirleitt til um það bil eitt. Þá mæti ég aftur upp á skrifstofu hjá K100,5 og sinni þar öllum daglegum rekstri og almennri hugmyndavinnu. Ef ég kenni í CrossFit Reykjavík er það á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan fjögur til sjö og stöku sinnum um helgar. Þriðjudaga og fimmtudaga sæki ég svo yngstu drengina á leikskólann klukkan hálffimm og reyni þá daga að vinna ekkert eftir að ég kem heim. Ég er yfirleitt kominn í bólið um klukkan tíu og er frekar fljótur að sofna. Eigum við að segja að þetta sé skipulagt kaos, ég hef tekið drengina með mér á æfingar um helgar og svo á ég bara mjög skilningsríka konu. En það er ekki mikið um árekstra á virkum dögum.

Fjölbreytt áhugamál Það er af nægu að taka. Ég elska að ferðast og skoða landið hvort sem það er keyrandi, gangandi eða hlaupandi. Spila golf og auðvitað er hreyfingin í CrossFit áhugamál líka. Svo er bíladellan alltaf á sínum stað og bara áhugi á flestu sem hefur mótor. Heilsan 47


VIÐTaL

CrossFit-áhuginn byrjaði með því að ég fékk til mín tvo góða menn í viðtal í september 2008 sem voru að segja frá nýju æfingakerfi sem kallaðist CrossFit. Annar þeirra, Evert Víglundsson, skoraði á mig og okkur sem vorum í þættinum að prófa þetta í 3 mánuði. Ég tók áskoruninni og byrjaði þann 6. október 2008 (daginn sem Ísland féll) og hef verið í þessu síðan. Sótti mér kennsluréttindi árið 2010 og hef kennt samhliða æfingum síðan þá.

Afrek og afdrifarík ákvörðun Ég held að mestu afrek mín skiptist í nokkra flokka en eru klárlega börnin, heimilið – að eiga þak yfir höfuðið, að sigra markmiðin í CrossFit-inu og að hætta að reykja. Afdrifaríkasta ákvörðun mín er líklega sú þegar ég samþykkti að taka áskorun Everts Víglundssonar haustið 2008 um að fara í CrossFit í þrjá mánuði. Hafði fram að því bara ekkert hreyft mig. Óhætt að segja að líf mitt hafi tekið nýja stefnu frá þeim degi, þetta var meira að segja þann 6. október 2008. Var það ekki dagurinn sem Ísland féll.

Heilsa og hamingja Ég hugsa um heilsuna með því að hreyfa mig og borða góðan mat. Ég borða allt en reyni mestmegnis að borða frekar hollt en M&M með hnetusmjöri er freisting sem ég get ekki staðist, það er bara svo hrikalega gott! Maturinn er grunnurinn að öllu og svo kemur hreyfingin. Blanda af þessu er uppskrift að góðri heilsu, líkamlegri og andlegri. Ef það er eitthvað þá gæti mataræði mitt verið hreinna. En mér líður vel og ég hef næga orku og því hef ég í sjálfu sér ekki séð ástæðu til að fara út í alveg hreint mataræði. Prófa það kannski einhvern tímann.

48 Heilsan

Hamingjusamastur er ég heima með öllum mínum. Þar koma stundir þar sem maður upplifir sig sem lánsamasta mann veraldar. Markmiðið er svo að vinna aðeins minna á þessu ári en á síðustu árum og ná að njóta stundarinnar betur.

Eftirminnilegasta atvikið . Fyrir utan fæðingu grislinganna, er mjög margt sem kemur til greina. Ég man þó alltaf mjög vel eftir því þegar ég kom til útlanda fyrst. Árið 1982 lenti ég á Ítalíu og ég man þegar flugfreyjan opnaði út og ég fann heita loftið streyma á mig. Mér fannst eins og ég væri að kafna. Þá nefnilega gekk maður


SPORTÍS MÖRKIN 6

108 REYKJAVÍK

S:520-1000

SPORTIS.IS


VIÐTaL

beint úr vélunum og út, ekki inn neinn landgang. Svo var það mjög eftirminnilegt þegar ég hljóp Laugaveginn fyrst.

Á döfinni Það er margt sem mig langar að gera, en á þessu ári langar mig að byrja á gönguferð hringinn í kringum Vatnajökul sem verður tekin í nokkrum áföngum. Þá ætla ég að fara í að minnsta kosti eitt hálendishlaup og Reykjavíkurmaraþon. Loks ætla ég að prófa gönguskíði og sjósund á árinu. Svo er draumurinn að komast í IronMan einn góðan veðurdag.

50 Heilsan

Góð ráð Finndu þér markmið, ekki endilega kíló eða eitthvað í þá áttina. Heldur til dæmis að ákveða hvað það er sem þig langar að gera, eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. Taka svo stutt en örugg skref, ekki gera allt í einu. Þetta kemur einn góðan veðurdag.

Mikilvægast í uppeldi * Taka þátt í lífi barnanna, sama hvað það er. * Hlusta á þau. * Gefa þeim færi á að gera hlutina á sinn máta. * Leika við þau. * Knúsa þau og faðma nógu oft.


ÍSLENSKA SIA.IS MSA 62676 01.2013

HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI, KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

KATRÍN TANJA DAVÍÐSDÓTTIR CROSSFIT-KONA

100%

HÁGÆÐA PRÓTEIN


Frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð Hvenær eigum við að hrósa börnunum okkar, ofmetnast þau við of mikið hrós og hættir okkur til að vernda þau um of? Nú dynja á foreldrum allskyns heilræði og hugmyndir varðandi uppeldi og oft er erfitt að skilja á milli hvað er gott og hvað ekki. Heilsan hitti sálfræðinginn Hugo Þórisson og ræddi við hann um ýmis mál sem tengd eru uppeldi barna.

Forgangsröðun foreldra er afar mikilvæg og vill því miður oft brenglast þegar amstur dagsins verður mikið. Foreldrar þurfa að passa upp á að börnin komi ætíð fyrst, að taka smápásu frá símanum, tölvunni og öllu hinu, tala við börnin og sýna þeim áhuga.

einhverja aðferð sem er ekki í neinu samræmi við annað viðhorf foreldranna en þú þarft þá að fylgja þeirri aðferð alltaf. „Þú sem foreldri þarft að hugsa: Hvaða viðhorf vil ég að ríki í uppeldinu á barninu mínu, hverju vil ég ná fram?” segir Hugo og bætir við: „Þú þarft alltaf að geta hugsað um að það sem þú gerðir eða hvernig þú brást við er í samræmi við þá stefnu sem þú vilt fylgja.“

Hrósum börnunum

Samtalið

Forgangsröðun

Hugo talar um hrós og segir: „Þegar ég byrjaði að halda fyrirlestra Það er samtalið sem skiptir öllu máli og það að eiga samtal við fyrir þrjátíu árum þá hefði ég getað safnað saman fólkinu og sagt börnin alveg frá fæðingu. Við hlustum á nýfætt barn til þess að aðeins þetta eina: Hrósið börnunum ykkar! Á þeim tíma var haldið reyna að skilja hvað býr að baki gráts. „Það er alltaf hægt að nota að þau myndu ofmetnast við hrós.” Hrós þarf að vera verðskuldað samtalið en stundum þarf að setja orð eða möguleika fyrir barnið þannig að þú leggir þig fram til þess að fá það, ef að hrós er ekki ef að það getur það ekki sjálft,“ segir Hugo. verðskuldað reynir maður nefnilega ósjálfrátt að draga úr því. „Mér Leyfum börnunum að segja sitt og hlustum. Krakkarnir vilja finnst mikilvægt að hrósa börnum en mér finnst enn mikilvægara standa sig og við þurfum að finna leiðir til þess að hjálpa þeim að börn kunni sjálf að meta framtakið,” til þess en ekki skamma þau þegar þeim tekst það ekki. Það er, bætir Hugo við. „Tökum sem dæmi að sleppa tiltali og eintali en að nota samtalið í öllum aðstæðum. þegar barnið spyr þig: „Finnst þér þetta Þegar foreldrar detta í eintal eða spyrja spurninga sem ómögulegt ekki flott?” Þá væri rétt að svara: „Hvað er fyrir barnið að svara býður það upp á að barnið fari í vörn. finnst þér um þetta?” Eða: „Ert þú sátt/ Í samtali finnið þið í sameiningu foreldrið og barnið, ákveðna ur við þetta?” Svarið verður væntanlega niðurstöðu um ábyrgð barnsins og hvernig foreldri getur hjálpað já eða nei og þá geturðu spurt barnið því með ábyrgð þess. Hvernig getur barnirð hækkað einkunnina, lagað hegðunina og þar fram eftir götunum. hvort það vilji reyna að gera betur. Barnið svarar Spyrðu til dæmis barnið hvernig því líði með oftast nær játandi. Þegar barnið kallar aftur í þig að hafa fengið lélega einkunn og hvernig það og spyr sömu spurningar þá skaltu svara eins og 7 lykilatriði sem geti staðið sig betur; bjóddu fram hjálp þína og spyrja aftur hvað barninu sjálfu finnist um þetta, við þurfum að finnið sameiginlega lausn. Í tóninum sem maður það mun án efa svara FLOTT. Þá hefur barnið reynt notar í samtali við barnið fylgja sterk skilaboð. sitt besta, lagt sig fram og kann sjálft að meta kenna börnunum Hugo er almennt mikið á móti refsingum og framtakið.“ okkar: segir: „Það hjálpar ekki að taka hlutina í burtu, Við þurfum að hjálpa börnum að meta að Frumkvæði því að þá ertu lagður af stað út á braut sem þú verðleikum ef að þau hafa lagt sig fram, þau verða kannski sérð ekki fyrir endann á.” að finna að þau hafi lagt sig fram og að þá fái þau Sjálfstæði hrós.

Mynd: Úr safni Texti: Halldóra Anna Hagalín

„Hrós þarf að vera verðskuldað“

52 Heilsan

Ábyrgð

Viðhorf í uppeldi Því miður virðist uppeldi í dag oft vanta stofninn. Það sést kannski einhver hugmynd um uppeldi en það er kannski ekki í neinu samræmi við hugmynd foreldranna sjálfra. Foreldrar grípa kannski

Virkni Tillitssemi Iðni Áhugi

Valkostir barnsins

Foreldrar þurfa að vera góðir í því að hlusta á barnið og hjálpa barninu til að finna hvað hentar því best. Með yngri börn er best að bjóða upp á tvo jafngóða möguleika svo sem: Viltu leiða mig hægra megin eða vinstra megin? Því að


sjálfsögðu á ekki að vera neitt annað í boði en að leiða. Of margir valkostir rugla bara barnið. Annað dæmi er: Ekki spyrja barnið í hverju það ætli út, heldur er betra að spyrja hvort það vilji fara í þetta eða þetta (tveir jafngóðir möguleikar). „Viðhorfið á að snúast um hvað við viljum kenna börnum og lykilatriði er að þau læri frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð, virkni, tillitssemi, iðni og áhuga,“ segir Hugo.

Greiningar á börnum Þegar talið berst að greiningum segir Hugo að við (Íslendingar) höfum farið yfir mörkin í greiningum og landlæknir sé að skoða greiningarferlið. „Ég er ekki mjög hrifinn af miklum greiningum en þær geta hjálpað börnum og ekki síður foreldrum til þess að skilja hvað er í gangi. Það eru orðin ansi mörg börn sem eru greind með athyglisbrest án þess að ég sé að gera lítið úr honum.“ Hugo segir enn fremur að það sé afar mikilvægt áður en kemur að lyfjagjöf að vera meðvitaður um að hjálpa barninu til að eiginleikar þess verði styrkleikar og hæfileikar en ekki veikleikar. „Sem foreldri er gott að hugsa: Svona er barnið, ætlum við að brjóta það niður eða ætlum við í uppeldinu að byggja það upp? Þetta eru eiginleikar barnsins, hvernig get ég hjálpað því til þess að það sé ekki verið

„Umhyggjusömum góðum foreldrum hættir til að taka viðfangsefni og verkefni af börnunum.“ að líta á eiginleikana sem neikvæðni því að það hefur vond áhrif á sjálfsmyndina?“ „Það eru röng skilaboð að segja: „Hættu að æsa þig svona!“ Notaðu samtalið og ræddu við barnið þitt og segðu til dæmis: „Þú verður reiður – hvað gerirðu þá? Hvernig bregstu við reiði?“ Þannig hjálpum við barninu að finna leiðir og lausnir til þess að bregðast við.” Hugsunin hjá foreldrum á að vera (og þá sérstaklega við erfiðar aðstæður): Hvernig get ég hjálpað barninu til þess að ráða betur við aðstæðurnar, breyta viðhorfinu? Hvað þarf til þess?

Lyfjagjöf Nú hefur lyfjagjöf barna verið mikið í umræðunni og hefur Hugo þetta um málið að segja: „Það er algjör undantekning að foreldrar grípi lyf sem tækifæri til að þurfa ekki að takast á við vandamál sem tengjast börnum þeirra. Næstum því alltaf er það erfið ákvörðun fyrir foreldra að fara að gefa barni sínu lyf til þess að breyta því, ef að lyfið breytir barninu of mikið eru það lyfin sem henta ekki og þá þarf að skoða skammtastærðir. Lyf hafa hjálpað mjög mörgum börnum. Við megum ekki láta óábyrga einstaklinga skemma fyrir hinum.“

Þurfa börnin okkar ögrun? Börn þurfa að takast á við hluti, þau þurfa aðstoð til þess að þau sjálf læri að takast á við tilfinningar og aðstæður. Við þurfum að sýna barninu þolinmæði og leyfa því að takast á við verkefnin. Foreldrar eiga það til að mata barnið löngu eftir að það getur

borðað sjálft, rétta því allt á borðið og smyrja fyrir það brauðið. Foreldrar eru sem sagt of fljótir til og taka verkefnið af börnunum til að spara tíma en þá kennum við barninu ábyrgðarleysi. „Umhyggjusömum góðum foreldrum hættir til að taka viðfangsefni og verkefni af börnunum,“ segir Hugo, „ef við tökum af þeim ráðin og segjum þeim að gera þetta eða hitt, þá kennum við þeim ábyrgðarleysi, einnig leiðir það til skorts á frumkvæði og ósjálfstæði og það er ekki eitthvað sem við viljum vera völd að sem foreldrar. Ekki setja bara trefilinn á barnið eða segja: „Settu á þig trefil.“ Segðu frekar:„Það er svo kalt úti – heldur þú ekki að þér verði kalt um hálsinn?” Eða: „Ég hef áhyggjur af því að þér verði kalt á hálsinum ef þú ferð svona út.” Við þurfum að leyfa barninu að hugsa, taka frumkvæði og kenna því að hugsa í sínum eigin lausnum með því að bjóða því upp á það, þá kennum við því frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð.“

Skólaganga Margir foreldrar kvíða fyrir að litla barnið þeirra byrji í skóla en Hugo segir það vera alranga hugsun. Hann segir að ef foreldrarnir hlakki til þess að barnið fari í skóla þá hlakki barnið ósjálfrátt til þess líka; ef hins vegar foreldrarnir kvíði fyrir því að barnið fari í skólann þá smitast það til barnsins. „Níutíu og níu prósentum barna gengur vel í skóla, hann er svo skipulagður og þægilegur. Stundum aðeins of niðurnjörvaður en kennarar eru vakandi og sofandi yfir líðan barnanna og fagfólk fram í fingurgóma,” segir hann og bætir við: „Hlakkið til að börnin byrji í skóla, þarna kemur fastur rammi og kennarinn verður fljótur að láta vita ef að það vantar samstarf.“ Foreldrar eiga það til að byggja upp of miklar væntingar hjá börnum og jafnvel kvíða með því að vara þau um of við skólanum, ræða of mikið um hvað geti farið úrskeiðis í skólum og með því að ráðleggja þeim of mikið. „Ef ég hlakka til að barnið byrji í skóla þá kenni ég barninu að hlakka til,“ segir Hugo.

Einelti í skólum Aftur kemur að því hvað samtalið er mikilvægt í uppeldi og berst talið að einelti í skólum og því að krakkar þori oft ekki að ræða við foreldrana. „Það sem krakkarnir kvarta yfir og líður illa yfir er oft svo ósýnilegt fyrir foreldrum að þeim finnst kvörtunarefnið ómerkilegt,” segir Hugo. „Einelti hjá stelpum og strákum er til dæmis mjög ólíkt. Stelpur stunda útilokun, augnatillit og baktal og oft kvarta stelpur til dæmis yfir vinkonu sem virkar voðalega indæl þegar hún kemur í heimsókn og foreldrar sjá þá ekki það er sem börnin upplifa. Það er svo auðvelt að gera svo lítið úr því. Það þarf að passa að draga ekki úr vondri eða góðri upplifun barnanna. Ekki svara: „Láttu eins og þú heyrir þetta ekki.” Eða: „Ekki taka mark á þessu.” Þetta er ekki vitleysa hjá telpunni og það er okkar fullorðinna að finna lausnir fyrir börnin.” Hann bendir á bókina Odd Girl Out og segir hana vera afskaplega góða lesningu um einelti hjá stelpum. „Það eru því miður mjög fáir sem mótmæla þegar verið er að baktala annað fólk og það er oft mjög erfitt fyrir stelpurnar ef þær eru sjálfar látnar sjá um lausnina; það vantar fólk sem er til í að vera ekki sammála hópnum,“ segir Hugo og endar á því að telja upp þau atriði sem hann telur einna mikilvægast að börnin læri: frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð, virkni, tillitsemi, iðni og áhugi. Heilsan


HVAR og

hvenær

Telma Ágústsdóttir setti upp æfingakerfi fyrir lesendur Heilsunnar:

SEM ER!

Hér er frábært æfingakerfi sem hægt er að gera heima, í vinnunni eða í sumarbústaðnum. Þessar æfingar er hægt að gera án þess að nota tæki eða tól. Notaðu Líkama þinn sem þitt æfingatæki. Þú endurtekur hverja æfingu fyrir sig í 30 sek. og ferð þrisvar sinnum í gegnum hvern flokk:

1

upphitun:

Hlaupa háar hnélyftur

2

Hoppa sundur og saman

3

Hnébeygja

54 Heilsan

4

Fjallaklifur


neðri hluti:

1

Hoppa upp á öðrum fæti í einu

2

Framstig með snúningi

4

Hliðarstig og snerta tá

3

Mjaðmalyfta á öðrum fæti í einu

Heilsan 55


HVAR og

hvenær

SEM ER! efri hluti:

1

Dýfur lyfta fæti upp í loft

2

Plankastaða, lyfta fótum upp til skiptis

3

Krabbastaða lyfta hægri hendi á móti vinstri fæti

4

Armbeygjur

56 Heilsan


líkami miðjan:

1

Hjólakviður sitjandi

2 3

Armbeygjur draga hægri fót að vinstri olnboga

Uppsetur og róa, toga hendur að líkama og kreista herðablöð

4

Hliðarplanki, lyfta mjöðm upp frá gólfi

njóttu Morgunmatur: 1 dl haframjöl, 2 dl vatn og 1 dl bláber. Blandið öllu saman í skál og hitið í örbylgjuofni í 2 mín. Hrært í af og til. Blandið 1 skeið af Eat Smart vanilla í vatn og hellið út á grautinn! Snarl: Pera

Mataræðið þarf ekki að vera flókið og vont. Hver og einn þarf að finna út það magn sem hann þarf.

Hádegismatur: Gróft speltpasta, túnfiskur í vatni, rauðlaukur, paprika, kotasæla, eplabitar og stór skammtur af spínati. Snarl: Hrein jógúrt, 1 hrökkbrauð, 1 egg, 10 cm gúrka og 10 valhnetur

Kvöldmatur: Lúxussalat m/kjúklingabringu eða laxi: 1 skál romainsalat, 4 kokteiltómatar, 10 vínber, 1 gulrót, skorin í strimla, 1 lúka alfalfa-spírur, 1 lúka sólblómafræ. Grilluð kjúklingabringa skorin í strimla eða lax.

Sósa: ½ dl ólífuolía, ½ dl balsamedik, nokkrir dropar af sesamolíu, hvítlaukur, pipar. Þeytið allt saman með gaffli og bætið hvítlauk, salti og pipar út í eftir smekk.

Kvöldhressing: Vanillu ÍS: 2 ½ dl vatn, 1 skeið Eat smart vanilla, + ögn af náttúrulegu hnetusmjöri og fullt af klaka!

57 Heilsan


Er ástin geðveiki? Auðvitað viljum við trúa því að hjartað ráði för þegar við hittum ástina í lífi okkar en svo eru það víst bara hormónarnir ... En hafðu ekki áhyggjur, þetta klikkaða ástand mun ekki endast.

S

amkvæmt líffræðirannsóknum er orðið „ástsýki“ kannski meira en bara orðlíking. Því samkvæmt þessum rannsóknum er það að verða ástfanginn lífeðlisfræðilega mjög svipað því og að veikjast af geðsjúkdómi. Sjúkdómar eins og t.d. áráttu- og þráhyggjuröskun eru taldir orsakast af ójafnvægi á seratónínmagni líkamans og hafa rannsakendur fundið út að bæði þeir sem þjást af þráhyggju og ástfangið fólk hafi lágt seratónínmagn eða um 40 prósent lægra en telst eðlilegt.

Lækning? Skýringu þess að þessi mikli ástarbrími rennur af okkur með tímanum gæti verið að finna í starfsemi heilans og hvernig hann bregst við dópamíni sem fylgir ástríðunni og fyllir okkur vellíðan. Í réttum hlutföllum eykur dópamín orku og vellíðan og hjálpar til við einbeitingu. Það er ástæða þess að þegar þú ert nýorðin/n ástfangin/n geturðu vakað allar nætur, skokkað upp um fjöll og firnindi og nýtt hæfileika þína til hins ýtrasta. Ástin gerir þig hugrakkari og hressari og gerir það að verkum að þú tekur meiri áhættu. Ef þetta hormónaójafnvægi ástarinnar sem líkist hvað helst geðsjúkdómi myndi halda áfram yrðum við án efa fyrir sálrænum skaða. Svo ekki sé minnst á praktísku vandamálin sem kæmu upp þegar þú drægist aftur úr í vinnunni, svæfir ekki nóg og fylgdist ekki með klukkunni. Að öllu gríni slepptu þá er þessu tímabili tryllingslegrar ástar ekki ætlað að endast.

Áhugaverðar staðreyndir

Texti: Björk Eiðsdóttir

Á heimasíðunni www.biorationalinstitute.com er að finna fjölmargar áhugaverðar greinar og m.a. um ástina og hin flóknu samskipti kynjanna. Hér eru nokkrar staðreyndir sem finna má þar. *Þegar ástmenn kvenna eru ekkert sérlega karlmannlegir þá eru þær líklegri til að láta hugann reika til karlmannlegri manngerða þegar þær eru frjóar heldur en konur sem eru með karlmönnum sem líta út eins og George Clooney. *Því hefur lengi verið haldið fram að hjónaband dragi úr árásargjarnri

58 Heilsan

og ólöglegri hegðun karlmanna. En spurningin er sú hvort það er hjónabandið sjálft sem veldur þessu eða að það eru einfaldlega minna „andfélagslegir“ menn sem gifta sig. Svarið er hvort tveggja.   *Karlmenn sem eru að leita sér að stuttu ástarsambandi eru mun áhugasamari um líkama konunnar en þeir sem eru að leita sér að lengra sambandi og einblína þá frekar á andlitsdrætti hennar. *Karlmenn með lágan stressstuðul laða frekar að sér konur. *Almennt séð eiga konur færri feisbúkkvini en karlar, alla vega færri sem þær hafa reglulegt samband við. Karlmenn virðast frekar vera í samkeppni hver við annan um að eiga sem flesta vini og telja að þannig geti þeir gengið í augun á mögulegum maka.

En það er engin ástæða til að örvænta þótt þú og ástin þín verðið ekki alltaf svífandi um á bleiku skýi alsælunnar því svo virðist sem hamingjusömum pörum í langtímasambandi hafi tekist að færa sig frá ofskammtinum af dópamíni á fyrstu stigum sambandsins yfir í djúpa tengingu sem ræðst fremur af oxýtósíni sem er sæluörvandi hormón sem eykur á tengingu ykkar á milli og samkennd. Þetta hormón leysist úr læðingi við brjóstagjöf, faðmlög og kynferðislega fullnægingu. Út frá líffræðilegu sjónarmiði þá eru þau pör sem eru dugleg að finna leiðir til að auka oxýtósínmagnið hvort hjá öðru líklegri til að lifa hamingjusöm til æviloka.

Hvernig getum við aukið oxýtósín-magnið? 1. Faðmist oftar. 2. Horfið í augu hvort annars þegar þið talið saman eða eruð í ástaratlotum. 3. Gerið skemmtilega hluti saman, heimsækið nýja staði, farið í ræktina saman, farið í fallhlífarstökk eða í rússíbana. 4. Hlæið saman. 5. Nuddið hvort annað reglulega (hvaða líkamshluta sem er). 6. Þegar spenna myndast ykkar á milli, skuluð þið stöðva hana áður en hún stigmagnast. Tengist saman líkamlega, haldist í hendur, faðmist o.s.frv. Andið saman í nokkrar mínútur og talið svo saman. (Heimild: Biology of Love eftir Janis Ericson)

*Rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að „tímaglasavöxtur“ kvenna sé mikilvægari í huga karlmanna en brjóstastærðin eða andlitsdrættirnir. *Þegar konan hefur egglos breytist hegðun hennar á svo margan hátt, allt frá því hvernig hún gengur, talar og klæðir sig að því hvern hún daðrar við.  *Við egglos hugsa konur ósjálfrátt meira út í það hvernig þær klæðast, ekki til að ganga í augun á karlmönnum heldur til að líta betur út en samkeppnisaðilar þessa fáu daga mánaðarins. *Fræðimenn hafa tengt höfnun frá hinu kyninu við heilastarfsemi sem tengist hvatningu, umbun og löngunum sem tengjast fíkn. *Rannsóknir sýna að brúðkaupsathafnir þróuðust til að láta fjölskyldu og vini

brúðhjónanna tengjast þeim á nánari hátt svo þau mundu hjálpa þeim við að ala upp börn sín. *Samkvæmt nýjum rannsóknum finna konur fyrir meiri höfnun ef maki þeirra verður ástfanginn af annarri konu, heldur en ef hann einfaldlega heldur fram hjá. Karlmenn aftur á móti taka það frekar nærri sér ef kona þeirra sefur hjá öðrum karlmanni. *Karlmenn ættu að kvænast konu sem er gáfaðri en þeir og alla vega fimm árum yngri ef þeir vilja auka líkurnar á að sambandið endist. *Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn sem verja þó ekki sé nema nokkrum mínútum í návist aðlaðandi konu standa sig verr í prófum sem kanna eiga heilastarfsemi heldur en þeir sem spjalla við einhvern sem þeim finnst ekki aðlaðandi.


Sumarauki, Sumarleikur, Blár Ópal og plakat af spænska landsliðinu

gjafin n 3.

EVrópumEistarar 2012 spánn

tbl. 20 12

www .gestg

s sumarhaúrt m s g o heimili

jafin n

.is

Nr. 27 – 2012 Verð: 895 kr. 5. júlí

rð 1.

595

kr.m .v

sk.

Gerir lífið skemmtilegra!

Þórunn Antonía og Ágúst

TOM OG TRÚIN, lar að vinna KATIE FLÚIN! um hvernig hún æt

www.g estgja finn.i s

Gylfi Sig í Reykjavík:

9 771025 956009

. árg.

31 ir rar nsk Ísle píufa m óly

ar -

tbl. 201 2

Garðveis lur

Ek

5 69 0691

2012,

nud

agsk

LÍF

NN

akan

- Bú

ðaráp

Kr.

k

di

ina

t saman hús sektrúfjárni með s

7

ng sjóræni

Nýtt lí fí

BosNíu Eva Klon owsk Nr. 26 – 2012

sögur sannar nnar gur Viku is www.gestgjafinn. ynslusö

a Siddhart ma Gauta

fékk gríska blessun á santorini: 7. tbl. 2012, verð

Búðará

rgerð

p - Al

lrahand

Gerir lífið gra! skemmtile

Evu

hJör

BBQ og grill

Wow!

FÆR FIMM

Hrafn Gunnlaugs með grand barnaafmæli:

gjafinn.is

barnapía!

9 771025 95600 9

Er matur list?

.

ðuföll HeilgriSkri lla kaff ðærð lau mb - auðveld1970 aragðina

nýjasta gr sósurnar æjan • saga n •

Hönnuðir á rff

í Knattspyrnu

5 kr.m.vsk

STóRSkoTALIÐSÆFING oG RokkAÐuR PuccINI

byg en þú he

ldur

Einar Kárason tekur hús á Agli Ólafssyni og Þór Breiðfjörð

HeIMASMíÐuÐ HjóL

David Oldfield smíðar einstök hjól í kjallara

Nýtt Líf 4. TBL. 2. tbl. 30. 35. ÁRG. 2012 árg. 2007

.is

Gestg

gjafinn.is

jafinn 5. tbl. 2012

7. tBL. 2012

SYNIR HEIMSNA ÞEKKTRA MAN u ekki í

www.gest

– besti bitinHouse steik n

Fetuð fótspor feðranna

MATUR OG VÍN

SPURNINGAR & SVÖR FINGRAFÖR REYKMERKI ● KuNG Fu

Aðskilnaðarstefnan skildi þau að ns og Ástarsaga Nelso Winnie Mandela

AFMÆLIS BLAÐ

Eyþór verður á Drottningunni / Hver drap Kennedy? / Saklaus í fangelsi? / Íran Hj ördíSmári Gunnar s / Fjölmiðlar / Steinunn Þórarinsdóttir / Lokasvar Stefáns Mána Gissurardó kr. ttir 5. júlí 2012 995 opnar tbl. 74. árg. fat

óst R.IS du tölvup n e rarnirDÍV RTINGU s , 5 ólympíufa 5 12 00U|RWWW.BI 5 r 205 ka 5 ok 5 ÍS 15- LANDS svalandi, ísréttir einfaldir og síma 515 Æ | S: 5 öðruvísi GARÐAB Hringdu í alþýðulist I 17 | 210 matarper

rar halda veislu a frá loui

Ferðasag

160005

5 6906 91

Brauð og

Vínsíðurn

a af su : 895 kr.

marleik

7. júní

025 9560 09

Óhappadagur! Tónlist: Ed ShEERan

nr. 290 • 3.tBL. • 2012 • VErð 1595 Kr.

oFurkraFtur í krukku

. 2012 7. tbl 4.árg

160005

LLHLÍfaRsTÖ kkVi!ortískan í Tilvalið í

ferðalagið!

h

Vínsíðurn

ar - Grænt

og gómsæt

Stútfullt blað af ...

... krossgá

tum!

... þrautum

... myndaru

demantar úr draslii fnæm frjókornráao kitsch oG kántrí orsakIr ogla ð heimili pERSva

ood ollyw

... Sudoku! !

... skemmtief gli! ni!

valur fr einarsson rikka steindi jr. la steinunn va sigfúsdóttir

skjálfti!

t - Sunnud

agskakan

- Búðaráp

- Allrahanda

KESha

Stílpían

EmmĄ

Quentin tarantino fur

– meistaraþjókur eða einsta r? snillingu

Töffaraleg

ka martís Íslensk hönnun su Arkitektin n góðirrúnarsdóttir björk að Elfatir hlu stáss t jas ger færid

Gulla Jóns

hestarnir í H ollywood fi jö b rguðu líar hennl höfð volcano

20. tbl.

74. árg.

17. maí

Senuþjófu rinn

ÞÓR ARN A Ó

kr. 2012 995

Go Form

erla sólveiG

ÖT VIÐTÖL ❤ PLAK

siGGa heimis

og bíll Hreinna hús

élivoGar sögur sannar krukka unnar r Vik sreynslusögu volki

marún haf yr

JUSTIN

BJART OG FALLEGT

á sjö h

SÆTABR

Á ð Vandræ ÐALEG

Parkett

RÆ ✔ VAND :H ✔ PRÓF og flísa rnar ÐAL VANDRÆ ISSN RÆÐAL ✔ VAND

RÁSTIN! – SUMA ❤ OG ALLT HITT LESENDUM

helGa raGnheiður

afsdóttir sigríður Ól

SUMA

Gæludýrin

hjá Katrínu Brynju

snæFríð oG hildiGunnur

– góð ráð

Júlía tékk KRIST STEWĄ

NR. 292 • 5 .TBL. • 201 2 • VERÐ 1 595 KR.

a át ðIsk ðglær ahún var okstur“10 norðaustan bo„hE ce Fyrsta orðIð sEm... á fa hanna jóns nns 700 ma Framan aólína Ir Fyr katrín sk orð tí e Fékk bón Vintagöðdottir&sonur last nýtt líf notuð föt Líf

mmtilegt

Ske RSKOT! S um hverR niS gUMA hún ætla að vinna Órla f legar Sumar slur hárgreið

5. TBL. 2012

sLasaÐisT Í fa

tur

heitu flíkurnstu ar í sumar

SUMARBLAÐ

SUMARAU FYLGIR FRÍTKINN

að í potti

bakaður os

maría Birt tæpasta vaa á ði:

3. tBL. 2012

REffiLEG Í RaUÐU! UR

ostakökur súrdeigsbr au brauðið gó ð ða – bak

hönnun

kn spyárnustjarn HInn HeIttelsKaðI áttIGy þáatt von an sig: barnI með annarrIlfiKonu

súíkaK kula egg ÖT ð CROpl ISSANTi eyr

tasalöt

HÚS OG HÍBÝLI

Gerrard og Gylfi!

Spáðu

pestó

auðveldar

290

Sonurinn leiddi þau Saman á ný eftir níu ár

afinn.is

Kjötaður!

Katrín Ingvadóttir

www.gestgj

Jói fe kveikir í:l

GRiLLR BakaRaNÁÐ s!

ðaráp - All rah

girnileg os

Gerir lífið skemmtilegra!

5 69069 1

Fatnaður, Fylgihlutir, hár og Förðun

kan - Bú

GUR ÚTG

heimagert

í klassís tónlist kri

ÁS and Ga | LYNG ÁFUFÉLA

nnudagska

BIRTÍN

árs)

K

0

askápinn

.

góða býr ein við fyrir heilsu þrátt og krabbamein óm á kd sjú tauga lífsleiðinni

KR. M/VS

HÚS OG HÍBÝLI

2012

sætt - Su

VERÐ 1.595

MANNLÍF

5 kr.m.vsk

n (91 Ingeborg Einarsso

nt og góm

kr. Verð 1.395

2012 Verð

2, verð 1.59

4. TBL. 2012

PLAKÖT

sannar sög Lífsreynslusögur Vikun

292

Sumartískan

Nr. 23 –

br og auð ostar 5. tbl. 201

ar - Græ

ostar

UnnUr Birnai er fagurker

Ekki miss

27.

siana

irnar BestU Búððirnir & marka rdam í amste

200008 5 690691

GARÐAblAÐ

ATLAGAN

kanntu að Ha góða vei taktu pr

Skemmtilegar gönguleiðir á Reykjanesskaga

Ekki dauður

27 ÁR Í FANGELSI

fLu

eða eftirLíking?

„erfitt að vera dóttir rektorsins sem dó“

Dómarar í bandalagi gegn Davíðsmönnum. Jón Steinar og Ólafur Börkur einangraðir.

öld Ólafsson gu í meira enTryggvi

Porter

ekta

fór í endurHæfingu og Þu að læra íslensku upp á n sló í gegn í endurko sinni á s

Hildur sverrisdóttir

m í Bandaríkjunu Kynþáttahatur

-útieldhús tigarður -enskur lys ndyra - íbúð uta n hjá -fiskatjör anni garðlistam undir - garður ifum áhr japönskum

sigríður Þorvaldsdóttir leikk

vaknaði og ga einungis talað ensk

vöktu ótta og skelfin Hrayðjuverkamenn t f i r k s ur.is á ímaritum r í s u d l d a w.birting h m w á AÐ HÆSTARÉTTI o w p K p á u n fjárdráttur 3 in & 5 ÁRA Litrík ínum arðu .is eða fhjá Hafskip k tvö af þ r u g avnetlís in u m t d ó ir r t@b a freyja eðg 10 á askrif

r. 1595 K • VErð • 2012 7.tBL.

Piet Hein eek eitur er sjóðhkur hoLLensur hönnuð

MATARLIST

útlitið í lagi“

T F I R Samfélag K S Á Í U múSlÍma D M afslátt KO % 5 1 u ð á ÍSlandi á oNg f A fslátt. l i a K t i x % r U a 0 l K 2 m í U t u Kð einu og fáð 2, verð 1.59

Hyggu tónleikaferða um leið og Hún He eignast frumburð

verðmæti 74 950 kr.

2012

899 kr. m.vsk. www.mannlif.is

✔ ÁTTAVITINN ✔ PAPPíRINNKlaufabárðar ✔ PÚÐRIÐ ...

Nýuppgötvaðar dir aldargamlar myn andi 9. tbl.Indl frá 201

bbQ

www.gestg jafinn

HÍBÝLI 294 HÚS OG

• nr. 294

31. janúar 2008 2. tbl. 25. árg.

apríl

Hafdís Hu

20%

t og gómsætt - Sunn

Vínsíðurnar - Græn

1595 kr. m/vsk

24. tbl. 74. árg. 14. júní 2012 9

í krossgátuverðlaun

áp - Allrahanda udagskakan - Búðar

KíNA

vín

inni borgarastyrjöld

gir gLæsiLeð gar ar

26 síður

Sumir tapa, aðrir hagnast

TÆKNI • VÍN • FÓLK • LJÓSMYNDUN • TÍSKA • MATUR • BÍLAR

RKARFeGRuNARAÐGeRÐIR ME UPPFINNINGAR FRÁ kARLA „Menn vilja hafa

a lonsku Barce um rist Ba matu rimanna í spæn vinst r og Barátta milli

ENdURNýTIR ! ÁRSHÁTíÐARdRESSIÐ

HESTAR, HOPP OG HAMBÓ!

www.gest

9. tbl. 2012

Rikka gerir góð kaup:

TA STRÁKINN!

M a nnl íf 2 . t bl . 2 9 árg . 2 0 1 2

Vínsíðurnar - Grænt og gómsætt - Sunnudagskakan - Búðaráp - Allrahanda

OG kYNÞOkkafULL!

n Eiríks: Lögreglustjórinn stefá

r manísKuri ggva myndhö

rinótntir urKe rd Fagdís gissura

Gestgjafinn

Erna Gunnþórs vinsæl á vefnum:

1.395 kr.

Ærslafullur í eyjum!

ir blaðaraðu fjörugGrill Sp lfarar yfir 50 UppriSa fótboltaþjá t að lla gri uppskriftir EngEyinga allWebergasgrill

HINDENBURG í lJÓSUM lOGUM 1931

sígild íslensK hönnun

LifiR Í LÚXUs!

SAGAN ÖLL MANNLÍF NR 6/2012

„CURVY“ 9 771025 956009

p

þorskurTop fyrir þá sem þora10

Heit hjúkka!

GOTT AÐ EIGA GÓÐA KONU!

Saman síðan 17!

u heitust litirnir

ferðalög: Ibiza og ítalía

HRasaÐi OG DaTT!

SVONA BÚA ÞAU!

matnum

skelfiskur

Hemmi Hreiðars á handahlaupum

Heimili forsetaframbjóðendann a:

Tom Cruise í vel lystingum in vín ámEð Hragril fnal-björgum:

naut

Du pans a flugkap u Earh Ameli

í i! ór rp St nva ó sj

sjónvarpsstjarnan Reynir Leós:

a

matarmikil kjúklingasalöt

Ástra Fram hjá u í ísnum Fastir itlausa“ álf Fann „v

Sami kjóll!

Eftirréttir

maís og laukur

um 75 ár

hvarflau splarofurll örlö

1.595 kr.m.vsk.

kr. Verð 1.395

akan -

prinsinn sem vadrð Bú da

vlu ö öluBB jöjö rgrvgin vin ss

fyrir

mistöa!k stærstu nuð landkön líu

ENDURNÝJUÐU HEiTiN!

5 690691 160005

udagsk

5 690691 160005

895 kr. 14. júní

Gerir lífið skemmtilegra!

Sner Snier afitu afrtutirltiLlos LoA sn á eiági A ge nmat le ge eingifo og vín ur s sBrie aní n rs tale foen rsen m du du mm

rub

www.gestgjafinn.is

Nr. 24 – 2012 Verð:

28. júní

R

sósur

dúndrandi desertar

Verð: 895 kr.

í köBeN

Grill

www.gestgjafinn.is

Mynta

leik og gómsa af sumar í mata Ekkintmis sætt Sunn

943 1940–1

bein fríka Ekki misnasa rður-A afNosu marleik karru sel

grill

3fiskréttir

ruÍgÐguim T s r u k r elgdi Bretum undir eyoÐmmim el ve

i grefur man upp

Ágús l n Kjarva Kolbrú fsre óttir Lí einarsd sigrún sdóttir nd mu sæ Kristín /útlit lit inn í n Bergrú landi heKlaís Minarc

yggva lu og tr nun er unahön ni sem verðla gartæK í Byggin ðlaunin er Bylting t-v een do FéKK gr

ssfest Voru kro r? algenga ir hafa marg ni? jörðin lifað á ætastaimi? ● Verðm í he listaverk

● Hve

Sætthheeffnn dd SvS

indverskir

- Græ

120

llihýSið Seldi feg fór til o S í jóga taíland Sæ

vel h kjúklingaréttir sumarönnuð veisla fljótlegir

urnar

gar spurnrin & svÖ ingar

Gí k með eld 1972 lau sumar heita varð urr flnuík ngu Ko ri á Eystrasalti

grænmeti

Vínsíð

9 771670 840005

orÐin fjÖldacmhen Í mün

rðardóttir Pálína sigu

4. tBL. 2012

Kjúklingur og fiskur

kjúklingur og fiskur

5 kr. m/vs

i innand heimav sfeður HÚ

b sagan raKin

1595

VIÐTÖL ❤ PLAKÖT ❤ VANDRÓ ❤ FRÁ LESENDUM ❤ OG ALLT HITT

num píuleiku á Ólym ðbaði bló slatöku

l að ráð ti rHlala Pum 10 góð40útmááæ it i u innl líta velalfaðsins son ta John

ð • VEr

verð 1.59

2012

að afmælisbl

han á pallinastél um

kr. 2012 9956. tbl. 2012

Gestgjafinn 7. tbl.

HÍBÝLI

ferðalag

12 . • 20

28. júní

hafa SegiSt uppeldi en annað r hennar bræðu

ð brúðkaupsfer

HÚS OG

tBL 1 • 4.

74. árg.

ISSN 1670-8407

erinn fagurk ack ma andrea

rsdóttir Hlín agnafe ngið

r dir fyri Hugmyn

9 771670 840005

. 2 9 kr.m.vsk. n r 1.595 6. tbl. 2012, verð

Í BÚsBesT TaÐin n!

LL Ö N A SAG

búðir

da

g bÖrn o up brúðka

www.gestgjafinn.is matur TÍSKAN, STJÖRNUSPÁ, GÆLUDÝRIN, VIÐTÖL, STJÖRNUMOLAR OG ALLTog HITTvín

Sætu JEDWĄRD

ot n 14 flna r í kØbe

rahan

utan dyra

AÐ EILÍFU

bo

- All

konur

ISSN 1670-8407

BFF

Bestu vinir

a á íslan ngóblíð

u afyllst KynþoKK nar

ĄDĄM LĄMBERT

291

Gestgjafinn 6. tbl. 2012

17. jún í Elda ð

nesti í

Sun

vín

MA

lar rott á D jölmið ur /F verð mári ór S Eyþ nnar Gu

tt -

RÓMEÓ:

rir g að m rð o ðfe jóni se e1.5 verð m t 95 u . rirkr.m. söm ið fy krvsók.na ÞÉR? ngið nn orð rðum gelsi? / Íráanna RNUFÖRÐUN HENTAR n a ö sM fa fe FSPRÓF: HVAÐA STJÖ fán i ha í hafi h ð millj Saklausvs íafar 4 Ste SJÁL FÖRÐUNARÓÐ! k k e / a v ru NGAR UM AÐ ÞÚ SÉRT ENDI þ d VÍSB ig dy? / Lok 10 e 4 s n g n r u o en ttir ANIR STJARNANNA Telu hrun örg h ver draÞpóKrarinKsdaó 4 KLIKKAÐAR FARÐ ffibo eftir nemi m ingunn/i S/ teH inunn ðá n 8. tbl.

DABANKINN HUGMYN ipulagi Komdu sk ! á draslið

5 690691 200008

Gestgja finn 8.

r og

msæ

sum

r u t s y FÖRÐUN! far matu

26. tbl.

g gó

SkraaurtltíegsKa

Nýja stjarnan

d lan í ice on nss ó j es ann jóh son lafs ður iÓ au ggv Try ki d

nt o

Í snyrtibuddum jafir g STJARNANNAfyrir þá sem lt eiga al

Ta TaS imi þéT hKATY PERRY E g í ROKKAR! r o b

on rnss bjö íðum gestgj l sæ wwsw.m afinn.is egil bók í ð me

Græ

i ÖðruvíS

n loo ow akg l fé ma m Í i Sa Sl nd DEBBY RYĄN múÍSla m u d undir bá l átturp ö erum rnv rdr fski óimfnjiá Ha jh f st hjá

is natabpað? ið kan tríð Er s

PLAKÖT

ðurn

ndi nna Spe taðir á as inni g in ð veit sbygg land

l. 25

2. tb

u fólki

iðn u framl

ðbún með Prú

. 2012 8. tbl 4.árg

2008

Vínsí

Ofursvala

LĄDY GĄGĄ

✔ VINAVANDAMÁL VINIR ✔ STJÖRNU kr. R ERT ÞÚ? 1.395 012u : HVERNIG VINU 7/2PRÓF NR ✔st tu

200008

ar . janú

su

oli konfektm num bæ í vestur

ÚR PAPPÍR!

1600 05

ar teil æri koká allra f

m.v

rveis

691 5 690

kr. 899

vsk

m/ kr. 595

Verð 1.395 kr.

nlif.is

man

w. sk. ww

að Frmið arhús

múm ínálfa hald afmæ safm li ælisk akan

inga

6. tbl 4.árg. 2012

780 690691 308

5

rnar

r

á hjara

árg. 2007

a m iS ga pr in Up gEy En

Su

2 201

Bestu vinkonu

ZENDĄYĄ og BELLĄ

laug

6 tbl.Nýtt 35. Líf tbl. 30. árg.2.2012

í jún

eðlu

uppá

Saumaður í Verona!

gn

ha

F Í L N N MA rir

ð ,a

ferm

Emil Hallfreðs og Ása María:

Kr. ð 1595

• VEr ww • 2012 w.ges tgjafin n.is

sigur aasts son og fmæ Pálmi ge hús li mta eð kt þe eiga sérs a ar ld veram

– skre og ve ytingar itingar

la he Íris HANNAÐI torti áBergrún ima við ö llSkjáEinum: u EIGIN SINN r ll tæBRÚÐARkifæ FLUTTI INN ri L! VÖNDURINN GLÆSIBÍL! BRÚÐARKJÓ

t as

pa

ta ir

Ben

Ferm t: 2012ing

HÆTT SAMAN!

Ólaf Ragnar

sjóStór nva í rpi!

6. tBL. 2012

Þóra Arnórs

132 síður

g vín

r risa

BL. 3 • 6.t nr. 29

barn

Búið spil!

Hollywood skilnaður á Íslandi:

lega

blað

fer

Senuþjófurinn

ur o

rosa

minga r

Allt um Vísindakirkjuna!

mat

sumarhúsa

ÁR

I HÚS OG HÍBÝL

35A

VERÐ 1.595 KR. M/VSK

4. TBL. 2012

12, ve

Barna afm æli og

árg. 2007 Nýtt Líf 2. tbl. 30. 4. TBL. 35. ÁRG. 2012

l. 20

293

3. tb

9. tbl 4.árg. 20

STÆRRA BLAÐ – SAMA VERÐ!

ón

Pla máluð ga 9

FRÁ VANDRÓ ❤

hjá


girnilegt að hætti gestgjafans

Einfalt, fljótlegt og upplagt að taka með í heimsókn eða í ferðalagið. Kökubaka með fetaosti og tómötum 8-10 sneiðar 3 egg 1 dl mjólk eða matreiðslurjómi ¾ dl ólífuolía eða 100 g smjör, brætt 180 g hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt nýmalaður pipar 100 g sterkur gouda-ostur, rifinn 1 krukka fetaostur (325 g ), olía sigtuð frá 200 g konfekttómatar, skornir í tvennt 2 msk. ferskar kryddjurtir, t.d. basilíka, graslaukur, tímían eða óreganó, saxaðar

60 Heilsan

Hitið ofninn í 180°C. Setjið egg, mjólk og olíu í skál og sláið vel saman. Bætið hveiti, lyftidufti, salti og pipar út í og hrærið saman þar til blandan er orðin kekkjalaus. Bætið gouda-osti, fetaosti, tómötum og kryddjurtum út í og blandið saman með sleikju. Fóðrið botn og hliðar á meðalstóru jólakökuformi með bökunarpappír og penslið endana á forminu með olíu eða smjöri. Hellið deiginu í formið og sléttið að ofan. Bakið kökubökuna í 45-50 mín. Berið fram volga eða kalda með salati.


matur

Þeir eru þó nokkrir sem eru mjög veikir fyrir þessari samsetningu, appelsínu og súkkulaði. Kakan passar einstaklega vel með espressókaffibolla eða sterku kaffi.

Appelsínukaka með súkkulaði fyrir 8-10 2 egg 200 g flórsykur 160 g hveiti ½ tsk. lyftiduft 100 g smjör, brætt og kælt lítillega 1 tsk. appelsínubörkur safi úr 1 appelsínu 100-140 g súkkulaði, brætt

Hitið ofninn í 180°C. Setjið egg í skál og sigtið flórsykurinn út í. Þeytið egg og flórsykur mjög vel saman eða þar til blandan er létt og loftkennd. Sigtið hveiti og lyftiduft út í og hrærið það saman við ásamt smjörinu og appelsínuberkinum. Hellið deiginu í 22 cm breitt form og bakið í 20-25 mín. Hvolfið kökunni á disk og kreistið appelsínusafa ofan á hana. Hvolfið henni aftur á tertudisk. Látið kökuna kólna aðeins og smyrjið síðan bræddu súkkulaði ofan á. Skreytið e.t.v. með rifnum appelsínuberki.

Heilsan 61


Tannheilsan Tannburstar:

Zendium-tannburstar finnast bæði fyrir börn og fullorðna. Barnatannburstinn Pósturinn Páll er ætlaður börnum á aldrinum 0-5 ára. Burstinn er með lítið burstahöfuð með mjúkum hárum sem fara blíðlega um barnatennurnar. Tannburstinn er með sogskálum svo að hann stendur auðveldlega og er einnig hannaður þannig að ef hann t.a.m. dettur í gólfið þá lendir hann alltaf með burstahausinn upp. Nýjung frá Zendium er Ultra Reach-tannburstinn. Burstinn er hannaður eftir áhöldum tannlækna, þ.e. með langan og mjóan háls sem gerir auðvelt að ná vel til öftustu jaxlanna. Hann er gerður úr málmi sem gerir hann þyngri og auðveldari í notkun. Hárin í burstahausnum eru þétt svo að þau komast auðveldlega á milli tannanna.

Umsjón: Kristjana Sveinbjörnsdóttir Myndir: ERNIR EYJÓLFSSON

Munnskol og tannþráður/ tannstönglar

62 Heilsan

Zendiu-munnskol – inniheldur sink sem kemur jafnvægi á efnasambönd sem valda andremmu. Það inniheldur ensím sem virkja náttúrulegar varnir í munnvatni og xylitol sem dregur úr sýrumyndun. Mikilvægt er að nota tannþráð reglulega, þar sem tannburstinn nær ekki alltaf að hreinsa á milli tannanna. Zendium-tannþráðurinn er flatur, gerður úr næloni með vaxhimnu þannig að hann fer auðveldlega á milli tannanna. Þar sem tannþráðurinn er gerður úr næloni þá slitnar hann ekki eða trosnar við notkun. Zendium-tannstönglarnir eru gerðir úr plasti, með bogna enda sem gerir kleift að komast auðveldlega á milli tannanna.

Extra tyggjó.

Extra-vörurnar eru framleiddar af Wrigley´s sem er stærsti framleiðandi tyggigúmmís í heiminum. Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Tannlæknafélag Íslands mælir með notkun xylitols sem aðalsætuefnis í tyggigúmmíi.


heilsuhornið

Heilsan Powerade.

Fyrir ekki svo löngu kynnti Powerade til sögunnar íþróttadrykkina Powerade ION4. Powerade ION4 er þróað í samstarfi við íþróttafræðinga og meðlimi breska Ólympíuliðsins og var opinber íþróttadrykkur Ólympíuleikanna í London 2012. Á meðan aðrir hefðbundnir íþróttadrykkir endurnýja einungis tvö af steinefnum líkamans sem tapast við líkamsþjálfun þá endurnýjar Powerade ION4 formúlan fjögur, þau eru: natríum, kalíum, kalsíum og magnesíum. Megintilgangur Powerade íþróttadrykkja er að ná upp vökvajafnvægi líkamans á sem skemmstum tíma til að hámarka árangur. Powerade er mest seldi íþróttadrykkur á Íslandi og hefur sannað sig um árabil sem fyrsti kostur hjá mörgum af fremstu íþróttamönnum landsins.

Gagnast LGG+ gegn kvefi? ónæmisvirkni í meltingarvegarins. Rannsóknir Kankainen og félaga hafa sýnt að LGG gerillinn á auðvelt með að festast við slímhúð þarmaveggjarins og virðist sú binding gegna lykilhlutverki í ónæmishvetjandi áhrifum LGG gerilsins. Meðal annars hefur sést að ferlar sem hafa hlutverk í veirudrepandi ónæmisvörnum eru virkjaðir við þessa bindingu, sbr. rannsóknir van Baarlen og félaga frá 2011. Af ofangreindu er ljóst að hinu hvimleiða kvefi er hægt að halda vel í skefjum með neyslu á LGG. Rannsóknirnar sem nefndar eru hér að ofan sýna að þrisvar sinnum minni líkur eru á að börn sem neyta LGG reglulega fái kvef og þá eru ótalin önnur jávæð áhrif LGG á meltingarveginn auk annarra heilsusamlegra áhrifa. Heimildir Hojsak I, Snovak N, Abdovic S, Szajewska H, Misak Z, Kolacek S. Lactobacillus GG in the prevention of gastrointestinal and respiratory tract infections in children who attend day care centers. A randomized, double-blind, placebo-controlled trial. Clin Nutr 2010a;29:312-6. Hojsak I, Abdovic S, Szajewska H, Milosevic M, Krznaric Z, Kolacek S. Lactobacillus GG in the prevention of nosocomical gastrointestinal and respiratory infections. Pediatr 2010b;125:1171-7. Hatakka K, Savilahti E, Pönkä A, Meurman JH, Poussa T, Näsa L, Saxelin M, Korpela R. Effect of long term consumption of probiotic milk on infections in children attending day care centres; double blind, randomized trial. Br Med J 2001;322:1327-9. Hao G, Lu Z, Dong BR, Huang CQ, Wu T. Probiotics for preventing acute upper respiratory tract infections. The Cochrane Library 2011;9:1-48. Kankainen M, Paulin L, Tynkkynen S, von Ossowski I, Reunanen J, Partanen P, et al. Comparative genomic analysis of Lactobacillus rhamnosus GG reveals pili containing human mucus binding protein. Proc Natl Acad Sci USA 2009;106:17193-8. van Baarlen P, Troost F, van der Meera C, Hooivelda G, Boekschotena M, Brummer RJ, Kleerebezem M. Human mucosal in vivo transcriptome responses to three lactobacilli indicate how probiotics may modulate human cellular pathways. Proc

Umsjón: Kristjana Sveinbjörnsdóttir

Kvef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðarbúa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður u.þ.b. 200 sinnum fengið kvef á ævinni og eytt um 2 árum af ævinni í að berjast við hin hvimleiðu óþægindi sem fylgja kvefi eins og nefrennsli og hnerraköst. Kvefi valda yfir 200 mismunandi gerðir af vírusum og því er erfitt að mynda ónæmi gegn því og að sama skapi erfitt að finna lækningu. Þó er það svo að tíðni kvefs lækkar með aldrinum, börn geta reiknað með að fá kvef að meðaltali 4-8 sinnum á ári en á efri árum er meðaltalið komið niður í 1 skipti á ári. Nýlegar rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysuáhrif og þá sérstaklega hjá börnum. Í tveimur klínískum rannsóknum Hojsak og félaga frá 2010 koma fram ótrúleg áhrif LGG á tíðni kvefs í börnum. Í rannsóknunum voru líkurnar á að fá kvef í tilraunahópunum (sem fengu LGG) þrisvar sinnum minni en í samanburðarhópunum sem fengu lyfleysu. Að auki virtust einkenni vara skemur í tilraunahópunum sem þýddi að börnin voru styttri tíma frá vegna veikindanna í tilraunahópunum en í samanburðarhópunum. Þessar rannsóknir staðfesta fyrri rannsókn Hatakka og félaga sem birtist í British Medical Journal 2001 sem sýndi svipuð áhrif og lýst er hér að ofan. Yfirlitsgrein (meta analýsa) sem birtist í hinum virta Cochrane gagnagrunni haustið 2011 staðfestir ofangreindar niðurstöður, en þar voru teknar fyrir 14 rannsóknir sem skoðuðu samband kvefs og svokallaðra heilsugerla (e. probiotics), þ.á.m. LGG gerilsins (Lactobacillus rhamnosus GG). Þar var niðurstaðan að heilsu-gerlarnir minnkuðu frekar tíðni kvefs en lyfleysa og að mati höfunda greinarinnar, Hao og félaga, eru áhrifin mest í börnum. Ekki er að fullu ljóst hvernig LGG gerillinn og aðrir heilsugerlar fara að því að lækka tíðni kvefs, en talið er að þeir hafi áhrif á

Natl Acad Sci USA 2011;108:4562-9.

Heilsan 63


Það skilur mig enginn! Skapsveiflur, rifrildi, hurðaskellir – og þá erum við bara að tala um foreldrana. Unglingsárin eru engum sérlega auðveld, en ekki gefast upp. Barnið þitt þarfnast þín meira en nokkru sinni fyrr. Texti: Björk Eiðsdóttir

B

ókabúðir eru stútfullar af bókum sem lofa því að bæta fjölskyldulífið svo um munar. En hvar eru hillurnar ætlaðar foreldrum unglinganna? Þar virðist ekki um jafnauðugan garð að gresja. Hvers vegna ætli það sé? Unglingsárin sem eru hvað mest mótandi ár lífs okkar eru eins og risastórt jarðsprengjusvæði fullt af sterkum tilfinningum og bæði börn og foreldrar eru ráðvillt. Margir þurfa hvað mesta utanaðkomandi hjálp á þessum viðkvæmu árum en hjálpina og góðu ráðin virðist oft erfitt að finna. Þótt við höfum öll eitt sinn verið unglingar eigum við erfitt með að skilja hvað hefur leitt til þess að 11 ára yndið okkar hefur skyndilega breyst í óáreiðanlegan og hurðaskellandi 13 ára gemling. „Ég hef ekki lengur tölu á þeim rifrildum sem við höfum átt á árinu,“ viðurkennir Guðrún, 45 ára móðir 15 ára uppstökks unglings. Hún viðurkennir einnig hversu sárt það sé að hugsa til þeirra frábæru stunda sem þau hafi öll átt saman sem fjölskylda. Í dag kvíðir hún oft kvöldanna og rifrildanna sem upp vilja koma þá. „Það sem mér þykir þó verst er feginleikinn sem kemur yfir mig þegar dóttir mín er ekki á staðnum, rétt eins og ég elski hana varla lengur.“ Fátt getur kippt fótunum undan foreldrasjálfstraustinu líkt og upphaf unglingaveikinnar gerir. Samskiptin sem eitt sinn voru tiltölulega auðveld hafa hreinlega gufað upp. Jóna, 49 ára, segir frá því hvernig 14 ára dóttir hennar sem eitt sinn var ástrík og sparaði ekki faðmlögin sé nú orðin vör um sig og færi sig undan þegar hún reyni að nálgast hana. Erla, 42 ára, gengur enn lengra og segir 15 ára son sinn gefa frá sér hatursstrauma um leið og hún gangi inn í herbergið. „Hann stynur um leið og ég segi eitthvað við hann. Stundum verð ég bálreið en oftast tekst honum einfaldlega að gera mig jafnvansæla og hann sjálfur virðist vera.“

er ríkjandi og mikil sjálfsskoðun í gangi varðandi ýmsa hluti svo sem kynjahlutverk, trúmál, vitsmuni og sambönd. Þýski sálfræðingurinn Erik Eriksson setti fram kenningu um þann þroska sjálfsmyndarinnar sem unglingar ganga í gegnum á þessum viðkvæmu árum. Hann skipti tímabilinu í fjögur skeið en sagði jafnframt að flestir unglingar færist fram og aftur á milli þessara skeiða. Þeir unglingar sem ráða illa við álagið er fylgir breytingum unglingsáranna tileinka sér oft framkomu sem einkennist af því að þykjast vera sama um allt og alla. Ráðvilltir leggja þeir árar í bát í leit sinni að jákvæðri sjálfsmynd en opna um leið greiðan aðgang að sjálfskemmandi hugsunum í ætt við: „Ég get ekki neitt og er ekki góður í neinu.“ Ef unglingurinn þinn er á þessu tímabili er mikilvægt að sýna honum að þú takir ekki mark á slíkum efasemdum. Gott er að svara eitthvað í þessum dúr: „En hvað finnst þér skemmtilegt að gera?“ Eða: „Það er fullkomlega eðlilegt að vita ekki hvað mann langar til að gera í framtíðinni.“ Aðrar stundir getur unglingurinn forðast sjálfsskoðun á annan hátt, farið í eins konar verkfall. Þó svo að unglingurinn virðist þroskaður þá gæti hann fallið í þá gryfju að afþakka öll tilboð um nýja reynslu. Elísabet, 51 árs, varð vonsvikin þegar sonur hennar sem hafði alla tíð ætlað sér að fara í læknisfræði ákvað 16 ára gamall að hann ætlaði að velja listabrautina. „Ég átti mjög erfitt með að leyna vonbrigðum mínum,“ viðurkennir hún. Það er aftur á móti mikilvægt að foreldrarnir taki því vel þegar framtíðaráformin vilja breytast eða verða svolítið óljós. Það sem gæti virst skref aftur á bak er í raun einungis víkkun sjóndeildarhringsins og viðurkenning á fjölbreyttari möguleikum. Þessar hugrenningar eru eðlilegar og góðar og vert er að hafa í huga að þetta er þeirra líf en ekki þitt. Þegar unglingnum hentar svo gæti hann slegið sjálfsmyndarleitinni á frest. Eins og t.d. þegar þessi hálffullorðna manneskja fer að heimta þetta eða hitt frá foreldrunum og haga sér eins og lítil frekjudós ef ekki eru allar óskirnar samþykktar. Þó svo það geti reynst erfitt að sitja undir slíkum „árásum“ frá blessuðum unglingnum þá er oft betra að sitja aðeins á sér því táningurinn er víst nógu ráðvilltur fyrir og upptekinn við að reyna að vinna úr sterkum tilfinningunum og láta taka sig alvarlega.

Oftast er hormónum kennt um þessar óvægnu skapsveiflur unglingsáranna. Auðvitað hafa hormónarnir mikið að segja en það sem hefur þó mun meiri áhrif er óvissa unglingsins um sitt eigið gildi.

Fjögur skeið unglingsáranna Oftast er hormónum kennt um þessar óvægnu skapsveiflur unglingsáranna. Auðvitað hafa hormónarnir mikið að segja en það sem hefur þó mun meiri áhrif er óvissa unglingsins um sitt eigið gildi. Einn daginn er honum sama um allt, liggur í rúminu allan daginn og lætur sig engu skipta það sem gerist í kringum hann. Leitin að sjálfsmyndinni

64 Heilsan


„Það sem mér þykir þó verst er feginleikinn sem kemur yfir mig þegar dóttir mín er ekki á staðnum, rétt eins og ég elski hana varla lengur.“

Heilbrigði unglingurinn er í eilífri ástríðufullri leit að sterkri sjálfsmynd þó svo að hann misstígi sig líklega nokkrum sinnum á leiðinni. En þessi leit mun skila einstaklingi sem veit hvað hann vill og hvert hann stefnir. Á ferðalagi unglingsáranna lærir hann nefnilega hvar hans styrkur liggur og getur þannig mótað framtíðarstefnuna.

foreldrið, að mamma og pabbi sjái að hann er ekki lengur barn sem þau þekkja út í gegn. Hann vill að foreldrarnir sjái hversu spennandi manneskju hann sé að breytast í. Foreldrarnir eiga í raun að heillast af manneskjunni sem honum finnst vera (jafnvel þótt hann sé ekki enn orðinn sú manneskja).

Sjálfstæðisbaráttan

Góðir hlutir gerast hægt

Það sem ruglar þó foreldra verulega í ríminu er sú staðreynd að öll þessi ofangreindu einkenni geta komið fram í einum og sama unglingnum. Einn daginn hagar hann sér eins og lítill ofdekraður krakki einmitt eftir að hafa í töluverðan tíma hagað sér fullorðinslega og gert að því er virðist óskeikul framtíðarplön. Vikuna eftir tekur svo jafnvel við algert verkfall þar sem hann neitar að ræða eða taka þátt í nýjum hlutum eftir að hafa fengið lélega einkunn á skólaprófi. Unglingar gera sér oftast grein fyrir þessu ójafnvægi í hegðun sinni og getur það verið ein ástæða þess að þeir eru svo viðkvæmir á tilfinningasviðinu. Afleiðing þessa alls eru svo rifrildi við foreldrana um yfirborðskennda hluti eins og heimilisstörfin, útivistartíma og heimavinnu. Á meðan aðalatriðið fyrir unglinginn er að finna að þú áttir þig á þroska hans, getu og virði sem manneskju. Þegar foreldri bannar unglingnum að fara út í kvöld heyrir unglingurinn meira en einfaldlega það að hann missi af bíóinu með vinunum, hann heyrir líka vantraust foreldranna. Ástæðan fyrir því að unglingurinn lendir í svo hatrömmum rifrildum við foreldrana er í raun margþætt. Unglingurinn er í raun að berjast fyrir breyttu sambandi við

Jafnvel þótt þú lendir oft í deilum við unglinginn þinn þarf það alls ekki að þýða að samband ykkar sé dauðadæmt. Í raun og veru þá virðast tilfinningaþrungin rifrildi oft leiða til góðs. Með því að rífast við þig finnur unglingurinn einmitt fyrir því sem aðskilur hans persónu frá þér: „Ég er ólík/ur þér og allt önnur manneskja en ég áður var.“ Unglingsárin eru tímabil umskipta og enn sem komið er hefur ábyrgð fullorðinsáranna ekki verið skellt á óharðnaðan unglinginn þrátt fyrir að líkamlega sé hann nærri fullþroska. Þróun heilbrigðar sjálfsmyndar tekur tíma og berst unglingurinn við óvissu um sjálfan sig og flesta aðra sem getur gert hann óþolinmóðan og pirraðan og þá sérstaklega út í foreldra sína sem hann þó þarf enn nauðsynlega á að halda. Unglingurinn ætlast auðvitað til þess að þú skiljir þarfir hans og þrár rétt eins og þú gerðir þegar hann var barn. Allir foreldrar finna fyrir auknu álagi á unglingsárunum en því betur sem þú skilur hegðunarmynstrið því líklegra er að þér takist að breyta skapstóra, ráðvillta unglingnum í sjálfsörugga og þroskaða manneskju. Heilsan 65


Sofðu rótt! Svefnskortur og þreyta getur orsakað ýmiskonar vandamál, bæði andleg og líkamleg. Það er afar mikilvægt að ná góðum og djúpum nætursvefni en fullorðnir þurfa flestir um átta tíma svefn.

Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um svefn og svefnleysi: • Líkaminn vinnur úr sykurmagni þegar við sofum. Ef þú sefur ekki

vel hækkar sykurmagnið í blóðinu svo um munar. Rottur sem fá engan svefn deyja eftir tvær vikur en eftir fimm eða sex vikur ef þær ná aldrei djúpsvefni. • Einn þriðji af ungu fólki er þreytt yfir daginn og aðallega á morgnana. Tveir þriðju af fullorðnum einstaklingum á Vesturlöndunum segjast hafa átt í vandræðum með heilbrigðan nætursvefn. Að vakna oft á nóttunni getur verið jafnlýjandi og að fá engan svefn. • Svefnleysi getur valdið höfuðverk , athyglisbresti, þyngdaraukningu, háum blóðþrýstingi, sykursýki, þunglyndi og veiku ónæmiskerfi. • Meira en 1.500 dauðsföll má rekja árlega til þess að fólk sofnar undir stýri. • Svefnleysi er notað sem pyntingaraðferð í stríði.

66 Heilsan

• Flugþreyta verður alltaf erfiðari þegar flogið er í austurátt. • Ef þú sofnar á innan við fimm mínútum þegar þú leggst á koddann

er líklegt að þú sért þjökuð/aður af langvarandi svefnskorti, best er að sofna á 10-15 mínútum. • Flest af því sem vitað er um svefn hefur komið í ljós á undanförnum 25 árum. • Challenger-geimflaugarslysið og Chernobyl- slysin má bæði rekja til mannlegra mistaka sem orsökuðust af svefnleysi. • Ef konur sofa í minna en sjö klukkutíma á nóttu aukast líkur þeirra á að fá hjartasjúkdóma. • Svefnleysi veldur því þú framleiðir meira magn af stresshormónum og færri heilasellur. Framleiðsla á taugafrumum fer úr skorðum og það er líklegasta ástæða þess að skynjun brenglast þegar fólk hefur skort svefn lengi. • Svefninn eykur líkurnar á að það sem við lærðum í gær festist okkur í minni. • Á hverjum degi líður fjöldi nútímafólks fyrir þreytu og fleiri vandamál sem orsakast af svefnleysi. Þetta kemur niður á samböndum, vinnu, uppeldi og fleiru sem tengist daglegu lífi og samskiptum.



Haltu dampi

Árnasynir & co

„ Aktív próteinbitar eru handhæg næringarlausn til að hafa við höndina hvar og hvenær sem er, stútfullir af hágæða mysupróteini. Svo eru þeir bara svo hrikalega góðir!”

Guðrún Lovísa Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, einkaþjálfari og íþróttafræðinemi.

HÁGÆÐA PRÓTEIN

DÖKKT SÚKKULAÐI

ENDURLOKANLEGIR POKAR

Aktív próteinbitar innihalda hágæða mysuprótein. Prótein er öllum nauðsynlegt en þó sérstaklega þeim sem hreyfa sig mikið og lifa virkum lífsstíl. Mysupróteinið í Aktív próteinbitum er framleitt af Davisco sem er leiðandi fyrirtæki í rannsóknum, framleiðslu og sölu á mysupróteini í heiminum.

Aktív próteinbitar eru húðaðir með Síríus Konsúm 56% súkkulaði. Dökkt súkkulaði er ríkt af andoxunarefnum sem m.a. eru talin geta haft hjartaverndandi áhrif.

Aktív próteinbitar koma í endurlokanlegum pokum sem tryggja ferskleika vörunnar, henta einstaklega vel til að hafa við höndina og uppfylla þannig orkuþörf í erli dagsins.

Nói Síríus framleiðir Aktív próteinbita en fyrirtækið hefur í fleiri áratugi framleitt vörur sem hafa notið fádæma vinsælda á meðal Íslendinga enda eru bragðgæði ávallt höfð í forgrunni þegar fyrirtækið þróar nýjar vörur.

vertu aktív


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.