Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
3. tbl. 9. árgangur
23. janúar 2014
Skammhlaup í Landnámssetri Austurríski spunahópurinn Voces spontane heldur Spunatónleika í Landnámssetrinu, Borgarnesi, fimmtudaginn 6. febrúar nk. kl. 20. Hópurinn var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic, og hefur áður komið fram á Íslandi, m.a. á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju (með Manuelu Wiesler flautuleikara), á MMD í Borgarleikhúsinu, á
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
sími: 437 2360
Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þetta er fjórða ferð hópsins til Íslands og nú með klarinettutvennunni Stump-Linshalm. Allir tónlistarmennirnir eru kennarar við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Hópurinn heldur tónleika í Hörpu og Vatnasafninu í Stykkishólmi auk Borgarness.
Til flutnings nú valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskinum Short Cuts til að byggja spunann á. Geta áheyrendur valið verk sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð StumpLinshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum Músíkdögum.
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort