Íbúinn 27. febrúar 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

7. tbl. 9. árgangur

Samkór Mýramanna heldur miðsvetrartónleika í Borgarneskirkju miðvikudaginn 5. mars nk. kl. 20.30. Kórinn fór nýverið í vel heppnaða kórferð til Kanarí eyja og hélt m.a. tónleika í „Sænsku kirkjunni“. Myndin er tekin við það tækifæri og á bls 3 í Íbúanum í dag ritar Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri grein um tónleikana. Ljósmynd: Guðrún Jónasdóttir

Aðalfundur Framfarafélagsins - rabarbarahátíð Aðalfundur Framfarafélags Borgfirðinga verður haldinn í Logalandi sunnudaginn 2. mars nk. kl. 13. Gengið verður til hefðbundinna starfa aðalfundar, -stjórnarkosning, lagabreytingar. Um þessar mundir er mikið um að vera í héraðinu í

matvælaframleiðslu og hefur Framfarafélagið staðið fyrir sveitamörkuðum sem hafa notið sívaxandi vinsælda. Bryndís Geirsdóttir í Árdal mun flytja erindi um sérstaka rabarbarahátíð og fleira sem tengist nýjungum á þessu sviði.

Söngvaka Bjarna Valtýs Föstudaginn 28. febrúar verður Söngvaka Bjarna Valtýs Guðjónssonar í Félagsbæ og stendur frá kl. 21.00 til miðnættis. Á dagskrá verður almennur fjöldasöngur með og án

forsöngvara. Kvæðamenn frá Iðunni flytja kvæðalög og Ketill Larsen verður skemmtikraftur samkvæmt venju. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og er kaffi og meðlæti innifalið.

27. febrúar 2014

AFREKSMANNASJÓÐUR UMSB UMSB óskar eftir umsóknum í afreksmannasjóð UMSB. Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu UMSB eða á netfangið umsb@umsb.is fyrir 1. mars 2014. Upplýsingar um úthlutunarreglur o.fl. má finna á heimasíðu UMSB, www.umsb.is. Einnig má hafa samband við Pálma í síma 869-7092 eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir nánari upplýsingar.


Viðburðadagatal fi 27/2-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Valur fi 27/2-20:00 Hjálmaklettur; Grease fi 27/2-20:00 Varmalandsskóli; Árshátíð fö 28/2-20:00 Hjálmaklettur; Grease la 1/3 Faxaborg; KB-mótaröð su 2/3-15:00 Félagsbær; Opið hús FEBBN su 2/3-16:00 Landnámssetur; Baróninn mi 5/3-20:30 Borgarneskirkja; Samkór Mýramanna - miðsvetrartónleikar la 8/3 Hjálmaklettur; Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskólanna - tónleikar la 8/3-20:00 Landnámssetur; Baróninn fi 13/3-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Haukar Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla virka daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17

BARNAHORNIÐ

Upphafsreitur

Áfangastaður

Finnur þú leiðina frá upphafsreit að áfangastað í völundarhúsinu hér að ofan?

Opið hús Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

FEBBN verður með opið hús fyrir félagsmenn og aðra 60 ára og eldri

ÍBÚINN

í Félagsbæ sunnudaginn 2. mars kl. 15-17.

frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Fjölmennum og höfum gaman. Skemmtidagskrá og kaffi. Aðgangseyrir kr. 500.Nefndin.


Íslenskir kórtónleikar á Stóru Kanaríu Mánudaginn 10. febrúar sl. vorum við hjónin stödd niðrá Stóru Kanaríu. Þá um kvöldið efndi Samkór Mýramanna, er þar dvaldi um vikuskeið, til tónleika í guðshúsi því sem þar í plássi er oftast kallað Sænska kirkjan (Templo Ecuménico). Húsfyllir var. Þótt ekki væri kórinn fjölmennur megnaði hann strax í fyrsta lagi sínu að fylla hina hljómgóðu kirkju með afar fallegum söng – jafnradda, fylltum og hreinum. Efnisskráin var alíslensk og sérlega fjölbreytt. Ekki ætla ég að telja þá sem komu þarna fram sem einsöngvarar og meðleikarar en öllum stjórnaði hún Jónína Erna Arnardóttir af þrótti og gleði auk þess sem hún kynnti lögin með skemmtilegum hætti. Mér fannst áhrifamikið að sitja þarna þúsundir míla frá Íslandsströndum og hlusta á góða granna úr héraði reiða fram anga af landi okkar og þjóðmenningu með svo ágætum hætti. Hvað hæst reis söngur

kórsins í þjóðsöngnum sem var lokaverkið þetta kvöld. Ég tók þá ofan gleraugun til þess að heyra betur og finna sem gleggst hver lög hann Stephan G. hafði að mæla í ljóðinu sínu „Þótt þú langförull legðir“. Samkór Mýramanna er búinn að vera héraðsprýði í sönglífi um áratuga skeið. Á þessum fallegu og sérlega vel heppnuðu kórtónleikum á Stóru Kanaríu

sýndi hann enn hvers hann er megnugur. Hann bætti góðri alin við lengd sína. Undirtektir hinna mörgu tónleikagesta sýndu glöggt hve vel og þakklátlega þeir mátu framlag kórsins. Mér fannst einkar gott að vera samsveitungur Samkórs Mýramanna á þessu suðræna kvöldi og þakka tónleikana. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri

Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Láttu okkur prenta skýrslurnar

Hágæðaprentun í vönduðum vélum Innbinding að þínum óskum

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Íbúð til sölu í Borgarnesi Til sölu hugguleg tveggja herbergja íbúð á jarðhæð við Kveldúlfsgötu.

Fjárhúsmottur - tilboð -

Nýleg eldhúsinnrétting Nýlegt parket

Verð kr. 9.900 stk.

Nýlegur sólskáli

með virðisaukaskatti

Upplýsingar veittar hjá Fasteignasölu Inga Tryggvasonar, sími 437 1700

H. Hauksson ehf. Sími 588 1130

80 Kæru samferðamenn

Í tilefni þess að ég fagna 80 árum um þessar mundir býð ég til mannfagnaðar á Hótel Borgarnesi þann 1. mars 2014 á milli 18:00 og 22:00 Gjafir eru eindregið afþakkaðar en þeir sem vilja láta gott málefni njóta gera svo að vild

Pétur Geirsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.