Íbúinn 27. febrúar 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

7. tbl. 9. árgangur

Samkór Mýramanna heldur miðsvetrartónleika í Borgarneskirkju miðvikudaginn 5. mars nk. kl. 20.30. Kórinn fór nýverið í vel heppnaða kórferð til Kanarí eyja og hélt m.a. tónleika í „Sænsku kirkjunni“. Myndin er tekin við það tækifæri og á bls 3 í Íbúanum í dag ritar Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri grein um tónleikana. Ljósmynd: Guðrún Jónasdóttir

Aðalfundur Framfarafélagsins - rabarbarahátíð Aðalfundur Framfarafélags Borgfirðinga verður haldinn í Logalandi sunnudaginn 2. mars nk. kl. 13. Gengið verður til hefðbundinna starfa aðalfundar, -stjórnarkosning, lagabreytingar. Um þessar mundir er mikið um að vera í héraðinu í

matvælaframleiðslu og hefur Framfarafélagið staðið fyrir sveitamörkuðum sem hafa notið sívaxandi vinsælda. Bryndís Geirsdóttir í Árdal mun flytja erindi um sérstaka rabarbarahátíð og fleira sem tengist nýjungum á þessu sviði.

Söngvaka Bjarna Valtýs Föstudaginn 28. febrúar verður Söngvaka Bjarna Valtýs Guðjónssonar í Félagsbæ og stendur frá kl. 21.00 til miðnættis. Á dagskrá verður almennur fjöldasöngur með og án

forsöngvara. Kvæðamenn frá Iðunni flytja kvæðalög og Ketill Larsen verður skemmtikraftur samkvæmt venju. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og er kaffi og meðlæti innifalið.

27. febrúar 2014

AFREKSMANNASJÓÐUR UMSB UMSB óskar eftir umsóknum í afreksmannasjóð UMSB. Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu UMSB eða á netfangið umsb@umsb.is fyrir 1. mars 2014. Upplýsingar um úthlutunarreglur o.fl. má finna á heimasíðu UMSB, www.umsb.is. Einnig má hafa samband við Pálma í síma 869-7092 eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir nánari upplýsingar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 27. febrúar 2014 by Íbúinn - Issuu