Íbúinn 6. mars 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

8. tbl. 9. árgangur

6. mars 2014

NÓTAN í Hjálmakletti

Sætabrauðsdrengirnir Sætabrauðsdrengirnir verða næstu gestir Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Þeir koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju miðvikudagskvöldið 12. mars næstkomandi. Sætabrauðsdrengina skipa söngvararnir góðkunnu Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson og Viðar Gunnarsson auk Jóhanns G. Jóhannssonar sem leikur undir á flygilinn. Á tónleikunum verða

flutt lög eftir Jóhann við texta Þórarins Eldjárns og Þorvaldar Þorsteinssonar. Dagskráin er fjölbreytt; sum lögin eru fjörug, önnur ljúfsár, nokkur unaðsleg og mörg drepfyndin. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Almennt miðaverð er 2000 krónur en 1000 krónur fyrir eldri borgara, frítt fyrir skuldlausa félaga í Tónlistarfélagi Borgarfjarðar.

Tónlistarskólarnir á Íslandi eru með sameiginlegt verkefni sem kallast “Nótan” og er uppskeuhátíð tónlistarskólanna. Nemendur frá tónlistarskólum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Húnaþingi vestra munu halda tónleika í Hjálmakletti 8. mars næstkomandi kl. 13:30. Að þessu sinni taka 10 tónlistarskólar þátt af þessu svæði. Flutt verða fjölbreytt verk úr ýmsum áttum. Nemendur í grunn- mið- og framhaldsstigi taka þátt í þessum tónleikum og í lokin fá nemendur viðurkenningu fyrir einleik, samspil/söng og frumsamið verk. Einnig verða valin þrjú atriði sem fara áfram og taka þátt í lokaathöfn Nótunnar sem verður í Hörpu 23. mars næstkomandi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Eru íbúar Borgarbyggðar hvattir til að mæta á þennan skemmtilega viðburð tónlistarskólanna.

Reykdælir frumsýna revíu Umf. Reykdæla frumsýnir nú á föstudaginn revíuna Ert´ekk´að djóka (elskan mín)? eftir Bjartmar Hannesson kúabónda og söngvaskáld frá Norðurreykjum í Hálsasveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjónustubænum Efri-Bæ,

þar sem sjaldnast er einhver lognmolla. Einnig er litið við í fjósinu á Neðri-Bæ þar sem eftirlitsmaður frá þannig eftirlitsstofnun kemur og lítur á svæðið. Í revíunni er farið vel í gegnum ævafornar asískar aðferðir til eflingar andlegs

þroska og til styrktar huga og líkama. Franskur kokkur kennir pottþétta aðferð til að útbúa rauðvínssósu “bara nógu mikið rauðvín“. Fornleifagröfur í Reykholti, rauðir varðliðar og vellauðugur kínverji koma við sögu ásamt sérlegum sendiboða páfans í Róm.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.