Veitingahús & kaffihús opið alla daga
10:00 – 21:00
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
35. tbl. 7. árgangur
29. nóvember 2012
Ingu bingó Kvenfélag Álftaneshrepps ætlar að halda sitt fjórða jólabingó í Lyngbrekku fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Að þessu sinni rennur allur ágóði bingósins til Ingu Bjarkar Bjarnadóttur sem er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn SMA. Hún er að er flytja að heiman og byrja sitt háskólanám. Að venju hafa einstaklingar og fyrirtæki í Borgarbyggð tekið vel á móti kvenfélagskonum og gefið marga flotta vinninga til bingósins. Kvenfélagið hefur í þrígang haldið bingó til styrktar MND félaginu, Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar og skammtímavistunni í Holti.
Borgarnesi Sími: 898-9253 / 437-1783
Til sölu hinir vönduðu díóðu-ljósakrossar á leiði í ýmsum litum. Einnig íslensk tólgarkerti, kertahlífar og ýmsir fylgihlutir á leiði. Bæklingar yfir legsteina á staðnum.
Opið: föstudaginn 30. nóvember kl: 13:00 - 16:00 laugardaginn 1. desember kl: 11:00 – 13:00 sunnudaginn 2. desember kl: 12:00 – 14:00 Opið á öðrum tíma eftir samkomulagi
Þér er boðið í brúðkaupsveislu í Brún í Bæjarsveit á næstunni en þar sem þetta er
Smáborgarabrúðkaup
og ungu brúðhjónin frekar illa stödd fjárhagslega þarf að greiða aðgangseyri
6.Sýning miðvikudaginn 21.nóvember kl 21:00 Miðapanntannir hjá Valda og Þórnýju, Álfhól Hvanneyri; í síma 4371910 eða netfang valdi@skogur.is
7.Sýning þriðjudaginn 27.nóvember kl 21:00 8.Sýning miðvikudaginn 28. nóvember kl 21:00 9. Sýning föstudaginn 30.nóvember kl 21:00 Lokasýning sunnudaginn 2. desember kl 21:00
Viðburðadagatal fi 29/11-20.00 Lyngbrekka; jólabingo Kvenfélags Álftaneshrepps fi 29/11-20.00 Matsalur Hvanneyri; jólabingo Kvenfélagsins 19. júní fi 29/11-20.00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fi 29/11-20 Menntaborg; Litla hryllingsbúðin - lokasýning fö 30/11-21.00 Brún; leiksýning Smáborgarabrúðkaup la 1/12-13.00 Safnahús Bfj; Mæðgur og myndir - opnun myndlistarsýningar la 1/12-16 Hjálmaklettur; Tónleikar Freyjukórsins ásamt Agli Ólafssyni su 2/12-11.00 Borgarneskirkja; Messa su 2/12-14.00 Borgarkirkja; Messa su 2/12-14.00 Faxaborg; Folaldasýning su 2/12-16 Reykholtskirkja; Tónleikar Freyjukórsins ásamt Agli Ólafssyni su 2/11-21.00 Brún; leiksýning Smáborgarabrúðkaup má 3/11-21 Landnámssetur; Tónleikatvenna með Ómari og Óskari þr 4/12-18 Tónlistarskólinn; jólatónl. mi 5/12-18 Tónlistarskólinn; jólatónl. fi 6/12-20.30 Logaland; Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fö 7/12-13.30 Félagsstarf Borgarbr. 65; Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfj. 10.- 11/12 Jólatónl Tónlistarskólans mi 19/12-20.30 Borgarneskirkja; Fjölskyldan Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrunum Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu býður til jólatónleika
BARNAHORNIÐ
Byrjun
Endir
ÍBÚINN
fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Samantekt: Borgarbyggð og Íbúinn
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf Reikningseyðublöð Ritgerðir - Skýrslur
@ gVWdg\ Árlegir aðventutónleikar Kóraborgar verða í Reykholtskirkju föstudaginn 7. desember næstkomandi klukkan 20.30 Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Reykholtskirkju-Snorrastofu og með stuðningi Íbúans, Skessuhorns og Kvenfélags Stafholtstungna. Styrktaraðili tónleikanna í ár er Arionbanki í Borgarnesi.
Fram koma níu kórar úr héraðinu. Kórarnir eru: Gleðigjafi, Samkór Mýramanna, Hljómur frá Akranesi, Kirkjukór Saurbæjarprestakalls, Kór Stafholtskirkju, Reykholtskórinn, Kór Borgarnesskirkju, Freyjukórinn og kór Menntaskóla Borgarfjarðar. Stjórnendur þessara kóra eru: Jónína Erna Arnardóttir, Steinunn Árnadóttir, Valgerður Jónsdóttir, Viðar Guðmundsson og Zsuzsanna Budai. Kynnir á tónleikunum er Guðrún Jónsdóttir. Að tónleikunum loknum er að vanda boðið upp á léttar veitingar í safnaðarsal. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.
FASTEIGN Í BORGARFIRÐI KLEPPJÁRNSREYKIR – gamli læknabústaðurinn Einbýlishús á tveimur hæðum, viðbygging og bílskúr, íbúð og viðbygging 363 og bílskúr 21 ferm. eða samtals 384 ferm. Húsið stendur á leigulóð. Íbúð á hæð skiptist í forstofu, hol, gang, stofu, fimm herbergi, eldhús og baðherbergi. Í kjallara eru þvottahús og geymslur. Í viðbyggingu eru fjögur herbergi og snyrting. Bílskúr óeinangraður og mjög lélegur. Húsið þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar.
Húsið verður til sýnis mánudaginn 03/12 2012 kl. 14:00 – 17:00. Óskað er eftir tilboðum í eignina og skal þeim skilað á fasteignasölu Inga Tryggvasonar hdl. í síðasta lagi kl. 12:00 mánudaginn 10/12 2012. Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem það vilja sama dag kl. 14:00 á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi. Miðað er við að skrifað verði undir kaupsamning í janúar 2013 og þá verði kaupverðið greitt. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
sími: 437 2360
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteignasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes s. 437 1700, gsm 860 2181 netfang: lit@simnet.is veffang: lit.is
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort
Reikningar - Eyðublöð