Bros - Fréttabréf - Klettaborgar jan 2012

Page 1

Eftir gott jólafrí heilsum við nýju ári með bros á vör og við tekur skemmtilegt leikskólastarf eins og alltaf- Vinnustundir byrjuðu mánudaginn 9. janúar og má sjá hópaskiptingu í fataklefum á hverri deild. Á vorönn er líka heilmikið um að vera hjá útskriftarárgangi leikskólans sem fer m.a. í heimsóknir í grunnskólann, 3ja daga vorskóla, tómstundaskólann, útskriftarferð, útskrift o.fl. Fundur með foreldrum elstu barna verður í byrjun mars til að kynna nánar það sem framundan er.

Í febrúar/mars verður leikskólinn fullsetinn með 65 börn. Þá verða líka eftirfarandi breytingar í starfsmannahaldi en þær eru m.a. vegna fjölgunar barna, fjölda og aldurs barna á hverri deild, vinnutíma starfsfólks og starfsmannabarna: x Magga fer á Kattholt (tekur við stöðu deildarstjóra af Gunni sem fer í fæðingarorlof í mars) x Hugrún fer á Sjónarhól x Gudrun kemur aftur til starfa í sinn fyrri vinnutíma, fer á Ólátagarð x Nína fer á Sjónarhól x Thelma fer á Ólátagarð x Anna Heiðrún fer á Kattholt x Að auki eru lítilsháttar breytingar á vinnutímum starfsfólks Starfsfólk mun sem fyrr leysa af á milli deilda eftir þörfum.

1. febrúar verður sú breyting gerð á gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar að öll börn sem eru í leikskóla fyrir hádegi borga sama gjald fyrir morgunhressingu (sem er ca kl. 9-­‐10, misjafnt eftir leikskólum), þá verður boðið uppá ávexti og/eða grænmeti. Morgunmaturinn mun einnig breytast þannig að einungis er boðið uppá hafragraut með rúsínum og lýsi. Morgunmaturinn byrjar kl. 8.20 og er frír fyrir börn sem eru með dvalartíma frá kl. 8.00.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.