FRÉTTABRÉF
BORGARBYGGÐAR 20. tbl. 9. árg. Mars 2015
Brekkufjall, Skessuhorn og Tungukollur skarta sínu fegursta í vetrarbúningnum.
Ljósmynd Guðrún Jónsdóttir
Með hækkandi sól styttist í fuglasöng Nú er veturinn að baki og vorið nálgast óðfluga. Með hækkandi sól færist líf yfir og nú styttist í fuglasöng og vorverkin. Það er mikið um að vera í sveitarfélaginu og ánægjulegt að fylgjast með þeim fjölmörgu verkefnum og málum sem unnið er að víða um héraðið. Í vetur hafa verið haldnir nokkrir íbúafundir og sveitarstjórn hefur reglulega boðað til opinna viðtalstíma. Frá því í nóvember hefur þremur byggingarlóðum verið úthlutað í Borgarnesi og framkvæmdir eru nú þegar hafnar við byggingu fjölbýlishúss við Arnarklett. Gott lóðaframboð er í sveitarfélaginu og með nýrri og breyttri gatnagerðagjaldskrá með 30% meðaltalslækkun er bundnar vonir við enn frekari uppbyggingu. Sóknarfæri eru sýnileg í greinum tengdum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, kraftur og bjartsýni einkennir nú umræðuna um uppbyggingu í ferðaþjónustu. Háskólarnir hafa verið mikið til umræðu á síðasta ári, sérstaklega Landbúnaðarháskóli Íslands. Mennta- og menningamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða faglegan og fjárhagslegan ávinning af sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskólans á Bifröst. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri er fulltrúi Borgarbyggðar í hópnum.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur í vetur leitað leiða til að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Það er lögbundið hlutverk sveitarfélagsins að sjá til þess að íbúar njóti góðrar grunnþjónustu og að faglegt starf leik- og grunnskóla sé tryggt. Í vetur hefur m.a. verið unnið að hagræðingu í rekstri stofnana sveitarfélagsins með skipulagsbreytingum og nú þegar hafa skattar og gjöld verið hækkuð umtalsvert. Gert er ráð fyrir að hagræða þurfi í rekstri sem svarar 3-5% af útgjöldum. Tveir vinnuhópar skipaðir fulltrúum úr sveitarstjórn eru að störfum til að greina hagræðingarmöguleika og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið um miðjan apríl. Vinna við hagræðingu í rekstri er vandasamt verk. Hlutverk sveitarfélagsins er að veita íbúum þess sem besta þjónustu. Vinnuhóparnir hafa að leiðarljósi að ávinningurinn sé fjárhagslegur og auk þess sé tryggt að hann standist út frá faglegum sjónarmiðum. Hóparnir leita fyrst og fremst leiða sem geta leitt til varanlegs sparnaðar í rekstri þannig að tækifæri skapist til að bæta þjónustu og styðja faglegt starf. Tillögurnar verða unnar í samráði við íbúa. Hluti af þeirri vinnu felst í samtali við starfsmenn og stjórnendur og boðað verður til íbúafundar mánudaginn 30. mars nk. Ég hvet alla íbúa til að koma og
Guðveig Eyglóardóttir formaður byggðaráðs - mynd 20
taka þátt í umræðum. Í vetur tók til starfa íþrótta- og tómstundaskóli sem UMSB hefur umsjón með. Það er ánægjulegt að heyra af góðum viðtökum sem starf tómstundskólans hefur fengið hjá börnum og foreldrum. Eitt af markmiðum verkefnisins er að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundir og leyfa þeim að kynnast fjölbreyttum tómstundum. Það er mikill auður í því fólki sem býr í sveitarfélaginu og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hér starfa. Við getum verið stolt af því að búa í Borgarbyggð - hér er allt sem þarf!
2 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Mars 2015
Þorrablót á Hvanneyri Þorrablót var haldið í skólanum í febrúar. Nemendur og starfsmenn áttu notalega stund þar sem allir gæddu sér á gómsætum þorramat að hætti Bjarkar og Sigrúnar. Krakkarnir sem tóku þátt í Söngkeppni GBF sýndu okkur atriðin sín ásamt því að Helga las upp annál ársins. Flestir krakkarnir mættu í lopapeysum í tilefni dagsins og var þetta algjör gæðastund. Í lokin sungum við Þorraþrælinn - Nú er frost á Fróni.
Sveitaleikskólinn Hnorðaból Á Hnoðrabóli hafa skapast margar skemmtilegar hefðir í 28 ára farsælu starfi skólans en hann hefur notið mikillar velvildar nærsamfélagsins alla tíð. Nærsamfélagið skiptir okkur máli, það mótar og auðgar starf skólans, hvetur til samskipta, samvinnu og vináttu. Má nefna í þessu samhengi að ein hefðin hjá okkur er sú að á Öskudag förum við í Reykholt með rútu og börnin fara
um eins og öðrum gestum, boðið þeim til sætis við hvít dúkuð borð og þjónar færa þeim heita snúða og mjólk að loknum Öskudagssöng. Svona vinsamlegar móttökur skipta okkur máli, þær kenna börnunum margt; virðingu, umhyggju og þau finna gleðina sem er eitt af mikilvægustu leiðarljósum lífsins. Hnoðrabóli barst gjöf á dögunum frá Kvenfélagi Reykdæla en félagið hefur í gegnum árin stutt vel við leik- kenninguna Skóli á grænni grein í júní skólann. Að þessu sinni ákváðu kven- 2014 og fékk grænfána til að flagga. félagskonur að prjóna hlýja vettlinga. Mörg verkefni hafa beina tengingu við Þessi gjöf kemur að góðum notum þetta viðfangsefni. Í vetur höfum við sem varaeintök þar sem tíðin hefur til dæmis tekið upp á því að mæla hve verið vettlingafrek. Gjöf sem þessi mikinn mat við skiljum eftir á disksýnir vel hugulsemi samfélagsins í unum, við bjuggum til endurunnin garð skólans. Það var Bára Einarsdótt- pappír úr gömlum dagblöðum og á ir, kvenfélagsformaður, sem kom með næstunni munum við fara í ferð með vettlingana. Leikskólinn þakkar Kven- matarafganga í hænsnakofann, við félagi Reykdæla gjöfina. flokkum rusl og höfum hólk fyrir ónýtá milli fyrirtækja og syngja. Börnun- Hnoðraból hefur verið staðsett á bú- ar rafhlöður. Markmið með þessu er að um hefur verið afar vel tekið, til að jörðinni Grímsstöðum frá því 1991 efla virðingu barnanna fyrir náttúru og mynda hefur Fosshótel lagt mikla og hefur sú sérstaða nærumhverfis- umhverfi sínu og hafa sum valið sér að áherslu á það að taka á móti börnun- ins mótað skólastarfið sem einkenn- vera grænfánaleiðtogi sem notið hefur ist m.a af nátt- vinsælda. Að lokum viljum við deila úrufræðslu. Því með ykkur umhverfissáttmála okkar til staðfestingar sem segir allt sem segja þarf um umhlaut skólinn í hverfisvernd „Við ætlum að gera allt fyrsta sinn al- sem er gott fyrir náttúruna með sól í þjóðlegu viður- hjarta.“ Börnin á Hnoðrabóli. Smá hækkun varð á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu (heimilishjálp) núna um áramótin. Þeir elli- eða örorkulífeyrisþegar sem eru yfir tekjumörkum greiða kr. 570 fyrir hverja klukkustund, aðrir en fyrrgreindir Mars 2015 greiða kr. 1.140.Útgefandi: Borgarbyggð Tekjumörk vegna greiðslna fyrir heimilishjálp hækkuðu einnig smávegis. Þeir örorku- og ellilífeyrisþegar, sem Ábm. og ritstjóri: Þórvör Embla Guðmundsdóttir hafa tekjur undir kr. 237.500.- (einstaklingar) á mánHöfundar efnis: Guðveig Eyglóardóttir, Guðrún Jónsdóttir, uði - kr. 475.000.- (hjón) greiða ekki fyrir félagslega Theodóra Þorsteinsdóttir, Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, heimaþjónustu. Athugið að hér er átt við tekjur fyrir Signý Óskarsdóttir og fleiri skatt. Sveitarfélagið hefur ekki aðgang að upplýsingum um núverandi tekjur fólks og því byggir það oftlega á Ljósmyndir: Guðrún Jónsdóttir og myndir frá skólum í Borgarbyggð gömlum upplýsingum hverjir eru rukkaðir fyrir þjónustuna og hverjir ekki. Umbrot og hönnun: Nepal/Guðrún Björk Friðriksdóttir Notendur eru því hvattir til að skoða tekjur sínar og láta Prentun: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan vita ef verið er að rukka þá sem ekki eiga að greiða eða Upplag: 1.500 eintök öfugt. Hafið samband við félagsmálastjóra í s: 4337100.
Til notenda félagslegrar heimaþjónustu
Fréttabréf Borgarbyggðar
Fréttabréf Borgarbyggðar - Mars 2015 - 3
Lausar lóðir Nýverið hefur tveimur íbúðarhúsalóðum verið úthlutað í Borgarnesi, við Arnarklett 28 og við Birkiklett 2. SÓ húsbyggingar hafa þegar hafist handa við að undirbúa byggingu fjölbýlishúss að Arnarkletti 28. Húsið verður á fjórum hæðum með alls 16 íbúðir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um næstu áramót. Þá hefur lóðinni að Borgarbraut 57-59 verið úthlutað til Jóhannesar Stefánssonar og Snorra Hjaltasonar. Enn eru margar íbúðar- og iðnaðarlóðir lausar til úthlutunar í Borgarbyggð. Í Borgarnesi, á Hvanneyri, á Varmalandi, í Reykholti og í Bæjarsveit. Lista yfir lausar lóðir í Borgarbyggð og staðsetningu þeirra má finna á vef sveitarfélagsins www.borgarbyggd. is. Samkvæmt gr. 39 í vinnureglum um úthlutun lóða í Borgarbyggð sem samþykktar eru af sveitarstjórn, skulu umsækjendur annarra lóða en íbúðarhúsalóða tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða. Skv. grein 2.4.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir um gildistíma byggingarleyfis: „Byggingarleyfi fellur úr gildi hafi byggingarframkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá útgáfu þess. Framkvæmd telst vera hafin við fyrstu áfangaúttekt. Nánari upplýsingar gefur Jökull Helgason forstöðumaður umhverfisog skipulagssviðs Borgarbyggðar.
Söfnun á rúlluplasti Vegna veðurs varð að fresta söfnun á rúlluplasti sem vera átti um miðjan mars. Fyrsta söfnun ársins fer því fram dagana 30. og 31. mars og 1. apríl. Plast verður svo sótt aftur 22. - 26. júní og 23. - 27. nóvember. Þeir sem óska eftir að láta sækja til sín rúlluplast eru beðnir að senda póst á netfangið embla@borgarbyggd.is eða láta vita í síma 433 7100. Frágangur á plasti þarf að vera þannig að annað hvort verði það sett í stórsekki eða pressað og bundið saman svo gott sé að koma því á bíl. Ekki er hægt að taka plast sem bundið hefur verið í rúllubagga né það sem er laust. Baggaböndin skal setja sér í glæra plastpoka.
Gatnagerðagjöld lækka Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt nýja gjaldskrá vegna skipulags og byggingarmála hjá Borgarbyggð. Gatnagerðargjöld hafa samkvæmt nýju gjaldskránni verið lækkuð að meðaltali um þriðjung frá því sem áður var.
Gjaldskráin skiptist í þrjá flokka: Byggingarleyfis- og þjónustugjöld byggingarfulltrúa, Framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa og Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Borgarbyggð
Nýir sviðsstjórar Ráðnir hafa verið tveir nýir sviðsstjórar hjá Borgarbyggð. Aldís Arna Tryggvadóttir sviðsstjóri fjölskylduog fjármálasviðs og Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Aldís Arna lauk BS prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verð bréfa við skipt um frá sama háskóla árið 2006. Árið 2012 lauk Aldís Arna prófi í hagnýtri frönsku fyrir atvinnulífið frá Háskóla Íslands en hún hefur einnig setið fjölda námskeiða hér á landi sem erlendis um fjármál, stjórnun, alþjóðleg samskipti, erlend tungumál, menningu, mannleg samskipti og heilbrigt líferni. Aldís Arna starfaði við gerð, greiningu og lestur ársreikninga hjá endurskoðendafyrirtækinu PWC samhliða háskólanámi. Á árunum 2005-2009 starfaði hún sem greinandi fjárfestingarkosta hvers konar hjá fjárfestingarfélaginu Eyri Invest ehf. og vann t.a.m. heildstæðar greiningar og verðmat á
félögum með gerð sjóðstreymislíkana. Árið 2010 gegndi Aldís Arna starfi aðstoðarmanns og upplýsingafulltrúa franska sendiherrans á Íslandi en síðastliðin fjögur ár starfaði hún hjá embætti sérstaks saksóknara við rannsókn umfangsmikilla efnahagsbrota. Guðrún S. Hilmisdóttir er byggingarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og Danmarks Tekniske Universitet. Guðrún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og verkfræðistörfum. Hún hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Guðrún vann áður hjá bæði Eski ehf., Verkfræðistofu og Hönnun hf. Þá starfaði hún í nokkur ár hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga við umhverfismál sveitarfélaga og menntamálaráðuneytinu, en þar vann hún að verkefnum sem sneru að kostnaðarþátttöku ríkisins vegna byggingar grunnskóla og fleira. Guðrún þekkir sveitarfélagið Borgarbyggð vel en hún bjó um tíma í Borgarnesi.
Félagsstarf eldri borgara Félagsstarf eldri borgara og öryrkja Borgarbraut 65a Opið frá kl. 11:30 til 16:00 alla virka daga. Mánudagur: Gler, leiðbeinandi Elfa Hauksdóttir. Þriðjudagur og miðvikudagur: Handverk, leiðbeinandi Karólína Ísleifsdóttir Fimmtudagur: Spiladagur - Yoga kl. 13:00 í sal uppi. Föstudagur: Opinn dagur. Spjall, spil og handavinna alla daga Munið sameiginlegan hádegismat í félagsstarfinu alla virka daga. Pantanasími: 8401525 Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum Opið hús alla miðvikudaga kl 13:30 í Brún. Upplestur, spilað, leikfimi, boccia, fyrirlestrar og umræður. Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni Sunnudagur 26. apríl kl. 15:00 - Aðalfundur í Risinu. Sunnudagur 10. maí kl. 15:00 - Ferðanefndin lætur vita hvert farið verður í sumarferðina. Dansæfingar á mánudögum kl.13:00 í Risinu. Pútt (innipútt) í Eyjunni á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14:00 - 16:00. Bocciaæfingar á laugardagsmorgnum í íþróttahúsinu kl. 11.00. Einnig á þriðjudögum og fimmtudögum kl.10:30 í félagsstarfinu Minnt er á að til er frábær kór eldri borgara sem hefur aðsetur í Borgarnesi.
4 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Mars 2015
Góður árangur í Skólahreysti Þann 5. mars síðastliðinn fór Grunnskólinn í Borgarnesi með fjölda unglinga af unglingastigi til Reykjavíkur að horfa á og hvetja okkar lið í Vesturlandsslagnum í Skólahreysti 2015. Í þessari undankeppni kepptu margir skólar af Vesturlandi og Vestfjörðum en keppnin var haldin í Garðabæ. Lið skólans skipuðu þau Arnar Smári Bjarnason, Freyja Fannberg Þórsdóttir, Helga Marie Gunnarsdóttir, Húni Hilmarsson, Trausti Már Sigurbjörnsson, Þórhildur Arna Hilmarsdóttir en það var Þorvarður Andri Hauksson sem þjálfaði hópinn. Stuðningsliðið var skipað 97 krökkum ásamt nokkrum
kennurum, stuðningsfulltrúum og liðstjóra- og þjálfaranum Andra. Mikið var lagt í keppnina á öllum vígstöðvum og höfðu nemendur á unglingastigi unnið alla vikuna að því að búa til veifur, borða og ýmislegt skraut til að taka með sér til að styðja sitt lið. Söngvar og vísur voru samdar og myndaðist góð stemmning. Lið skólans stóð sig frábærlega sem og stuðningsliðið, en í fyrsta sinn náði skólinn á verðlaunapall þegar 3. sætinu var hampað. Nemendaráð skólans átti veg og vanda af undirbúningi dagsins og þegar heim var komið var blásið til pizzuveislu í Óðali og gaurar
að sunnan hrærðu í skífum á diskóteki um kvöldið. Dagurinn heppnaðist mjög vel og nemendafélagið tók saman heimildarmynd sem var sýnd á árshátíð skólans.
Snillingaforeldrar
Foreldrar barna með ofvirkni og/eða athyglisbrest Í framhaldi af fræðslufundi ADHD samtakanna síðast liðið vor var stofnaður hópur foreldra barna með ADHD/ ADD í Borgarnesi. Markmiðið er að foreldrar geti deilt reynslu sinni, stutt hvert annað í uppeldishlutverkinu og jafnvel fengið og deilt áfram fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD/ADD og æskileg viðbrögð þeirra sem mest eru með börnunum s.s. foreldra og skólakerfis og íþrótta og tómstunda kennara/ þjálfara. Haldnir hafa verið fjórir fundir og á tveimur þeirra voru sálfræðingar með fræðlsu, annars vegar ræddi Sigurður Ragnasson um hlutverkið ,,að ala upp snilling“ og á síðasta fundi var
Drífa Björk Guðmundsdóttir með fræðslu um þróun ADHD einkenna með áherslu á unglingsárin. Næsti fundur Snillingaforeldraþriðjudaginn 14. apríl kl 20.00 Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur verður með fyrirlestur um hættur netsins með sérstaka áherslu á svokallaða “netfíkn”, en rannsóknir benda til að u.þ.b. 12% reglulegra netnotenda eigi á hættu að ánetjast notkun sinni. Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda og því mikilvægt að foreldrar skilji vandann og viti hvað best sé að gera í málinu. Nokkuð ljóst er að netið er komið til að vera og því þýðir lítið að loka augunum fyrir því að þar geta leynst hætt-
ur eins og annarsstaðar. Við sendum börnin okkar ekki út í umferðina án þess að hafa kennt þeim umferðarreglurnar en við opnum oft heim netsins fyrir þeim án þess að skilja hann almennilega sjálf. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða. Fundurinn verður í sal Ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14. Allir velkomnir.
Samgöngubætur í Borgarbyggð Með vísan til 25. greinar vegalaga nr. 80/2007 sækir sveitarfélagið árlega um fjármagn til Vegagerðarinnar vegna viðhalds og samgöngubóta vega í sveitarfélaginu sem liggja utan þeirra vega sem skilgreindir eru í vegalögum, en eru ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar. Í aðalatriðum er um að ræða vegi að eyðibýlum sem áður töldust til safn eða tengivega, vegi sem fjárbændur nota s.s. afréttarvegi, vegi að leitarmannaskálum og fjárréttum, vegi sem veiðimenn nota og vegi að ferðamannasvæðum. Landeigendur geta sótt um til Umhverfis og skipulagssviðs Borgarbyggðar vegna slíkra samgöngubóta s.s. vegna heflunar, ofaníburðar, endurnýjunar á ræsum, viðgerða vegna leysinga osfrv.
Fréttabréf Borgarbyggðar - Mars 2015 - 5
Water around us Grunnskólinn í Borgarnesi er þátttakandi í Erasmus+ verkefninu Water around us (WAU) sem hófst sl. haust og er verkefni til þriggja ára. Verkefnið er hluti af Evrópsku menntaáætluninni. Þátttakendur koma frá 7 skólum víðsvegar í Evrópu, Spáni, Portúgal, Þýskalandi, Finnlandi og Lettlandi auk okkar. Fyrsti fundurinn var haldinn hér í Borgarnesi í nóvember þar sem tveir kennarar frá hverjum skóla hittust og fyrsta árið var skipulagt. Fyrsta verkefnið var samkeppni um „logo“ verkefnisins. Auk þess að funda í skólanum voru helstu náttúruperlur skoðaðar , Bláa lónið, Deildartunguhver, Grábrók, Hraunfossar, Stefánshellir, Langjökull, Ölkelda, Vatnasafnið í Stykkis-
Starfið á vorönn
Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar fór vel af stað eftir áramótin. Nemendur eru tæplega 180 og er fullskipað á flest hljóðfæri. Mögulegt er að bæta nokkrum nemendum á blásturshljóðfæri. Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Borgarbyggðar á link Tónlistarskólans. Að venju hefur skólastarfið verið fjölbreytt. Í febrúar og mars hafa verið hljóðfærakynningar þar sem kennarar og nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar hafa farið í grunnskólana og kynnt hljóðfæri. Í lok febrúar fóru nokkir nemendur í Stykkishólm og léku á TónVest tónleikum og í byrjun mars var Söngdeildin með vel heppnaða söngleikjatónleika í Landnámssetrinu. Á Sumardaginn fyrsta verður skólinn í samstarfi við Safnahús Borgarfjarðar þar sem flutt verða frumsamin lög við ljóð skáldkvenna frá Ásbjarnarstöðum. Fljótlega eftir páska verður farið að huga að prófum og vortónleikum. Innritun fyrir næsta vetur verður um miðjan maí. Nánari upplýsingar: tonlistarskoli@borgarbyggd.is
- Grunnskólinn í Borgarnesi
hólmi, Krosslaug og auðvitað gullni hringurinn. Í febrúar var fundur í bænum Lappeenranta í Finnlandi þar sem tveir kennarar og þrír nemendur frá hverjum skóla hittust. Nemendur gistu á finnskum heimilum. Hver nemendahópur sá um kynningu á sínu landi. Mjög vel var tekið á móti hópnum af bæjarfélaginu og var okkur m.a boðið á rísastóra líkamsræktarstöð með öllum gerðum af gufuböðum auk sundlauga og potta. Við heimsóttum líka hafnarbæinn Kotka við Eystrasaltið og tókum þátt í ýmsum vatns- og ísverkefnum í skólanum. Nú liggur leiðin til Ruijena í Lettlandi, tveir kennarar og þrír nemendur fara í þá ferð. Munu nemendur gista á lettneskum heimilum. Hlutverk þeirra er m.a. að undirbúa og framkvæma tilraun þar sem vatn er notað. Tilraunin sem við förum með er „að breyta vatni í rafmagn“ og hafa æfingar staðið yfir. Við munum einnig taka þátt í hátíðarhöldum á sérstökum vatns degi „Water day“ sem haldinn er hátíðlegur þar ár hvert seinnipartinn í mars. Síðasti fundur þessa skólaárs er kennarafundur í Jerez de la Frontera á Spáni, þar sem kennarar munu hittast til að skipuleggja framhaldið.
Það sem er verið að vinna að í tengslum við verkefnið er m.a.útskýringar (á ensku) á ýmsum orðum og hugtökum sem tengjast vatni, samanburður á námsskrá þátttökulandanna þar sem við skoðum hvernig og hvar fjallað er um vatn. Í gangi er ljósmyndasamkeppni , vatn mismunandi árstíða, og verða myndir valdar til að prýða dagatal fyrir árið 2016. Verkefni næstu ára eru margskonar, s.s. að búa til APP um hringrás vatnsins, vinna bæklinga um hugtök sem tengjast vatni, og vatn í nærumhverfinu, myndbandsvinna ofl. Heimasíða verkefnisins er our-comenius.net Það er mjög dýrmætt fyrir skóla að fá tækifæri til að taka þátt í verkefni sem þessu. Verkefnið er þverfaglegt og auk þess að þjálfa nemendur í enskri tungu er mikið fjallað um náttúru og jarðfræði, upplýsingatækni er mikið notuð svo og listsköpun. Það er líka mikil lífsreynsla fyrir unglinga að fá að hitta jafnaldra sína í öðrum löndum og taka þátt í öðruvísi skólastarfi. Helga Stefanía Magnúsdóttir verkefnisstjóri
6 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Mars 2015
Vinahópar leik- og grunnskóla á Hvanneyri Öflugt samstarf er á milli leikskólans Andabæjar og Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar. Meðal reglulegra viðburða eru vinadagar. Þá hittast ákveðnir hópar og vinna saman og efla tengslin. Í febrúar hittust í grunnskólanum 2. bekkur og 4 ára börnin og 3. bekkur og 5 ára börnin (skólahópur). 1., 4. og 5. bekkur fóru í heimsókn á leikskólann. Það eru alltaf
ar börnin hefja nám í 1. bekk þá eigi þau góða vini í 4. bekk. Þemað í þetta skipti var „Leiðtoginn í mér“ og sögðu krakkarnir hvort öðru hvað þau eru
að gera í leiðtogavinnunni og unnu saman verkefni.
sömu krakkarnir sem hittast á þessum vinadögum og hugmyndin er að þeg-
Í grunnskólanum er verið að vinna stórt veggspjald/ listaverk sem tengir venjurnar 7 við leiðirnar sem krakkarnir fara í skólann. Verkefnið er margþætt en auk þess að vera
leiðtogaverkefni tengist það grænfánaverkefni skólans þar sem aðeins er unnið með endurnýtt efni. Á vinadegi fengu 4 og 5 ára krakkarnir á leikskólanum að vinna leiðina sem þau koma frá leikskólanum í skólann en hún heitir „Í upphafi skal endinn skoða“. Þannig eru þau þátttakendur í listaverkinu sem kemur til með að prýða matsal skólans í framtíðinni og eiga sinn hluta í því þegar þau koma í skólann.
Félagsmiðstöðvar og Íþrótta- og tómstundaskólinn Um áramótin síðustu tók Ungmennasamband Borgarfjarðar að sér umsjón með Íþrótta- og tómstundaskólanum (ÍT) og félagsmiðstöðvum í Borgarbyggð. ÍT tók til starfa í upphafi árs og er hann ætlaður börnum í 1.-4. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar. Skólinn hefst strax að lokinni kennslu í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri og Grunnskólanum í Borgarnesi. Lagt er upp með að nýta það tómstundastarf sem fyrir er í sveitarfélaginu, íþróttir, skátastarf og annað sem hefur verið í
boði til þessa. Dagskráin er mismunandi á hverjum stað en börnunum er engu að síður frjálst að nýta sér það sem er í boði á öðrum stöðum. Lagt var upp með að bjóða fjölbreytni í tómstundastarfi til að tryggja að sérhvert barn finni eitthvað við hæfi og geti notið sín. Meðal nýrra greina í ÍT eru golf, leikræn tjáning og hóptímar í tónlistarskólanum svo eitthvað sé nefnt. Á öllum stöðum er boðið upp
á leiklist og listasmiðjur og hafa þær smiðjur notið mikilla vinsælda meðal barnanna. UMSB hefur einnig umsjón með tveimur félagsmiðstöðvum í Borgarbyggð, þ.e. Óðali í Borgarnesi og Gauknum á Bifröst. Opið er í Óðali á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00-21:30, á miðvikudögum kl. 17:00-20:30 en föstudagar eru tileinkaðir böllum og tilfallandi atburðum. Á Bifröst er opið á miðvikudögum kl. 18:00-21:00. Meðal viðburða í félagsmiðstöðvum eru opin hús, leirlistanámskeið, stelpukvöld, LAN-kvöld, böll þriðju hverja viku, FIFA-mót, viðburðir á vegum Samfés o.fl. Öll ungmenni í 7.-10. bekk eru velkomin að koma og nýta sér það sem er í boði á hvorum stað. Í sumar verður boðið uppá sumarnámskeið fyrir 1.-6. bekk, en þau námskeið verða auglýst síðar og í kjölfar þess verður opnað fyrir skráningar.
Fréttabréf Borgarbyggðar - Mars 2015 - 7
Gleym þeim ei í Safnahúsi Borgarfjarðar Nú stendur yfir í Safnahúsi undirbúningur að sýningunni Gleym þeim ei, sem opnuð verður í vor. Þar verður sagt frá lífi 15 kvenna sem eiga það allar sameiginlegt að hafa verið á lífi árið 1915 þegar íslenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við fjölskyldur kvennanna sem leggja til upplýsingar, myndir og muni. Ein kvennanna sem fjallað er um er Ingibjörg Friðgeirsdóttir á Hofsstöðum og á meðfylgjandi mynd má sjá son hennar og barnabarn sem komu færandi hendi í Safnahús með gögn og muni fyrir sýninguna. Frá vinstri: Gestur Friðjónsson, Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður og Ingibjörg Gestsdóttir.
Fræðsla og forvarnir Skólasamfélagið í Borgarbyggð hefur undanfarið verið iðið við fræðslu fyrir nemendur og foreldra og enn er von á góðu. Grunnskólinn í Borgarnesi, forvarnarhópur Borgarbyggðar, foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóli Borgarfjarðar hafa sameinast um fræðslu fyrir nemendur og foreldra undanfarnar vikur. Það er ánægjulegt að taka höndum saman til að efla fræðslu og vitund um eins mikilvæg mál og forvarnarmálin eru í samfélaginu okkar. Fimmtudaginn 26. febrúar komu feðginin Selma og Hermann í Borgarnes með erindi sitt sem þau kalla Ást gegn hatri. Selma hitti nemendur í 5. - 10. bekk og ræddi við þá um reynslu sína en hún varð fyrir einelti í skóla. Hermann var með fræðslu fyrir foreldra og aðra sem áhuga höfðu að kvöldi sama dags og var mikil ánægja með þann fyrirlestur. Vonandi fáum við þau feðgin aftur í heimsókn síðar. Mánudaginn 2. mars kom fulltrúi frá SAFT og ræddi við unglingana okkar í 7. - 10. bekk um rafræn samskipti. Fræðsla fyrir foreldra og aðra sem hafa áhuga á öruggum samskiptum á netinu var að kvöldi sama dags. Þegar er farið að leggja drög að fræðslu og forvörnum fyrir haustið. Fólk er hvatt til að fylgjast með og taka þátt. Einnig eru allar hugmyndir um fræðslu og forvarnir vel þegnar.
Þess má geta að samhliða opnun sýningarinnar fara fram tónleikar í Safnahúsi í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar munu nemendur flytja frumsamin lög sín við ljóð fjögurra kvenna frá Ásbjarn ar stöð um í Stafholtstungum, þeirra Guðrúnar Halldórsdóttur eldri, Sigríðar Helgadóttur, Valdísar Halldórsdóttur og Guðrúnar Halldórsdóttur yngri. Af þessu tilefni var útbúið sérstakt hefti með ljóðum þeirra og umsjónarmaður með því var Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður. Vann hann verkið með dyggri aðstoð frá fjölskyldum skáldkvennanna.
Af ofangreindu má sjá að Safnahús á sér gott tengslanet meðal þeirra sem tengjast sögu Borgarfjarðar og nágrennis og hlýtur slíkt að vera afar mikilvægt í góðu safnastarfi. Þess má að lokum geta að tónleikarnir og opnun sýningarinnar Gleym þeim ei verða í Safnahúsi kl. 15.00 á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl nk.
8 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Mars 2015