Íbúinn 15. janúar 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

2. tbl. 10. árgangur

15. janúar 2015

Þrettándahátíð í Englendingavík

Þrettándahátíð var haldin í Englendingavík í Borgarnesi síðasta laugardag en hátíðinni hafði verið frestað frá hinum eiginlega þrettánda vegna veðurs. Boðið var upp á flugeldasýningu, heitt súkkulaði og söng en sveitarstjórinn Kolfinna Jóhannesdóttir stýrði hátíðinni. Þeir sem stóðu að voru: Borgarbyggð, Björgunarsveitin Heiðar, Björgunarsveitin Brák, Skátafélag Borgarness, Edduveröld, JGR, Geirabakarí, Nettó og Leikdeild Skallagríms. Ljósmynd: Ómar Bjarki Hauksson

RAFGEYMAR!

Brákarbraut 5 - Borgarnesi sími 437 1300

Seljum YUASA rafgeyma í flestar gerðir fólksbíla og jeppa.

Frí rafgeyma prófun og ísetning.


Viðburðadagatal fi 15/1-19:15 Íþróttamiðstöðin Bgn. eða „Fjósið“; Skallagrímur-Grindavík í Dominos deildinni í körfubolta karla Frítt inn í boði Arion banka fi 15/1-20:00 Íþróttamiðstöðin Bgn; Flandrasprettur - 5 km hlaup fö 16/1-20:30 Þinghamar; Félagsvist má 19/1-19:15 Íþróttamiðstöðin Bgn. eða „Fjósið“; Skallagrímur-Fjölnir í Powerrade bikarnum í körfubolta karla þr 20/1 13-15; Hvalfjarðarsveit; Viðvera atvinnuráðgjafa SSV - Vífill Karlsson fö 23/1 Bóndadagur - þorri byrjar Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ

Fíllinn er villtur. Getur þú hjálpað honum að finna leiðina að sirkustjaldinu sínu?

Ris og hnig í hamingju Snorra Sturlusonar Í vetur hefur verið boðið upp á námskeið um Snorra Sturluson sagnaritara og stjórnmálamann sem nafnkunnastur er allra Íslendinga fyrr og síðar. Námskeiðið er í samvinnu Snorrastofu í Reykholti, Landnámssetursins í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Þessir aðilar hafa undanfarna vetur boðið upp á námskeið um fornsöguleg málefni. Kennari á námskeiðinu um Snorra er Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum í Reykholtsdal. Óskar segir að námskeiðið hafi gengið afburða vel. „Það fjölgar stöðugt í hópnum og ríkir gleði og kátína. Fyrst tala ég í eina kennslustund, svo er kaffihlé þá eru umræður og þær

hafa verið mjög líflegar,“ segir hann í samtali við Íbúann. Námskeiðið er einu sinni í mánuði og alltaf tekið fyrir þema sem tengist lífi Snorra Sturlusonar. Námskeiðin eru haldin til skiptis í Snorrastofu og í Landnámssetrinu. Næsta námskeið verður 2. febrúar og er yfirskrift þess: Hirðmaðurinn Snorri og Skúli jarl, hertogi og kóngur Þremur kvöldum námskeiðsins er lokið en þrjú eru eftir. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á öll kvöldin og hægt er að skrá sig með litlum fyrirvara allan veturinn. Stakt kvöld kostar kr. 3.400. Skráning fer fram hjá Símenntunarmiðstöðinnií Borgarnesi, s. 437 2390.

Alhliða prentþjónusta Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360


Ljómalind óskar viðskiptavinum gleðilegs árs og opnar á nýju ári föstudaginn 16. janúar. Opnunartíminn í vetur verður föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl 13-18.

Framtíð háskóla í Borgarbyggð Ráðstefna föstudaginn 30. janúar frá kl. 9:30 – 14:30 í Hjálmakletti Ráðstefna um framtíð háskóla í Borgarbyggð verður haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi, föstudaginn 30. janúar næstkomandi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Borgarbyggðar, Háskólans á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Snorrastofu og Framfarafélags Borgfirðinga. Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíð háskóla í Borgarbyggð og hvernig styrkja megi starfsemi þeirra. Meðal gesta verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Dagskrá auglýst nánar síðar.

Framfarafélag Borgfirðinga

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Borgarbyggð auglýsir efti Sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármálasviðs Við leitum að framsæknum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs. Sviðsstjóri hefur ylrumsjón með fjármálum, stjórnsýslu, fræðslumálum, íþrótta- og tómstundamálum, félagsþjónustu og menningarmálum.

Verkefni og ábyrgðarsvið Ábyrgð á rekstri skrifstofu og framkvæmd málamokka sem heyra undir sviðið Ylrumsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir sviðið og stofnanir þess Ylrstjórn stofnana sem heyra undir sviðið Vinnur að stefnumótun og mannauðsmálum fyrir sviðið og stofnanir þess Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem í gildi eru og heyra undir sviðið

Menntunar- og hæfnikröfur Háskólamenntun á sviði stjórnunar og fjármála Menntun á sviði fræðslumála er æskileg Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum Reynsla af áætlanagerð og fjármálastjórn Þekking á opinberri stjórnsýslu Hæfni í mannlegum samskiptum Skipulagshælleikar og sjálfstæði í vinnubrögðum Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti

Upplýsingar veitir Kolïnna Jó Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar nk. Umsækjendur eru beðnir umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem g


ir framsæknum leiðtogum Sviðsstjóri umhverïs- og skipulagssviðs Við leitum að framsæknum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra umhverls- og skipulagssviðs. Sviðsstjóri hefur ylrumsjón með umhverls-, hreinlætis- og sorpmálum, umferðar- og samgöngumálum, skipulags- og byggingarmálum, landbúnaðarmálum, fasteignaumsjón og áhaldahúsi, brunamálum og almannavörnum.

Verkefni og ábyrgðarsvið Ábyrgð á rekstri og framkvæmd verkefna sem heyra undir sviðið Umsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana Ylrumsjón með skipulags- og byggingarmálum, umhverlsmálum, sorpmálum, samgöngumálum, brunamálum og almannavörnum Ylrumsjón með framkvæmdum, rekstri mannvirkja, útboðum og gerð samninga Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem í gildi eru og heyra undir sviðið

Menntunar- og hæfnikröfur Háskólamenntun sem nýtist í starl, s.s. á sviði tækni, verkfræði og skipulagsmála Þekking og reynsla af stjórnun og framkvæmdum Þekking og reynsla á skipulags- og byggingarmálum Þekking og reynsla á sviði umhverlsmála Reynsla af verk-, kostnaðar og fjárhagsáætlunum Hæfni í mannlegum samskiptum Skipulagshælleikar og sjálfstæði í vinnubrögðum Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti

óhannesdóttir í síma 4337100 um að skila inn umsóknum á netfangið kolïnna@borgarbyggð.is. Með gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starïð.


Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Léttar jógaæfingar

DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM

Áfram verða léttar jógaæfingar í félagsstarfinu í Borgarnesi. Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 13:00–14:00 í salnum á Borgarbraut 65a. Fyrsti tími á nýju ári verður í dag, 15. janúar, og verður haldið áfram út maí. Verð er kr. 250 fyrir stakan tíma, kr. 1.000 fyrir mánuðinn eða kr. 4.000 fyrir allt tímabilið og greiðist hjá Elínu í félagsstarfinu. Kennari er Erla Kristjánsdóttir.

- gjöf sem gleður -

Frumsýningu frestað til vors Þar sem veður hafa verið válynd undanfarnar vikur og óvissa um framhaldið hefur Landnámssetrið ákveðið að fresta frumsýningu Steinunnar Jóhannesdóttur á Örlagasögu Hallgríms og Guðríðar til vors. Sýningin verður frumsýnd á skírdag 2. apríl. Fleiri sýningar verða auglýstar síðar. Hægt er að panta miða í síma 437 1600 eða á landnam@ landnam.is

Stimplar fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

Ágúst 2014

Júní 2014 S

M

1

2

8

9

Þ

M

F

F

L

3

4

5

6

7

Júlí 2014

10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

S

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

F

L

1

2

8

9

10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23

22 23 24 25 26 27 28

24 25 26 27 28 29 30

29 30

S

M

Þ

M

F

F

L

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is


Helgi íþróttamaður Borgarfjarðar Helgi Guðjónsson íþróttamaður frá Reykholti var valinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2014 við athöfn í Hjálmakletti á laugardaginn var. Í öðru sæti var Bjarki Pétursson golfari, í þriðja sæti var Aðalsteinn Símonarson akstursíþróttamaður, í fjórða sæti var Brynjar Björnsson dansari og í fimmta sæti var Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður, en alls voru ellefu íþróttamenn tilnefndir. Þessir hlutu einnig tilnefningu: Atli Steinar Ingason, hestamaður, Davíð Ásgeirsson, körfuknattleiksmaður, Grímur Bjarndal Einarsson, frjálsíþróttamaður, Konráð Axel Gylfason, hestamaður, Tinna Kristín Finnbogadóttir, skákkona og Viktor Ingi Jakobsson, knattspyrnumaður. Þá hlaut Stefán Gíslason maraþonbikarinn 6. árið í röð, en hann er veittur fyrir besta tímann í maraþonhlaupi á árinu. Einnig fengu þeir íþróttamenn sem valdir voru í landslið á árinu

viðurkenningar, þau: Bjarki Pétursson, Brynjar Björnsson, Daði Freyr Guðjónsson, Harpa Hilmisdóttir, Helgi Guðjónsson, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Þorgeir Þorsteinsson og Einar Örn Guðnason. Við þetta tækifæri komu fram

þrír nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar og léku nokkur vel valin lög, en það voru þær Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sem lék á píanó, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir og Sóldís Fannberg Þórsdóttir sem léku á þverflautur.

Við sama tækifæri fékk Arnar Smári Bjarnason úthlutun úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. Hann er hér á milli foreldra Auðuns heitins, þeirra Kristmars Ólafssonar og Írisar Hlíðkvist Bjarnadóttur. Myndir: Unnur Jónsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.