Íbúinn 25. febrúar 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

Fossinn Glanni í Norðurá.

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

3. tbl. 16. árgangur

25. febrúar 2021

Ljósmynd: Markaðsstofa Vesturlands/Kristín Jónsdóttir

Verkefni sem grasrótin vill „Þetta er stefnumótun og áhersluverkefni sem við munum nýta til að vinna að framþróun ferðamála á Vesturlandi næstu þrjú árin,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir fagstjóri áfangastaða hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í samtali við Íbúann. Áfangastaðaáætlun Vesturlands (ÁSÁ. Vest) árin 2021-2023 er nýkomin út. Áætlunin er gerð að frumkvæði stjórnvalda en unnin af stoðþjónustu ferðamála á Vesturlandi, í samstarfi við sveitarfélög, heimafólk og hagaðila á hverjum stað. „Markaðsstofa Vesturlands notar ÁSÁ.Vest. til að byggja undir samstarfsvettvang hag-

aðila og stoðþjónustu ferðamála á Vesturlandi til að stilla saman strengi og nýta sem leiðarljós í vinnu við framþróun og gæðastarf. Þarna eru talin upp áhersluverkefnin sem við viljum vinna að – því eiga hagaðilar auðvelt með að sjá hvaða verkefni henta þeirra starfsemi og vöruþróun og geta meldað sig inn í vinnuna með okkur – því við vinnum bara að þeim verkefnum sem grasrótin kallar eftir og vill taka þátt í að vinna,“ segir Margrét. Markmiðið með áfangastaðaáætlun er að móta sameiginlega sýn og samræmdar áherslur varðandi stýringu, skipulag og stefnu um þróun ferðamála

og uppbyggingu innviða á tilgreindu svæði. Í vinnu við áfangastaðaáætlun er lögð áhersla á að ná góðri yfirsýn yfir stöðu mála á hverju svæði. Til dæmis hvað varðar legu lands og byggðamunstur, sérstöðu og sérkenni þess, menningu, innviðauppbyggingu og þróun ferðamála. Með því er hægt að vinna markvisst að aukinni samvinnu með áherslu á sérstöðu landshlutans og eflingu allra svæða. Áætlunin stuðlar þannig að jákvæðum framgangi ferðamála, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun en er einnig góður grunnur að aukinni samkennd, samráði og samstarfi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.