Íbúinn 4. desember 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

39. tbl. 9. árgangur

4. desember 2014

Aukið fé til Hvanneyrar Fjárframlög til Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Hvanneyri verða aukin. Þegar er stefnt að 17,9 milljóna króna aukningu til rekstrar skólans og um helgina kom fram að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæta 55 milljónum króna við fjárframlög til skólans. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur í ályktun lýst yfir mikilli ánægju með aukin fjárframlög til LbhÍ af hálfu ríkisvaldsins og segir mikilvægt að tryggja rekstrargrundvöll skólans og efla enn frekar faglegt starf hans sem átt hefur undir högg að sækja vegna fjárskorts undanfarin ár. Jafnframt segir í ályktuninni: „Landbúnaðarháskólinn er mikilvæg menntastofnun fyrir landið allt en ekki síður mikilvægur samfélaginu í Borgarbyggð þar sem fjöldi fólks býr og starfar á Hvanneyri þar sem að skólinn er og hefur verið kjölfestan í búsetunni. Sveitarstjórn Borgarbyggðar lítur á þessa aukningu fjárframlaga sem mikilvægan áfanga í að verja Landbúnaðarháskólann sem sjálfstæða menntastofnun og fagnar því sérstaklega að stjórnvöld hafi sýnt málefnum Landbúnaðarháskólans skilning við núverandi aðstæður. Samstaða heimamanna, Bændasamtaka Íslands og þingmanna kjördæmisins hefur verið til mikillar fyrirmyndar í þessu máli og mun vara áfram til eflingar skóla- og rannsóknarstarfs á Hvanneyri. Það er von okkar að hækkun á fjárveitingum til skólans verði til þess að öflugir einstaklingar sækist eftir starfi rektors skólans en það starf er laust til umsóknar um þessar mundir.“

Frá uppskeruhátíð Golfklúbbs Borgarness (GB). Bjarki Pétursson, Anton Elí Einarsson, Guðmundur Daníelsson formaður Unglinganefndar GB, Stefán Fannar Haraldsson og Úlfar Jónsson. Mynd: Haraldur Már Stefánsson

Golfarar öflugir Golfklúbbur Borgarness státar af öflugu starfi. Í nóvember var haldin uppskeruhátið barna- og unglingastarfs klúbbsins en hátíðin markaði einnig upphafið að vetrarstarfinu. Veitt voru verðlaun fyrir mót sumarsins og fyrsta inniæfingin haldin í aðstöðu klúbbsins í Brákarey. Tveir unglingar, þeir Anton Elí Einarsson og Stefán Fannar Haraldsson skrifuðu undir afrekssamninga við klúbbinn sem fela í sér skyldur á báða aðila. Af þessu tilefni fékk klúbburinn Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfara Íslands í golfi, til að mæta og halda fyrirlestur m.a. um markmiðasetningu, hvað þurfi til að ná árangri og ýmislegt fleira.

Bjarki Pétursson lang fremsti kylfingur klúbbsins hélt einnig fyrirlestur um hvað það er að vera afreksmaður í golfi. Eftir þetta stýrði Úlfar svo æfingu ásamt því að á boðstólum voru pizzur og góðgæti. „Þetta tókst allt einstaklega vel. Fyrir börn og unglinga sem hafa áhuga á að prufa golf er um að gera að fylgjast með facebook síðunni: Golfhópur ungmenna í Borgarbyggð. Þar má nálgast æfingatíma o.fl. Einnig má senda e-mail á halligolf@gmail. com eða hafa samband við mig í síma 690-4229. Það eru allir velkomnir í hópinn okkar,“ sagði Haraldur Már Stefánsson vallarstjóri og golfkennari golfklúbbsins í samtali við Íbúann.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.