ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
10. tbl. 16. árgangur
27. maí 2021
Það er mögnuð upplifun að fá tækifæri til að horfa yfir héraðið úr lofti. Hvítá og Hvítárbrú við Ferjukot fyrir miðri mynd. Ofar fellur Grímsá í Hvítá frá hægri og Norðurá frá vinstri. Mynd: Olgeir Helgi
Viðburðadagatal su 30/5-13 Stofnganga FFB um Jafnaskraðsskóg við Hreðavatn su 23/5-16 Landnámssetur; Refillinn frá Bayeux - Reynir Tómas Geirsson la 5/6-10 Fjöruganga FFB. BorgRauðanes. 7 km - 1 skór. la 12-13/6 Varmalandsdagar. Undirtitill Varmalandsdaga er LYST og LIST. Þar er vísað í skólana sem voru og eru í Varmalandi, matarLYST og LIST af öllu öðru tagi. Það verður margt um að vera á Varmalandsdögum, bæði úti og inni. Dagskrá verður auglýst síðar. la 19/6 Hvalfjarðardagar la 19/6-10 Söguganga FFB. Iðunnarstaðir-England. 10 km - 2 skór 25-27/6-23 Jónsmessuganga FFB á Selfjall á Húsafelli – kvöld/næturganga 7 km - 1 skór la 17/7-10 FFB ganga á Brekkufjall 409m. 7-8 km - 1 skór
BARNAHORNIÐ
Umsjón: Hanna Ágústa
Sérð þú hver er öðruvísi?
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
Viðgerðir á Innra-Hólmskirkju Viðgerðir standa nú yfir á Innra-Hólmskirkju og miðar þeim ágætlega. Fyrirhugað er að gera við steypuskemmdir og mála kirkjuna, skipta um þak og laga tréverkið í turninum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti nýverið að veita eina og hálfa milljón í styrk til verkefnisins en til stendur að ljúka endurbótum á næsta ári þegar kirkjan verður 130 ára. Það er árgangur 1949 sem fermdist í kirkjunni árið 1963 sem hefur haft veg og vanda af því að koma framkvæmdum af stað. Einnig hefur sóknarnefnd kirkjunnar haldið jólabasar árlega undanfarin ár og hefur ágóði af honum allur verið settur í framkvæmdasjóð kirkjunnar. Þeir sem vilja styrkja
þetta málefni er bent á söfnunarreikning vegna kirkjunnar: 0326-22-1873 og kennitala 660169-5129. Þá hefur sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju tekið að sér að sjá um markaðstjald á
Hvalfjarðardögum þann 19. júní nk. og eru þeir sem hafa áhuga á að vera með í því hvattir til að hafa samband við Láru Ottesen í síma 845-0317 eða á netfangið larao@simnet.is fyrir 10. júní nk.
Unga fólkið og Þorsteinn frá Hamri
Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tónlist við borgfirsk ljóð. Verkefnið ber vinnuheitið Að vera skáld og skapa og fer þannig fram að nemendur velja sér texta úr völdu ljóðasafni og semja lög við ljóðið. Við hefðbundnar aðstæður eru tónsmíðarnar frumfluttar á tónleikum, en í ár var sá háttur á að afraksturinn var tekinn upp og gerður aðgengilegur á Youtube. Skáld ársins 2021 er Þorsteinn frá Hamri. Hann fæddist á Hamri í Þverárhlíð árið 1938 og kenndi
Þorsteinn frá Hamri.
sig við uppeldisstöðvarnar alla tíð. Þorsteinn lést árið 2018. Alls voru samin átta lög og á myndböndunum flytja börnin lögin ýmist ein eða með kennara sínum eða í hópi. Fleiri lög voru samin en þau lög sem eru birt voru unnin alla leið í upptökur. Eru þetta lög eftir nemendur eftirtalinna kennara Tónlistarskóla Borgarfjarðar: Birnu Þorsteinsdóttur, Daða Georgsson, Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur, Ólaf Flosason, Reyni Hauksson og Sigríði Ástu Olgeirsdóttur. Á vef Safnahúss og vef Borgarbyggðar er að finna tengla á lögin sem um ræðir.
ATVINNA Í LANDNÁMSSETRINU Í BORGARNESI
/DQGQiPVVHWULè %RUJDUQHVL yVNDU HIWLU VWDUIVIyONL I\ULU VXPDULè 9LèNRPDQGL ìDUI Dè YHUD VDPYLVNXVDPXU RJ ìMyQXVWXOLSXU 8PVyNQLU Pi VHQGD i ODQGQDP#ODQGQDP LV gOOXP XPVyNQXP YHUèXU VYDUDè $OODU QiQDUL XSSOêVLQJDU YHLWD ÈVODXJ HèD 6LJUtèXU 0DUJUpW t VtPD HèD i ODQGQDP#ODQGQDP LV
/DQGQiPVVHWXU ËVODQGV %UiNDUEUDXW %RUJDUQHVL Z Z Z O D Q G Q D P L V O D Q G Q D P # O D Q G Q D P L V
12. og 13. júní
VARMALANDSDAGAR Á dagskrá er m.a: • Málverkasýningar • Markaður • Kaffisala • Ratleikur • Sig • Teymt undir börnum • Bílskúrssala • Vínkynning • Grill • Samflot í sundlauginni • Fornbílar (ef veður leyfir)
Takið dagana frá