Íbúinn /. maí 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

11. tbl. 15. árgangur

7. maí 2020

Líf að færast í veitingasöluna

Í byrjun vikunnar var slakað á fjöldatakmörkunum vegna covid 19 faraldursins. Opnunartímar veitingastaða eru því að rýmkast frá því sem verið hefur eftir að faraldurinn hófst. „Við erum búin að opna eftir mestu covidharðindin, en það er lítið að gera eins og stendur,“ segir Keli vert eða Þorkell Símonarson sem rekur Langaholt á Ytri-Görðum. „Við verðum með okkar stíl og stæla á veitingastaðnum í sumar og ætlum að bjóða alla íslendinga velkomna og gistiverð verða í lægri kantinum niðað við hefðbundin sumarverð,“ segir hann og bætir við að stefnt sé að því að bjóða upp á viðburði í sumar en það ráðist af sóttvarnartilmælum. Rjúkandi, hótel, kaffihús og veitingastaður hefur verið lokað síðan faraldurinn skall á. „Við fjölskyldan erum ennþá að melta og meta hvernig sumarið verður hjá okkur varðandi opnunartíma þar sem allt er mjög óljóst. En við opnum kaffihúsið allavegana í lok maí, byrjun júní,“ segir Ólöf Eyjólfsdóttir. Geirabakarí er opið kl. 8-17 virka daga og kl. 9-16 um helgar. Þar er farið að taka á móti fólki í sæti og nota leirtauið segir Erla Jónsdóttir. „Ef allt gengur eins og við viljum ætti þetta að vera komið á rétt ról um næstu mánaðamót,“ segir hún en opnunartíminn hefur

verið styttur undanfarnar vikur og takmarkað hægt að njóta veitinga á staðnum. Fóðurstöðin eða Food Station í Borgarnesi stytti opnunartímann vegna faraldursins og hefur verið með opna veitingasölu kl. 11-14 og býðst gestum að njóta veitinga á staðnum. Opnunartíminn verður lengdur „um leið og við sjáum okkur það fært,“ segir Margrét Katrín Guðnadóttir. Grillhúsið í Borgarnesi er opið kl. 11-22 um helgar og til 21 eða 22 virka daga eftir því hve umferð er mikil. „Öll borð, sæti og matseðlar eru þrifin milli gesta með spritti og snertihlutir oftar en venjulega, að öðru leyti erum við ennþá við,“ segir Jón Snorrason rekstrarstjóri. Engin breyting hefur verið á opnunartíma Matstofunnar í Borgarnesi, sem manna á meðal gengur undir heitinu Dússabar. „Matstofan er opin frá kl. 18 og fram eftir kvöldi eftir því hve mikið er af gestum,“ segir Dússi eða Steinþór Grönfeldt fullu nafni. „Landnámssetrið opnar aftur eftir COVID-19 lokun núna á föstudaginn 8. maí,“ segir Áslaug Þorvaldsdóttir. Það verður opið um helgar í maí og í hádegi frá 11:30-15:00. Opnunartími verður síðan endurskoðaður fljótlega. „Við bjóðum, í sumar, frítt á Landnáms- og Egilssögu-

sýningarnar gegn framvísunar kvittunar úr veitingahúsi,“ segir Áslaug. Hótel Hamar var að mestu lokað frá 25. mars. „Við erum farin að opna aftur núna um helgar og stefnum á að vera með helgaropnun út maí. Við erum svo bjartsýn á að golfvöllurinn eigi eftir að laða að sér golfþyrsta í sumar og hótelið muni njóta góðs af því,“ segir Guðveig Eyglóardóttir. Veitingastaðurinn Hraunsnef í Norðurárdal hefur verið opinn á meðan á faraldrinum hefur staðið en opnunartíminn hefur verið styttur. Brynja Brynjarsdóttir segir opið kl. 18-20 virka daga en 12-21 um helgar. Brúarás - Geo center verður ekki opið daglega í sumar en Lára Kristín Gísladóttir vonast eftir því að hægt verði að vera með viðburði á staðnum. Hótel Húsafell lokaði þegar faraldurinn skall á og verður lokað til 20. maí nk. Fossatún hefur haft opið fyrir gistingu en veitingahúsið hefur verið lokað. „Við verðum áfram með opið fyrir gistingu og munum opna veitingahúsið í kring um næstu mánaðamót,,“ segir Steinar Berg. Hann segir þau vera að skoða möguleika á að opna tjaldsvæðið að takmörkuðu leyti í sumar. Það sé í góðu standi, gróður vel á veg kominn og svæðið hólfað niður.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn /. maí 2020 by Íbúinn - Issuu