Íbúinn /. maí 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

11. tbl. 15. árgangur

7. maí 2020

Líf að færast í veitingasöluna

Í byrjun vikunnar var slakað á fjöldatakmörkunum vegna covid 19 faraldursins. Opnunartímar veitingastaða eru því að rýmkast frá því sem verið hefur eftir að faraldurinn hófst. „Við erum búin að opna eftir mestu covidharðindin, en það er lítið að gera eins og stendur,“ segir Keli vert eða Þorkell Símonarson sem rekur Langaholt á Ytri-Görðum. „Við verðum með okkar stíl og stæla á veitingastaðnum í sumar og ætlum að bjóða alla íslendinga velkomna og gistiverð verða í lægri kantinum niðað við hefðbundin sumarverð,“ segir hann og bætir við að stefnt sé að því að bjóða upp á viðburði í sumar en það ráðist af sóttvarnartilmælum. Rjúkandi, hótel, kaffihús og veitingastaður hefur verið lokað síðan faraldurinn skall á. „Við fjölskyldan erum ennþá að melta og meta hvernig sumarið verður hjá okkur varðandi opnunartíma þar sem allt er mjög óljóst. En við opnum kaffihúsið allavegana í lok maí, byrjun júní,“ segir Ólöf Eyjólfsdóttir. Geirabakarí er opið kl. 8-17 virka daga og kl. 9-16 um helgar. Þar er farið að taka á móti fólki í sæti og nota leirtauið segir Erla Jónsdóttir. „Ef allt gengur eins og við viljum ætti þetta að vera komið á rétt ról um næstu mánaðamót,“ segir hún en opnunartíminn hefur

verið styttur undanfarnar vikur og takmarkað hægt að njóta veitinga á staðnum. Fóðurstöðin eða Food Station í Borgarnesi stytti opnunartímann vegna faraldursins og hefur verið með opna veitingasölu kl. 11-14 og býðst gestum að njóta veitinga á staðnum. Opnunartíminn verður lengdur „um leið og við sjáum okkur það fært,“ segir Margrét Katrín Guðnadóttir. Grillhúsið í Borgarnesi er opið kl. 11-22 um helgar og til 21 eða 22 virka daga eftir því hve umferð er mikil. „Öll borð, sæti og matseðlar eru þrifin milli gesta með spritti og snertihlutir oftar en venjulega, að öðru leyti erum við ennþá við,“ segir Jón Snorrason rekstrarstjóri. Engin breyting hefur verið á opnunartíma Matstofunnar í Borgarnesi, sem manna á meðal gengur undir heitinu Dússabar. „Matstofan er opin frá kl. 18 og fram eftir kvöldi eftir því hve mikið er af gestum,“ segir Dússi eða Steinþór Grönfeldt fullu nafni. „Landnámssetrið opnar aftur eftir COVID-19 lokun núna á föstudaginn 8. maí,“ segir Áslaug Þorvaldsdóttir. Það verður opið um helgar í maí og í hádegi frá 11:30-15:00. Opnunartími verður síðan endurskoðaður fljótlega. „Við bjóðum, í sumar, frítt á Landnáms- og Egilssögu-

sýningarnar gegn framvísunar kvittunar úr veitingahúsi,“ segir Áslaug. Hótel Hamar var að mestu lokað frá 25. mars. „Við erum farin að opna aftur núna um helgar og stefnum á að vera með helgaropnun út maí. Við erum svo bjartsýn á að golfvöllurinn eigi eftir að laða að sér golfþyrsta í sumar og hótelið muni njóta góðs af því,“ segir Guðveig Eyglóardóttir. Veitingastaðurinn Hraunsnef í Norðurárdal hefur verið opinn á meðan á faraldrinum hefur staðið en opnunartíminn hefur verið styttur. Brynja Brynjarsdóttir segir opið kl. 18-20 virka daga en 12-21 um helgar. Brúarás - Geo center verður ekki opið daglega í sumar en Lára Kristín Gísladóttir vonast eftir því að hægt verði að vera með viðburði á staðnum. Hótel Húsafell lokaði þegar faraldurinn skall á og verður lokað til 20. maí nk. Fossatún hefur haft opið fyrir gistingu en veitingahúsið hefur verið lokað. „Við verðum áfram með opið fyrir gistingu og munum opna veitingahúsið í kring um næstu mánaðamót,,“ segir Steinar Berg. Hann segir þau vera að skoða möguleika á að opna tjaldsvæðið að takmörkuðu leyti í sumar. Það sé í góðu standi, gróður vel á veg kominn og svæðið hólfað niður.


Finnur þú 9 villur?

Umsjón: Hanna Ágústa Svör: (að ofan og niður) - skuggamynd fisks - loftbólur - loftbólur Svör (að ofan og niður) Stóll - myndarammi - myndarammi - blóm á höfðirauða barns fisksins - blóm í vasa - kórall - fálmari kolkrabbans - munnsvipur - borðdúkur - blóm íávinstra gólfi - barnsháls - vatn á gólfifremst stærð kórals - bíll - kórall horni - kóralarmar

BARNAHORNIÐ

Borgarbraut 23 – 310 Borgarnes – Sími: 433 7190 – Netfang: tonlistarskoli@borgarbyggd.is

Umsókn 2020

Stimplar fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

Viðburðadagatal Vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu hefur velflestum viðburðum verið frestað eða aflýst. Viðburðadagatal Íbúans birtist að nýju þegar tilefni verður til - vonandi fyrr en síðar!

Byrjað er að taka við nýjum umsóknum fyrir veturinn 2020-2021 Upplýsingar veitir skólastjóri í síma: 433 7190 / 864 2539 eða í tölvupósti: tonlistarskoli@borgarbyggd.is Umsókn: https://schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=32

Íbúinn - Auglýsingasími: 437 2360


)SFJOTVN NFJSB UJM Borgarbyggรฐ hvetur ร Cร B GZSJSUย LJ PH TUPGOBOJS UJM Bยง IVHB Bยง Oร OBTUB VNIWFSGJ Tร OV PH ISFJOTB FOO GSFLBS UJM

4WFJUBSGร MBHJยง TFOEJS IWBUOJOHBSร LBMM UJM ร Cร B

/ร OBSJ VQQMรขTJOHBS ร XXX CPSHBSCZHHE JT

Lรฉttu รพรฉr lรญfiรฐ Viรฐ prentum skรฝrslurnar fyrir รพig og sendum hvert รก land sem er

Fjรถlritunar- og รบtgรกfuรพjรณnustan Kveldรบlfsgรถtu 23 - Borgarnesi sรญmi 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hรกgรฆรฐaprentun รญ vรถnduรฐum prentvรฉlum Innbinding aรฐ รพรญnum รณskum


Skeleggar konur í sjósundi

Hér virðast þær stöllur á leið til hafs - en eru að synda út í sker vestan við Stóru-Brákarey.

Hópur fólks stundar orðið sjósund reglulega í Borgarnesi. Meðal þeirra eru stöllurnar Eva Hlín Alfreðsdóttir og Katrín Rósa Eðvaldsdóttir. Þær settu sér það markmið að ná 30 sjóbaðsferðum á fyrstu 60 dögum ársins 2020. „Úr varð að það markmið náðist of fljótt og var því hækkað í 100 ferðir fram að sumardeginum fyrsta. Það tókst og ferðirnar eru orðnar 121,“ segir Eva Hlín í samtali við Íbúann. Annað markmið þeirra var að ná 1440 mínútum í sjónum á árinu 2020, það jafngildir einum sólarhring. „Það markmið skotgengur líka og staðan er 781 mínúta eða 13 klukkustundir og 1 mínúta,“ segir hún „Við fáum reglulega hressa félaga með okkur í dýfur og þar hafa Hafdís Lilja Pétursdóttir og Guðlín Erla Kristjánsdóttir verið einna duglegastar að mæta með í dýfurnar.“ Eva Hlín segir að það hafi fyrst og fremst verið almenn heilsubót sem varð til þess að þær hófu að synda í köldum sjónum. „Köld böð hafa bólgueyðandi eiginleika og eru styrkjandi.

Eva Hlín Alfreðsdóttir fjær og Katrín Rósa Eðvaldsdóttir ánægðar að loknu sjósundi í heldur hryssingslegu veðri. Mynd: Katrín Rósa

Sjálfstraust eykst líka við það að þjálfa hugann í að ganga út í öllum veðrum og láta vaða í Atlantshafið. Að uppgötva að hægt sé að þjálfa sig í að þola kulda er mjög eflandi. Að auki er þetta frábær geðrækt sem hressir, bætir og kætir,“ segir hún. Þá eru þær sammála um að kulvísin sé horfin. „Það er eins og hitaeliment líkamans breytist við reglulega kælingu.“ Þær eru farnar að fara daglega í sjóinn og hver ferð er að lengjast eftir því sem sjórinn hlýnar. Framan af voru þetta bara sjóböð þar sem þær mörruðu við rampinn í Brákarey. Sjóböðin tóku um 8-10 mínútur í upphafi

Mynd: Anna Helga Sigfúsdóttir

árs á meðan ennþá var hægt að fara í heitu pottana á eftir en tímin fór niður í 4-6 mínútur þegar hitastigið var undir 2 gráðum í sjónum. Núna eru þær um 13 mínútur í um 5 gráðu heitum sjó. „Nýlega bættum við líka einu markmiði við og það brýtur hressilega upp sjóbaðsstemmninguna sem var áður. Við erum farnar að synda í sjónum! Það er spennandi nýbreytni,“ segir Eva Hlín. Þá eru þær farnar að minnka hlífðarfatnaðinn eftir því sem sjórinn hlýnar. Eva Hlín segir sjósundið hafa góð áhrif á sig: „Ég næ að halda bakverkjum í skefjum með því að kæla daglega. Er klárlega með minni bólgur og aukið sjálfstraust. Mögulega er húðin stinnari, nema bara að hún sé stíf af kulda! Svo er félagskapurinn afar nærandi og skemmtilegur þannig að þessar dýfur eru afar skemmtilegar.“ Það er hópur um sjósundið á Facebook sem kallast Sjóbaðsfélagið Seamen. Um tíu manns hafa verið virkir í allan vetur en á sumrin fjölgar í hópnum upp í 40-50 manns.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.