ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
11. tbl. 16. árgangur
3. júní 2021
12. og 13. júní
VARMALANDSDAGAR
Á dagskrá er m.a: • Málverkasýningar • Markaður • Kaffisala • Ratleikur • Teymt undir börnum • Bílskúrssala • Vínkynning • Grill • Samflot í sundlauginni • Fornbílar (ef veður leyfir)
Takið dagana frá
Viðburðadagatal la 5/6-10 Fjöruganga FFB. BorgRauðanes. 7 km - 1 skór. fö 11/6-19 Hótel B59; Aðalfundur Stangaveiðifélags Borgarness la 12-13/6 Varmalandsdagar. Undirtitill Varmalandsdaga er LYST og LIST. Þar er vísað í skólana sem voru og eru í Varmalandi, matarLYST og LIST af öllu öðru tagi. Það verður margt um að vera á Varmalandsdögum, bæði úti og inni. Dagskrá verður auglýst síðar. la 19/6 Hvalfjarðardagar la 19/6-10 Söguganga FFB. Iðunnarstaðir-England. 10 km - 2 skór 25-27/6-23 Jónsmessuganga FFB á Selfjall á Húsafelli – kvöld/næturganga 7 km - 1 skór su 4/7-13 Óðal Bgn; Ef ég væri tígrisdýr er nýtt leikverk eftir leikhópinn Flækju. Sýningin hentar börnum á öllum aldri. Miðasala á tix.is
BARNAHORNIÐ
Umsjón: Hanna Ágústa
Sudoku gáta
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
Fjölmenn stofnganga Stofnganga Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs (FFB) var gengin síðastliðinn sunnudag og tóku hátt í eitthundrað manns þátt. Meðal gesta var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Gengið var um skógarstíga í einstaklega fallegu landslagi í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn í leiðsögn Birgis Haukssonar, fyrrverandi skógarvarðar. Í lok göngunnar var boðið upp á þjóðlegar veitingar, Svala og Prins póló. Með þessari göngu er starfsemi FFB formlega hafin og eru margar gönguferðir framundan í sumar. Næsta ganga verður laugardaginn 19. júní nk. en
þá verður gengið til Englands undir leiðsögn Gísla Einarssonar forseta félagsins. England er jörð í Lundarreykjadal og verður lagt af stað frá Hótel Basalt sem er í byggingu á Iðunnarstöðum kl. 10 um morguninn.
Miðnæturjónsmessuganga er skipulögð 25. júní nk. og svo rekur hver viðburðurinn annan hjá félaginu. Hægt er að fylgjast með dagskránni á Fjasbókarsíðu félagsins og heimasíðunni á slóðinni: www.ffb.is.
Birgir Hauksson fyrrum skógarvörður lýsir staðháttum fyrir göngufólki í stofngöngu Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs. Mynd: Gísli Einarsson
AÐALFUNDUR Félags eldri borgara Borgarnesi og nágrenni Verður haldin að Hótel Borgarnesi laugardaginn 12. júní 2021 kl. 14. Fundarefni venjuleg aðalfundastörf Stjórn Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni óskar öllum þeim til hamingju sem náð hafa 60 ára aldri eða ná honum á árinu. Þú sem hefur náð þeim áfanga að öðlast rétt til inngöngu í félagið ert boðinn velkomin til liðs við okkur. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna eldra fólks og í lögum þess segir að það skuli meðal annars gert með því: a) b) c) d) e) f) g)
Að vinna að því að skapa efnahagslegt öryggi og gott umhverfi hjá öldruðum. Að vinna að úrbótum í húsnæðismálum Að byggja upp félagsheimili og vinnuaðstöðu fyrir ýmiskonar starfsemi félagsins Að hlúa að hverskonar áhugamálum þess, skipuleggja námskeið, hópavinnu, tómstundavinnu, skemmtanir og ferðalög. Að stuðla að líkamsþjálfun og útivist. Að leitast við að hafa áhrif á lagasetningar og ákvarðanir sem varða hagsmuni aldraðra með viðræðum við stjórnvöld og stjórnaröfl. Að félagið verði skipulagslega óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu sinni til trúmála. Ágæti væntanlegi félagi. Fyrir utan alla þá ánægju og afslætti sem fást með félagsaðild getur þú með þátttöku þinni í félaginu stutt við baráttu þess og Landssambands eldri borgara fyrir betri kjörum eldra fólks. Þú eflir og tryggir einnig að til staðar sé vettvangur þegar þú finnur þig hafa þörf fyrir félagið. Við væntum þess að fá inntökubeiðni frá þér við fyrsta tækifæri. Vertu með í baráttu fyrir félags- og efnahagslegu öryggi eldra fólks í Borgarbyggð og um land allt. Inntökubeiðni má senda skriflega til: Sigurðar Helgasonar, Hraunholtum, 311 Borgarnes, eða á sig-th@outlook.com - Allar upplýsingar eru í síma 8946679 Borgarnesi í júní 2021 Stjórn FEBBN
Ánægðari viðskiptavinir Útibú Borgarnesi 440 2390 | borgarnes@sjova.is