ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
12. tbl. 15. árgangur
14. maí 2020
Sauðburður er í fullum gangi þessa dagana og lömbin eru sviphrein og falleg þó þau séu nýlega mörkuð.
Mynd: Olgeir Helgi
Tónlistarskólanum færðar gjafir Hljómlistarfélag Borgarfjarðar gaf Tónlistarskóla Borgarfjarðar veglega gjöf nú á þriðjudaginn. Gjöfin er hugsuð til að efla unga og efnilega tónlistarmenn í Borgarbyggð og vekja hjá þeim enn meiri áhuga og auka ánægju í sínu námi. Einnig er um að ræða búnað sem getur komið sér vel við að koma starfi skólans á framfæri, jafnt til foreldra, nemenda og almennings, eftir því sem við á. Um er að ræða hljóð- og myndbandsupptökuvél sem einnig er hægt að nota til að streyma viðburðum og sneriltrommu ásamt stól og standi.
Þá gaf Tónlistarfélag Borgarfjarðar skólanum peningaupphæð til hljóðfærakaupa eftir áramótin þegar félagið hætti
formlega starfsemi. Það má með sanni segja að samfélagið sýni tónlistarskólanum stuðning og hvatningu.
Fulltrúar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar og Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þau Soffía Björg Óðinsdóttir, Ólafur Flosason, Sigurþór Kristjánsson, Þóra Sif Svansdóttir, Daði Georgsson, Gunnar Ringsted, Birna Þorsteinsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir. Mynd: Olgeir Helgi