Íbúinn 3. maí 2018

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

14. tbl. 13. árgangur

3. maí 2018

Brekkufjallið var ekki beint sumarlegt á að líta á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí sl. en svipmikið og glæsilegt að vanda.

Mynd: Olgeir Helgi

Langþráð skóflustunga hjá Kaupfélaginu Síðasta föstudag var tekin fyrsta skóflustunga að nýbyggingu Borgarlands, dótturfélags Kaupfélags Borgfirðinga (KB), sem á að rísa á Digranesgötu 4, við hlið Bónuss í Borgarnesi. Um er að ræða 1.000 fermetra byggingu. Í mars sl.voru liðin tíu ár síðan Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar veitti lóðarhafa samþykki til byggingar verslunarhúss á umræddri lóð. Í millitíðinni höfðu miklar sviptingar í efnahagslífinu áhrif á framkvæmdir. Ekki er endanlega ljóst hvaða starfsemi verður í húsinu en hún mun felast í ferðatengdri þjónustu. Til stendur að þetta verði fyrra húsið af tveimur sem munu rísa á lóðinni.

Frá skóflustungunni: Guðrún Sigurjónsdóttir stjórnarformaður KB sem jafnframt tók skóflustunguna. Eiríkur J. Ingólfsson sem verður aðalverktaki við bygginguna, Margrét Katrín Guðnadóttir verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri.

Í janúar á síðasta ári auglýsti KB eftir mögulegum samstarfsaðilum í fyrirhugaða byggingu. Þar kom fram að húsnæðið

væri ætlað til reksturs á ferðatengdri þjónustu, svo sem veitingarekstri, hótelrekstri, ferðaþjónustu, verslun og þess háttar.

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

la 5/5-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Spegill litrófsins -Opnun sýningar á ljósmyndum Áslaugar Þorvaldsdóttur og hækum Sigríðar Kr. Gísladóttur su 6/5-16:00 Landnámssetur; Grettissaga Einars Kárasonar fi 10/5-20:30 Félagsheimili Borgfirðings; Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands la 12/5-13:00 Brákarey; Stórsýning Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar la 12/5-13:00 Brákarey; Krakkaflóamarkaður la 26/5-11:00 Íþróttahúsið Hvanneyri; Jóga vinnustofa fö 6/7-14:00 Hótel Eldborg; Döffmót la 7/7-13:00 Hvanneyri; Hvanneyrarhátíð

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Boðskort - Afmæliskort Tækifæriskort - Dagatöl Persónuleg með þínum ljósmyndum

sími: 437 2360

„Spegill litrófsins“ Opnun sýningar á ljósmyndum Áslaugar Þorvaldsdóttur ásamt hækum Sigríðar Kr. Gísladóttur 5. maí - 25. ágúst 2018 Sýningin verður opnuð laugardaginn 5. maí kl. 13:00 Ljósmyndirnar eru teknar á nokkurra ára tímabili, á Íslandi og á Spáni. Sýningin er sett upp í samstarfi Áslaugar og Sigríðar, þvert á listgreinar. Við opnunina verður boðið upp á hátíðardrykk og konfekt.

Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsinu að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi. Hún stendur til 25. ágúst. Opið er til kl. 16:00 á opnunardaginn og eftir það á afgreiðslutíma bókasafns, kl. 13:00 - 18:00 virka daga. Ókeypis aðgangur. Ef breytingar verða á auglýstri dagsetningu verður það tilkynnt á www.safnahus.is

Allir velkomnir! 433 7200 - safnahus@safnahus.is


ĝĂůĨƵŶĚƵƌ ,ƌŽƐƐĂƌčŬƚĂƌƐĂŵďĂŶĚƐ sĞƐƚƵƌůĂŶĚƐ &ĠůĂŐƐŚĞŝŵŝůŝ ,ĞƐƚĂŵĂŶŶĂĨĠůĂŐƐŝŶƐ ŽƌŐĨŝƌĝŝŶŐƐ ϭϬ͘ ŵĂş ʹ <ů͗ ϮϬ͗ϯϬ

sĞŶũƵůĞŐ ĂĝĂůĨƵŶĚĂƌƐƚƂƌĨ Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Ómar Örn Ragnarsson við hluta þeirra norðurljósamynda sem hann hefur tekið og býður til sölu.

Mynd: Olgeir Helgi

Norðurljósasýningar í Borgarnesi „Þetta er tilraun til að bæta við afþreyingarflóruna fyrir ferðamennina,“ segir Ómar Örn Ragnarsson sem opnað hefur sýningarsal með norðurljósasýningum á Brákarbraut 10 í Borgarnesi, sem hann kallar Aurorashow. Norðurljósasýningin er á ensku og tekur tæpan hálftíma í senn. Sýningar byrja á heila og hálfa tímanum. Opnunartímar verða kl. 9-12 á morgnana og 17-21 á kvöldin. Lokað á sunnudögum. Sýningarsalurinn tekur um 40 manns í sæti og hægt er að fá hann leigðan út eftir kl 19.00 á kvöldin og á sunnudögum frá 1. október til og með apríl. Salurinn er úbúinn fullkomnum 4k laservarpa og vönduðu hljóðkerfi þannig að hann hentar vel í fyrirlestra, kynningar og

kvikmyndasýningar fyrir smærri hópa. Í aprílmánuði stóð íbúum í Borgarbyggð til boða að fá aðgang að sýningunni fyrir hálfvirði ásamt afslætti í minjagripaversluninni. Þá hefur Ómar verið iðinn við að taka myndir af norðurljósum í héraðinu undanfarin ár og er

afraksturinn af þeirri vinnu til sölu á staðnum. „Ég er líka að leita eftir aðila til að taka að sér gönguleiðsögn á Hafnarfjallið nokkrum sinnum í viku,“ segir hann þannig að það er ýmislegt fleira í pípunum hjá Ómari en hann hefur sem kunnugt er rekið töluverslunina Tækniborg um árabil.

Helga ráðin skólastjóri Helga Jensína Svavarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar. Helga Jensína er grunnskólakennari að mennt. Hún hefur starfað sem kennari við Andakílsskóla á Hvanneyri, við Ingunnarskóla í Grafarvogi, Grunnskólann í Borgarnesi og frá árinu 2012 við Grunnskóla Borgarfjarðar. Helga Jensína er einnig sundkennari

og hefur kennt ungbarnasund og verið með sundnámskeið og sundþjálfun í Borgarnesi. Hún hefur verið í námsleyfi sl. vetur og er að ljúka meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun menntastofnana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.