Íbúinn 3. maí 2018

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

14. tbl. 13. árgangur

3. maí 2018

Brekkufjallið var ekki beint sumarlegt á að líta á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí sl. en svipmikið og glæsilegt að vanda.

Mynd: Olgeir Helgi

Langþráð skóflustunga hjá Kaupfélaginu Síðasta föstudag var tekin fyrsta skóflustunga að nýbyggingu Borgarlands, dótturfélags Kaupfélags Borgfirðinga (KB), sem á að rísa á Digranesgötu 4, við hlið Bónuss í Borgarnesi. Um er að ræða 1.000 fermetra byggingu. Í mars sl.voru liðin tíu ár síðan Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar veitti lóðarhafa samþykki til byggingar verslunarhúss á umræddri lóð. Í millitíðinni höfðu miklar sviptingar í efnahagslífinu áhrif á framkvæmdir. Ekki er endanlega ljóst hvaða starfsemi verður í húsinu en hún mun felast í ferðatengdri þjónustu. Til stendur að þetta verði fyrra húsið af tveimur sem munu rísa á lóðinni.

Frá skóflustungunni: Guðrún Sigurjónsdóttir stjórnarformaður KB sem jafnframt tók skóflustunguna. Eiríkur J. Ingólfsson sem verður aðalverktaki við bygginguna, Margrét Katrín Guðnadóttir verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri.

Í janúar á síðasta ári auglýsti KB eftir mögulegum samstarfsaðilum í fyrirhugaða byggingu. Þar kom fram að húsnæðið

væri ætlað til reksturs á ferðatengdri þjónustu, svo sem veitingarekstri, hótelrekstri, ferðaþjónustu, verslun og þess háttar.

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.