Íbúinn 9. júlí 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

17. tbl. 15. árgangur

9. júlí 2020

Barbora Hanusova frá Slóvakíu býður upp á nýbakaðar kökur við Hraunfossa. Það er óhætt að mæla með Bublanina ávaxtakökunni sem Barbora segir að sé hefðbundin heimabakstur þar sem hún er uppalin. Mynd: Olgeir Helgi

Reynum að gera það besta úr stöðunni Greiðasalan við Hraunfossa opnaði upp úr miðjum maí eftir að hafa verið lokuð frá 24. mars. Við Hraunfossa er rúmgóður veitingastaður sem Augastaðafólkið opnaði 17. maí 2017. Áður höfðu foreldrar Kristrúnar Snorradóttur verið með greiðasölu að sumarlagi í litlu húsi um nokkurra ára skeið. Kristrún segir í samtali við Íbúann að nú sé opið frá 11-15 virka daga en 11-17 á föstudögum og um helgar. „Opnunartíminn verður svo endurskoðaður þegar fleiri fara að vera á ferðinni. Eins er alltaf hægt að hafa samband í síma 8627957 eða á facebook síðunni okkar Hraunfossar eða á netfangið

hraunfossar@hraunfossar.is ef menn vilja koma til okkar utan opnunartíma,“ segir hún. „Við erum alltaf með súpu dagsins og brauð. Súpan er gerð frá grunni úr góðum hráefnum. Svo höfum við verið með bæði heitt og kalt hlaðborð en eins og er vitum við ekki hvenær það verður hægt að setja þau upp aftur. Þangað til erum við með matseðil með fiski, lambi og hamborgurum. Svo þegar fer að vera meiri umferð þá verður hægt að fá pasta og salöt. Það eru alltaf til samlokur, heimagerðar kökur og kruðirí. Einnig erum við með minjagripa- og gjafavöru horn,“ segir Kristrún. Hún segir þau reyna að gera

það besta úr stöðunni. Breytingar hafi orðið vegna Covidástandsins og það sé spurning hvenær hlutirnir komist aftur í fyrra horf. Það sé mjög mikil óvissa varðandi sumarið. „Við munum vera til staðar fyrir þá sem eru að ferðast um Vesturland og vonum að sem flestir nýti sér þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða. Það eru erfiðir tímar fyrir alla en við reynum að hafa verðin lág en samt ferskar og góðar veitingar. Einnig ætlum við að setja upp gott tilboð fyrir þá sem vilja nýta ferðagjöfina frá ríkinu.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 9. júlí 2020 by Íbúinn - Issuu