ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
17. tbl. 15. árgangur
9. júlí 2020
Barbora Hanusova frá Slóvakíu býður upp á nýbakaðar kökur við Hraunfossa. Það er óhætt að mæla með Bublanina ávaxtakökunni sem Barbora segir að sé hefðbundin heimabakstur þar sem hún er uppalin. Mynd: Olgeir Helgi
Reynum að gera það besta úr stöðunni Greiðasalan við Hraunfossa opnaði upp úr miðjum maí eftir að hafa verið lokuð frá 24. mars. Við Hraunfossa er rúmgóður veitingastaður sem Augastaðafólkið opnaði 17. maí 2017. Áður höfðu foreldrar Kristrúnar Snorradóttur verið með greiðasölu að sumarlagi í litlu húsi um nokkurra ára skeið. Kristrún segir í samtali við Íbúann að nú sé opið frá 11-15 virka daga en 11-17 á föstudögum og um helgar. „Opnunartíminn verður svo endurskoðaður þegar fleiri fara að vera á ferðinni. Eins er alltaf hægt að hafa samband í síma 8627957 eða á facebook síðunni okkar Hraunfossar eða á netfangið
hraunfossar@hraunfossar.is ef menn vilja koma til okkar utan opnunartíma,“ segir hún. „Við erum alltaf með súpu dagsins og brauð. Súpan er gerð frá grunni úr góðum hráefnum. Svo höfum við verið með bæði heitt og kalt hlaðborð en eins og er vitum við ekki hvenær það verður hægt að setja þau upp aftur. Þangað til erum við með matseðil með fiski, lambi og hamborgurum. Svo þegar fer að vera meiri umferð þá verður hægt að fá pasta og salöt. Það eru alltaf til samlokur, heimagerðar kökur og kruðirí. Einnig erum við með minjagripa- og gjafavöru horn,“ segir Kristrún. Hún segir þau reyna að gera
það besta úr stöðunni. Breytingar hafi orðið vegna Covidástandsins og það sé spurning hvenær hlutirnir komist aftur í fyrra horf. Það sé mjög mikil óvissa varðandi sumarið. „Við munum vera til staðar fyrir þá sem eru að ferðast um Vesturland og vonum að sem flestir nýti sér þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða. Það eru erfiðir tímar fyrir alla en við reynum að hafa verðin lág en samt ferskar og góðar veitingar. Einnig ætlum við að setja upp gott tilboð fyrir þá sem vilja nýta ferðagjöfina frá ríkinu.“
Viðburðadagatal la 11/7-13:00 Sólbyrgi; Matarmarkaður. Grænmeti, Blóm og pottaplöntuafleggjarar, Mýranaut, Sveppir frá Sveppasmiðjunni, Ís frá Laufey Ísgerð, Sælkerasinnep Svövu, Andaregg frá Norðtungu, Kaffi og meððí la 11/7-21:00 Englendingavík; Hljómsveitin Nostal verður með tónleika á palli og flytur margar af helstu perlum Ritchie Blackmore (Rainbow/Deep Purple) í bland við eigið efni og íslenska slagara. mi 15/7-20:00 Hjálmaklettur; Sveitalíf - Friðrik og Jógvan Miðaverð 3999. Miðasala hefst 30 mín. fyrir tónleikana fi 16/7-21:00 Landnámssetur; Kristjana Stefáns og Svavar Knútur; Úr drunga og doða sóttkvía og -kvíða rís söngur og gleði eins og fuglinn Fönix úr öskunni. fö 31/7-20:00 Landnámssetur; Öxin Agnes og Friðrik la 1/8-16:00 Landnámssetur; Öxin Agnes og Friðrik 6.-19. ágúst Borgarnes; Plan-B Art Festival. Hátíðin beinir sjónum sínum að samtímalist og er haldin árlega í Borgarnesi. Á þessu afmælisári horfa skipuleggjendur fram á breytta stöðu vegna COVID-19. „Við lítum hins vegar á þetta sem tækifæri fyrir vöxt, tilraunir og þenslu sem er einmitt kjarni Plan-B!“
BARNAHORNIÐ
Umsjón: Hanna Ágústa
Finnur þú tíu villur?
Útskrift MB Nú í vor voru 24 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins við athöfnina. Elís Dofri G. Gylfason nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema við góðar undirtektir. Að venju er utanaðkomandi aðila boðið að vera með gestaávarp við brautskráningu en að þessu sinni var það í höndum Ævars Þórs Benediktssonar eða Ævars vísindamanns Borgfirðings. Hann hvatti nemendur áfram á
sinn einstaka hátt. Bragi Þór Svavarsson skólameistari ávarpaði útskriftarnema í lok athafnar þar sem hann óskaði þeim gæfu og gengis og hvatti nemendur til áframhaldandi góðra verka hvort heldur er í leik eða starfi. Bragi nefndi einnig mikilvægi Menntaskóla Borgarfjarðar í samfélaginu og rifjaði upp hversu mikið gæfuspor það var fyrir Borgarbyggð og nærumhverfi að skólinn var settur á laggirnar.
Hópurinn sem útskrifaðist frá Menntaskóla Borgarfjarðar nú í vor ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Söfnun vegna húsbruna á Snartarstöðum Aðfaranótt 2. júní sl. brann íbúðarhúsið að Snartarstöðum í Lundarreykjadal. Þar búa ung hjón, ásamt þremur börnum
sínum; fjögurra mánaða, fimm ára og átta ára. Það er mikið mildi að fjölskyldan slapp án meiðsla en eignatjón er mikið.
Íbúðarhúsið á Snartarstöðum stórskemmdist í bruna fyrr í sumar.
Mynd: Olgeir Helgi
Tryggingarfélagið bætir innbú og húsið niður að sökkli. En tjónið er engu að síður verulegt. Vinir þeirra og nágrannar hafa því óskað eftir að fá að setja af stað söfnun til að létta undir með fjölskyldunni. Búnaðarfélag Lundarreykjadals safnar nú fyrir fjölskylduna þar sem fólk getur styrkt nafnlaust á reikningsnúmeri 032622-002149 og kt 5306790989 en stefnt er á að afhenda fjölskyldunni það sem safnast í lok sumars. Þar segir m.a.: „Sameinumst um að létta undir með fjölskyldunni. Þau eru alltaf boðin og búin til að aðstoða aðra. Nú er komið að okkur að sýna samstöðu í verki.“
Útboð á snjómokstri í Borgarnesi Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í snjómokstur í Borgarnesi. Samningstímabilið er frá þeim tíma þegar samningur hefur verið undirritaður og til 1. maí 2025. Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is frá og með 07.07.2020 kl. 08:00. Tilboðum skal skila eigi síðar en þriðjudaginn 25.08.2020 fyrir kl. 11:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi og verða þau opnuð þar kl. 11:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 433-7100 og á ragnar@borgarbyggd.is.
HVERINN KLEPPJÁRNSREYKJUM Opið 11-21 alla daga
Súpuhlaðborð Heimilismatur í hádegi -ef pantað með fyrirvara
Fish and Chips Hamborgarar
sími 625-8888
Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig og sendum þær hvert á land sem er Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum