ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
ÍBÚINN
Auglýsingasími: 437 2360
frétta- og auglýsingablað
18. tbl. 14. árgangur
23. maí 2019
Leiklistarnámskeið í Borgarnesi Dagana 1.-5. júlí í sumar fer fram fimm daga leiklistarnámskeið fyrir börn og fullorðna, á vegum leikhópsins Flækju. Kennarar eru þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Jónsdóttir starfandi leikkonur. Námskeiðinu verður skipt upp í hópa eftir aldri og kennt daglega:
Hópur I: Efstu deildir leikskóla Einblínt verður á leikgleði og er markmiðið að skemmta sér saman á skapandi hátt. Börnin munu fara í leiki þar sem reynt er á athygli og ímyndunarafl.
Hópur III: 9-11 ára Einblínt verður á samvinnu í hóp og leikræna túlkun á gefnum aðstæðum. Lokaútkoman er örleikrit unnið út frá beinagrind að handriti sem sýnt verður aðstandendum.
Hópur IV: 12-16 ára Hópur II: 6-8 ára Einblínt verður á samvinnu og lausnir á skapandi verkefnum. Lokaútkoman er frumsamið örleikrit sem sýnt verður aðstandendum.
Einblínt verður á skapandi hugsun og tjáningu, auk þess sem farið verður í grunntækni í karaktersköpun.
Hópur V: Kvöldnámskeið 16+ Námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem langar að leggja leiklist fyrir sig.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðu hópsins: www.flaekja.com/leiklistarnamskeid