Íbúinn 9. janúar 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

1. tbl. 15. árgangur

9. janúar 2020

Jólin voru kvödd á þrettándahátíð í Borgarnesi á sunnudaginn var. Bjarki Pétursson golfari var valinn íþróttamaður Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Eftir hátíðina var fjölmenn skrúðganga með logandi kyndla þar sem gengið var frá Menntaskóla Borgarfjarðar niður í Englendingavík. Þar bauð Borgarbyggð ásamt björgunarsveitunum Brák og Heiðari gestum upp á glæsilega flugeldasýningu. Mynd: Olgeir Helgi

Rafmagnsleysi í Borgarfirði Rafmagnslaust varð í fyrrinótt í Stafholtstungum og Norðurárdal. „Það var að detta inn og út í gærkvöldi og svo fór það einhvern tíma í nótt en kom aftur um tólf leytið,“ sagði Hlynur Klemenzson á Dýrastöðum í samtali við Íbúann í gær. Þá var loks hægt að mjólka kýrnar. Spurður hvort þetta hefði skapað þeim vandræði svaraði Hlynur pollrólegur: „Ekki ef það er ekki lengri tími en þetta.“ „Norðurárdalslína fór út í nótt en við komum á rafmagni frá Deildartungu inn á Varmaland og áfram þaðan upp í Bifröst,“ sagði Björn Sverrisson hjá Rarik í Stykkishólmi.

Brotinn væri einangrari á línunni frá Vatnshömrum í Varmaland. Þá væri einnig bilun á línunni í Hreðavatn. Ofankoma, illviðri og lítið skyggni gerði bilanaleit erfiða og naut Rarik aðstoðar björgunarsveita. Vatnsleysi gerði vart við sig í Borgarnesi. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Veitna sagði dælur hafa stoppað vegna rafmagnsleysis og þrýstingur fallið í um 30 mínútur. Varaafl væri ekki fyrir dælubúnað. „Ekki fyrir svona stuttan tíma, en ef um langvarandi rafmagnsleysi væri að ræða væri hægt að leysa það með færanlegu varaafli.“

Starfsmenn Rarik setja saman slitna raflínu á milli Litlu-Grafar og Valbjarnarvalla í fyrrinótt. Mynd: Arnar Grétarsson


Viðburðadagatal mi 8/1-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Haukar - mfl kvenna fi 9/1-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi la 11/1-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Flæði - sýning á vatnslitaverkum su 12/1-14:00 Landnámssetur: ÖxinAgnes og Friðrik - frumsýning má 13/1-20:00 Snorrastofa; Námskeið: Sturla Þórðarson og Sturlunga. Mynd Sturlu Þórðarsonar af Snorra föðurbróður sínum mi 15/1-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Grindavík - mfl kvenna mi 15/1-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri heldur opinn fund og æfingu þriðja miðvikudag í hverjum vetrarmánuði mi 15/1-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist fi 16/1-17:00 Brákarhlíð samkomusalur; Alzheimerkaffi fö 17/1-12:00 Safnahús Borgarfjarðar; Sögustund og vísnagátur fö 17/1-19:15 Hamar-Skallagrímur mfl karla fö 17/1 Föstudagurinn dimmi mi 22/1-19:15 Snæfell-Skallagrímur mfl kvenna fi 23/1-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Höttur - mfl karla mi 29/1-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-KR - mfl kvenna fö 31/1-20:00 Sindri-Skallagrímur mfl karla má 3/2-20:00 Landnámssetur; Námskeið: Sturla Þórðarson og Sturlunga. Sögustríð á 13. öld - ímynd Sturlungaaldar í samtímasaganaritum þr 4/2-19:15 Álftanes-Skallagrímur - mfl karla mi 5/2-19:15 Keflavik-Skallagrímur mfl kvenna fi 6/2-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Breiðablik - mfl karla fi 6/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi su 9/2-18:00 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Breiðablik - mfl kvenna má 17/2-19:15 Snæfell-Skallagrímur Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

190 ár frá síðustu aftökunni

Á sunnudaginn kemur 12. janúar kl. 14 verður frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi sýningin Öxin-Agnes og Friðrik. Þennan dag eru liðin 190 ár upp á dag frá því að síðasta aftakan fór fram á Íslandi. Þá lét Björn Blöndal sýslumaður hálshöggva þau Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðsson. Þau voru fundin sek fyrir morðið á Natani Ketilssyni bónda á Illugastöðum og Pétri Jónssyni gestkomandi á bænum. Magnús Ólafsson frv. bóndi á Sveinsstöðum í Vatnsdal er sagnamaður af guðs náð. Hann gjörþekkir þessa örlagasögu. Hann hefur á undanförnum árum farið með gesti í hestaferðir um sögusvið Illugastaðamorðanna, og sagt söguna þar sem atburðirnir gerðust. Magnús mun frumsýna frásögnina á Söguloftinu í

Landnámssetrinu í Borgarnesi nákvæmlega þegar 190 ár upp á klukkutíma eru liðin frá aftökunni. Frumsýningin hefst klukkan tvö, en aftakan fór fram klukkan tvö 12. janúar 1830. Faðir Magnúsar og afi komu báðir að því árið 1930 að flytja líkamsleifar sakamannanna í vígða mold, eða þegar 100 ár voru liðin frá því þau tvö voru höggvin. Af þeim gjörningi er dularfull og merkileg saga sem Magnús mun rekja í tengslum við sjálfa morðsöguna.


Flæði

Sýning á vatnslitaverkum í Hallsteinssal 11. janúar 2020 - 18. febrúar 2020 Sýningin verður opnuð laugardaginn 11. janúar kl. 13.00. Hópinn Flæði skipa átta konur sem lagt hafa stund á myndlist, hittast reglulega og mála saman. Sameiginlegur bakgrunnur er úr Myndlistarskóla Kópavogs. Þær eru: Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Rósa Traustadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir og Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir.

Verið velkomin! Hallsteinssalur er í Safnahúsi, að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið til kl. 16 á opnunardaginn og eftir það 13-18 virka daga. Ókeypis aðgangur.

ÍBÚINN

Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is safnahus@safnahus.is

óskar lesendum farsæls nýárs og þakkar ánægjuleg samskipti


Jakob Arnar Eyjólfsson í Björgunarsveitinni Elliða stendur við björgunartæki sveitarinnar í um 15-18 stiga frosti og í baksýn er Hrútaborg. Þangað er talið að leið göngumanns sem leitað hefur verið við Hnappadal hafi legið. Bíll hans fannst milli Heggstaða og Mýrdals. Mynd: Atli Sveinn Svansson

Annasamt hjá björgunarsveitum Björgunarsveitir í Borgarfjarðarhéraði hafa haft í nógu að snúast undanfarnar vikur og hafa amk. yfir fimmtíu manns tekið þátt í verkefnum við aðstoð og leit úr þeim fjórum sveitum sem eru starfandi á dreifingarsvæði Íbúans, Björgunarsveitinni Ok sem starfar sunnan Hvítár, Björgunarsveitinni Heiðari sem starfar norðan Hvítár, Björgunarsveitinni Brák sem starfar í Borgarnesi og Björgunarsveitinni Elliða sem hefur aðstöðu í Laugargerði. Auk þess hefur mannskapur úr Hvalfjarðarsveit verið virkur þátttakandi í starfi Björgunarfélags Akraness. Þessi verkefni komu ofan í jólatrjáa- og flugeldasölu björgunarsveitanna sem er þeirra langmikilvægasta fjáröflun. „Þetta hófst 7. desember þegar par festist í Surtshelli. Þangað fóru tveir menn,“ segir Jóhannes Berg formaður Oks um verkefnin í desember. Eftir það átti aldeilis eftir að bætast í. „Fyrir jól vorum við um tíu manns í viðbragðsstöðu vegna slæms veðurs en svo fóru menn

norður í land til að aðstoða,“ segir Einar Örn Einarsson formaður Brákar. Borgfirskir björgunarsveitarmenn fóru norður í land í óveðrinu sem þar geysaði í desember. Þeir aðstoðuðu m.a. við að hreinsa spennivirki í Hrútafirði og grafa upp hross úr snjó ásamt því að taka þátt í leit að ungum manni í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. „Það sem mæddi mest á okkur var útkallið uppá Heydal, og er það reyndar ekki búið að mínu mati fyrr enn maðurinn finnst,“ segir Atli Sveinn Svansson formaður Elliða í samtali við Íbúann. Mikil leit hefur verið gerð að göngumanni við Hnappadal. Bíll hans stóð milli Mýrdals og Heggstaða og talið er líklegast miðað við staðsetningu bílsins að maðurinn hafi ætlað að ganga á Hrútaborg. Leit að honum hófst 30. desember og hefur staðið með hléum síðan en bíllinn hafði þá staðið amk í tvo daga við veginn. Allar sveitir héraðsins hafa tekið þátt í þessari leit ásamt mannskap frá fjölmörgum öðrum sveitum.

Í vikunni bættist svo enn við verkefnin hjá sveitunum. Mannskapur var í viðbragðstöðu hjá sveitunum vegna veðurspár fyrir þriðjudaginn. Félagar úr Heiðari aðstoðuðu ferðalanga sem voru í vandræðum á Holtavörðuheiði. Úr því verkefni fór sveitin nánast beint í útkall með snjóbíl Heiðars austur yfir Langjökul. Fimmtíu manna hópur var í mjög alvarlegum vandræðum austan Langjökuls á þriðjudagskvöld, eins og alþjóð er orðið kunnugt. „Það fóru af stað snjóbílar frá Akranesi, Heiðari og Oki ásamt snjóbíl sem Ísgöngin eiga. Allir nema við voru komnir yfir hábungu Langjökuls þegar okkur var snúið við,“ segir Arnar Grétarsson formaður Heiðars en snúið var við þegar ljóst var að búið var að ná til fólksins. „Eftir að snjóbílunum var snúið við af svæði 4 bað Rarik okkur um aðstoð. Við erum enn í því,“ sagði Arnar í samtali við Íbúann um miðjan dag í gær. Þá hafði Björgunarsveitin Brák einnig brugðist við ósk um frekari aðstoð frá Rarik í gær.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.