Íbúinn 4. febrúar 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

1. tbl. 16. árgangur

4. febrúar 2021

Keyptu Tinsmíði í Borgarnes „Við vonumst til að þetta verði amk.1-2 störf sem að myndast þarna og bíðum bara spennt eftir erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið einn stærsti markhópurinn,“ segir Hafdís Brynja í samtali við Íbúann, en hún og eiginmaður hennar, Ólafur Pálsson hafa keypt fyrirtækið Tinsmíði og flutt reksturinn í Borgarnes. Hún segir að það hafi verið mjög erfitt að finna húsnæði fyrir reksturinn. „Við fengum leigðan vigtarskúrinn niður í Eyju. Þeir hjá Borgarverk voru svo góðir að slauffa kaffiaðstöðunni sinni og leigja okkur.“ Hafdís Brynja segir að hægt sé að framleiða allt milli himins og jarðar en þó innan ákveðinna stærðartakmarkana. „Seinni ár hafa aðallega verið framleiddir minjagripir, lyklakippur, verðlaunagripir, barmnælur og beltisskylgjur ásamt því að framleiða t.d. muni fyrir kirkjur, söfn og hönnuði. Helstu verkefni hjá okkur

hingað til er framleiðsla á lyklakippum fyrir bílasölu og framleiðsla á fallegum jólakransi fyrir Eydísi hönnuð hjá Vorhus. Við stefnum á að halda áfram framleiðslu minjagripa í samvinnu við söfn og sögustaði og framleiða fyrir hönnuði ásamt því að auka markaðshlutdeild

okkar á landsvísu. Við höfum verið að framleiða lyklakippur með auglýsingum fyrir t.d. bílasölur og önnur fyrirtæki. Svo erum við opin fyrir öllum góðum hugmyndum,“ segir hún. Fyrirtækið var stofnað í Hveragerði fyrir rúmum 30 árum en hefur síðan verið rekið á Siglufirði og í Reykjavík, en var á Álftanesi þegar þau keyptu það. „Óli sá þetta fyrirtæki auglýst fyrir nokkrum árum og þá fórum við og skoðuðum reksturinn en slógum ekki til þá. Síðan sáum við þetta auglýst í sumar og ákváðum að slá til og prófa. Meðal annars var þetta gert til að ég hefði atvinnu þegar veikindaleyfinu lyki,“ segir Hafdís Brynja. Þau fengu styrk frá SSV og segja það hafi auðveldað þeim mjög startið og stutt við kaupin á fyrirtækinu.

Auglýsingasími Íbúans: 437 2360


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.