ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
1. tbl. 16. árgangur
4. febrúar 2021
Keyptu Tinsmíði í Borgarnes „Við vonumst til að þetta verði amk.1-2 störf sem að myndast þarna og bíðum bara spennt eftir erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið einn stærsti markhópurinn,“ segir Hafdís Brynja í samtali við Íbúann, en hún og eiginmaður hennar, Ólafur Pálsson hafa keypt fyrirtækið Tinsmíði og flutt reksturinn í Borgarnes. Hún segir að það hafi verið mjög erfitt að finna húsnæði fyrir reksturinn. „Við fengum leigðan vigtarskúrinn niður í Eyju. Þeir hjá Borgarverk voru svo góðir að slauffa kaffiaðstöðunni sinni og leigja okkur.“ Hafdís Brynja segir að hægt sé að framleiða allt milli himins og jarðar en þó innan ákveðinna stærðartakmarkana. „Seinni ár hafa aðallega verið framleiddir minjagripir, lyklakippur, verðlaunagripir, barmnælur og beltisskylgjur ásamt því að framleiða t.d. muni fyrir kirkjur, söfn og hönnuði. Helstu verkefni hjá okkur
hingað til er framleiðsla á lyklakippum fyrir bílasölu og framleiðsla á fallegum jólakransi fyrir Eydísi hönnuð hjá Vorhus. Við stefnum á að halda áfram framleiðslu minjagripa í samvinnu við söfn og sögustaði og framleiða fyrir hönnuði ásamt því að auka markaðshlutdeild
okkar á landsvísu. Við höfum verið að framleiða lyklakippur með auglýsingum fyrir t.d. bílasölur og önnur fyrirtæki. Svo erum við opin fyrir öllum góðum hugmyndum,“ segir hún. Fyrirtækið var stofnað í Hveragerði fyrir rúmum 30 árum en hefur síðan verið rekið á Siglufirði og í Reykjavík, en var á Álftanesi þegar þau keyptu það. „Óli sá þetta fyrirtæki auglýst fyrir nokkrum árum og þá fórum við og skoðuðum reksturinn en slógum ekki til þá. Síðan sáum við þetta auglýst í sumar og ákváðum að slá til og prófa. Meðal annars var þetta gert til að ég hefði atvinnu þegar veikindaleyfinu lyki,“ segir Hafdís Brynja. Þau fengu styrk frá SSV og segja það hafi auðveldað þeim mjög startið og stutt við kaupin á fyrirtækinu.
Auglýsingasími Íbúans: 437 2360
BARNAHORNIÐ
Umsjón: Hanna Ágústa
Getur þú fundið öll orðin á listanum? Hvað af þessu finnst þér skemmtilegast?
Gönguferð Fótbolti Fjallganga Tónlist Heimanám Kósýkvöld Yndislestur Bíltúr Samvera Leikvöllur
SNJÓMOKSTUR OG SÖLTUN Við tökum að okkur snjómokstur og söltun fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í Borgarnesi
GJ málun
ehf
málningarþjónusta
Garðar Jónsson Fornleifarannsókn út á bók Út er komin bók um fornleifarannsókn á Pourquoi pas? sem hvílir á sjávarbotni úti fyrir Straumfirði. Bókin er á þremur tungumálum, frönsku, ensku og íslensku. Hún er til sölu í Brúartorgi (áður Framköllunarþjónustunni). Svanur Steinarsson sem þar ræður húsum er titlaður einn höfunda en hann hefur annast eftirlit með flaki skipsins allt frá 1984. Svanur aðstoðar við köfun að flakinu með leyfi Minjastofnunar Íslands.
DAGATÖL
málarameistari
1990-2020
30 ár
Akravellir 12 - Hvalfjarðarsveit 301 Akranes
sími 896 2356 gardjons@visir.is
TIL FASTEIGNAEIGENDA Í BORGARBYGGÐ Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2021. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 73 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is og einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 21. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október.
MEÐ ÞÍNUM MYNDUM - gjöf sem gleður -
Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 73 ára eða eldri og þeirra sem þegar hafa óskað eftir að fá þá senda til sín. Einnig geta þeir sem eru orðnir 73 ára eða eldri afþakkað greiðsluseðla.
Júní 2014 S
M
1
2
8
9
Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrifstofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
Ágúst 2014
Þ
M
F
F
L
3
4
5
6
7
Júlí 2014 Júní 2021
10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
S
M
Þ
M
F
3
4
5
6
7
F
L
1
2
8
9
10 11 12 13 14 15 16
22 23 24 25 26 27 28
17 18 19 20 21 22 23
29 30
24 25 26 27 28 29 30
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
31
Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endurálagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna. Borgarnesi 21. janúar 2021. Skrifstofa Borgarbyggðar
Bjarki valinn íþróttamaður Borgarfjarðar
Bjarki Pétursson kylfingur úr Borgarnesi er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020. Er þetta í sjötta sinn sem Bjarki hlýtur titilinn. Bjarki átti mjög gott ár þar sem hann varð Íslandsmeistari í golfi 2020. Þar setti hann mótsmet með lægsta skor á Íslandsmóti frá upphafi. Einnig varð Bjarki Íslandsmeistari í liðakeppni með Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Bjarki hefur á síðustu árum stigið fram sem einn af allra bestu kylfingum Íslands gaman verður að fylgjast með honum á næstu árum.
Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona frá Laugalandi í Stafholtstungum varð í öðru sæti. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari í kraftlyfingum á árinu og einnig setti hún 15 Íslandsmet. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuboltakona úr Borgarnesi varð í þriðja sæti. Hún var lykilmaður í liði Skallagríms sem
varð Bikarmeistari í körfubolta árið 2020. Einnig varð liðið meistari meistaranna. Sigrún var valin í A – landslið Íslands til að keppa í undankeppni EuroBasket.
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir kraftlyftingakona úr Borgarnesi varð í fjórða sæti. Hún komst á árinu í 1. sæti á íslenskum styrkleikalista kraftlyftingamanna í bekkpressu, óháð kyni, aldri og þyngd. Á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum varð hún í 2. sæti í sínum flokki og í 2. sæti í samanlögðum. Þá náði Alexandrea þeim árangri að setja samtals 8 Íslandsmet í bekkpressu á árinu. Bjarni Guðmann Jónsson körfuboltamaður úr Borgarnesi varð í fimmta sæti. Hann spilar með Fort Hay State í Bandaríkjunum. Bjarni Guðmann hefur náð að vinna sig
inn í byrjunarliðið þar. Þá var hann á árinu valinn í æfingahóp A -landsliðs Íslands í körfubolta. Aðrir sem voru tilnefndir eru: Brynjar Snær Pálsson, Borgarnesi, sem spilar fótbolta fyrir ÍA á Akranesi, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Bjarteyjarsandi í Hvalfirði sem keppir í sundi fyrir ÍA á Akranesi, Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, Vatnshömrum í Andakíl sem keppir í sundi fyrir ÍR í Reykjavík, Helgi Guðjónsson, Reykholti, sem spilar fótbolta fyrir Víking Reykjavík, Kolbrún Katla Halldórsdóttir, Borgarnesi sem keppir í hestaíþróttum fyrir hestamennafélagið Borgfirðing, Marinó Þór Pálmason, Borgarnesi sem leikur körfubolta hjá Skallagrími og Sigursteinn Ásgeirsson, Þorgautsstöðum, sem keppir í frjálsum íþróttum með ÍR í Reykjavík. Valborg Bragadóttir úr Borgarnesi fékk viðurkenningu úr minningarsjóði um Auðunn Hlíðkvist. Valborg er efnilegur íþróttamaður sem æfir körfubolta og fótbolta með Skallagrími. Auðunn var fæddur 1981 en lést 1995 aðeins rúmlega 14 ára gamall. Auðunn stundaði flestar íþróttir sem voru í boði í Borgarnesi á þeim tíma en aðalgreinar hans voru knattspyrna, karfa og frjálsar.