Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
37. tbl. 9. árgangur
20. nóvember 2014
Tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar fóru á fund sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðasta þriðjudag og afhentu ályktun vegna kjaraviðræðna tónlistarkennara við sveitarfélögin. Á myndinni eru frá vinstri: Jónína Erna Arnardóttir píanókennari, Theodóra Þorsteinsdóttir söngkennari og skólastjóri, Alexandra Chernyshova söngkennari, Birna Þorsteinsdóttir píanókennari, Hafsteinn Þórisson gítarkennari, Gunnar Ringsted gítarkennari og trúnaðarmaður tónlistarkennara, Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar, Finnbogi Leifsson 1. varaforseti, Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri og Geirlaug Jóhannesdóttir 2. varaforseti Borgarbyggðar. Mynd: Olgeir Helgi
Verkfall í fjórar vikur Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í fjórar vikur. Þegar Íbúinn fór í prentun voru viðræður hafnar að nýju en engin niðurstaða komin. Töluverðrar óþolinmæði er farið að gæta, bæði meðal tónlistarkennara og tónlistarnemenda. Hópur tónlistarkennara við Tónlistarskóla Borgarfjarðar fór á fund sveitarstjórnar Borgarbyggðar á þriðjudaginn og afhenti ályktun frá kennurum skólans. Þar segir m.a. að það sé sanngirnismál að launakjör kennara og stjórnenda í tónlistarskólum verði leiðrétt sem nemur því gapi sem tók
að myndast á milli stéttarinnar og félagsmanna KÍ í öðrum aðildarfélögum í tengslum við mismunandi gildistíma kjarasamninga á árinu 2008. Tónlistarkennarar hafi lent í því að taka á sig þyngri byrðar en aðrir kennarar eftir hrunið og sitji ennþá í þeirri súpu. Þá var byggðaráði einnig afhent ályktun frá nokkrum tónlistarnemendum við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar sagði m.a.: „Tónlistarnám er mikilvægur þáttur í samfélaginu. Nemendur sem stunda tónlistarnám verða oft skipulagðir í námi og margar rannsóknir hafa verið gerðar og sýna þær fram á að nemendum
í tónlistarnámi gengur almennt betur í stærðfræði.“ Tónlistarnemarnir benda á að í verkfalli missi þau úr kennslutíma en mikilvægt sé að vera í stöðugri æfingu með tilsögn kennara í tónlistarnámi. Í niðurlagi ályktunar tónlistarnemanna segir: „Tónlistarnám á það til að gleymast því það er ekki skylda eins og grunnskólanám. Mikilvægt er að semja við tónlistarkennara eins og alla aðra kennara þar sem tónlistarnám er ekki síður mikilvægt en almennt skólanám. Okkur finnst að það þurfi að ljúka deilum um laun tónlistarkennaranna sem allra fyrst.“
Viðburðadagatal
BARNAHORNIÐ
fi 20/11-15:00 Bjarnarbraut 8; Opið hús fi 20/11-20:00 Safnahús Borgarfjarðar; Sagnakvöld - höfundar kynna bækur sínar fö 21/11-20:00 Félagsbær; Félagsvist la 22/11-14:00 Safnahús; „Sýn,“ opnun málverkasýningar Birnu Þorsteinsdóttur la 22/11-21:00 Landnámssetur; Bjartmar, Sumarliði og fúll á móti þr 25/11-20:00 Mið-Fossar; Fræðslukvöld Faxa þr 25/11-20:00 Snorrastofa; Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði - Magnús Þór Hafst. mi 26/11-20:00 Brún; Aðalfundur Faxa fö 28/11-20:00 Matsalur Lbhí; Jólabingó Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. þr-fi 16-20.30 fö 16-01 la 12-20:30 Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Sudoku er skemmtileg leikfimi fyrir heilann.
Borgarnesi Sími: 898-9253 / 437-1783
Til sölu hinir vönduðu díóðu-ljósakrossar á leiði í ýmsum litum. Einnig íslensk tólgarkerti og ýmsir fylgihlutir á leiði. Bæklingar yfir legsteina á staðnum.
Opið eftir samkomulagi
markhönnun ehf
KAMP KNOX ARNALDUR INDRIÐASON
ORÐBRAGÐ BRYNJA ÞORGERIS & BRAGI VALDEMAR
3.899
3.599 KR
KR
SPENNANDI BÓKAJÓL
SKÁLMÖLD EINAR KÁRASON
4.220
KATA STEINAR BRAGI
KR
VÍSINDABÓK VILLA 2 VILHELM ANTON JÓNSSON
3.449 KR
4.419
ÖRÆFI ÓFEIGUR SIGURÐSSON
KR
MAÐURINN SEM STAL… GUNNAR HELGASON
4.419 KR
bækur
4.549
KR
HJÁLP ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON
3.104 KR
VONARLANDIÐ KRISTÍN STEINSDÓTTIR
4.220 KR
ÍSLENSKT PRJÓN HÉLÈNE MAGNÚSSON
3.299 KR
Tilboðin gilda 21. - 23. nóv. 2014 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri
Sagnakvöld Safnahúss Í Safnahúsi Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum verið haldin sagnakvöld í byrjun vetrar og hafa þau verið ákaflega vel sótt. Í ár verður þessi viðburður fimmtudagskvöldið 20. nóvember og fimm höfundar segja frá bókum sínum. Guðni Líndal Benediktsson segir frá bók sinni Ótrúleg ævintýri afa - Leitin að Blóðey. Þetta er fyrsta skáldsaga Guðna sem hefur verið afar vel tekið og hlaut Íslensku barnabókmenntaverðlaunin í ár. Dr. Guðmundur Eggertsson prófessor fjallar um bók sína Ráðgáta lífsins, sem er hans þriðja bók. Guðmundur var um árabil prófessor í líffræði við Háskóla Íslands
og vann að rannsóknum á sviði sameindaerfðafræði. Fjöldi greina eftir hann hafa birst í íslenskum og erlendum tímaritum og nýtur hann mikillar virðingar á sínu fagsviði. Kristín Steinsdóttir kynnir bók sína Vonarlandið, sem er saga nokkurra alþýðukvenna í Reykjavík á 19. öld. Kristín hefur samið fjölda barnabóka og einnig skáldsögur fyrir fullorðna og er skemmst að minnast verðlaunabókarinnar Ljósu. Lesið verður upp úr skáldverkinu Konan með slöngupennann eftir Þuríði Guðmundsdóttur. Bókin fjallar um konuna Heiðu sem lítur yfir líf sitt í fylgd völvu. Þar skiptast á ljóð og frásögn sem eiga sér
að nokkru leyti fyrirmynd úr lífi höfundar. Áður hafa komið út ljóðabækur eftir Þuríði en þetta er fyrsta blandaða skáldverkið. Ævar Þór Benediktsson kynnir bók sína Þín eigin þjóðsaga. Sögusviðið er heimur íslensku þjóðsagnanna en endirinn kemur á óvart því hann er ákveðinn af lesandanum sjálfum; um 50 möguleika á söguþræði er að finna í bókinni. Ævar hefur áður skrifað útvarpsleikrit og bækur, þ.á.m. Glósubók Ævars vísindamanns. Sagnakvöldið hefst kl. 20.00 og boðið verður upp á veitingar að kynningunum loknum. Aðgangseyrir er enginn en safnbaukur hússins tekur við frjálsum framlögum.
Eru útgáfumálin að kaffæra þig?
Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum
„Sýn“ – málverkasýning Birnu Þorsteinsdóttur Laugardaginn 22. nóvember verður opnuð ný málverkasýning, Sýn, í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem sýnd verða verk eftir Birnu Þorsteinsdóttur. Birna starfar sem tónlistarkennari en málar í frístundum. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á og sinnt ýmsum listformum, og lærði við Myndlistarskóla Reykjavíkur um tíma, ásamt því að sækja önnur myndlistarnámskeið. Hún var meðal stofnenda Myndlistarfélags Borgarfjarðar á sínum tíma og hélt í framhaldi af því nokkrar samsýningar á Vesturlandi, en þetta er hennar fyrsta einkasýning.
Sýning Birnu verður opnuð á laugardaginn kl. 14.00 og stendur til 19. desember. Opið er til kl. 17.00 á opnunardaginn. Eftir það á afgreiðslutíma bókasafns 13.00 - 18.00 alla virka daga auk laugardaganna 29. nóv, 6. des og 13. des. kl. 13.00 - 16.00, en þá daga verður listakonan sjálf á svæðinu. Ókeypis aðgangur. Birna Þorsteinsdóttir.
Birna hefur málað myndir frá unga aldri og málaði um tíma aðallega kyrralífsmyndir og landslagsmyndir. Í seinni tíð hefur hún fært sig út í að mála abstrakt myndir sem eru á óræðan hátt innblásnar af landslagi og fólki.
Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
Ertu að velta jólakortunum fyrir þér?
Við prentum persónuleg jólakort Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum
Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og blaðamaður flytur fyrirlestur í Snorrastofu þriðjudaginn 25. nóvember nk. kl. 20.30 um íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði í seinni heimsstyrjöldinni. Í fyrirlestrinum mun Magnús segja frá skipalestunum sem sigldu til og frá Hvalfirði til Norðvestur Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni eftir að Þýskaland gerði innrás í Sovétríkin sumarið 1941. Þessar skipalestir voru kallaðar Íshafsskipalestirnar. Þetta voru
hlutfallslega séð mannskæðustu skipalestir stríðsáranna. Íshafssiglingaleiðin norður um höf um Ísland var hryllileg í augum allra sem tóku þátt í átökum um hana. Aðstaða Bandamanna á Vesturlandi var lykillinn að því að þær væru hreinlega framkvæmanlegar. Þetta er saga mikilla fórna, ótrúlegra hetjudáða og hræðilegra þjáninga. Þessar siglingar höfðu víðtæk pólitísk og hernaðarleg áhrif þar sem valdamestu menn heimsins beindu sjónum sínum
að Vesturlandi og Hvalfirði. Í erindinu greinir Magnús frá þessu og dregur fram þýðingu og mikilvægi hernámsins á Vesturlandi fyrir stríðsrekstur Bandamanna. Undir erindinu verður sýnd einstæð og sjaldséð kvikmynd um þessar skipalestir og átökin um þær. Erindið er áætlað um 45 mínútur. Að loknu kaffihléi verða svo fyrirspurnir og umræður. Aðgangseyrir er kr. 500.
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Opið hús
DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM
Í dag, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 15.00 - 18.00, verða fyrirtæki og stofnanir sem staðsett eru að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi með opið hús. Gestum og gangandi er boðið að koma og þiggja léttar veitingar og fræðast um starfsemi fyrirtækja og stofnana sem í húsinu eru.
- gjöf sem gleður -
Eitt númer Borgarbyggð hefur tekið upp eitt þjónustunúmer, 433 7100, vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Þar er tekið við öllum erindum er varða heimilishjálp, innlit, stuðning við fatlaða, matarbakka, ferðaþjónustu og alla aðra þjónustu. Erindum er síðan beint áfram til starfsmanna sem með gleði reyna að leysa úr öllum málum.
Bjartmar og lýðveldið
Júní 2014 S
M
1
2
8
9
Ágúst 2014
Þ
M
F
F
L
3
4
5
6
7
Júlí 2014
10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika á Landnámssetri 22. nóvember nk. kl. 21.00 Á þessu ári verður íslenska lýðveldið 70 ára og af því tilefni ætlar Bjartmar, sem er aðeins yngri en lýðveldið, að halda nokkra tónleika þar sem hann rýnir í þessi 70 ár og skoðar lífið sitt í samhengi við þau á sinn sérstaka og skemmtilega hátt. Textarnir hans fjalla að miklu leyti um persónulega reynslu hans og upplifun. Á tónleikunum segir hann sögurnar á bak við texta laganna sem hann flytur í tímaröð í gegnum lýðveldissöguna. Miðaverð er 2000 kr. og greiðist við inngang.
S
M
Þ
M
F
3
4
5
6
7
F
L
1
2
8
9
10 11 12 13 14 15 16
22 23 24 25 26 27 28
17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
29 30
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
31
Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hunda- og kattahreinsun 2014 Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. •
Hvanneyri mánudaginn 24. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina.
•
Bifröst þriðjudaginn 25. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina.
•
Borgarnesi miðvikudaginn 26. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. Ő Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 250 kl. 16:30 -17:30. Ő Fyrir hunda með skráningarnr. 251- 400 kl. 17:30 – 19:00. Ő Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:15. Ő Þeir sem ætla að skrá hunda sína á staðnum eða muna ekki númer hundsins sem þeir eru með á skrá geta valið á milli þeirra tíma sem eru í boði.
•
Reykholti Àmmtudaginn 27. nóvember kl. 17:00 – 19:00. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina.
•
Varmalandi mánudaginn 1. desember í húsi Björgunarsveitarinnar kl. 17:00 -19:00. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina.
•
Viðbótardagur í Borgarnesi fyrir alla þá sem ekki geta mætt áðurnefnda daga:
Ő Hreinsunin í Reykholti er einnig ætluð íbúum Kleppjárnsreykja.
Ő Borgarnes þriðjudaginn 2. desember í slökkvistöðinni við Sólbakka kl. 17:00 – 19:30. Margrét Katrín Guðnadóttir annast hreinsunina. Þeir eigendur hunda og katta í þéttbýli Borgarbyggðar sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu Borgarbyggðar fyrir áramót um að dýr þeirra haÀ verið hreinsuð annars staðar. Einnig geta þeir leitað til þeirra dýralækna sem starfa í sveitarfélaginu og þeir senda staðfestingu um ormahreinsun til sveitarfélagsins auk reiknings fyrir henni ef eigandi gæludýrsins hefur greitt leyÀsgjald ársins. Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002, 15. kaÁa, er hunda- og kattaeigendum skilt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Skilt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri og nýgotnar tíkur og 3-4 vikna hvolpar skulu spóluormahreinsaðir sérstaklega. Skilt er að ormahreinsa alla ketti 4 mánaða og eldri. Öllum hunda- og kattaeigendum í Borgarbyggð býðst að nota sér þessa þjónustu. Árleg hreinsun fer að jafnaði fram milli loka október og byrjun desember. Skráningareyðublöð verða á staðnum fyrir þá sem ekki hafa skráð dýr sín nú þegar, en skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar. Ormahreinsun hunda og katta er innifalin í leyÀsgjöldum sveitarfélagsins. Með öðrum orðum þurfa þeir sem þegar hafa skráð hunda sína og ketti hjá sveitarfélaginu og greitt hafa leyÀsgjaldið fyrir árið 2014 ekki að greiða sérstaklega fyrir ormahreinsunina. Hinsvegar þarf að greiða fyrir aðra dýralæknaþjónustu sem dýralæknar bjóða upp á við þetta tækifæri s.s. ormahreinsun gæludýra í dreifbýli, smáveirusóttarbólusetningu, ófrjósemissprautu, örmerkingu og sprautu gegn kattarfári (gera má ráð fyrir að sá kostnaður sé 2.500 – 4.000 kr. fyrir hverja bóluseningu, ófrjósemissprautu, ormahreinsun gæludýra frá lögbýlum og örmerkingu). Upplýsingar um samþykktir um hunda- og kattahald í Borgarbyggð oÁ. er að Ànna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is undir hreinlætismál. Einnig er hægt að hafa samband við umhverÀs- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100 eða gegnum netfangið bjorg@borgarbyggd.is.