Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
21. tbl. 9. árgangur
5. júní 2014
Viðburðadagatal fö 6/6-20:00 Borgarneskirkja; Tónleikar Gradualekórs Langholtskirkju la 7/6-20:30 Hraunsnef; Tónleikar með Quartet Heimis Klemenzsonar su 8/6-11:00 Borgarneskirkja; Hvítasunnumessa su 8/6-17:00 Borgarkirkja; Hvítasunnumessa má 9/6-16:00 Reykholtskirkja; Isnord - Tónar frá Einarsnesi mi 11/6-20:00 UMSB; Varmalækjarmúli la 14/6 Reykholt; Gróðursetningardagur Skógræktarfélags Borgarfj. Grill á eftir la 14/6-16:00 Borgarneskirkja; Isnord - Trio Danois su 15/6-16:00 Borgarkirkja; Isnord - Nordic affect mi 18/6-20:00 UMSB; Gönguæfing mi 25/6-20:00 UMSB-ganga; Skessuhorn Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla virka daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ
Veðurstofan spáir góðu veðri í Borgarfjarðarhéraði um hvítasunnuhelgina. Ert þú á leið í útilegu? Þá er nú eins gott að æfa sig í að finna tjaldið! Getur þú hjálpað fjölskyldunni á myndinni hér að ofan að finna tjaldið sitt?
ATVINNA Starfsmaður óskast! Áhugasamir hafi samband við Davíð í síma 847 8698
Bifreiðaþjónusta Harðar ehf Borgarbraut 55 - 310 Borgarnes Sími 437 1192 - Netfang: midgardur@vesturland.is
Gradualekór Langholtskirkju Stjórnandi Jón Stefánsson
Tónleikar
Borgarneskirkja föstudaginn 6. júní kl. 20 A GANGUR ÓKEYPIS
Sveitarstjórnarkosningar
Fulltrúar nýs meirihluta í sveitarstjórn Borgarbyggðar talið frá vinstri: Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Jónína Erna Arnardóttir og Bjarki Þorsteinsson Sjálfstæðisflokki, Kolfinna Jóhannesdóttir sem ráðin hefur verið sveitarstjóri ásamt þeim Guðveigu Eyglóardóttur, Helga Hauki Haukssyni og Finnboga Leifssyni Framsóknarflokki. Mynd: Olgeir Helgi
Nýr meirihluti ræður nýjan sveitarstjóra í Borgarbyggð Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Kolfinna Jóhannesdóttir skólastjóri Menntaskóla Borgarfjarðar hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Borgarbyggðar og mun taka til starfa í ágúst. Kolfinna er ekki ókunnug sveitarstjórnarmálum, en hún var á árum áður fulltrúi Framsóknarflokks í sveitarstjórn. Kosningaúrslit Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð á laugardaginn var sú að Sjálfstæðismenn hlutu mest fylgi eða 34,7% og þrjá fulltrúa í sveitarstjórn. Framsókn hlaut 27,6% og þrjá fulltrúa. Samfylking 22,4% og tvo fulltrúa, þau Geirlaugu Jóhannsdóttur og Magnús Smára Snorrason og Vinstrigrænir 15,3% og einn fulltrúa, Ragnar Frank Kristjánsson. Fulltrúar meirihluta eru taldir upp í myndatexta ofan við frétt.
Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð var nokkuð um að kjósendur strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð á framboðslista. Yfirstrikanirnar höfðu þó engin áhrif á röðun listanna. Flestar útstrikanir voru á lista Framsóknarflokksins en 69 strikuðu yfir annað sæti listans og 49 yfir forystusætið. Þá strikuðu 32 yfir forystusæti Vinstri-grænna.
Í Hvalfjarðarsveit var óhlutbundin kosning eða persónukjör. Björgvin Helgason hlaut flest atkvæði. Aðrir sem kjörnir voru í sveitarstjórn eru: Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Gunnar Ármannsson, Daníel A. Ottesen, Jónella Sigurjónsdóttir, Hjördís Stefánsdóttir og Ása Helgadóttir. Í Skorradalshreppi var einnig óhlutbundin kosning eða persónukjör og hlaut Jón Eiríkur Einarsson flest atkvæði. Aðrir sem kjörnir voru í hreppsnefnd eru: Sigrún Þormar, Árni Hjörleifsson, Pétur Davíðsson og Fjóla Benediktsdóttir eiginkona Jóns Eiríks Einarssonar. Í Eyja- og Miklaholtshreppi buðu fram tveir listar. H-listi Betri byggðar hlaut þrjá fulltrúa með 56,6% atvæða. Fulltrúar listans eru Eggert Kjartansson í forystusætinu ásamt Atla Steini Svanssyni og Katrínu Gísladóttur. F-listi Sveitarinnar hlaut tvo fulltrúa með 43,4% atkvæða. Fulltrúar listans eru Þröstur Aðalbjarnarson í forystusætinu ásamt Sigrúnu Erlu Eyjólfsdóttur.
9.-15. júní 2014 Nánari upplýsingar á isnord.is
Mánudagur 9. júní (annar í hvítasunnu) kl. 16.00
í Reykholtskirkju
Tónar frá Einarsnesi Systkinin Kristín Birna, Sigríður Þóra, Soffía Björg, Guðmundur og Karítas Óðinsbörn stíga á stokk og Àytja fjölbreytta tónlist.