Íbúinn 6. ágúst

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

21. tbl. 10. árgangur

6. ágúst 2015

Júlía er nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi Júlía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi. Júlía bjó fyrstu níu ár ævinnar á Laugum í Sælingsdal en er annars uppalin í Hveragerði og Ölfusinu. „Þetta leggst rosalega vel í mig og ég er mjög spennt fyrir starfinu,“ segir Júlía í samtali við Íbúann aðspurð um nýja starfið. „Mér líst líka svo vel á bæinn.“ Hún er byrjuð að kynna sér vinnustaðinn, fyrsti vinnudagur hennar var síðasta þriðjudag, þá hitti hún m.a. Signýju Óskarsdóttur fráfarandi skólastjóra ásamt fleira starfsfólki. Júlía segir að búið sé að vinna afar flott starf í Grunnskólanum í Borgarnesi og margar góðar stefnur í gangi. „Ég hlakka til að halda áfram með þetta starf.“ Júlía útskrifaðist með BEd gráðu frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2002 og hóf störf þá um haustið í Rimaskóla þar sem hún kenndi í sex ár. Skólaárið 2007 -2008 kenndi hún í Lækjarskóla en haustið 2008 tók hún við skólastjórastöðu Reykhólaskóla í Barðarstrandasýslu og gegndi

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Júlía Guðjónsdóttir er nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi.

þeirri stöðu í fjögur ár. Árið 2012 fluttist Júlía til Reykjavíkur og fór í fæðingarorlof. Frá síðustu áramótum hefur Júlía kennt við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Júlía er um þessar mundir að ljúka mastersritgerð sinni í stjórnun og stefnumótun frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerð hennar fjallar um hvernig stjórnunarhættir og hugarfar stjórnenda hafa áhrif á velgengni fyrirtækja. Hún segir að námið í leiðtogafræðunum muni klárlega nýtast í starfinu en hún hefur m.a. sótt kúrsa í breytingastjórnun, stefnumótun og sáttamiðlun.

Þau styrktu Rauða krossinn

Þessi duglegu börn, ásamt nokkrum fleiri vinum sem aðstoðuðu þau, fengu þá snilldarhugmynd á kvöldvöku Brákarhátíðar í Englendingavík að setja upp verslun. Þar seldu þau skeljar, steina, kuðunga, glerbrot og nýtínd blóm til styrktar Rauða krossinum. Salan gekk með ágætum og komu þau stolt með afraksturinn til Rauða krossins í Borgarfirði og mun hann koma í góðar þarfir. Verslunarstjórarnir ungu heita Kristján Páll, Herdís María, Ólöf Ösp og Þóra Guðrún. Þau eru hér með Elínu Kristinsdóttur formanni Borgarfjarðardeildar Rauða krossins.

ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Viðburðadagatal fö 7/8-17:00 Fjölnisvöllur; 4. fl. karla knattsp. Fjölnir2-Skallagrímur fö 7/8-19:00 Skallagrímsvöllur; 4. deild karla Skallagrímur-KH þr 11/8-17:50 Skallagrímsvöllur; 5. fl. karla knattsp. Skallagrímur-Fylkir2 mi 12/8-17:00 Leiknisvöllur; 5. fl. kvenna knattsp. Leiknir/ÍR-Skallagrímur mi 12/8-19:00 Skallagrímsvöllur; 4. deild karla knattsp. Skallagrímur-Augnablik fö 14/8-16:00 Skallagrímsvöllur; 5. fl. karla knattsp. Skallagrímur-Þróttur V. Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómab. má-fi 11-19, f-l 11-22, s 13-18 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golf - pútt fyrir eldri borgara Hamarsvöllur þri. og fi. kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið daglega 11-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fö 12-18 & lau 11-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ Upphafsreitur

Áfangastaður

Sumarið hefur leikið við okkur undanfarnar vikur. Finnur þú leið sem er laus við flugur og sinuelda?

Bátur til sölu

Stöðugur, léttur og meðfærilegur Terhi Micro Fun bátur með 10 hestafla Tohatsu mótor, stýrisbúnaði og bátakerru. Ný skrúfa fylgir. Ásett verð kr. 690 þúsund Upplýsingar í síma 893 2361

Ekki missa af þessu! Glæsileg söngskemmtun í Hjálmakletti sunnudaginn 6. sept. nk Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783

ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR


1.595 kr.

Stór ostborgari franskar, lítið Prins Póló og gosglas

1.745 kr.

1.595 kr.

Steikarsamloka

12" pizza

franskar og gosglas

með þremur áleggjum

Veitingatilboð 199 kr.

239 kr.

Ís í brauðformi

Ís í brauðformi

Lítill

Lítill með dýfu

N1 Borgarnesi Sími: 440 1333

299 kr.

Pylsa með öllu


ÚRSLITALEIKIR! Skallagrímur er nú í dauðafæri að komast í úrslitakeppnina

í fyrsta sinn síðan 2008 Framundan eru tveir úrslitaleikir á heimavelli

Skallagrímur-KH Skallagrímsvöllur Föstudaginn 7. ágúst kl. 19:00

Skallagrímur-Augnablik Skallagrímsvöllur Miðvikudaginn 12. ágúst kl. 19:00

Upp með Skallana!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.