Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
21. tbl. 10. árgangur
6. ágúst 2015
Júlía er nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi Júlía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi. Júlía bjó fyrstu níu ár ævinnar á Laugum í Sælingsdal en er annars uppalin í Hveragerði og Ölfusinu. „Þetta leggst rosalega vel í mig og ég er mjög spennt fyrir starfinu,“ segir Júlía í samtali við Íbúann aðspurð um nýja starfið. „Mér líst líka svo vel á bæinn.“ Hún er byrjuð að kynna sér vinnustaðinn, fyrsti vinnudagur hennar var síðasta þriðjudag, þá hitti hún m.a. Signýju Óskarsdóttur fráfarandi skólastjóra ásamt fleira starfsfólki. Júlía segir að búið sé að vinna afar flott starf í Grunnskólanum í Borgarnesi og margar góðar stefnur í gangi. „Ég hlakka til að halda áfram með þetta starf.“ Júlía útskrifaðist með BEd gráðu frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2002 og hóf störf þá um haustið í Rimaskóla þar sem hún kenndi í sex ár. Skólaárið 2007 -2008 kenndi hún í Lækjarskóla en haustið 2008 tók hún við skólastjórastöðu Reykhólaskóla í Barðarstrandasýslu og gegndi
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
Júlía Guðjónsdóttir er nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi.
þeirri stöðu í fjögur ár. Árið 2012 fluttist Júlía til Reykjavíkur og fór í fæðingarorlof. Frá síðustu áramótum hefur Júlía kennt við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Júlía er um þessar mundir að ljúka mastersritgerð sinni í stjórnun og stefnumótun frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerð hennar fjallar um hvernig stjórnunarhættir og hugarfar stjórnenda hafa áhrif á velgengni fyrirtækja. Hún segir að námið í leiðtogafræðunum muni klárlega nýtast í starfinu en hún hefur m.a. sótt kúrsa í breytingastjórnun, stefnumótun og sáttamiðlun.
Þau styrktu Rauða krossinn
Þessi duglegu börn, ásamt nokkrum fleiri vinum sem aðstoðuðu þau, fengu þá snilldarhugmynd á kvöldvöku Brákarhátíðar í Englendingavík að setja upp verslun. Þar seldu þau skeljar, steina, kuðunga, glerbrot og nýtínd blóm til styrktar Rauða krossinum. Salan gekk með ágætum og komu þau stolt með afraksturinn til Rauða krossins í Borgarfirði og mun hann koma í góðar þarfir. Verslunarstjórarnir ungu heita Kristján Páll, Herdís María, Ólöf Ösp og Þóra Guðrún. Þau eru hér með Elínu Kristinsdóttur formanni Borgarfjarðardeildar Rauða krossins.
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð