ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
23. tbl. 13. árgangur
16. ágúst 2018
Krauma er frábær viðbót við þá afþreyingu sem er í boði í héraðinu. Þar er vel hægt að nóta lífsins góða stund.
Mynd: Olgeir Helgi
Það er notalegt að slaka á í Kraumu Það er vel þess virði að staldra við um stund og njóta huggulegrar aðstöðunnar í náttúrulaugunum í Kraumu í Deildartungu. Krauma er frábær viðbót við þá afþreyingu sem er í boði í héraðinu og gott dæmi um bætta þjónustu sem heimamenn geta notið vegna aukinnar umferðar ferðamanna. Öll aðstaða í Kraumu er afar snyrtileg og hönnunin nútímaleg og falleg, dökkir litir áberandi. Þar eru fimm heitir pottar með
mismunandi hitastigi, kaldur pottur og tvær vatnsgufur. Auk þess hvíldarherbergi sem kemst fljótt í uppáhald en þar eru þægilegir legubekkir, notaleg hlýja frá snarkandi eldi í heitum arni og róleg tónlist. Ef á þarf að halda er hægt að leigja sundföt, handklæði og baðsloppa á staðnum. Krauma opnaði dyrnar fyrir gestum og gangandi í byrjun nóvember á síðasta ári og veitingastaðinn um miðjan desember.
„Aðsóknin hefur verið mjög góð hjá íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Jónas Friðrik Hjartarson framkvæmdastjóri í samtali við Íbúann. Á veitingastaðnum er lögð áhersla á að nýta hráefni úr héraði. Á matseðlinum er hóflegur fjöldi rétta. Á hádegisseðlinum eru átta aðalréttir og þrír eftirréttir en kvöldseðlinum fimm forréttir, fjórir aðalréttir og þrír eftirréttir.