ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
23. tbl. 13. árgangur
16. ágúst 2018
Krauma er frábær viðbót við þá afþreyingu sem er í boði í héraðinu. Þar er vel hægt að nóta lífsins góða stund.
Mynd: Olgeir Helgi
Það er notalegt að slaka á í Kraumu Það er vel þess virði að staldra við um stund og njóta huggulegrar aðstöðunnar í náttúrulaugunum í Kraumu í Deildartungu. Krauma er frábær viðbót við þá afþreyingu sem er í boði í héraðinu og gott dæmi um bætta þjónustu sem heimamenn geta notið vegna aukinnar umferðar ferðamanna. Öll aðstaða í Kraumu er afar snyrtileg og hönnunin nútímaleg og falleg, dökkir litir áberandi. Þar eru fimm heitir pottar með
mismunandi hitastigi, kaldur pottur og tvær vatnsgufur. Auk þess hvíldarherbergi sem kemst fljótt í uppáhald en þar eru þægilegir legubekkir, notaleg hlýja frá snarkandi eldi í heitum arni og róleg tónlist. Ef á þarf að halda er hægt að leigja sundföt, handklæði og baðsloppa á staðnum. Krauma opnaði dyrnar fyrir gestum og gangandi í byrjun nóvember á síðasta ári og veitingastaðinn um miðjan desember.
„Aðsóknin hefur verið mjög góð hjá íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Jónas Friðrik Hjartarson framkvæmdastjóri í samtali við Íbúann. Á veitingastaðnum er lögð áhersla á að nýta hráefni úr héraði. Á matseðlinum er hóflegur fjöldi rétta. Á hádegisseðlinum eru átta aðalréttir og þrír eftirréttir en kvöldseðlinum fimm forréttir, fjórir aðalréttir og þrír eftirréttir.
Viðburðadagatal fi 16/8-18:00 „Snorri Kitchen & bar“; Framandi fimmtudagar. Þrír smáréttir frá ýmsum heimshornum verða í boði alla fimmtudaga í vetur la 18/8-20:00 Hjálmaklettur; Flamenco á Íslandi. Ólíkir menningarheimar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik undir formerkjum Flamenco. Flamenco hefur numið land á Íslandi og verða settar á svið fjórar sýningar víðsvegar um landið. Listamennirnir sem koma frá Spáni, Mexíkó og Íslandi sameinast undir formerkjum Flamenco. la 18/8-23:00 Þverárrétt; Baggaballið í Þverárrétt. Hljómsveitin Bland leikur fyrir dansi á alvöru sveitaballi langt fram á nótt ásamt því að Blazroca, ásamt Blaffa BlackOut & Dj Balatron munu trylla lýðinn! Verð 3.000 kr og er innifalin rúta frá Borgarnesi og Hvanneyri. Panta verður far frá Hvanneyri en það gildir fyrstur kemur, fyrstur fær í Borgarnesi. fö 24/8-20:00 Borgarbraut 65a - félagsstarfið; Félagsfundur í Grímshúsfélaginu um framleigu á Grímshúsi mi 12/9-20:00 Pétursborg Brákarey; Fundur til að endurvekja Slysavarnadeildina Þjóðbjörgu. Allir áhugasamir velkomnir la 29/9-20:00 Landnámssetur; Auður djúpúðga - sagan öll su 30/9-16:00 Landnámssetur; Auður djúpúðga - sagan öll la 6/10 Sauðamessa í Borgarnesi Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
BARNAHORNIÐ
Félagsfundur í Grímshúsfélaginu föstudaginn 24. ágúst nk. kl. 20:00 í Félagsstarfi aldraðra, Borgarbraut 65a Fundarefni: Framleiga á Grímshúsi Stjórn Grímshúsfélagsins
Stimplar
Getum við aðstoðað þig?
fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf Reikningseyðublöð Ritgerðir - Skýrslur
Enn eru hræringar í Hítardal Enn er að hrynja úr Fagraskógarfjalli og voru björgunarsveitir kallaðar út síðasta laugardag vegna ótta við að von væri á stórri skriðu úr fjallinu. Við nánari athugun á aðstæðum var útkallið afturkallað. Ástæðan fyrir þessu var sú að við æfingar starfsmanna Landhelgisgæslunnar á laugardaginn komu menn auga á sprungu skammt ofan við brotsárið vegna stóru skriðunnar. Á vef Veðurstofunnar er fólk eindregið varað við að vera í nágrenni skriðunnar: „Eins og áður hefur verið bent á er algengt að hreyfingar eða hrun eigi sér stað í sárum þar sem framhlaup eða stórar skriður hafa átt sér stað. Því er ástæða til að ítreka að fólk ætti ekki að vera í nánasta nágrenni við skriðuna.“ Áætlað er að spildan sem er að losna úr brún fjallsins gæti verið á bilinu 50-200 þúsund rúmmetrar, en til samanburðar var stóra skriðan áætluð 10-20 milljónir rúmmetra. Eftir skriðuna miklu sem féll úr Fagraskógarfjalli langa leið ofan í Hítardal 7. júlí í sumar hafa verið að falla smáspýjur úr og við sárið sem myndaðist í fjallinu. Féll meðal annars allstórt stykki óraskaðra hraunlaga efst í fjallinu niður þann 14. júlí. Jón Guðlaugur Guðbrandsson á Staðarhrauni hafði tekið myndir úr flygildi (dróna) skömmu fyrir og eftir að þessi bergspilda féll niður og myndirnar sýndu að um var að ræða talsvert berghlaup þó það
hafi verið miklu minna en stóra framhlaupið og jafnframt hafði það stöðvast í miðri hlíðinni. Miklar breytingar urðu á landslagi í Hítardal vegna skriðunnar. Skriðan sjálf stendur upp úr landinu þar sem hún hefur flæmst ofan í dalinn, nánast eins og lítið fjall og farvegur Hítarár hefur færst mikið á löngum
kafla og hverfur um tíma ofan í hraunið. „Hítará rennur ofaní hraunið í lóninu og kemur svo upp aftur rétt strax. Það var bara í nokkra daga sem hún rann á yfirborðinu og það er náttúrulega afleittt fyrir laxgengd upp fyrir skriðu,“ segir Jón Guðlaugur í samtali við Íbúann.
Skriðan mikla sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal þann 7. júlí í sumar stíflaði farveg Hítarár þannig að hún færði sig í farveg Tálma og fellur aftur í sinn gamla farveg neðan við Hagahraun. Við þá breytingu tæmdist farvegurinn á nokkurra kílómetra kafla og þornaði m.a. Kattafoss upp. Hér að ofan eru myndir af Kattafossi, sú efri tekin nú í sumar eftir að farvegurinn tæmdist, en sú neðri í fyrrasumar. Fyrirsætan á myndunum er sú sama. Myndir: Olgeir Helgi
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360