Íbúinn 5. september 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

27. tbl. 14. árgangur

5. september 2019

Bílasýning í Reykholti

„Maður verður að láta sér detta einhverja vitleysu í hug,“ sagði Tryggvi Konráðsson sposkur um heitan pott sem hann hefur útbúið í Benz bifreið og sjá má á myndinni að ofan. Tryggvi stóð fyrir athyglisverðri bílasýningu - aðallega fornbíla - í Reykholti seinnipart ágústmánaðar. Fjölmargir lögðu leið sína í Reykholt og má með sanni segja að gleðin í augum bílaáhugamanna hafi verið hrein og sönn eins og vel má sjá á þeim Snorra H Jóhannessyni á Augastöðum og Jóhannesi Ellertssyni úr Borgarnesi sem eru hér til hliðar. Á sýningunni gaf að líta margan glæsivagninn, bæði eftir vandaða endurbyggingu og líka bíla komna áleiðis í uppgerð eins og þann sem er fyrir aftan þá félagana. Og svo fékk unga fólkið að fara rúnt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.