Íbúinn 28. ágúst 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

28. tbl. 9. árgangur

28. ágúst 2014

Réttir Fjárréttir eru fastur liður á haustin hjá flestum lesendum Íbúans. Hér eru taldar upp þær réttir sem Íbúanum er kunnugt um á dreifingarsvæði blaðsins nú í september. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 6. september. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi sunnudaginn 7. september. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 10. september. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnudaginn 14. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 14. september. Svarthamarsrétt í Hvalfjarðarsveit sunnudaginn 14. september. Núparétt í Hvalfjarðarsveit, sunnudaginn 14. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 15. september. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 15. september. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 15. september. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudaginn 16. september. Reynisrétt í Hvalfjarðarsveit, laugardaginn 20. september. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn 21. september. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudaginn 23. september.

Ljóðaverðlaun Guðmundar Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans veitir Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun á samkomu í Reykholtskirkju laugardaginn 30. ágúst nk. kl. 16.00. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt.

Aðilar að sjóðnum eru Búnaðarsamband Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna, Rithöfundasamband Íslands og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar. Auk afhendinga verðlauna er dagskrá með tónlistarflutningi og ljóðalestri. Allir eru velkomnir segir í tilkynningu frá sjóðnum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.