Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
28. tbl. 9. árgangur
28. ágúst 2014
Réttir Fjárréttir eru fastur liður á haustin hjá flestum lesendum Íbúans. Hér eru taldar upp þær réttir sem Íbúanum er kunnugt um á dreifingarsvæði blaðsins nú í september. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 6. september. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi sunnudaginn 7. september. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 10. september. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnudaginn 14. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 14. september. Svarthamarsrétt í Hvalfjarðarsveit sunnudaginn 14. september. Núparétt í Hvalfjarðarsveit, sunnudaginn 14. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 15. september. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 15. september. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 15. september. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudaginn 16. september. Reynisrétt í Hvalfjarðarsveit, laugardaginn 20. september. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn 21. september. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudaginn 23. september.
Ljóðaverðlaun Guðmundar Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans veitir Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun á samkomu í Reykholtskirkju laugardaginn 30. ágúst nk. kl. 16.00. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt.
Aðilar að sjóðnum eru Búnaðarsamband Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna, Rithöfundasamband Íslands og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar. Auk afhendinga verðlauna er dagskrá með tónlistarflutningi og ljóðalestri. Allir eru velkomnir segir í tilkynningu frá sjóðnum.
Viðburðadagatal fö 29/8-23:00 Þverárrétt; Töðugjaldaball la 30/8 Hvalfjarðarsveit; Hvalfjarðardagar la 30/8 Ljómalind; Skottmarkaður la 30/8-16:00 Reykholtskirkja; Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun má 1/9-20:00 Alþýðuhúsið; Grímshúsfélagið kynnir hönnunartillögur la 6/9 Andakílsárvirkjun; Námskeið Símenntunarmiðstöðvarinnar í jurtalitun þr 9/9 Tónlistarskóli Borgarfj; Söngnámskeið Símenntunar fyrir fatlaða fi 11/9 Símenntunarmiðstöðin Bgn; Dale Carnegie - Örugg framkoma, vinnustofa Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið lokað v. flutnings Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður alla d. 11-18 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið alla daga kl. 12-18 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ
Finnurðu leiðina héðan
og hingað?
Edduveröld breytir opnunartíma Veitingastaðurinn Edduveröld í Borgarnesi hefur sent frá sér tilkynningu um styttan opnunartíma. Í september verður opið kl. 16-22 má-fi, kl. 16-01 föstudaga en kl. 12-22 um helgar. Frá októberbyrjun verður lokað sunnudaga og mánudaga. „Vegna ónógrar þátttöku höfum við ákveðið að hætta með heimilismat í hádeginu. Tökum
á móti hópum í hádeginu ef pantað er fyrirfram. Viljum við þakka þeim sem komið hafa til okkar í hádeginu síðasta eina og hálfa árið. Vonumst til að sjá ykkur hér eftir sem hingað til á breyttum opnunartíma,“ segja þær stöllur Erla og Guðrún sem reka Edduveröld. Dagskrá vetrarins fram að áramótum er í vinnslu.
Grímshúsfélagið boðar til félagsfundar í Alþýðuhúsinu Borgarnesi mánudaginn 1. sept. 2014, kl. 20. Fundarefni: Tillögur að skipulagi og hönnun Grímshúss kynntar og lagðar fram til afgreiðslu. Kynningarefni liggur frammi frá og með fimmtudeginum 28. ágúst n.k. á FB-síðu Grímshúsfélagsins, FB-síðu Sigursteins: www.facebook.com/gjafi og heimasíðu Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar veita Sigursteinn Sigurðsson, arkitekt FÍA, og stjórn Grímshúsfélagsins. Áhugafólk um endurbyggingu Grímshúss í Brákarey er hvatt til að mæta.
Grímshúsfélagið
Starf í boði við Háskólann á Bifröst Viðhald fasteigna •
Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða starfsmann á húsnæðissvið skólans. Í starfinu felast fjölbreytt störf við viðhald og umhirðu fasteigna háskólans og íbúðarhúsnæðis á Bifröst.
• Æskilegt
er að viðkomandi hafi iðnaðarmenntun og/eða reynslu af viðhaldi fasteigna.
• Umsóknarfrestur
er til 5. september. Nánari upplýsingar gefa: Guðjón Jónsson umsjónarmaður fasteigna, sími 695 9908, netfang: gaui@bifrost.is Þorvaldur T. Jónsson fjármálastjóri, sími 853 6464, netfang: fjarmalastjori@bifrost.is
Umsóknir skal senda til Háskólans á Bifröst, fjármálastjóra, Bifröst, 311 Borgarnes eða í netfangið fjarmalastjori@bifrost.is
www.bifrost.is
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
HVALFJARÐARDAGAR 2014 Kl. 13-19 Hlaðir, frítt í sund Kl. 14 Hallgrímskirkja í Saurbæ Kl. 14-18 Bjarteyjarsandur býður heim Kl. 19-21 Ferstikluskáli, pizzur og PubQuiz
Föstudagur 29. ágúst
Kl. 13-19 Hlaðir, sundlaug og Hernámssetur Kl. 17 Ljós og náttúra Vesturlands, opnun ljósmyndasýningar Kl. 18-22 Sveitagrill í Fannahlíð
Sunnudagur 31. ágúst
Laugardagur 30. ágúst Kl. 10 Helgusund Kl. 11 Bjarteyjarsandur Kl. 11-18 Handverkssýning Kl. 12-17 Ljósmyndasýning Kl. 12 Hernámssetur Kl. 12:30 Ferstikluskáli; fríar pulsur, kókómjólk og ís Kl. 13-17 Þórisstaðir, sæla í sveit
Kl. 10-13 Ferstikluskáli, bröns að hætti hússins Kl. 12-15 Ljósmyndasýning Kl. 13 Fossinn Glymur Kl. 13-16 Bjarteyjarsandur, Gallerý Álfhóll Kl. 13-19 Hlaðir, sundlaug og Hernámssetur Kl. 15-17 Ferstikluskáli, kökuhlaðborð Kl. 20 Innra-Hólms kirkja, tónleikar og dagskrárslit
Sjá nánar: www.hvalfjardarsveit.is og Hvalfjarðardagarnir 2014 á Facebook
Persónuleg kort fyrir öll tækifæri Bestu óskir um 2013
Gleðileg jól p
kau Brúð
og farsælt nýtt ár!
Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360