ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
28. tbl. 14. árgangur
12. september 2019
Kaffihús opið mánaðarlega á Brákarhlíð Þær tóku vel á móti gestum, broshýrar og glaðlegar, Ása Helga Halldórsdóttir, Bára Guðmundsdóttir, Sigríður Karlsdóttir og Ólöf S. Gunnarsdóttir.
Góð þátttaka var á fyrsta kaffihúsi haustsins í Brákarhlíð sem haldið var síðastliðinn fimmtudag. Þema kafihússins þetta skiptið var rúllutertur, en þar gat meðal annars að líta rúllutertur með sultu, smjörkremi og rjóma og ávöxtum. Þá voru á boðstólum heitar brauðrúllutertur og snúðar. Kaffið var borið fram á glæsilegu sparistelli Brákarhlíðar sem telur hundruði bolla og diska af öllum gerðum. Kaffihúsið verður haldið
mánaðalega, fyrsta fimmtudag í mánuði og hafa íbúar samfélagsins verið duglegir að
mæta og gleðjast með íbúum Brákarhlíðar.
Meðal gestanna voru Birna Jakobsdóttir ásamt mæðgunum Auði Jónsdóttur og Magneu Kristleifsdóttur. Myndir: BÞ