ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
2. tbl. 16. árgangur
18. febrúar 2021
Mikil hætta á eldi og slysum og því lokað Öll starfsemi í gömlu sláturhúsbyggingnunum í Brákarey var stöðvuð um síðustu helgi með skömmum fyrirvara í kjölfar mjög alvarlegra athugasemda frá eldvarnareftirliti Slökkviliðs Borgarbyggðar og byggingafulltrúa sveitarfélagsins. Áður hafði verið ákveðið að flytja starfsemi Öldunnar sem var í húsnæði gamla sláturhússins eftir athugasemdir frá eldvarnareftirliti. Í kjölfarið fór fram heildarúttekt á sláturhúsbyggingunum við Brákarbraut 25-27. „Það er mat eldvarnareftirlits við byggingaryfirvöld að loka skuli fyrir alla starfsemi í húsum Borgarbyggðar við Brákarbraut
25 og 27. Mikil hætta er á eldi og slysum og ekki viðunandi að starfsemi sé í húsnæði á meðan ástandið er líkt og það er í dag,“ segir m.a. í heildarmati eldvarnareftirlitsins á húsunum. Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri segir í samtali við Íbúann að leigutakar hafi heimild til að geyma muni í húsnæðinu í óákveðinn tíma.“Við reynum að vera í góðu samstarfi og samskiptum við leigutaka og upplýsa þá um stöðu málsins hverju sinni.“ Í dag, fimmtudag, verður fundur byggðaráðs þar sem farið verður yfir stöðuna. Í kjölfarið verða skýrsla eldvarnarfulltrúa og bréf byggingarfulltrúa til Borgarbyggðar gerð opinber.
Lokunin hefur mikil áhrif á fjölbreytta starfsemi fyrirtækja og félagasamtaka en dágóður hópur er með starfsemi í húsunum. Þeir aðilar sem voru með starfsemi í húsinu eru: Eygló Harðardóttir, glerlist, Lions klúbbur Borgarness, Körfuknattleiksdeild Skallagríms, Trélausnir, Sláturhús Vesturlands, Fornbílafjelagið, Bílapartasala, Skotfélag Vesturlands, Golfklúbbur Borgarness, Skátafélag Borgarness, Áhaldahús Borgarbyggðar, Safnahús Borgarfjarðar, Aldan og Frumkvöðlasetur. Sjá nánar upplýsingar úr skýrslu eldvarnareftirlits á baksíðu Íbúans.
Lóa – fyrir landsbyggðina
Umsjón: Hanna Ágústa
BARNAHORNIÐ
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar vegna fyrirhugaðar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur er til 09. mars 2021.
Getur þú hjálpað slökkviliðinu að slökkva eldinn?
DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM - gjöf sem gleður -
GJ málun
ehf
málningarþjónusta
Júní 2014 S
M
1
2
8
9
Ágúst 2014
Þ
M
F
F
L
3
4
5
6
7
Júlí 2014 Júní 2021
10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
S
M
Þ
M
F
3
4
5
6
7
F
L
1
2
8
9
10 11 12 13 14 15 16
22 23 24 25 26 27 28
17 18 19 20 21 22 23
29 30
24 25 26 27 28 29 30
S
M
Þ
M
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
F
11
F
12
L
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
31
Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Garðar Jónsson
málarameistari
1990-2020 Akravellir 12 - Hvalfjarðarsveit 301 Akranes
30 ár
sími 896 2356 gardjons@visir.is
Lúkas, Jónsi og Myrka Ísland Sýning á myndskreytingum hlaðvarpsins 15.02. - 19.03. 2021 Myrka Ísland er sögulegt hlaðvarp á vegum Borghreppinganna Sigrúnar Elíasdóttur og Önnu Drafnar Sigurjónsdóttur. Mánudagurinn 15. febrúar er upphafsdagur sýningar á verkum eftir Lúkas Guðnason og Sigurjón Líndal Benediktsson (Jónsa) sem hafa myndskreytt þættina. Verður henni fylgt úr hlaði með rafrænni sögustund sem hægt verður að nálgast á kvikborg.is og á Facebook síðu Myrka Íslands. Sýningin er í Hallsteinssal og er síðasti sýningardagur 19. mars. Ekki verður um formlega opnun að ræða vegna aðstæðna en gestir boðnir hjartanlega velkomnir til að skoða sýninguna á opnunatíma, kl. 13 til 18 alla virka daga. Farið verði að reglum um sóttvarnir hvers tíma. Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er 13.00-18.00 virka daga. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum.
Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is
RAFRÆNN ÍBÚAFUNDUR 18. FEBRÚAR KZSINSZR [JW²ZW Ʉ£WMFLX£¨YQZS 'TWLFWG^LL²FW P^SSY PO¸QKFWN² RZS µWI¯X 8NK 8NLZW²FWIµYYNW X[JNYFWXYOµWN P^SSF XPNUZWNYXGWJ^YNSLFWSFW XJR YµPZ LNQIN £ X¯²FXYF £WN &² À[¯ QTPSZ RZSZ X[JNYFWXYOµWSFWRJSS ¯ 'TWLFWG^LL² XNYOF K^WNW X[¸WZR
Fundurinn hefst kl. 20:00. 8YWJ^RY [JW²ZW GJNSY KW£ KZSINSZR JS ¯ QOµXN F²XY¨²SF ¯ XFRK«QFLNSZ [JW²ZW KZSIZWNSS JNSZSLNX XYFWKW¨SS F² ÀJXXZ XNSSN G¼ZR TL ¸²WZR LJXYZR LJKXY Y¨PNK¨WN YNQ ÀJXX F² YFPF À£YY ¯ ZRW¨²ZSSN RJ² À[¯ F² XJSIF NSS XUZWSNSLFW TL FYMZLFXJRINW ¯ LJLSZR KTWWNYN² 8QNIT Útsendingin verður aðgengileg inn á heimasíðu Borgarbyggðar.
www.borgarbyggd.is
Skýrsla eldvarnareftirlits afdráttarlaus
Það verður ekki annað sagt en skýrsla eldvarnareftirlits Slökkviliðs Borgarbyggðar frá 9. febrúar sl. varðandi gömlu sláturhúsbyggingarnar og starfsemi í þeim við Brákarbraut 25 og 27 sé býsna afdráttarlaus en húsin eru í eigu Borgarbyggðar og eru leigð út til ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka. Lokunin hefur því veruleg áhrif. „Slökkvilið leggur til við byggingaryfirvöld og eiganda hússins að leigjendur séu látnir vita innan tveggja sólarhringa af ástandi hússins og að það verði ekki gefin lengri frestur en ein vika til að gera ráðstafanir fyrir leigjendur.“ Í kjölfarið er lagt til að húsnæðinu verð lokað og fylgst verði með umgangi. Nánari athugasemdir eru gerðar við einstakar einingar húsnæðisins. „Við skoðun kemur í ljós að ekki er viðeigandi eldvarnarveggur milli Fornbílafjelagsins og Frumkvöðlasetursins. Miðað við starfsemi í Frumkvöðlasetrinu er aðstaða með öllu óásættanleg,“ segir í skýrslunni. Bent er á að unnið sé með trefjaplast í Frumkvöðlasetrinu. „Ekkert brunaviðvörunarkerfi er í húsinu og ekki viðunandi slökkvikerfi eða reyklosun / loftræsing.“ Þá er bent á að milliveggur er úr léttri timburgrind með bárujárni öðru megin og stífaður til styrkingar inni í rými Fornbílafjelagsins. „Þessi veggur á að vera eldvarnarveggur.“ Þá eru gerðar athugasemdir við þak húss sem Fornbílafjelagið er með á leigu. „Langbitar í þakvirki eru víðast hvar það illa farnir að þeir eru á góðri leið að
ryðga í sundur. Settar hafa verið bráðabirgða timburlektur sem ekki eru til teikningar af og má því gera ráð fyrir að burðarvirki hússins geti valdið hruni. Því eru ekki bara brunavarnir í ólagi heldur er hrunhætta úr þaki mikil. Ekki er öruggt að ganga þar um og leggur slökkvilið til við byggingaryfirvöld að húsnæðinu verði lokað þar til viðeigandi brunavarnir og styrkingar burðarvirkis hússins ásamt hönnun burðarvirkis sé skoðað og endurbætt.“ Gerðar eru athugasemdir við að ekkert brunaviðvörunarkerfi sé í aðstöðu Rafta og við flóttaleiðir úr húsnæði Skotfélags og Golfklúbbs og bent á að flóttaleiðir séu ýmist lokaðar eða ófullnægjandi. „Eina flóttaleið Skotfélagsins er í gegnum dósamóttöku Öldunnar og framhjá rafmagnstöflu þar sem vatn
flóðlekur í og við töflu. Því er ekki hægt að gera ráð fyrir neinni flóttaleið ef eldur verður í töflu.“ Gerð er athugasemd við að Nytjamarkaður er ekki í sérstöku brunahólfi. Uppistaða milliveggja séu polyuretan einingar sem ekki séu lokaðar og því „gríðarleg bruna- og útbreiðsluhætta milli rýma. Til að mynda er engin einangrun milli nytjamarkaðar og aðstöðu Safnahússins þar sem geymdir eru verðmætir munir,“ eins og segir í skýrslunni. Gamla Frystihúsið er talið hættulegt og leggur eldvarnareftirlitið til að því verði algerlega lokað þannig að enginn komist inn í húsið. Skýrslur eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa verða aðgengilegar almenningi í dag, fimmtudag.
Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs Unnið er að stofnun ferðafélags í Borgarfirði og er boðað til stofnfundar í Hjálmakletti mánudaginn 1. mars nk. kl. 20.00. Markmið félagsins verður að standa fyrir skipulögðum gönguferðum innan héraðs og utan. Einnig að vinna að uppbyggingu gönguleiða í Borgarfjarðarhéraði og nágrenni, merkingu þeirra og kortlagningu. Stofnun félagsins er sprottin upp úr áhuga nokkurra einstaklinga á að auka veg og virðingu svokallaðrar Vatnaleiðar sem tengir saman Borgarfjörð og Snæfellsnes en hún liggur
milli Hlíðarvatns, Hítarvatns, Langavatns og Hreðavatns. Til er kort af leiðinni en markmiðið er að stika hana og lagfæra og byggja upp betri þjónustu við göngufólk. Undirbúningshópur áhugafólks um útvist í Borgarfirði hefur unnið að undirbúningi fyrir stofnfundinn. Allir sem áhuga hafa á gönguferðum og útiveru eru hvattir til að gerast stofnfélagar í hinu nýja ferðafélagi. Þeim sem óska frekari upplýsinga er bent á að hringja í Gísla Einarsson í síma 899 4098.