Íbúinn 15. nóvember

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

32. tbl. 13. árgangur

15. nóvember 2018

Minningarsjóður stofnaður um Heimir Minningarsjóður hefur verið stofnaður til minningar um Heimi Klemenzson frá Dýrastöðum í Norðurárdal. Vinir og samverkamenn vilja halda minningu hans á lofti og minnast sérstaklega elju hans og fagmennsku á tónlistarsviðinu. Afköstin voru mikil þótt árin væru ekki mörg. Eftir hann liggur ótrúlega mikið af tónlistarefni bæði útgefið og óútgefið að ógleymdum þeim

ótal tónlistarviðburðum sem hann átti þátt í eða stóð fyrir. Píanó og orgel voru hans aðal hljóðfæri en hann samdi líka mikið af tónlist. Hæfileikar Heimis lágu víðar en þegar kom að tónlistartengdum verkefnum þá var sá tími sem í þau fór aldrei talinn eftir. Hlutverk Minningarsjóðsins er að standa við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í Borgarfirði og heiðra á

þann hátt minningu Heimis Klemenzsonar. Minningarsjóðurinn mun af þessu tilefni halda fjáröflunartónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 16. nóvember nk. klukkan 20.30 Allir tónlistarmenn sem fram koma leggja góðfúslega sitt framlag af mörkum án endurgjalds. Sjá nánar auglýsingu hér fyrir neðan.

Fjáröflunartónleikar vegna stofnunar Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar Reykholtskirkju Föstudaginn 16. nóvember kl. 20:30 Húsið opnar kl. 20:00 Miðaverð er 4.000 kr. 1.000 kr. fyrir 16 ára og yngri Karlakórinn Söngbræður Soffía Björg Emma Eyþórsdóttir Agnes Björgvinsdóttir Heiðmar og Jakob Borgarfjarðardætur Halli Reynis Eyrún og Tinna Viðar og Barbara Ásta Marý Uppsveitin Jónína Erna Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Heimis Klemenzsonar sem mun styrkja borgfirzka tónlistarmenn til tónlistarnáms

*Minningarsjóður* Heimis Klemenzsonar reikn: 0370-13-906663 kt: 160854-7669


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.