Íbúinn 24. október 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

34. tbl. 14. árgangur

24. október 2019

Bragi Þór ráðinn skólameistari

Bragi Þór Svavarsson hefur verið ráðinn skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar en níu sóttu um starfið. Hann tekur við starfinu þann 1. janúar 2020. Bragi segir í samtali við Íbúann að hann sé mjög spenntur fyrir starfinu og hlakkar til að takast á við þær áskoranir sem því fylgja. „Ég ætla að byggja áfram á því framsækna starfi sem hefur verið unnið innan skólans í samvinnu við allt hans góða starfsfólk og nemendur sem þar eru,“ segir hann. „Ég finn mikinn hug í stjórn skólans

að halda áfram góðu starfi. Við viljum gera skólann enn eftirsóknarverðari þannig að krakkar vilji koma og stunda nám hjá okkur,” segir Bragi og bætir við að hann telji að stofnun eins og menntaskóli eigi að vera hreyfiafl í héraði. Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann starfar sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu Íslandsbanka. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann

á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst. Bragi Þór er kvæntur Hrafnhildi Tryggvadóttur, verkefnastjóra á umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og eiga þau þrjár dætur en fjölskyldan býr í Borgarnesi. Bragi Þór hefur á undanförnum árum talsvert komið að íþróttaog ungmennastarfi og er sambandsstjóri UMSB.

Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.