ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
35. tbl. 14. árgangur
31. október 2019
Basar og vöfflusala í Brákarhlíð Föstudaginn 1. nóvember á milli kl. 15:00 og 17:00 í og við vinnustofu á jarðhæð heimilisins
Til sýnis og sölu munir úr handavinnustofu Ágóði rennur til kaupa á efni fyrir vinnustofu og búnaði fyrir heimilisfólk
Allir velkomnir!
Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum
Viðburðadagatal fi 31/10-13:00 Sala á Neyðarkalli/konu björgunar- og slysavarnasveita hefst fi 31/10-18:00 Borgarnes; Hrekkjavaka fi 31/10-20:00 Brákarhlíð; félagsvist fi 31/10-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 1/11-20:30 Fannahlíð; Tónleikar Karlakórsins Söngbræðra la 2/11-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Þess minnst með stuttri athöfn að liðin eru 110 ár frá fæðingu Páls Jónssonar bókavarðar, sem eftirlét bókasafn sitt Héraðsbókasafni Borgarfjarðar á sínum tíma. Sagt verður frá Páli og sýndar fágætar bækur úr safni hans la 2/11-20:30 Reykholtskirkja; ,,Hjartað í fjallinu“ er tónlistardagskrá tileinkuð listamanninum Páli Guðmundssyni á Húsafelli. má 4/11-20:00 Landnámssetur; Námskeið: Sturla Þórðarson og íslendingasagan mikla mi 6/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Breiðablik - mfl kvenna fö 8-10/11 Ensku húsin; Lífið er núna helgi í Borgarfirði fyrir krabbameinsgreinda sem og aðstandendur. Lífið er núna helgin er endurnærandi helgi fyrir félagsmenn Krafts þar sem við njótum þess að vera saman í fallegu umhverfi og byggjum okkur upp líkamlega og andlega fö 8/11-17:00 Kalastaðir; Hunda- og kattahreinsun la 9/11-16:00 Valur-Skallagrímur - mfl kvenna þr 12/11-18:00 Hjálmaklettur; Sefur þú nóg? - Íbúafundur um svefn mi 13/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Hamar - mfl karla fi 14/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi má 18/11-19:15 Höttur-Skallagrímur - mfl karla mi 20/11-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri heldur opinn fund og æfingu þriðja miðvikudag í hverjum vetrarmánuði fi 21/11-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Sindri - mfl karla Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
BARNAHORNIÐ
Hátíðartónleikar - Hjartað í fjallinu Hátíðartónleikar tileinkaðir Páli á Húsafelli verða í Reykholtskirkju nú á laugardaginn 2. nóvember nk. kl. 20.30. ,,Hjartað í fjallinu“ er tónlistardagskrá tileinkuð listamanninum Páli Guðmundssyni á Húsafelli. Flytjendur eru Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar ásamt Reykholtskórnum undir stjórn Viðars Guðmundssonar. Ýmsir hljóðfæraleikarar leika með, m.a. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og slagverksleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeir Frank Aarnink og Steef
van Oosterhout sem leika á steinhörpur Páls, ásamt honum sjálfum. Þá hefur Páll hannað ýmis hljóðfæri, þ.á.m. panflautur úr rabarbara, sem hann leikur sjálfur á. Borgfirðingurinn
Hjörtur Hjartarson frá Fljótstungu leikur einnig á ýmsar flautur Páls. Nýjustu hljóðfæri hans eru síðan steinflautur sem leikið verður á nú í fyrsta sinn opinberlega.
Sýnt úr merkilegu einkabókasafni Laugardaginn 2. nóvember kl. 13.00 verður þess minnst í Safnahúsinu í Borgarnesi að 110 ár eru liðin frá fæðingu Páls Jónssonar bókavarðar. Páll arfleiddi Héraðsbókasafn Borgarfjarðar að bókasafni sínu sem þykir eitt merkasta einkabókasafn landsins. Bókhlaða Páls verður opin og þar verða sýndar nokkrar fágætar bækur úr safni hans í sérstökum sýningarskápum. Einnig verða sýndar bækur sem hann batt inn. Stutt dagskrá verður við opnun sýningarinnar kl. 13 þar sem sagt verður frá Páli og bókasöfnun hans. Sýningarstjórn annast Sverrir Kristinsson. Páll Jónsson var fæddur árið 1909 að Lundum í Stafholtstungum en ólst upp lengst af í Örnólfsdal í Þverárhlíð. Átján ára fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á verslunarstörf og blaðamennsku þangað til hann hóf störf hjá Borgarbókasafni
Reykjavíkur árið 1953 sem bókavörður. Því starfi sinnti hann þangað til hann lét af störfum árið 1980 vegna aldurs. Auk áhuga síns á bókum og bókasöfnun hafði Páll mikinn áhuga á ljósmyndun, en myndir hans hafa birst víða í bókum og tímaritum. Tengt ljósmyndaáhuga Páls, var áhugi hans á ferðalögum og útivist. Páll var virkur félagsmaður í Ferðafélagi Íslands og sat í stjórn
þess frá 1947 til 1978 er hann baðst undan endurkosningu. Páll var ritstjóri Árbókar Ferðafélagsins frá 1968-1982 er hann lét af starfi að eigin ósk. Árið 1980 var Páll gerður að heiðursfélaga Ferðafélagsins. Í Pálssafni eru margar afar fágætar bækur, s.s. Biblia laicorum eða Leikmannabiblía eftir Johann Auman, sem prentuð var 1599 í þýðingu Guðbrands biskups. Páll lagði á það mikla áherslu að safna íslenskum bókum frá fyrri öldum. Í safninu eru alls 29 íslenskar bækur frá 17. öld og elst áritaðra bóka er erlend latínubók úr eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar. Margar af sínum bókum batt Páll inn sjálfur, enda þótti hann meðal bestu bókbindara landsins. Opið verður til kl. 16.00 á opnunardag sýningarinnar og eftir það kl. 13.00-18.00 virka daga, sýningin stendur fram til 19. nóvember.
Jólaviðburðir í Borgarbyggð? Borgarbyggð óskar eftir ábendingum um aðventu- og jólaviðburði í sveitarfélaginu. Ábendingarnar þurfa að innihalda nafn viðburðar, dagsetningu, tímasetningu og staðsetningu og sendist á maria.neves@borgarbyggd. is
Hundahreinsun í Hvalfjarðarsveit Föstudaginn 8. nóvember nk. verður lögbundin hunda- og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer fram að Kalastöðum kl. 17:00-19:00. Gunnar Gauti Gunnarsson, dýralæknir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, annast hreinsunina.
Við undirritun rekstrarsamningsins, Ása Líndal Hinkriksdóttir, frístunda- og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Aldís Ýr Ólafsdóttir sem er í forsvari fyrir Ravisa og Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Mynd: Guðný Tómasdóttir
Samið um sundlaug Hvalfjarðarsveit hefur endurnýjað rekstrarsamning við Ravisa ehf. um rekstur sundlaugarinnar á Hlöðum fyrir sumarið 2020 en á fundi sveitarstjórnar þann 10. september sl. var ákveðið að ganga til samninga við Ravisa ehf. Fyrirtækið sá um rekstur
sundlaugarinnar á Hlöðum sumarið 2019. „Samstarfið hefur gengið afar vel og yfir 4.000 gestir heimsóttu sundlaugina á Hlöðum í sumar á þeim tíma sem hún var opin,“ segir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar í samtali við Íbúann.
Páll Jónsson frá Örnólfsdal Dagskrá og sýningaropnun í Safnahúsi 2. nóvember kl. 13.00 Laugardaginn 2. nóv. kl. 13.00 minnumst við þess að 110 ár eru liðin frá fæðingu Páls Jónssonar bókavarðar, en hann arfleiddi Héraðsbókasafn Borgarfjarðar að bókasafni sínu. Flutt verður stutt erindi um Pál og fágæt eintök bóka sýnd að því loknu. Sýningarstjóri er Sverrir Kristinsson.
Allir velkomnir
Sýningin stendur til 19. nóv. Opið er til kl. 16.00 á opnunardaginn og eftir það 13.00-18.00 virka daga.
Páll Jónsson var fæddur árið 1909 og lést 1985. Hann vann lengst af sem bókavörður á Borgarbókasafninu og helgaði krafta sína að miklu leyti söfnun bóka. Safn hans er eitt vandaðasta einkabókasafn á landinu. Það er ákaflega fallegt og í því eru margar fágætar bækur. Er fólk hvatt til þess að láta þessa sýningu ekki framhjá sér fara.
Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is safnahus@safnahus.is