Íbuinn 31. desember 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

37. tbl. 10. árgangur

31. desember 2015

Frá mílu til maraþons Ertu búin að setja þér markmið fyrir árið 2016 en vantar innblástur til að koma þér af stað? Hlaupahópurinn Flandri stendur fyrir fræðslufyrirlestri þriðjudagskvöldið 5. janúar þar sem Auður H Ingólfsdóttir mun segja frá hvað varð til þess að hún ákvað, fyrir fimm árum síðan, þá langt yfir kjörþyngd og í versta formi lífs síns, að snúa við blaðinu og gera hlaup að

lífsstíl. Ákvörðunin var tekin rétt eftir að hún hafði (með herkjum) lokið einnar mílu hlaupi (1,6 km) rétt fyrir fertugsafmælið. Þá hét hún því að hún yrði í betra formi eftir fimm ár og fylgdi því loforði eftir með því að hlaupa fyrsta maraþonið sitt daginn sem hún varð 45 ára. Auður mun segja frá því hvernig hún fór að því að halda sig við efnið og vinna sig í átt

að stóra markmiðinu með því að búta það niður í mörg smærri verkefni. Hún segir líka frá gleðinni sem því fylgir að gera hreyfingu að lífsstíl en hlaupin hafa ekki aðeins fært henni betri heilsu heldur einnig betri líðan og meiri lífsfyllingu. Fyrirlesturinn fer fram á Sögulofti Landnámsseturs þriðjudagskvöldið 5. janúar 2016 klukkan 20:00.

Ragnar Sveinn Olgeirsson 90 ára Ragnar heldur upp á afmælið í Brákarhlíð Borgarnesi á afmælisdaginn, sunnudaginn 3. janúar nk. frá kl. 15:00 til 17:00. Vinir og vandamenn hjartanlega velkomnir en gjafir vinsamlega afþakkaðar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.