ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
37. tbl. 14. árgangur
14. nóvember 2019
Grjótmagnaður hljóðheimur Það má með sanni segja að hljóðheimurinn í Reykholtskirkju hafi verið grjótmagnaður á hátíðartónleikunum Hjartað í fjallinu sem tileinkaðir voru Páli Guðmundssyni listamanni á Húsafelli í tilefni af sextugsafmæli hans. Myndarlegur hópur tónlistarfólks kom fram; Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar og Reykholtskórinn undir stjórn Viðars Guðmundssonar. Hljóðfæraleikarar voru ekki af verri endanum, en meðal þeirra voru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og slagverksleikararnir Frank Aarnink og Steef van Oosterhout úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt Hirti Hjartarsyni frá Fljótstungu.
Þá er ótalinn þáttur Páls sjálfs sem skapaði tónlistina og blés m.a. í panflautu sem hann hefur skapað úr rabbarbara. En það voru hljóðfærin náttúrulegu, hinar grjótmögnuðu steinhörpur Páls og fjölbreytt blásturshljóðfærin sem lögðu grunnin að hljóðheimi fáu líkum utan um sinfóníur skáldsins og listamannsins sextuga.
Gunnlaugi sveitarstjóra sagt upp Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni sveitarstjóra upp en hann var ráðinn 17. mars 2017. Í tilkynningu sem sveitarstjórn birtir segir að mismunandi sýn á stjórnun sveitarfélagsins geri það að verkum að sveitarstjórn og Gunnlaugur hafi ákveðið að slíta samstarfi.
Jafnframt segir: „Gunnlaugur hefur frá því að hann kom til starfa fyrir sveitarfélagið unnið vel að mörgum mikilvægum málum og er honum þakkað fyrir sitt framlag.“ Í tilkynningunni segir einnig að sveitarstjórn standi einhuga á bak við þessa ákvörðun. Gunnlaugur vildi ekki tjá sig
um uppsögnina í samtali við Íbúann umfram það að þakka fyrir gott samstarf og það góða sem væri að gerast í sveitarfélaginu.