ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
4. tbl. 15. árgangur
13. febrúar 2020
Söfnun fyrir lyftu í þjónustubíl
Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu og Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra við undirritunina.
Snorrastofa sér um rannsóknir á ritmenningu
Snorrastofu í Reykholti hefur verið falin dagleg umsýsla með verkefninu Ritmenning íslenskra miðalda (RÍM). Stofnskrá þess var undirrituð í Reykholti í ágúst 2019 en ríkisstjórn Íslands stofnaði til RÍM í tilefni af því að liðin voru 75 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Síðasta laugardag skrifuðu þau Lilja D. Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra, og Bergur Þorgeirsson undir viðauka við rekstrarsamning Snorrastofu og ríkisins, sem gildir næstu fimm árin. Fór athöfnin fram í Snorrastofu í Reykholti. Meginmarkið RÍM-verkefnisins er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi
þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Rannsóknirnar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði. Reiknað er með að 35 milljónum kr. verði árlega veitt til verkefnisins í fimm ár frá og með árinu 2020. Yfirstjórn verkefnisins er hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem auglýsir innan skamms eftir umsóknum um styrki. Þegar umsóknir hafa borist skipar ráðuneytið úthlutunarnefnd. Hún gerir tillögur til ráðherra mennta- og menningarmála sem úthlutar styrkjum að höfðu samráði við forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.
Hafin er söfnun fyrir lyftu í þjónustubíl fatlaðra sem starfræktur er í Borgarbyggð. Kvenfélag Borgarness er bakhjarl söfnunarinnar. „Ég hef keyrt bæði að sumri sem og vetri til og þá fann ég vel hvað munar um að hafa ekki lyftu. Það getur t.d. snjóað inn í bílinn og á rampinn sem við það verður oft sleipur og þar af leiðandi hættulegur. Auk þess væri öruggara að hafa lyftu, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Bílinn er frekar hár og því getur verið erfitt að komast upp í hann með góðu móti og tekið á í sumum aðstæðum. Lyfta myndi sannarlega létta öllum lífið,“ segir Snjólaug Soffía Óskarsdóttir sem er ein þeirra sem starfar á þjónustubílnum. Lyftan sem er á myndinni kostar um 850 þúsund krónur íkomin og er til á lager hérlendis. Söfnunarreikningurinn er 0326-26-3121 kt. 700169-4809.