Íbúinn 4. mars 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

4. tbl. 16. árgangur

4. mars 2021

Nýkjörinn forseti Ferðafélags Borgarfjarðar, Gísli Einarsson, í pontu á fjölsóttum stofnfundi sem haldinn var á Hótel B59 á mánudagskvöldið. Mynd: Björn Bjarki Þorsteinsson

Glæsilegasti stofnfundur deildar FÍ „Við ferðafélagarnir erum sammála um að þetta er glæsilegasti stofnfundur sem við höfum séð við stofnun deildar í Ferðafélagi Íslands,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) þegar hann ávarpaði stofnfund Ferðafélags Borgarfjarðar (FFB) sem haldinn var á Hótel B59 mánudagskvöldið 1. mars sl. en hann fór fyrir hópi fulltrúa frá FÍ á fundinum. Þar tilkynntu fulltrúar FÍ að hið nýstofnaða félag fengi eina milljón króna til skiltagerðar við gönguleiðir á svæði félagsins.

Lá við að skipuleggjendur stofnfundarins lentu í vandræðum þar sem skipulögð höfðu verið fyrirfram tvö sóttvarnarhólf, hvort með rými fyrir fimmtíu manns. Þau fylltust bæði og þurfti í skyndi að bæta við þriðja sóttvarnarhólfinu til að pláss væri fyrir alla stofnfundargesti. Gísli Einarsson fjölmiðlamaður sem sjá má á meðfylgjandi mynd var kjörinn forseti nýstofnaðs félags en alls voru 19 einstaklingar kjörnir til hinna ýmsu starfa hjá FFB á stofnfundinum.

Stofnfélagar í FFB eru nú þegar orðnir yfir hundrað en áhugasamir geta gerst stofnfélagar út þetta ár. Hægt er að senda beiðni um skráningu á netfangið ffb@ffb.is en taka þarf fram fullt nafn, kennitölu, heimilsfang, símanúmer og netfang ásamt því að láta vita hvort viðkomandi er félagi í Ferðafélagi Íslands eða deildum þess. Nýja félagið hefur opnað vefsíðuna www.ffb.is. Árgjald er það sama og hjá FÍ eða kr. 7.900 og njóta félagar í FFB sömu réttinda og kjara og félagar í FÍ.


BARNAHORNIÐ

Lááárééétt LLárétt tt 1 H Hæ æsti tindur Íslands Hæsti Úti ffyrir Vesturlandi eru tv ttveir veir stórir flóar, 3 Ú Breiðafjörður og... uv vattn ÍÍslands 7 Stærsta náttúrulega stöðuvatn m ggefur frá á ssérr 9 Vaðfugl með langa fætur sem hvellt hljóð 10 Virkasta eldstöð landsins 11 Hæsta fjall Vesturlands

Umsjón: Hanna Ágústa

LLóðrétt óðððrrréétt ó 2 Ve V esssttta asti ti jökul ök Íslands Vestasti jökull 4 M Mi innsssti iin ti fug n Íslands Minnsti fugl Evrópu og þar af leiðandi 5 E Ei Ein ni ffu n Eini fuglinn af ættbálki haukfugla á Íslandi 6 A Alg Algengasti fugl á Íslandi 8 S Syðsta eyja landsins

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Guðsþjónusta í Hvanneyrarkirkju Sunnudaginn 7. mars kl. 11.00 Jón Ragnarsson, settur sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari Oragnisti er Dóra Erna Ásbjörnsdóttir Virðum gildandi sóttvarnarreglur og eigum góða stund í Guðs húsi Ath. Vegna smitrakningar er fólk beðið að skrá nafn og símanúmer við kirkjudyr, eða senda póst á furutun@simnet.is, eða jon.ragnarsson@kirkjan.is. Upplýsingunum verður eytt eftir 14 daga Reykholtsprestakall Jón Ragnarsson

Dósamóttöku í Brákarey lokað tímabundið. Kæru íbúar Borgarbyggðar, Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur dósamóttöku í Brákarey verið lokað. Unnið er að lausn varðandi húsnæðismál fyrir starfsemina. Hægt er að skila umbúðum á Akranesi og höfuðborgarsvæðinu. Einnig taka margar björgunarsveitir við gjafaumbúðum.


Rótarýklúbbur Borgarness safnar til kaupa á stafrænum þjálfunarbúnaði fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Slökkvilið Borgarbyggðar og „Neisti“ starfsmannafélag slökkviliðsins eru að freista þess að festa kaup á stafrænum búnaði til æfinga og þjálfunar slökkviliðsmanna. Uppbyggingasjóður Vesturlands veitti nýlega 1 m.kr til þessa verkefnis en búnaðurinn kostar 5,5-6,0 m.kr og fjármögnun umfram styrkinn er enn óljós. Mengunarlaus þjálfunarbúnaður fyrir slökkviliðsmenn þar sem hægt er að æfa slökkvistarf hvar og hvenær sem er, við sem raunverulegustu aðstæður sem völ er á! Mikil þörf er á þjálfunarbúnaði á Íslandi sem býr til eins raunverulegar aðstæður og hægt er til þess að þjálfa slökkviliðsmenn í að bregðast rétt við, við hvaða aðstæður sem geta mögulega myndast. Hægt er að koma búnaðinum fyrir hvar sem er og enginn óþrifnaður hlýst af. Búnaðurinn metur hæfni slökkviliðsmannsins og er hægt að benda á og bæta árangur á meðan æfingin fer fram. Allur búnaðurinn er samtengjanlegur og hægt að stjórna úr fjarlægð. Búnaðurinn umhverfisvænn, engin mengun sem mengar slökkviliðsmennina sjálfa eða umhverfi og minkar því líkur á starfstengdum krabbameinum slökkviliðsmanna. Til þess að aðstoða við kaup á búnaði þessum hefur Rótarýklúbbur Borgarness ákveðið að standa fyrir fjáröflun meðal fyrirtækja og almennings í Borgarbyggð til þess að gera slökkviliðinu kleift að koma þessum máli í farsælan farveg. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta greitt inn á reikning 0354-03-400624 kt. 530586-2009 í Arion banka í Borgarnesi fyrir 15.apríl nk.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.