Íbúinn 20. febrúar 2010

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

5. tbl. 15. árgangur

20. febrúar 2020

Bikarmeistarar kvennaliðs Umf. Skallagríms 2020 með stuðningsmannahópinn eða „sjötta manninn“ á bak við sig. Hópurinn framan við skilrúmið: Keira Robinson, Birta Þórðardóttir, systurnar Guðrún Ósk Ámundadóttir þjálfari, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði og Arna Hrönn Ámundadóttir, Maja Michalska, Karen Munda Jónsdóttir, Inga Rósa Jónsdóttir, Gunnhildur Lind Hansdóttir, Mathilde Colding-Poulsen, Heiður Karlsdóttir, Emilie Sofie Hessendal, Lisbeth Inga Kristófersdóttir, Árnína Lena Rúnarsdóttir, Atli Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari og Halldóra Jónasdóttir sjúkraþjálfari. Mynd: KKÍ/Jónas

Skallagrímsstelpurnar urðu bikarmeistarar

Sigur kvennaliðs Skallagríms á KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll síðasta laugardag var verðskuldaður. Stelpurnar okkar náðu forystu í byrjun en KR komst yfir þegar langt var liðið á fyrsta leikhluta.

Í lok annars leikhluta komust stelpurnar okkar yfir á ný og héldu ágætri forystu það sem eftir lifði leiks. Lokatölurnar voru 66:49 Skallagrími í vil og fyrsti bikartitillinn í höfn. Kvennalið Skallagríms í körfu

varð íslandsmeistari árið 1964 og er þetta fyrsti titill liðsins síðan þá. Maður leiksins í leikslok var valin Keira Robinson en hún skoraði 32 stig í leiknum ásamt því að taka 11 fráköst.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.