Íbúinn 20. febrúar 2010

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

5. tbl. 15. árgangur

20. febrúar 2020

Bikarmeistarar kvennaliðs Umf. Skallagríms 2020 með stuðningsmannahópinn eða „sjötta manninn“ á bak við sig. Hópurinn framan við skilrúmið: Keira Robinson, Birta Þórðardóttir, systurnar Guðrún Ósk Ámundadóttir þjálfari, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði og Arna Hrönn Ámundadóttir, Maja Michalska, Karen Munda Jónsdóttir, Inga Rósa Jónsdóttir, Gunnhildur Lind Hansdóttir, Mathilde Colding-Poulsen, Heiður Karlsdóttir, Emilie Sofie Hessendal, Lisbeth Inga Kristófersdóttir, Árnína Lena Rúnarsdóttir, Atli Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari og Halldóra Jónasdóttir sjúkraþjálfari. Mynd: KKÍ/Jónas

Skallagrímsstelpurnar urðu bikarmeistarar

Sigur kvennaliðs Skallagríms á KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll síðasta laugardag var verðskuldaður. Stelpurnar okkar náðu forystu í byrjun en KR komst yfir þegar langt var liðið á fyrsta leikhluta.

Í lok annars leikhluta komust stelpurnar okkar yfir á ný og héldu ágætri forystu það sem eftir lifði leiks. Lokatölurnar voru 66:49 Skallagrími í vil og fyrsti bikartitillinn í höfn. Kvennalið Skallagríms í körfu

varð íslandsmeistari árið 1964 og er þetta fyrsti titill liðsins síðan þá. Maður leiksins í leikslok var valin Keira Robinson en hún skoraði 32 stig í leiknum ásamt því að taka 11 fráköst.


Viðburðadagatal fi 20/2-15:00 Brákarhlíð; Kaffihús fi 20/2-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Vestri - mfl karla fi 20/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi fö 21/2-10:00 Bjarteyjarsandur; Morgunheimsókn í fjárhúsin. Bókanir í netfangið: arnheidur@bjarteyjarsandur.is su 23/2-15:00 Logaland; Bollubingó Kvenfélags Reykdæla su 23/2-15:00 Borgarneskirkja; Inga Björk flytur lög af plötunni Rómur ásamt nýjum lögum. Tónlistin er fyrir lýru og söng og einkennist af nánu og einlægu samtali lýrunnar og raddarinnar. Tónleikaröðin er styrkt af uppbyggingarsjóði Vesturlands og menningarsjóðnum undir jökli. Aðgangur er ókeypis su 23/2-16:00 Haukar-Skallagrímur mfl kvenna su 23/2-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Selfoss - mfl karla mi 26/2-19:15 Grindavik-Skallagrímur - mfl kvenna fi 27/2-19:15 Selfoss-Skallagrímur mfl karla má 2/3-18:00 Borgarnes; Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst má 2/3-20:00 Snorrastofa; Námskeið: Sturla Þórðarson og Sturlunga. Kveðskapur í íslendingasögu Sturlu þr 3/3-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Frumsýning á söngleikjunum„Litla Ljót“ og„Ávaxtakarfan“ mi 4/3-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Önnur sýning:„Litla Ljót“ og„Ávaxtakarfan“ mi 4/3-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Snæfell - mfl kvenna fi 5/3-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi Fö 6/3-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Söngleikirnir„Litla ljót“ og„Ávaxtakarfan“ fö 6/3-18:00 Borgarbraut 65a; Leikhúsferð FEBBN la 7/3-9:00 Faxaborg; Fyrsta mótið í KB mótaröð Borgfirðings la 7/3-20:00 Brúarás; Góugleði Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Punktur í punkt

Fyrirtækjakynning Rótarýklúbbsins

Rótarýklúbbur Borgarness mun standa fyrir fyrirtækjakynningu í Hjálmakletti 14. mars nk. Markmiðið með verkefninu er að gefa rekstraraðilum á starfssvæði klúbbsins tækifæri til að kynna starfsemi sína á heimavettvangi og vekja þannig athygli samfélagsins á viðkomandi starfsemi. Þetta er ekki síður hugsað til að efla samstöðu rekstraraðila á heimavettvangi. Skipulagið verður með þeim hætti að fyrirtæki leigja sýningarrými en leggja sjálf til allt kynningarefni.

Verð á kynningarrými er frá kr. 10.000 - 40.000 eftir stærð. Stefnt er að því að halda málstofu áður en kynningar hefjast og verður hún kynnt síðar. Rótarýklúbburinn mun sjá um allar auglýsingar vegna þessa m.a. í Íbúanum og Skessuhorni. Unnt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á: margretv@bifrost.is og magnusfjeldsted73@gmail.com. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 895-1535 og 866-1013. Skráningu lýkur þann 29. febrúar nk.


Námskeið til aukinna ökuréttinda Meiraprófsnámskeið til allra réttindaflokka verður haldið í Borgarnesi og hefst 2. mars n.k. kl. 18.00 Námstími er á kvöldin og laugardögum Nánari upplýsingar veitir Svavar í síma 822 4502


ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360 Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.