Íbúinn 26. mars 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

5. tbl. 16. árgangur

11. mars 2021

Lífræn slátrun í Brákarey

Sláturhús Vesturlands er í fullum rekstri í Brákarey og þar er nú slátrað stórgripum flesta fimmtudaga. Einnig var slátrað sauðfé í síðustu viku og verður fé slátrað aftur eftir páska. „Rekstrarfélagið Sláturhús Vesturlands sem nú starfar er í húsnæði sem er í eigu einkaaðila. Þar er rekstur í fullum gangi,“ segir Eiríkur Blöndal stjórnarformaður í samtali við Íbúann. Brákarey hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu vegna lokunar gömlu sláturhúsbygginganna sem á árum áður hýstu sauðfjársláturhús. Sú lokun á ekki við starfsemi Sláturhúss Vesturlands. „Sláturhúsið er fyrst og fremst þjónustusláturhús, en framleiðir einnig fyrir samstarfsaðila, þá sérstaklega í veitingageiranum. Vaxandi fjöldi bænda hefur líka nú í vetur komið með, eða hafa í hyggju að koma með nautgripi sem þeir láta vinna í hæfilegar einingar fyrir sitt fólk – nær og fjær,“ segir Eiríkur. Á vefsíðu sláturhússins, www.slaturhus.is og á Facebook er hægt að lesa um sláturdaga og kynna sér þær vörur sem eru í boði. „Margir gleðjast yfir að geta fengið vörur úr héraði, ekki síst nautakjöt sem er víða, eftir að innflutningur jókst verulega - af

Lífræn vottun Sláturhúss Vesturlands í Brákarey Borgarnesi í lok síðasta árs. Guðjón Kristjánsson rekstrarstjóri, Helgi Rafn Gunnarsson frá Biobú og Anna Dröfn sem annast gæðaeftirlit og dagleg samskipti sláturhússins.

nokkuð óljósum uppruna. Nýlega fékk fyrirtækið vottun til að vinna lífrænar afurðir og segir Eiríkur það kærkomna viðbót við þá starfsemi sem þegar sé fyrir hendi. „Neytendur sækja í að vita meira um matinn og veitingastaðir vilja gjarnan geta boðið upp á mat úr héraði. Neytendur vilja heyra hvernig maturinn verður til og hvernig samfélagið tengist matvælaframleiðslunni. Það þarf heldur ekki miklar reiknikúnstir eða mokstur ofan í skurði til að sannfærast um að

matur sem þarf ekki að ferðast mjög mikið á sinni leið hlýtur að hafa heldur minna kolefnisspor. Nú er því svo komið að menn hafa aftur trú á úrvinnslu afurða í Borgarnesi, enda má segja að það sé hefð fyrir henni þar. Krafa allra samfélaga er að þau verði meira sjálfbær og það á ekki síst við um mat,“ segir Eiríkur og bendir á að lítið sláturhús sé upplagður vettvangur ýmiss konar þróunarvinnu. Á vegum sláturhússins er m.a. verið að láta súta gærur og leður til að markaðsfæra hérlendis og erlendis.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 26. mars 2021 by Íbúinn - Issuu