Íbúinn 29. apríl

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

7. tbl. 16. árgangur

29. apríl 2021

Slökkviliðsmenn úr öllu Borgarfjarðarhéraði voru kallaðir út til að fást við eldinn í þaki Hyrnunnar og skiptust menn á að vinna á þakinu. Hér kasta nokkrir þeirra mæðinni eftir vaktina á þakinu. Á innfelldu myndinni eru þeir Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri og eldvarnarfulltrúi, Gísli Már Kristjánsson og Þórður Sigurðsson varðstjóri sem hélt körfubílnum gangandi. Sjá fleiri myndir á bls. 2. Myndir: Olgeir Helgi

Eldur í þaki Hyrnunnar Eldur kom upp í þaki Hyrnunnar (N1) í Borgarnesi rétt fyrir kl. 11 á þriðjudagsmorguninn þegar verið var að ganga frá þakpappa og þakdúk með hita. Skemmdir urðu á þaki Hyrnunnar vegna vatns og elds og tjón innandyra vegna vatns. Þrátt fyrir það var hluti starfseminnar kominn aftur í gang síðdegis í gær, miðvikudag. „Útkallið var þess eðlis að um heildarútkall var að ræða hjá Slökkviliði Borgarbyggðar.

Þetta er stórt fyrirtæki og samfélaginu mikilvægt og þar fyrir utan er bensínstöð á staðnum svo viðbragðið þurfti að vera mikið. Við náðum tökum á eldinum mjög fljótt og komum í veg fyrir gríðarlegt tjón,“ segir Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Íbúann. Fjórir reykkafarar voru komnir upp á þak nokkrum mínútum eftir útkall. „Slökkvistarf gekk mjög vel og er það að þakka hárréttum

viðbrögðum starfsmanna N1, góðum eldvörnum hússins og vel þjálfuðum og öflugum slökkviliðsmönnum sem kunna vel til verka,“ segir Heiðar. Magnús Fjeldsted stöðvarstjóri N1 segir að engin hætta hafi verið á ferðum varðandi slys á fólki innandyra. „Það var lítil reykur sem kom inn og við vorum fljót að rýma húsið. Það er stutt síðan við vorum með brunaæfingu og allir starfsmenn vissu sitt hlutverk.“


Svipmyndir frá slökkvistörfum við Hyrnuna

Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri hafði vakandi auga með öllu sem fram fór. Menn voru þyrstir eftir að puða í reykköfunarbúningi.

Kristján Andrésson á Hvanneyri og Páll H. Jónasson á Signýjarstöðum voru fljótir á staðinn. Það var handagangur í öskjunni en vinnubrögðin fumlaus þegar eldurinn var slökktur.

Það var létt yfir mannskapnum þó verkefnið væri alvarlegt, enda gengu slökkvistörf afar vel. Magnús Fjeldsted stöðvarstjóri Hyrnunnar (N1) sem ræðir hér við Þórð Sigurðsson vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem að þessu komu. „Allir brugðust fljótt við og voru mættir eftir mjög fáar mínútur. Allt saman snillingar sem voru fljótir að ná tökum á eldinum og bjarga stöðinni frá meira tjóni. Frábært að sjá menn allstaðar úr Borgarfirði vera komna á staðinn á nokkrum mínútum.“

Einar Steinþór Traustason tók sig vel út í nýja gallanum eins og félagar hans.


Framkvæmdastyrkir til Íþróttaog tómstundafélaga í Borgarbyggð Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um íþrótta-, ungmenna- eða tómstundafélag innan Borgarbyggðar sé að ræða. Umsóknaraðili þarf að reka sértæka aðstöðu eða húsnæði innan sveitarfélagsins sem sveitarfélagið Borgarbyggð hvorki á eða rekur og leggur ekki til framkvæmdarfé á fjárhagsáætlun. Umsókninni þarf að fylgja framkvæmdar- og kostnaðaráætlun og ársreikningur félagsins. Einnig þarf að koma skýrt fram hvert er markmið framkvæmdarinnar. Hámarksstyrkur er kr. 2.000.000 og getur hvert verkefni að hámarki verið stutt 3 ár í senn. Sjálfboðavinna er metin að fullu sem vinna. Styrkurinn greiðist í tvennu lagi, 50% við tilkynningu um styrkveitingu og 50% þegar lokaskýrsla hefur borist byggðarráði. Verði verkið ekki framkvæmt skal styrkurinn endurgreiðast að fullu. Vinnist verkið ekki eins og fram kom í upphaflegri styrkbeiðni verður að koma skýrt fram í lokaskýrslu hversvegna svo er ekki og rökstuðningur að fylgja. Við úthlutun á styrk skal eftirfarandi reglum fylgt til að fá úr því skorið hvort framkvæmdin teljist styrkhæf. • • • • •

Að um sé að ræða skilgreint íþrótta og/eða tómstundafélag sem standi fyrir framkvæmdinni. Að félagið eigi lögheimili í Borgarbyggð og sé opið öllum. Að framkvæmdin bæti aðstöðu og/eða auki möguleika á að fjölga iðkendum í viðkomandi félagi. Að félagið hafi fjárhagslega eða félagslegan styrk til að standa að framkvæmdum og rekstri þess sem á að framkvæma enda komi það fram í áætlun sem fylgi með umsókn. Að starfsemin falli vel að markmiðum sveitarfélagsins um íþróttir og tómstundir sem birtast í stefnum þess. Þar má nefna bæði Íþrótta og tómstundastefnu og Heilsueflandi samfélag.

Sótt er um á íbúagátt á heimasíðu Borgarbyggðar fyrir 6. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Hlöðver I. Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs á hlodver.gunnarsson@borgarbyggd.is.


Hvanneyrarkirkja sunnudaginn 9. maí Guðþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Jón Ragnarsson. Organisti Dóra Erna Ásbjörnsdóttir.

Að lokinni guðþjónustu verður aðalsafnaðarfundur Hvanneyrarsóknar haldinn í safnaðarheimilinu Skemmunni. Boðið verður upp á léttan málsverð fyrir fundinn. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf. Sóknarnefndin.

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð og Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs

taka höndum saman um Lýðheilsugöngur í maí Nú í byrjun maí fer af stað samstarfsverkefnið Lýðheilsugöngur milli Heilsueflandi samfélags Borgarbyggðar og nýstofnaðs Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs. Leitast verður við að hafa göngurnar á færi sem flestra og upphafstaðir gangnanna verða víðsvegar í sveitarfélaginu. Göngurnar verða í boði alla miðvikudaga í maí kl 18 og taka um eina og hálfa klukkustund. Frítt er í allar göngurnar. Fyrsta gangan verður 5. maí þar sem stefnan er tekin á Seleyri. Upphafsstaður göngu er við bílastæði gengt Borgarfjarðarbraut. Gengið verður í gegnum Hafnarskóg og til baka eftir ströndinni að Seleyri. Síðari göngur verða auglýstar með vikufyrirvara. Allar göngur verða leiddar af stjórnarmönnum í FFB. Samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum miðast fjöldi þátttakenda við 50 manns. Því þurfa þáttakendur að skrá sig með því að senda tölvupóst til Ferðafélagsins í netfangið: ffb@ffb.is. Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs fylgir sóttvarnarreglum og leiðbeiningum sem gilda í samfélaginu hverju sinni vegna Covid19. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru hvattir til að sýna aðgát og tillitssemi í umgengni við aðra.

HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Borgarbyggð vellíðan fyrir alla


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.