Íbúinn 20. maí 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

9. tbl. 16. árgangur

20. maí 2021

Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir eigendur Landnámssetursins ásamt sögumanninum Reyni Tómasi Geirssyni sem var kátur að aflokinni frumsýningu á fimmtán ára afmæli Landnámsseturs og 75 ára afmælisdegi sögumannsins. Mynd: Olgeir Helgi

Landnámssetur opnar með afmælissýningu Landnámssetrið opnaði á uppstigningardag með fimmtán ára afmælisveislu og bauð gestum og gangandi af því tilefni í vöfflur og kakó. Fjölmargir lögðu leið sína í afmælisveisluna. Á opnunardaginn var jafnframt frumsýnd sýning Reynis Tómasar Geirssonar fyrir fullu húsi á Sögulofti Landnámssetursins þar sem hann segir mikla og merkilega sögu

Bayeux refilsins. Refillinn var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Hann er skreyttur með samfelldri myndaröð sem lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orrustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur. Refillinn er 70,34 metra langur og ein mesta þjóðargersemi

Frakka enn í dag. Sögumaðurinn Reynir Tómas er mörgum að góðu kunnur því hann var til margra ára yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Reynir Tómas segir frá tilurð refilsins og aðferðinni við að búa hann til, Refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig refillinn hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúinn 20. maí 2021 by Íbúinn - Issuu