ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
8. tbl. 16. árgangur
13. maí 2021
Vel var mætt í fyrstu göngu sem nýstofnað Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs stóð fyrir. Það var svokölluð lýðheilsuganga sem félagið skipulagði í samvinnu við Heilsueflandi samfélag, Borgarbyggð. Gengið var frá Seleyri um Hafnarskóg og með strönd Borgarfjarðar til baka. Mynd: Olgeir Helgi
Margar göngur framundan Göngudagskrá sumarsins er hafin hjá hinu nýstofnaða Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs. Fyrsta gangan var svokölluð lýðheilsuganga sem félagið skipulagði í samvinnu við Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Sambærilegar göngur verða alla miðvikudaga í maí og hefjast kl. 18.00. Önnur gangan af þessu sama tagi var farin í gær í Húsafelli. Nánari upplýsingar um allar göngur er að finna á heimasíðu félagsins: www.
ffb.is og á Fjasbókarsíðu þess. Tafir hafa orðið á að dagskrá félagsins gæti hafist vegna sóttvarnaraðgerða. Þátttaka verður ókeypis í allar göngur FFB í sumar. Hin formlega stofnganga félagsins er fyrirhuguð sunnudaginn 30. maí nk um Jafnaskarðsskóg við Hreðavatn. Brottför kl. 13. Sú ganga mun henta öllum aldurshópum. Þá verður nokkuð auðveld fjöruganga frá Borg að
Rauðanesi laugardaginn 5. júní, Söguganga með Gísla Einarssyni forseta félagsins í Lundarreykjadal laugardaginn 19. júní en þá verður gengið til Englands. Er hún merkt sem tveggja skóa ganga í erfiðleikastigi. Jónsmessuganga verður á Selfjall á Húsafelli 25.-27. júní þar sem endanleg dagsetning mun ráðast af veðri. Fjölbreyttar göngur eru á döfinni í sumar og einnig er fyrirhuguð jeppaferð.
Viðburðadagatal Það er Íbúanum ánægjuefni að nú er á ný tilefni til að birta viðburðadagatal eftir að byrjað er að létta á sóttvarnarráðstöfunum vegna Covid. la 15/5-13 Safnahús Borgarfjarðar. Landið mitt - myndlistarsýning Ingu Stefánsdóttur stendur til 17. júní su 30/5-13 Stofnganga FFB um Jafnaskraðsskóg við Hreðavatn la 5/6-10 Fjöruganga FFB. BorgRauðanes. 7 km - 1 skór. la 12-13/6 Varmalandsdagar. Undirtitill Varmalandsdaga er LYST og LIST. Þar er vísað í skólana sem voru og eru í Varmalandi, matarLYST og LIST af öllu öðru tagi. Það verður margt um að vera á Varmalandsdögum, bæði úti og inni. Dagskrá verður auglýst síðar. la 19/6-10 Söguganga FFB. Iðunnarstaðir-England. 10 km - 2 skór 25-27/6-23 Jónsmessuganga FFB á Selfjall á Húsafelli – kvöld/næturganga
BARNAHORNIÐ
Umsjón: Hanna Ágústa
Sudoku gáta
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur
Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum
S Ý N I N G
Landið mitt Myndlistarsýning Inga Stefánsdóttir
I N G A
Dagana 15.05. til 17.06.21 í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi Allir velkomnir; opið virka daga frá 13 til 18 og um helgar frá kl.13 til 17.
S T E F
Inga mun vera á staðnum allar helgar og taka á móti gestum. Vegna aðstæðna er ekki auglýst opnun en öllum velkomið að kíkja inn á meðan húsrúm leyfir. Sýningin er sölusýning. Munum grímur. Nánari upplýsingar: Inga Stefánsdóttir, s. 893 3260, ingastef55@gmail.com Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss, 433 7200, gudrunj@borgarbyggd.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR HEIMAVIST.IS
FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR ALLS STAÐAR AÐ AF LANDINU
IM
15 MÍNÚT
UR
2 MÍNÚTUR
IS
EY
ING
AR
HÚ
RI 8M
ÍNÚ
TUR
ÚS
HLÍÐARFJALL VEITINGARSTAÐUR
BÍÓH
7M
R
AV
OG VMA Á AKUR
HE
ÚTU
A TM
NN
NN BÆR I MIÐ R S LANI VER
3 MÍN
AH
ÚS
ME
S
SU ND RÆ KT ÍÞR IN ÓT T
MA
ÍNÚ
TUR 3M
ÍNÚ
TUR
RÐ
N IN UR S HÚ
8 MÍNÚTUR
LY S T KA I GA FF I
VMA Heimavist MA og VMA
Sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni í Borgarbyggð
Borgarbyggð mun bjóða 17 ára ungmennum (fædd 2004) sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu starf í sumar. Störfin felast í fegrun umhverfis; gróðursetningu, gróðurumhirðu og fjölbreyttum verklegum framkvæmdum. Hæfni sem farið er fram á: • Þjónustulund og lipurð í samskiptum • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Stundvísi. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk. Ráðningartími er allt að tveir mánuðir innan tímabilsins 1. júní til 31. ágúst 2021. Sækja skal um störfin í þjónustugátt Borgarbyggðar á vef sveitarfélagsins. Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu og verði sautján ára á árinu. Allir sem falla undir þessi skilyrði, óháð kyni og uppruna eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um störfin veitir Soffía Dagbjört Jónsdóttir gæða- og mannauðsstjóri á netfanginu soffia@borgarbyggd.is
Varmalandsdagar haldnir í júní
Hollvinafélag Varmalands sem var stofnað á haustdögum 2020 er nú með í undirbúningi hátíð dagana 12. og 13. júní nk sem kallast Varmalandsdagar, lyst og list. Undirtitillinn lyst og list vísar í skólana sem voru og eru í Varmalandi, matarlyst og list af öllu öðru tagi. Félagið hvetur sérstaklega fólk á stórVarmalandssvæðinu (Norðurárdalur, Þverárhlíð, Stafholtstungur) til þátttöku í markaði sem verður í tengslum við Varmalandsdaga, en allir eru velkomnir hvaðan sem þeir koma. Í tilkynningu frá félaginu segir m.a.: „Ef þú hefur eitthvað sem þú vilt koma á framfæri/ selja og hentar til að vera á markaði inni í Félagsheimilinu Þinghamri, þá endilega hafðu samband við okkur. hollvinafelagvarmalands@ gmail.com eða 893 5063, fyrir 18. maí. Þarftu að taka til í geymslunni? Áttu eitthvað matarkyns til að bjóða? Áttu eitthvað handverk sem má selja?“ Þar segir einnig að margt verði um að vera á Varmalandsdögum, bæði úti og inni en dagskrá verði auglýst síðar.
ÍBÚINN
fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320, 342 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360