Íbúinn 13. maí 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

8. tbl. 16. árgangur

13. maí 2021

Vel var mætt í fyrstu göngu sem nýstofnað Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs stóð fyrir. Það var svokölluð lýðheilsuganga sem félagið skipulagði í samvinnu við Heilsueflandi samfélag, Borgarbyggð. Gengið var frá Seleyri um Hafnarskóg og með strönd Borgarfjarðar til baka. Mynd: Olgeir Helgi

Margar göngur framundan Göngudagskrá sumarsins er hafin hjá hinu nýstofnaða Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs. Fyrsta gangan var svokölluð lýðheilsuganga sem félagið skipulagði í samvinnu við Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Sambærilegar göngur verða alla miðvikudaga í maí og hefjast kl. 18.00. Önnur gangan af þessu sama tagi var farin í gær í Húsafelli. Nánari upplýsingar um allar göngur er að finna á heimasíðu félagsins: www.

ffb.is og á Fjasbókarsíðu þess. Tafir hafa orðið á að dagskrá félagsins gæti hafist vegna sóttvarnaraðgerða. Þátttaka verður ókeypis í allar göngur FFB í sumar. Hin formlega stofnganga félagsins er fyrirhuguð sunnudaginn 30. maí nk um Jafnaskarðsskóg við Hreðavatn. Brottför kl. 13. Sú ganga mun henta öllum aldurshópum. Þá verður nokkuð auðveld fjöruganga frá Borg að

Rauðanesi laugardaginn 5. júní, Söguganga með Gísla Einarssyni forseta félagsins í Lundarreykjadal laugardaginn 19. júní en þá verður gengið til Englands. Er hún merkt sem tveggja skóa ganga í erfiðleikastigi. Jónsmessuganga verður á Selfjall á Húsafelli 25.-27. júní þar sem endanleg dagsetning mun ráðast af veðri. Fjölbreyttar göngur eru á döfinni í sumar og einnig er fyrirhuguð jeppaferð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.