MB fréttir - desember 2014

Page 1

Desember 2014

MB FRÉTTIR MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR

Nýnemadagurinn Nýnemadagurinn var haldinn hátíðlegur 27. ágúst. Dagurinn byrjaði með sameiginlegum morgunverði en eftir hádegið hófust hátíðahöld til heiðurs nýnemum og var margt til skemmtunar. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti.

Nýr skólameistari

Haustönn 2014

Nýr skólameistari var ráðinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Það er Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum, einnig frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun.

Kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Menntaskóla Borgarfjarðar. Sú hefð hefur skapast við skólann að senda út fréttapistil af skólastarfi hverrar annar og það er mér sérstök ánægja að segja frá því hversu stolt ég er af skólanum okkar, nemendum og starfsfólki. Margt hefur drifið á daga okkar sem vert er að segja frá. Sjálf tók ég til starfa í október s.l. og hef fengið góðar viðtökur. Hér er gott og umburðarlynt fólk sem sannarlega skilur hvað felst í samhug og vináttu. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð að hér sé öflugur menntaskóli með starfsfólk sem er framsýnt og metnaðarfullt. Það að geta stundað nám í heimabyggð er ómetanlegt. Félagslíf skólans hefur verið að eflast og skólastjórnendur vilja leggja sitt af mörkum til að greiða götu nemenda hvað það varðar. Félagslíf í menntaskólum landsins er mikilvægur þáttur í námi nemenda. Um þessar mundir stunda um 145 nemendur nám við skólann og næstkomandi vor munum við útskrifa um 20 nemendur. Menntaskóli Borgarfjarðar óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. &

Nemendagarðar Nýjir nemendagarðar voru teknir í notkun í haust. Um er að ræða tvær íbúðir á jarðhæð við Brákarbraut. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Skólinn hlutast til um að útvega fleiri herbergi ef þörf krefur.

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari&

MB fréttir

1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.